Norðurljósið - 01.01.1917, Side 2
2
Norburljósið
löndum síðan stríðið byrjaði og hefi tekið eftir
ýmsu, sem öðrum gæti fundist fróðlegt að heyra
um, hefi jeg orðið við ósk nokkurra kaupenda
blaðsins og ætla að láta það flytja ferðasögu
mína.
Jeg fór frá Akureyri seint í októbérmánuði 1914
á litlu skipi, sem ætlaði beint til Skollands, til
að taka kol, svo að það gæti haldið áfram ferð
sinni til Spánar með fisk. Reglulegar skipaferðir
voru komnar í rugling vegna stríðsins, og jeg
sætti glaður þessari ferð. Jeg hafði aldrei fyr far-
ið á milli landa á svo litlu skipi, og mjer leið
ver, þá viku sem jeg var á því, en nokkurn tíma
áður á æfi minni. Jeg var útbúinn með skjöl til
að sanna, að jeg væri í friðsamlegum erindagerð-
um, ef skipið yrði rannsakað af herskipum Breta,
en við sáum ekkert herskip alla leið, nema eitt,
sem fór fram hjá með miklum hraða síðustu
nóttina, án þess að sýna nein Ijós.
Jeg hlakkaði mjög til að komast í land, þegar
komið var til Troon snemma morguns, einkum
vegna þess, að jeg hafði ekki borðað neitt sem
teljandi væri í heila viku. Jeg stökk af skipinu
á bryggjuna, og ætlaði að halda inn í bæinn, til
að sjá mig um, og spyrja eftir járnbrautarferð-
um til Edinborgar. En jeg hafði ekki gengið nema
fáein skref, er hermaður með byssusting stendur
fyrir framan mig, og spyr hvert jeg ætli.
(Framhald.)
Ný sól fundin.
Einu sinni hugsuðu mennirnir, að jarðhnöttur vor
væri helsti hluti alheimsins. Þeir hjeldu, að hann stæði
kyrr og að sólin og tunglið snerust í ’kring um hann,
og kaþólska kirkjan Ijet brenna nokkra vísindamenn,
sem mótmæltu þessu. En Kópernikus og aðrir stjörnu-
fræðingar staðfestu það samt, að jörðin snerist í kring
um sólina, sem var miklu stærri en jörðin.
Þegar menn höfðu búið til stærri og fuilkomnari
sjónpípur, uppgötvuðu þeir, að sólin sjálf var ekki kyr,
heldur snerist hún, og alt sólkerfið með henni, Tkring
um aðra og stærri sól.
Þangað til nýlega hafa stjörnufræðingar haldið, að
miðdepill alheimsins væri stjarna, sem Alcyoné heitir.
Bn nú er það sannað, að svo sje ekki, heldur er tröll-
aukin sól, sem heitir Canopus, miðdepill allra skap-
aðra hluta, svo framarlega sem stjörnufræðingar vita,
enn sem komið er.
Canopus er 31,000,000 sinnum lengra í burtu frá
jörðunni heldur en sólin er, og þó er fjarlægð sólar-
innar frá jörðunni ekkert smáræði,—svo sem 93,000,000
enskra mílna!
Canopus gefur af sjer að minsta kosti 49,000 sinnum
meira Ijós heldur en sólin, og ekki er nema eðlilegt
að birta háns sje stórfeldari, þar sem hann er svo sem
2,400,000 sinnum stærri en sólin!
»Þá er jeg þorfi á himininn, verk handa þinna, tungl-
ið og stjörnurnar, er þú hefir skapað, — hvað er þá
maðurinn þess að þú minnist hans og mannsins barn
að þú vitjir þess?« (Sálm. 8. 4.-5.)
í næsta blaði ætlum vjer að reyna að gera þessar
háu tölur skiljanlegri.
(Framhald.)
i\thugasemdir ritstjórans
Mjer er skylt að þakka Qtiði fyrir þær óskiljanlega
hlýju viðtökur, sem margir lesendur blaðsins hafa veitt
mjer, síðan jeg kom hingað aftur til landsins. Einnig
þakka jeg hverjum einum, sem hefir skrifað mjer, fyrir
vingjarnleg orð og loforð um hjálp við útbreiðslu
blaðsins. Það lítur út fyrir, að blaðið nái töluvert meiri
útbreiðslu þetta ár, heldur en áður. Sumir hafa greitt
áskrifendagjald sitt fleiri mánuðum fyrirfram, og sum-
ir jafnvel borgað fyrir fleiri ókomin ár!
Þeir, sem ekki hafa þegar sent áskrifendagjald sitt,
eru beðnir að hugsa til þess með nœsta pósti, því að
blaði i á að borgast fyrirfram. Nú á þessum ófriðar-
tímum er blaðaútgáfa svo mörgum erfiðleikum bundin,
og kostnaður allur svo miklu meiri, að það er nauð-
synlegt að lesendur sjeu skilvísir, helst undantekning-
arlaust. Um leið og menn senda sína 60 au., er þeim
ráðlagt að bæta 20 au. við til þess að kaupa nýút-
komið rit, sem heitir »Jónas í kviði stórfiskjarins«,
(Rannsóknarrít nr. 3, 10 au.), eftir ritstjórann, og nýtt
veggspjald með mynd af Galíleu-vatninu (10 au.), sem
verður sent með pósti strax við móttöku pöntunarinnar.
Vinagjafir til „Norðurljóssins“:
10 kr. frá K. J., Hafnarfirði.
3 kr. 50 au. frá K. J., Skagafirði.
5 kr. frá G. A., A.-Skaftafellssýslu.
Blaðið tjáir þessum vinum sitt besta þakklæti.