Norðurljósið - 01.01.1917, Síða 4
4
Norðurljósið
I • • • •• •••••••» •• • • • •••••••• • •-•
fæstir hugsa alvarlega um stefnuna, sem þeir eru að
fylgja, eða um ströndina hinu megín við lífsins sjó.
Peir eru svo uppteknir af þeim hlutum, sem liggja
næstir, að þeir gæta als ekki að því, hvort þeir sjeu í
raun og veru að stefna í rjetta átt. Eða þeir, blindaðir
af einhverri hjátrú eða villutrú, draga sjálfa sig á tálar.
Sumir þykjast ætla að finna svölun í þeirri tilhugsun,
að engin framtíð sje til hinu megin. En sannleikurinn
er óhagganlegur, — hvort sem memi vilja trúa honum
eða ekki, — að til sje líf eftir þetta líf og að hlutdeild
þeirra verði sæla aða ófarsæld, eftir því, hvaða stefnu
þeir fylgja.
í Róm, hinni fallegu borg, lá Jerome Bonaparte
fursti við dauðann. Sólin var að setjast og varpaði
hinum síðustu geislum sínum inn í herbergið, þar sem
hann lá, eins og hún vildi lýsa leið hans gegn um
dauðans skuggadal. En enginn geisli gat dreyft myrkr-
inu, sem var í sálu hans. Örfáir vinir voru viðstaddir,
en vininn mikla, sem hefði getað fylgt honum gegn
um dalinn dimma, þekti hann ekki. Hann var guðsaf-
neitari, og hafði elskað myrkrið meir en Ijósið.
Varir hans titra; vinir hans beygja sig niður að hon-
um, til þess að ná hinum síðustu orðum hans. »Oæf-
an hefir aldrei fylgt mjer, ekki einu sinni í dauðan-
um,< segir hann lágt. Hjegómadýrðin, sem hann varð
saddur af í lífi sínu, er nú horfin. Vantrúin, sem hann
hrósaði sjer af, getur síst hjálpað honum nú. Menn hefðu
álitið hann öðrum fremri gæfumann; en á banasæng-
inni skoða menn æfi sína öðruvísi, en þegar þeir eru
umkringdir af smjaðrandi vinum.
Berum dauða hans saman við lát annars merkis-
manns, Edwards háskólaforseta í Bandaríkjunum, sem
ljet eftir sig velunnið starf, og mesta heiðursnafn. Hann
kvaddi vini sína og ættingja rólega, og horfði upp til
himins og sagði með skýrri röddu: »Og nú — Jesús
frá Nasaret, sem hefir aldrei yfirgefið mig.« Og svo
leið sál hans inn í forgarða Drottins.
Það mætti margfalda dæmi þess, hve ósegjanlega
mikill friður hefir hvílt yfir þeim, sem þekkja Jesúm
Krist sem persónulegan vin og frelsara, þegar þeir
hafa náð »ströndinni hinu megin« og lífsferðinni er
Iokið, og eins þess, hve sorgleg þeirra reynsla er, sem
finna, að síðasta stundin er komin, og komast þó að
raun um, að þeir hafa als ekki undirbúið sig, með því
að koma til Krists.
I einni merkingu er »ströndin hinu megin« hulin, en
í annari merkingu er hún það ekki. Stundin, þegar
dauðinn ber að, er auðvitað ölluin hulin. Um hana
má segja, eins og sagt er um tiikomu Drottins: »Um
þann dag eða stund veit enginn.« Reynslan sýnir, að
það eru oft þeir, sem ólíklegastir eru til að deyja svo
brátt, sem mæta dauða sínum óviðbúnir. En þó að
stundin sje hulin, geta allir fengið fullvissu um afdrif
sín á endanum. Allir höfum vjer Ouðs orð, sem ekki
aðeins leiðbeinir oss fram hjá blindskerjum og sand-
bleytum lífsins, heldur boðar oss hjálpræði Guðs og
leiðir oss til þekkingar á hinum sanna leiðsögumanni.
Látum oss nú, er vjer stöndum á þröskuldi nýs árs,
horfa beint áfram í ókomna tíma og gera grein fyrir
því, hvort vjer höfum meðtekið þenna blessaða leið-
toga á skip vort eða ekki, svo að vjer megum hafa
fullvissu um, hvort vjer höfum öðlast eilíft líf eða ekki.
Vjer lesum um fsraelsmenn, er þeir voru að yfirgefa
þrældóminn í Egyptalandi fyrir fult og alt, að þeir
neyttu páskalambsins innan húsdyrá, sem stöktar voru
blóði þess, og að þeim var kent að telja þenna mán-
uð »upphafsmánuð«, eða fyrsta mánuð ársins, fram-
vegis. Og Drottinn lofaði að leiða þá inn í land, sem
»flaut í mjólk og hunangi«, þar sem þeir mundu njóta
als nægta. Um það land var ritað: »Stöðuglega hvíla
augu Drottins, Guðs þíns, yfir því frá ársbyrjun til
árstoka.« (V. Mós. 11. 12.).
Þeim, sem frelsast fyrir blóð Jesú Krists, sem er
»það Guðs Iamb, sem ber heimsins synd«, undan á-
nauð, sem verri er en Egyptalandsþrældómurinn, verð-
ur þessi mánuður »upphafsmánuður«. Og þeir hafa þá
sæhi fullvissu, að augu Drottins gæta þeirra »frá árs-
byrjun til ársloka«.
Guð gefi, að allir lesendur þessa blaðs þreyfi á því,
að sá himneski leiðtogi, sem leiddi hin endurleystu
ísraels börn óhult yfir eyðimörkina, inn í fyrirheitna
landið, sje með þeim alt þetta nýja ár, 1917, svo að
þeir stefni í rjetta átt að »ströndinni hinu megin«!
E.
RÆNINGJABÆLIÐ.
Saga eftir A. L 0. E.
(Þýdd úr ensku.)
[Ritstjórinn gerir ráð fyrir, að margir nýir kaup-
endur bcetist við þetta ár, sem ekki hafa lesið það
sem komið er út af þessari sögu. Þykir honum því
rjett að gefa yfirlit yfir söguna, svo langt sem hún er
komin, til þess að þeir geti einnig fylgst með.J
Yfirlit.
Ungur Englendingur, þóttafuliur og drambsamur, að
nafni Horace Cleveland, er á skemtiferð í Ítalíu, á-
samt móður sinni. Mæðginin koma við á gistihúsi, þar
sem söngvari einn, sem Raphael heitir, vekur eftirtekt