Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1917, Side 7

Norðurljósið - 01.01.1917, Side 7
Norðurljósið 7 Molar frá borði meistarans. (Á þessari blaðsíðu eru jafnan fluttar greinar, sem sjerstaklega eru ætlaðar trúuðum mönnum.) Auðmýkt Krists. »Lærið af mjer,« sagði Drottinn Jesús, > því að jeg er hógvœr og af hjarta titillátur.« (Matt. 11. 29.) t’ví meir sem menn rannsaka orð og verk Jesú Krists, því meiri ástæðu finna þeir til að dást að hinni óvið- jafnanlegu fegurð anda hans í öllum greinum. En þó er auðmýkt hans ef til vill fegursta perlan í dýrðar- Eórónu hans. Látum oss hlýðnast þessu boðí hans, og »Iæra af honum«, með því að athuga hógværð og lít- illæti hans! Sumir menn hæla sjer af tign sinni og stöðu í mann- fjelaginu. En þegar sonur Quðs kom til að dvelja á meðal vor, var svo að orði kveðið um hann: »Erhann ekki sonur smiðsins?« (Matt. 13. 55.) Stjettahroki fanst ekki í hjarta Jesú Krists. Menn stæra sig oft af auð sínum, en ekki var auð- eefa-oflæti til hjá Kristi. »Mannsins sonur á hvergi höfði sínu að að halla,« sagði hann. (Matt 8. 20.) Menn miklast stundum af því, að átthagar þeirra sjeu öðrum fremri að frægð og virðing. Ættjarðardramh var ekki til í hjartajesú frá Nazaret. Menn sögðu um hann: »Getur nokkuð gott komið frá Nazaret?* (Jóh. 1. 47.) Andlitsfegurð leiðir oft til þess, að menn þykjast öðrum fremri eða betri. Þrátt fyrir það, að margar miljónir manna þrá það heitast af öllu, að fá að sjá auglit Jesú Krists, var því spáð um hann, að hann yrði, í augum vantrúaðra, »hvorki fagur nje glæsileg- ur . . . nje álitlegur.« (Esa. 53. 2.) Sumir menn eru hreyknir yfir mannorði sfnu. Um jesúm Krist sögðu menn: »Sjá, átvagl og vínsvelgur! vinur tollheimtumanna og syndara!« (Matt. 11. 19.) Flestir vilja láta þjóna sjer, en Jesús sagði: >Jeg er ineðal yðar eins og sá, er þjónar,« (Lúk. 22. 27.), og aftur: »Mannsins sonur er ekki kominn til þess að láta þjóna sjer, heldur til þessað þjóna.« (Matt. 20. 28.) »Hann tók á sig þjóns mynd.« (Filipp. 2. 8.) Sumir hrósa sjer af því, hve vel þeim hafi tekist að ná takmarki sínu í lífinu. En á meðati Jesús var í þessum heimi, var lítill sýnilegur árangur af starfi hans. »Hann kom til eignar sinnar, og hans eigin menn tóku ekki við honum.« (Jóh. 1. 11.) »Bræður hans trúðu ekki heldur á hann.« (Jóh. 7. 5.) Sumum veitir erfitt að hlýðnast, en í Lúk. 2. 51, lesum vjer, að Jesús fór heim með Jósef og Maríu, »og var þeim hlýðinn.« Margir vilja helst treysta á »mátt sinn og megin«, en Jesús sagði: »Ekki megna jeg að gera neitt af sjálfum mjer.« (Jóh. 5. 30.) Sumum þykir minkun í því, að vera ekki sjálfstæðir. En Jesús sagði: »Jeg geri ekkert af sjálfum mjer, heldur tala jeg þetta eins og Faðirinn hefir kent mjer.« (Jóh. 8.28.) Mannasiður er það, að stæra sig af sínum eigin flokki, og að fyrirlíta þá, sem ekki eru í honum. Þeg- ar Jóhannes segir Drotni Jesú frá því, að þeir hafi bannað manni að reka út illa anda í nafni Krists, vegna þess að hann fylgdi ekki þeirra flokki, þá svarar Jesús: »Bannið honum það ekki; .. .. Því að sá sem ekki er á móti oss, hann er með oss.« (Mark. 9. 38.—40.) Það er ekkert flokksdramb í hjarta Jesú Krists. Jesús var svo auðmjúkur, að hann tók aldrei til þess, þó menn gerðu eitthvað á hluta hans. Jafnvel við Júdas, er svikarinn kom og kysti hann, sagði hann aðeins: »Vinur, hví ert þú kominn hjer?« (Matt. 26. 50.) Og þegar hermennirnir voru að festa hann við krossinn, bað hann: »Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gera. (Lúk. 23. 34 ) Það kemur oft fyrir að menn vilja alls ekki láta til- finningar sínar í ljósi jafnvel við sína nánustu og ekki tala neitt við þá um áform sín. Þeir treysta engum nema sjálfum sjer, sem lýsir drambsemi. En Jesús tal- aði við lærisveina sína um dýpstu tilfinningar sínar, þrátt fyrir það, að þeir voru þess svo oft óverðugir og misskildu hann svo mjög. 1 grasgarðinum sagði hann: »Sál mín er sárhrygg alt til dauða,« og vildi láta hina þrjá lærisveina bíða og vaka með sjer. Hann þráði hluttekningu þeirra, þótt hann væri hinn syndlausi sonur Ouðs. Hann Ijet þá vera með sjer á fjallinu, er hann ummyndaðist, og sagði þeim frá því, að hann ætti »að líða margt, og útskúfast« og deyja og rísa upp á þriðja degi. Hann talaði ávalt hispurslaust og með trúnaðartrausti til þeirra. Þegar menn sneru sjer til hans frá syndsamlegu líf- erni, þá tók hann undir eins á.móti þeim, þótt heil- agur væri, enda var það Fariseum hneyksli, að hann »tæki að sjer syndara og samneytti þeim.« (Lúk. 15. 2.) Þessi er sá, sem kallar til vor, sem vill láta oss læra af sjer, — þessi hógværi og lítilláti maður frá Naza- ret. Þessi er sá, sem fórnaði sjer, heilögum og lýtalaus- um, á krossinum, til þess að friðþægja fyrir syndir vorar. Þegar vjer horfum á hann, og sannfærumst um feg- urð auðmýktar hans, hve sárt finnum vjer þá til þess, að hjörtu vor eru full af drambi! Samanburðurinn við hann sýnir það. Sannarlega eigum vjer að falla fram fyrir hann, og viðurkennabreyskleika vorn og synd. Og það eru einmitt þeir, sem þunga eru hlaðnir, sem hann kallar til sín. Látum oss læra af honum, því að »hann er hógvær og af hjarta lítillátur.« »Verið með sama hugarfari setn Kristur Jesús var.« (Filipp. 2. 5.)

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.