Norðurljósið


Norðurljósið - 01.03.1919, Page 1

Norðurljósið - 01.03.1919, Page 1
>3 -H MÁNAMRLEGT HEIMILISBLAÐ H- Vl. árg. j Marts 1919. Ofurstinn í Glatz. Á háu bjargi í Sílesíu á Pýskalandi stendur kast- alinn Glatz. Borgin, sem heitirsamanafnihefirvaxiðupp kringum kastalann. Fyrádögumvarkastalinn hafðurfyrir fangelsi. Múrveggirnir vorurambygðirogfyrirgluggun- um voru járngrindur, svo að enginn fangi kæmist undan. Fangaklefarnir voru eins og grafir. Snemma á síðustu öld hafði ofursta úr prússneska hernum verið varpað í dýflissu í kastala þessum. Hann var dæmdur í æfilanga fangelsisvist fyrir land- ráð. Aleinn og iðjulaus, þoldi hann mjög illa þessa þungu hegningu. Eina nótt í nóvembermánuði gerði mikinn storm. Vindurinn þaut um kastalann og regnið heltist úr foftinu svo að áin Neisse, sem rennur fram hjá bjarg- inu, varð óvenjulega mikil. Öll náltúran virtist vera í uppnámi. Ofurstinn lá í dýflissunni, og gat ómögulega sof- ið. Stormurinn úti fyrir samsvaraði storminum sem ®ddi í hans eigin brjósti. Margar endurminningar frá fyrri dögum komu í hug honum og hann virtist sjá alt sitt fyrra líf í nýju ljósi. Samviskan var vökn- uð, og hún sannfærði hann um, hve stóriega hann hafði brotið, og að orsökin að öllum óförum hans var upphaflega sú, að hann hafði gleymí Guði. Fyrsta sirin á æfi sinni varð hjarta hans bljúgt og sundurkramið, og honum vöknaði um augun. Hann tók fram biblíuna og opnaði hana. Þessi orð í Da- víðs-sálmunum urðu fyrir honum: Ákalla mig á degi neyðarinnar, jeg mun frelsa þig og þú skalt vegsama mig.« (Sálm. 50. 15.) Hann las meira, °g margt virtist eiga við ástand hans og veitti hon- V’n hugsvölun, en þetta náðarfyrirheit hafði mest ^hrif á hann. Hann fjell á knje og fór að biðja, sem hann hafði aldrei gert síðan hann var barn. Bænin steig upp frá dýflissunni, og það var »gleði a himni yfir syndara, sem gerði iðrun.« * * Sömu nóttina lá Friðrik Vilhjálmur hinn 3., í kon- Ungshöll sinni í Berlín mjög þjáður. Hann bylti eirðarlaus í rúmi sfnu, en fjekk enga hvfld fyrir Pfautur.um. Útslitinn og yfirkominn af þreytu, bað hann af heilum hug til Guðs, að sjer veittist þó ekki væri nema einnar stundar rólegur svefn. Innan skamms fjell hann í væran svefn og svaf til morguns. Pegar konungur vaknaði, sagði hann við drotn- ingu sína: »Lovísa mín, Guð hefir bænheyrt mig af náð sinni, og mig langar til að sýna honum þakk- læti mitt. Hver er sá maður, sem mest hefir brotið á móti mjer? Jeg ætla að fyrirgefa honum.« Drotning ansaði: ^Það er ofurstinn, sem er fangi í kastalanum í Glatz.« Hún vissi sem sje hve stórt brot hans var, og hve mikla gremju það hafði vakið hjá konunginum. Hann hugsaði sig um dálitla stund og sagði: sþað er rjett. Honum skal verða slept. Jeg ætla að náða hann.« Undireins var hraðboði sendur af stað frá Berlín til Glatz, til þess að tilkynna ofurstanum, að kon- ungurinn hefði náðað hann og að hann væri rrjáls. Alli fengu að vita, að konungurinn hafði náðað ofurstann og að hraðboði var sendur til kastalans. Allir fengu að vita, að fanginn var nú orðinn frjáls. En hin eiginlega orsök að ytri viðburðum þessa lífs er oft hulin manna sjónum. Enginn sá hvernig Andi Guðs auðmýkti hjarta hins drambsama uppreistar- manns og leiddi hann til að hrópa til Drottins um andlegt og líkamlegt frelsi. Enginn sá heldur hvern- ig hinn sami almáttugi Andi kom því til leiðar, í konungshöllinni langt í burtu, að bæn ofurstans var svarað. En það er áreiðanlega satt, að bœnir trúaðra manna koma miklu meiru til leiðar, en heimsins börn hafa hugmynd um. Það er margur maðurinn í miklu verra fangelsi en kastalinn við Glatz er. Jeg á við þann, sem er þrælbundinn syndum sfnum og allskonar óvana. Ef slíkur maður færi eins að og fanginn í Glatz, nefni- lega, íhugaði sitt fyrra líf, auðmýkti sig fyrir Guði, kannaðist við syndir sínar og leitaði hugsvölunar og leiðbeiningar f Guðs heilaga orði, þá mundi hann komast að raun um, að hin sama almáttuga hönd, sem frelsaði ofurstann, er útrjett einnig til hjálpar honum.

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.