Norðurljósið - 01.03.1919, Qupperneq 6
22
NORÐURLJÓSIÐ.
Orð hans til hinna ellefu postula voru þessi: —
»Att vald er mjer gefið á himni og jörðu. Farið
þvi og gerið allar þjóðirnar að lœrisveinum, skirið
þá til nafns Föðurins og Sonarins og hins Heilaga
Anda, og kennið þeim að halda alt það, sem jeg
hefi boðið yður. Og sjá, jeg er með yður alla
daga alt til enda veraldarinnar. “
Með þessum orðum lýsir Kristur ætlunarverki
safnaðar Guðs.
Fyrstu orðin vitna til hins mikla sigurs, sem hann
hefir unnið. Boðskapur hans er sigurboðskapur.
Síðustu orðin fullvissa postulana um það, að þessi
mikli sigurvegari yfir synd og dauða, sem hefir alt
vald á himni og jörðu, sje með þeim, á meðan þeir
flytja boðskapinn. Og ekki aðeins með þeim, heldur
og með öllurrs, sem koma á eftir og halda sama
boðskap á lofti, — »til enda veraldarinnar«.
Þessi síðustu orð sýna oss einnig hve lengi skip-
anir þessar verða í gildi. Pær gilda »alla daga, alt
til enda veraldarinnar.«
Skipanir Krists til postulanna skiptast í þrjú mik-
ilvæg boðorð:
(1.) »Farið og gerið allar þjóðirnarað lærisveínum.«
(2.) »Skírið þá (lærisveinana) til nafns Föðurins
og Sonarins og hins Heilaga Anda.«
(3.) »Kennið þeim að halda alt það, sem jeg hefi
boðið yður.«
Með þessu móti eiga þeir að byggja söfnuð Guðs.
Fyrst áttu þeir að gera menn að sönnum lærisvein-
um Jesú Krists; því næst að skíra þá; og því næst
að kenna þeim að halda alt það, sem Kristur hefir
boðið. Postulasagan og brjef postulanna sýna oss,
að þeir hafa haldið sjer við þessar skipanir Krists,
og framkvæmt þær í þeirri röð, sefn orð Krists
sögðu fyrir.
Fyrsta skipunin sýnir, að söfnuðurinn á altaf að út-
breiðast og vinna fleiri og fleiri áhangendur. Söfn-
uður, sem gerir það ekki, má varla heita söfnuður
Krists. Sá hugsunarháttur, að gleðjast yfir sinni eig-
in sáluhjálp, en Ieggja ekki alt kapp á, að leiða aðra
til friðar og sælu í Guði, er blátt áfram ókristilegur.
Sá, sem þekkir Krist, hlýtur að elska aðra menn svo
heitt, að hann vill leggja alt í sölurnar, ef nauðsyn-
legt er, til þess að þeir einnig finni lífið í Kristi.
Lærisveinarnir virðast ekki hafa skilið þessa skip-
un rjett í upphafi, og í staðinn fyrir að gera út trú-
boða sem fyrst til þess að flytja gleðiboðskapinn
sem víðast, settust þeir að í Jerúsalem og fóru hvergi.
En Drottinn leiðrjetti þetta strax, með því að leyfa
hina mikla ofsókn gegn þeim. Pá »tvístruðust allir
út um bygðir Júdeu og Samaríu, nema postularnir.«
(Postul. 8. 1.)
»En þeir, sem nú tvístraðir voru, fóru víðsvegar
og boðuðu orð fagnaðarerindisins.« (4. vers).
Vjer sjáum á þessu, að postularnir sátu enn þá
heima í Jerúsalem, til þess að hafa eftirlit með starf-
inu, en óbreytiir safnaðarmeðlimir fóru víðsvegar
og boðuðu orð fagnaðarerindisins. Hver gerði sitt
til þess að útbreiða Guðsríki, eftir því sem hæfileik-
ar hans leyfðu.
Söfnuður Guðs á að vera Iiíandi, starfandi stofnun,
þar sem allir meðlimir taka þátt í starfinu, jafnvel í
boðun orðsins, ef þeir eru hæfir til þess, eins og
sjest á þessu dæmi frá hinni fyrstu kristni, áður en
söfnuðurinn misti hreinleikann og áhugann, sem voru
aðaleinkenni hans á þeim dögum.
Skipun Drottins um að gera menn að lærisvein-
urn, og skíra þá síðan, er svo skýr og ótvíræð á
frummálinu, að þeir kennimenn, sem skíra börn áð-
ur en hægt er að vita hvort þau munu verða sannir
lærisveinar Krists eða ekki, hafa verið í mestu vand-
ræðum með að útskýra hana. Orð Drottins koma
svo mjög í bága við sið þeirra, að sumum guðfræð-
ingum hefir ekki þótt þau hafandi í nýja testament-
inu eins og Kristur talaði þau og hafa reynt að lag-
færa þau upp á eigin ábyrgð!
íslenska [Dýðingiu, til dæmis, sem kom út 1906,
lagði orðin út eins og hjer segir: »Farið því og
gerið allar þjóðirnar að lærisveinum, með því að
skíra þá til nafns föðursins og sonarins og hins heil-
aga anda.« Fyrir orðunum: »með því að« er ekki
flugufótur í frummálinu, enda getur hver glöggur
maður sjeð, að setningin, eins og hún er á íslensku,
er lokleysa. »Pá« á auðvitað við lærisveina, en ekki
við »þjóðirnar«; en það er ekki hægt, sainkvæmt
rjettri hugsun, að gera að lærisveinum þá menn, sem
enn ekki eru orðnir lærisveinar, með því að skíra
þá sem orðnir eru lærisveinar.
Pýðendunum var bent á þessa ósamkvæmni, og í
þýðingunni, sem gefin var út 1912, var setningin
lögð þannig út: »Farið því og kristnið allar þjóðir,
skírið þá til nafns föðurins og sonarins og hins heil-
aga anda.« Orðunum »með því að« er hjer með
rjettu slept, en því, sem áður var hárrjett: »gerið
allar þjóðirnar að lærisveinum« er breytt, og orðin:
»kristnið allar þjóðir« sett í staðinn, svo að setning-
in er enn þá lokleysa. Hvað þýðir: »skírið þá«?
Ekki á það við »þjóðir«, því þá hefði það verið:
»skírið þær«.
Setningin á grísku er fullkomlega eðlileg og sjálfri
sjer samkvæm, en þessar tilraunir til að shúa orðum
Krists til þess að rjettlæta mannasetning eru sjálfdæmdar.
Drottinn Jesús sagði á þessum þýðingarmikla fundi:
»Farið því og gerið allar þjóðirnar að lærisveinum,
skírið þá til nafns Föðurins og Sonarins og hins
Heilaga Anda«, og vjer viljum eklci leyfa nokkrum
manni að rangfæra hin heilögu orð hans mótmælalaust.
Vjer Iesum í Jóh. 4. 1. að »Jesús /7'eA-A: fleiri læri-
sveina og skírði fleiri Iærisveina en Jóhannes.« Hann
gerði menn að lærisveinum fyrst, og skírði þá síðan.
Petta er í samræmi við skipun hans til postulanna.
Priðja skipun Drottins er að kenna lærisveinunum
að halda alt það, sem hann hefir boðið postulunum.
Söfnuðurinn, sem postularnir áttu að byggja í
Drottins nafni, á þess vegna að haga sjer að öllu
leyti eftir því, sein Kristur kendi postulunum.
í brjefinu til Galatamanna, skýrir Páll postuli frá
því, að kenningarnar, sem hann flutti, hefði hann
fengið fyrir opinberun, en að hann hafi farið á fund
hinna helstu postula, til þess að bera þær saman við
kenningar þeirra. Arangurinn var sá, að þeir »lögðu
ekkert frekara fyrir hann,« en Jakob, Pjetur og Jó-
hannes »rjettu honum hönd sína til bræðralags: að