Norðurljósið


Norðurljósið - 01.05.1935, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 01.05.1935, Blaðsíða 1
JVJ ORÐURLJÓSIÐ XVIII. árg. Maí—Júní 1935. 5.-6. HVAR DATT ÖXIN ÞÍN? (Fyrirlestur fluttur í Reykjavík, maí 1934. Prentaður hjer eftir áskorun.) »En spáTnannasveinarnir sögðu við Elísa: Plássið, þar sem vjer sitjum frammi fyrir þjer, er of lítið fyrir oss. Leyf oss að fara ofan að Jórdan og taka þar sinn bjálkann hver, til þess að vjer getum gert oss þar bústað. Hann mælti: Farið þjer! En einn af þeim mælti: Ger oss þann greiða, að fara með þjón- um þínum. Hann mælti: Jeg skal fara.. Síðan fór hann með þeim. En er þeir komu að Jórdan, tóku þeir að höggva trje. En er einn þeirra var að fella bjálka, hraut öxin af skafti út á ána. Hljóðaði hann þá upp yfir sig og mælti: Æ, herra minn ,— og það var láns- öxi! Þá sagði guðsmaðurinn: Hvar datt hún? Og er hann sýndi honum staðinn, sneið hann af viðar- grein, skaut henni þar ofan í og ljet járnið fljóta. Síðan sagði hann: Náðu því nú upp! Þá rjetti hann út höndina og' náði því.« (II. Konungab. 6. 1.—7.) Það er ekki allskostar óvanalegt, að unga fólk- inu þykir »plássið, þar sem það situr«, of lítið fyrir sig. Og það er ekki nema eðlilegt, að það vilji heldur leita út fyrir bæjarhlaðið og nema ókunn lönd en að sitja altaf heima. Þannig er gangur lífsins. En það lítur helst út fyrir að þetta hafi ekki verið annað en afsökun hjá þessum spámannasveinum. Afdrif Gehasí, stjettarbróður þeirra og einkaþjóns Elísa, hafa að öllum líkind- ■um haft óþægileg áhrif á þá. Spámaðurinn hafði læknað Naaman hinn sýrlenska, en hafði ekki viljað þiggja nein laun af honum, því að náð Guðs fæst ekki keypt fyrir fje. En þá hafði Ge- hasí hlaupið á eftir Naaman og logið því, að Elísa hefði fengið heimsókn og vildi nú fúslega þiggja eina talentu silfurs og tvo alklæðnaði. Þegar hann hafði falið fenginn, skrökvaði hann því að Elísa, að hann hefði ekki farið neitt. En Elísa sagði við hann: »Jeg fylgdi þjer í anda, þegar maður- inn sneri frá vagni sínum í móti þjer. Nú hefir þú fengið silfur og munt fá klæði, olíutrje, vín- garða, sauði og naut, þræla og ambáttir; en lfk- þrá Naamans mun ávalt loða við þig og niðja þína«. Gekk hann þá burt frá honum hvítur sem snjór af líkþrá. Einmitt þá kom óyndi í spámannasveinana, og þeir vildu fara eitthvað í burtu. Það var orðið of þröngt fyrir þá! Fjegirnd er alveg ósamrýmileg við þjónustu Drottins. »Þeir, sem ríkir vilja verða, falla í freistni og snöru og margar óviturlegar fýsnir og skaðlegar, er sökkva mönnunum niður í tor- tíming og glötun; því að fjegirndin er rót alls þess, sem ilt er. Við þá fíkn hafa nokkrir vilst frá trúnni og hafa stungið sjálfa sig mörgum harmkvælum. En þú, Guðs maður, forðast þú þetta, en stunda rjettlæti, guðhræðslu, trú, kær- leika, stöðuglyndi og hógværð.« (I. Tím. 6. 9.— 11.) Elísa mótmælti þessu uppátæki Gehasí, og Gehasí varð að uppskera það, sem hann niður- sáði. Fjölmargir aðrir hafa selt sálir sínar fyrir auð, en hafa »stungið sjálfa sig mörgum harm- kvælum«, með öðrum orðum, fengið líkþrána með í kaupunum. Elísa hafði borið umhyggju fyrir þessum ungu mönnum, kent þeim Guðs vegu, veitt þeim fæðu á hallæristímanum og gert mat þeirra heilnæman, þegar hann var eitraður (II.Kon. 4.38.—44.) Þcir höfðu verið sjónarvottar að krafti Guðs með hon- um í mörgum furðuverkum. En alt er þetta orðið ljett á metaskálunum nú. Gamli spámaðurinn þykir svo strangur. »Hörð er þessi ræða, hver getur hlýtt á hana?« sögðu menn mörgum öld- um seinna, jafnvel þegar sonur Guðs talaði. Páll postuli spáði líka um hina síðustu daga, að »þann tíma muni að bera, er menn þola ekki hina heil- næmu kenningu... og þeir rnunu snúa eyrum sín- um burt frá sannleikanum.« Alt þetta sýnir, að menn eru eins á öllum öldum. Jú, það má gjarnan prjedika orðið og gera líknarverk, en þegar mað-

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.