Norðurljósið


Norðurljósið - 01.05.1935, Blaðsíða 8

Norðurljósið - 01.05.1935, Blaðsíða 8
24 NORÐURLJÓSIÐ frá sjónarmiði ritningarinnar — það kemur seinna. Jeg er aðeins að skýra það, sem í raun og yeru er um að ræða, til þess að menn sjái og skilji, hvað kenningin hefir í för með sjer, sje hún sönn. Auðvitað, ef kenningin er rjett og samkvæm heilagri ritningu, hljótum yjer að taka á móti henni og beygja oss fyrir myndugleika Guðs orðs, jafnvel þótt hún neyði oss til að álíta, að allir þessir þjónar Drottins hafi misskilið orð hans herfilega og hafi vantað kraft og fyllingu Heil- ags Anda, þrátt fyrir allan sýnilegan og varan- legan árangur af starfi þeirra um mörg ár. Vjer verðum að sitja með þá óleysandi ráðgátu, hvers vegna Guð hefir, til dæmis, haldið hendi sinni yfir starfsemi Georges Mullers nær 70 ár, látið hann leiða margar þúsundir til Krists og svarað öllum bænum hans nema þeirri einni, sem hann bað stöðugt um, — að hann mætti fyllast Hcilög- um Anda. Því að aldrei fjekk hann »táknið«. Vjer verðum líka, ef kenning þessi er frá Guði, að trúa því, að hinn heilagi og rjettláti Guð hafi synjað mönnum eins og George Muller, Moody, Spurge- on, Torrey, Dr. Oliver, Fletcher, Jerry McAuley, Hadley og fjölmörgum öðrum trúboðum um þessa fyrirheitnu gjöf sína, en hafi veitt hana í rík- um mæli öðrum eins manni og Rasputin! Hjer er svo mikið í húfi, að sjerhvert Guðs barn þarf að yfirvega málið með nákvæmni og samviskusemi. Vjer könnumst víst allir við, að ef þessi kenning er rjett og ritningunni sam- kvæm, og öllum þessum Guðs mönnum hefir skjátlast, þá ber oss samt að hlýðnast henni af öllu hjarta. En ef hún er ekki rjett, þá eigum vjer ekki að hika við það, að mótmæla henni í nafni Drottins. f næstu grein skulum vjer rannsaka ýtarlega, hvað Guðs orð kennir um þetta mál. A. G. Þakkar^erð. »Mönnum og skepnum hjálpar þú, Drottinn«. (Sálm. 36. 7.) Vafalaust munu fleiri en jeg, er rita línur þessar, vera þeirrar skoðunar, að við íslendingar höfum, nú í vor, þreifað á sannindum þessara orða. Allir muna óþurkana síðastliðið sumar og vita um hrakin, óheilnæm hey og áhrif þeirra á skepnurnar, einkum seinni part vetrar og í vor. Útlitið var alls ekki glæsilegt um páskaleytið: Fóð- urskortur og fellir víða fyrir dyrum, ef ekki batnaði tíð- in undir eins. Þannig bái’ust mjer fregnirnar til Reykja- víkur, hvort heldur var með útvai’pi, blöðum eða á annan hátt. Það var gamla trúin, að oft breyttist tíð til batnaðar upp úr páskunum. Nú voru þeir liðnir, og engin bata- merki sjáanleg. Þörfin varð meir knýjandi með hverjum degi, það var bersýnilegt. Þá kom mjer til hugar, að leita ákveðið til vors himneska Föður og biðja hann að hjálpa þjóðinni. Jeg hafði þá einmitt verið að lesa þessi orð, er greinin byrjar með, og með þau á vörum mjer, að því er jeg man best, bað jeg ákvéðið og innilega um það, f nafni Drottins Jesú Krists, að Guð vildi miskunna bæði mönnum og skepnum og senda skjótan og góðan bata. Svo liðu einn eða tveir dagar, og þá breyttist tíðin á sumardaginn fyrsta. Dreg jeg það af eftirfylgjandi ástæð- um, að sú breyting hafi ekki orðið án guðlegrar ihlut- unar: 1. Þegar veðrið batnaði hjer, var ástandið orðið svo al- varlegt, einkum norðan lands, að batinn mátti alls ekki dragast lengur, ef ekki átti að verða kolfellir á skepn- um hjá mörgum bændum. 2. Þegar batinn kom, voru skepnur víða farnar að veikjast af óhollu fóðri. Þær hefðu því ekki þolað rosa- storma og stórrigningar. Vorbatanum fylgdu ekki storm- ar eða úrfelli að þessu sinni. Hann var því hagstæður veikum skepnum. 3. Ekkert nema það, að fá nýtt gras sem allra fyrst, gat hjálpað fjenaðinum í vor, og allir vita, hve fljótt fór að næla, og þá var skepnum borgið þar, sem jeg hefi spurnir af. 4. Altítt er á vorin, að hret komi, er drepi þann gróð- ur, sem kominn er. Ekkert slíkt hret eða kuldakast hefir komið í vor, enda. þótt tíðin hafi ekki alt af verið jafn hlý. 5. Tíðin batnaði tiltölulega fyr á íslandi en í nágranna- iöndum vorum, og, eins og að ofan er sagt, engin alvarleg vorhret hafa komið. í Englandi kom svo mikill snjór eftir miðjan maí, að sumstaðar varð að ryðja burt snjó af veg- um með snjóplóg. Þótt jeg hjer að framan hafi sagt frá bæn minni, þá dettur mjer ekki í hug, að það hafi ekki verið miklu fleiri en jeg, sem báðu Guð um bata, einmitt um þetta leyti. En einmitt vegna þessa, að margir hafa vafalaust beðið Guð um bata, þá langar mig til þess, að biðja alla trúaða vini um það, að þakka Drotni ásamt mjer fyrir bænheyrsluna. Þökkum Guði, Föðurnum, í nafni Drottins Jesú fyrir það, að hann miskunnaði íslandi í vor og gaf þennan góða bata. Þökkum honum fyrir það, að hann, með því að breyta veðráttunni, staðfesti orð sitt, að hann hjálpar mönnum og skepnum. Trúaði lesari, þakkaðu hohum nú, þegar þú lýkur lestri þessarar greinar. Akureyri, 2. júní 1935. Sæm. G. Jóhannesson. LEIÐRJETTING. í 1. blaði þ. á., á 8. bls. í miðju fyrra dálksins, stendur: »samanber I. Kor. 1. 2. og 12. 13.«. Sumir hafa. misskilið þetta og haldið, að hjer væri vitnað til 12. og 13. versa í 1. kap. En síðaxi tilvitnunin er í 12. kup., 13. versi. Hefði síðari tilvitmmin verið 12.—13. vers í 1. kap., hefði staðið: »1. Kor. 1. 2., 12. og 13.« Ritstjórinn þakkar öllum þeim, sem hafa útvegað blað- inu nýja kaupendur nýlega, einnig öllum, sem hafa góð- fúslega sent blaðinu notuð frímerki. Alt þetta styrklr málefni Drottins og mun eflaust bera góðan ávöxt. Ritstjóri og útgefandi: ARTHUR GOOK, Akureyri. Prentsmiðja Odds Bjömssonar.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.