Norðurljósið


Norðurljósið - 01.05.1935, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 01.05.1935, Blaðsíða 3
NORÐURLJÓSIÐ 1 Q Vrðargreinin, sem Elísa notaði, minnir okkur á kross Drottins Jesú Krists. Við kross hans get- um við öll fundið öxina, sem týnd var, — trúna á orð Guðs og hæfileikann til að vegsama Guð og þjóna honum. »Ef vjer játum syndir vorar, þá er hann trúr og rjettlátur, svo að hann fyrir- gefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu rang- læti.« (I. Jóh. 1. 9.) Vinur, þó að öxin þín virðist alveg töpuð, þó að þú getir ekki sjeð hana lengur og hafir enga von um, að hún komi nokkurn tíma til yfirborðs- ins aftur, skalt þú ekki gefast upp. Kom þú til Drottins Jesú Krists, hans, sem dó fyrir þig á krossinum, og segðu honum frá öllum vandræð- um þínum í einlægri bæn. Þó að þú sjáir hann ekki, skalt þú tala við hann eins og við góðan, hluttekningarfullan vin, sem skilur þig algerlega og sem langar til að hjálpa þjer og gera þig að sönnu Guðs barni. Rjettu út hönd þína til hans og tak við öxinni þinni aftur! HVAR DATT HÚN ? A. G. Niðri íVatnsstræti. (Framhald). XIX. Það hefir áður verið vikið að því, að bióðir minn sannfærðist um, að jeg var sannarlega end- urfæddur, þegar jeg kannaðist við, að jeg hefði altaf logið um helti mína, er jeg sagðist hafa fengið í herþjónustu, og þegar hann sá, að jcg hætti fyrir fult og alt að skrökva þessu. Nú langar mig til að segja betur frá honum, og hvernig hann kom til Drottins Jesú og fann eilíft líf og frið í honum. Hann var hálfu öðru ári eldri en jeg, og við vorum miklir mátar. Við vorum altaf saman, sváfum saman, borðuðum saman, unnum saman og gátum ekki hvor án annars verið. Fyrsta sinn, er hann var eina nótt í burtu frá heimilinu, fanst mjer, að morguninn ætlaði aldrei að koma, svo mikið leiddist mjer, að bróðir minn var ekki hjá mjer. Þegar við urðum fullorðnir, komst jeg því mið- ur í vondan fjelagsskap og lærði að drekka viski. Jeg gleymi aldrei þeirri nótt, er jeg reið út með bróður mínum og tók upp viskí-flösku úr vasa mínum og gaf honum að drekka. Aldrei hafði hann smakkað það fyr, og mikið var hann hissa á því, að sjá, að jeg bar viskí-flösku á mjer. En mjer tókst að fá hann til að þiggja það. Þegar þrælastríðið skall yfir, bauðst bróðir minn til að fara með Norður-hernum. Æ, hve vel jeg man eftir því, að við lágum á gólfinu í stofu okkar og þrýstum hvor öðrum að okkur og gátum ekki slept hvor öðrum. Hjarta mitt fyltist óumræðilegum harmi yfir því, að skilja við hann. Jeg gat ekki farið sjálfur vegna heltinnar. Við og við fi-jetti jeg af honum, en þá komu frjettir frá einum fjelaga hans um það, að bróðir minn væri særður og lægi fyrir dauðanum í sjúkrahúsi í Nashville. Jeg ákvað undir eins að fara og finna hann. Jeg þurfti að yfirstíga alls konar erfiðleika, því að menn máttu ekki koma og fara eins og þeir vildu, meðan alt landið log- aði í ófriði. En mjer tókst loksins að komast til Nashville. Þegar jeg spurði í sjúkrahúsinu eftir bróður mínum, var mjer sagt, að hann væri ný- lega dáinn og að jeg myndi geta sjeð líkið í lík- húsinu. Jeg sá marga dána hermenn, en hvergi gat jeg fundið lík rníns ástkæra bróður. Þá kom það í Ijós, að hann væri ekki dáinn, en hefði ver- ið sendur til annars bæjar. Jeg fór þangað og fann hann loksins mjög veikan, en þó á batavegi. Hann hjelt áfram í herþjónustunni og gerðist síðar meir ofursti. Áður en stríðið endaði dóu foreldrar okkar. Stríðinu lauk. Bróðir minn kom heim og byrj- aði lífið aftur, en hann var ekki sami maður, því að drykkjuskapur og synd hafði haft mikil og slæm áhrif á hann. Þegar Drottinn Jesús frelsaði mig svo dásam- lega, var mín fyrsta hugsun um bróður minn, en hann var orðinn mjög vantrúaður, og jeg vissi, að það mundi ekki hafa mikil áhrif á hann, þó að jeg talaði við hann, svo að jeg bað því meira fyrir honum. Jeg sagði Drotni, að það hefði verið jeg, sem hefði veitt honum viskí í fyrsta sinn, og mig langaði til þess, að leiða hann til Drottins. En það virtist eins og hann fjelli dýpra og dýpra. Jeg fjekk hann til þess að sækja samkomu okk- ar það kvöld, sem jeg hóf starfið, en hann var undir áhrifum víns í meira lagi, jafnvel á sam- komunni. Eitt kvöld kom hann til að finna mig. Hann hafði verið á »túr« og var í afskaplegu ástandi. Jeg fjekk hann til þess aö bíða kvöldverðar hjá okkur. Svstir okkar var í heimsókn hjá mjer um þær mundir, og hún og kona mín hjálpuðu mjer að fá hann til þess að vera hjá okkur og fara of- an í samkomusalinn, þegar samkomutíminn var kominn. Veðrið var ákaflega heitt og aðeins 86 voru viðstaddir, en við fundum nálægð Drottins mjög greinilega. Þegar búið var að lesa og tala, bað jeg þá, sem vildu frelsast láta, að gefa það til kynna, með því að rjetta upp höndina. Mjer til óumræði- legrar gleöi rjetti bróðir minn upp höndina og sagði um leið: »Biðjið fyrir mjer!« Þá kom hann fram að bænabekknum, ásamt nokkrum umrenningum, sem voru viöstaddir. Jeg get ekki lýst því, hve hjarta mitt var fult af gleði og þakklæti til Drottins. Hjer var minn ást- kæri bróðir, sem jeg hafði svo oft beðið fyrir, korninn fram til að biðja og leita Drottins! Jeg þorði ekki að biðja upphátt sjálfur, jeg treysti mjer ekki til þess. En aðstoðarmaður minn bað

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.