Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1940, Page 2

Norðurljósið - 01.01.1940, Page 2
2 N ORÐURL J ÓSIÐ Steinarnir hrópa! Lesendur flestir kannast við rannsóknir þær, er farið hafa fram í Þjórsárdal á liðnu sumri, (1939), á bæjarúst- tinum, sem finnast þar. Rannsóknir, slíkar sem þær, fara fram víðsvegar úti i löndum, þar sem vænta má, að fornminjar finnist í jörðu. Kunnastar munu rannsóknirnar í Pompeji, í Vestur-Asíu og í Egiptalandi. Um rannsóknir fornminja er fjöldi bóka skráður, þó að fátt sje ritað á ís- lenskri tungu. Samt er það margt, sem læra má af því, er rannsóknir þessar leiða í Ijós. Verður þess vegna leitast við að rita það hjer, sem helst má verða lesendum »Norð- urljóssins« til gamans og gagns. Heimildarrita verður getið síðar. Upp af Persaflóa, milli stóránna Evfrat og Tigris, liggur sljetta ein mikil, er snýr frá norðri til suðurs. Hún er um 1000 km. á lengd og um 300—400 km. á breidd. í fornöld var hún frjósöm og þjettbýl. Nú er hún strjálbygð og sand- auðnir einar á stórum svæðum. Hún er flatlend mjög, en víða rísa þar hæðir og hólar, sem fljótt á litið virðast ein- ungis sandur. Sje gætt að nánar, gægjast þó fram tigul- steinar, t. d. í jöðrum þeirra, þar sem regn og vindur hefir rifið sandinn burt. 'Steinar þessir flytja oss þá fregn, að hjer var mannabygð í fornöld, ef til vill stórborg, bústaður voldugra konunga og stórhöfðingja. Sljetta þessi er mynduð af framburði fljótanna. Þess vegna er hún grjótlaus. Því varð mönnum það að ráði, er þeir reistu þar bygð, að þeir tóku leir, gerðu úr honum tigulsteina, þurkuðu þá í sólskini eða hertu í eldi og festu þá saman með jarðbiki, er þeir reistu hús sín. Væru stein- arnir þurkaðir einungis, en eigi hertir í eldi, hrörnuðu hús- in skjótt. Voru þau þá rifin, rústirnar jafnaðar, og nýtt hús reist ofan á þær. Sorpi öllu var fleygt á strætin eða út, fyrir borgarveggina. Hækkuðu þannig borgirnar jafnt og þjett, uns þær stóðu sem á hæðum. Or leiri gerðu menn krukkur og ker alls konar, þurkuðu og hertu í eldi. Qerð þeirra og lögun var breytingum háð. Tók hver tískan við af annarri. En af breytingum þeim, er urðu í þessum efnum, ráða menn nú aldur þeirra hluta, sem finnast við uppgröft borganna. Súmer hjet i upphafi suðurhluti sljettunnar, en norður- hlutinn Akkad. Súmer nefndist síðar Sínearland, en þai næst Kaldea. Aðalborgin þar var Babel, sem oft er kölluð Babýlon. Akkad hjet síðar Assýría. Þar var Níníve borga mest. Grikkir kölluðu sijettuna Mesópótamíu (Landið á milli fljótanna). Nú heitir hún Irak. Upphaf ritlistar. Langt er orðið síðan, að menn fundu þörf á því, að færa í letur hugsanir sínar. Munu þeír fyrst hafa gert það á þann veg, að þeir gerðu myndir af hiutunum, nptuðu mynd- 1etur. Var það lengi notað aí Egiptum, jafnvel þá, er ríki þeirra stóð með mestum blöma. Súmerbúar notuðu mynd- letur fyrst, en það breyttist í svo nefnt »línu myndletur«. Er svo talið, að það, er finst skráð fyrst af þeim, sje ritað 3200—2800 árum fyrir daga Krists. Þá hófst ný íeturgerð í Súmer. Hún er kölluð fleygrúnir. Þá varð ritlistin almenn- ings eign. Svo margt var ritað, að kveða má þannig að orði, að Súmerbúar, Babelmenn og Assýringar vildu ekki um hönd hafa minstu viðskifti, nema þau væru ritfest. Á hvað rituðu menn og með hverju? í Egiptalandi óx Papýrus-sefgrasið. Égiptar tóku það, límdu saman stráin, bjuggu til bókfell og rituðu á það. Hin elstu bókfell, er fundist hafa, eru talin rituð um 3000 f. Kr. I írak (Akkad og Súmer) brugðu menn á það ráð, að þeir tóku smágerðan leir og mynduðu töflur úr honum blautum. Stærð þeirra fór eftir því, hve langt mál skyldi rita. Þá tóku þeir ritstíl, gerðan úr viði eða málmi. Var annar endi hans þrístrendur, en hinn hvíldi í lófa ritarans. Brá hann síðan einu horni þrístrendingsins í mjúkan leirinn. Kom þá far í hann eða rák, er líktist fleyg. Kemur þaðan nafnið fleygrúnir. Þegar því var lokið, að letra á töflurnar, þurk- uðu menn þær í sólskini eða í þar til gerðum ofni. Urðu þær við það líkastar steini, bæði að hörku og endingu. Ógrynni af þeim hefir varðveist til vorra daga, og er talið, að nálega tvö hundruð og fimmtíu þúsund töflur sjeu nú geymdar í söfnum víða um heim. Fjöldi þeirra hefir verið lesinn, og menn hafa fræðst um margt, er lýtur að sögu og siðum, tungum og trú þeirra þjóða, sem lifðu, störfuðu. stríddu og liðu undir lok fyrir þúsundum ára. Elsta bók heimsins. Ekki eru rannsóknir þessar þó einar um það, að fræða oss um fornar þjóðir. Til er bók ein, ævagömul, og þekkja hana margir. Hún er kölluð biblía eða heilög ritning. Skýr- ir hún frá sköpun mannanna, freistingu þeirra og falli; spillingu þeirra og hegning, er flóðið mikla var sent; dreif- ingu þeirra um jörðina og uppruna ísraels og sögu alt til daga Jesú Krists og postula hans. Frásagnir þessar gerðust í ýmsum Iöndum og á 4000—5000 árum. Halda því sumir, að mikið af því, sem biblían skýrir frá, sjeu þjóðsagnir einar og hjegiljur. Sætir hún þá sama dómi og fornsögui íslenskar, t. d. Njála, er fræðimenn þýskir fullyrtu um, að uppspuni væri að mestu leyti. Islendingar vita, að fullyrð- ingar þær um Njálu eru fásinna ein. Rannsóknirnar, sem gerðar voru á rústum heimilis Njáls, tóku af tvímæli öll um það, að brendur var Bergþórshvoll. örnefni mörg eru enn hin sömu og á upphafsdögum Njálu. Menn þeir, sem hún greinir frá, eru nefndir í öðrum ritum. Er þessu þannig farið, þegar biblían á í hlut? Er það, sem fornminja rannsóknir leiða í ljós, í sam- ræmi við biblíuna? Fylgjandi kaflar eiga að svara spurningum þeim. Sköpun mannsins. Margir kenna nú á dögum, að liðinn sje langur tími frá því, að menn urðu fyrst til á jörðinni. Hafi þeir í fyrstunni verið öpum líkir um margt, bæði að háttum og útliti, en þroskast síðan smátt og smátt, uns náð varð því stigi mannvits og tækni, sem menn standa nú á. Biblían kennir, að Ouð hafi skapað manninn, greindan frá dýrunum og í sinni mynd. Frásagnir hennar sýna, að fyrstu mennirnir hofðu sömu hæfileika og vjer, sem lifum nú á dögum. Fornminja rannsóknír leiðá það í ljös, að menn þeir, sem elstar minjar finnast éftir, stóðu jafnfætis oss og vel það, um margt er vitsmuna kréfst óg fækni.' Pýramídinn stóri við Gizeh er um 6 hektarar að flátarmáli og 486 fet á hæð. 1 honum eru björg, sem vega pm 880 smálestir. Flestir stein- arnir vega þó ekki nemá tVæt óg hálfa smáiest, en þeir eru um 2,300,000 að tölu. Stein'árnir’éru svo vel feldir saman, að hnífsblað gengur ekki inn í' feamskeytin, að sögn. Hvern- ig grjófið var flutt og því komið á sinn stað, er mönnum ráðgáta nú. En þetta gerðu menn fyrir 4000 til 5000 árum, eða jafnvel fyrr. Sjerfræðingur I egipskum fræðum, dr.

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.