Norðurljósið - 01.01.1940, Síða 3
N ORÐURL JÓSIÐ
3
Breastead, segir, að pýramídinn mikli sje aðeins hálfri
annarri öld yngri en elsta steinbygging heimsins. Hún er
talin reist um 3500 ár f. Kr. Með öðrum orðum: Fyrirnálega
5400 árum voru menn gæddir því hugviti og tækni, að
bygging sú var reist af þeim, að engin hefir fullkomnari
verið reist siðan, sje hún dæmd frá sjónarmiði vjelfræðinnar.
Prófessor nokkur, Brugsh að nafni, kemst svo að orði
um forn-Egipta: »Því lengra sem vjer förum aftur í sögu
forn-Egipta, því fullkomnari eru málverk þeirra og stein-
myndir. f Þebes eru steinmyndir og steinsúlur, sem virðast
meiri en mannaverk.«
Annar prófessor segir: »Hvergi finnast nokkur merki
þess, að til hafi verið villimenn á undan þeim, sem gerðu
þessar steinsúlur. Elstu myndir og súlur bera þess merki,
að mennirnir, sem gerðu þær, voru eins langt komnir og
þeir, sem gerðu yngri myndir og súlur.«
Dr. Bingham, frá Yale háskóla í Bandaríkjunum, hefir
sannað, að því eldri sem fornleifar eru í Perú, því full-
komnari eru þær.
í bók sinni um Súmerbúa segir dr. Woolley: »Að svo
mikiu leyti sem vjer vitum, náði súmersk list hámarki sinu
á fjórða ársþúsundinu fyrir Krist.« I borginni Úr í Súmer fann
hann alls konar listaverk. Þar voru tiglamyndir á veggjum,
sýndi ein þeirra veislu, öfinur orustu, hin þriðja vagn, dreg-
inn af ösnum. Lýrur (hörpur) fundust þar geisistórar og
voru nautshöfuð á þeim. Þar voru standmyndir af hrútum.
Sýndi ein þeirra hrút, sem fastur var á hornunum í hrís-
runni. (I. Mós. 22. 13.) Hún var gerð úr gulli, fílabeini og
bláum steini (lapis-lazuli). Þar fundust gullkeðjur, fílabein,
blár steinn, dýrir steinar og leirker alls konar, sum þeirra
listaverk. Þar voru og silfur-hárkambar, greyptir blómunt,
hárbönd úr silfri og gulli, hárhringir og eyrnahringir,
höfuðdjásn, sveigar og armbönd, ait úr gulli, sömuleiðis
festar, skart og höfuðbúnaður hirðnteyjar, er uppi var
fyrir nálega 5000 árum.
Af öllu þessu má nokkuð tnarka hugvit ntanna og hagleik
fyrr á tímum. Margt gerðu þeir svo vel, bæði í steinsmíði
og málmsmíði, að eigi gera menn betur nú á dögum. Leir-
kerin, sem menn gerðu, jafnvel á undan flóðinu mikla, bera
með sjer þann kunnáttu brag og listfengi, að betur hefir
ekki verið gert síðan. Hvar er þá þróunin, ef menn geta
ekki gert betur nú en gert var fyrir 5000 árum, bæði í
þessu og ýmsu öðru? Menn geta ekki framleitt betri og
hreinni liti nú heldur en forn-Egiptar. Hverjar eru frant-
farirnar í húsastíl? Súmerbúar, hinir fornu, þektu og not-
uðu súlur og boga, hvelfingar og hvolfþök, er þeir reistu
hús sín. Þær tegundir húsastíls þektu ekki vestrænar þjóðir
fyrri en þúsundunt ára síðar.
Fornminja rannsóknir þessar í Irak sýna einnig, að ekki
er liðinn neinn óratími frá því, að bygð hófst á sljettunni,
því að hún var hafsbotn fyrir 10,000 árum eða þar um bil.
Innan þeirra takmarka er aldur mannkynsins, því að hvergi
finnast eldri minjar mannabygðar en þar við Evfrat. Þaðan
barst menning til Egiptalands og annarra landa, þeirra, sem
eiga sjer elsta sögu. Þar stóð vagga mannkynsins. Forn-
minja rannsóknir staðhæfa það, og ritningin staðfestir það.
(I. Mós. 2. og 11. kap.).
Hvorki ritningin nje rannsóknir fornminja kannast við
»frumstæða«, öpum líka menn.
(Framhald). S. G. J.
Fleygt út í veður og vindí
Ungur foringi var að fara frá Englandi til Ind-
lands. Móðir hans, sem var trúuð kona, fjekk hon-
um nokkur kristileg smárit og bað hann að gera
það fyrir hana, að útbýta þeim á Indlandi. Hann
lofaði að gera það, ljet þau niður í ferðakoffort
sitt og gleymdi þeim jafnskjótt.
Hann mundi ekki eftir þeim fyr en þjónustu-
tími hans á Indlandi var úti. Þá varð hann var við
þau, er hann ætlaði að láta farangur sinn í ferða-
koffortið fyrir heimferðina. Hann var dálítið óró-
legur vegna loforðsins, sem hann hafði gefið móð-
ur sinni, en aftur á móti gat hann ekki hugsað til
þess, að fara að útbýta kristilegum smáritum, þvi
að hann var „heimsins barn“ og hafði engan
áhuga fyrir slíku.
Út úr vandræðunum ákvað hann, að hann skyldi
koma þeim út, svo að hann gæti „efnt loforðið“.
Hann gekk niður að sjávarströndinni og fleygði
smáritunum í loft upp, svo að vindurinn dreifði
þeim í allar áttir.
Árin liðu hjá, og foringinn hjelt viðstöðulaust
áfram á breiða veginum, sem liggur til glötunar,
skifti sjer ekkert af áminningum móður sinnar
eða aðvörunum Guðs orðs. Einu sinni sigldi hann
á skipi til Indlands og kyntist eldri foringja, sem
var kristinn maður. Þessi maður gerði það, sem
hann gat, til þess að hjálpa yngri foringjanum.
Einn dag, er þeir töluðu saman, sagðist hann ætla
að segja frá því, hvernig hann hefði fundið frels-
arann.
Hann hafði líka verið á Indlandi og lifað guð-
lausu lífi. Hann sóaði öllum eigum sínum í hóf-
lausum lifnaði, uns hann varð gjaldþrota. Þegar
hann sá enga leið út úr ógöngunum, rjeði hann af
að fyrirfara sjer. Hann tók skammbyssu sína og
gekk ofan að ströndinni. Þar ætlaði hann að enda
sitt vesala líf. Rjett í því að hann ætlaði að gera
það, feykti vindurinn pappírsblaði að fótum hans.
Hann tók það upp til að vita, hvað það var, og fór
að lesa það.
Það var boðskapur Guðs til hans og sýndi hon-
um veg hjálpræðisins. Hann stakk skammbyss-
unni í vasann aftur, gekk heim til sín, lokaði sig
inni og hrópaði til Guðs um náð og fyrirgefningu.
Himnafaðirinn tók auðvitað á móti honum, fyrir
sakir Jesú Krists, og hann varð nýr maður, með
nýrri von og nýrri lífsskoðun.
Ungi foringinn hlustaði á þessa frásögn með
vaxandi áhuga. Þá spurði hann, hvenær þetta
hefði átt sjer stað. Eldri foringinn sagði honum
það, og það reyndist vera einmitt dagurinn, þegar
yngri foringinn hafði fleygt smáritum sínum út f
veður og vind! Guð hafði heyrt bæn móðurinnar
og stjórnað því, að þau urðu einhverjum til bless-
unar. Og nú loksins ætlaði Guð að svara bæn
móðurinnar fyrir syni sínum, því að saga eldri
foringjans og samtal þeirra á eftir hafði þau áhrif
á hann, að hann einnig sneri sjer til Guðs.
Þessi saga er sönn. Hún sýnir, hversu Drottinn
getur notað lítilræði til þess að framkvæma sinn