Norðurljósið - 01.01.1940, Side 4
4
NORÐURLJÓSIÐ
náðuga vilja. Hann vill einnig leiða þig, lesari
minn, til sín, ef þú þekkir hann ekki enn þá. Hann
getur notað þetta litla blað til að benda þjer á
veg hjálpræðisins og vekja þig til þess að leita
hans. Á hann að kalla, og þú ekki að heyra?
—^3>=^5=o=S^=^=—
örlögum Islands breytl.
Flestir þeir, sem komnir eru til vits og ára,
munu kannast við nafn Ólafíu Jóhannsdóttur, ann-
aðhvort vegna persónulegra kynna, eða þá vegna
ritstarfa hennar og þess orðstírs, er hún gat sjer
við líknarstarf sitt í Osló.
Þegar sá, er ritar þessar línur, var unglingur,
las hann ritgerð eftir Ólafíu um trúaða menn. Hún
komst svo að orði um þá: „Það eru þeir, sern
breyta örlögum þjóðanna með bænum sínum“.
Þetta var stórkostleg staðhæfing. örlögum þjóð-
anna breytt með bæn! Hvílíkur vitnisburður um
trúaða menn og áhrifavald bænarinnar.
Samt er þessi staðhæfing sönn. Hver sem viil
getur tekið sjer biblíu í hönd og lesið þar, hvernig
leiðtogar ísraels breyttu örlögum þjóðar sinnar
með bænum sínum. Hið sama gerist enn í dag,
því að Guð er hinn sami nú eins og á dögum
Abrahams eða Móse. Enn í dag eru „augu Drott-
ins yfir hinum rjettlátu og eyru hans hneigjast að
bænum þeirra“, (I. Pjet. 3. 12.) eins og þegar
Pjetur postuli skrifaði þessi orð fyrir nærfelt 19
öldum. „Hinir rjettlátu" eru þeir, sem rjettlættir
eru fyrir trú á Jesúm Krist, hafa fengið syndir
sínar fyrirgefnar, eru „sættir við Guð fyrir dauða
sonar hans“ og reyna í daglegu lífi sínu frelsandi
kraft hins upprisna frelsara (Róm. 5. 9.—10.).
Allir þeir, sem fylgjast með því, hvernig háttað
er atvinnuvegum og efnahag íslenskrar þjóðar,
ganga þess ekki duldir, að síldveiðin er sú styrka
stoð, sem mest heldur fjárhagnum uppi. „Bregðist
síldin er úti um alt“, það var tónninn, sem kvað
við síðastliðið vor og fram eftir sumri. Allir voíi-
uðu þó, að síldin brygðist ekki, og skip voru búin
á veiðar, fleiri en nokkru sinni fyrr.
Síldveiðatíminn hófst, en litla síld var að iá.
Vonirnar minkuðu. Tíminn leið. 19. ágúst birti
„Vísir“ einkaskeyti á þessa leið:
„Siglufirði í morgun.
Menn eru nú alment orðnir þeirrar skoðunar, að
síldveiðin sje alveg úti að þessu sumri, enda þótt
nokkur skip hafi fengið nokkurn afla síðustu daga.
Ritstjóri Vísis, sem verið hefir á ferð um Norður-
land að undanförnu, í fylgd með hinum dönsku
blaðamönnum, hefir átt tal við fjölda sjómanna
norður þar og eru þeir allir á einu og sama máli
um það. Eru þar á meðal margir gamlir sjómenn,
sem hafa marga síldarvertíðina að baki sjer og eru
því farnír að ,þekkja á’ síldina“.
Blaðið heldur svo áfram á þessa leið:
„Mag. Árni Friðriksson kom úr rannsóknarför á
,Sæbjörgu’ s. 1. miðvikudag og ljet hann einnig
þetta álit í ljós við ritstjóra Vísis. Segir hann út-
litið mjög slæmt fyrir áframhaldandi síldveiðum."
Samkvæmt þessu liggur hjer fyrir yfirlýsing frá
fjölda sjómanna um það, að þeir töldu síldveiðina
alveg úti hinn 19. ágúst, og fiskifræðingurinn taldi
útlitið mjög slæmt.
Hvað gerðist næst?
Sá landburður varð af síld á Siglufirði, að aldrei
hefir meira verið saltað þar á einum sólarhring en
næsta sunnudag eftir það, að þetta var skrifað,
sem hjer var tekið upp.
Hver hefðu örlög íslands orðið, ef síldin hefði
ekki veiðst? Þá var ekkert framundan nema bág-
indi, hallæri, jafnvel fjárhagshrun ríkisins og
gjaldþrot.
Hvað breytti örlögum íslands?
TRÚAÐIR MENN VORU AÐ BIÐJA. Það er
enginn efi um það, því að sá, er ritar þessar lin-
ur, var á meðal þeirra og tók þátt í bænunum með
þeim. Hvað eftir annað báðu þeir Guð að misk-
unna landinu og gefa það, að síldin veiddist. Það
leikur víst lítill vafi á því, að hann heyrði þessar
bænir. Skulu hjer taldar ástæður fyrir því.
1. Síld veiddist, langt fram yfir það, sem vonir
stóðu til.
2. Þessi mikla veiði kom þá fyrst, þegar menn
töldu, eftir eðlilegum hætti, að úti væri um síld-
veiði á þessu sumri. Sbr. grein „Vísis“ hjer að
framan.
3. Aðstæður allar voru á móti því, að síld mundi
veiðast. Á vesturhluta veiðisvæðisins var smokk-
fiskur kominn. Á austurhluta þess var sjórinn alt
of heitur fyrir átuna, sem síldin lifir á, svo að síld-
ar var ekki að vænta þar. Þetta, að síldin veiddist
þrátt fyrir alt, bendir skýrt á bænheyrslu.
4. Samkvæmt grein, er „Morgunblaðið11 flutti í
byrjun september um síldveiðina, þá hagaði síldin
sjer alt öðru vísi en hún er vön, svo að enginn
skildi í því. Þessi ummæli munu ef til vill lúta að
því, að síldveiði þykir hæpin, þegar smokkfiskur-
inn er kominn í síldina. Að þessu sinni hvarf
síldin ekki. Þetta var greinilegt svar við bæn.
Trúaður maður bað Guð þess, að láta síldina
halda áfram að veiðast, þótt smokkfiskurinn væri
kominn.
Þetta tvent: að svo mikil síld veiddist, sem
nægði til að bjarga landinu, eins og um var beðið,
og hitt, að hún veiddist þá fyrst, er menn voru
orðnir vonlausir eða því sem næst, sýnir ljóslega,
að hinn lifandi Guð heyrir bænir barna sinna og
hjálpar þeim á neyðartíma. Þá er augljóst, að það
er hans hönd ein, sem rjett er fram til hjálpar.
„Ákalla mig á degi neyðarinnar: jeg mun frelsa
þig, og þú skalt vegsama mig“, segir Drottinn
(Sálm. 50. 15.). Vjer ákölluðum hann á neyðardegi
þjóðarinnar. Hann frelsaði þjóðina. Þess vegna
gefum vjer honum heiðurinn og dýrðina. Vjer
skorum á hvern þann, er les þessar línur, að gera
slíkt hið sama. Gjöldum honum, sem í hásætinu
situr, dýrð og heiður og þökk. (Opinb. 4. 9.)
S. G. J.
--------■ ......... .
Resta sönnnnin.
Við Keswick-mótið í sumar sagði dr. Harry
Ironside svo frá:
Fyrir nokkrum árum starfaði jeg meðal Rauð-
skinnanna í Arizona-fylki. Skamt frá voru aðrir