Norðurljósið - 01.01.1940, Side 7
NORÐURLJÓSIÐ
7
mönnum, að menn biðji fáein, haltrandi orð af
hjartans einlægni, heldur en að hella úr sjer enda-
lausum straumi útslitinna orðatiltækja, sem allir
eru orðnir þreyttir á að heyra, og bera vitni um
lítinn skilning á alvöru sannrar bænar til hins
heilaga Guðs.
„Ónytjumælgi“ kemur og fram í annarri mynd.
Nokkrir trúaðir menn hjer á landi hafa sótt til
ýmsra útlendra flokka kæki og ósiði, sem spilla
mjög fyrir andlegum vexti Guðs barna og eyði-
leggja bænasamkomurnar. Jeg var einu sinni
staddur á kristilegri samkomu, og eftir ræðuna
var stungið upp á því, að hafa stutta bænasam-
komu. öllum var frjálst að biðja. Eftir að sálmur
var sunginn, varð þögn um stutta stund. Þá hót
einn bróðir bæn í heyranda hljóði, en um leið og
hann byrjaði, tóku nokkrir menn og konur, sem
sátu á bekknum fyrir framan mig, að gera alls
konar óhljóð, — köll, þung andvörp, væl og stun-
ur, endurtekningu ýmissa orða og orðatiltækja,
hvað eftir annað, — svo að ómögulegt var fyrir
þá, sem nálægir voru, að fylgjast með bæninni.
Það var líka óhugsandi, að þetta fólk gæti sjálft
tekið nokkurn þátt í bæninni, sem flutt var. Það
var líkast því, að þeir, ijálfrátt eða ósjálfrátt,
gerðu þessi óhljóð í þeim tilgangi að útiloka alt
bænarsamfjelag, því að undir eins og maðurinn
endaði bæn sína, hætti þessi vælakór, og aftur
var djúp þögn um stund, þangað til einhver ann-
ar hóf bæn. Jeg finn enga skýringu á þessu aðra
en þá, að einhver ósýnileg vera, sem er illa við,
að menn sameinist í bæn til hins lifanda Guðs,
fái vald yfir þessum mönnum og noti þá til að
spilla fyrir sannri sambæn Guðs barna. Jeg hefi
heyrt, að þessi ólæti sjeu alvanaleg á samkomum
vissra manna, og að þau hafi, sem von er, afarill
áhrif á suma þátttakendur.
Lærisveinar Krists á íslandi! Vjer skulum 1
Drottins nafni læra að biðja saman 1 einingu And-
ans. Þess vegna skulum vjer vaka yfir bænasam-
komum vorum, svo að þáer nái hinum blessaða
tilgangi sínum sem best og um fram alt, að þær
verði Guði vorum og Föður til dýrðar.
A. G.
Kerið, sem mistóksl.
Einu sinni sendi Guð Jeremía spámann í hús
leirkerasmiðs nokkurs, til þess að hann gæti þar
sjeð dásamlega mynd af því, sem Guð gerir við
oss mennina. Spámaðurinn lýsir því með þess-
um orðum:
„Jeg gekk ofan í hús leirkerasmiðsins, og
'' að verki sínu 'við kringlurnar; og
^u^istæJfist kenðy Sem 'hcinn var að búa til, þá
; . bjó hann aftur ■ til úr. því annað ker, eins og
leírkerasmiðinum aleisí að gera.‘‘ (Jer... 18.
3.—4.)
Átti hann síðan að skila til fólksins þessum boð-
skap frá Drotni: „Eins og leirínn í‘ hehdi léirkera-
smiðsins, svo eruð þjer í minni hendi.“ (6. v.).
Allir verðum' Vj'ei* áð' káh'riafet víð, áð vjer erum
•eins og leirker, sem hafa mistekist. Syndin hefír
skemt skapgerð vora. Hún hefir spilt vellíðun
vorri. Hún hefir vaðið inn í heimili vor og rænt
þau hinum bestu eiginleikum þeirra. Hún hefir
jafnvel skemt heilsu vora. Og hún er vís til að
eyðileggja eilífa velferð vora, ef ekki er að gert.
Já, kerið hefir mistekist herfilega.
En náð Guðs flytur þann dýrðlega gleðiboðskap,
að hinn almáttugi skapari er reiðubúinn til þess,
að búa aftur til nýtt ker úr hinum sama leir, —
ker, sem verður honum þóknanlegt, eða eins og
Páll postuli kemst að orði, „helgað ker og hag-
felt húsbóndanum, hæfilegt til sjerhvers góðs
verks.“ Og í þetta ker leggur hann fjársjóð miK-
inn, — „þekkingu vora á dýrð Guðs, eins og hún
kom í ljós í ásjónu Jesú Krists.“ (II. Kor. 4. 6.—7.)
Þetta er í samræmi við boðskap Jesú Krists.
„Enginn getur sjeð Guðs ríki, nema hann endur-
fæðist.....Yður ber að endurfæðast“, sagði hann.
Postularnir þektu heldur ekki neinn annan hjálp-
ræðisveg. „Ef einhver er í Kristi, er hann ný
sköpun,“ segir Páll. Og þó að hinn slægi og
slungni óvinur vor hafi fundið upp sína aðferð til
að „endurfæða“ fólk og hafi breitt hana út meðal
allra þjóða, — aðferð, sem kemur í bága við allar
kenningar Krists um hjálpræðið, — stendur þó
fullyrðing Krists enn óhögguð. Enginn sjer Guðs
ríki, eða hefir nokkurn tíma sjeð það, nema hann
endurfæðist með þeim hætti, sem nýja testament-
ið gerir ráð fyrir, fyrir iðrun og persónulega trú á
friðþægingarverk Drottins Jesú Krists.
Úr hinum sama leir, sem mistókst, bjó leirkera-
smiðurinn til nýtt ker. Og úr hinum sama manni,
sem lifði mishepnuðu lífi, getur hin snjalla hönd
frelsarans gert sannarlegt Guðs barn og kent því
að „ríkja í lífi fyrir Jesúm Krist“. (Róm. 5. 17.)
Smágeislar.
Má vera, að hjáróma raddir sjeu alt i kring um þig, að
fáir hafi samúð með þjer, að enginn styðji þig. En sjert þú
á götu hlýðninnar, munt þú njóta innri friðar. Hin hæga,
rólega rödd Guðs anda mun þá hvísla að þjer: »Óttast þú
ekki.«
Ef maður vill verða kjarkgóður, þá er það fyrst og fremst
nauðsynlegt fyrir hann, að vera viss um, að hann er á
þeirri götu, sem Guð hefir ætlað honum.
F. W. M.
Samkvæmt nýja testamentinu eru aðeins tveir möguleikar
til fyrir kristna menn, — annaðhvort að þroskast, eða þá
að fara aftur.
Eins og skip, sem hefir mist akkerið og hrekur í óvissu,
svo eru þeir menn, sem kannast við að trúa á Krist, en taka
ekki framförum í náð hans. Það er hætt við, að þeir líði
skipbrot. H. M.
Ef vjer dveljum í Kristi, verður oss alveg sama um hlut-
skipti vort í þessu lífi, af því að Drottinn sjálfur er hlut-
deild vor. Vjer sleppum vorum eigin fyrirætlunum, verðurn
ánægðir með að ganga fram eftir vilja hans og láta hann
ráða í öllu. En frá Kristi fáum vjer alt, sem vjer þurfutn,
— kjark, viskti, þolinmæði, festu, auðmýkt og gleði.
F. S. W.