Norðurljósið - 01.01.1952, Page 1
XXXIV. árg.
Janúar—Febrúar 1952.
1.-2.
SAGA JAKOBS VAGARS.
Við Eystrasalt liggur Lettland.
Þegar Jakob Vagar fæddist árið 1890, hafði Lett-
land lotið Rússum um langan aldur. Þjóðin var
Lúterstrúar og naut að mörgu leyti vestrænnar
menningar. Margir piltar fóru þó í skóla til Rúss-
lands til þess að komast betur áfram. Meðal þeirra
var Jakob Vagar.
Þegar hann bjóst að heiman, stakk móðir lians
nýja testamenti í ferðakistu hans. Hún var trúkona
mikil og bænrækin.
Alþýðufræðsla var lítil í Rússlandi um þær mund-
ir. Fjórir af hverjum fimm landsmanna kunnu
hvorki að lesa nje skrifa. Aðeins einn af hverju
hundraði manna hlaut æðri mentun.
Jakob gekk í kennaraskóla og lauk þar prófi. Þá
var hann tekinn í herinn, því að hann var kominn
á herskyldualdur. Þar var hann gerður að undirfor-
ingja sakir mentunar sinnar.
Skömmu síðar hófst stríðið við Þjóðverja árið
1914. Rússar börðust vel og Jakob með þeim. Hann
mintist sjaldan á þá daga síðar, nerna til að láta í ljós
undrun yfir því, að forsjónin varðveitti líf hans og
Ijet hann komast ósærðan úr þeim blóðuga hildar-
leik. Herir Rússa voru mjög illa búnir og gengu
nærri óvopnaðir í gin dauðans. Mannfall þeirra var
afskaplegt. Óánægjan með stjórn keisarans óx og
magnaðist með þjóðinni og kenningar kommúnism-
ans festu djúpar rætur í mörgum hjörtum.
Meðal þeirra, sem gerðust kommúnistar, var Jak-
ob Vagar. Kenningarnar voru honum kunnar frá
barnæsku. Hann var mikill hugsjónamaður, og lof-
orð kommúnismans um „fullkomið jafnrjetti, al-
gert rjettlæti og alheims bræðralag“ átti vel við
hann. Alinn upp við dauða og kulda lútersku kirkj-
unnar átti hann ekki bágt með að kasta þeirri trú frá
sjer. Hann lagði niður herbúning keisarans, en
klæddist einkennisbúningi foringja í rauða hernum.
ITm leið tók hann trú stjórnbyltingarmanna, en hún
var guðlaus efnishyggja.
Byltingarmenn unnu sigur. Nýtt skipulag komst
á. Þeir, sem einhuga fylgdu því, máttu lifa og láta
sem þeir vildu. Fikkert var synd nema það eitt, að
ólilýðnast stjórninni. Jakob fylgdi straumnum í
hringiðu skemtanalífsins. Hann tók þátt í fjárhættu-
spilum og veðreiðum, dansi og drykkjuskap. F.itt-
hvað lijelt aftur af honum, svo að hann slepti sjer
ekki á sama hátt og ýmsir fjelagar hans. Líklega
voru það bænir móður lians, sem fylgdu honum al-
staðar sem ósýnilegir varðenglar.
Lífið var þó ekki altaf leikur í þá daga. Kommún-
isminn var harður eins og stálið, ósveigjanlegur,
miskunnarlaus. Menn verða annaðhvort að beygja
sig eða farast, og margir voru þeir, sem mistu frelsi
eða fjör. Það var ekki um nokkra hálfvolga vara-
þjónustu að ræða, heldur um líf og blóð. Og blóðið
flóði á þeim ógnartímum. Kjörorðin fögru um jafn-
rjetti, rjettlæti og bræðralag urðu að hjúp yfir eigin-
girni, fjegræðgi og girnd.
Jakob var ekki orðinn alveg samviskulaus. Hann
;ítti leifar eftir. Honum fór að líða illa. Hann fór að
gerast óánægður. Síðan fyltist hann örvæntingu.
Öðrum leið illa eins og honum. Vonbrigði komu í
stað hrifningar. Margir fundu, hve satt það var, sem
maður nokkur sagði þá: „Kommúnisminn nægir
ekki.“ „Enginn maður getur lifað á guðleysi einu
saman.“ Örþrifaráðið, sem rnargir gripu til, var
sjálfsmorð.
Eitt kvöld, þegar Jakob var á dansleik, rann ör-
lagastund hans upp. Fullur viðbjóðs á sjálfum sjer og
innantómleik skemtana heimsins þaut hann af dans-
leiknum og heirn í herskálann. Hann var ákveðinn.
Nú skyldi binda endi á alt. Hann greip hlaðna
skammbyssu og beindi hlaupinu að höfði sjer. . . .
Þar hefði saga hans endað, hefði Guð ekki tekið í
taumana. Honum þótti rödd tala til sín. Hún sagði:
„Jakob, þú hefir reynt alt, sem heimurinn hefir að
bjóða, og ekkert fullnægir þjer. Eitt hefur þú ekki
reynt. Þú liefir ekki reynt að lifa samkvæmt fagnað-
arerindinu. Reyndu það, og þú munt verða ánægð-
ur.“
LAhOt-SÓKASAFM
,AH 92 36 2
< S I. A s .' 3