Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1952, Page 2

Norðurljósið - 01.01.1952, Page 2
2 NORÐURLJÓSIÐ Þetta var rödd Guðs, sem talaði til hans úr fortíð hans. Andi Guðs hrærði við minni hans. Hann mintist, hve kyrlát og friðsæl hún hafði verið, hve lirein og blátt áfram, hve gagnstæð lífi hans nú! Minningar frá sunnudagaskóla rifjuðust upp. Gleymdir textar úr ritningunni komu honum í hug. Hvað Iiaíði hann lært um fögnuð og gleði? Hvað hafði Jesús sagt við lærisveinana, þegar hann var að skilja við þá til að ganga út í kvöl og dauða? „Þetta hefi jeg talað til yðar, til þess að fögnuður minn sje hjá yður og fögnuður yðar fullkomnist.“ Páll hafði skrifað í fangelsi, þar sem hann horfðist, ef til vill, í augu við píslarvættisdauða: „Verið ávalt glaðir í Drotni; jeg segi aftur: Verið glaðir.“ Og frumkrist- inn söfnuður, sem andspænis stóð ofsóknum, um hann var skráð: „Lærisveinarnir fyltust fögnuði og Heilögum Anda.“ Það var himinvíður munur á þessu eða því, sem guðleysið hafði að bjóða. Fögnuður! Gleði, mitt í of- sóknum, fangelsi og dauða. Ó, að hann gæti öðlast slíka trú! Bjargföst ákvörðun fæddist í hjarta hans. Hann ákvað að reyna fagnaðarerindið, gleðiboðskap Jesú Krists. í náttmyrkri sálar hans var runninn dagur nýrrar vonar. Skammbvssan var skjótlega lögð til hliðar. I huga hans ómuðu orðin: „Svo kemur þá trúin af boðuninni, en boðunin ljyggist á orði Krists." Nýja testamentið, sem móðir hans gaf honum, hafði legið falið niðri á botni ferðakistu lians. Nú gróf hann það upp, ákafur, fullur eftirvæntingar. Áður en hann fór að lesa, bað hann. Þó að hann væri í myrkri, var honum einlæg alvara. „Ó, Guð,“ bað hann, „ef þú ert til og sje biblían þitt orð, opinbera mjer sjálfan þig og gefðu mjer trú.“ Þannig fór Jakob Vagar að gera það, sem honum hafði aldrei hugkvæmst fyr. Hann fór að lesa orð Guðs. Andi Guðs stríddi við sál hans. Andleg barátta hófst, hörð og löng. Oft hað hann Guð um ljós og trú. Hvenær sem skyldustörf leyfðu, yfirgaf hann fjelaga sína til að vera einn með orði Guðs. Þessu fór fram í fjóra mánuði. Á fimta mánuði kom trúin. Það gerðist á Drottins degi. Hann var að lesa í herbergi sínu um hádegisbil, þegar ljós skein á hann, sólu bjartara. Hann varð hræddur, lijelt að kviknað væri í og stökk á fætur. Ljósið livarf um leið. Hvort þetta var sýn, eða verk Heilags Anda, þegar trúar- ljósið skein í hjarta lians, skiptir ekki máli. Það var sem skýla dytti frá augum lians, syndaviðjar fjellu af sál hans og hjarta. Hann trúði og öðlaðist „end- urnýjungu lífsins.“ Hann fleygði sjer til jarðar og kallaði: „Drottinn Jesús, jeg er syndarinn, sem þú dóst til að bjarga; frelsaðu mig.“ Á því augnabliki „endurfæddi" Andi Guðs hann, hann varð „ný sköpun“, hann hafði „stigið yfir frá dauðanum til lífsins.“ (Tramhald.) Hverfum aftur til biblíunnar. Á alvörutímunum, þegar menningarmeiður heimsins riðar til falls, þurfum vjer örugt athvarf. Á erfiðu stundunum, á breiskjudögum erfiðleika og sorga, er nauðsynlegur svaladrykkur, sem endur- hressi örmagna sál. Hjá Guði, sem biblían boðar, er athvarfið örugga. Ritningin geymir svaladrykkinn, sannleikann, sem huggar sálina og hressir andann. Til biblíunnar, til kenninga hennar, leitar manns- sálin mædd og þyrst. Hún leitar og finnur kjark í baráttu lífsins; hún biður og öðlast Jjrótt í þrekraun- um æfinnar, hún knýr á, og upp er lokið náðardyr- um Guðs. Þetta er reynsla genginna kynslóða, lið- inna alda. Eigum vjer að feta sömu braut eða eigum vjer að gerast ættlerar, verða eftirbátar fyrri tíðar manna? Eigum vjer að hafna trúnni á Guð og son hans, Jes- úm Krist? Eigum vjer að yfirgefa biblíuna? Verði Jjað aldrei! Vjer skulum liverfa aftur til heilagrar ritningar. Sumir segja: „Bihlían er ekki sönn.“ Þeir staðhæfa þá, að hún sje lygi. Þeir, sem neita Jjví, að biblían sje sönn, gera Jesúm Krist að lygara. Hann sagði: „Ritningin get- ur ekki raskast.“ Þeir, sem neita því, að biblían sje orð Guðs, gera Jesúm Krist að hræsnara. í bæn sinni til Guðs, þegar hann bað fyrir lærisveinum sínum, sagði hann: „Helga Jjú þá með sannleikanum. Þitt orð er sann- leikur.“ Við sama tækifæri komst hann svo að orði: „Orðin, er þú gafst mjer, hefi jeg gefið þeim.“ „Gamla testamentið er gyðinglegar þjóðsögur," segja menn. Hefir þú lesið „Þúsund og eina nótt“? Þar eru austurlensk æfintýri og þjóðsögur. Biblían ætti þá að vera svipuð henni, ef uppruninn væri hinn sami. En hvar talar biblía vor um fólk með fuglahöfuð eða anda, sem flytja höll heimsálfanna á milli? í bábiljubúning æfintýra klæðist ekki sann- leikur Guðs. Hver, sem staðhæfir, að biblían fari með lygi, verður að koma með sannanir fyrir því. Hann getur það ekki. Hvar sem biblían er prófuð á sviðum vís- inda eða reynsluþekkingar mannkynsins, þá stenst hún prófið. Satt er það, að ósannaðar getgátur svonefndra vís- indamanna rekast oft á biblíuna. Þær deyja sínum gleymskudauða, en bihlían lifir og blessar þá, sem lesa hana og lifa eftir kenningum hennar. Vísindi mannanna breytast. Á hafdjúpi rnann- legrar vanþekkingar rísa margar öldur. Þær hreykja kambinum hátt um stund. Svo hníga þær og hverfa. I daggardropa mannlegrar þekkingar speglast sól sannleikans. Mennirnir halda, að dropinn sje sólin sjálf. Ef þeir líta upp, sjá þeir dýrð HANS, sem birt- ir sig í náttúrunni og lýsir í orðum heilagrar ritn- ingar, en ljómar í persónu Drottins Jesú Krists.

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.