Norðurljósið - 01.01.1952, Page 5
NORÐURLJÓSIÐ
5
pallinum. Talið var, að 10 til 15 þúsund manns
hefðu setið og staðið umhverfis tjaldið geysistóra.
Lögreglan sagðist hafa snúið að minsta kosti tíu þús-
undum brott. Varla gat nokkur tárum varist, þegar
Stuart leiddi fram aldurhnigna móður sína og kynti
liana. Hún sagði frá, að árum saman hefði hún beðið
um, að sonur hennar frelsaðist.
Faðir Stuarts prjedikaði þetta kvöld. Hann er
stofnandi evangeliska Metódista safnaðarins. Fjöldi
syndugra manna leitaði Drottins það kvöld. Ungt
fólk var í yfirgnæfandi meiri hluta.
Stuart Hamblen kemst ekki til að tala alstaðar
þar, sem hann er beðinn að flytja ræður. Sextán þús-
und hlýddu á hann, þegar hann talaði í Minnea-
polis. Um eitt hundrað sneru sjer þá til Drottins.
Hann mun nú vera hættur starfi sínu við útvarpið
til að búa sig undir að prjedika Krist.
Foreldrar og eiginkonur biðja oft fyrir börnum
eða eiginmönnum. Bænheyrslan dregst, og vonin
daprast. En þolgæði á sitt fyrirheit: „A sínum tíma
munum vjer uppskera, ef vjer gefumst eigi upp.“
„Þolgæðis hafið þjer þörf, til þess að þjer úr býtum
berið fyrirheitið." Margar hafa þær verið, bænirnar,
sem upp hafa stigið fyrir Stuart Hamblen, en upp-
skeran var að sama skapi dýrleg.
„Náð Drottins er ekki þrotin, miskunn hans ekki
á enda.“ Enn þá mega iðrandi syndarar ganga inn í
Guðs ríki fyrir trúna á Drottin Jesúm Krist.
Hefir þú gert iðrun? Er Kristur orðinn Drottinn
þinn og frelsari?
GILD AFSÖKUN?
Árið 1741 var sendur hingað danskur prestur,
Ludvig Harboe að nafni, til að líta eftir kristnihaldi
landsmanna og fleiru. Hann dvaldi hjer í fjögur ár,
svo sem kunnugt er, og kyntist ýmsum þjóðháttum
þeirra tíma. Meðal annars, sem hann getur um, var
einn siður, sem landsmenn höfðu. Hann var þessi:
Þegar einhverjum fanst, að hann þyrfti að segja ná-
unga sínum til syndanna eða svala sjer á því að
skamma hann, drakk hann sig fyrst fullan, fór síðan
til mannsins og helti yfir hann skömmum. En dag-
inn eftir, þegar af honum var runnið, fór hann til
hans aftur og bað þá afsökunar á þeim illyrðum,
sem hann hefði drukkinn mælt við hann.
Lítið fanst Harboe til um þennan sið, og svo mun
fleirum fara. Eigi að síður mun ýmsum finnast
enn, að manni sje nokkur vorkunn, þó að hann segi
eða geri það drukkinn, sem hann allsgáður mundi
aldrei gera eða segja. En er þetta rjett ályktað?
Mennirnir afsaka þann, sem drekkur frá sjer ráð
og rænu, fje og framtíð. Guð gerir það samt ekki.
Hann segir: „Drykkjumenn munu ekki Guðs ríki
erfa.“ Skapaður í Guðs mynd ber maðurinn ábyrgð
verka sinna gagnvart Guði og lögunum.
Maður nokkur vestan hafs drakk sig ölóðan, svo
að hann vissi eigi sitt rjúkandi ráð. Framdi hann þá
ægilegan glæp. Fyrir rjetti varði hann sig með því,
að hann vissi eigi til þess, að hann hefði framið
glæpinn og væri þess vegna saklaus. Eigi að síður var
hann dæmdur til dauða og tekinn af lífi. Lögin litu
svo á, að maðurinn bæri ábyrgð á því, að Iiann drakk
sig ofurölva.
Sjálfsagt er að sýna þeim manni kærleika, sem er
sá ógæfumaður af sjálfskaparvítum, að vínið hefir
sigrað hann, og er hverjum skylt að reyna að hjálpa
honum til að sigrast á lesti sínum. En löstinn má
ekki afsaka nje þau verk, sem framin eru af mönn-
um undir áhrifum víns.
Hvers vegna drekka menn?
Margvíslegar ástæður liggja til þess. Hjer skal
bent á eina og lækning við drykkjuskap af liennar
völdum.
Heigulsháttur, gunguskapur, sem heitir á nútíð-
armáli minnimáttarkend, er ein rót að þeim ógæfu-
meiði, sem ofdrykkju ber að ávexti. Menn þora ekki
að horfast í augu við staðreyndir lífsins og tilverunn-
ar. Þess vegna leggja þeir á flótta. Flaskan er hælið,
sem þeir flýja til, Bakkus sá guð, sem á að bjarga
þeim, gera þá djarfa og örugga. En Bakkus bjargar
engum, sem flýr til hans.
Hælið eina og örugga er Drottinn Jesús Kristur,
og „sæll er sá maður, sem leitar hælis hjá honum.“
Enginn þekkir tölu þeirra ræfla, sem Kristur hefir
tekið á rnóti og gert að nýjum mönnum, kjarkmikl-
um, sönnum mönnum.
Hann gefur þeim, sem koma til hans, Heilagan
Anda, og Andi Guðs gefur mönnum kraft. „Þjer
munuð öðlast kraft, er Heilagur Andi kemur yfir
yður,“ sagði Drottinn, er hann var að skiljast við
lærisveina sína. Orð hans reyndust sönn eins og alt,
er hann segir og lofar. Andi Guðs kom. Lærisvein-
arnir fengu kraft.
Hugdeigir menn verða hetjur, þegar Andi Guðs
býr í hjörtum þeirra. Menn þurfa Guðs Anda, ekki
vínanda, til að geta horfst djarft í augu við lífið og
framtíð sína.
Ef einhver kjarklítill maður les þetta, þá viti
hann með óbrigðulli vissu, að trúin á Drottin Jes-
úm, ásamt góðri samvisku gagnvart Guði og mönn-
um, gefur mönnum hinn jn áða kjark og kraft. Hvað
mun Guð segja um það á degi dómsins, ef menn
ganga fram hjá Kristi til áfengisflöskunnar?
Vjer vitum, hver dómur hans verður. Hugdeigir
menn eru efstir á skrá hinna glötuðu. fOpinb. 21.
8.) í Drottins nafni og í krafti hans getum vjer sigr-
að hugleysið, unnið bug á erfiðleikum og staðist bar-
áttu lífsins. „Það, sem er ómögulegt fyrir mönnum,
er mögulegt fyrir Guði; því að alt er mögulegt fyrir
Guði.“ „Jeg leitaði Drottins, og hann svaraði mjer,
frelsaði mig frá öllu því, sem jeg hræddist.“ (Sálm.
34. 5.) Það, sem Drottinn gerði fyrir Davíð, getur
hann gert fyrir þig. S. G. J.