Norðurljósið - 01.01.1952, Qupperneq 7
NORÐURLJÓSIÐ
7
ÚR SAMBANJDI.
Jeg var að klæða mig. Raflampi stóð á borði og
lýsti mjer. Skyndilega varð myrkt. Hvað hafði kom-
ið fyrir? Var rafmagnið farið? Jeg leit út um glugg-
ann. Götuljósin loguðu. Þá var ekki rafmagnsbilun.
Hvað var að? Klóin á tauginni, sem lá frá lampan-
um, hafði hrokkið úr sambandi.
Lítið atvik, segir þú, varla svo stórt, að ritað sje
um það í blöðin. Hverju orði sannara, en ekki er
maurinn stór. Salómó konungur sagði þó letingjan-
um að fara til hans, skoða háttu hans og verða hygg-
inn. JOrðskv. 6. 6.) Vjer getum margt lært af smá-
munum.
Lærðu af þessu atviki og öðrum slíkum, að þú
verður að vera í sambandi við Guð og son hans Jes-
úm Krist, sem sagði: „Jeg er ljós lieimsins,“ ef Ijós
á að vera í sálu þinni.
Og þú, Guðs barn, Guðs vottur og þjónn, þú sem
einu sinni lýstir svo skært, að allir, sem komu í nánd
við þig, sáu ljósið, hví hefir þú hætt að lýsa? Þú ert
kominn úr sambandi. Krafturinn frá hæðum
streymir ekki lengur um þig, svo að þú sjert logandi
lampi. Frelsisgleðin er horfin, vitnisburðurinn
þagnaður, varir þínar lokaðar.
Jeg kveikti á öðrum lampa. Hinn mátti eiga sig
og bíða minna hentugleika. Lætur Guð þig eiga þig?
Notar liann aðra í þinn stað? Er han nað bíða, að þú
komir og leitir hans? Þú ert ábyrg vera, sem mætir
seinna við dómstól Drottins. Þar verður þú að gera
grein fyrir lítinu, fráhvarfsstundunum líka. Þú hefir
nógar afsakanir, sem blekkja sál þína og svæfa þína
samvisku, en þær gilda ekki fyrir Guði. Sætstu við
bróður þinn eða systur þína, gerðu upp við Guð.
,,Ger iðrun og ger hin fyrri verkin; að öðrum
kosti kem jeg til þín og færi ljósastiku þína úr stað,
ef þú gerir ekki iðrun.“ JOpinb. 2. 5.)
„Lendar yðar sjeu gyrtar og lampnr yðar logandi,“
segir Drottinn.
Meðan jörðin stendur.
(Grcin þessi er rituð að undirlagi aldraðs manns, er lengi hefir
lesið heilaga ritningu.)
„Er biblían rjett og sönn?“ spyrja menn. Hjer er
einfalt svar handa þeim, er spyrja þannig.
Það er ómótmælanleg staðreynd, að flóðið mikla,
Nóaflóð, átti sjer stað fyrir þúsundum ára. Minjar
flóðsins finnast víða um jörðina. Minning þess lifir
í sögum og sögnum margra þjóða.
Þegar flóðinu lauk, segir heilög ritning, að Guð
hafi sagt: „Meðan jörðin stendur, skal ekki linna
sáning og uppskera, frost og hiti, sumar og vetur,
dagur og nótt.“ (I. Mós. 8. 22.)
Ef biblían væri ekki sönn, ef hún væri öll lygi,
eins og óvinir hennar segja, þá hefði ekki reynslan
staðfest þessi orð Guðs. Árstíðir væru þá breytilegar,
óvissar, frost og hiti mundu ekki skiptast á og ekki
heldur dagur og nótt.
Óskeikul umskipti sáningar og uppskeru, frosts
og hita, sumars og veturs, dags og nætur sanna þá
óskeikulleik orða Guðs. Náttúran vitnar um skap-
ara sinn.
En vjer skulum heyra fleiri vitni.
„Orð Drottins kom til Jeremía, svo hljóðandi:
Hefir þú ekki tekið eftir, hvað þessi lýður talar, er
hann segir: ,Báðum ættkvíslunum, sem Drottinn út-
valdi, hefir hann hafnað!‘ og þeir segja fyrirlitlega
um lýð minn, að hann sje ekki þjóð framar í þeirra
augum? Svo segir Drottinn: Hafi jeg ekki gert sátt-
mála við dag og nótt og sett himni og jörðu föst lög,
þá mun jeg einnig hafna niðjum Jakobs og Davíðs
þjóns míns, svo að jeg taki ekki framar af hans niðj-
um drotnara yfir niðja Abrahams, Isaks og Jakobs;
því að jeg mun snúa við högum þeirra og miskunna
þeim.“ (Jerem. 33. 23.-26.)
Hjer leggur Guð að jöfnu sáttmála sinn við dag
og nótt og sáttmála sinn við ísrael, afkomendur
Abrahams, ísaks og Jakobs. Hann gefur það fyrir-
heit, að högum þeirra skuli hann snúa við og misk-
unna þeim.
Nú sjáum vjer, sem lifum á þessum tímum, að
fyrirheiti Guðs er að rætast og að ísraelsþjóðin,
sundruð og tvístruð um svo margar aldir, er að safn-
ast aftur saman í landi feðra sinna.
Heimkoma ísraels sannar þá, eins og umskipti
dags og nætur, að orð Guðs er óbrigðult og biblían
sönn. Israel er vitni um Guð. (Jes. 43. 10.)
í fjallræðu sinni sagði Drottinn: „Sannlega segi
jeg yður: Þangað til himinn og jörð líða undir lok,
mun ékki einn smástafur eða stafkrókur lögmálsins
undir lok líða, uns alt er komið fram.“ (Matt. 5. 18.)
Og í spádómsræðu sinni á Olíufjallinu sagði hann:
„Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín
munu alls ekki undir lok líða.“ (Matt. 24. 35.)
Himinn og jörð hafa ekki liðið undir lok, síðan
Kristur talaði þetta, ekki heldur lögmálið eða orð
Krists. Biblían geymir hvort tveggja. Ef biblían öll
væri lygi, þá ættu orð Krists að hafa liðið undir lok
fyrir löngu. Væru orð hans ekki sönn, ætti lögmálið
að vera löngu horfið úr gamla testamentinu.
Hvernig gat Kristur talað svo djarft og óskeikult?
Við því er aðeins eitt fullnægjandi svar: Hann var
sá, sem hann sagðist vera: Sonur hins lifandi Guðs,
sem varir frá eilífð til eilífðar.
„Þess vegna ber oss að gefa því enn betur gaum,
er vjer höfum heyrt, svo að eigi berumst vjer afleið-
is.“ Þið, sem hafnið biblíunni, hafnið þar með Guði,
sem hún boðar. Þið hafnið syni hans og )iar með
hjálpræði ykkar. Þið getið ekki breytt liigum Guðs
á himni eða jörðu og heldur ekki afmáð orð hans.
Þið komist ekki hjá komandi dómi, nema þið snúið
við, gerið iðrun og takið á móti Drotni Jesú Kristi.
S.G.J.