Norðurljósið - 01.01.1957, Blaðsíða 6
6
NORÐURLJÓSIÐ
MOLAR FRÁ BORÐI MEISTARANS.
(Greinir fyrir trúaða.)
HEILAGLEIKI.
„Ég he£i ekki séð heilagleika hjá þér, Sína.“
Þessi orð úr sögunni ,Björninn varð lamb‘ hér að
framan, fóru að óma í huga mér. Þau breyttust í
persónulega spurningu, sem krafðist svars: ,,Sér
heimurinn heilagleika hjá mér?“ Hvernig yrði þér
við, ef sagt væri snögglega við þig: „Ég hefi ekki séð
heilagleika hjá þér“?
Við skulum ekki reyna að flýja þessa spurningu.
Eiginmaður eða eiginkona, faðir eða móðir, sonur
eða dóttir, bróðir eða systir, nágrannar eða starfs-
félagar, húsbændur eða starfsfólk sér það heilagleika
hjá þér eða mér? Spurning þessi heimtar svar. Af
hverju? Af því að „það er vilji Guðs, að þér verðið
heilagir.“
Naumast mun nokkurt Guðs barn svara mér með
orðum skáldsins: „Hugsaðu ekki um heilagleik hér
á breyskri jörðu.“ Guð hefir lýst yfir því, að hann
vill, að vér verðum heilög, einmitt hér á þessari
breysku jörðu. Það er tilgangur hans og takmark,
og til þess að ná því, beitir hann við oss aga, „svo að
vér getum fengið heilagleika hans.“ (Hebr. 12. 10.)
Vera má, að vafi leiki á um vilja Guðs í sumum efn-
um. Hér er enginn vafi. „Það er vilji Guðs, að þér
verðið heilagir."
Einhver kann að spyrja: í hverju er sannur
heilagleiki fólginn?"
Spurning þessi er mikilvæg. Hvar fáum við svar?
Svarið finnst hjá Drottni Jesú. Við vitum, að
hann var heilagur. „Hann drýgði ekki synd, og svik
voru ekki fundin í hans munni.“ En hann sagði:
„Ég leita ekki míns vilja, heldur vilja þess, er sendi
mig.“ „Ég geri ætíð það, sem honum er þóknanlegt.“
Helgun Drottins Jesú birtist hér í þessum orðum
hans. Vilji hans var algerlega lagður undir vilja
Guðs. Hann hafði helgað sig því hlutverki að gera
Guðs vilja, ekki með ólund eða nauðung, heldur
fúsleika hjartans. „Að gera vilja þinn, Guð minn,
er mér yndi,“ gat hann sagt. (Hebr. 10. 5.-9., Sálm.
40. 7.-9.) Hver sá, er gerir Guðs vilja, svo að hann
geri ætíð það, sem Föðurnum er þóknanlegt, hann
er heilagur.
Augljóst er af þessu, að vilji vor verður að vera
algerlega lagður undir Guðs vilja, takmark vort
verður að vera að lifa til að gera það, sem Guði er
þóknanlegt.
Hvað er það, sem er Guði þóknanlegt?
Fyrst af öllu það, að vér breytum eftir Kristi.
„Kristur leið einnig fyrir yður og eftirlét yður fyrir-
mynd, til þess að þér skylduð feta í hans fótspor."
(I. Pét. 2. 21.) „Verið eftirbreytendur mínir, eins
og ég fyrir mitt leyti er Krists." (I. Kor. 11. 1.)
Meðan Drottinn Jesús var hér á jörðu, var hann
— eins og nú í himnunum — „heilagur, svikalaus,
óflekkaður, frágreindur syndurum." (Hebr. 7. 26.)
Athugum þessi atriði nánar.
1. Hann var heilagur. Hann þóknaðist Guði,
ekki sjálfum sér.
2. Svikalaus. „Svik voru ekki fundin í hans
munni.“ Hann gaf engin loforð, sem hann efndi
ekki. Bar ekki fram neinar hótanir, sem hann stóð
ekki við. Sveikst ekki um nokkra skyldu, sem hon-
um bar að leysa af hendi. Brást ekki trausti nokkurs
manns, sem treysti honum.
Trúuð kona, sem þráði heitt heilagleikann, sat
og var að lesa í ritningunni. Þá kom litla dóttir
hennar. Hún hafði brotið brúðuna sína. „Mamma,
gerðu við brúðuna mína.“ „Mamma má ekkert vera
að því. Hún hefir miklu alvarlegri hluti að hugsa
um. Farðu burtu með brúðuna þína.“ Þar með rak
hún litlu stúlkuna sína á brott. Konan sat lengi og
leitaði og leitaði í biblíunni að því, hvað væri
sannur heilagleiki. Leitin bar engan árangur. Von-
svikin stóð hún upp og gekk í herbergið, þar sem
dóttir hennar var. Hún lá þar á gólfinu sofandi,
kinnarnar blautar af tárum. Þá talaði Drottinn til
hjarta hennar og sýndi henni, að heilagleika fyndi
hún aldrei með því að vanrækja skyldur sínar sem
móðir. „Sæll er sá maður, sem eigi geymir svik í
anda,“ — heldur ekki við skyldur sínar.
3. Óílekkaður. „Allir hlutir eru hreinum hreinir,
en flekkuðum og vantrúuðum er ekkert hreint,
heldur er bæði hugur þeirra flekkaður og sam-
vizka.“ (Tít. 1. 15.) Hér ber að geta þess, að freist-
ingar þær, sem vér mætum, eru í sjálfum sér ekki
synd og reiknast oss ekki sem synd, nema hugurinn,
hjartað eða viljinn samþykki þær. Fall Evu, þegar
hún braut boð Guðs, byrjaði, þegar hún hlýddi á
orð höggormsins og samþykkti þau. Drottinn Jesús
samþykkti ekki freistingar Satans, hann vísaði þeim
á bug með orði Guðs og rak hann loks sjálfan á
brott með hinu sama orði.
Samvizkan flekkast, þegar vér leyfum oss athafnir,
sem vér erum í vafa um, hvort séu réttar. „Allt, sem
ekki er af trú, er synd.“ (Róm. 14. 23.) Hér er þörf
mikillar gætni og varúðar. Sértu í vafa, skaltu bíða
og biðja og kynna þér orð Guðs.
4. Frágreindur syndurum. „Tak þú eigi þátt í
annarra syndum, varðveit sjálfan þig hreinan.“ (I.
Tím. 5. 22.) Lífsreglu þessa gaf postulinn Páll
Tímóteusi. Þannig breytti Drottinn Jesús. Hann
umgekkst syndara alla daga, var á meðal þeirra, en
gekk sinn veg flekklaus, ósaurgaður af öllu og öll-
um. Frágreining hans var ekki frágreining munks-
ins eða einsetumannsins: að loka sig inni í klaustur-
klefa eða liggja í hellisskúta á öræfum úti.
Beinum sjónum vorum til Jesú. Hann er fyrir-
myndin. Frá honum kemur krafturinn. Minnumst
þess, að hann getur til FULLS frelsað þá, sem fyrir
hann ganga fram fyrir Guð. Vér verðum frelsuð fyr-