Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1957, Blaðsíða 8

Norðurljósið - 01.01.1957, Blaðsíða 8
8 NORÐURLJÓSIÐ Hvað er lííið? Úti í skógi var sól og sumar. Fuglarnir flögruðu syngjandi milli greinanna. Þegar þeir gerðust þreyttir, settust þeir og hvíldu sig. Um skóginn ríkti þögn, en hún var snögglega rofin: Ofurlítill söng- fugl spurði fjarska spekingslega: „Hvað er nú lífið eiginlega?" Fuglarnir hrukku við. Geigvænlega lætur í eyr- um, ef þögn er snögglega rofin, en lítill lævirki svaraði: „Lífið er söngur." „Nei, það er orrusta í myrkrinu," sagði moldvarp- an. Hún rak hausinn út úr holu sinni í sama bili. „Ég held, að lífið sé stöðug þróun,“ mælti rósin. Hún breiddi út fögru blöðin sín í sólskininu. Fiðr- ildi eitt kom fljúgandi, kyssti þau og hrópaði: „Líf- ið er eilíf gleði." „Fremur er stutt sumar réttnefni," suðaði flugan. Hún flaug framhjá, önnum kafin. „Lífið er aðeins slit og strit,“ murraði maurflug- an. Hún var að burðast með strá, sem miklu var lengra en hún sjálf. Ský dró fyrir sólu og síðan fór að rigna. Þá var eins og hvíslað væri þunglega og hægt: „Lífið er aðeins tár.“ „Ekkert ykkar segir satt. Lífið er frelsi og kraft- ur.“ Örninn kallaði þetta. Hann sveif skýjum ofar og klauf loftið með sterkum, hátignarlegum vængjaburði. Nú tók að dimma. Fuglarnir fóru að sofa. Nátt- golan hrærði þýðlega laufkrónur trjánna, og það var eins og hún hvíslaði: „Lífið er einungis draum- ur.“ Ró og friður hvíldi yfir landinu. Liða tók að dag- renningu. Vísindamaðurinn slökkti ljósið í starfs- stofu sinni og andvarpaði um leið: „Lífið er sífelld- ur skóli.“ í stórborginni gengu tveir ungir menn eftir götu. Þeir voru að halda heim frá næturslarki og svalli. Annar þeirra stundi: „Lífið er ekkert nema óupp- fyllt ósk.“ Austanblærinn, sem boðaði komu morgunsins, hvíslaði milt og hljótt: „Lífið er eilífur leyndar- dómur.“ Austurloftið sveipaðist eldrauðum bjarma. Skýin og toppar trjánna lauguðust gullnu geislaflóði. Og er sólin heilsaði vaknandi jörð, þá ómaði í full- komnum samhljómi: „Lífið er aðeins upphaf."------ Fjallaskáldið íslenzka, óreglusamt og vonsvikið, söng: „Lífið allt er blóðrás og logandi und.“ Misjafna dóma fær lífið. Ekki verður því neitað. Hví eru þeir svo misjafnir? Hví er ævin hjá mörg- um líkust brotadæmi? Lífið allt er í molum, síðan maðurinn féll. Brota- dæmi lífsins leysir enginn, nema hann finni sam- nefnarann. Sá samnefnari er Drottinn Jesús Kristur. „Lífið er mér Kristur," ritaði postulinn Páll. Hann var í fangelsi, fjötraður vegna Krists. Þó gat hann ritað þetta. Kristur sagði: „Ég er upprisan og lífið.“ „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið.*“ Og um hann er ritað: „í honum eru allir fjársjóðir spekinnar og þekkingarinnar fólgnir." Sem speki Guðs segir hann: „Sá, sem missir mín, skaðar sjálfan sig, sá, sem mig finnur, finnur lífið.“ Lífið, lifað án Krists, er ekki það líf, sem Guð hefir ætlazt til, að vér lifðum. Hverju er lífið líkt án Krists? Það líkist augum án sjónar, eyrum án heyrn- ar, munni án tungu, vængjablaki ósjálfbjarga unga í hreiðri, ekki vængjataki fuglsins, er svífur upp í heiðríkjuna og himinblámann. Lífið án Krists er deyjandi frækorn, visnandi spíra, hrakið hey á túni, óþroskaður, súrbeiskur ávöxtur. Það er brotið og brennandi skipsflak á öldum komandi eilífðar. „Sjá, ég stend við dyrnar og kný á,“ segir frelsar- inn. Hvaða dyr? Dyr hjarta þíns. „Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum." Heyrir þú ekki Krist vera að knýja á dyr þínar? Heyrir þú ekki höggin hjá honum í vonbrigðum, sorg, ástvinamissi, í hrösun eða falli? Var hann ekki að segja: „Sjáðu, hve þú megnar lítils, að þú getur alls ekkert gert án mín, að vonbrigðin sliga þig, sorgin bugar þig, og syndin fjötrar þig án mín.“ „Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyr- unum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöld- verðar með honum og hann með mér.“ Eftir hitann og þungann, annir og strit, býður Kristur þér að eta og drekka, að hvílast og endurnærast hjá sér. Vinur, er ekki Kristur að kalla til þín, einmitt nú, meðan þú lest þessar línur? Ljúktu upp dyrunum. Það er þitt hlutverk. Seg þú við hann í alvöru og lotning: „Kom þú inn, Drottinn Jesús. Kom þú inn í hjarta mitt og tak við stjórninni á mínu lífi.“ Þú munt þá reyna, fyrr eða síðar, að Kristur sjálfur styrkir þig og gefur þér þá innri svölun, fullnægju og frið, sem þér hefir ávallt fundizt þig skorta um ævina. (Þýtt og aukið.) Gjafir til styrktar „Nlj.“ og áheit. Akranes: G. 200.00. Akureyri: G. Á. 100.00; H. P. 40.00; Ó. J. Á. 50 kr. áheit. A.-Barð.: K. S. 30.00. V.-Barð.: K. J. 89.00. Eyf.: G. F. 20.00; V. S. 40.00. Hafn.: J. Ó. J. 30.00; S. R. 90.00. K.vík: Þ. H. 110.00. R.vík: B. J. B. 20.00; B. K. 90.00; G. A. 30.00; N. N. 190.00; S. Ó. 20.00. Sigl.: L. W. 20.00. A.-Sk.: K. M. 90.00. V.-Sk.: S. Á. 200.00. S.-Þing.: F. S. áheit 50.00. Öllum þessum og hinum, sem gefið hafa smærri gjafir, færir ritstj. hjartans þakkir með Matt. 10. 41. NORÐURLJÓSIÐ kemur út annan hvorn mánuð. 48 blaðsíður á ári. Árgangurinn kostar 10 krónur og greiðist fyrirfram. Verð i Vesturheimi: 1 dollari. Ritstjóri og útgefandi: Sœmundur G. Jóhannesson, Akureyri. Akureyri — Prentverk Odds Björnssonar h.f. — 1956

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.