Norðurljósið


Norðurljósið - 01.02.1963, Blaðsíða 7

Norðurljósið - 01.02.1963, Blaðsíða 7
NORÐURLJÓSIÐ 15 óvin, sem verður að standa gegn, gefa honum ekkert tangarhald á sér. Menn geta gefið djöflinum færi á sér, ef þeir reiðast, einkanlega ef þeir ala reiðina með sér. Þegar reiðin nær valdi yfir einhverjum, er hann orðinn líkur borg, sem múrarnir hafa verið brotnir utan af, segir ritn- ingin. Inn í slíka borg var óvinum auðvelt að ganga og vinna hana. Djöfullinn á auðveldan aðgang að manni, sem missir stjórn á skapi sínu. Vakið og biðjið, freisting er í nánd. Valcið og biðjið, Drottinn kemur, enginn veit hvaða dag eða stund. Vakið, standið stöðugir í trúnni, fallið eigi frá Drottni. Verið algáðir, vakið, óvinurinn situr um sofandi læri- sveina Krists. „Það, sem ég segi yður, það segi ég öllum: VAKIÐ!“ Þetta er kall Drottins Jesú til vor og til heimsins NÚ í DAG. S. G. J. --------x-------- ’ ■ ’ \ '........' ' Biblíuskýringar. (Framhald). JeSOjO. 8. kap. 19. 22. v. Þessi kafli í spádómi Jesaja var borinn fram á þeim dögum, þegar erfiðleikar steðjuðu að þjóð- inni. Konungurinn, Akas, var guðlaus og ráðlaus. Hann vildi ekki treysta Droitni né fyrirheitum hans. Eins var ástatt um inikinn þorra þjóðarinnar. Menn vildu ekki hlusta á orð Guðs. Þá komu fram menn, er sögðu: „Leitið frétta hjá þjónustuöndum og spásagnaröndum.“ Þá sendi Guð þeim mjög alvarlegan boðskap, sem Jesaja flutti þjóðinni. Því miður kemur hann ekki fram í skýrri mynd í núverandi biblíuþýðingu. I nýrri, amerískri þýð- ingu, Berkeley-þýðingu, er kaflinn þýddur þannig: „Þess vegna, þegar menn munu segja við yður: „Leitið frétta hjá andasæringarmönnum og spásagnarmönnum, sem hvískra og umla,“ ætti fólk ekki að leita frétta hjá Guði sínum? Ætti fólk að leita frétta hjá hinum dauðu til gagns hinum lifandi? Til lögmálsins (kenningarinnar) og vitnisburðarins! Hver, seor ekki vill tala samkvæmt þessu orði, fyrir hann skal vissulega ekki verða nokkur dagrenning. Hann mun reika um (landið) hrjáður og hungraður; það mun verða, af því að hann er glorhungr- aður, að hann fyllist æði hið innra með sér og formælir konungi sínum og Guði sínum. Þá mun hann líta upp og einnig til jarðar og sjá neyð og myrkur, angistar sorta. Inn í myrkur skal honum verða varpað." Mjög svipuð þessu er nýja ameríska endurskoðaða þýð- ingin „Revised Standard Version,“ nema hún notar orðið „miðlar“ í stað andasæringamenn, og hún hefir kaflann í fleirtölu, „þeir“ í staðinn fyrir eintöluna „hann“, sem notuð er í Berkeley þýðingunni. Boðskapur Guðs til anda-leitarmanna er vissulega at- hyglisverður og óttalegur þeim, sem dirfast að brjóta bann hans við fréttaleit af framliðnum. Þeirra bíður rnyrkur, angistar myrkur. Þeim verður varpað í myrkur. Minnir hið síðara mjög á orð Drottins Jesú í sögu hans af brúð- kaupi konungssonarins. Gestinum, sem komst inn án veizlu- klæða í veizlusalinn, var vægðarlaust fleygt út, — út í myrkrið fyrir utan, út í grát og gnístran tanna. 14. kap. 12.—14. v. Þessi vers eru af mörgum skýrð á þá lund, að þau eigi við fall Satans, fyrst og fremst, þótt þau megi án efa heimfæra til Babelkonungs á liðinni tíð og til „dýrsins", sem Opinberunarbókin kallar svo, hins síðasta jarðneska einvalds, sem ríkir áður en Kristur birt- ist aftur í dýrð sinni. 17. kap. 1. v. „Damaskus skal verða afmáð og ekki verða borg framar.“ Hér er of fast að orði kveðið í ísl. þýðing- unni. Orðið „framar“ á að falla burt. Damaskus var iekin herskildi nokkru seinna af Assýríu-konungi, sem hefir vafalaust brennt hana og lagt í rústir að þeirra tíma sið. En hún hefir verið endurreist aftur og stendur enn í dag. 20. kap. 1. v. Sargon var konungur í Assýríu frá 722—- 705 f. Kr. Hans er hvergi getið í ritningunni nema hér og heldur ekki í neinum öðrum fornaldarritum. Af þessu var sú ályktun dregin, að biblían færi með rangt mál, hann hefði aldrei verið til. Rústirnar af höll hans hafa samt fundizt í Níníve og sömuleiðis annálar hans. I þeim má lesa um þátttöku hans í umsátrinu um Samaríu og herleið- ingu ísraelsmanna. (Framhald). FRÁ KRISTÍNU GOOK Sumir vinir þeirra hjóna, Arthurs heitins Gooks og Kristínar, spyrja stundum, hvernig henni líði. Yfirleitt mun líðan hennar vera sæmileg, en þrótturinn dvínar með fjölgandi árum. Hún ritaði mér 28. des. s.l. meðal annars á þessa leið: % „Eg þurfti að fara í bólið og hefi verið við það þar til nú síðustu dagana, að ég er mun betri fyrir Guðs náð, og hanti gaf það, að ég fékk ekki þann hita, að ég gat farið fram úr til þess að ná í það, sem þurfti með. Nágrannar komu á gluggann hjá mér (hún er ein í húsinu) til að vita, hvort ég þurfti nokkurs með, og þar sem þetta gekk vel svona, gat ég haft það rólegt .... Eins og þú veizt, hefi ég meiri þægindi hér en ég hefi áður þekkt, þarf ekki að hugsa um miðstöðina, hafði hana á því lægsta, og allt á sömu hæð, svo hvergi hefði verið auðveldara að komast af fasin. Drottinn leggur alltaf líkn með þraut.“ Þá segir hún sögu af því, hvernig Guð sem svar við bæn greiddi úr, svo að hún gat fengið olíu heim til sín þennan dag, sem hún skrifaði. Hún var þá farin að hressast, svo að hún komst út. Og; því var stjórnað svo, að hún fór út á réttum tíma, þegar bifreiðar- stjórinn á olíuvagninum sá enga leið til að komast heim til hennar fyrir snjó. Hún gat þá leiðbeint honum og hjálpað til, svo að olíuna fékk hún í tæka tíð. Hún skrifar aftur 25. jan. og segir þá: „Vona, að ykkur líði vel og að ekki séu aðrir eins kuldar hjá ykkur eins og hér .... Annars líður mér betur fyrir Guðs náð og hefi ekkert haft af öllum þeim óþægindum að segja, sem svo margir hafa við að stríða hér. Olían er sá eldiviður, sem ekki er skammtaður nú. Allt er að ganga til þurrðar, og svo er búizt við vatnsskorti, þegar hlákan kemur og öll sprungnu rörin hjá fólki opnast.“ Svo sendir hún öllum vinum hjartans kveðju. Vinir frú Kristínar eru minntir á Jakobs bréf 1. kap. 27. v. Ritstj.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.