Heimskringla - 26.05.1887, Side 3
Baiiralmeiinis.
[Uitstjúrnin ábyrgiat ekki meiningar
Þ®r, er fram koma í „röddum alinenn-
ings”.]
Jeg hefl, svo sem fólki hjer er kunn-
ugt, í seinni tíð verið sjúkur og jafnvel
iiggjandi í rúminu, og þar af leiðandi
eigi neitt mátt vinna fyrir söfnut! vorn
hjer í Winnipeg eða kirkjumál vor ís-
lendinga yflr iiöfuð, og jeg er svo lasinn
enn, að jeg get varla neitt gjört. Mjer
flefir nú þótt þatí eptirtektarvert, að á
þessu tímabili, sem jeg hefl verið í þessu
ástandi, hefir úr fleirum áttum en einni
verið tekið til að rátSast á kirkju vora
eða það málefni, sem jeg hefi kallaður
verið til að vinna fyrir hjer, með meiri
frekju og vígahug 'heldur en nokkru
sinni áður síðan jeg kom til Winnipeg.
Hjer i bænum hefir einmitt á þessum
tima því verið haldið fram opinberlega,
sem aldrei hefir áður veritS, að það
væri heimska og hjegómi fyrir íslend-
inga á þessum stöðvum atS vera að kosta
upp á prest og söfnutS, með því að þessi
8vó kallaía kristindómskenning vor væri
ekki annað en hræsni og lýgi. Og svo
hefir Ö"ni<ar(í-boCskapurinn komið hing-
8Ö til vor einnig um sama leyti sunnan
úr ÍBandarikjum frá hr. Kristofer Jan-
son fyrir aðstoð hr. Bjarnar Pjetursson-
ar. l>essi atvik hafa minnt mig á Þor-
björn öngul, sem mannafSi sig upp loks-
ins og hjelt á stað út í Drangey til að
vega að Gretti, þá er hann lá þar sjúk-
ur og sár. Önguls-náttúran virðist enn
vera með fullu lífl. Hún lifir, þó eng-
inn Grettir sje nú lengur til meðal þjótS-
»r vorrar.
En svo minnir hinn gamli kunningi
minn hr. Björn Pjetursson, með sinn
Úntfara-boBskap frá hr. Janson og sjer-
staklega metS ritgjörð sina gegn mjer í
„Heimskringlu” nr. 19 við hliðina á
sendingunni til mín frá læriföður sínum
br. Janson, á Hjöm að baki Kára í Njáls-
sögu. Því það er eiginlega Janson, sem
er úti að vigum hjer hjá oss og leggur
vopnum sínuin að kirkju vorri og krist-
indómi, en Björn stendur að baki hans,
með talsverBum hug svo lengi sem hann
stendur þar, en engan veginn þess um
komlnn að ganga einn fram á vígvöll-
inn. Hann svo gott sem viðurkennir
Þetta síðasta sjalfur í „Heimskringlu”-
grein sinni, þar sem liann tekur fram í
allri einlægni, aB hann kunni ekki vitS,
aB menn haldi, að hann hafl á sinum
gömlu dögum orðitS svo „hugfanginn” af
ræðum þeim eptir Janson, sem hann hef-
ir snúið á islenzku, og sem jeg skýrði
frá i „Sameiningunni” nr. 2, að hann hafi
allt í einu snúizt og kastaB barnatrú
sinni, því jeg viti mikið vel, segir hann,
að hann hafi haft samkynja skoðun og
kemur fram í ræðum Jansons mörgum
árum átSur en hann sá þær og jafnvel
löngu áður en Uann heyrði Únitara
ttefnda & nafn. Svo hann heflr þá allt
af verið únitariskrar trúar, þó hann
aldrei hafi getað komið sjer að því að
segja það opinberlega fyr en Kári var
fundinn i Kristofer Janson til að standa
á bak viö, ,þá er hann gjörði það heyr-
Um kunnugt. Betur at! hann fengi nú
fikki lakara vitnisburð hjá hr, Janson
fyrir írammistötSu sína en þann, er nafni
úans fjekk forðum hjá Kára Sölmund-
arsyni, þá er þeir komu heim í Mörk
Úr sínum vígaferlum. Húsfreyja Bjarn-
ar spyrKára: „Hversu gafst Björn þjer,
Kari?” Hann svarar: „Berr er hverr
at baki nema sjer bróður eigi, ok gafst
Sjörn mjer vel; hann vann á þrimr
tnönnum, en hann er þó sárr sjálfr, ok
var hann mjer hinn hallkvæmsti í öllu
Þvb er hann mátti”.
Hr. Björn kennir sjúkdómi minum
um, að ritdómur minn um ræður Jan-
sons í uSam.” er eins og hann er. Ilann
segir, að í „Nauðsynlegri hugvekju” ept-
’r mig, sem jeg reit forðum í Nýja ís-
'andi út af þá verandi trúarmálum vor-
um» 8kíni þessi „sannleiks, mannúðar
°g hógværðar andi, sem mjer sje svo
‘úginlegur”, út úr hverju orði, en þetta,
er jeg nú kafi ritað, líkist mest „óstill-
‘ugarorðum sjúks manns”, er jeg hafi
gripið til ((i hálfgjörðu ráðaleysi”. Samt
sem áður heflr hann nú, þar sem hann
kemur fram í „Ileimskringlu” sem Björn
a^ baki Kára, ekki hrakið eitt einasta
atriBi af því, er jeg jlefl sagt í ritdómi
Qiínum, og í grein hans gegn mjer er
‘■‘giulega engu að svara. Að eins virð-
ist þörf aB jeg bendi á misskilning hans
eBa útúrsnúning á orðum mínum. Jeg
hsfði sagt, að það hefBi verið óþarfi að
fara að unga út á íslenzku því andlega
örverpi hr. Jansons, er heldur því fram
sem almennri „rjetttrúaðri” kirkjukenn-
ing, að hvert óskírt barn eigi að vera
„dálítill kolsvartur púki”, því að engin
evangelisk kirkja kenndi þa«, og sízt
hin íslenzka kirkja vor, og vitnaði jeg í
hinn íslenzka barnalærdóm því til sönn-
unar, þann er hr. Björn Pjetursson hefir
lajrt i æsku og auBvitaB fermzt upp á.
Ilann segir: „Jeg varð að útleggja iæð-
ur annars manns orðrjett úr pvíjeg túket
það á hendur, hvort sem það var þarft
eBa óþarft með tilliti til íslendinga eða
hinnar íslenzku kirkju”. En hví tókst
hann þetta á hendur að fara að snúa á
íslenzku þeim ósanninda-áburði á kirkj-
un#, sem ekkert kom íslendingum viB?
Hver knirSi hann til að takast þennan
óþarfa á hendur? Það er vitanlegt, að
særing við skírnina er fyrir æfa-löngu
afnumin í hinni lútersku kirkju vorri
með lagaboði, enda þótt hún hjeldist
eins og erfðagóz úr kaþólskunni í kirkju
vorri langan tíma eptir trúarbót
Lúters. Að líta á börnin óskírð eins og
hr. Janson segir að kirkjan almennt
gjöri er og engan veginn samkvæmt hin-
um lútersku trúarjátningum, og það er
þó eptir þeim að menn thljóta að fara,
þá er skera skal úr því, hvaB sje kirkju-
leg trú, en ekki eptir prívatskoðunum
sumra ,(synodu”-presta. Það, sem jeg
kallaði „örverpi hr. Jansons”, var auð-
vitaB þessi ósanni áburSur hans á kirkju
vora, fram settur eins og hann er í svo
níBslegum |orðum, svo hr. Birni dugar
ekki að bera á móti því aB hann hafi
fyrstur orðið til að unga því út á ís-
lenzku.—Hr. Björn læzt ekki skilja mig,
þá er jeg spyr, hvort nokkurt vit sje í
því frá skynseminnar sjónarmiði að fara
að biðja eða óska mönnum guðsblessun-
ar í nafni Sókratesar, Konfúcíusar o. s.
frv. Hann svarar þvl neitandi, en spyr
um leiB: „Hver gjörir það?” Hann
skilur vel, að jeg ermeðspurning þessari
að sýna fram á, hve heimskulegt það
sje að biBja til guðs í Jesú nafni, svo
framarlega sem hann sje ekkl nema
tómur maður. Meö neitan sinni hefir
hann þá kollvarpað þessari únitarisku
kreddu, sem hann annars er aB útbreiða,
að menn eigi og megi biðja til guðs í
nafni þess, sem að eins er maður. Jeg
skal annars minnast nákvæmar á þessa
kreddu áður en lýkur.—Þar sem jeg
spurði, hvernig því viki við, að guð
hefði skapaB þessa heims-maskínu
eins og hún væri og hefði látið náttúru
Jögmál sitt hrinda henni á stað, vitandi
þaB fyrir, að hún hlyti aB lenda á ótelj-
andi mannaumingjum og merja þá og
mola miskunnarlaust, þá vissl jeg mjög
vel, að úr því getur einskis manns
hyggjuvit leyst. Jeg vildi sýna, aB fyr-
ir náttúrlegum mannsaugum væri krer-
lelkur guBs einatt meB ölluósýniiegur í
handaverkum hans hjer niðri, að manni
sýndist guð einatt ranglátur og grimm-
ur ‘harðstjóri, er maBur liti yfir heims-
ganginn. Og þá væri eigi fremur að
furða sig á því, þó aB manni virtist guð
stundum koma ranglátt og harðneskju-
lega fram i sögu gamla testamentisins
um hann til forna. Hann lætur grimmi-
legan dautta koma yfir saklaust fóik,
konur og börn, til forna einatt, að því
er gamla testamentið segir frá. En hann
lætur þetta sama viBgangast enn fyrir
augum vorum aptur og aptur hvar sem
vjer erum staddir í heiminum. Hr. Jan-
son og hr. Björn aö baki hans sjer hið
fyrra, og hneykslast svo á gamla testa-
mentinu, en hið síðara virðist hvorugur
sjá. Þeir eru vantrúaðir gagnvart guBi
til forna, en virðast allt í einu Verða
trúaðir gagnvart guði eins og hann kem-
ur nú fram. Þetta er að komast í mót-
sögn við sjálfan sig. En þessa mótsögn
vill hr. Janson ekki sjá og þá auðvitað
ekki heldur sá, sem stendur að baki
hans. Og í stað þess að eiga við áður
nefnda spurning mína fer hr. Björn óð-
ar út í aðra sálma og lendir spyrjandi
út í eilífa fyrirdæming, sem á þessum
stað kom alls ekkert efninu viB. Það
eru vandræði að eiga við svona lagaða
skynsemistrúarmenn, sem aldrei geta
haldiB sjer við eðlilegan hugsunarþráB
heilbrigðrar skynsemi.
En þaB «r eigi von að þessu sje
öflruvísl varHS með hr. Björn standanda
að baki hr. Jansons, því í ritgjörB sinnl
í „ Heimskringlu ” strandar hinn síð-
ar nefndi einmitt á sama skerinu.
Þegar meB hann er farið yflr á svætSi
skynseminnar, eins og maður hlýtur að
gjöra meB alla þá, er afneita hverju
einu í biblíunni, er þeir eigi fá skilið,
þá hörfar hann áftur en minnst vonum
varir burt af því svæði og inn á svæði
trúarinnar. Þetta gjörir hann t. a. m.
þá er hann ætlar að fara aiS verja þá
herfilegu setning sína, er jeg dró fram
í ritdóminum i „Sam.", að allt, sem
hafi einhvem snefil af eytSilegging, sjnk-
dámi og dauða, það sje eigi frá gu&i,
heldur sje það sent af sjálfum oss yfir
sjálja oss. Þar hleypur hann í sögu
ritningarinnar um syndafallið, minnir
á að þar sje sagt, að jörðinni liafi
verið bölvað sökum mannsins og að
syndin og dauðinn hafi komið inn i
heiminn fyrir manninn, og út af þessu
prjónar hann nærri því hálfan annan
„ Heimskringlu ”-dálk, þar sem alltaf er
verið að hræra því tvennu saman: böl-
inu, sem hinn einstaki maður liggur
undir sökum hins upprunalega synda-
falls, því böli, sem hverjum einstakl-
ing nú er ósjálfrátt, og svo hinu, er
hver útaf fyrir sig beinlínis bakar sjer
sjálfur fyrir þá sök að hann hefir
sjálfráður kosiB sjer það, er bölinu
veldur. Jeg var auðvitað að neita því,
að hver einstakur maður sendi sjátfur
ydr sig allar þær hörmungar í þessu
lífi, er yfir hann koma, en engan veginn
þvi að eyðileggingarnar, sjúkdómarnir,
dauðinn, sem samfara eru þessu jarð-
neska mannlífi, stafaði af því að synd-
inni hefir nú einu sinni verið hleypt
inn i heiminn. Jeg var að neita því
að ungbarnið, sem kvelst í fjötrum
dauðans, nýfætt, ósjálfbjarga og ráBanda
ekkert við hvernig um það fer, hefði
sjálft sent böl sitt yfir sig, en auð-
vitað ekki að neita því aB það bæri
syndagjöld kynslóðar vorrar. Og þessu
seinna atriði má með engu móti blanda
saman vitS mótmæli min gegn þeirri
setning, aB allt jarðneskt böl sje sent
yUr oss af sjálfum oss, með öðrum
orðum: sje hverjum einstökumsjálfrátt.
Og jeg segi, að frá sjónarmiði skyn-
seminnar,—og á því verða þeir, sem
ekki koma sjer saman um hverju trúa
eigi, aB standa, ef þeir eiga að geta
talazt við,—sje enginn kærleikur guBs
sýnilegur í því að maður líður kvalir
fyrir annarra manna syndir eða eigin eðlis-
ófullkomleik, sem hann að engu leyti
er sjálfur valdur aB. Hr. Janson stendur
á því fastara en fótunum, aB jarð-
skjálftinn í Charleston í fyrra og þær
hörmungar, er þar með fylgdu, hafi
verið sending frá því fóiki sjálfu, er
fyrir þeim vandræBum varð, yfir sjálft
sig, og spyr um leið: „Hverjam öBr-
um myndi verða umkennt?” og bœtir
ennfremur við : „ Þeir hafa þá byggt
bæ sinn á hættulegum stað, þar sem
hætt er viB jarBskjálftum og svo mega
þeir til með að þola afleiBingarnaP’.
Rjeð þá hver einstakur maður því
sjálfur, aB hann var staddur í bæ þess-
um, þá er voBinn dundi yfir ? Gátu
nýfædd börnin við því gjört, að þau
voru þar ? Höfðu þau sjálf tekið sjer
bólfestu á þessum stað ? Höfðu þau
byggt bæinn ? Jeg spyr ekki að þessu
af því jeg sje að kasta skuldinni á guð,
heldUr til þess að sýna, að mefi skyn-
seminni útaf fyrir sig tekst engum
manni að leysa þessar ráBgátur lífs og
dauBa. Þær leysast ekki fyr en kristin
trú kemur til. Hr. Janson neitar því
ekki, að maður eigi að trúa, en hví
þá ekki leysa ráðgátur lífs og dauða
í gamla testamentinu og heilagrl ritning
yfir höfuð með trú, heldur kasta þar
trúnni og mæta leyndardómunum þar
með skynseminni einni saman ?—Útaf
því að hr. Janson neitar friðþægingar-
lærdómnum eða því að Jeáús hafi liðið
I
kvalir í vorn stað hafBi jeg spurt,
hvort þessi kenning hinnar evangelisku
kirkju um píslir Jesú værl fremur á
móti skynseminni heldur en sú trú,
sem hann viBurkennir, að vjer hljót-
um í þessu lífl „að líöa hver með
öðrum, taka hver með öðrum ábyrgð-
ina og þola hegninguna hver með öCr-
um”. Hjer eru tveir trúarlærdómar;
öCrum þeirra neitar hr. Janson, hinn
viðurkennir hann. Jeg vildi sýna, að
frá sjónarmiði skynseminnar er annar
ekki fráleitari eCa óeðlllegri en hinn.
En hr. Janson lretur sem jeg hafi viljað
gjöra einn lærdóm úr báðum, lætur
sem jeg hafi villzt hjer, meC tilliti til
skoðanarinnar á píslum Jesú, burt frá
kenning kirkjunnar og sje þar orðinn
sömu trúar eða rjettara sagt vantrúar
á endurlausninni eins og hann. Hann
hörfar þá einnig hjer inn á trúarinnar
svæðl, þar sem að eins var að ræða
um skynsemisspursmál, til þess að
komast hjá því að svara spurning minni.
Það er merkilegt af skynsemistrúar-
manni aC hafa alltaf eitthvert trúarat-
riði eins og bakjarl til aB flýja í skjól
viC, þegar í ógöngur er komið á svæði
skynseminnar. Það minnir aptur á
Björn að baki Kára.
Að Jesús hafi kennt eilífa fyrir-
dæming segir hr. Janson skýlaus ósann-
iudi, og hann segir, að það sje ekki
hægt (unnt?) aB sýna einn einasta stað,
þar sem Jesús hafi kennt þetta. Hvað
þýðir það þá, þegar Jesús í Matt. 25.
41 segir, að á dómsdegi muni kon-
ungurinn segja viB þá, sem lionum
eru til vinstri hliðar : „ Farið frá mjer
bölvaðir í þann eilífa eld, sem ” o. s.
frv., með þeirri viðbót í 46. v.: „ þá
munu þessir fara til æ varandi kvala”?
Hvað þýBir þaB, þegar hann i Mark.
9, 47 talar um orminn, sem ekki deyi,
eldinn, sem ekki slokkni ? Og hvaB
þýðir það, þegar hann í Matt. 12, 32.
tekur fram, að ef nokkur tall lastyrBi
gegn heilögum anda, þá muni honum
þaB ekki fyrirgefast, hvorki í þessu
nje komanda lífi ? Fleiri staði nefni
'jeg ekki til þess ekki að gjöra þetta
mál of langt, enda á þetta að nægja
til þess ómótmælanlega að sýna, að
fordæmingarlærdómurinn er Jesú kenn-
ing, svo framarlega sem viBurkennt er
að guðspjöllin færi oss orð Jesú hjer
eins og þau komu af hans munni.
Hitt er annað mál, hvort mannleg
skynsemi, eins og hún er nú, fái sam-
!rímt þau við hugmyndina um guðs
kærleik. En þaB kemur oss ekki við
hjer.
Allt það, sem hr. Janson segir um
„kristniboð” Únitara staðfestir svo
merkilega það, er jeg hafði um þaB
mál sagt í ritdómi mínuin, að jeg sleppi
því atriði algjörlega.
Úr því hr. Janson trúir ekki á
guðdóm Jesú Krists, þá var mjer
spurn, hvað það ætti að þýBa að fara
að biBja eins og hann gjörir 1 Jesú nafni,
og mjer fannst og finnst enn það vera
rammpápisk dýrlinga-dýrkan. En ineð
hverju ver hann sig hjer ? Með því
aB Múhameðstrúarmenn biðji 1 nafni
Múhameðs og Búddatrúarmenn í nafni
Búdda. Rjett eins og Tyrkir og Kín-
verjar sje fyrirmynd sú, sem vjer eig-
um aB fara eptir í vorum bænum!
Og ennfremur reynir hr. Janson til aB
styðja mál sitt með þessu : „ Hversu
opt segjum vjer ekki í daglegu máli :
Æ, gjörðu það fyrir þennan eða hinn,
þá er vjer vitum, að þessi eini var einkar
kær þeim, sem vjer erum aB biðja um
greiBa”. En nú neitar Janson þvi
annars að bænir vorar hafi nokkur áhrif
á hinn óbreytanlega guð, eins og kemur
fram í ræðunni, sem kom út á íslenzku
á eptir þeim tveim, sem minnzt hefir
verið í „Sam.” Vjer eigum ekki að
fá neltt fyrir bænir vorar til guðs, sem
ivjer ekki hefðum bænarlaust fengið
Ilinsvegar er hjer verið að sýna, aB
þegar vjer biðjum í nafni mannsins
Jesú og biðjum guð að veita oss það,
er oss vanhagar um, fyrir þá sök aB
Jesús sje honum svo kær, þá elgi það
að hrífa og guð að bænheyra oss. Ef
hjer er ekki hvað á móti öðru, þá
veit'jeg ekki hvað mótsögn er.
Hr. Janson biður mig að koma ekki
optar með þau beiskyrði, að Únilarar
vilji taka kristna trú frá svo mörgum,
sem þelm er unnt. Það hefði verið
óþarft að biðja mig um þetta, hefði
orð mín í rltdóminum, sem hjer er átt
við, ekki verið rangfrerB, líklega fyrir
þá sök, að þau liafa afbakazt í þýðing
þeirri af greln minni, sem hr. Janson
hefir fengiB frá hr. Birni Pjeturssyni.
í greln minni stendur svo: (þeir)
„ hafa veiBistöð í sjálfri kristninni með
þeim huga, að taka það, er vjer köllum
kristna trá, frá svo mörgum sem þeim
er unnt”. Trúna á guðdóm Krists og
endurlausnina fyrir píslir hans og dauBa
köllum vjer kristna trú, og hr. Janson
mun varla neita því að þetta vilji
Únitarar taka frá öllum, er þeir til ná,
svo sem hindurvitni og hjátrú. Jeg
veit, að Únitarar vilja ekki taka það,
er þeir kalla kristna trú frá neinum
manni, en með árásum sínum gegn því,
er þeir afneita í vorri trú, þykjast þeir
auðvitað gjöra guði þægt verk. Ann-
ars ferst hr. Janson ekki að tala um
beiskan rithátt hjá mjer, þrí hann ætti
sjálfur að vita, hve nöprum orðum
hann vanálega beitir, þá er hann er að
rita á móti kirkjunni, og ekki þarf
himn heldur að tala ura „ mjúkan
hœgindastól”, sem jeg vaggi mjer L
Ilann hefir vitanlega valið sjer miklu
mýkri hægindastól heldur en jeg. Hann
má og ekki láta sjer sárna, þó jeg sje ekki
svo „elskuverður og mannúðlegur”, að
taka því með þökkum, þá er hann með
Björn vorn að baki sinu gjörir áhlaup
if hina stríðandi íslenzku kirkju vora
hjer og reynir að koma þvi inn í fólk
vort, að trúarkenning vor sje lýgi og
viðurstyggð.
Jeg get eigi skilizt svo hjer við
þetta mál, að jeg ekki minnist orBa hr.
Bjarnar Pjeturssonar, þá er hann hjelt
frelsiskapítulann á 4. júlí-samkomunni á _
Garðar í Dakota síBastliðið sumar. Það
var guttr 1 honum vie kirkjuna og for-
ustumenn hennar auðheyrt þá og þótti
honum litlu betra hjer í landi meB tillitl
til trúarfrelsis heldur en í hinum gömlu
Evrópulöndum, þó að kirkjan retti að
heita hjer frjáls, því i staBinn fyrir einn
páfa í Evrópu væri hjer komnir upp ótal
páfar, sem hver um sig þættist hafaall-
nn sannleik trúarinnar. En svo væri
þessir kirkjunnar menn þó elginlega hver
í kapp við annan að berja niBur sann-
leikann. „En þaB er eins með sannleik-
ann”, segir hann, „eins og með sels-
hausinn í Fróðárundrum, sem Eyrbyggja-
saga segir að komiB hafi upp úr gólfinu,
og sem, þegar menn hver í kapp við
annan tóku til að lemja á honum til að
koma honum niður, færðist upp við
hvert högg”. Þessi samlíking er svo
meistaraleg, að mjer þykir skaði að hún
gleymist. Vill nú ekki hr. Björn, þeg-
ar hann gáir að sjer, lána oss hönd tij
að lemja á selshausnum og koma honum
niður í staðinn fyrir að vera að hjálpa
til að koma honum upp. Allir vita hvað-
an þessi selshaus til forna kom, og sá
„sannleikur”, sem er hans eptirmynd, er
úr sömu áttinni.
Winnipeg, 9. mai 1887.
Jón Bjarnason.
SAMTININGUR.
Nef-frœXSi. Bráðum á að fara að gefa
út blað hjer 1 landi, sem á að kenna
mönnum að lesa eðlishátt og skaplyndi
manns á nefinu. Höfundur þessarar
neflræði segir hægt að sjá manninn
alveg út með því einungis að stúdera
á honum nefið. Eptir neflræðinni er
;maðurinn þess meiri og betri sem neftð
er lengra. Bæði Júlíus Cesar og Napo-
leon Bonaparte höfðu stórt og langt
nef, þar af leiðandi er það órækur
vottur um mikilleik i hvaða grein sem
|er. Beint nef sýnir að eigandi þess
hefur rjettlátan, alvarlegan og fagran
hugsunarhátt, að hann er aðgætlnn en
þó drífandi starfsmaður. Rómverska
hetju nefið sýnir, að maðurinn er gjarn
iá að reyna óviss fyrirtæki; meirl
spekulant í honum. Þykkt nef og víðar
nasir sýna aB maðurinn er holdlega
sinnaBur, að dýrsnáttúran í honum er
mtkil. Bogið, holdmikið nef sýnir
drottnunargyrni og grimmd; þannlg
nef höfBu þær Katrín de Medice og
Elísabet Englandsdrottníng. Bogið, en
þunnt nef aptur á móti sýnir að mað-
urinu hefur miklar og skarpar gáfur,
en er drambsamur og háðskur. Það
er hið eiginlega skáldanef. Sje nefið
hafið að framan og lágt upp við ennið
sýnir það veika, reikandi hugsun,
í sumum tilfellum grófan hugsun-
arhátt, en yfir höfuð lýsir það glaðlyndl,
ljettsinni og glettum.
BlaXSatal Ameríku. Við lok árslns
1886 var tala frjettablaða og mánaðar-
rita, er út koma i Bandaríkjnm og
Canada, 15,420. Höfðu fjölgað um 581
á árinu.
Japan er einstakt rfki að þvf
leyti, að £>ar hefur aldrei verið bú-
inn til áfengur drykkur af nokkurri
tegund.