Heimskringla


Heimskringla - 23.06.1887, Qupperneq 3

Heimskringla - 23.06.1887, Qupperneq 3
á prívat concert í Windsor-kastalan- um, pótti drottningu illa spilaf), settist f>vl við pianoið sjálf og ac- kompaneraði Jenny við alla |>A söngva er eptir voru. Raddir almennims. [Hitstjórnin ábyrgint ekki meiningar þær, er fram koma í „röddum almenn- ings”.] Á almennum byggðarfundi, er hald- inn var á Lundi við íslendingafljót 26. f. m. varmeðal annars rætt um, að nauð- synlegt mundi vera að samin væri rit- gjörS í blaðið „Heimskringla” innflytj- öndum frá íslandi, er hingað vilja fara, til leiðbeiningar um ónumið Iand og aðr- ar kringumstæður i pessari bygg'fi. Við undirritaðir voruni kosnir til a'S semja nefnda ritgjörð, og viljuin vjer því, að xvo miklu leyti sem oss er unnt, leysa verk þetta af hendi með því, sem lijer kemur á eptir. Fljótsbyggð er 12 enskar mílur á 1 engd til norðurs og suðurs, en að eins 3-5 á breidd. Tekið land er að mestu samanhangandi, ,þó er byggðin talin í 3 deildum, sem eru kenndar við Breiöu- vík og Islendingafljóts efri og neðri byggð. Breiðuvíkurbyggðin liggur með fram vatninu, en óvifSa nema einsett. í henni eru um 20bdendur. Þar er hent- ugastur veiðiskapur íbyggðinni, en hey- skaparliti'S og á nokkrum löndum alls ekkert heyland annað en hreinsað skóg- land. í neðri parti byggðarinnar við fijótiti eru nálagt 50 búendur. Land er allt tekið við fljótið 6-7 mílur upp frá fljótsmynninu, en baklönd óviða. Þar er heyskapur allvlða talin sæmilegur og sums staðar ágætur. Efri byggKin við fljótið er hjer um 5 mílur frá vatninu i Brei'Suvikinni, ]en um 3 mílur frá neðri og eldri byggðinni við fljótið, þar er velði minnst og örðugust, en heylönd og sáðlönd fremur góð. Þar eru um 10 "ýbyggjar. Ónumin heimilisrjettariönd innan takmarka byggðarinnar og svæðis þess, er byggt er, munu, eptir því sem næst verður komist, vera um 59, sem liggja i öllum deildum byggðarinnar. Ilvað gæði þessara óteknu landa snertir, þá viljum vjer sem fæst um þau segja ann- að en það, að þau munu til jafnaðar vera áþekk og hin teknu lönd voru, þá er þau byggðust, að undanskildum þelm erviðleikum, er af því leiðir, að þau eru fjær vatninu og fljótinu. Þ6 eru nokkur af þeim milli efri og neðri deild anna vi15 fljótið. Auk þessara töldu ó- numdu landa, eru og enn mörg lönd ónumin fyrir ofan það, sem ef/.t er byggt vi« fljótið; þau lönd eru álitin bezt. Svo eru enn þá önnur lönd norður metS vatninu, norf ur og vestur af fljóts- mynninu, framhald af byggðinni norður. þau lönd hafa þann kost, að þar er viða ®ikill og góður lieyskapur, þegar vatnit! ®-r lítið, en aptur er sá galli á, þegar bats stendur hátt, þá eru þessar miklu góðu engjar yflrflotnar af vatni. Þar ”r og hægt afl ná til veiði—Enn fremur eru og líkur til, þó i>at! sje enn þá óvíst að fleiri lönd en þau upptöldu opnist sem heimilisrjettarlönd fyrir íslendinga, þar er stjórnin hefur verið beðin um þetta leyti að lönd, sem hún hefur sett til síöu eða ekki leyft að taka, verði nú í nokkur ár eptirleisia leyfð íslending- um með sama rjetti og annað friland. Ef þetta fæst, nær þa« jafnt yflr alla ný- lenduna.—ÁstætSan fyrir þessari bón til stjórnarinnar var sú, að ’von er á all- tnörgum löndum vorum að heiman i sumar, ásamt því sem allir sjá, hvað ó- kunnugum og efnalitlum er óhagkvæmt setjast að sjerstaklega, og komast pkki nitSur innan um áður komið og kunnugt fólk. Hvað efnahag manna snertir í þessu 'iminnsta byggflarlagi, þá er ekki annað hægt að segja en búskapurinn sje engan 'pginn stórvaxinn enn þá, en að bændur hafi alnrennt sem kallað er til hnífs og skeiðar, og sjeu flPatir skuldlausir. \ jer viljum geta þess, að eptir mats- -kránni í vor, voru búendur hjer í Fljóts- bygg^ fólksfjöldi ;i4y • ræktað land 265 ekrur, 12 naut, 67 Uxari 175 kýr) nantgripir innan 3 vetra 2i5t 8auðfje 404; verð lausafjár $14,144 og fasteignaverð $31,826. Kosti má telja í þessari byggð: nægan trjáviStil húsa, girðingaogeldsneytis, all- viða góða jörð til akuryrkju, þá skógin- um er rutt burtu; hæg og hrein veðrátta sumar og vetur og allgóð veiði. En ó- kosti fyrir nýbyggjana má aptur telja, erfiðleika við að rýma skógunum burtu til að geta fengið gott akuryrkjuiand, og langt til markaðar. Það er engan veginn meining vor metS linum þessum, að ætla að hafa minnstu áhrif á landa vora, sem að heiman koma, hvert þeir skuii fara eða að þeir einmitt skuli koma í þessa byggð, heldur að eins að sýna, að hverju leyti þeim sje unnt að komast hjer niður, ef þeir vilja koma hingað. í hiuum ýmsu byggðarlögum íslendinga hjer í landi, munu vera vinir, ættmenn og kunningjar innflytjanda og er því eðli- legt afl þeir Iiverfi til þeirra. Hvað það snertir, að setjast að í hinum byggðum nýlendu þessarar, þá þykir oss iíklegt að þaíi sje líkt og hjer. Einstakir menn hafa haft þá skoðun, að eignalausir fjölskyldumenn kæmust hvergi i nýlendum íslendinga eins vel áfram og hjer í þessari nýlendu, og um leið haft þá skoðun a3 óhugsandi sje þar á móti lyrir efnaða menn aí fara hingatS ! þessa nýlendu. Oss virðist eðlilegt og liggja ljóst fyrir augum manna, að hvar á jörðinni sem örsnauðir fjölskyldumenn eiga að geta haft sig áfram í efnalegu tilliti, þá sje nær að haida að efnamanninura líði bærilega í sama byggðarlagi. Þó það sje eðlilegt að vjer hjer i Nýja íslandi eins og landar vorir heima í sveitunum og hjer í nýlendum íslend- inga, kysum afi efnaðir menn settust hjer að ásamt fátækum mönnum í byggð vorri, þá vitum vjer, að menn hafa hjer margir góbann vilja á því, atí hlynna að nýkomnu fólki, og að nokkrir fátœkir menn, sem hingað hafa leitað, komast nú áfram án hjálpar annara, og án þess að vera öðrum hábir vegna skulda. Á fyrnefndum fundi var getið til, að 10—20 fjölskyldur mundu geta feng- ið hagfeld húsnæði i þessari byggð yfir veturinn og að það fólk mundi geta fengHS keyptar flestar nauðsynjar sinar, svo sem kýr, sauðfje, jarðepli og" fl., ef uppskeran bregzt ekki. Það er vitaskuld, afl það er erfitt fyrir nýkomna menn að setjast hjer a« á skóglandi, en vjer vonum að nýlenda þessi eigi langa og góða framtíð, ef engin óvænt slys eða bágindi koma fyrir. Vjer vitum aö agent stjórnarinnar í Winnipeg munl leiðbeina eini þeim innflytjöndum er hingað vilja komast sem öbrum, að minnsta kosti til Selkirk. En þá þeir eru komnir þangað, er hra. Björn Skaptason, sjerstaklega, og yflr höfuö allir landar vorir þar beðnir að veita þeim alla þá aðstoð og upplýsing- ar er þeir meðþurfa og hægt er að veita þeim. Og vjer vitum að póstur vor er kunnur að þvi, atS hann muni flytja fólkið og leiðbeina þvi eptir því sem hann getur. Vjer rá«um ókunnugum innflytjönd- um sem öðrum, að lána engum pen- inga þá, er þeir kynnu að élga óeydda, á metSan þeir gjá ekki hvað þeim líður með þá, til að setjast að í nýlendum lands þessa. Við íslendingafljót í júní 1887. Stefdn Benidiktsso-n. Thorgrímur Jónsson. Gip»J Blair. (Þýdd saga.) (Farmhald). ,Og vjer tuttugu saman ættum að liafa ráð hans í höndum vorum’. ,Nei, jeg verð engan veginn verk- færi ykkar til glæpagjörða. Bróðir minn verður heldur að deyja án hans fundar’. Þá kom nýtt og óvænt atvik fyrir; hin sama ókennda rödd ljet til sin heyra. ,Gipsy Blair verður hjá Manton Le- onliard áður en sól sígur i ægi i kvöld’. 6. KAPÍTULl. Ræningjarnir horfðu orðlausir og undrandi hver á annan; ótti og skelflng lýsti sjer á svip þeirra. ,Hvaðan komu þessi orð? hver talaði?’ var spurt. Gleðibros ljek um varir Lueyu. Hún var búin að reks erindi sitt röggsam- lega og framflytja það fyrir hinum rjetta Og það var sá sami, er sagði: Óttastu ekki, jeg skal gæta þín. Og þessi orð voru töluð af þeim manni, er meinti það sem hann sagði, og sem aldrei missti sjónar á stefnu sinni, og hvers nafn var næg sönnun fyrir loforðum hans.. Clark varð sem liamslaus af reiði; hann miða'Si byssunni og mælti: ,Hver talaði’? Ekkert svar. ,Jeg spyr, liver talaði? Einhver ykkar hiýtur að vita það?’ Steinþögn sem á1Sur. Clark hvessti augun á svartskeggjaða manninn, og sagtii: ,það varzt þú Kingston, sem tal- aðir’. Kingston glotti við og svaraði: ,Sann- aðu það’. Hjer brá þeirn skugga fyrir, sem vargsaugu Clarks gátu ekki gegnum sjeð, og hvað i skugganum bjó gat hann enga hugmynd gert sjer um. Fyrst hjelt hann að þessi orð væru töluð af Gipiy sjálf- um, en sú hugmynd hvarf óðar fyrir annari. ,Jeg veit að það varst þú Kingston. Þú reynir að pina mig og særa á allar lundir með þinu böIvalSa búktali. Hættu sliku, mundu livað jeg segi i>jer; haf- irðu slíkt optar um hönd, skal þessi, og rjetti um leilS byssuna, ógnandi, að enni hans, stytta þjer stundir’. Það leit svo út sem Kingston tæki ekki eptir því, er Clark sagði.—Hann liafði nóg annalS að hugsa um. Menn mættu vel hugsa að mótstöðumalSur hans hefði sjeð í gegnum dularskýluna, en það var alls ekki. Hinn djarfl og rólegi framgangsmáti hans dró ógegnsæan skugga fyrir augu þeirra, er hann vildi dyljast—. Lucya heyröi að Natiian talaöi hljótt við einn, og sp«rði hann: ,Hver er þessi Kingston?’ ,Hestaþjófur frá Indíana’. ,Hefur hann lengi verið með ykkur’. ,Hann hefur verið með af og til; og lyndir honum og Clark illa saman’. ,Hann mun verða að lúta, ef hann reisir sig svona á móti foringjanum, en hversu lengi er hann búinn að vera með flokknum?’ ,Hjer um bil viku’. ,Er Clark viss um at! hann sje einn af vorum flokki?’ ,Já, eða hvað annað’? ,Þa1S skal jeg segja þjer. Gipsy Blair er maður, sem getur dulizt öllum Honum er jafnljett að skipta um nafn sem búning; hann er slægur og brögð- óttur sem refur, en liraustur og djarfur sem ljón; hann er verri en fjandinn viðr- eignar, svo ef Clark og hann ættu vopna viðskipti saman, mundi Clark fljótt lúta fyrir honum. En hjer er ekki um neitt slikt að gera, Nathan; við þekkjum Kingston’. ,Jeg skal hafa gát á piltinum’, mælti Nathan, ,og ef jeg kemst að svikum hjá honum, sendi jeg umsvifalaust kúlu gegn um höfuð hans’. Það var komiS undir óttuskeið, og tveir menn voru sendir af flokknum til a1S halda vörð.—Clark ljet reisa tjald og búa þar um rúm handa Lucyu til að hvíl- ast í. ,Þú ert þá staðráðinn i alS taka mig til fanga’, mælti liún. ,Já’, kvað hann, ,enef þú verður róleg, skal þjer ekkert mein gert’. Kingston heyrði allt sem Clark sagði vi1S Lucyu. Hann óttaðist að hún mundi ekki vilja fara í tjaldiö. Hann þurfti að tala við hana, en hvernig gat hann það? Að tala með flngrunum var eina ráðilS, og þaö gerði hann. Lucya, sem allt af hafði augun á honum, gaf fljótlega til kynna að hún skildl hann. Sagði hann því fyrst: ,Sýndu engan mótþróa; taktu eptir þvi, sem jeg segi’. Hnegöi liún sig til samþykkis. Fa rðu í tjaldið’, hjelt hann áfram, ,ótt- astu ekki, treystu mjer. Clark fer burt í nótt; vertu róleg. Jeg legg á stað til Leonards, þegar Clark er farinn. llann ætlar sjer að vitja heim á Beach búgarlS í nótt. Jeg las það út úr svip hans, þeg- ar þú gafzt mjer til kynna erindi þitt. En Clark fer þangað ekki án þess lög- regluþjónninn Ronald Blair verlii honum samferða’. Lucya skildi allt, er hann sagði, og var nú orðin sannfærð um, að Gipsy Blair ætti ekki sinn líka. 7. KAPÍTULl. Þá er Lucya sá að Clark var kominn aptur til baka frá varðmönnunum, gekk liún inn í tjaldið og lagði sig til hvíldar á liinar útþöndu ábreiður.-—Clark kallaði einn af þjónnm sínum afsíðis, og saglSi við hann: ,Jeg fel stúlkuna í þina um- sjá, og líf þitt er í veði fyrir henni. Þú manst það’. Maðurinn hnegði sig til samþykkis og settist niður aptur. Síðan snöri Clark sjer að Kingston og mælti: ,Jeg sje þinar leyndu hugsanir, og veit líka hver þú ert. Varaðu þig’. Kingston þagði, en hugsaði: þú held ur að þú þekkir mig, en því fer fjarri. —Og það var satt—. Clark steig svo á bak hesti sínum og reið á burt. Eptir fáar mínútur reis Kingston á fætur, og læddist út í myrkrið. * Tveimur kl.stundum seinna lítum vjer aptur inn í hin fátæklegu hýbýli Mantons Leonhards. Ilann liggur í hvilu sinni fölur og máttvana. Við sæng hans situr öldrulS kona, sem hefur hinn eir- rauða Indiána lit, hárið er orðilS grátt af elli, og fellur ófljettatS niður um heríSar hennar, en undir hinum loðnu augabrún- um tindra tvö eldsnör augu. Kona þessi er Indiána-kynblending- ur. Hún var búin að vera um 40 ár hjá gamla Manton Leonard.—Fyrir tveimur árum sítSau, þegar hjer var komið, hafði hún horfið burt svo einginn vissi hvað af henni vartS, og því álitin fyrir löngu dautS. En nú kom hún eins skyndilega eins og hún fór.—Hún kom lijer um tíu minútum eptir að Lucya fór. Koma hennar var svo óvænt, að karl- inn hjelt það væri vofa, er hann sá hana fyrst. Spurningum hans um það, hvar hún hefði verið, svaraði hún a1S eins með þessu: ,Jeg vissi alS þú þarfnaðist nær- veru minnar nú, og því kom jeg’. SílSan tók hún upp hjá sjer nokkrar jurtir, setti þær í ketil og nautS þær, og gaf veika manninum alS drekka. Timinn leið sem fyrr var sagt hægt og rólega, gamla konan sat við sængina og veitti sjúklingnum alla þá hjálp, sem hún gat. Allt i einu hrökk hún vitS— rjett sem hún heftSi fengið vísbending frá ósýnilegum anda—, og mælti: ,Nú kemur slanga skríðandi að húsi vinar míns’. . Þa1S var merkilegt að fáum mínútum seinna var knúð á dyrnar. Hinn sjúki spurði: ,Hver er þar’? ,Það er slanga’ svaraði kerling látt. ,Láttu hana ekki komast inn’. ,JÚ, hún verður að koma inn’. ,Hvers vegna’? ,Svo við getum kramið úr henni eitr- ið’. En Manton þekkti kerlingu að klók skap og hyggni; hún var brögðótt og ráð- ug sem hún átti kyn til. Hann trúði henni—Hann var velgjörðamaður henn- ar, en hún var af þeim flokki Indiána, sem heldur lætur líf sitt en ólaunaðar velgjörðir. ,Ljúktu upp dyrunum’, mælti hann, og hlýddi hún samstundis, en maður í dularbúningi gekk þegar inn, og spurlSi: ,Er þetta heimili Mantons Leonards? ,Já’, var svarað. ,Faðir minn var vinur Leonards’, mælti komumaður, ,og það vildi jeg gjarnan vera’. ,Hver ertu’? ,Ronald Blair’. „Hann lýgur” sagði kerling. ,Sagðir þú nokkuð kerling’, spurði komumaður, og hvessti á hana augun. ,Nei’, svaraði hún. Leonhard mælti: ,.Jeg þekki Ronald Blair, þó aldrei hafi jeg sjeð hann’. ,Af hverju’? ,Jeg heyri sagt að hann sje likur föður sinum, og sje svo, skal jeg þekkja hann’. Aðkomumaður gekk að rúminu og mælti: ,Jeg fjekk boð frá þjer í kvöld’. ,Með hverjum’? ,Með bróöurdóttur þinni’. ,Hún hefur þá fundið þig Ronald’? ,Au1Svitað. Annars heflSi jeg ekki verið hjer’. ,Sagði hún hvað jeg vildi þjer’? ,Hún saglSi að þú hefðir áriðandi launnngar mál að opinbera’. Það var engin ástæða til að efa, a1S hann segði satt, en þó var karl hálf-efa- blandinn um sannleikann.—Kerling sat á gólflnu og horfði stöðugt á komumann með allt öðru en vinaraugum. ,Jeg má ekki tefja’, mælti komumað- ur. ,Lofaðu mjer ais sjá andlitssvip þinn. Það er mjer sönn ánægja að virða fyrir mjer son vinar míns’. Aðkomumaður hafði barlSastóran hatt á höfði og bundinn dúk um ennið, sem skyggði yflr augun. Hann laut að sjúklingnum og talalSi í lágum rómi. ,Jeg K>ri ekki a1S láta sjá hjer svip minn nú um stundir, því jeg lief hjer um slóð- ir ýmislegt að leiða í ljós, og til þess þarf jeg að dyljast. Nú er jeg á njósn eptir ræningjum, er halda sig hjer skammt burt, og gæti þvi orðið hættulegt að þekkjast’. ,TrúSu honum ekki’, hrópalSi kerling, ,hann er lygari’. ,Dirflst þú a1S segja slíkt aptur, hrokk- inskinnan þin’, mælti komuinaður, þá skal jeg sýna þjer, hver þlnn hluti verður’. ,Þetta er nóg’ mælti hún, ,svo mundi ekki Ronald Blair tala; það er ekki hans iðja að kvelja örvasa konur’. Komumaður beit á jaxlinn og bölv- aði í liljóði. ,Lucya er líka fyrir skömmu farin, mælti kerling, ,og getur ekki verið kom- in alla leið til Ronald Blairs’. ,Far1Su til fjandans’. öskraði komu- maður, og sveif á kerlinguna. 8. KAPÍTULI. Kerlingin spratt upp sem stálfjöður leyst úr spennu, eða sem ljón æst af grimd, og rjeð á komumann, greip í kamp hans, og reif í einni svipan af hon um allan höfuðbúnaðinn. Stóð nú præll- inn þar afhjúpaður, og þekktist þegar, að þar var Burt Clark. Manton reis til hálfs upp sem í ó- rálSi. Hann bjózt vi1S að á eptir kæmi annað verra. Hann skildi ekki, hveruig itóð á komu Clarks og það undir þeirri blæju, að segjast vera Gipsy Blair. Lu- cya hlýtur aC vera fallin í hendur hans, hugsaði hann, því melS engu öðru móti getur hann hafa komist að erinii henn- ar. Þessi hugsun gjörSi hann nær því frávita. Ræningjaforinginn sló kerlinguna svo hún fjell meðvitundarlaus á gólflð, og var a1S seilast eptir beltishníf sínum til að fullkomna fall hennar, þegar dyr- unumvar hrundið upp, og ungur maður í veiðimanna búningi kom inn, sem um- svifalaust snörist að hinum blóíSþyrsta fanti, sem hrökk nú undan við fyrsta högg. ,Hver ertu, niðingur’? spurði hinn nýkomni, og horfði tindrandi augum á Clark. ,Og hver ert þú’? spurði Clark aptur. ,Kurteisis vegna ættir þú að svara minni spurningu fyrst’. ,En það kemur þjer ekki við, hver jeg er’, svaraði Clark í eggjandi rómi. ,Má vera að svo sje. En ef þú ekki skemmir nafnilS, þá skemmir nafnið þig ekki. Segðu mjer, ætlaðir þú alS drepa þessa vesalings konu’? Clark dró upp skammbyssu sína, en varð hóti of seinn. Mótstöðumaður hans sá það, og mælti, ofur rólega: ,Reyndu ekki að skjóta ókunni malSur, þvi þjer er hætta búin. Jeg hef haft þig í skot- máli meir en í mínútu’. Manton, er hingað til hafði horft þegjandi á viðskipti þeirra, tók nú til máls: ,Ungi maður, jeg þekki J>ig, þú ert ímynd föður þíns, er var vinur minn. Hafirðu ekki fengið boð frá mjer, þá hefur forsjónin sent þig hingað til Man- ton Leonhards á rjettri stundu. Vertu velkominn Ronald Blair. Ciark fölnaði, er hann heyrlíi nafn- ið. Nú stóö hinn svarni óvinur hans frammi fyrir honum. En hann vantaði hug til a1S uppfylla eiðinn, þó nú væri tækifæri. ,Hver er þessi maður’? spurði Blair og benti á Clark, er stól! við vegginn sem hann væri negldur við hann.—Clark hafði einhvern tima verið gestur Leon- ards, áður hann varð uppvis að skálka- pörum, og af þeim ástæðum áleit hann það ódrengsskaparbragð af sjer, að segja til hans i húsum sinum. ,Ronald Blair’, mælti Leonhard, ,láttu hann fara i friði. Hann var eitt sinn gestur minn’. ,Jæa, jeg þrengi honum ekki til að segja nafn sitt, en jeg vil heldur ekki sleppa honum svo fljótt’. Þá tók kerling til máls: ,Nei, nei, láttu ekki þrællnn sleppa. Hann saglSist vera Ronald Blair, þegar hann kom hingað’. ,Svo, það var skritin saga. Mjer sýnist jeg hafl þá að minnsta kosti full ann rjett til að vita, hvers vegna hann tekur sjer annars manns nafn’. Kerling hjelt áfram og mælti: ,Lu- cya var send me1S boC til Ronald Blairs, en er ekki komin aptur. Þrællinn þarna kom og sagðist vera Ronald Blair, og a1S Luca hefði sent hann hingað’. Lögregluþjónninn hvesti augun á Clark, sem var niðurlútur sem barin hundur. ,Þú komst of snemma’, mælti Ronald Blair. ,Hvar er Lucya Leonard’? Clark beið ekki eptir a1S gvara spurz- málunum, heldur hljóp að glugganum og snaraðist út. Lögregluþjónninn sendi nokkur skot á eptir honum, án þess þó að ætla að hæfa, því hans tími var enn ekki komin; enn voru eptirnokkrir saman flóknir þræðir, er sundur J>urfti að greiöa . Ronald var nú sem fyrr í sínum 6- þekkjanlegu dularklæðum. Clark kom ekki til hugar að hann væri Kingston. —Ronald snöri nú athygli sínu til Man- tons, ogsegir: ,Þú hefur iaunungarmái að segja mjer’. ,Já, en hver hefur sagt þjer það’? Það skiptir engu, þaí kemur ekki málinu við’. ,Hafur þú sjeð Lucyu bróðurdóttur mína’? ,Já\ ,Hvar’? .Hún var tekin til fanga af Clark’. ,Er það satt? Segðu mjer hvernig allt er lagalS’. Lögregluþjónninn sagði honum í fáum orðum það, er vjer höfum áSur sjelS hjer að framan. ,Aumingja Lucya’, andvarpaði gamli maðurinn grátandi. Hún er töpuð, eilíf lega töpað’! ,Ef þú þekktir betur Ronald Blair, myndurðu ekki kvíða kjörum Lucyu’. ,Yiltu lofa mjer þvi að bjarga henni, Ronald Blair’? ,Jeg mundi hjálpa hverjum kvenn manni sem væri, ef þörf gerðist, en ekki sízt hinni fögru Lucyu. Hafurðu veris vinur föður míns, þá óttastu ekki. Lu cyu Leonard skal ekkert illt verða gert. Jeg vinn í myrkrinu, en leiði þó verk mitt i ljós um sí^ir. (Framliald síðar.) *

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.