Heimskringla - 14.07.1887, Blaðsíða 1

Heimskringla - 14.07.1887, Blaðsíða 1
1. ar Nr. 39. Winnipeg, 3Ian. 1-Jr. .Inll. 1887. ALMENNAR FRJETTIR, Fra rtlómluin. ENGLAND. Tyrkir hafa um síðir pverneitað að skrifa undir samningana við Breta um Egypta- lands-málið. Salisbury sendi WolfE þann boðskap að liann skyldi halda burt hið bráðasta úr Konstantinopel. t>essu hlýddi Wolff og fór uin helg- ina var. Þegar svona var komið fóru Tyrkir að hugsa sig um, leizt ekki meir en svo á blikuna, er upp var að draga í vestri. Er haft við orð, að Soldán muni þessa dagan láta undan og staðfesta samninga við Englendinga, sem í raun og veru kvað vera hinir sömu og peir neituðu að pýðast. Enda er hann nærri knúður til þessa. Bæði Austurríkis- menn og Italir fylgja Englending- um röggsamlega að máli í pessu efni, og er svo að sjá, að soldán á- líti sig ekki eins berskjaldaðan ef þessi 3 ríki standa með hon um í rnóti Rússum og Frökkum ef þeir vilja ýgla sig. Um næstu tlu 4r verður stjórn Bretaaðborga Peninsula & Oriental fjelaginu 265,000 pund sterl. (rúml. l, 3(H),(KK) doll.) á ári fyrir póstfiutn- inginn á milli Englands og austur- ianda, og pósturinn verður 8 til 12 dögum lengur á leiðinni hverja leið, i'eldur en ef hann væri tluttur yfir Uanada. Kyrrahafsfjelagið bauðst tn að flytja hann uin 10 ára tíma frá austurströnd Ameríku til Hong Kong i Kjna tvisvar í mán. fram og aptur fyrir 105,000 pund sterl. um árið (rúmlega 1 inilj. doll.). Auð- v'tað þurfti stjórnin að kaupa sjer- stakan flutning á honum yhr Atlanz- l*af, er líklega hefði kostað 50—75, (MX) puT1(] sterl. uin árið. í sam- bandi við þetta bauðst f jelagið til að smíða póstskip á Kyrrahafinu undir umsjón sjóflotastjórnarinnar, svo grípa mætti til þeirra sem her- skipa, ef á þyrfti að halda. Enn fremur bauðst það til að flytja her- lið, ef á þyrfti að halda til austur- landa fjrir svo lágt verð, að að eins fengist upp beinn ferðakostnaður. Öllu þessu neitti stjórnin. Er þetta hefnd fyrir járntollinn í Canada ? \V illiam O’Brien, sem ferðaðist um austur Canada í vor, tók sæti sitt í þingsalnum, sem þingmaður fyrir Cork á Írlandi, hinn 7. þ. m. þegar hegningarlagafrumv. kom upp 01 þriðju umræðu. Á laugard.kv. var, (9. þ. m) var hegningarlagafrumvarpið samþykkt. Lr því ekki eptir annað en fá það staðfest, til þess það verði lög. Frumv. komst i gegn með349gegn 262 atkv. BÚLGARÍA. Áþingi Búlgara 6.J). m. var h erdinand j>rinz af Coliorg kos- inn ríkisstjóri Búlgariu, þrátt fyrir allmikla mótspyrnu. I>að voru 3 flokkar, sem komu fram á þinginu f þessu máli. Einn vildi Ferdinand, og á bak við hann stóð Austurríkis- menn og ýttu Jijettan á, hinn annar vildi Alexander, sem burt var num- inn í fyrra, og Iiinn þriðji flokkur- inn vildi engan kjósa I bráð ; vildi að bráðabyrgðarstjórnin hjeldi áfrain svona fyrst um sinn. ]>jóðverjar, Austurríkismenn, ítalirog Englend- ingar höfðu kunngert þinginu, að það skyldi ekki standa á stjórnum þessara ríkja að staðfesta kosning- una þegar til kæmi, svo Jiað var eiginlega ekki um annað að gera en kjósa L erdinand, enda kvað al- þýða vera ánægð með hann, með fram kann ske af þvj að hún er orðin þreytt á þessu endalausa stappi. Nö er talið efalaust, að Rússar segi þessar kosningar úlög- inætar og ónýtar, Jiegar minnst varir, og Jiá kemst nú allt I saina horfið aptur. SVISSLAND. Um 40 hús, þar af mörg hótel, er stóðu á bryggju við Zug-vatnið I bænum Zug, sigu niður undan skriðu i vatnið og hurfu, að næturlagi í síðastl. viku. Meira en lielmingur fólksins í húsunum fórst, þar allir voru í svefni. Er mælt að 100—200hafi farist þannig. Mórguninn eptir fannst vaggafljót- andi á vatninn og í henni ungbarn alveg óskemmt. BRASILÍA. Brasilíuinenn eru farnir að vakna til meðvitundar um, að mál sje komið að afnema þræla- hald í ríkinu. Fyrir 2 árum var á rikisþinginu sainþykkt að byrja á því verki, er skyldi hagað svo að viss tala J>ræla fengi frelsi á hverju ári, og að allir þrælar skyldu frjálsir menn undireins og þeir væru 60 ára að aldri. Nú fyrir stuttu var lagt fyrir þingið frumvarp til laga þetta mál áhrærandi, og er J>ar ákveðið að afnema Jirælaliald algerlega undir- eins og fruinvarpið iiðlast gildi. Jafnframt er til tekið, að þrælar [>eir, sem nú eru, skuli skyldir að vinna fyrir sæmilegt kaup hjá eig- endum sínum i 2 ár ; er þetta gert til þess að koma í veg fyrir almennt verzlunarhrun og eyðilegging jarð- ræktar, sem búizt er við ef engar skorður væru reistar, en þræla eign- in gerð ólögmæt í einum svip. Þó er enginn sá skyldur að vinna tvö ár Iijá fyrrverandi eiganda sínum, sem er 50 ára gamall, og hver og einn frjáls að leita sjer atvinnu annars- staðar, undireins og hann nær 50 ára aldri, ef honnm líkar illa við hús- bóndann. Enn fremur er hver einn frjáls til að kaupa brottfarar leyfi frá húsbóndanuin hvenær sem er á J>ess- um 2 árum, og skal húsbóndinn und- ir engum kringumstæðum eiga heimt- ing á meira en $200,00 I •skaðabætur. —Það }>ykir lítil von til að [>ingið samþykki svona radikalskt frum- varp, enda munu hinir stóru þræla eigendur gera sitt.til að það falli í Segn- sandvíkureyjarnar. í þessu konungdæmi, sem venjulega er nefnt Ilwaaiian-konungdæmi, er nýlega komið upj> ljótt mál, sem svo er varið, að á síðasta J>ingi var stungið upp á að veita 2 möunum leyfi til að selja Opium, og skyldi leyfið kosta $40,(MK) fyrir hvern. En svo lauk, að frumv. var með of- ríki rekið í gegn á þinginu svo úr garði gert, að einum manni var veitt einkaleyfi fyr>r Opium sölunni fyrir $30,000 um árið. Slðfln hefur það orðið uppvíst, að konungur hafði fyrirfram dregist á það við kín- verzkan auðmann, að ef hanta gæfi sjer 60,(KK) dollars, skyldi hann fá einkaleyfið. Kínverjinn gerði þetta, borgaði $60,000 í prívat sjóð kon- ungs, en er það var fengið langaði konung í meira, og kunngerði Aki (svo hjet Klnverjinri) að hann fengi ekki leyfið nema hann bætti $15,(XX) við. Heldur en að hætta við svo búið gerði Aki J>að, og færði honnm jafn- framt ogpeningana ungtsvln steikt I heilu lagi, en það er guðafórn Kín- verja. Stuttu eptir frjetti Aki, að annar Klnverji, Ghung Lung að nafni, var búinn að fá einkaleyfið og það fyrir $30,000. Slðan hefurhann heimtað að konungur skilaði fjenu aptur, en Kalakana konungur vill heldur allt annað gera. Er búizt við að Aki láti Kínastjórn leita rjett- ar síns á hinuin kaflibrúna eyjakon- ungi, enda mun [>að fljótlega fást ; Kínastjórn hefur gert margar til- raunir að svipta konuiig völdum. —Annars er það nú I ráðgerð á eyjunum, einkuin síðan þetta varð uppvíst, að afhrópa konungvaldið og gera eyjarnar að lýðveldi, er standi undir verndun annaðtveggja Bandaríkjanna einna eða stórvelda Norðurálfu. AFGHANISTAN. - i>ar haldast einlægt uppreistir og smá orustur. Nú fyrir skömmu vann Emírinn frægan sigur yfir uppreistarmönnum tvisvar hvað eptir annað I orustuin mitt á milli Herat og Cabul. Eigi að síður halda uppreistarmenn áfram óeirðum. KÍNA. Þar átti sjer stað allstór upjireist fyrir skömmu nálægt Shanghai, en var bæld niður eptir nokkrar smáorustur. YfirlOOmanna voru teknir fastir, þar á meðal margir foringjar uppreistarinnar. Og sama daginn voru 102 af þéssum föngum hálshöggnir, að skipun hins 12 ára gamla keisara. F r a A ni e r 1 k u . Bamlaríkin. Cleveland forseta helzt illa A ráðgjöfum sínum; fyrst missti hann Manning fjármálastjóra, sem honum þótti mikið fyrir. Og nú er Endi- cott liermálastjóri að yfirgefa ráðið. Sendi liann forseta formlega afsögn fyrir nokkrutn dögum síðan, en Cle- veland J>verneitaði að taka hana að minnsta kosti I bráð. Endicott kveðst fara., hvað sem hver segi, I sumar eða haust áður en þingið kemur saman aptur, Hann ber ekki öðru við en að verkið sje óvinnandi sökum endalausra þráttana. Sjóflotastjórn BandaTÍkja hefur gefið Barrows-skipasmíðisfjelaginu á Englandi kontrakt á að smiða her- skip fyrir Bandaríkjastjórn, sem á að bera 6,300 tons, og hafa 8,600 hesta afl. I>að á að kosta $2^ milj. án alls útbúnings, og verða smíðað I Brooklyn. FjelagiÖ fjekk $15,000 verðlaun fyrir uppdrátt skipsins. í vikunni sem leið mætti mað- ur einn frá Virginia fyrir eptirlauna rjettinum I Washington til J>ess að bera vitni I eptirlaunamáli. Móðir hans liafði heimtað eptirlaun fyrir 2 sonu sína, er fjellu I innanríkisstrlð- inu en fjekk þau ekki; stjórnin sá engan veg til J>ess að láta hana fá eptirlaun, af þeirri ástæðu, að hún ætti enn á lífi 14 sonu, er allir hafa eptirlaun. Þessi inaður bar það fram, að móðir sln hefði átt 33 börn alls, þar af 20 pilta, af þeim voru 16 I strlðinu, tveir fjellu, en 14 komust af og lifaenn. Öll þessi börn voru alsystkyn.—I>að fannst I bókum hermáladeildarinnar sönnun fyrir, að framburður mannsins var rjettur, J>ó einsdæmi sje, að 16 al- bræður hafi verið I stríðinu.—Kerl- ing fær sjálfsagt eptirlaunin og þau vel útilátin, J>ar hún hefur lagt jafn- rnikið I sölurnar fyrir fósturjörðina. Bandaríkjastjórn ber á' móti því, að hún hafi skijiað að banna kanadiskum mönnum að vinna hin- um megin landamerkjanna (Banda- ríkja megin), en búa Canada megin. Segir, að ef það sje gert, þá geri tollheimtumaðurinn I Detroit það upji á sína eigin ábyrgð, en við þvl liggur hegning. Þrætumálið ínilli páfans og ka- þólska prestsins drs. McGlynn í New York er nú um J>að bil leitt til lykta. P-áfinn hefur skrifað undir útskúfunarskjal McGlynns úr hinni kaþólsku kirkju, og öllum góðum kaþólskum mönnum boðið að hafa ekkert saman við hann að sælda. Þessi J>ræta, er J>annig lyktar, er búin að standa yfir I ein 2 ár, og hafa MeGlynn verið gefin ótal mörg tækifæri til að bæta ráðsitt, og hon- um optar en einusinni verið boðið að koma til Iíómaborgar og tala við páfann, en hann hefur ekki viljað. Þaðermælt að meginhluti kaþólskra manna I New York muni fylgja hon- um að málum eptir sem áður, hvað sem Leo XIII. segir.—Orsökin til þessarar J>rætu er sfl, að McGlynn framfylgir og prjedikar fyrir mönn- um, að prívat landeign sje ólögleg, aðþjóðirnar I heild sinnieigi landið, en einstaklingurinn alveg ekki. Er hann því einn af hinum öflugustu postulum Henrý Georges I New York, sein er höfundur þessarar byltingakenningar. Enn J>á er útskúfunarbrjefið ekki komið I hendur McGlynns, en von á því á hverjum degi. Eptir að það er komið ráðgerir hann að ganga I Vinnuriddarafjelagið til þess að geta J>vl betur útbreitt þessar skoðanir sínar. Mun hann ætla að egna Powderly yfirforingja fjel. upp á móti sjer, og má Þá búast við skarpri orraliríð, því báð- ir hafa stúdjerað land og atvinnu mál, en skoðanir ]>eirra, á landmál- inu að minnsta kosti, geta ekki ver- ið ólíkari, eptir sögn. Mútuinálinu gegn Jacob Sharjie I New yf>rk er nú lokið; er hann sekur fundinn I að hafa gefið sam- verkamönnum sínum fleiri þúsundir dollars til þess að koma sínu mál- efni fram. Dómur verður kveðin upp I málinu’ þessa daga, annað- hvort 13. eða 14. þ. m. Er búizt við að hann fái æfilangt fangelsi. -—Sharpe er nú um 70 ára gamall, hvítur fyrir hæruin; missti hann al- gerlega heilsuna, J>egar hann heyrði úrskurð tylftardómsins.—t>að er I fyrsta skipti hjer I landi, að þeim manni er hegnt, sem gefur mútur. Ilegningin hefur til J>essa æfinlega komið niður A þeim, sem J>egið hef- ur mútu. Iliti hefur verið óvanalega mikill í New York um undanfarin hálfan mánuð; manndauði, einkum ung- barna, hefur líka verið fádæina mik- ill; hafa um og yfir 200 manns látist marga daga; einn daginn 256. Anson P. Morrell, fyrrum rík- isstjóri I Maine, ljezt I Augusta, Maine, að morgni hins 4. þ. m., 84 ára gamall. StjórnarnefiKl kornmarkaðarins I New York hefur nýlega lögleitt þær reglur, að framvegis skuli allt A/o. 1 hard hveiti afhent kaupend- um þess undireins og þeir kr'efjast, þó útlit sje fyrir að það hækki I verði næsta dag. Með þessu verð- ur að nokkru leyti komið I veg fyr ir annað eins verzlunarhrun fyrir vitlausa kornverzlun eins og hefur átt sjer stað I vor. Og J>essir hveiti spekúlantar liafa grætt tiltölulega mest á No. 1 hard hveitinn, af J>ví mest er sótt eptir þvl.—Hinn eigin- legi kaupandi þesser ojitast I Norð- urálfu, en sendir ]>aöan skipun tTl kornmarkaðarins um að kaujia inn svo og svo mikið við fyrsta tækifæri og láta sig um leið vita um það. t>á rjúka ^spekúlantarnir’ til og kaujia það inn, halda því síðan viku eptir viku, ogneita að það sje feng- ið, þó kaujiandinn krefjist svars á hverj um degi. Járnbrautanefnd Bandaríkjastjórn ar hefur ærinn starfa. Svo margar klaganir yfir partisku járnbrautar- fjelaga eru nú koinnar til nefndar- innar, að hún hefur nóg að gera til ársloka, þó ekkert bættist við. En sumar [>essar klaganir virðast frem- ur vera gegn lögunum en fjelögun- um, þar sem klagað er að þaö kosti frá þriðjungi til helmingi meira að senda vörur með brautunum nú en fyrverandi.—Hin fyrsta klögun, er koinið hefur frá Dakota, kom til nefndarinnar I vikunni sem leið; er hún frá Holbrook og llerby, hveiti- verzlunarmönnum I St. l’homas. Þeir klaga yfir tregðu á að fá vagna eins og J>urfi til að koina hveitinu aust- ur um landið, og segjn að hveiti- verzlunarinenn I öðrum þorpum liafi opt verið látnir sitja fyrir að fá vagna. Engisprettur hafa gert stór- kostlegt tjón I sumar I lijeraði einu í suður-Dakota. t>ær komu þangað síðastl. haust, en voru fáar og siná- ar, flestar ófleygar og gerðu ekkert tjón. í haust er leið lögðu þær eggjum, og eru nú orðnarsvo marg- ar að “skijitir tugum miljóna; hafa þáer gersamlega eyðilagt uppskeru af 10,000 ekrum, nagað börk af trjám og jetið upp allt ræktað gras svo flagið er svart eptir. Og með hverjum vindblæ á sljettunni lypta þær sjer upji og breiðast allt af út. I>að má því ef til vill búazt við þeim gestum hjer norður, eptir eitt eða tvö ár. í sumar hafa þær lát- ið hlutlaust að lieita má allt órækt- að gras, hafa að eins eyðilagt akra, ræktað gras, kálgarða og ræktuð trje, er þær hafa ónýtt, með því að afberkjá þau. Það er mælt að á vorin, þegar þær eru að unga út eggjunum, haldi J>ær saman I þjett- um hnöppum, og að þá megi eyði- leggja mikið af þeim, með þvl a$ kasta yfir flekkina tjörujiappír og kveikja 1. Engin önnur ráð eru enn fundin til þess að yfirbuga þessa plágu. Maður einn'I Quincy, Illinois ljek sjer að því 4. þ. m., að fara I loptbáti 1 mllu I lopt upp, hljóp svo útbyrðis og Ijet fallast til jarðar. Hann hafði lítinn loptbát bundinn við sig, er temjiraði ferðina, svo hann var rúmlega 3 mlnútur að detta míluna.------Negri einn, sem hengdur var I Kentucky, setti upji 5 cents frá hverjum áhorfanda fyrir að sýna sig við fangelsisgluggann daginn áður en hann var tekinn af. Enginn mátti horfa á hann lengur en 15 sek., og yfir 1000 manns uunu það til að gefa nickel fyrir að sjá hann. Fyrir peningana' keypti hann vandaða llkkistu, er kostaði $53,50, en ejitir langa tnæðu tókzt honum að raga hana niður um 50 centin. Meðal fólksins úti fyrir sá hann systur slna, kallaði til hennar, og hjet að ganga aptur og heim- sækja iiana, ef hún ekki sæi um að útför lians yrði rausnarleg, og því sama hjet hann öllum öðrum negr- um, er við voru staddir.-----Maður einn I Dulnth beið bana af því, að tóbakstugga lirökk niður I kok hans og sat þar föst.---Nær 200 manna I þorjii einu I Ohio urðu fárveikir af ísrjóma-áti á skemmtisamkomu; rjóminn hafði verið blandaður með eituref ni.--Aftöku degi Max wells I St. Louis hefur verið frestað enn til 26. ágúst. -r í Idaho er byrjað A að ofsækja Kínvérja ajitur; hafa líkamir ]>eirra fnndist allir sundur stungnir á láekjarbotni uj>p I fjöll- um nálægt námum, er þeir vinna við. —\ akt kollsigldi sig úti fyrir höfn- inni I New York hinn 10. þ. m.; þar fórust 25 manns, 13 komust af og einn látist síðan.—Þorji I Visconsin brann til rústa um síðustu helgi, og fórust um eða yfir 20 manns I eldin- um. Þorjiið var við náma, og var þar fjöldi af spilamönnum og úrhrök- um, sem I stað þess að Iijálpa að slökkva ehlinn, tóku brandana og báru I önnur hús, rændu svo búðirn- ar, einkum vínsölubúðir, drukku sig fulla lögðust fyrir á strætunum og brunnusvo með húsunum. Fjártjón er metið 600,000 dollars.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.