Heimskringla

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1887næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Heimskringla - 06.10.1887, Blaðsíða 2

Heimskringla - 06.10.1887, Blaðsíða 2
„Heimskriiiíla” kemur út (að forfallalausu) á hverjum fimmtudegi. Skrifstofa og prentsmiðja: 16 James St. W.........Winnipeg, Man. Útgefendur: Prentfjeiag Heimskringlu. IilaSi'S kostar : einn árgangur $2,00; hálfur árgang r $1.25; og um 3 mánuhi 75 cents. Borgist fyrirfram. Smá auglýsingar kosta: fyrir 1 þl. um 1 mánuð $2,00, um 3 mánuðl $5,00, nm 6 mánuði $9,00, um 12 mánuði $15,00. Þakkarávörp, grafminningar og eptir- mæii kosta 10 cents smáleturslínan. Auglýsingar, sem standa í blaðinu skemmri tima en mánuð, kosta: 10 cents línan í fyrsta skipti, og 5 cents í annað Og þriðja skipti, Auglýsingar standa í blaðinu, pang- að til skipaS er að taka þœr burtu, nema samið sje um vissan tima fyrir fram. Allar auglýsingar, sem birtast eiga í noesta blaði, verða að vera komnar til ritstjórnarinnar fyrir kl. 4 e. m. á laugar- dögum. Skrifstofa blaðsins verður opin alla virka daga frá kl. 11 til kl. 12 f. h. og frá kl. 1 til kl. 2 e. h. nema á miðviku- dögum. Aðsendum, nafnlausum ritgeröum verður enginn gaumur gefinn. LAGAÍ.KVARÐANIR VIÐVÍKJANDl FRJETTABLÖÐUM. 1. Hver maður, sem tekur reglulega móti blaði frá pósthúsinu, stendur i á- byrgð fyrir, borguninni. hvort sem hans nafn eða annars er skrifað utan á blaðið, og hvort sem hann er áskrifandi eða ekki. 2. Ef einhver segir blaðinu upp, verður hann að borga allt, sem hann skuldar fyrir það; annars getur útgef- andinn haldið áfram að senda honum biaðið, þangað til hann hefur borgað allt, og útgefaDdinn á heimting á borg- un fyrir allt, sem hann hefur sent, hvort sem hinn hefur tekið blöðin af pósthús- inu eða ekki. 3. þegar mál koma upp út af blaða- kaupum, má höfða málið á þeim stað, sem biaðið er gefið út á, hvað langt burtu sJm heimili áskrifandans er. 4. Dómstólarnir hafa úrskurðað, að það að neita að taka móti írjettablöðum eða tímaritum frá pósthúsinu, eða flytja burt og spyrja ekki eptir þeim, meðan þau eru óborguð, sje tilraun til svika (prima facie of intentional fraud). |3ý”E>eir, sem senda ritgerðir til blaðsins, eru beðnir að skrifa einung is öðrum megin á pappírinn, og setja blaðsíðutal á. Enn fremur, aðgæta pess að skrifa læsilega. Þegar ó- greinilega er skrifað, er vandi að ráða fram úr orðunum, og pegar orð eru til hálfs strikuð út og önnur hripuð á milli línanna, pá er opt vandræði að sjá, hvað höfundurinn vill að falli burt og hvað ekki. UPP8KERAN OG JÁRNBRAUTIN. Uppskeran í Manitoba er mik- il og gó« í ár, hefur ef til vill aldrei verið pvílík fyr. Eptir nákvæm- ustu fregnum úr öllum áttum verð- ur afrakstur hveitis af ekrunni að meðaltali ekki fyrir innan 25 bush. I>að er \íða að bændur segjast hafa preskt 40-50 bush. af ekrunni og fáir viðurkenna að þeir hafi fengið minna en 30. En J>6 maöur gefi nú þessum sögum, sem bera svo mikin keim af raupi, engan gaum, þá virðist óhætl að gera meðaltal- Íð 25 af ekrunni, einkum fyrir það, að nýtingin var svo afbragðs göð víðast hvar, svo hveitið hraktist ekk nje of þornaði og er þess vegna meginlega af beztu tegund. iVo. 1 hard vegur að sögn að meðaltali 68 pund bush. En þar sem löggilt bush. er 60 pund að vigt, þá gera hver 10 bush. að máli 11 bush. að vigt, eða 25 bush. að máli af ekr- unni gera þá 27£ löggilt bush. að vigt. Af þessu sjest að þó meðal- tal bush. af ekrunni næði nú ekki 25, þá getur þessi munur á vigt og máli riðið af baggamuninn og meira til. Eptir síðustu uppskeruskrá ak- uryrkjustjórnarinnar fyrir fylkið var ræktað ekrutal í fylkinu í sumar er leið 667,305. Þessar skýrslur eru fengnar frá eitthvað- nálægt 400 viðskiptamönnum stjórnarinnar í ýmsum stöðum fylkisins og eru á- reiðanlegar það sem þær ná, þar þær eru teknar eptir búnaðarskýrsl- um sveitastjórna. En þær sýna hvergi nærri allt ekrutalið, sem sáð var í vor er leið og ekkert líkt því. Það eru heilar byggðir og margar stórar eptir skildar, hefur engin skýrsla fengist þaðan, og er þeim þá annaðtveggja sleppt algerlega eða akuryrkjustjórnin gerir áætlun um ekrufjöldann samkvæmt öðrum eldri skýrslum þaðan, í sumum til- fellum 2 áragömlum. Og sje nokk ur áætlun gerð um viðbót þess gamla ekrutals, þá er hún svo lág, að stjórnin geti æfinlega sýnt og sannað að hún hafi ekki farið með öfgar. Eptir þessum skýrslum var I vor er leið sáð í ekrutal í Mani- toba: hveiti....................432,134 höfrum....................155,176 byggi......................56,110 kartöplum................. 10,791 hörf ræi................... 8,539 ýmsum rótaávöxtum.......... 3,541 baunum....................... 872 rúgi......................... 142 er samlagt gerir 667,305. Geri maður þá, að hveitiuppskera verði 25 bush. af ekrunni kemur út 1 bush.tali þetta árið 10| milj.; geri maður af höfrum 50 af ekrunni kem ur út 7| milj. Af þessu má gera ráð fyrir að til heimilisþarfa, út- sæðis næsta vor o. s. frv., gangi 3 milj. af hveití og annað eins af höfrum. Og setji maður til slðu f milj. bush. af hvorri þessari teg- und til að mæta of hárri áætlun, þá verður samt eptir til útflutn- inga af hveiti 7 og af höfrum 4 milj bush. Seljist hveiti bush. að meðaltali að eins á 50 cents, sem ekki er að gera sjer háar vonir um prísinn, þá gefur það af sjer 3^ milj. doll., og seljist hafra bush. að meðaltali að eins 18-20 cents, og lægra verður það aldrei, gefa hafr- arnir af sjer | milj. doll. Þessar tvær tegundir af þessa árs uppskeru gefa þannig af sjer 4f milj. doll. að minnsta kosti, er jafnað niður á fólkið gerir nálægt 40 doll. á hvert mannsbarn í fylkinu. Og það er meiri peningaupphæð, heldur en komið hefur í höndur Manitoba- manna, eptir þennan hluta af eins sumars vinnu nokkurn' tíma síðan 1882, þegar ósköpin gengu mest á í Winnipeg. Það virðist því ekki að ástæðulausu að menn almennt vonast eptir að verzlunardeyfðin, er við hefur varað nú 1 4-5 undanfarin ár, sje um það bil gengin fyrir garð og heimsæki menn ekki aptur um 4-5 næstkomandi ár. Það er líka enn önnur hlið á þessu máli, sem vert er að llta á jafnframt og tilvonandi nægtir af peningum, og það er járnbrautamál- ið. Kyrrahafsbrautarfjelagið—eins og mönnum er kunnugt—beitir öll- um vopnum, öllum vjelum, til þess að hindra önnur járnbrauta fjelög frá að ná fótfestu í fylkinu. Ástæð- an, sem það hefur til þess er, að í Manitoba sje ekki um svo mikinn flutning að gera, að hann borgi vinnulaun og vagnaslit við að flytja hann aptur og fram, og að komi önn ur braut inn í fylkið bggi beinast fyrir því að hætta að brúka braut- ina, nema yfir sumartímann, á svæð- inu fyrir norðan Efravatn, frá Nipis- sing tii Port Arthur, því um lítinn sem engann flutning sje að gera á þvl svæði og ekki nógan til og frá Manitoba til að byrgja 2 brautir eða fleiri. Að þessi skoðun er hringl- andi vitlaus, það sjá allir, þvl það er svo marg-sannað, að þess fleiri brautir sem liggja inn I einn stað, eða eitt hjerað, þess meiri er fólks- straumurinn þangað, og þess fleira sem fólkið er, þess fleiri verða at- vinnuvegirnir, og þess meiri verzl- un og flutningur á fólki og varningi fyrir járnbrautafjelögin. Og þrátt fyrir járnbrautareinveldið í þessu fylki, hefur hveiti og hafra magnið til útflutnings og fram yfir innan- fylkis þarfir aukist frá engu árið 1880 til 11 milj. bush. að minnsta kosti, 1887. Þegar þetta er tilfellið þrátt fyrir einveldið, þá má geta á, hvernig ástæðurnar hefðu verið nú, ef fleiri aðal-brautir og hver annari gagnsækjandi hefðu legið út um fylkið. Það er llka fróðlegt að rann- saka, hrað útflutningur hjeðan á 11 milj. bush. af korntegundum hefur I för jmeð sjer, og þannig komast fyrir hversu góða ástæðu fjelagió hefur til að kvarta um, að ekki gef- ist nógur flutningur til að borga vinnulaun og vagnaslit I Manitoba. Til þess að byrja með, verður að gæta þess, að 700 bush. af ómöluð- um korntegundum gera meðal vagn- hlass. Eptir þvl þarf fjelagið 20000 flutningsvagna til þess að aka burtu þessum 11 milj. bush. í meðal járnbrautarlest (vöruflutningslest), sem 1 gufuvagn á að draga nokkra vegalengd, eru 20 vöruflutningsvagn ar, þegar allir eru hlaðnir. Ef mað ur þá ætlar fjelaginu svo mikið verk að það á hverjum degi vikunnar sendi út úr fylkinu 4 vagnlestir, hlaðnar meö hveiti og höfrum, og 20 vagna í hverri lest, þá þarf það 255 daga til að koma hveitinu burt; með öðrum orðum, það þarf yfir 8 mán. til þess, frá 1. okt. til 10. júní, ef maður ætlar því jafnmikinn lesta- fjölda á sunnudaga eins og hina daga vikunnar. En nú kemur ekki til þess, að fjelagið geti þetta. Til þess þyrfti það að minnsta kosti 1200 hveitiflutningsvagna, og 15 gufuvagna, er væru á jafnri verð fram og aptur, dag og nótt, á milli Montreal og Manitoba. Og þann vagnafjölda getur það alls ekki misst frá öðrum flutningum um 8-9 mán. tíma, því þetta er ekki helmingur af þeim flutningi, sem daglega fer ept ir brautinni fram og aptur á þessu sviði. Flutningskostnaðinn áhrærandi er vert að gæta þess, að þegar 700 bush. eru í vagninum, og hvert vegur 40-60 pund gera )au 30,000 pund eða 15 tons. Flutniugsgjald fyrir hveiti frá Winnipeg til Mont- real (og enn meira náttúrlega fyrir það sem lengra er vestur)er 50 cents fyrir 100 pd., er gerir $150 fyrir vagnhlassið og $3000 fyrir lestina, sem 20 vagnar eru I. Með þessari lest þarf I mesta lagi 5 menn og nema laun þeirra fyrir ferðina fram og aptur I mesta lagi $200. Annar kostnaður er mestur innifalin í kol- um, er fyrir ferðina fram og aptur kostar I mesta lagi $1200. Verða þannig í afgangi $1600 fyrir hverja lest, er sannarlega ætti að borgafull rlflega fyrir vagnaslit, brautaslit o. þ. h., og hjer er líka gert ráð fyrir að allir vagnarnir sje tómir aðra leiðina, svo allur kostnaðurinn falli á hveitið. Af þossu er þá auðsætt að fje- lagið fermeð eintóm ósannindi, þeg ar það segir, að ílutningurinn borgi ekki fyrirhöfnina. Og sömu ósann- indin fer það með, þegar það segir flutninginn ónógan, því eins og að ofan er sýnt getur það naumlega gúknað yfir honum nú. Og það líða aldrei mörg ár, þar til það getur al- veg ekki gleypt við honum, hversu vel sem það reynir til þess. * * * Síðan hið ofan ritaða var skrif- að hefur komið út áætlun frá verzl- unarstjórn bæjarins yfir þessa árs uppskeru, þar sem afgangurinn til útflutninga er gerður af hveiti 10 milj., af höfrum 2| milj., byggi 1 milj. og af hörfræi 150,000 bush., er samlagt gerir 13,650,000, eða 2<jt milj. bush. meiraen gert er ráð fyrir í framanritaðri grein. Og verzlunar- stjórnin hefur til þessa aldrei stig- ið yfir takmarkið í áætlunum slnum. ÍSLANDS-FRJETTIR. Reykjavik, 27. ágúst 1887. Alþingl var slitið í gær, kl. 5. A þinginu hafa verið afgreidd 28 lög (11 stjórnarfrumvörp, 17 pingmannafrum- vörp); feld 30 frumvörp: ekki útrœdd 5 frumvörp (stjórnarskrárfrumvarpið, frv. um breyting á launalöguni embættis- manna, frv. til viðaukalaga við tilskip- un um veiði 20. júní 1849; um fri’Sun á lax; frv. um unglinga kennslu); 17 þingsályktanir voru sampykktar, 4 feld- ar, 2 teknar aptur. Fallin frumvörp, auk þeirra, er fyrr er getrS: um styrktar- sjóö handa alpýðu I e. d.; um búnaðar- kennslustoínanir í n. d. Lög frá alþingi. Auk þeirra, er átiur er getið eru pessi lög afgreidd frá þinginu: 24. Viðaukalög vi'S útflutningalögln 14. jan. 1876. 25. Lög um sainþykkt á landsrelkn- ingnum 1884—85. 26. Fjáraukalög fyrir 1884—85. 27. Fjáraukalög fyrir 1886—87. 28. Fjárlögin fyrir 1888—89. St j 6r n arsk r ár m á 1 i ð. Meiri hluti nefndarinnar í efri deild í pví máli (hinir konungkjörnu) kom með álit sitt skömmu fyrir pinglok, og rjeð deildinni tii aö fella frumvarpið, fyrst og fremst af peirri ástæðu, að frum- varpið gæti aldrei öðlast staðfestingu konungs, og svo af þeim ástæðum oð frv. kæmi í bága við stöðulögin, að á- kvæ«i um kjörgengi til efri deiidar væri ófullkomin, auk annars fleira, er meiri hluti nefndarinnar fann að frum- varpinu. Framhald 1. umræðu var 25. p- m. og urðu allharðar umræður eink- um miili framsögum. (Arni. Ól.) og Jóns Ólafssonar. Málinu var síðan vísað til 2. umræðu. Lengra komst pað ekki á þessu þingi. Yfirskoðunarmaður lands- reikninga var endurkosinn í efri deild Jón Olafsson með 6 atkv. Kristján Jóns- son yfirdómari fjekk 5 atkv. Gjöf Jóns8igurðssonar for- seta, sem verja skal til verðlauna „ fyrir vel samin vísindaleg rit viðvikj- andi sögu landsins og bókmentum, stjórn pess og framförum ”, er nú orð- inn 9400 kr. Nefnd sú er kosin var á alpingi 1885 til að meta ritgerðir, er sendar væru til að vinna verSlaunin (Magnús Stephensenlandshöfðingi, Björn Jónsson ritstj. og Eir. Briem, presta- skólakennari) hefur eigi tekið gildar pær ritgerðir sem enn hafa komið fram. Nú er kosin ný nefnd, og eru I henni: Eiríkur Briem, Steingrímur Thorsteinsson og Kristján Jónsson. Dalatýnlu. 14. ágúst. „Tíðarfar hef- ur mátt heita hið ákjósanlegasta, pað sem af heyskapartíma er liðið, og nýt- ing hin bezta, enn nokkuð lakari fyrir austan fjallgarðinn. Grasvöxtur víðast í göðu meðallagi, nema til fjalla miklu lakari vegna túðra næturfrosta. Á Skóg-. arströnd er sagður rýr grasvöxtur ”. Veilur-SkaplafeUssýnlu 15. águst. „ Síðari hluti júnímánaðar voru hjer fá- dæma rigningar, svo að eldiviöur ó- nýttist hjá almenningi. SÍ'San hefur tí« verið ákjósanleg og optast perrir. Iley. skapur hefur pví gengið vel; grasvöxt- ur er allgóður og útlit fyrir að hey- fengur verði með meira móti”. Reykjavik, 8. sept. 1887. Úrslit fjárlaganna fyrir árin 1888-89 urðu á pessa leið: Til eflingar búnaði voru veittar 18 pús. kr. á ári, par af til Ólafsdalsskóla 2500 kr., til Hólaskóla 3500 kr., til bún- aðarfjelagft og Eyðaskóla 6000 kr., til sýslufjelaga 6000 kr.—Tii vegabóta 20000 kr. á ári, par af til vegfræðings 3000 kr., til að bæta vegi á aðalpóstleitSum 15000 kr., tll annara vega 2000 kr.—Til gufuskipaferöa 9000 kr. á ári,—Launa- bitlingar til Schierbecks og Tómasar sampyktir með 20 atkv. móti 14,—Til aukalæknanna eigi veitt meir enn 1000 kr. til hvers.—Til kvennaskólans I Rvík 1500 kr., par af ölmusur til sveitastúlkna 300 kr.; til kvennaskólans á Ytri-Ey 700 kr., á Laugalandi 700 kr.; auk þess til beggja þessara skóla 1400 kr. sem skipt- ist Jmilli þeirra eptir nemenda fjölda, par af 500 kr. til námsmeyja.—Til £>. Thoroddsens 1000 kr. á úri.—’Til Grön- dals 800 kr.—Til Hermanns Jónssonar til að gefa út búnaSarrit 12 arkir að stærö, 20 kr. fyrir örkina,—Til að gefa út dómasafn 300 kr. bæði árin.—Til fornbrjefasafns 1200 kr. bæði árin.—Til að semja skrá yfir skjalasafn stiptamts- ins 600 kr. alls.—[Enn I sameinuðu þingi fjell styrkurtil JónsÓlafssonar og styrk- ur handa bæjarfóg. í Rvík til að semja registur yfir afsals og veðmála bækur kaupstaðarins, og sömuleiðis styrkur til að taka þátt I sýningunni I Kaupmanna- höfn]. Tekjurnar áætlaðar alls 810,600 kr., enn útgjöldin 850,302 kr. 84 a. Tekju- hallinn 39,702 kr. 84 a. takist af viðlaga- sjóðnum. Embættiogsýslanir. 28. júlí var Ásgeiri Blöndal hjeraðslækni í Vest- ur-SkaftafellssýsIu veitt hjeraðsiæknis- embættið í Þingeyjarsýslu (12. læknis- hjerað); en í hans stað settur í Vestur- Skaftafellssýslu frá 1. þ. m. aukalæknir Stefán Gíslason. Óiafi Sigurðssyni, umbotismanni Reynistaðaklausturs, var 22. júlí veitt lausn frá umboðsstörfum frá fardögum 1888. Laust er pví læknishjeraðið I Vestur- Skaftafellssýslu og umboðið yfir Reyni- staöaklausturjörðum. Nýlosnuð brautS: Hvanneyri, met. 1062 kr.; Eyvindarhólar metnir 1018 kr., bæði augl. 29. f. m. Fjallkonan. RadðiralmBiminp. [Iiitsljórnin dbyrgwt ekki meiningar pær, cr fram koma I „röddum almenn- ings”.] MINNESOTA, LYON CO. MINN. 21. september 1887. í 38. nr. ‘tíHeimskringlu” 1. árg. stendur svar herra Baldvins L. Baldvinssonar gegn (nokkrum ís- lendingum I Minnesota’. Svarið er mjög fróðlegt og er svara vert, að roru áliti. Þó herra B. álíti grein vora ekki svaraverða, þá viljum vjer rera svo kurteisir að svara grein hans með góðu geði, og láta herra B. vita I eitt skipti fyrir öll, að vjer eruni viljugir til að gefa honum öll þau rjettindi, er sjáltír vjer sækj- umst eptir, og ef vjer höfum rang- hermt eitthvað I fyrri grein vorri, f*á erum vjer fúsir á aö leiðrjetta það og einnig reyna að gera oss svo skiljanlega, að herra B. geti sjeð af hvaða ástæðum vjer rituðum fyrrí greinina, hvort það var eingöngu af illgirni eða ineð fram af því, að oss rann til rifja mannleg bágindi. En til þess að gera oss skiljanlega er- um vjer nauðbeygðir til að hvarfla aptur I tlmann um nokkur ár, til þess tíma, þegar vjer fluttumst til þessa lands. Einn af brjóstmilk- ingum Canadastjórnar var I þeirri för, er gerði sitt ýtrasta til að tæla osstil Norðvesturlandsins; vjerminn umst þess mikið vel. Einn góðan veðurdag er Ilestir karlmenn voru upp á þilfari, kom umboðsmaður Canadastjórnar og skipaði oss með voldugri röddu að skipta liði, svo að hann gæti sjeð, hvað margir ætl- uðu að fylgja sjer á krossferðinni til Manitoba. Umboðsmaðurinn (tals- mann köllum vjer hann ekki, því

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað: 41. tölublað (06.10.1887)
https://timarit.is/issue/151007

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

41. tölublað (06.10.1887)

Aðgerðir: