Heimskringla - 23.08.1888, Síða 1
ALMEMAR FRJETTIR.
FRÁ ÚTLÖNDUM.
ENGLAND. Eins og stutt-
lega var getið um í síðasta blaði
hefur nú Pamell hafið málssókn
gegn blaðinu Times 1 London.
Hann var óviljugur til að byrja á
þessu, f>ó hann finndi glögglega
hve hart var að líða blaðinu að kalla
sig meðráðamann við manndráp og
ýmsa stórglæpi. En nú hefur sorf-
i.ð svo að honum að hann polir ekki
lengur, og er nú vonandi að hann
verði punghöggur og að hann bresti
ekki liðveizlu, pegar hann loksins
fer af stað. Það eru líka góðar
horfur að honum veitist fjárstyrkur
til að halda málinu áfram, pví ekki
var petta spor hans fyrr orðið aug-
ljóst en flokkur myndaðist 1 London,
par í margir af Gladstones-sinnum,
til að safna fje og hjálp^ Parnell á
hvern máta sem verður. Að hann
byrjaði á málssókninni kemur til af
pví, að áður en rannsóknarnefndin
Jjyrjar að vinna pykist hann sjá úr-
slitin, og pau eru pannig, að hann
býztvið engum rjettindum af nefnd-
arinnar hálfu. Þetta mál sitt gegn
Times sækir hann vifi rjett Skota í
Edinaborg, af pví hann telur sjer
vísan ósigur hvort heldur er fyrir
írskum eða enskum rjetti. Times
segir pað sje gott fyrir sig, að hann
sæki pað við skozkan rjett, pví pað
eigi ekki og hafi aldrei átt eitt blað
af Times innan takmarka Skotlands.
Segir, að öll blöð sín pangað sjeu
borguð fyrirfram af blaða og bóka
sölum á Skotlandi, og í stað pess,
n.ð pað hafi átt peninga hjá peim,
hafi peir optar’átt peninga hjá sjer.
—En Parnell er ekki sá eini, sem
nú er að höfða mál gegn blaðinu
fyrir meiðyrði. Þeir eru nú að fara
af stað í senn, P. T. O’Connor rit-
stjóri blaðsins Star í London og
John Redmond pingmaður fyrir eitt
kjördæmi írlands. Times hefur pví
nokkuð að gera fyrst uin sinn.
Um undanfarna viku hafa stað-
ið yfir heræfingar í hinu brezka sjó-
liði og varð útslagið allt annað en
gleðilegt fyrir pá, er skoðuðu hið
brezka sjólið óvinnamli. í pessari
blindskota-viðureign tókzt hinum
aðsækjandi flota að taka 12—14
hafnborgir, par á meöal Edinaborg,
prátt fyrir allar tilraunir flotans, er
sendur var til að verja staðina. Út-
búningur skipanna pykir æði 1 jeleg-
ur, er bezt mundi sannast, ef ófrið
bæri að höndum, og verður pví án
efa heimtuð breyting í pessu efni.
FRAKKLAND. Utanríkis-
stjórnin á sem stendur í skarpri orð-
hvíð við Ítalíustjórn út af Massowah
málinu. h rökkum likar illa aðferð
ítala á Rauðahafsströndinni og hafa
ícunngert Crispi utanríkisstjóra ítala
pað með berum orðum. En pað
pykir nokkuð undarlegt, að peir
skuli láta pannig nú eptir að hafa
leyft ítölum að elta ólar við Afríku
búa i 2 ár, og vita eins og peir
gerðu hvað hugmyndin var.
Eins og auðvitað var hafði
Boulanger fremur gott en illt af
banatilrseðinu sem honum var sýnt
um daginn.. Þeir, sem voru um
pað bil eða jafnvel búnir að kasta
honum fyrir borð hafa nú farið að
hugsa um að hann hljóti pó að
vera töluvert mikil] maður, úr pví
honum sje sýnt banatilræði, pað
sje pó ekki sýnt öðrum en peim, er
ástæða sje til að óttast.
Snemma í næstl. mán. leggur
af stað frá Paris múgur og niarg-
menni» i skemmtiferð austur um
Asíu með hinni nýju járnbraut
Rússa, er á fáum dögum færir Par-
isarbúa svo að segja fast að kín-
verska veggnum mikla. Aðra leið-
ina fara ferðamennirnir skipaleið yfir
bæði Svartahaf og Kaspíahaf. Á
heimleiðinni fara peirgegr.um Kon-
stantínópel og paðan eptir hinni
nýgerðu járnbraut Búlgara, er sam-
tengÍT Paris og Konstantinópel. Sú
braut styttir ferðina frá London á
Englandi til Konstantinópel um 2
sólarhringa, var 5 daga ferð, en
verður nú 3 daga eða 72 kl.stunda
ferð. En pað er ekki fyrir smæl-
ingja að fara pessa skemmtiferð.
Farbrjefið frá Paris til Samaikand
(endastöð brautarinnar að austan)
og heim aptur kostar $1000 fyrir
hvern farpegja.—Eystri endi braut-
ar pessarar er að eins 380—400
milur vestur frá landamærum Kina,
og Samarkand er svo að segja aust
ur á móts við Bombay á Indlandi.
Boulanger pingmaftur aptur.
Hinn 19. p. m. fóru fram kosningar í
3 kjördæmum á Frakklandi, Sommet,
Charente og Nord og sótti Boulan-
ger í öllum. í öllum kjördæmun-
um fjekk hann fleiri atkvæði en
mótsækendurnir, en mestur var
munurinn í Sommet. Þar fjekk
hann 34,723 atkv. fleira en mót-
sækjarinn og er pvi auglýstur ping-
maður fyrir pað kjördæmi.
ÞÝZKALAND. Hinar mark
verðustu fregnir paðan eru pær að
jötunmenninu Von Moltke hefur nú
fyrir ellisakir (?) verið gefin
lausn i náð frá herstjórninni og nafn
hans skráð í flokki uppgjafahershöfð-
ingja. í hans stað hefur Von
Waldersee, hershöfðingi og fyrrum
hermálastjóri, verið skipaður æðsti
hershöfðingi og um pað segja París-
arblöðin að par hatí hermennsku flokk-
ur Þjóðverja unnið frægnn sigur
Það er enginn efi á að Von Walder
see er mikill maður, en eptir pví
sem fram hefur komið kemst hann
ekki með tærnar par sem Von
Moltke hafði hælana, og er pvf ekki
gott að sjá hvaða ástæðu Frakkar
hafa til að óttast umskiptin. Það er
Hka nokkurnvegin víst að Þjóðverjar
hefbu ekki varpað hinum frægasta
herstjóra aldarinnar úr sætinu pó
gamall væri—88 ára—með peirri
fyrirætlan að setja í hans stað annan
herskárri mann. Hitt er mikið lík-
'egra að peir sje að hugsa um að
minnka herkostnaðinn, en sem peir
hefðu aldrei getað meðan karl sat
við stýrið.—Það er annars einkenni-
legt að nærri að segja samdægurs og
Von Moltke hætti herstjórninni var
Von Kuhnfeld hinum fræga hers-
höfðingja Austurríkismanna einnig
gefin lausn frá yfirstjórn austurríska-
hersins. Þar er öldungis eins ástatt
og á Þyzkalandi, að par er enginn
hans jafnitigi í herstjórn. Enginn
veit hversvegna honum var vikið úr
sæti og meginhluta pjóðarinnar er
líka illa við pessar aðgerðir stjórnar-
innar. Von Kuhnfeld var auðvitað
gainall, 71 árs, en pegar aldur
hanserborinn saman við Von Moltkes
og pegar pess er gætt að karl var
hinn hraustasti, pá er ekki hægt að
segja að aldurinn hafi verið honum
að meini. Þannig er pá á einni
svipstundu 2 beztu herstjórum Ev-
rópu svipt úr völdum og pað ein-
mitt á peim tíma, er öllum fjölda
manna finnst engu óbrýnni pörf á
velbúnum og velæfðum her, en um
utidanfarin ár. Þessi atriði hafa líka
haft pau áhrif að almenningstraustið
á herfrægð Þjóðverja hefur eins og
óafvitandi rýrnað, og hvað Austur-
ríki áhrærir, pá er pað almennings
álitið, að eptirmaður Kuhnfelds, sje
ekki annað en milligöngumaður inilli
Vfnar og Berlínar,. og að hin eigin-
lega herstjórn Austarríkis sje í
höndum Þjóðverja, pó hin stjórn-
andi höndin sje almenningi ósýnileg.
Þessa dagana er Crispi, utan--
rlkisstjóri ítala. á ráðstefnu með
Bismarek í Berlín.
AFRÍKA. Frá Egyptalandi koma
pær fregnir að pýzkur Afrikuferða-
maður, Wissman að nafni, hafi feng-
ið leyfi undirkonungs Egypta til að
mynda herflokk og fara upp Nil til
móts við hinn (lhvíta höfðingja”, sem
hægt og hægt stefnir til Kartúm úr
suðvesturátt Er pað hugmynd
Wissmans að finna penuan ókennda
herstjóra og hjálpa honum til að taka
Kartúm og leysa bandingjaaa úr
haldi og svo að frelsa Emin Bey.
Englendingar, Þjóðverjar, Austur-
rikismenn og ítalir ætla sameinlega
að kosta pessa för, pví peir alhr eiga'
mikilsháttarmenn fangna i Kartúm,
að ætlað er. í Egyptalandi er pað
talið alveg víst að pessi „hvíti höfð-
ingi sje Stanley sjálfur og enginn
annar.
ítalir urðu fyrir miklu mann-
tjóni nálægt Massowah i vikunni er
leið. Þeir höfðu sent út herflokk
gegn Abyssiniumönnum, og voru
með peim fleiri hundruð Soudan-
búar, er peir álitu trygga liðsmenn,
en er viðureignin stóð sem hæst
hlupu peir allir í lið Abyssiniu-
manna. Þar fjellu Italir í strá, um
350 talsins.
FBA ameriku.
BANDARÍKI N.
Skipskaði og ógurlegt mann-
tjón varð á Atlanzhafi, skammt frá
Sable-eyju, er liggur 150—160 mil-
ur austur frá Halifax í Nýja Skot-
landi, aðfaranótt hins 14. p. m.
Tvö gufuskip u ThingfrtW«”-1 ínunnar
dönsku, ^Thingvalla" og tlGeisir'\
rákust saman er pau voru á fullri
ferð ? stórsævi og myrkri. (lGeis:r”
var á leið til Norðurálfu, en ((Thing-
valla” kom paðan, og voru á hinu
fyrrnefnda 94 farpegjar en á hinu
455. ((Geisir” brotnaði svo mjög að
hann sökk innan 5 mínútna. A hon-
um voru auk farpegja 60 skipsmenn
og af öllum pessum hóp, 154, varð
að eins 35 bjargað, og færðir um
borð á ((Thingvalla”, er einnig var
búist við að mundi pá og pegar
sökkva. Það skip var svo brotið að
komst hvergi, allur frampriðjungur
annarar hliðarinnar var molbrotinn
ofan fyrir vatnsborð. Sat pað pá
kyrrt pangað til kl. 12 daginn eptir
aðgufuskipið ((Wieland" eign Ham-
borg- Ameríku-lí nunnar, er var á
vesturleið kom pví til hjálpar, tók
farpegjana um borð og dró svo
Thingvalla” inn á höfnina í Halifax,
par sem pað nú er i aðgerð. En
((Wieland” flutti alla farpegjana til
New York. Flestir farpegjarnir á
((Geisir” voru ((skandinavar” frá
ýmsum stöðum í Bandaríkjum.
I umræðuin um vígirðingamál-
ið í neðrideild pjóðpingsins í Wash-
ington í vikunni er leið sagði einn
pingmaðurinn frá New \ ork, að pað
væri bezt að eptirtláta New York—
ríki að eiga við Canada. Það ríki
eitt gæti ábyrgst að taka Canada
herskildi á 5 dögum án nokkurrar
hjálpar utan að. Undir pettatók og
Nelson (norski) frá Minnesota og
bað að lofa Minesotamönnum að eiga
við vesturhelming Canada. Kvaðst
skyldi senda 2 herdeild'.r ((skandi—
nava”, meira pyrfti ekki, til Win ■
nipeg til að taka pá borg, ónýta
brýrnar yfir Ilauðá og pannig skilja
á milli austurog vestur Canada!
Á demókrata fundi í St. Paul
hinn 15. p. in., var Eugene M. Wil-
son frá Minneapolis tilnefndur um-
sækjandi um ríkisstjóra emhættið í
Minnesota, í haust. Móti honum
sótti um kosninguna Dr. Aines,
basjarráðsoddviti í Minneapolis, en
varð un-dir í só'kninni. Fundúririri
kaus Wilson ineð 233 atkvæðum
gegn 136, ergreidd voru með Ames.
Hinir aörir embættismenn rikisins er
á fundinum voru kvaddir til að
sækja undir merkjum demkrata voru:
Aðstoðarríkisstjóri D. W. Buch, frá
Blue Earth County, innanríkisstjóri
W. C. Brakenhager, frá Carver Co.,
fjármálastjóri Hans Nelson, frá
Otter Tail Co., dómsmálastjóri Char-
les D’Autremont, frá St. L-ouis Co.
og yfirdómari við yfirrjett ríkisins
Seagrave Smith, frá Hennepin Co.
(Minneapolis).
Upp til miðs p. m. höfðu verið-
lögð fyrir yfirstandandi pjóðping i
Washington 15,627 frumvörp til
laga, á móti 13,128 á sama tíma i
fyrra. Af pessum frumvörpum hafa
fyrir neðrideildina verið lögð 12,108,
en fyrir efrideildina 3,519. En af
pessu frumvarpasafni hafa að eins
5,606 komizt svo langt að pau hafi
verið yfirveguð af nefnd. Nokkur
peirra hafa jafnvel ekki verið skráð
nema á dagskrá pingsins; hafa verið
flutt munnlega.
Verzlunarmannablaðið, Commer-
cial Jiulletin, í Chicago tekur
djarflega málstað norðvesturríkjanna,
sem eingöngu eru skuld í stríðinu
gegn canadiskum járnbrautum, sem
upp er komið á pingi fyrir milli-
göngu Chicagomanna og járnbraut-
arfjelaga. Blaðið segir að pessir
menn hljóti að læra fyrr eða siðar,
að pað sje pýðingarlaust að reyna
að stemma stigu fyrir verzluninni,
sem nú sje að ryðja sjer veg gegn-
um St. Paul og Miriheapolis og
Montreal í Canada, eptir brautunum
er tengjast á grandanum milli stór-
vatnanna. Það hljóti vitanlega að
verða hnekkir fyrir Chicago, sein
hingað til hafi vaxið mest' og bezt
fyrir verzlunarvegina er pangað
liggja úr norðvesturríkjunum. En
par sem pessi ríki hafi nú fundið
styttri og ókostbærari veg fyrir sam-
vinnu canadiskra járnbrauta, pá sje
nú peirra velgengni undir pví kom-
in, að pau fái að nota pann ný-
fundna Veg. Það sje pví skylda-
Washingtonstjórnarinnar að loka
eyrunum fyrir klögunarópi Chicago-
manna og annara, er byggja fyrir
sunnan stórvötnin og undireins hjálpa
norðvesturríkjunum með pví að leyfa
peirra verzlunarstraum að falla ó-
hindruðum eptir hinum beinasta og
greiðasta farvegi.
Fjögur hin gangmestu skipin á
Atlanzhafi lögðu af stað frá New
York til Liverpool svo að segja á
sömu kl.stundu á laugardaginn var.
Og pó að sitipstjórarnir neiti að pau
ætli að keppa hvert við annað, pá
er pað fullyrt að svo sje; pau ætla
að útkljá prætuna um pað hvað
menn geta farið yfir ((pollinn” á
stytztum tíma. Þessi 4 skip eru:
uLa Bretagne”, uUm/>ria'\ ((i£W’
°g City ot'New York”, sem enn
er að mestu óreynd.
Yfir.s'tjórn Vinnuriddarafjelags-
ins hefur kjörið fjóra menn (J. A.
Wright frá Philadelphia, C. A. Hall
frá Marshall, Texas, A. W. Wrigth
frá Toronto, Ontario og M. L.
Wheat frá Colfax, Iowa) til að ferð-
ast um og flytja fyrirlestra frá pess-
um tíma pangað til 1 nóvember í
haust. Fyrirlestrarnir eiga að \era
til eflingar fjelaginu, og eiga jafn-
framt að útrýma rangri skoðun al-
mennings á fjelaginu.
Það er fullyrt að nú sje Jay
Gould í uudirbúningi með að selja
Western Union-hraðfrjettafjelagið í
hendur peirra Vanderbilt bræðra og
annarra ónafngreindra auðmanna.
Og pað er sagt að McKay riki í
California (einn af eigendumMcKay-
Bennett Atlanzhafs práðanna) sje
einnig í pessum fyrirhugaða fjelags-
skap. Ef af pessu verður fellur
meginhluti allra hraðfrjettafjelaga i
landinu, auk práðanna austur um
haf, í hendur einnar stjórnar. Þá
má búast við að hraðfrjetta burðar-
gjald hækki áður langt líður.
Það hefur hýrnað mjög mikið
yfir repúblikum síðan repúblíka-
tröllið Blaine kom heim frá Evrópu,
af pví hann er svo vongóður að peir
sigristá Clevelandí haust, en einkum
máske af pví lmnn hefur lofað að
hjálpa verki peirra áfram með ræðu-
höldum.
C a n a d a .
Tekjur sambandsstjórnarinnar í
í síðastl. júlíman. (fyrsta mán. yfir-
standandi fjárhagsárs) voru rúmum
$600,000 meiri en í fyrra, útgjöldin
á mánuðinum voru $J milj. minni
en í fyrra, afgangurinn i sjóði eptir
mánuðinn voru $267,610. Þykir
petta óvanalega góð byrjun fjár-
hagsársins, pvi I júli er æfinlega
greiddur helmingur árstillagsins úr
sambandssjóði til hinna ýmsu fylkja,
og í síðastl. júli purfti að greiða
rúmlega $1 miljón i leigu eptir rikis-
skuldafje. — í sama mán. í fyrra
vantaði $569,504 til pess að tekj-
urnar mættu útgjöldunum.
Sambandspingkosningar fóru fram
í Colchester-kjördæminu í Nýja
landi hinn 15. p. m. og unnu con-
servatívar. Um pingmennskuna sóttu
3 menn, einn undir merkjum bind-
indismanna. Sá, sem kosinn var,
Sir Adams Archibald, var fylkis-
stjóri í Manitoba frá 1870til 1874.
Þingmaður fyrir petta kjördæmi var
A. W. McLelan, er I siðastl. júlí
mánuði var skipaður fylkisstjóri í
Nýja Skotlandi.
Tollpjónar shinbandsstjórnar-
innar á Magðalena-eyjunum í Lawr-
flóamynninu klaga yfir að par sje
enginn umboðsmaður' til að selja
Bandaríkja fiskimönnum veiðileyfi.
Þeir koma pangað daglega og
vilja fá pau, pví par við eyjarnar
hefur afli verið ágætur í sumar allt
til pessa.
Hveiti hækkaði snögglega í
verði á Montreal markaðinum i vik-
unni er leið, komst á svipstundu
upp í $1,03 bush., 5—6 cents hærra
en verið hefur um undanfarinn mán-
aðartíma. Fyrir petta verð voru
samstundis seld 100,(XK) bush. af
Manitoba hard-hveiti. Meira neita
spekulantar að selja nema peir fái
$1,10 fyrir.
Hið svo nefnda t(Lög og reglu”-
fjelag í Montreal er byrjað á
sókn gegn hótel-eigendum fyrir
að selja vin til manna innan
lögaldurs, enda virðist ekki van-
pörf á pvi, pvi lögregluskýrslurnar
sýna, að á siðastl. ári voru par settir
fastir fyrir drykkjuskap yfir 1,400
manns innan lögaldurs, og par af
voru 97 stúlkur.
Sem dæmi upp á kappið sem
fram er lagt til að reyna hvaða trje,
gras, korn og aldinategundir prífast
bezt í Canada má geta pess að af
aldinum er á fyrirmyndarbúinu hjá
Ottawa verið að reyna jafnmargar
tegundir og eptirfylgjaridi tölur við
hvert nafn benda á: af eplum (epla-
trjám) 300 tegundir, perum 110,
kyrsiberum (Cherries) 80, plómum
90, vinberum 150, jarðberum (Straw-
berries) 110, Rasp-berum 60, og af
kúrennum 50. Af búgarðinum er
65 ekrum eingöngu varið til gras
°g jurtaræktar og grasafræðisrann—
sókna.
í fyrri viku voru send um 20,000
nýgræðingstrje og að auki svo hundr-
uðum skipti af rússneskum epla-
trjám frá fyrirmyndarbúi sambands-
stjórnarinnar hjá Ottawa til plönt-
unar á fyrirmyndarbúinu, sem verið
er að koma á fót nálægt Indian
Head í Norðvesturlandinu.