Heimskringla - 28.03.1889, Blaðsíða 3

Heimskringla - 28.03.1889, Blaðsíða 3
Ing. Hafnbætur og akuryrkjan verður jiats, sem fyrst af öllu ríður á að ganga til frainkvœmda í og það sem fyrst. Og því næst skiptlng atvinnuveganna og stofnun peirra. Landbúnaðurinn parf að vera að svo miklu leyti, sem hægt er, sjerstakur, flskivei*arnar sjerstakar, verzl- unin sjerstök, fleiri iðnaðargreinur purfa að geta sem fyrst átt sjer stað, hver út af fyrir sig, ogborgir purfa a« myndast, jeg meina snotrir bæir, likt og Gimií litur ur fyrir a? vertSa. Mjer dylst ekki, að pótt járnbraut mundi lítið bæta úr innsveitis samgöngu- leysinu, sem er það tilfinnanlegasta á sumrum, einkum lengra frá vatninu, pá sje hún pó nauðsynleg, ef mögulegt er, helzt ef hún yrði lögð eptir endilangri nýlendunnl, án þess að bændur pyrftu nokkru til hennar að kosta fyrirfram, pví hún mundi hvetja menn til enn Jmeiri at- orku á landbúnaðinum, og hún mundi gera mönnum peninga úr skóginum, sem víðast hvar er of mikili til heimabruks. Þó mundi ódýrara að flytja eldiviðinn sem annað vatnsleiðina, ef til væru goðar og nægiíaga margar hafnir við nýíend- una. Þó álít jeg órátSlegt að geyma þeirri væntanlegu járnbraut nokkuðjþað, sem annars parf að gera, |sje það annars mögulegt, þv’í það getur orðið langt að bíða þess að hún komi. Fyrst ogj fremst skaðlegt að draga á langinn nokkra nauð- synlega framkvæmd, þó til ákvetiins tíma sje, ef hún er annars möguleg, og i annan stað eru allar nauðsynlegar fram- kvæmdir í Nýja íslandi mögulegar, án járnbrautar, svo lengi að ósagreptriuum er haldið áfram, ef liafnirnar vantar ekki. Einungis ati aimenuingur gæti trúað að svo væri. Verði nokkuð úr því a« nýtt járn- brautarfjelag myndist, til að leggja járn- braut norðvestur um Manitobafylki frá Selkirk West, þá gefzt Ný íslendingum tækifæri til að reyna að koma á samning- um við þa'S, um að byggja þá braut ann- að hvort gegnum nýlenduna eða þá að fá grein úr henni t. d. norður að Gimli. Og það mundi, ef til vill, auðsókt, ef þess væri leitað í tíma, og nægilegt fje væri til þess framboðið, einkum ef samtímis yrði hætt við atf grafa Rauðárósana, svo að fjelögin yrðu með í ati bera kostuað- inn. Jeg hef hjer að fratnan verið næsta fjölorður um einstök atriði í saingöngu- málum og búnaðarháttum Ný-íslendiriga, reyndar þó frá hinni óásjálegri hlið, en hún þarf líka að verða sjen jafnhlitSa hinni til samanburðar. Þótt nú atvinnuinálurn, samgöngu- málum og búnaðarháttum sje í mörgu á- bótavant í Nýja íslandi, eins og jeg hef nú minnst á, þá er engin ástæða til að láta það vaxa sjer í augum, nje veikla þrek og áræði sitt, til þess sem gera þarf. Rómaborg var ekki byggð á einurn degi, og Nýja ísland var ekki algert á einu ári því er ekki útsjeð um framttð þess enn. Afstaða Nýja íslands er einkar heppi- Jeg fyrir framtíðina, einkum að því leyti •setn þaS er nærri aðalmörkuðum fylkis- ins—Selkirk og Winnipeg, og hefur par af lei'Sandi betri verzlun en allar íslenzk- ar uýlendur í Manitoba og NorSvestur- landinu, vegna þess, að á sumrum er op- in vatnslei* milli Wiunipegog ailrastaða mefi frain endilangri nýlendunni. Og auk þess hefur Nýja ísland eflaust alla þá landskosti sem aðrar nýlendur i fylk- inu, auk vatnsins, sem allt af er fullt af fiski á öllum tímum ars. Það er vitan- legt, að vegna skógarins, er landið örð- ugra tll akuryrkjunnar, en gróðrarmold- in er lika endingarbetri en á sljettunum, þar sem allt af nætiir af vindum vetur og sumar. Jeg met því skóginn sem mik- inn kost Nýja íslands. Þó margt fleira mætti nú segja um Nýja ísland, þá læt j-.-g nú staðar numið að sinni, í þeirri von, ats þótt mjer, sök- um annríkis, hafl ekki sem allra bezt tek- izt í meðferð efnisins, þá samt muni lín- ur þessar ná tiigangi sínum í þvi, að vekjaathygli Ný-íslendinga á því, atS ef þeir neyta krapta sinna til óhlutdrægrar samvinnu fyrir heill sjálfra þeirra og ný- lendunnar, þá verði gott að vera í Nýja lelandi. AÐ8KILNAÐUR ÍSLANDS OG DANMERKUR. Herra ritstjóri! Þar eð blað yðar hefur ávalt veitt athygli málum íslendinga heima á Fróni, og jafnan fyllt þann flokkinn, sem efla vill stjórnlega farsæid í landinu, leyfl jeg mjer að senda yður nokkrar línur, við- víkjandi stjórnarbaráttunni. Það er líka skoðun mín, að vjer íslendingar hjer megin hafsættum að fylgja því málimeð ráðum og dáð, ati svo miklu leyti sem kringumstæður vorar leyfa. Það munu flesttr ætla, að stjórnar- skráin 1874 hefði mátt verða til mikilla bóta, ef þingið hefði fengiðað njóta þess rjettar, sem því að nafninu til með henni var veittur. En þar sem stjórnin hefur einmitt notað hana til að hindra vöxt og viðgang frelsis og framfara meðal þjóð- arinnar, þá var ekkert e'Klilegra en ati stjórnarbarátta yrði hafin á ný. En hver er svo árangur hennar? Einhver hlýtur hann að vera, þar sem hún hefur verið aðalmál þjóðarinnar nú í 4 ár, bæ'Si í ræðum og ritum. Reyndar segja súmir, að baráttan hafl sýnt sig a« vera árangurs- laus, en slíkt er talað alveg út í bláinn, jafnvel þó stjórnin hafl ekki aðhyllzt neinar stjórnarskrárbreytingar. Árangur- inn er innifalin í tvennu. í fyrsta lagi: Hver einstakur, og þar meö þjóðin í heild sinni, hefur fengið nokkurn veg- inn ljósa þekking á málinu, og þarmeð áhuga til að halda því áfram. í öðru lagi: Stjórnin hefur auglýst, að hún ætli ekki að aðhyllast neinar brey tingar á stjórnar- skránní. Þessi atriði eru óneitanlega mjög þýðingarmikil. Um hið fyrtalda munu allir samdóma. Hitt hefur og mjög mikla þýðingu, þar eð með því er full- vissa fengin, að ekki er til neins atS fara miðlunarveg. I'jóðin verðnr að taka ann- að til bragðs, ætli hún sjer ekki alveg að leggja árar í bát. Alþingismaður Jón Ólafsson ritar í „Fjallkonuna” 4. janúar þ. á., livort næsta þing ætti ekki að leita samþykkis kon- ungs, stjórnar og ríkisþings, til vinsam- legra siita á sambandi íslands og Dan- merkur, svo framarlega sem almenningur áliti sambandið báðuin þjóðunum til tjóns. Jeg man nú ekki eptir, afl þessari uppástungu hafl fyr verið hreyft í blöð- unum, og er það því meiri furða, sem sú skoSun mun almennt ríkjandi meðal al- þýðu, aðísland þurfl að losna úr sam- bandinu, eigi því að verða framfaraauðið, Það eru þvi ekki líkindi til annars, en að íslen/.k alþýða yrðl aðskllnaðinum fegin, enda vœri það engin furða. Það er hún, sem inest hefur liðið við salU' bandið, og það er því hún, sem uppá- stungan um ".ðskilnað verður að koma frá. Mjer dylzt ekki, að margir munu álíta, að slík tilraun verði árangurslaus, þar eð stjórnin segi það koma í bága við grundvallarlög ríkisins, jafnvel þó þati nái engri átt. Nei,söguleg reynsla hinn- ar íslenzku þjóðar og kröfur tímans heimta tafarlaust aðskilna'S. ÞatSer sjálfsagt að reyna fyrst með sp.mkomulagi, en til þess útheimtist ein- dregin ósk og fylgi alþýðunnar. Það þarf a« ræða málið í hjeruðum, sRSan á Þingvallafundi, þar sem saman kæmu kjörnir menn úr öllum hjeru'Sum lands- ins. Senda því næst áskorun til þingsins, með svo miklum undirskriftum, sem hæst er er ati fá um allt land, þess efnis, að það í nafni allrar alþýðu á íslandi húti samkomulags við konnnginn um að- skilnað, og mundi heppilegast að senda menn á konungsfund til að frainfyigja málinu. Jeg skal taka það hjer fram, að það er Dana konungur, sem íslandingar eiga við um þetta mál, því honum gengu þeir á hönd, en alls ekki danska þjóðin eða ríkisþingið. Jeg vona menn neitl ekki þessum mÍKÍlsverða sannleika, sem Jón heitinn Sigurðsson lagði svo mikifl í söl- urnar fyrir að fá viðurkenndann. Þá verður nú næst að athuga, hvern- ig málinn yrði komi« í hreifingu. Hygg jeg bezt mundi fara, að þingmenn tækju það fyrst upp sín á inilli, og gerðu þa« síðan að umtalsefni, hver i sínu kjör- dæmi. Einuig uiundi það verða mjög farsælt fyrir málið, að fjelag myndaðist, sem, ásamt fleiru, kostaKi menn til að ferðast um landi« í þeim tilgangi, að safna undirskriftum, samríma sko'Sanir manna, og sjerstaklega að fræða alþýðu um stjórnarfyrirkomulag annara landa, einkum Ameríku. Gæti liún þábetur tek- ið þátt í þeirri stjórnarbreyting, sem óhjá- kvæmileg yrði, ef málið gengi fyrir sjer, það er: ef aöskilnaður fengist. Jeg hef svoí þetta sinn ekki tíma til að fara lengra út í þetta mál. Einnngis vil jeg biðja hina íslenzku þjóð að hug- leiða, hvort ekki sje mál að kasta af sjer hlekkjunum. íslendingar! Hugleiðið, að öU yðar ógtrja, allur hinn mikli andlegi og líkam- legi Uuppblá»tur” er afieiðingin af sam- bandinu éið Dani. 18 5. Þegar dað fard betu/r en vet, fer opt ver en illa. Þessi orö komu mjer í hug, þegar jeg í 8. nr. uLögbergs” sá ritgerð frjetta- ritarans úr Argyle. Sú ritgerð setur glöggt brennimark á Lúterstrúarmenn í þessari byggö, en brennimarkið er: ydr- skyn guðhraðslunnar. Greinin byrjar með sjálbyrgingslegu orðaskrumi, fer nokkrum orðum um Lárus Jóhannsson, sem þar nefnist „mylnusteinn”. Litlu sí'fiar i greininni stendur þessi setning: „Fríkirkjusöfn- uðurinn haföi vanalega lestrarsamkomu þann dag, og var lienni lokiö stnttu áður en Lárus kom. Djáknar safnaöarins ósk- uðu þess, að fólk sýndi Lárusi ekki þá virðingu að hlýða á hann”. Þetta var viturlega gert af djáknunum i Frikirkju- söfnuðinum, að vara menn alvarlega við Lárusi, enda fjellust líka allir á þetta dá- samlega ráð djáknanns. „Var þá sam- þykkt að bíða eptir Lárusi og færi svo liver heim til sín, þegar lianu væri kom- inn’4. Og þessum samþykktum var dyggi- iega framfylgt. „VíSa er pottur brotinn”. Skildi frjettaritarinn ekki hafa tilfinning fyrir að nóg var aðgert af hinu andlega ráði i Fríkirkjusöfnuöinum, þó ekki færi hanu að draga þessa mynd í birtuna, með því, að koma henni í „Lögb.”, til þess að ókomin kynslóð ætti sögu af ís- enzkurn Fariseum í Manitoba? Á annan hátt virðist mjer sð menn ættu að auglýsa sig Lúterstrúarmenn, þ. e.: með hógværð og lítillæti, að hugsa og tala eins og kristnum mönnum sæmir. Þa* er sannfæring mín, aö Lárus geti kennt mörgum Lúterstrúarmanni sanna auðmýkt. Jeg álít og, að menn hjer sjeu ekki æðri þeim gu'Kfræðingum lieima á íslandi, ersátu og hlýddu á ræð- ur Lárusar, Og sem sögðu, aK þeir hefKu ekkert út á hann að setja; Lárus færi með gott guðs orð. Er það ekki hörmu- legt, að svo einföld, þó fullkomin trú, eins og Lúterstrúin er (í samanburði við aðra trúarflokka) skuli blekkt með einu og öðru þvílíku, sem andstæðiugar Lár- usar viðhafa til að kasta skugga á hann. Jeg ætla ekki að fara fleiri orðum um þetta mál; það er komið sem komið er. En þess væri óskandi, að menn gættu sín farinvegis og ljetu ekki optar sjást ritgerK, sem brennimerkti íslenzka Lút- erstrúar játendur eins djúpt og þessi gerir. Lúterstrúarmaður í Argyle-sveit. * * * Vjer geturn ekki sjeK að í þessu liggi „yflrskyn”. Þeir, sem viðstaddir voru, höf-Ku samdægurs lilýtt á guðs orð, mikið betra guðs orð en Lárus hafði á boðstól- um. Og úr því þeir höfðu enga löngun til að kasta Lúterstrúnni og gerast pres- byteriamir—sem engiiiu íslendingur ætti nð vera svo einfaldur að gera—, þá var hreinlegast að ganga til verks eins og þeir gerðu, til þess postuliun sæi að þar var þýðingarlaust aK bera niður. llitst. SAGAN ER SÖNN. Þeir bárust á fleyum of brúsandi sjó, AK blómskreyttum löndum, hvar auð var að fá; Þeir komu frá storð, þar sem kjarkur- inn dó, Og kúgunar-okið á þjó'Sinni lá. En kóngurinn veit það, að sagan er sönn. Hjá ftskauðgu vatni þeirbyggðu sjer ból, Og buguðu allt það, sem snörist þeim o' an. Þeir óbrigKult liöfðu ískóguiiuui skjól, Þá skörp voru frost, eða liitinn var megn. En markverðast er það, að sagan er sönn. Þeir reistu sjer kirkjur að kristinna sið, Og kærleikans-neisti þeim lifnaði hjá; Og bræðralags-eining var mark þeirra’ og mið; ViK mannskap og drenglyndi studdust þeir þá. En ei er að tvíla, að sagan er sönn. Nú liðu fram stundir—En lánið er valt—; Þeir loks gerðust þreyttir á stöðugri ró; Og þá hófust deilur og þesskonar allt, Og þá stigu margir á annara skó. Jeg vitna til „Framfarn”, aK sagan er sönn. Þetr dreifðust um landið frá hafl til hafs, Sem hjörð, er sjer tvistrar um beitilönd stór; Og drjúgur var hver, sem gat dregið til stafs. Þeir dönsuðu, ljeku, og þömbuðu bjór. í uLeifi” flnnst gjörla, að sagan er sönn. Og þá komust bókmenntafjelög á fót, Sem fjellu af sjálfu sjer jafnskjótt um koll; Þá myndaðist skrils-mál og skringilegt blót, Og skyldmenni reyndust þá miKlungi holl. Jeg vitna til uHeimskringlu”, aK sagan er sönn. Og tundrandi gaus þá upp trúvillu-bál, Er tryllti svo margan af dyggðanna-braut. Og þá risu deilur um menntunar-mál, Og meiKandi hnútum hver strákurinn skaut. Jeg vitnatil „Lögbergs”, að sagan ersönn.. Og þá skeðu tryggðrof og bindindisbrot, Og blaðstjóra-rígur og safnaða-þras, Og þá heyrðist pískrað um peninga-þrot, Og pílagríms-hrakning og giptinga-flas. En heimurinn veit það, að sagan er sönn. J. Magnús Bjarnason. ELDRAUNIN. Eptir CHARLES READ. (Eggert Jóhannsson, þýddi). Áður en siðasta orðið var sloppið af vörum Pinders, hafði Mansell með sjálf- um sjer svarið þess dýran eið, að sá pilt- ur skyldi íiæmdur burtu. Og með því augnamiði að særa vinnuhjú konunnar sem mest svaraKi hann/ 4Já, en jeg álít óvíst að húsbóndinn sje sjálfur skyldur til að segja hjúunum hvað hann ætlar aK gera við sína pen- inga!’ tSegurðu þína peninga’ spurði Ðe- bóra, sem nú fór að hitna innanbrjósts. tJá, jeg sagKi það’, svaraði Mansell. .Peningar feonu minnar eru min eign, og jeg hjelt að jeg liefKi gert ykkur þaS fullljóst einusinni áKur! Jaja, sleppuin þvi. Eu það sem jeg œtla aK gera við peninga hennar er, aK setja þá á vöxtu í Ameríku, svo að hún fái fyrir þá 10 af hundraði í vöxtu um árið, sem að mínu áliti er ráðlegra en iáta þá liggja ávaxtar- lausa á banka hjer á Englandi. 4Einmitt!’ sagði Debóra. ,Svo þetta er þá sagan, sem þú hefur að segja henni! En jeg ætla þá að segja henni sannleikann, og hann er þetta: Þú ætlar að ná haldi á peningum hennar og hlaupa af stað til Ameríku á augnablikiuu. Var- ney hefur verið hjer og komið upp um þig. Þú komst eptir peningunum, en ekki konunni!’ Þessum orðuin lireytti hún að hon- um svo frekjulega, að jafnvel liann, til- finuingardaufur eins og hann var, brá lit- um. Kinnar lians roðnuðu, eins og hún hefði slegiK liann, en áður hann gæti svarað, greip Sara, sem staðið hafði ráð- - laus í dyrunum, fram í og sagði mæöu lega: 4Komin í deilur undir eins!’ Og Mansell, sem aö vissu lejtivar skarpari en þau öll, náði sjer aptur á augnablikinu og segir ósköp rólegur: (Ekki að þvi er mig suertir, góða mln, um það má jeg fullvissa þig. En þevsi kona segir að jeg hafi komið ti! að vitja peninganna en ekki kouuniiar. I)á- indis laglegt að segja mantii svo hátt, að allir sem um strætið fara megi iieyra!’ Mjerdettur ekki í liug aK rífast við hana, en jeg stiug því að þjer, að það er ekki skemmtilegt fyrir mig að búa í sama liúsi og fólk sem hatar mig, og setur sig út til að eitra konu mína gagnvart mjer. HvaK flnust þjer um það?’ 7. KAPÍTULl. Þau Pinder og Debóra fuudu til þess með trega, að þau höfKu þarna mætt jafn oka sínum. Pinder hafði svo mikið vald á sjer, að hann sagði ekki eitt orð, en það vald liafKi ekki Debóra yfir sjer. IIúu titraði af geðsliræringu og beitti á liann sínum vopnum til þess síðasta. (Jeg skal fara úr þessu húsi fyrir fullt og allt, fyrir eitt orK sj-stur minnar. En jeg fer ekki þverfótar fj-rir tilstilli aðskota- dýrs, sem hjer er í dag, en burtu á morg- un, eptir að liafa dregið mjólkina úr kúnni, og sogiK blóðið úr kálfinum!’ Þetta sagði hún með fullri áherzlu og benti um leið með vinstrí liendinni á Söru, en hægri á Lucj-, gefandi Mansell þanuig greiniiega hugmynd um, liver væri kýrin og hver kálfurinn. Þessi meiningardrjúgu orK hennar og liiuar ó- fínu handabeudingar, er fylgdu, höfðu þau áhrif, aK jafnvel Pinder gat naumast orða bundÍ8t. Og þau flettu tiinui upp- gerðu kurteisisMæja gersamlega al Man- sell, svo aK hann ÓK nú að henni í sínum gamla ham,.en Sfwa kom þóíveg fyrir að hann segði nokkuð; (Nei, þú skalt ekkisvara henni James, ekki einu orKL’ sagðL hún og var svo tignarleg og stillt, að sljákkaði í öllum. (Farðu og taktu, haná dóttur þína á knje þjer, en jeg skal segja hjúum okkar, hvaK mjer býr í brjósti’. Tók þá Mans ell Lncy og fór með hana, upp á lopt. Þegar hann var kom- inn nógu langt burtu, rjetti Sara fram báðar hendurnar og baK þau tvö, Pinder og Debóru að koma tii sín. Og þau tóku sitt hvora hendi og komu til hennar. Á- vitaði hún nú bæði tvö, en hún var svo blíð og orð hennar svo hlý, að þau græddu sárin í stað þess að búa til ný. (Þið hafið sannarlega ást á mjer bæði’ sagði hún. ((Svo kennið þá i brjóst um mig líka, en flæmið mig ekki út í horn. Neyðið mig ekki tii að kjósa anDaKtveggja, manninn minn eða ykkur Þið vitið líka hvern jeg hljH að kjósa. ÞiK vitið líka, aK ef jeg vildi sóa þessum peningum mínum öllum í glys og óþarfa fj-rir sjálfa mig, segðuð þið ekkieitt orð. Hvers vegna þá ekki að lofa mjer að gleðja mitt eigið hjarta, með því, að gefa þeim peningana sem jeg elska. Það er mjer langtum meira virði en £400, ef þið vilduð bara sjá það’. Hún yfirbugaði þau bæði með þess- um orKum sínum. Debóra leit til Pinders og sagði í vandræKunum, aK systir sin auðvitað skildi þau ekki. Eptir litla stund herti hún upp hugann og sagði: (Það sem við eignm við er það, að ef þú sleppir hendl af penlngunum, taparðu manninum, en svo iengi sem þú heldur þeim, svo lengi heidurðu h*num lijá þjer. Og viK bæKl höfum sjeð, hve mjög þú sj-rgirhann, þóliann geri hvort- tveggja: fjefletta þig, og hlaupa burtu þegjandi og skilja þig eptir yflrgefna’. (Jú, jeg skíI j-kkur’, svaraði Sara blíðlega. (Þið viljið mjer vel, en eruð full af efasemi, vantrausti og grunsemi, Jegásaka ykkur ekki fj-rir þetta; þið er uð svona gerð. En jeg er öll þar sem jeg er. Jeg get ekki elskað ogvantreyst, eða vantreyst og elskað, í senn*. GeKprýðin og hin þýKu orK Söru voru nú búin að j-firbuga gamla ástvin hennar, svo liann fór að biðja Debóru að vægjahenni. (Stríddu henní ekkí meira', sagði liann. (Hún er allt of góð fyrir þennan lieim. Hún er engill!’ Debóra tirosti, horfði á sj-stur sína um stund og segir svo: (Húh er furðu góður kvennmaður, það sýnir andiit hennar, en hún er kvennmaður, um það máttu vera viss, engu síður en móKir hennar var á sínum tíma. Sara! Jeg ætla ekki að fara í flæmingi lengur, en spyrja blátt áfram: Langar þig til að önnvr kona fái þessi £400?’ finnur kona't spurði Sara með nip-ta fáti, engillinn, sem Pinder áleit að væri. JIvaK ertu að fara með. Ilvaða önnnr kona?’ (Hann Dick Varney sá hann meS k'ennmanni, laglegum kvennmanni!’ svaraði Deiióra. (Og hvað sannar það?’ ,Það einstakt sannar lítið. En mað- ur, sem á hans aldri yfirgefur einn kvenn mann í 3 ár. er alveg viss með að fá sjer annan!’ Æ, segðu ekki þettn!’ hrópaði Sara, hálf-efablandin. En Debóra, sem nú var rjett komin á ferðina, var ekki á því að hætta að svo stöddu og lijelt því áfiam. (Það er ótrú- legt og gegnstríðandi náttúrlegu eðli, ef annar kvennmaðurer ekki einliversstað- ar á bak við. En sje þar annar kvenn- maður, þá er líka ailt auðskilið, þriggja ára burtuveran og þögnin. Hann í Neiv \ ork, leikandi við hvern sinn ftngur— kvenimaður, þú sj-rgjandi á Engiandi—, enginn annar maður (Pinder er einungis vinur). Ilin konan er í p°ningaþröng (og það er hin konan æfinlega) og þá kemur Dick Varney og segir honum frá allsnægtum þínum. Hann er hingað kom- inn að mánuði liðnum, og á fyrsta degi þurmjólkar liann kúna! Ameríkönsk gróðabrögð! Ameríkönsk hvmbug! (Framhald).

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.