Heimskringla - 16.05.1889, Blaðsíða 3

Heimskringla - 16.05.1889, Blaðsíða 3
v’ar har talsvert fje komið saman til stofnunar barna og uuglinga skóla; munu harðærin sítian valda að hann er ekki enn kominn á fót. Lausakennarar fóru Lar um sveit að vetrinum og kendu börn- um innan fermingar, skript, reikning o.d. Það, sem jeg hefi nú sagt um Vopn- firðinga, vil jeg ábyrgjast a* satt er, til pess tíma að jeg fór af íslandi, skil jeg ekki að þnr hafi mikil andleg ajtturför 6Íðan átt sjer stað. Skortur á lestrar og framfarar löngun stendur þar því varla í veti fyrir „Sam.”, sem tiest öll íslenzk rit önnur nýtilegs efnis eru keypt og lesin. Mjer er nær að halda, að þóJJHalldór próf. hefði lifað enn, að hann hefði ekki mikið unnið atS útbreiðslu „Sam.” í sókn sinni. Var hann þó almennt álitinn með frjálslyndustu, lærðustu og beztu kenni- mönnum íslands.—Orsökin til þess að „Sameiningin” er í svo litlu gengi í Vopnafirði held jeg því sje skyldari henni sjaifri en andlegum{uppblæstri þar. '48|P . Jl ^ Björn Halldórsson, 3 frá Hauksstöðum í Vopnafirði. HÆG SUNNAN-GOLA. Á fimmtudaginn 25. apríl höfðu ís- lendingarí Lincoln County skemmtisam- komu í fjelagshúsinu, og voru flestir leiðandi menn liyggtíarlagsins þar sam- ankomnir, þó fámennt væri. Hvers vegna þessi dagur var valinn til skemt- ina vita þeir bezt, sem samkvæmið stofnuðu. En það vita þó allir, að fimmtudagurinn 25. apríl er enginn merk- isdagur lijer 5 landi. Jeg veit hreint ekki í hvers minningu eða 1 hverju skyni—ameríkanskt skoðað—, að sá dag- ur ætti að vera haldinn hátiðlegur. En svo er þati vitaskuld, ef að mönnum dettur til hugar að koma saman og skemta sjer, þá tekzt til þess einhver dagur, og svo í þessu tilfelli.—Og það vildi svo til, að þetta góða samkvæmi bar upp á þenna hversdagslega dag. Þetta er nú annars að láta nokkuð ólíkindalega. Jeg veit eins vel og sam- komufólkið sjálft í hverju skyni það hjeit þennan dag hátíðlegan. Það var ekki fyrir neina tilviljun, atf þetta sam- kvæmi bar upp á þennan dag. Þess- um degi mátti einmitt ekki sleppa. Ann- ars var allt ónýtt. Þetta var sumardagur- inn fyrsti—ekki í Ameríku, heldur á /s- landi!. En jeg skil ekkert í þessu. Jeg hjelt að frelsið og allsnægtirnar hjerna gerðu vesturförum undir eins svo bjart fyrir augum, að Þegar þeir litu til baka til fósturlandsins, þá sýndist þeim allt svo viðurstyggilegt, í svoddan myrkri, eymd og voiæði; sýndist allt á trjefótum og komið i einhvern óskapa óaldarbray, og meira að segja, virtist varla nokkur nýtur maður eptir í landinu, ekki nokk- ur embættismaður að minnsta kosti, er tit cain í. Já, jeg hafði ímyudað mjer, að ísleudingar hjer vestan hafs yrðu undir eins, er hingað kæmi, svo frjdls- lyndir, heiðoirðir og citrir menn, að þeir gætu ekki framar rennt klýjum huga til ættjarðar sinuar. En nú gaf öðruvísi að líta við. Þessi samkoma ber vott um hið gagnstæða, og er það stórt gleðiefni. Jeg sje nú, að þeir landar hjer vestra, er ekki geta litið rjettu auga iand nje lýð heima, eru tiltölulega fáir og fráskekkt- ir. Varla mun nokkur ætla að íslend- ingar í Lincoln Co. sjeu nokkurt af- brigði, en þeir hefðu þó vissulega ekki farið að halda sumardaginu fyrsta á ís- iandi liátíðlegan, hefði peim ekki verið hlýtt í huga til fósturlandsins. Mjer finnst að sumir þeirra manna, sem mikið liafa að seyja, og sem finnst þeir endilega þurH að segja ýmislegt sem annars mundi verðaósagt, sjeu að reyna að „koma inn í menn" þeirri skoðun, að Islendingar hjermegin hafs sjeu úrvalið úr þjóðinni, og ekki nema úrhrakið ept- jrílandinu, illgjarnir bjánar, sem ekki beri skynbragð á nokkurn hlut. En þessa skotSun gætu víst fáir felt sig við sem betur fer. Sjeu íslendingar vestan hafs tiltölu- lega vitrari og betri menn en þeir, sem eptir sitja, þá hafa þeir orðið svo síðan þeir fluttu vestur. Áður bar víst ekki stórt rneira á þeim en öðrum. Síðan að hiigað koui hafa þeir okki tekið stór- vöxnum framförum nema í efnalegu til- iiti—en það er nú líka nóg. Þatt þola ekki allir meðlætið. Undir eins og suin- um fer að gauga vel, er þeim mjög gjarnt á a5 bregða öðrum, sem miður vegnar, im ómennsku, viljaleysi og vitleysu. Og svo er fyrir sumum löndum hjer vestra; þeir „sítera” meira í vit og heil- brigða skynsemi, heldur en kringumstœður En slíkt nær ekki góðri átt. „Það er hægra um að tala en í að komast”. Að ætlast til þess, að menn á íslaudi standi jafnfætis Ameriku-mönnum í framfara- legu tilliti, væri þats sama og ætlast til, að hjólið rynni jafn-liðugt í krappa- þýfi og á rennisljettu. Sumir landar lijer vestra þurfa að gæta meiri sannsýni, gagnvart þjótS sinni, heldur en þeir hafa gert hingað til. Það er ekki þeim að þakka, að Ameríka er eins og hún er, eða að þeim gengur bet- ur hjer en heima; nje heldur geta þeir sem eptir sitja gert að því, hvernig ls- land er. Vesturfarar liafa ekkert til að stæra sig af. Það er lítil frægð að smeygja sjer út úr bágindunum, hvað sem um aftra veríur, þegar maður veit af einhverjum betri stað á hnettinum og hefur tækifæri til að komazt þangað og sleppa! Jeg veit ekki hvaða dáð eða drengskap þarf til þess—eía nokkuð það, se m hægt væri að vera hreykinn af. ís- lendingar yfirgefa ættjörðu sina, til þess að bæta hag sinn, einungis til að eiga betri daga, hvernig svo sem öðrum líð- ur. En ef þa8 er ekki frekar til að blygðast fyrir, heldur en að stæra sig af, þá er skynsemi mín eitthvað lasin, ekki almennilega heilbrygð. Svona er nú samt frjálsrætSið. Hver sem sjálfur ákvarðar sig til að eiga gott og álítur að forsjóuin hafi skotið sjer í heiminn á skakkann stað, þá er það ekki urntals mál, hann verður að reyna að leita upp rjetta stað- inn! F. BLÓMIÐ. (Snúið hef ur úr dönsku S.B. Benedictsson). Fann eg í lundi fjólu smá með fölar kinnar, dapurt auga. Hrygð á hennar svip eg sá og sorgartárin vanga lauga. „Til einskis er eg blómí lundi björtum, jeg blómstra ei til gleöi neinum hjörtum ’. Sagði blómið af sorg. Hennar sára harmakvein heyrði Venus, ástar-gyðja. Ungan þá hún sendi svein sorgmætt blómið til að styðja. Sveinn tók blómið þar í lundi þýðum og þúsund kossa gaf af vörum blíðum. Svo var sorgum ljett. Eins er meyja mörg og fríð, sem mærra dala rósin bjarta. Sama er þeirra sorgarstríð og sama liggur þeim á hjarta. Veit þeim áheyrn, Venus ástar-gyðja! vífln sorgarmæddu láttu styðja. Sendu hverri svein. ÞRUMAN, Hver er hin mikla ógnin eflda, óðfleyg sjer ryður djúpa braut, og jarðar fær hverja skepnu skelfda, því skjóls von er ekki’ í neinni laut? Það ert þú, mikli þrumulogi, þykkum skýdrunga svifinn frá. Þinn rafurmagns strengja bitur bogi bálskeyttur mörgu snýr í dá. Hvað sem á fold með fjöri bærist á feigflar döpru horfir stund; undrandi hjarta ótta særist, yfir þegar þú flýgur gruud. Allt, sem þú heiptar hrammi snertir og hörtium dauðans fjötrar klóm, og eldsleifa dökkum svipi svertir, særist og lýtur skapadóm. Ekkert stendur vi8 afli þínu, þú öllu rótar og hverfir bygg8; þú breytir fegurð á blóma-línu —björkin er sama voða skyggð. Bálfleygur þinn í bjargið smýgur, bóndans rífur að velli hörg. Fyrir þjer eikin fagra hnígur, þó fullþroskuð sje og greinamörg. Regin trjánum, sem rjetta greinar regnbólgnu skýja-hauðri mót, grimmefldir þínir funa-fleinar fletta sundur, að neðstu rót. Runnurinn bjarti blómum protnar, brotinn, reittur og skrúða fjær. Lífsandi þar ei lengur drottnar, sem logaheipt þinni niður slær. Bergmáigar veina brúnir fjalla, er bálörva á þeim dynja slög, hrynjaudi bergsins hljómar gjalla, helsöngva kveða gljúfradrög; mannvirkin sterku stökkva’ í mola, standast ei þinnar heiptar móð. Hvað er sem mundi megn þitt þola, þú máttarstóra þrumuglóð ? Von er hin minnstu blómin blikni, brunaöflum þeim liorfa mót, og liljan unga og veika vikni, vaxin af hinni smærstu rót. Me8 bálör þinni berztu styrkri og blóðgann æ þjer markar veg; allt með helblæju málar myrkri; maunlegri sjón ert voðaleg. St. G. ELD UAUNIN. Eptir CHARLES READ. (Eggert Jóhannsson, þýddi). En þá flugu peningarnir—£400— í huga hennar, er hún i einfeldni sinni hafði kastað frá sjer í þeirri von, að draga saman auðlegð handa Lucy. Hún beygði sig niður að dóttur sinni og kyssti hana svo hægt, að hún vaknaði ekki. ,Nei. nei, mín föðurlausa dóttir’, sagði hún. , Mín vegna kæri jeg mig ekki um peningana, en hann skal ekki ræna þig. Þú skalt fá peningana aptur hvað sem gert verður við mig’. Hún settist nú niður og hugsaði um þa8, hvernig bezt yrði framkvæmt pað, sem henni á augnablikinu hafði komlð í liug—og þeir eru færri, sem hitt hefðu á jafngott rá8 og hún. Hún byrjaði með því að gera allt það sem mögulegt var að gera í h»rberginu sem hún var í. Hún færðidálítið borðyfir a« gasljósinu, tók upp skærin sín og lagði þau á það, tók svo upp nál og tvinna, præddi nál- ina og nældi henni svo í kjólermina sína. Svo fór hún og opnaði vængjahurðina, hljóðlega, staðnæmdist svo fyrir framan hana, til að hlusta og fá sönnun fyrir að liann og Elizabet væru sofandi, og gekk svo inn í herbergi þeirra. Þá kveikti hún á gasinu, en ljet ljósið vera dauft, og leit- aði svo að fötum hans. Hún fann þau, og neðst á stólbrúðunni, undir hinum fötunum, var vestið með pen'ngunum. Það tók hún og hafði burt með sjer inn í sitt herbergi. Settist hún þáviðborðið, tók vestið og spretti upp saumnum og tók pening- ana, erekkihafði veiið hrært við, og saumaði svo vestið upp aptur mjög ró- lega, og þræddi í öll fyrri nálsporin, svo að enginn munur sást á saumnum. Að þessu búnu tók hún vestið og færði yfir í hitt herbergið og ljet það undir fötin á stólinn, og skildi við þau með sömu um- merkjum og Elízabet kvöldinu áður. Þegar þetta var um garð gengið, og hún hugsandi á þá leið, að það gerði lít- ið, hvort sá matSur yrði var við hana, sem hún gat látið setja í fangelsi fyrir fjöikvæni, hvenær sem húnvildi, fór hún og dró lítið til hli8ar blæjuna um rúm- stæðið, krosslagði svo hendurnar og horfði á pari« með þeim hugrenningum, em erfitt yrtfi að lýsa svo rjett væri. Þar lá hann á bakinu og hraut hátt, eins og hann æfinlega gerði eptir fyllirí. En hin önnur konan, sem liann hafði svo herfilega svikið, lá á hliðinni, sofandi sætt og vært og með saklausann svipinn eíns og barn. Hin einbeitta konan, sem horfði á þetta, stóð þarna lireifingarlaus, eins og myndastytta, og hugsaði sjer að læknast algerlega etSa deyja að ötírum kosti. Og til að gera það útheimtist meira en meðal þrek. Hún titraði eins og festupp á þrátfundan kvnlabálinu.er læsli sig um og smaug í gegnum hvern vððva, hverja taug og hvert bein líkamans, um leið og það sveið og brenndi sálu hennar og hjarta,—en liún nísti tönnunum og stóð kyr. Hún vildi fá þessa sjón grafna, brennda, svo djúpt á minnisspjald sitt, að hún yrSi óafmáanleg, að hún aldrei gæti gleymthenni, nje með gleymskunni gæti hún leiðst til að fyrirgefa. Undir eins í dögun opnaði vinnu- maðurinn strætisdyr hússins og berS þá Sara ekki boðanna. Hún dreif Lucy upp þegar og leyfði henni ekki að lfita heyra til sin. Þær bjuggu sig báðar til burtfarar þegjandi, og gengu svo út. Gekk Sara á milli dóttur sinnar og rúms Elízabetar, er þær fóru þar fram lijá, til þess barnið yrði einskis vísari. Þannig yfirgáfu þær liúsið, án þess að mæla orð. * * * Það var framorðiTi morguns, þegar James Mansell vaknaði, og var hann þá einn i rúrninu. Hann mundi fljótt i hvaða kringumstæðum hann var og varð ærift óttasleginn. Hugsanir lians voru allt annað en fagrar. Hvernig vínið hafði ónýtt öll hansbrögð! Hann sem sje liafði ákveði'S að halda laglega á spilunum og hafa báðar konurnar góðar. Honum hafði ekki komið í hug að gera vartviSsig hjá Klízabet í New York fyrr en hann hefði búsett Söru í Boston og verið þar hjá henni mánuð í miunsta lagi. Hvað skyldi nú taka til bragðs. Það var ekki um annað að gera, en rífa sig upp, fá sjer ofurlítið að jeta og fara svo á fund Söru, og segja henni einhverja lygasögu einu sinni! Og fljúga svo með hana af stað til Boston, og skrifa svo Elíze.bet enn aðra lygl, til þess að afsaka svo snöggva burtför frá henni. Hanu lieut- ist nú á fætur og út úr herbergiuu og inn þangað er Elízabet, brosandi og ánægð, var að setja á borðið ágætan morgunverð fyrir hann. pví hún hafði heyrt hann vera að klæða sig. tÞað er rjett’ sagði hann. tGefðu mjer ögn að borða, og svo fer jeg strax nlður að bryggjum, að vitja um flutn- inginn’. ,Hvað! Eru þá peningarnir og allt saman þar?’ spurði Elízabet. ,Ekki mikið. Þeir skilja ekki við mig á degi eða nóttu’. Er þnð satt! Þú ættir þá að sýna mjer þá’. .Másfce þú trúir ekki að jeg liafi þá á mjer’. ,En sú hugmynd! Jú, jeg víst trúi því, og er ánægð að taka orS þín trúan- leg’. Hún hellti nú á bollann hans og sagði ekki meira um peningana. En hann sjálfur fór bráðum a8 klifa á því málefni aptur. ,Segðu mjer nú eins og er. Langar þig ekki til að sjá peningana, til að vera alveg viss?’ spurði hann. ,Hvað heldurðu Mattliew?’ svaraði hún. Jlvaða kona mundi ekki vilja það, eptir að hafa heyrt svo mikið um þessa peninga!’ ,Nú, jæa! Þá er að gera það’. Og nú hleypti hann sjer úr treyjunni. (Hvað! Eru þeir í treyjunni? Hún hefði jeg þó hugsatS að væri ekki sem tryggastur peningaskápur’. (Gettu aptur!’ Sagði hann, Og nú fór hann úr vestinu og sýndi henni vas- ann innan á boðungnum. Hún renndi augunum yfir borðið á vestið og ljet í ljósi, a5 þetta væri betri fjárhirzla. (En hver mundl trúa að karl- maður væri svo hugsunarsamur’. Og svo datt henni fleira í hug, er rýrði ánægjuna. Hún spurði: (Hver saumatSi þá í fyrir þig? Jeg get sjeð sporin yfir borSið, og jeg sje aS kcennmaður hefur saumað!’ ,Ja, svo er þá bezt að kveunmaSur spretti saumnum’, var hiS eina svar, sem hann gaf henni, en snaraði vestinu yfir til hennar, og hjelt svo áfram að borða með allra beztu lyst. En hún hugsaði meira um peningana en matinn í þetta skiptið. Hún dróg skæri upp úr vasa sínum og spretti saumnum og þreifaði svo í vasann með annari hendinni. (En hjereru engir peningar’, sagði hún. (Vitleysa!’ sagði hann metS fullan munninn. Hún leitaði betur, og seglr síðan: (En jeg segi að vasinn sje tómur’. (Ekki neina lýgi! Fáðu mjer vestið’. Hún gerði það og letiaði hann nú nákvæmlega, en hún horfði á hann eins og hún trySi því naumast er hann hafði sagt henni. Hann, sem sagt leitaði út 'í hvert horn og aptur og aptur, og sneri síðan vasanum alveg um, en þar var ekkert! (Hver ósköp eru þetta’, hrópaði hann nú' ,Er jeg orðin vitlaus, eða er mig að dreyma. Það er ómögulegt! Klipptu það niður í smápjötlur! rífðu það ögn fynr ögn! Jeghefverið rændur og jeg fereptir lögreglunni. Jegskal láta skoða föggur og klæði hverrar einustu kvenn- persónu S þessu húsi! Og hann stökk á fætur óSur, og snaraði vestinu til Eliza- betar. Elizabet stóð á fætur líka og sagði meSmikilli alvöru: (Þú gerir ekki neitt þvílikt. Það eru engir þjófar í húsinu. En seztu nú niður aptur og hugsaðu þig um’. (Jeg get það ekki. Jeg er allur úr lagi’. (En þú mátt til! Segfiu mjer nöfn allra drykkjustofanna, sem þú varst i, áfiur en þú komst lieim. Var nokkuð af kvennfólki i þeim?’ spurði hún aptur eptir að hann liaffii nafngreint margar knæpur. (Margar, í sumum þeirra’. (Fórstu úr treyunni í nokkuri þeirra?’ (Víst ekki! Jeg sem fann pening- ana í vasanum, þegar jeg afklæddi mlg’. (Ójá, það ímyndaðyrðu þjer, eflaust. Segðu mjer þá hver saumaði þá í vasann fyris þig’. (Það gerir ekkert til’! (Hver saumaði þá í?’ (Skraddarinn!’ (Nei, Matliew, það Yr ósatt! Það var kvennmaður sem gerði þati, og það var kvennmaður, sem saumaði saman vas- ann aptur eptir að peningarnir voru tekn- ir. Það er ekki karlmanns verk á þessu, og svo eru karlmenn ekki svo slungnir. Það er meira á bak við þetta allt en þú hefur sagt mjei.’ Og svo sökti hún sjer niður í umhugsun um þetta. Mansell tók nú ráð sin saman og sá að ekki var annað vænna en fara niður að bryggju og bíða þar til þess Sara kæmi atf vitja um farangurinn, og segja henni að á sig hafi verið ráðist og hann rændur peningunum. Fara svo burt með henni og vinna fyrir hana svo sera mánaiSar tíma, þangað til nógir peningar vœru fengnir til að senda hana aptur til Englands. Sagði hann nú Elízabeth að hann ætlaði út og setja lögregluna til að leita eptir peningunum í drykkjustofunum, og skauzt svo út i flýti. EHz.abet hafði ekkert á móti þessu, tók ógjörla eptir hvað hann sagði. Hún sat og braut hugann um þetta peningahvarf. Eptir litla stund kom gestur—óvæntur gestur— gestur sem hún átti hægar með að opin- bera hugsanir sínar, heldur en eginmanni sínum. Undireinsog Sara komst út úr húsinu spurði hún til vegar að tollhúsinu og varð hún hissa hve skammt hún haf-Si verið frá þvi um nóttina. Fremur öllu öðru langaði hana til að komast heim aptur, til Englands. Hin umliðna langa nótt var völd að þeirri hugliverfingu. Þær kvalir sem drepa herfangið gera út af vitt sig um leið, og þjáningarnar sem Sara leið deyddu ást hennar algerlega jafnframt og þær sundurstungu sálu hennar. Hugur hennar, sem aldrei var í tveimur áttum í senn, var þar af leiðandi allur í Liver- pool. Og svohafði hún líka sitt sjerstaka lunderni. Sumir, hvert heldur karlar eða konur, eru svo undirgefnir ábrýðissemi, aðpeinier ómögulegt að eptirláta öðrum óverðugann ektamaka. Hjá öðrum tak- markar drambið og sjálfsálitið ábrýðina, hversu stórkostlegt sem afl hennar, eða vald yfir persónunni annars er. Þetta kemur fram hjá skapmiklum konum, sem annaðhvort vilja vera hinar einu eða koma hvergi við. Og það er athugandi, að þess meir sem þær unna manninum, þess meiri er löngun þeirra að vera ein- ar um hann eða að öðrum kosti skilja vi« hann fyrir fullt og allt. Ekkert afl getur breytt þessari stefnu þeirra. Þessar elskandi, einbeittu konur, tilheyra engrl ákveíinni stjett í mannfjelaginu, heldur eru þær hvervetnaað fínna. Bækur, blöð, menntun eða fáfræði, hvorki mynda þær eða afmá. Það”er náttúrulögmálið, þó ekki það almenna, sem þær hlýða. Sara frjetti að þá um daginn færl gufuskip af stað til Englands og keypti hún þegar far með því, fyrir sig og Lucy. Að þvi búnu tók hún flutning þeirra og flutti burtu í luktum vagni, ef ske kynni að Mansell kæmi ogjbiði svo eptir henni. Hún óttaðíst liaun ekki eina ögn, en hún hafði óbeit á honum og vildi ekki sjá hann. Hún bað ökumanninn að flytja þær og flutninginn í snatri á eitthvert gott hótel, bara að það væri svo sem mílu frá tollhúsinu. James Mansell kom að tollhúsinu skömmu síðar, en fann þá að fuglinn var floginn, að kona hans var komin me8 alltsaman á eitthvert hótel. ökumaður- inn var ekki kominn aptur, en James fjekk mann einn, fyrir pening er hann laumaði í lófa hans, til að spyrja hann um hótelið þegar hann kæmi. Og svo fór James heim aptur til Elízabetar, því hann hafði náttúrlega drukkið út allt sitt skotsilfur daginn áður. * * *" Gesturinn sem heimsótti Elíziibet í millitiðinni var Salómon Grac>. (Hann var undur feimulegur þegar hann gekk inn og byrjaði þegar að flytja bæn um leyfi, en hún batt enda á bœnagerðina í flýtir. (Þú komst mátulega’, sagði hún. (Það hefur verið stolið frá mjer fjögur liundruS pundum sterling’. Og svo sagði hún honum allt sem gerzt hafði, en Salómon kvaS það sitt áli’t að pening- arnir hel'ðu aldrei verið til. Mögulegt er það, en þó held jeg að Matliew hafl sagt mjer satt, og þar í eru vandræðiu fólgin. Það er sem sje ein persóna sem jeg hef gruuaða, en jeg kom mjer ekki að að segja honum það. Ilann hefði þá ástæðu til að ávíta mig fyrir að hýsa ókunnugt fólk, og þaS er lik* satt, að það var heimskulegt af mjer. Jeg hýsti enska konu og barn hennar i nótt er leið. Hún sagðist hafa komið á Gufuskipi í gærdag, og tapað manni sínum. En jeg gæti nú trúað að hiin hefSi aldrei átt mann. Uudir öllum kringumstæðum svaf hún í þessu her- bergi, og taktu nú eptir, Salómon!, á meðan Mathew var að segja mjei frá pen- ingunum, hrökklaSist hún þarna upp að dyrunum. og jeg hje!t þá strax að hún væri að hlusta’. (Alveg rjett! Hún hefur gert það”! hugsaði Salómon. En til þess að vera viss spurði hann ef Mathew hefði getið um hvar peningarnir voru, á meSan konan stóð á hleri. (Það hefur hann hlotið að gera’, svaraði Elízabet. Svo hugsaði hún stund- arkoin, og segir svo. (Nei! það gerði hann þó ekki, það er alveg frá! Hún gat ekki heyrt meira en jeg heyrði, og jeg sannarlega heyrði hann ekki segja það fyrr en í morgun. Nei, hún gat ekki vitað hvar peningarnir voru, nema hún hefði sjálf saumaS þá í vestið, og það er nú á móti öllu náttúrlegu. Þetta hvarf er leyndardómur. Jeg hef engan botn í þvi’. Salómon grufiaSi nú stundarkorn, og sagði síðan, að lagleg kona hefði beðið æði-lengi eptir manninum sínum niður við tollhúsið í gærdag, og að meS henni hefði veriS barn. Stúlku-krakki?’ spurSi EHzabet. (Já, það var stúlka’. (Hvernig var liún klædd?’ (Jeg tók ekki eptir því’. (Hvernig leit hún út?’ (Heldur dökk að yfirlitl—ljómandi falleg með svört augu—verulega fallegt barn'. (Framhald).

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.