Heimskringla - 01.01.1891, Blaðsíða 1

Heimskringla - 01.01.1891, Blaðsíða 1
Winnipeg, Man., Canada, 1. jannar 1891 Tolubl. 209. f ar. Nr. 1. alhsnas frjettib FltÁ ÚTLÖNDUM. Fori/stu-þrœta Ira steiulur ístið. Kosniiigii-ftrslitin í Kilkenay urön hau, að McCarthy-siimar unnu frasg an sigur. fengu yfir 1000 atkvæði fleira en rarneils-siimar. Fyrir kosningarnar ljet Parnell pað fy'O'- lega i ljósi, að Kilker-ny sýndi vilja írlands og undir þann vilja hlyti hann að beygja sig. Bn nö þegar kosuingarnar eru mn garð gengnar, kemur annað hljóð í strokkmn. Hann neitar egtir setn áður að ge - ast um. Og segir [mssa kosningu ó- gilda, að Sir Jolin hafi ««»>0 fyrir fylgi prestanna og að prestarnir l.afi gengið svo langt Út yfir |.aö tak- mark, er lðgin heimila þeitn, að kosningin verði ekki tekm til greina. Hefur hann og afráðið að heimta eudilegan úrskurð dóinstó!- anna i þvi máli. Um siðastl. helgi för hann yfir til Frakklands til Par- isar, og vonaði að sitja á fnndi með Wm. O’Brien á mánudaginn var.- Sem stendur er svo að sjá, sem Parnell viðurkenni O’Brien aflmesta mann í ráðum íra, pví um undan- farinn tíma hefur Freemam Jour- nal hælt O’Brien á hvert reipi, er pótti koma undarlega fyrir, par sem það í sömu andránni andætír ölium gerðum McCarty-s.nna og atyrði í jötunmóð; alla leiðandi menn þe.m megin. En sú g&ta var auðveld- lega ráðin á jóladaginn. Þann dag kom O’Brien til Frakklands frá New York og var Byrne aðal nt- stjóri blaðsins einn af fyrstu monn- unum til að heilsa honum, er hann steig á bryggjuna í Boulogna. Var hann þar kominn til að undirbúa f und og vKM.tanlegan samning þeirra O’Briens og Parnells um formennsku málið. En O’Brien var búinn að tali við aðra áður, því MeCary sjálf- ur, auk annara fleiri, fór á litlum gufubáti út fyrir höfnina til að mæta O’Brien og sat á leynifundi með honum á leiðinni inn höfnina.—O - Brien hefur að undanförnu viljað miðla málum, sveigja báða flokka dálítið og láta þá svo halda áfram að vinna saman. En nú þykja litl- ar líkur til að það takist, og er stór- yrðum Parnells um kennt, er mest koma fram S kosniuga-hríðinm, en sem O’Brien ekki vissi um, þar hann var svo lengi á ferðinni yfir hafið. Verlcfall á Skotlandi. Rjett fyr- ir jólin gengu að heita mátti allir lestamenn á járnbrautunum á Skot- landi úr þjónustu fjelaganna, 5 þeim vændum að fá hærra kaup. Sam— tökin voru svo almenn, að svo gott sem engar lestir ganga eptir braut- unum og kom það sjer átakanlega illa um jóliu, þegar skemmtiferðir fram og aptur eru svo. almennar. Eigi að síður ljetu fjelögin ekki undan, en reyndu að fá menn á Eng- landi I þeirra stað, en það gekk ekki. Þó margir sjeu atvinnulaus- ir og langi eptir stöðunni, treysta þeir sjer naumast í hend,ur Skota, sem láta all-ófriðlega og hóta að- komendum hörðu. Svo eruoglesta- menn á Englandi ekki á því að hjálpa fjelögunum og eggja þv$ engan til norðurfarar.. Pykja lik- • ur til að þeir hugsi sjer til hreilings i sömu mynd, ef bræðrum þeirra á Skotlandi gengur vel. Kvennmaðnr hengdur fyrir nunð Kona að nafni Mrs. Eleanor Pear- sey, er í sutnar er leið liafði myrt konu á Englandi, var hinn f. m. hengd í London. Þetta olli Vict- oriu drottningu ógleði all-mikillar «m jólin. Henni hefur að sögn fefinleua verið illa við aftöku kvenna fyrir morð, en lögin bjóða henni í þeim efnum að fara að vilja ’nnanríkisstjórans. En sá sem nú skipar það embætti, jSir Henry Mathews, er sagður óvæginn og ti 1 - hnningadaufur í þeim sökum. Al- fnenna áiitið á Etiglandi er og’mjög andvígt því, að kvennfólk sje tekið aft enda þótt rnorðsekt sje. Út úr þessu öllu saman er nú búist við, að í vetur verði á þingi með lögum bannað að taka kvennmaun af lifi fyrir morð eða hvaða lielst glæp l sem er. Iioulangers-trúin steindauð. Svo sagði einn af fyrverandi fylgjend um Boulangers á þingi Frakka 23. f. m. Boulangers-málið kdtn þá til umræðu á þiugi, af því Boulanger hafði gert enn eina kröfu til sætis á þingi, sem fulltrúi fyrir eitt Mont- mastre-kjördæmið. Að hann gerði þá kröfu á ný kom til af því, að andvígismaður hans við kosningarn- ar í fyrra, Joffrie, sem af þinginu var viðurkenndur rjettkjörinn, þótt hann hefði fengið færri atkvæði en Boulanger, ljest í byrjun nóvember mánaðar siðastl. Var þá efnt til nýrra kosninga í kjördæmi þessu, en Boulanger brá við og gaf út áskor- un til kjósenda sinna að greiða ekki atkvæði, þar hann einn væri rjett- kjörinn þingmaður. Um fulltrúa- stöðuna sóttu 27 þingmannaefni og urðu úrslitin að síðustu þau, að eng- inn fjekk nógu mörg atkvæði sam- kvæmt lögum, til þess að verða þingmaður. Var svo byrjað á nýj- an leik og enn bað Boulanger sína tnenn að sitja heima og greiða ekki atkvæði. Kosningar fóru fram apt- ur 30. nóv. síðastl. oggekk þá þeim mun betur en í fyrra skiptið, að einn af sækjendunum fjekk nægan atkv. fjölda og var viðurkenndur rjett- kjörinn. Boulanger-sinnar í kjör- dæminu risu þá upp og gerðu Jn\’ja kröfu til að koma Boulanger í sætið. Var það rætt nokkrum sinnum og felt með atkvæðagreiðslu 23. f. m. Einn af öflugustu fylgjendum Bou- langers í fyrra andæfði harðlega kTöTnnni dg greiddi atkvæði á móti henni. Gaf hann það sem ástæðu, að Boulanger-ismusinn á Frakk- landi væri dauður og yrði ekki vak- inn upp. Sá gauragangur lifði að eins eins og hver annar viðburður í sögunni, en hefði enga þýðingu fyr- ir nútíðina. Leikur rneð eldinn. Það segja Parisar-blöðin að Vilhjálmur keis- ari á Þýzkalandi geri, ef hann kem- ur til Parisar, eins og hann er nú að hupfsa um. Hann ráðcrerir að ferðast um Frakkland, ekki sem keisari, heldur sem hver annar borg- ari. Gerir hann ráð fyrir að dvelja um stund í Paris og fara svo áfram leiðar sinnar suður um land allt að Miðjarðarhafi. Um þessa ferð hefur hanú talað við ráðherra Frakka í Berlin og hann aptur kunngerði það stjórninni á Frakklandi, þar hann vild? ekki segja hvort hím væri ráð- !eg. Þingrof eru sögð líkleg á Þýzka landi innan skamms. Æsingar út um allt landið eru meiri meðal höfð- ingjanna og þeirra fylgifiska en stjórnin gat gert sjer grein fyrir út af hjeraðsstjórnarlögunum fyrir- huguðu. Höfðingjarnir halda því fram, að með þessum lögutn verði þeir að miklu leyti rúðir af öllum sínum völdum og halda því jafn- framt fram, að um leið svipti keisar- inn sjálfan sig sinni styrkustu stoð. Innanrlkisstjórinn tilkynnti það nefndinni, sem býr frumvarpið i hendur þingins, um leið og þingi var frestað fram ytír jólahelgina, að er hún lijeldi fram ýmsum atriðuiE um viðhald einkarjettinda höfðingja anna, og ef þingið svo sam- þykkti frumvarpið I þeirri mvnd, þá yrði þingið upphafið tafarlaust. Nefndin kom sjer sv*o strax saman um að lialda frain sfnn máli eptir sem áður og ætti nu áður en hún kemur saman eptir ny'árið að heim- sækja Bismarek, biðja hann ráða og ef þingið verði rofið, að koma þá fram og gerast leiðtogi höfðingj- anna gegn keisaranum.—Sósíalistar láta vel yfir úrslitinu og vonast ept ir þingrofi. því sigurinn telja þeir sjer og keisaranum vísan, þegar höfðingjarnir legðust svo greinlega á eina sveif. N'iete Vilhelm tíade, kompóiusti í Kaupmannahöfn, er sagður nýdá- inn. Hann var 73 ára gatnall. Þjóðverjar er sagt að hafi gert Emin Bey boð um að vfirgefa Mið- Afríku og koma niður til strandar. Banvœn skautaför. Mörg þús- und manns voru að leika sjer á skautum á ánni Avon hjá bænum Warvvick-on-Avon, á sunnudaginn var, þegar ísinn brotnaði á stórum tláka oir Ö00 manns steyptust I vök ina. Allur fjöldinn náðist með lífi en margir drukktiuðu; þegar síðast frjettist voru I "i llk fuudin. Sáluhjátparherinn. Innan ve- banda þess flokks er nú uppkomið rnikið rifrildi. Er ástæðati sú, að einn af aðstoðarmönnum Booths I stjórninni, Smith að nafni, þykist eiga hugmyndina I bókinni (iDark est England and the vvay out”, eptir Booth. Út úr þessu hefur hann nú sagt af sjerog er sögð von á ýmsum uppljóstrunum áhrærandi vinnnað- ferð flokksstjóranna__Ríkiskirkj an enska er og komin á stað til að keppa við Booth, af öfund yfir því, að hann varð fyrstur manna til að opinbera þes«a mikilfenglegu hug- mynd um a.ð hjálpa fátæklingunum. Danir og Þjóðverjar ætla að sögn að fara að tengjast nánari bróð- urböndum en verið hefur að undan- förnu. Það er fullyrt. að Christian prinz, elzti sonur krónprinsins, sje um það trúlofaður Margrjetu prinz- essu systur Vilhjálms Þýzkalands keisara, þeirri einu sem eptir er ó- gipt. Svo er og sagt, að Pjóðverj- ar sjeu að hugsa um að hafa jarða- kaup við Dani; gefa þeiin eptir Schlesvfg og Holstein-hjeruðin, ou taka fyrir þau eignir Dana I Vest- Indla-eyjum. Yfir 200 manns fórust nýlega við strendur Klnlands. Strandferða- skip hlaðið af fólki og vörum brann til kaldra kola skammt frá landi og fórst þar fyrgreindur fólksfjöldi. FKA AMEBlíítJ. BANDARÍKIN. Til allra rnanna skrifaði Harri- son forseti brjef á aðfangadag jól. £>að var boðskapurinn um að alls- herjar sýning yrði haldin I Chicago frá 1. maí 1883 til oktobermánað- arloka sama ár—I brjetíiui er til tekið að sýningunni verði ekki lok- að fyrri en á fitntudaginn hinti síð- asta I október—I minningu þess, er Christofer Columbus fann Ameríku árið 1492. ((í umboði stjórnarinnar og lýðsins I Bandaríkjum”, segir hann I brjefinu ((býð jeg hjer með öllum þjóðum jarðarinnar að taka þátt $ að minnast þess atburðar I sögu þjóðanna, er skarar fram úr öðrum og sem alltaf er nýr og ferskur I minni þeirra, með því að kjósa fulltrúa og senda á þessa Worlds Columbian Exposition þá sýningarmuni, er bezt sýna auðsupp- sprettur þeirra, iðnað og framför I civilizationinni. Þessu til staðfest- ingar er nafn mitt og innsigli Banda- ríkjanna. Ritað I borginni Washingtou 24. datr desember mánaðar 1890 og á o 11T». ári Bandaríkja. Benjainln Harrison. Fyrir hönd forsetans, James Gille- spie Blaine, formaður utanríkisdeild- arinnar”. Um undatifarna viku hefur mik- ið verið talað um ófriðlegar horfur á Behingssunds-málinu, af því Ilarri- son forseti neitaði að samþykkja boð Breta, er var það, að setja málið I gerð. Nú innan fárrr daga verðnr að sögn brjef frá Blaine lagt fyrir þjóðþingið, þar sem hann mælir með að nefnd verði skipuð til að rannsaka allt selaveiðamálið og úrskúrða hvert rjett sje eða ekki álit professors Eliotts um eyði- legging alla og selaveiðar á þessum stöðum. Jarðgas er ekki tol/frítt þegar það er leitt inu í Bandaríki úr öðr- um rikjuin; tollurinn nemur 10% af söluverði þess. Þannig er úr- skurður fjármáiastjórnarinnar I as- hington. Það var tollheimtumaður- inn I Buffalo sem bað um úrskurð á þessu máli. Ensvo steniur á, að fjelag er að leiða gasið frá upp- sprettunum í Ontario til Buffalo til að liita ineð því hús o. s. frv. Margir af þjóðþiiiginönmim úr suðurríkjunum eru að sögn á því að heppilegast verði að svipta svert- ingjana atkvæðisrjetti og fækka að sömu hlutföllum þjóðþingm. að sunnan. Segja þeir að það sje ein- dreginn vilji alls fjöldans af hvítum inönr.um I suður ríkjunum. Það er búizt við að Butler gamli komi með frumvarp um þetta eFui einhvern tiina áður en lokið verður umræð- iim í málinu uin kjördæma ski[iting- una samkvæmt nýja fólkstalinu. Nefndin sem sjómálastjórn Banda- ríkja skipaði til að velja stað á Kyrrahafsströndinni fyrir skipakví, er byggð yrði á kostnað liins opin- bera, hefur mælt með Port Orchard í Washington-ríki, sein heppilegasta staðnum á Kyrrahafsströndinni. Utanríkisstjórninni I Washington hefur verið gefið til kynna, að stjórn- inni I Peru lítist vel á fyrirtækið að byggja International—járnbrautina miklu um endilanga Ameríku og að hún sýni áhuga sinn fyrir málefninu með því, að hún hafi sent af stað til Washington einn hinn nafntogað- asta járnbrautafræðing I Peru M. I,. Bluck', til Jiess að taka þátt I uni- ræðum nefndarinnar, er þar situr til þess að ræða um þetta mál.—Þessi nefnd kom saman I Washington fyrir 2 vikum, en ekkert hefur frjezt af gerðum hennar enn, en aliir eru von- góðir um að mennirnir sem I henni eru verði samdóma og að brautiu komizt á. Harrison forseti hefur kjörið Hen- ry Billings Brown frá Detriot, Michi gan, til meðdómara við hæztarjett Bandaríkja, I stað Sam. F- Miller, er ljezt siðastl. sumar. Fyrir þjóðþingi liggja mörg upp- lög af frumvörpum, er ganga út á að auka peninga I veltu I Banda- ríkjmn, eu lengst gengur þó það, er þingmaður frá Louisiana bar fram. í því er ákveðið að stjórnin skuli auka jieninga-útgáfuua svo að nemi $50 á hvern Ibúa Bandaríkja. í formálanum fyrir Jiessu frumvarpi segir hann að í suðurrikjunum þekki engiti dæmi til annarar eins peninga- eklu, eins og þar sje nú og hafi ver- ið allt síðastl. hausl. Um undanfarinn tíma hefur margt verið sagt um það, hvernig atvikaðist að Sitting Bnll fjell, o» margir hafa afdráttarlaust sagt, að hann hafi hreintog beint verið myrt- ur. Indíána-agentinn að Standing Rock hefur nú skýrt frá öllum at- vikum samkvæmt skipun stjórnar- innar I Washington. Seoir hann svo frá, að samkvæmt skipun yfir- hershöfðingjans liafi flokkur Indíána- lögregluþjóna farið af stað frá Fort Yates 14. desember til að taka Sit- ting Bull fastan. Ef karl yrði ófús á að gefast upp, áttu Jieir að híða til þess hermannaflokkur væri I nánd, er varið gæti lögregluþjón- ana, ef upphlaup yrði. í dagrenn- ingu að morgni hins 15. komu lög- regluþjónarnir að liúsi Sitting Bulls og var þá karl sofandi. Nokkrir af þeim gengu inn, en liinir stóðu á verði úti fyrir. Þeir sem inn fóru vöktu karl og ‘sögðu honum erindið. Ljet hann I ljósi að hann væri vilj- ugur að fylgja þeim, en á meðan hann var að klæða sig, sá liann sig um hönd. Tóku Jieir hann Jx'i nauð ugann út úr húsinu, og bvrjaði [iá strax skothríðin, því Indlánar höfðu I millitíðinni frjett hvar komið var og umkringdu svo strax þá sem á verði stóðu. Skothríðin stóð yfir \ kl.stund’, og var þá Sitting Bull fallinn; liafði fallið fyrir skoti Indí- ána, sem nefndur er Bull Head. Annar Indíáni, Red Tornahawk, hafði og skotið á karl og er óvíst hvert skotið reið honutn að fullu. Sífellt óveður var frá því fyrir sólstöður þangað til eptir jól I Bandarikjum austanverðum, allt frá New York suður á Florida. Ofsa- veður var sumstaðar svo mikið, að hús brotnuðu og fuku, en sumstaðar einkum I Pennsylvania, óvanalega mikii snjókoina. Um iniðjan fyrra mánuð var full— gerð rafurmagnsjárnbrautin milli St. Paul og Miuneapolis. Með henni er fargjaidið 10 cents frá einum bæ til annars, en með járnbrautunum kostar farbrjefið 25 cents hvora leið. Alþy*ðuskólastjórnin I Chicago hefur bannað að við hafa biblíu-lest- ur I skólunum. Sendimaður frá Alaska á ]»jóð— Jvingi Bandaríkja hefur boðið Banda ríkjastjórn að kaupa skagann að henni fyrir $14 milj. og borga út I gulli. Hann kveðst hafa umboð til þessa, ef stjórnin neiti íbúuin skag- ans um þau rjettindi er þeir eigi heimting á. Aðra orustu liáðu Bandaríkja- hermenn oa Indíánar að morg-ni hins 29. f. m., innan takmarka Indiána- bj’ggðar sem nefnd er Pine Ridge, og sem liggur á landamærum Suður- Dakota og Nebraska. Hermennirnir bjuggnst ekki við mótstöðu, en voru á ferð til lndiána til að semja við þá samkvæmt umtali 2 dögum áður. Voru hermennirnir um 500 saman, eu vígfærir Indíánar ekki nema 120. Af hermönnum fjellu 10—20 og um 30 særðust, en af Indíánum fjellu um eðayfir 50; segja sumir að þess- ir 120 hafi nálega allir fallið.—Mcðal hermanna er fjellu var flokksfofjngi I riddarliðinu. C a n a d a . Manntalið I Canada verður tekið I apríl næstk-, byrjai á mánudaginn 6. apríl og þann dag verður mann- talið tekið hvervetna I brezka veld- inu. Umboðsmenn sem að mann- talinu vinna verða alls 3,235. Þó ríkið sje ekki mannfleira en ]>að er verða skýrsluformin, er fjdla J>arf, svo mörg, að væri þeim hlaðið upp, eino ofan á annað, yrði sá hlaði 2. feta rangur, 18 þuinlunga breiður og 500 feta hár. Spurningarnar sem verða lagðar eru margar; er skipt I 9 aðal—flokka, en hverjum flokki er svo skipt I marga smærr. Meðal spurninganna eru: Af livaða efni íbúðarhúsið gert: steini múr- steini, timbri? Hve mörg lierbergi eru I því, o. s. frv. Þá er þjóðerni tilfært; hvar maður er fæddur og hvar móðirin er fædd. Mönnum sem fæddir eru I Canada verður skipt í 2 flokka. Skipa fransk-cana- diskir menn annan, en liinn skipa allir aðrir }>jóðflokkar og verða til- greindir sein ensku-talandi. ' Viðskipti Canada við útlönd I síðastl. nóvembermátiuði námu að verðhæð $17.907.149. Er það rúm- lega $1-J milj. minna en á sama mánuði I fyrra. Að viðskiptin eru þessum mun minni í ár kemur ekki af McKinley-lögunum I Bandaríkj- um, en það sjezt á þvf, að munur- inn er mestur á aðfluttum varningi. Útflutti varningurinn á þessum mán. I ár er bara $159,824 minni en á sama tíma I fyrra og verður því Mc Kinley-lögunum ekki um kennt.— Tollur goldinn af þessum aðflutta varningi I nóvembermánuði rram $1,632,000. Thompson dómsmálastjóri hefur opinberað skj'rslur sínar áhrærandi betrunarhúsin I Canada og fangana I þeim á síðastl. fjárhagsári. Betr- unarhús I Canada fyrir fullorðið fólk eru 5, 1 Ontario, Quebec, New Brunswick. Manitoba og British Columbia. Fangar I þessum húsum 3. júní síðastl. voru 'saintals 1,251, á árinu höfðu 348 verið látnir lausir, 10 Ijetust og 10 struku og náðust ekki aptur. Af þessuni fangahóp eru 22 konur, 21 I Ontario og 1 í British Columbia.—Á betrunarhús- um I Manitoba voru I lok fjárhags- ársins 75 fangar; 27 fengu lausn á árinu, einn strauk og einn dó. Stjóru Breta hefur ákveðið að halda I gildi 1 ár enn bráðabyrgð- arsamningnum við Frakka álirær- andi Nj'fundnalands-málið, en lofar að komast að vanalegum samningum á því tímabili. Þessu eru Nj'fundna- landsmenn mjög reiðir. Kr svosagt að I engri brezkri landeign hafi ver- ið jafn-rosasamt á J>.essari öld, eins og nú er I Nj'fnndnalandi. Eitt blaðið segir afdráttarlaust, að evjar- skeggjar líði ekki framvegis nema einn fána yfir höfði sinu og iiema Bretar taki beter i strengini. cn[>eir enn hafi gert I þes«u máli, [>á verðí það Bandarfkja-fáninn. Einn af þingmönnuin á brezka þinginu, Samuel Plimsoll, er að ferðast um austurfj’lkin til þess að líta ept.ir útbúnaði á hafnstöðum, einkum I Montreal, fyrir kvikfjenað, sem fluttur er lifandi til markaða á Englandi. Hann er að semja frutnviirp til laga, er hann liugsar sjer að fá samþykkt á þingi Breta, þar sem bannað er að flj tja mark- aðsfje á b'fi yfir Atlanzhaf. Þeirr sem fyrir ]>eirri verzlan standa í Montreal ætla sjer að reyna að telja hanu fiá því.—Astæða hans er sú að I siðustu ferðimii austtn yfir iiafið um dagirin fór mjög svo illa um gripina á sutnttm skipunum, það svo að stjórn Breta fyrirbauð að flvtja gripi franiar á einuin 2—3 skipuin, [>ar sem meðferðin á þeim hafði svo augsýnilega verið fram úr öllu hófi ill( Ný uppspretta af jarðgasi er fundin í Ontario, á skaganum ni- lægt Níagara-gili, er spj'r 12 milj. teningsfetiun af gasi á sólarhringn- uin. Meginhliita þess er fyrirhugað að leiða I jiípum, vfir landamærin til Buffalo. A dauðra’ .rjefahúsið í Ottawa kom nj'lega sendibrjef með þessari áskript: ((Mr. G. Marberett, á bú- garði 17,000 míJur fj-rir handan Montreal, N. W. T., Canada”. Það kannaðist enginn við þennan bú- garð 17,000 mílur fyrir handan Montreal”. Siðan 1 ndíána-óejTðirnar bvrj- uðu I norðvestur-Bandaríkjum liefur sambandsstjórn Canada fengið brjef frá innaiiríkisdeildinni í Washington þar sem æskt er eptir ýmsum upj>- lýsingum um meðhöndlun índíána í Canada og hv-aða ineðöl hafi rej nzt bezt til að hafa J>á góða. í fyrri viku biðu 7 menn I Hali- fax bana a þann liátt að brotnaði niður bryggja, er verið var að hiaða kolum á. Þeir voru upp á kola- byngnum og sukku með iionum í sjóinn. Tæringarmeðai Kocli’svar reynt I Montreal I fyrri viku. Stjórn McGill iiáskóla ns útvegaði bólu- setningarefnið. Toronto menn ern að huo-sa um að breyta öilu fvrirkomulagi á bæi- arstjórniiuii. Meðal amiara brevt- inga er talað um að kjósa meöráð- endur til 2. ára, borga þeim ákveð- in laun um árið, en liafa þá færri en nú er og iáta þá iiafa meiri skvld- um að gegua. Yngsti rikisstjórinn í Bandaríkj- um er Wm. E. Russeli ríkisstjóli í Massachusetts, 34 ára gatnall.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.