Heimskringla - 18.11.1891, Blaðsíða 1

Heimskringla - 18.11.1891, Blaðsíða 1
Winnipeg, Xan., Canada. 18. november 1891. Tolubl. 258 V. ar. lír. 47. 350DOLLARS I PREMIU I AG-ÆTIS TÆTTnSTTTAÆ. „Heimskringla” veitir peim næstu 800 kaupendum, semborgaað fullu UUr . til ársloka þ. á. (þar i taldir einnig þeir, som þegar eru búnir að borga), t'æri á að veriSa kluttakaudi á drætti um neðangreinda ágætismuni: 1. ORG-EL - 2. ~PC~A7~Ti~!lSriSr-C3-TTXjXj-TTIR 3. BEDROOM SEiT - 4. MERSKTTMS pípu-etui - - 5. ■RT'RT.T A ineð fjölda mörgum myndum ptir heimsins frœgustu Bibliu-máiara FYRIR FOLKID. Þetta orð hefur aldrei /comið eins vel heim eins og einmitt núna, þvl nú er eg rjett ný- búinn að kaupa mik- inn uBankrupt Stock” af karlmanna- og drengja-fatnabi, sem eg sel hvert dollars virði fyrir sjötiu ceuts. Einnig hef eg mikiB meira en nokkurn Úma áður af öllum öðrmn vörum, sem eg sel átrú- lega ódýrt, svo sem NÆUFATNAJ), KJÓLA-TAU, YFIRHAFNIR, SOKKA, VETLINGA, SKYRTUR, SLIPSI, MANGHFTTU- og KRAGA-HNAPPA, UPPIHÖLJD, AllMBÖND og margt og margt fleira. Og allt saman lángtum langtum, langtum ódýr- <rra en nokkurs staðar annars stáBar, hvar sem leitað er. Komið að kaupa, meðan úr nógu er að velja. GUDM. JOHNSON. NORTH WEST CORN. ROSS & ISABEL STR. $250 40 30 15 12.50 347,50. EXCURSIONS ! —Eptii — NÖRTHERN PACIFIC BRAUTINNI Til B — 111 — 1 ONTARIO, allra QUEBEG, stuða ; NOVA SCOTIA, í NEW BRUNSWICK, k pRINCE EDWARDISLAND. $40,00 (DOLLARA) $40,00 —FYRIR— BADAR LEIDIR Til al-lra staða í Quebec og Ontario alla leið austur til Montreal, og að sama hlutfalli ódýrt til staða í sjó fylkjunuin og Quebec fyrir austan Montreal. FARFRJEF TLL SOLU A HVERJUM DEGI, —Prá— 1. til 30. DESEMBER. PAIIPRJEPID GILDIR í 90 I)AGA oglengurmeð því að borga litilfjörlega viðbót. sern vill, fyrir $1,25. Menn verða aðeins að senda rajer borgun fyrir- fram og uCabinet”-mynd, er gera skal eptir. ^Cabinet’-rnyndunum verður skilað aptur um leið og liin- ar pöntuðu eru afhentar. Sjinishorn pessara mynda, sem eru einstakar í sinni röð í Canada, geta menn sjeð hjú mjer, hvenær sem vill, en helzt Óska eg að fólk hitti inig, í peitn er- indum heima, eptir kl. 6 á kvöldin. 12 Í Lomb. St Wpg. J. F. Eldon. Ferpsoa & Ci. Bækur á ensku og islenzku; íslenzk- ar sálmabæknr. Rit-áhöld ódýrust í borginui. Patasnið á öltum stærðum. Fcrguson &Co. 108 llain St., Winnipei, ■ • ■ Man. HÚSBÚNAÐARSALI Rlarket St. - - - * Winnipeg- TAPIR Á LEIÐINNI YERÐA LEYPDAR í St. Paul og Chicago, til pess mönnum gefist færist að sjá bæina. Einnig geta menn stftðið við á stöðum fyrir austan St. Paul ef þeir æskja til pess að heim- sækja vini sínft. Makalaust skrautlegir Pullmau Tur- ista Svefnvagnar verða metshveiri priðju- dagslest frá Winnipeg til Chicago og geta menn veri'S i sama vagninum alla leið til pess allt sje sem pægilegast. Pullman Vestibuled Palace Svefn- vagnar, Borðstofuvagnar og skrautlegir Pirst Class setu vagnar með hverri lest. Það er ekki ópægilegt að skipta um vagna í St. Paul og Chicago, þvi háðar lestirnar eru á sömu stationinni. Farpegja flutingur er fluttur toll- rannsóknarlaust eins og þó altt af væri ferðast eptir Canada. Það ætti sjerstaklega að hvetja menn til ferðarinnar, að leiðin liggur uin auð- ugt og frjósamt land með failega bæi og borgir með fram hrautinni. Það er æfinlega nokkurs virði pegar maður ferð- astað sjá sig um. KAUPID FARFRJEF YDAR —með— Northern Facilc Jaratatimii og Þjer iðrist pess aldrei. Ef yður vantar upplýsingar, kort, áætl- anir, farbrjef, etc., þá snúið yður brjef- lega eða munnlega til einliverra af agent- um fjelagsins eða H. J. BELOH, farbrjefa agents, 486 Main Street, Winnipeg. CHAS. S. FEE, H. SWINFORD, Gen. Pass. & Tick. Ag’t Aðal Agent. St. Paul. Winnipeg, GAMAN OG SPARNTDUR. ioo />■>■ Imerkja - my tidir (St am ps - Photes) get jeg útvegað hverjutn Selur langtum ódýrara en nokkur ann ar í öllu Norðvesturlandinu. Ilann hef ur óendanlega mikið af ruggnstólum af öllum terundum, einnig fjarska fallega muni fyrir stásstofur. €. 11. WILSOtf. —[~ ^ VIDSKiPTAMANNAMINNA Jeg er þessa daga að fá inu mörg— hundruð dollara virði af ýmsum nauð- synjavörum, auk matvöru; kaupialit fyr- ir peninga út í hönd billega, og get því °g skal selja, að minnsta kosti eins ódýrt ognokkur annar hjer í kring. Sjerstak- leSa getið þjer reitt yður á góð kaup fyrir peninga út í hönd. 1 ðar með vinsemd, S. THORWALDSON. - - - isr _tt E. H. PRATT. Hin elzta, stærsta og áreiðanlegasja verzlun í Cavalier er II. E. Pratt’s. Þótt verzlanir fjölgi, er hann samt ætíð fyrstur. Tilbúiu föt, klæða- og kjóla-efni, skófatnaður, matvara og yfir höfuð fiest er hver einn þarfnast, er æfinlega til hjá E.H.PRATT. CAVALIER, N.DAKOTA. DOMINION-LINAN selur uPrepaid”-farbrjef frá, ís- landi til Winnipeg: Fyrir fullorðirm, yfir 12 ára $40,50 — barn 5 til 12 úra .... $20,25 — barn 1 til 5 úra ..$14,25 Sömuieiðis farbrjef frú Winnipeg til Islands:..............$78,50 að frúdregnu fæði milli Skotlands og íslands, sem farþegjar borga sjálfir 2 kr. ú dag. Menn snúi sjer til B. L. BALDWINSON, IMMICRATION-HALL, WP. M. 0. SMITH. 8. K. Cor, Iío«*s A Kllcn St., hefur nýlega ílutt sig þaðan sem hann var áður í miklu stærri og betri búð.— Hann hefur nú til sölu allsr tegundir af skófatnaði, ásamt miklu af leirtaui, er hann hefur keypt mjög lágu verði og þar af leiðandi selur það ákaflega ódýrt: t d. bolIapörá$l, dúsinið; Glassetts 20 cents og upp; lampar 35 cents—65; te- pottar 25—35 cents; vatnskönnur 50 cts.; dúsin af diskum 75 cents til $1,30, vetr- arvetlinga 50’cts,— $1,50 $2—4,25; te-setts $2,50—3,50; vínglös $1 dúsínið; yfirskó 1,50 -2,00; skólatöskur 50—75 cents; ferkakistur $1—2. Itc/ta verd i borginni. M. O. SMITH. COR. ROSS & ELLEN STR. DAKKARÁVARP. öllum vinum og vandamönnum mín- um á Suðurlandi, er hjálpuðu mjertiLað koinast með fjölskyldu mína til Vestur- heims, votta jeg hjer með mitt innilegt þakklæti, og læt þá um leið vita, að á þeim 2 árum, sem jeg hef dvalið hjer í Ameríku, hefur mjer liðið mjög vel og iðiast ekki eptir ferðinniogvil engan fá- tækan letja að komaá eptir mjer. Erlendr Brlendsson. (frá Teigakoti á Akranesi). FRJETTIR. ÚTLÖND. England. Það eru nú engin ný tíðindi pó frjettir frá Englandi geti uin skaðaveður ú Englandi og við strendur pess. Hefur par mútt heita framhald illviðra síðan seint í sept. síðastl. ll.p.m. brast par ú ofsaveð- ur og gerði pað mikinn skaða eink- um í Sommersetshire; brotnuðu flóð- garðar og úr flóðu yfir stóra land- fláka.—Barkskip mikið strandaði við írland; komst skipstjóri lífs af og 4 menn aðrir, en 7 skipverjar drukktiuðu.—Á Frakklandi gerði sama veðrið stórtjón við sjúvarsíð- una; manntjón pó ekki mikið svo frjetzt hafi, en fjöldi af bútum og veiði-úhöldum fórzt; kviknaði viða i húsuin og brunnu stórhýsi og smá, sökum ofveðursins.—í Belgíu gerði veðrið töluverðan skaða og allt suður í miðjarðarhaf.—Hraðfrjett frú London segir, að frjetzt hafi frá Afríku, að hinn alkunni ferðainaður Debrazza, er ekki alls fyrir löngu lagði á stað í iandskoðun 1 Afríku, hafi fallið í bardaga við Araba. Var hann við 150 manna á ferð; ætlaði að komast til Lake Tohad, er hann kvað vera byggð Muhamedstrúar- manna, en Arabar rjeðust á hann áður hann næði pangað. Klna. Upphlaup varð nýlega í Kína nálægt Foe Choc, verzlunar- stað við Min. Rjeðust upphlaups- menn á bæinn og kveiktu í honum brunnu par mörg hús og fjellu menn nofekrir og særðust. Blöð Kínverja segja, að forsparkki upp- reistarinnar í Kwong Foh í Anhui, par sem mest var brennt af kirkjum og kapellum útlendinga, hafi játað pað að vera löngu fyrirhugað verk. —Mikill undirbúningur er með að hafa her Kínverja sem bezt útbú- inn, ef stríð ber að höndum, en ekki til að verja líf og eignir útlend- inga. Fellibylur geysaði yfir Andamon- eyjarnar í Bengal-víkinni í fyrri viku og gerði ógurlegan skaða; er saut að um 200 manns hafi beðið par bana. Enskt gufuskip, er var statt við eyjarnar, pegar veðrið skall á, stóðst ekki veðuraflið, pótt pað væri ágætlega úthúið; rakst í landi og brotnaði í spón; fórust par frá 70—80 manns. BANDARIKIN. Dað hefur mikið gengið á í Chi- cago um undanfarinn tíma, milli Anarchista og lögreglunnar. Hef- ur lögreglan um lengri tíma verið að grafast eptir hvar Anarchistar hefðu samkoinur síuar og tókst pað heppilega. A8 kvöldi hins 12. p. m. koin lögreglau peim í opna skjöldu, einmitt pegar peir voru með öllu andansfjöri sínu að flytja ræðar á samkomustað sínum á 3. lopti í svo kölluðu uGrief Hall” á West Lake Str. Voru par saman komnir um 200 manns, er ekki uggðu hið minnsta að sjer, fyr en fundarsalurinn var umkringdur af lögreglupjónum, er óðar brutu upp dyrnar og skipuðn fundarmönnum að gefast upp, og var pví viðstöðu- laust hlýtt af flestum. Nokkrir brugðu pó upp marghleypum og var skotið nokkrum skotum, sem reyndar gerðu ekki mikinn skaða. Sumir köstuðu flöskum 1 höfuð lög- reglupjóuanna og fengu peir par af meiðsli nokkur. En brátt voru fundarmenn bornir ofurliða og varð pá augljóst, að peir höfðu flestir hlaðnar skammbyssur innanklæða- Meðal peirra, er handteknir voru, var ritstjóri pýzka blaðsins uArbeit- er Zcitung”; var hann að flytja gagnorða ræðu einmitt pegar lög- reglupjónarnir pustu inn. Reyndi hann að telja peim trú um, að hann hefði verið staddur par eins og hver annar fregnriti, en orð hans voru alls ekki tekin trúanleg og var settur í fangelsi ásamt mörgum öðr- um nafukenndum mönnum. Leyniíögreglupjónarnir, sem svo lengi hafa verið á sporum Anar- cbista, hafa orðið peim svo slægi- lega nærgöngulir, að peir hafa kom- izt inn á fundi peirra og eru orðnir furðanlega kunnir gerðum peirra. Kunna peir margar sögur af ræðum peim er fluttar eru á slikum fund- um, er ganga flestar í eina og sömu átt, nefnilega pá, að eyðileggja lög- regluvald, og halda áfram óróanum, sem braust út árið 1886. Segja Anarchistar að lögreglan hafi eng- rjett til að hnýsast inn í gjörðir peirra og pjónar hennar hljóti að falla rjettlausir, ef peir finnast á samkomum peirra. Einn af hinum svæsnustu ræðun.önnum Anarehista, var tekinn á pessari samkomu og settur í fangelsi með hinum. Hefur hann sagt á fundum, að hann væri fús að deyja, eins og Spies og fje- lagar hans forðum, ef hann að eins kæmi áður fram fyrirætlan sinni. Ekki veit lögreglan nafn pessa manns, pví hann er ófáanlegur til segja pað. Margt fleira segja leyni lögreglupjónarnir af samkomum Anarohista, er mjög pykir nauðsyn- legt að komast sem bráðast í veg fyr ir, pví annars sje væntanleg eyði- legging lögreglunnar og bæjar- stjórnar fyrir höndum. Skammt frá Llano í Texas hefur fundizt ekki alls fyrir lfíngu mjög auðug gullnáma. Er sagt að fyrir 200 árum síðan hafi Spánverjar fundið pessa sömu námu. Streymir nú pangað fjöldi manna úr öllum áttum. Nýlega giptust í Atlanta, Geor- gia 124 ára gamall maður og kona 81 gömul. Giptust pau í leikhúsi og kostaði 25 cents fyrir hvern mann, sem vildi koma pangað til að sjá pau á brúðarbekknum. 105 ára gamall kvennmaður dó 8. p. m. í Cleveland, Ohio; var hún dvergur að vexti, rúm 4 fet á hæð. Á fundi í Yonkton, Suður-Da- kota, var talað um að fá safnað $80,000 til sýningarinnar raiklu. Undirgengust Yanktonbúar einir að sjá um $34,000 af upphæð pessari, og pykir pað rausnarlega gert. 1 Duluth kviknaði í geysimikilli koladyngju, inörg hundruð tons, er N. W. Fluel fjelagið á; enn hefur ekki tekist að slökkva eldinn, segja síSustu frjettir, og helzt útlit fyrir að allur sá haugur bretini til ösku. CANADA. Eptir fregnum frá Ottawa að dæma, er ef til vill ekki enn útsjeð um hversu ánægður Chapleau er með að halda sinni gömlu stöðu; og pað að Prein. Abott ætli sjer sjálfum járnbrautir og skurði; er sagt að auki talsvert óánægju Chap- laus. Breyting er líkleg að verða bráð- lega á stjórnarfyrkomulagi í Que- bec, sagt að fylkisstjórinn Angers hafi sagt af sjer, og að S:r Adolf Carson eigi að koma í hans stað, en Anger vefði settur í stjórnarráðið að Ottawa. Þýzkur stórkaupmaður hefur ver- ið að ferðast um austurfylkin að líta eptir stöðum til að stofna verzl- anir hjer í Canada. Hann segir, að pýzkir auðmenn liti pannig á Cana- da, að pað sje ágætt land til að á- vaxta peninga. Hann segir einnig, að mikill fjöldi af pýzkuni innflytj- endum muni koma til Canada á næstkomanda vori. Stjórnin í Ottawa hefur afnutnið toll á sýnishorni af hnöppum, öllum tautegundum, ásamt fleiru pví til— heyrandi. Inntektir Canada Kyrrahafsfje- lagsins var fyrir vikuna sem endaði 7. nóvember $466,000; sömu viku árið sem leið $429,000. ISLANDSFRJETTIR. REYKJAVÍK, 6. OKT. 1891. Latínuskólinn. £>ar verða nú í vetur um 80 lærisveinar. Prestaskólinn. E>ar eru sjö í efri deild (Einar Pálsson, Filipp- us Magnússon, Gísli Jónsson, Gísli Kjartanson, Ludvig Knudsen, Vil- hjálmur Briem), og átta verða í yngri deildinni (Bjarni Símonarson, Björn Björnsson, Björn Blöndal, Jes Gíslason, Júlíus Þórðarson, Magnús Þorsteinsson, Sveinn Guð- mundsson, Vígfús Dórðarson. Á læknaskólanum eru hinir sömu og í fyrra. Kvennaskóli landsins í Rvík er nú fjölsóttari enn nokkru sinni áður. Komnar í hann um 40 stúlk- urog von á fleirum. S týr i m ann as kól i n n. Þang- að eru komnir til náms 14 piltar. Hringjaramálið. í gær var kveðinn upp dómur í landsyfir- rjettinum 1 pessu máli og var und- irrjettardómurinn staðfestur.—Með pví undirrjettardómsgerðirnar eru prentaðar, getur almenningur einn- ig á sinn hátt dæmt um málið.— Sagt er að fyrrverandi hringjari Jón Erlendsson muni skjóta máiinu til hæstarjettar. v 13. okt. Gufuskipið l(Avocet”, sem átti að fara til Börðeyrar til að taka sauðfje frá pöntunarfjlagi Dala- manna og Strandamanna, laskaðist á skeri á innsiglingunni á Hrúta- firði 5. p. m. Veður var skugga- legt. Komst pó inn á Borðeyrar- höfn; eitt rúm í skipinu fylltist af sjó, enn ekki var orðið vart við meiri skemmdir. Varskipiðpví álitið ó- sjófært, eins og pað er. Hr. Torfi Bjarnason í Ólafsdal, formaðurpönt unarfjelagsins, kom hjer til bæjar- ins 10. p. m. með pessa fregn og boð til Zöllners um £.ð senda ann- að skip, og var svo heppinn að ná í skipið uLalande”, rjett áður hen pað fór hjeðan. Fjárflutningsskip kaupfje- laganna hjer sunnanlands, sem skipta við Zöllner í Newcastle, fór hjeðan 10. p. m. með 2440 sauð- kindur og 138 hross. Prestaskólinn. Þrír af prestaskólastúdentunum, sem eru í eldri deildinni, hafa fallið úr upp - talningunni í síðasta blaði: Ófeigur Vigfússon, Kjartan Kjartansson og Sigurður Jónsson. Eru pví 9 í eldri deildinni. Drukknun.3.okt. fórst bátur í Hafnarfirði og voru 2 menn á, Magnús Jóhannesson stýrimaður, ó- giptur, og Jón Eiuarsson, giptur maður, ættaður frá Stöðlum í ölf- usi. 20. okt. Barnaskólinn í Reykjavík hefur aldrei verið jafn- fjölsóttur sem nú. Ganga nú á hann 200 börn. M o r ð. Norðan úr Þingeyjar- sýslu frjettist morðsaga. Stúlka frá Svartárkoti í Bárðardal (innsta bæ í dalnum) fannst dauð í Svartá, sem par er allskammt frá, seint í sept., og flaut vatnið ekki yfir vit hennar. Sagt er að hún hafi verið vanfær eptir vinnumann á öðrumbæ. Hafi hann komið að Svartárkoti ogfengii hana til að fylgja sjer. Bað hún húsmóður sina að lofa sjer að fara spölkorn frábænum, enn kom ekki aptur. Maður sá, sem grunaður e um morðið, var pá við fjárleitir pa í grend og hvarf hinum leitarmönn- unum. Hann hefur verið nefndur Jón Sigurðssou, ungur maður, enn fregnirnar eru enn svo óljósar, að ekki er hægt að fullyrða neitt. Sýslu- maður var farinn að rannsaka inálið, og skoðaði Þorgrímur læknir John- sen líkið í sjúkdómsforföllum Ás- geirs Blöndals, og komst að peirri niðurstöðu, að stúlkan hefði verið kyrkt.—Síðustu frjettir segja, að vinnumaðurinn hafi játað fyrir sýslumanni, að hann hafi kyrkt stúlkuna með vasaklút sínum og dregið síðan likið í ána. Sami maður var einnig talinn faðir að barninu, sein stúlkan gekk með. Barnboriðút. í Þórukoti í Njarðvíkum kom sá kvittur upp í sutnar, að vinnukona, sem par var mundi hafa fætt barn og borið pað út. Síðan hefur frjetrt, að sterkar líkur hafi komið fram í pessu máli og er nú sýslumaður aðrannsaka pað. uJarðræktarfj elag Rvík ur” nefnist fjelag, sem er nýstofn- að hjer í bænum af tólf mönnum. Fimm af stofnendum eru túneigend- ur úr bæjarstjórninni og fimm eru túneigendur úr samskonar fjelagi, er stofnað var hjer í fyrra. Fjelag- ið ætlar að vinna að eflingu jarð- ræktar hjer í bænum, túnagræðslu, garðrækt o. s. frv. í stjórn fjelags- ins, sem kosiner til bráðabirgða, eru peir Eiríkur Briem, Halldór Kr. Friðriksson og prestaskólakennari Þórhallur Bjarnason. Túnrækt og útgræðsla túna er hjer í miklum framförum, og er vonandi að fjelag petta greiði pær framfarir enn meir, 27. okt. N ý 1 ö g. Þessi lög frá síðasta alpingi liefur konungur stahfest 18. sept.; 1. L. um að ís- lenzk lög verði eptirleiðis gefin á íslensku. 2. Fjáraukalög fyrir ár- in 1888—89. 3. L. uin viðauka- við lög 14. jan. 1876 um tilsjón með flutningum á peim möniium er flytja sig úr landi í aðrar heimsálf- ur. 4. L. um lækkun á fjárgreiðsl- um peim er hvíla á Höskuldsstaða- prestakalli. 5. L. uin bann gegn eptirstæling frímerkja og annara póstgjaldsmiða. 6. Viðaukalög við lög um brúarínörð á ölfusá 3. maí 1889. Dánir á íslandi: Fyrir skömmn drukknaði fram af bryggju á Isafirði, í myrkri, Kristj- án skipstjóri Sigurðsson. Antiar maður var með honum, en gat ekki bjargað honuin. 20. ágúst. Sveinn Þorsteinsson, ungur og efnilegur maður, í Gerð- um í Garði. 17. sept. drukknaði Jón Jónsson, ungur maður, af báti á Jökulfjörð- um. 2. okt. Jón Þórðarson bóndi í Norðtungu í Þverárhlíð, cróður bú- höldur. 21. okt. Magnús Eyjólfsson á Lykkju á Kjalarnesi, merkisbóndi.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.