Heimskringla

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1892næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    282912345
    6789101112

Heimskringla - 03.02.1892, Blaðsíða 1

Heimskringla - 03.02.1892, Blaðsíða 1
Tolubl. 369 cíj VI. ar. Nr. 6. Wlnnipeg, Han., Canada, 3. Februar 1893. C. W. GIRDLESTONE, FIRE AND MARINE INSURANCE. STOFNSETT 1779. Guardian of England, Höfuðtaóll.$37,000,000 City of London, London, Eng., höfuðstóll. .$10,000,000 North-west Fire fnsurance Co., höfuðstóll. .$ 500,000 Insurance Co. of N. Amer., Philadelphia, U.S. $ 8,700,000 AOAL-UMBOD FYRIR MANITOBA, NORTH WEST TERRITORY OC BRITISH COLUMBIA. SKRIFSTOFA 375 OC 377 MAIN STREET, - - - WINNIPEC- ZB-AJDIDTXIRi- ALÞÝÐUBÚÐIN. Verzlarmeð Dry Goods, tilbúin föt og fataefni skótau, matvöruog leirtau.—Eng in vandræði að fá að sjá vörurnar. lOprc. afsláttur af Dry Goods og fötum fyr- ir peninga út í hönd,—Bændavörur teknar sem peningar,— Komið einu sinni til okkar, og þá komitS þið áreiðanlega aptur. J. SMITH & CO. FRJETTIR. LÍTLÖND. Á Þýzkalandi stendur yfir stríð í stjórnarráðinu, og kemur til af á- kvæðum nýrra skólalaga um f>að, að ákveðnar trúarbragða-dogmur skuli kenndar í alpýðusltólunum. Ikeisar- inn heitntar þessi lög satnpykkt, og er tilgangur hans með peim sú, að koma í veg fyrir að hinar “liberölu” trúarkenningar nái að festa rætur í keisara veldinu. Því viðurkennir hann ekki í lögum pessum, nema nokkra hina orthodoxu trúarflokka, og samkvæmt lögunum verða peir, sem ekki tilheyra peim flokknnm, að láta börn sín læra pessar orthodoxu kenningar, eða vera án skólanámsins. en sem á hinn bóginn má J*Ó ekki. Trúarflokkarnir setn viðurkendir eru í lögunum eru: kapólsku flokkarnir báðir, rómersku-ka- pólsku og Grísk-kapólsku, lúteran- ir, biskupa-kirkjumenn (enska-kirkj- an), moravianar og kvekarar. Börn- in verða samkvæmt lögunum, að læra hinar sjerstöku kenningar ein- hvers pessaflokks,foreldarmr að ráða hvern pau kjósa. Lt af pessu eru komnar upp svo miklar deilur í stjórn- arráðinu að á hverjum degi er vænt eptir að 3 eða 4 ráðherrarnir segi af sjer, nemakeisarinn láti að einhverju leyti undan. Lög sem eiga að koma í veg fyrir ólifnað, öðluðust löggildi á Þýzka- landi fyrir fáum dögum, er banda— ráðið staðfesti pau. Höfundur peirra er keisarinn, að pví leyti, að hann rjeði innihaldi peirra, og heimtaði að peim væri framfylgt löngu áður en pau öðluðust gildi. Yfir höfuð eru pau sögð góð, en ærið ósvífin og skaðlegt vopn í hendi peirra, sem kynnu vilja hefna fyrir eitt eða ann- að, enda sagt að með peim hafi ver- ik gerður stórkostlegur órjettur í ýmsum stöðum nú pegar. Kvennmaður var hálshöggin í Ber- lin fyrir skömmu, fyrir að hafa ráðið manni sínum bana með eitri. Er sagt að pað muni máske verða í síð- asta skipti, er mannslíf verður tekið á Þýzkaiandi á pennan hátt. Keis- arinn er að sögn, að fá lög samin er aftaki hálshögg, en líkur til að heng- ing verði tekin upp, par keisaranum lízt illa á aftöku með rafurmagni, en hefur viðbjóð á núverandi aðferð. QUm mörg undanfarin ár hefur ver- ið fæð mikil á milli Keisaranna pýzka og konungsins í Wurtem- berg, en nú er pað ekki lengur. Vilhjálmur keisari, er búinn að ná vinfengi konungs, og. hjelt honum mikla veizlu í Berlin á 34. afmælis- degi sínum 26. f. m. 100,000 hermannabyssur með ný- asta lagi, ætlar Ítalíustjórn að kaupa á yfirstandandi ári, og sömu uppliæð- ina á hverju ári framvegis, pangað til allir hermennirnir liafa fengið ný- ar byssur. Hún keypti pær 50,000 á síðastl. ári. Á Englandi í heldri manna röð- inni, er um eakert eins tíðrætt síðan hertoginn af Clarence og Avondale gekk til grafar, sem George prinz bróður hans, sem nú er hinn vænt- anlegi ríkiserfingi, og sem nú á hverjum degier búizt við að verði skírður hertogi af Sussex. Hann hefur sterklegri líkamsbyggingu og meira heilabú en bróðir hans hafðí, en samt er liann heilsulinur, og of- an á pað bætist að hann er alltaf í sjóslarki. Foreldrar hans og amma vilja að. hann hætti sjómennskunni, komi til Englands, gipti sig og setj- ist um kyrt, en pað vill hann ekki. Hefur í pess stað beðið um algerða stjórn á einhverju herskipinu, og hefur nú sjóflotadeildin ákveðið að afhenda houum eitt traustasta skip- ið í öllum flotanum til algerðrar um- sjónar.—Þeir sem einkum preyta höfuðið á að hugsa um erfðarjettinn, eru nú skjálfandi af ótta yfir pví, að svo geti farið að systir Georges prinz, hertoga-innan af Fife, verði eptir alli saman ríkiserfingi, en pað pykir óbær tilhugsun, par rnaður hennar er ekki af konungsættum. Það stóðu allir í peirri meiningu að hún hefði afsalað sjer erfðarjettinum pegar hún giptist, en nú er komið upp að pað var ekki. Nokkur af blöðunum á Englandi hafastungið upp á, að heiðursgjafirn- ar, sem að venju átti að færa hin- um látna prinzi á brúðkaupsdegi hans, sjeu lagðar í sjóð og gefnar brúðarefni hans 1 heimanmund peg- ar hún giptist. Blaðið “Pall Mall Gazette” segir uppástunguna sæm- andi prángurum, en ekki öðrum. Jarðhristingur gerði vart við sig víða á Ítalíu 1 fyrri viku. í Róma- borg var hristingurinn svo mikill að stræta ljós öll slokknuðu og sigur- verk stönzuðu. í porpi 18 mílur suðaustur frá borginni, hrundi merk- isturn margra alda gamall. Charles Haddon Spuregeon, hinn nafntogaði baptista-presíar í Lon- don á Englandi, Ijezt hinn 31. f. m. að Neutoneá Suður-Frakklaudi, par sem hann hafði dvalið í vetur í von um að finna heilsubót. Hann var 58 ára gamall. Stríðið við Chili er umgarð geng- ið—komst aldrei lengra en á pappír- inn, sem betur fór. Bandaríkja- stjórn sendi Chili-mönnum sitt “síð- asta boð ” hinn 21 p. m., og fjekk svar aptur hinn 25. í pví svari bað Chili-stjórn um afsökun fyrir ýms sjerstök atriði, og aptur kallar beiðni sína um, að Egan, Bandaríkja ráð- herra í Chili, sje kallaður til Wash- ington, og annar maður sendur sem ráðherra. Svarið er svo úr garði gert að Bandaríkjastjórn er ánægð með pað, og í brjefi um pað efni til pjóðpings, dags. 28. p. m., gefur Harrison forseti í skyn, að allt muni enda viðunanlega.—1 sambandi við petta má geta pess, að Bandaríkja- menn í Chili, liafa útbreytt pær sög- ur, að geðjist Bandaríkjastjórn að svari Chilimanna, ætli hún að endur kalla Egan ráðherra, sem öllum í Chili er illa við, og honum og James G. Blaine kennt um deiluna að miklu leyti. Selaveiðamálið í Behringssundi, verður að sögn, mesta stórmálið á dagskrá Bandaríkjastjórnar, eptir að búið er að greiða úr mes*u flækj- unni í Chili-deilunni. Er búizt við að innan skamms verði erindrekar Englendinga, Sir George Baden- Poivell og Dr. Geo. M. Dawson, kallaðir til að inæta í Washington, og framleggja skjöl sín um rann- sóknir peirra á selaveiða sviðunum síðastl. sumar, Verða pá og fram- lögð samskonar skjöl rannsóknar- manna Bandaríkja, er par voru um sama leyti. Á álitum pessara tveggja rannsóknarnefnda, verður byggður útskurðurinn um takmörkun sela- veiðarinnar. Whitelaw Reid, sem Harrison for- seti skipaði ráðherra Bandaríkja á Frakklandi, er um pað að segja af sje pví embætti, til pess á ný að gefa sig við blaðamennsku. Ástæðan sem hann tilfærir, er ekki önnur en löngunin að halda áfram við blaða- mennsku. Hann er væntanlegur heim snemma I p. m. Gamli Ben. F. Butler er að verja mál Chicago anarkistanna, og heimtar lausn peirra úr fangelsi fyrir hæzta rjetti Bandaríkja. Ræður hans nú, eins og ætíð, pykja aðkvæða miklar. Þjóðping hefur heimtað að forseta öll brjef og hraðskeyti o. s. frv., er snerta Chili-deiluna, frá uppliafi. Tirnburverzlunarmer.nirnir í Chic- ago viilja ekki að tollur sje teknn af aðfluttu timbri, en sem peir óttast að standi til. í pví skyni að and- æfa pví, hafa peir kallað saman al- mennanfund allratimbursalaí Band- aríkjum, í Washington 23. febrúar næstk. I fundarboðinu segja peir, að fyrir lækkun tolls á timbri frá Canada, hafi Canadamenn flutt $13| milj. virði af timbri til Bandaríkja á næstl. ári, og að við pað hafi verka- menn í Bandaríkjum beðið tjón svo nemur $9 milj. Lagabreytingareru margar á dag- skrá pjóðpings Bandaríkja um pess- ar mundir. Meðal peirra er ein um pað, að forseta og varaforseta Band- aríkja, skuli framvegis kjósa til 6 ára, en ekki 4 eins og nú. t>á er og önnur um pað,'að framvegis skuli einn Senator eiga sæti á pjóðpingi fyrir hvert ríki í sambandinu, og að auki einn fyrir hverja 1 milj. íbúa í pví og pví ríki. Skal hinn fyrsti, eða sjálfsagði Senator kjörinn eins á ríkispingi eins og nú er, en hinir á almennum kjörpingum, á samahátt og neðri deildar pingmenn eru kjörn- ir. Á fyrra helmingi yfirstandandi fjárhagsárs voru tekjur Bandaríkja samtals $174,151,000, en útgjöldin $167,074,000.—Á sama tímabili voru tekjur póststjórnarinnar nærri $400, 000 meiri en á sama tímabili í fyrra. Efrideild pjóðpings hefur veitt meir en $-| milj. til opinberra bygg- inga á ýmsum stöðum næstk. sumar, en pað er minna en priðungur pess er um var beðið. Hveiti uppskeran í Norður-Dak- ota á síðastl. sumri er sögð 65 milj. bush. Fyrir fáum dögum var álítið að Garza-uppreistin í Mexico væri kæfð niður, en nú koma fregnir frá Tex- as, er segja flokk hansorðinn marg- ar púsundir. Uppreistarmennirnir halda sig rjett við landamærin enn, og eru öðruhvoru Bandaríkjamegin. Bændalýðurinn í Texas er pví ótta sleginn. Kosningliríð stendur yfir í Louis- iana og er með skæðasta móti. Re- púlíkan flokkurinn er skiptur í tvo flokka, er berast á banaspjótum. Annar hluti flokksins ljet hinn 29. f. m. taka fasta fjölda marga embætt- ismenn Washingtonstjórnarinnar. Unglings stúlka í Tennessee rjeði annari unglings stúlku bana í vik- unni er leið, af pví hún neitaði að giptast henni. Stúlkan er sögð brjál- uð, pó ekki sjáist pað á öðru en pessu. Skipstjórar á stórvötnunum og verzlunarmenn í bæjum við vötnin, fjölmenna í Washington pessa dag- ana. Þeir eru að brýna fyrir pingi, hve nauðsynlegt sje að gera skipa- farveginn hvervetna um stórvötnin og Sault St. Marie skurðinn 20 feta djúpann. Stjórnarreikningarnir yfir fjár- hagsárið, er endaði 30. júní síðast- liðinn eru nú fullgerðir. Sýna peir að tekjurnar voru samtals $38,579, 210, en útgjöldin alls $36,343,567. Afgangurinn af tekjunum pví nær $2^ milj. Meðal útgjaldanna voru $1,265,705 til ýtnsra járnbrautarfje- laga og $290,142 gengu til afborg- unar SKuldinni, en uppreistin í Norðurhjeruðunum 1885 hafði í *för með sjer. Tekjudálkurinn sýnir, að tekjurnar fyrir stjórnarland voru á árinu samtals $2,645,928. Ríkis- skuldin við lok fjárhagsársins var $237,808,030,51; liafði aukizt um $275,818,74 á árinu. Yið fjárhags árslokin átti alpýða $39,400,026 í stjórnarsparisjóðum; rúmlega $1^ minna en við lok næsta fjárhagsárs á undan. Útistandandi (lDominion’ bankaseðlar voru að upphæð $16, 176,317 við lok fjárhagsársins og var pað rúmlega $800,000 meira en við lok fjárhagsársins 1890. Á fjár- hagsárinu Ijet stjórnin slá $110,000 virði af smá silfur og koparpening- um og var ágóði stjórnarinnar af peirri verzlun $34,821,78.—í skýrslu pessari er sýnt fram á að prátt fyr- ir McKynley-lögin hafi Canada- menn á peim 6 mánuðum, sem af eru yfirstandandi fjárhagsári, sent úr landi burt yfir $9 tnilj. virði meira af kornmat og annari afurð landsins, en á sama tímabili í fyrra og af lifandi peningi yfir $1 milj. meira en á sama tíma í fyrra. Skýrsl- an sýnir og, að nærri muni fara áætlun fjármálastjórans um tekju- rj;rnunina ($3^ milj.) á yfirstand- andi fjárhagsári fyrir afnám sykur- tollsins. Á fyrra helmingi fjárhags- ársins, sem nú er að líða. hafa toll- tekjurnar sein sje verið rúmlega $2^ milj. minni en á sama tíma í fyrra.—Útfluttar vörur frá Canada í siíðastliðnum desember voru sam- tals $8,652,000 virði. Franskur kynblendingur í Bato- che í Saskatchewan-hjeraðinu vestrá Emanuel Champagne að nafni, hef- ur hafið skaðabótamál gegn stjórn- inni í Ottawa. Heimtar $18,000 fyr- ir verzlunarvörur og eignir eyði— lagðar í Riels-uppreistinni. I peirri upphæð er framtalið $5,500 virðí af dýrafeldum, er Middleton herstjóri átti að hafa tekið í bessaleyfi. Cham- pagne var uppreistarmaður sjálfur, eins og Bremner, er einnig heimtar skaðabætur. James H. Metcalfe var 25. f. m. kosinn sambandspings-fulltrúi fvrir Kingston 1 Ontario, f stað Sir John A. McDonalds látins. Atkvæðam. 96.—t>ar er Uköttur í bóli bjarnar”, og pað lítill köttur. Á hverjum dégi koma upp fleiri og færri ný atriði, er sýna fjárdrátt- inn í Quebec á stjórnarárum Merci- ers. Er útlitið orðið svo ljótt, a« forvígismenn reformflokksins í Ont- ario geta ekki mælt lengur með Mercier, og Toronto ((Globe” hefur snúið baki við honum. Blaðið hefur viðurkennt að hann hafi stolið—blátt áfram stolið—eða látið stela $25000 23. febrúar I fyrra og degi síðar lát- ið afhenda pá upphæð formanni ,re- form-sinna í Montreal-kjördæmun- um. Þetta var 10 dögum fyrir sambandspings-kosningadaginn f fyrra,—Quebec kosningar fara fram 8. marz næstk. Fjelag er stofnað í Toronto fyrir skömmu, er kallar sig National-fje- lag, og ætlar sjer að vinna að alls- konar umbótum í Canada. Á sfð- asta fundi sínum heimtaði pað, að í sveitumog bæjum skyldiekki kjör gengi til embætta lengur bundið við eignir, að allir borgarar hafi at- kvæðisrjett í málum um lántökur, að opsnber störf skuli unnin undir umsjón stjórnarinnar, en sjeu pau seld einstökum mönnum, pá að á- kveðin sje alveg launaupphæð fyrir handverksmenn, er vinna verkið og að sveita- og bæjabúar hafi rjett til að ráða, á hvaða hátt að skattur er lagður á eignirnar. Skattgildar eignir f Toronto eru í ár virtar á $151,150,000. er pað $4^ milj. meira en f fyrra. Væntanlegt er að innan skamms verði 800 brezkir hermenn á heim- leið frá Kína fluttir austur um land með Canada Kyrrahafsbrautinni, frá Vancouver til Halifax. Á fundi í Toronto f vfkunni sem leið, var feld uppástunga í pá átt, að Canada væri heppilegra að segja skilið við brezka veldið. Um sama leyti var pað sampykkt á bænda- fundi í Woodstock, Ontario. að Ca- nada hefði hag af að ganga í Banda ríkjasambandið. Quebec fjelagarnir, Larkin, Con- nolley & Co., sem nafntogaðir hafa orðið síðan í sumar er leið, luku við bryggjusmíð sína í Kingston, Ont. um mánaðamótin síðustu. Er pað að líkum seinasta verk er peir vinna fyrir sambandsstjórnina. Sagt er að Grand Trunk fjelag- ið sje búið að kaupa allar eignir og einkarjettindi Canadian Express- fjeJagsins. Enn fremur að pað sje að kaupa Great North-western Tele- graph fjelagið í Canada, sem upp- rur.alega vargrein afWestern Union Telegraph fjelaginu mikla í Banda- rikjum, og sem sagt er að nú vilji ná í canadiska fjelagið aptur. Influenza sýkin er skæð hver- vetna eystra, pó einkum í Toronto, og hafa nú kapólskir klerkar par i bænum látið pað boð út ganga til safnaðarlima sinna, að peir skuli fasta og biðjast fyrireinndag í viku fram- vegis um óákveðinn tíina, að pessi plága megi rjena. Fjelag er komið á fót í Mon- treal, sem hefur pann tilgang að sporna á móti almennrispilamennsku í lotteríinu og sem stafar af pvf, að alpýðan í Quebec hefur í vetur og sfðastl. haust látið eins og brjáluð manneskja í pví að kaupa lotterf- hlutabrjef. Er svo sagt að til pessar- ar verzlunar hafi gengið yfir \ milj. á hverjum mán. síðastl. árs að meðal tali. Einungis ætla jeg að geta pess að menntun ungmenna er hjer með fáum undantekningum, mjög ó- fullkomin, einkum í hjerlenda mál- inu ; en pað fer nú bráðum batnandi. Nú erum við hjer vel á veg komnir með að byggja skólahús ; er pað fyrsta skólahúsið, og landar hjer hafa sýnt mikinn áhuga með að koma pví á fót; mjer er óhætt að fullyrða, að ekki verður pess langt að bíða, að byrjað verði á annari skólahúss- byggingu. Mjer væri pví mjög kært, ef barnaskólakennarar vildu gefa oss bendingar um fyrirkomu- lag, sem hentugast sje, pví ætíð er erfiðast að byrja. Frjettir eru hjeðan ekki marg- breytilegar, Tíðarfarið, pað sem af er pessum vetri, er annálsvert, hvað blíðu snertir; jörð var marauð til 28. f. m., svo hvergi var snjó að sjá, nema á hæstu brúnum Kletta- fjallanna. 28. des. gránaði jörð lítið eitt. Nj'ja árið heilsaði oss aptur með stakri veður blíðu, sem hjelzt til 7. p. m., síðan hafa verið all skörp frost, og í dag (16.) er hægt snjófall, svo nú er komin um 4puml- unga djúpur snjór. Hinn 2. janúar síðastl. fór herrr Ó. Goodman og 2 unglingspiltar á rjúpnaveiðar,en gleymdu að hafameð sjer kúlur. Fut.du peir um daginn hýðbjörn í hýði sínu, er rumskaðist við komu peirra veiðimannanna, og leit út til peirra all ófrýnlega. Veittu peir pegar aðgöngu og gengu að honum dauðum með haglaskotum einum; mun pað fágætt vera. í sambandi við petta, má geta pess, að herra Ó. Goodman hefur á sinn kostnað flutt hingað heybindara, og ætlar að byrja í næstu viku að biuda hey fyrir sig og pá aðra, er óska pess. Er petta eitt hið parflegasta fyrirtæki fynr byggð pessa, pví ó- hætt mun að telja, að landar hjer liafi frá 3—400 tons af heyi afgangs fyrir petta ár. En ekki fást öll gæði með vetrarblíðunni; má svo segja, að hey-sala hjer sje nær enginn pess vegna, og markaðurinn íCalgary má heita fullur af fyrirliggjandi heyi. JÓHANN BjÖKNSSON. ÚR BRIEFI FRÁ ÍSL. NÝL. í ALBERTA. 25. jan. 1892. Veðuráttan hjereinmuna góð; síð- an 19. p. m., einlægt píðvindi og hjelulausir gluggar nætur og daga. Snjófölið sem kom 16. og 17. p. m. hefur tekið upp með blettum, svo ekki er hægt að nota sleða, og pykir mörgum pað ópægilegt, ekki sizt peim sem hafa gaman af að keyra út í góða veðrinu. FRÁ POPI>AR (JROVE. Poplar Grove, 16. Jan. Jeg sendi Heimskringlu að eins fáar línur með óskum allra lieilla á ný- byrjaða árinu. Mjög pykir okkur hjer vænt um að sjá frjettir frá lönd- um, um ástand peirra í hinum ýmsu pörtum pessa lands. Nýlega hefur Mr. G. A. Dalmann gefið oss yfirlit yfir kringumstæður íslendinga í Minneota, og gleður pað oss allmik- ið, að sjá framfarir peirra. Eiunig hefur Mr. B. L. Baldwinson sent blaðinu ágætar skýrslur yfir efnahag landa hjer 1 sumum byggðum íslend- inga í Canada, og jeg vonast sterk- lega eptir að sjá bráðlega skýrslu í blaðinu úr pessari byggð, og skrifa p\ í ekkert um pessháttar í petta sinn. Nýlega er byrjuð lóðaverzlun í Poplar Grove bæjarstæðinu, og eru landar vorir pegar búnir að kaupa par prjár (3) bæjarlóðir. Verð peirra er frá $50—150 . í Poplar Grove eru nú 3 Grocerybúðir, 1 kjöt- sali, 1 Hotel, og 1 Ilarðvörubúð verður opnuð par innan skamms. Verzlan er par talsverð, og gott tækifæri fyrir fleyri að byrja verzlun, heldur en pá sem nú eru par. Vöru- verð er líkt og í Calgary, á allflest- um tegundum. Landar vorir, sem komu frá Dakota og Calgary í haust, hafa verið önnum kafnir að höggva skóg til húsabyggingar fyrir sjálfa sig. Þetta er pegandi vottur pess að peir k mna hjer vel við sig, og að peir sjá ekki annarstaðar vænlegri horfur fyrir fram tíðina, en einmitt hjer, pess vegna taka peir sjer hjer lönd og byrja búskap. Brúkað af millíónum manna. 40 ára á markaðinum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað: 6. tölublað (03.02.1892)
https://timarit.is/issue/151233

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6. tölublað (03.02.1892)

Aðgerðir: