Heimskringla - 11.01.1893, Blaðsíða 1

Heimskringla - 11.01.1893, Blaðsíða 1
WEDNESDAYS AND SATURDAVb O L D I N. AN ICELANDIC SEMI-WEEKLY NEWSPAPER PUBLISHED ON VII. ÁJl. NR. i5 WINNIPEG, MAN., 11. JANÚAIi, 1893. Eftirmæli. T. GISLI DAHLMANN. Og nú er haim týndur úr lesta-ferð lífs— Tilann lagðist til hvíldar í áfanga—stað, En lífs-þreytan snerist upp andvöku í Og áreynsla dagsins varð þjáningu að; In rósama nóttgat ei sárindin svæft Með svefn-fróun mjúkri’ né stunið hans kæft. En þá lyfti dauðinn að höíði hans hljótt Upp hælaðri skör, svo að enginn sá til, Og sig upp að rekkjunni dulklæddur dróg Sem dimman og þögnin um lágnættis-hil Og stakk honum svefnþorn, sem sefar hvert mein, Sem svæfir að fullu og þaggar öll vein. Svo nú erhann týndur úrlesta-ferðlífs— Þeir lögðu’ upp að morgni’,en eftir hann varð Með sólskinið ljúft fyrir legstein og hlóm, Er lífkylgdin snéri’ út um kirkjunnar garð. Ilans lífs-ferð var kapphlaup um klung- ur og töf, Og h v í 1< 1 fékk hannloksins í útlendings gröf. Svo týnumst við flestir úr lesta-ferð lífs Og leifum ei eftir oss stíg eða spor. Það sést kann ske’ í ógrónum útlendum garð Einn ára-tug steingleymdur legstaður vor Sem tjald8tæði autt eða innfallin hlóð ,Á úthrunnin kol, þar sem lífs-arninn • » • stoð. II. ÞÓliDÍS G UÐMUNDSDÓ TTIlt. Sofðu þar sóleyjur gróa Sumarsins fyrstu hvert vor, Morgunsól þar sem að þíðir Þunna í nátthélu spor. Svo vakir yfir gröf þinni vor og sólin Ijúf, Eem von þíns föður um þig og móBur þinnar trú. Söfðu þar sóleyjar falla Sumarsins fyrstu í haust Og líkkistu-lit málar kveldið Legstaðinn, harn, sem þú hlauzt. Þitt leiði geymir auðnin og ísinn vetrar blár, Sem einsættföðurhjarta og storkin móð- ur tar. Vegi, sem foreldra vonir Velja’ okkur hrekjumst við frá— Þú lézt, fyr en lífið gat neyðt þig Langt eða skamt, lionum lijá. Og minning þín í hjörtum fárra felur sig, En flekklaus eina og lín þitt, er kistan laukst um þig. Stephan G. Stephansson. FRÉTTIR. ÚTLOND. Gladstone gamli var 83 ára gam- ali 29. f. tn., og dundu þíi að heilla- óskir úr öllum áttum, munnlegar, bróflegrar, með’múlþráðum og hljóð- berum. Einna fyrst kom heillaósk frú Victoriu drottningu óvenjulega hlýleg og velvildarleg. Gamli maðriun er inn ernasti. —Frá Þýzkalandi koma þær fréttir, að Vilhjúhnr keisari liafi hald- ið ræðu ú nýúrsdag fyrir þeim, er þú komu til að úrna honum heilla, sagðNhann þar skýrt,’að ef [>ing- >ð samþykti ekkí her'iögin nýju, þú ýrði f>að rofið og boðað til nýrra kosninga. Margir ætla, að þingið muni ú endanum samþykkja lögin; en kitt telja menn víst, að verði þing rofið, þú.muni mótstöðumönn- Um laganna fjölga heldr en fækka ú þ'ngi. —Kóleran í Evrópu. Sffelt koma enn fynr ný strjúl tilfelli af kóleru í Hamborg. 2. þ. m. dóu þrír menn úr henni í Altona. — TJngaraland er það land S heirai, sem ódýrast er að ferðast um með júrnbrautum. E>ar mú ferðast 500 milur fyrir 6 s. 8 d. (þ. e. um $1.60). —Mjólkrkýr ú Bretlandseyjunum öllum eru sagðar alls 3,500,000, og að hver mjólki um 400 gallónur um úrið. Alls mjólka kýrnar þar (ú Englandi, Skotlandi og írlandi) uin 14 millSónir gallóna um úrið. BANDARÍKIN. —John I). llockfeller héfir enn ú ný gefíð Chicago húskólanum eina millíón dollara. Hann hefir þannig alls gefið húskóla þessum $3,600,000 ú síðastliðnu húlfu þriðja úri. Skil- yrði gjafarinnar er, að hún skuli vera höfuðstóll, er vöxtunum só var ið af til að launa föstum og lausum kennurum í ýmsum vísindagreinum . —Opinber skýrsla um atkvæða- greiðsluna í California var loks birt 28 f. m. Þar vóru kosnir 8 Cleve- lands kjörmenn og einn Ilarrisons- kjörmaðr. Tillagan um, að kjósa bandaþingsmenn til efri múlstofu með almennri beinni kosningu, i stað þess að ríkisþingið kjósi þú fókk 187958 atkvæði, en 13,342 vóru greidd ú móti. Af inum sjö neðri múlstofu bandaþingsmönnum frú þessu ríki erii 3 samveldis- menn og 4 sórveldismenn. — Yfirkjörstjórnin S Wyoining ætlaði að stela tveim þingmanna sætum frú sérveldismönnum þar í ríki, með þvi að neita að teija at- kvæðin úr einu héraði (Carbon County) sakir ómerkilegra form- galla, er úttu að hafa útt sór stað. Undirkjörstjórnin þar S hóraðinu, hÓraðsritarinn og tveir friðdómarar, höfðu þó tekið við atkræðunum og sent þau yfirkjörstjórninni. E>essu múli var skotið til hæstaróttar rik- isins, er skipaðr er tómum samveld ismönnum; en hæstiróttr þessi skar svo úr í einu hljóði, að atkvæðin bæri að telja. Afleiðingin af þess- um dómi er sú, að sérveldisflokkr- inn fær tvo þingmenn S viðbót við það sem hann úðr hafði og við það fær þessi flokkr meiri hluta ú þing- inu, og getr því ríkisþingið kosið sórveldismenn til efri múlstofu bandaþingsins. —Eldsvoöar 1 Milwaukee, Wis. —27. f, m. varð miki.ll eldsvoði S Milwaukee; brunnu tvö sútunar- verkstæði meðal annars; alls var tjónið metið $250,000; tveir menn lótu lífið.—Sunnudaginn þar ú und- an kom eldr upp ú tveim stöðum í borginni og varð$126 000 tjón.— Búðir þessir eldsvoðar höfðu auð- sjúanlega orðið af völdum brenni- varga.—28. f. m. var kastað sprengikúlu inn í syðra aðalhús sporvagnafólagsiiis í sama bæ og brann það hús með öllum húsum fólaginu tiiheyrandi, er vóru í sömu húsaþyrpingu, og alt, sem S þeim var. Húsin virt $60,000 (S' úbyrgð fyrir $40000); vélar þar inni $75 000 virði, úhaldaforði $25- 000 og vaguar $350 000 virði. Alls brann þar um $500 000 virði og var alt óvútrygt, nema húsin. Alls liefir tjón af eldsvoða S Mil- waukee ú síðustu tveim múnuðum numið .>'5 000 000, og alt er þetta sagt af völdum brennivarga. Borgarstjórinn S Milwaukee hefir heitið $2,500 verðlaunum fyrir að handtaka einhvern þann er valdr hefir verið að einhverjum eldsvoð- anum þar S borginni síðustu tvo reúnuði. —Stórhuga. Menn hafa orðið þess áskynja, að nokkrir merkis- auðmenn í Chieago hafa tekið sig saman um að reyna að fú keypta Independence Hall í Philadelphia (húsið þar sem frelsisskrá Banda- ríkjanna var samþykt), hús það S Washington, sem Lincoin dó í, og Surrat veitingahúsið í Maryland, þar sem samsærið um að rúða Lincoln af dögum var inyndað. Tilgangr þeirra er, að flytja húsin S heilu llki á Chieago-sýninguna. En liætt er við, að þeir fúi ekki keypt In- dependence Hall að minsta kosti. —Langar telefón-línur. Einsog kunnugt er, liggr nú telefón-lina milli New York og Chicago. Nú er verið að leggja telefón-línu milli Spokane, Wash , og Portland, Oregon, og er það 450 mllna vega- lengd. E>að var byrjað ú línunni S hanst, en sakir illviðra hefir verið hætt við verkið S vetr; en með vorinu verðr byrjað ú ný og þú loaið við hana. —Fjármálastjórnin ætlar ú, að af peningum og seðlum, sem nú ættu að vera ú gangi i fullu gildi I Bandaríkjunum, muni um $20,- 000.000 vera glataðar eða eyddar, svo að þær komi aldrei - til inn- lausnar. — lilaine hefir versnað aftr, og blöðin í gær segja það megi búast við andlúti hans ú hverri stund. — Nolasamtökin I Batidarríkjun- um sem hafa valdið svo ruikilli verð- hækkun ú kolum hér og annarstaðar, eru nú, eftir fregn f fyrradag, ú enda. Er þvS von til, að kolaverð lækki afr, þótt ekki verði fyrr enn með vorinu. CANADA. —Þaö er í mæli, að S vetr verði afnumin efri múlstofa fylkisþings- ins i Quebec. Hór S Canada hafa nú New Brunswiek, Nova Scotia, Ontario, Manitoba og British Col- umbia að eins einnar múlstofu þing. Reynslan hefir hér í landi hvervetna verið sú, að efri i.iúl- stofa hafi hvergi trygt betri löggjöf nó varnað illri löggjöf, og sé þvS til einskis nema kostnaðar. —LítiÖ betra en ekki. Á gamla- úrsdag var S Official,Gazette (stjórn- arciðindunum) S Ottawa birt aug- lýsing frú stjórninni, er nemr úr gildi að sinni nokkur úkvæði í lög- um frú 1891 og 1892. í þessum lögum var ger munr ú tolli ú sykri og sírópi eftir þvi, hvort það var flutt inn beina leið frú framleiðslu- staðnum eða gegn um önnur lönd, en framleiðslulöndin, og í þessu síð- ara tilfelli var tollrinn hærri: 5 af hundraði af verðinu ú sykri, en 2^ cent ú gallóuu af sírópi. E>egar þessi úkvæði vóru gerð, var alment litið svo á, sem þau væru stýluð sérstaklega móti. Bandarikjunum. En þrútt fyrir öll tolla-ósköpin þar, hefir þó enn aldrei verið gerðr sllkr greinarmunr í rikjunum. Þeg- ar stjórnin í Canada nú lótti alveg af þessum tolli ú sykri og sírópi, þú hefir verið litið ú það sem ving- unarmerki við Bandaríkin. Margr mætti annars ætla, að stjórninni I Canada bæri fremr að líta ú það, hvað oss landsbúum er hollast og bezt, heldr en hitt, hvað helzt muni erta aðrar þjóðir eða sleikja þær upp. SMÁ VEGIS. —Kol missa míkils bæði af vigt og gæðum við það að liggja úti undir beru.n himni. Eftir þvf sem þýzkr vSsindamaðr skýrirfrú, þola anthra- cite kol og „Cannelu kol bezt ú- hrif loftsins, en linkol miklu verr. Þau geta lézt nærri um þriðjung við það að liggja lengi úti og mist nærri helming af gasframleiðslu hæfileika sínuin. Er auðsætt af því, hvert tjón inenn gera sér með því að fúta kol Hggja úti, og hve tniklu róttlútara er að selja þau eftir vigt heldr en eftir mæli. — Talandi úr. Ursmiðr nokkur S Genf í Svisslandi, Sevan að uafni, hefir skýrt listafélaginu S Genf frú því, að hann hafi sent til Bern til sýnis úr, sem hanri hefir gert, og er þaS svo út búið, að það nefnir mannsmúli klukkustundirnar, og stundarfjórður.g hvern, í stað þess að slú [ liöggvatölu til merkis um, hvað framorðið er. Þetta er gert með hugvitslegri hagnýting hljóð- ritans (fonograf). Hann hefir sótt um einkaleyfi ú þessari uppfinding sinni. iimipeg;. — The Free Press I gærdag gat ýtarlega um ritstjórnarafmæli Jóns Ólafssonar og gat helztu atriða æfi hans, undir fyrirsögninni: „A journ- alistic Jubilee. — An Icelandic editor who has seen many ups arul downs in teenty-five yearsu. — H. A. Seed inn alkurini úvaxta- sali hér í bænum, andaðistfyrir helg- ina. — Smart rúðgjafi, sem vór rit.ið- um um í síðasta bl. hefir nú loksins sagt af sór rúðgjafa-embættinu. Hann er jafnframt út nefndr erindreki Manitoba-fylkis við Chicago-sýning- una. Til þess starfa er hann mörg- um betr fallinn. —Óvlster enn, hver verðr rúðgjafi fylkismúla eftir Smart. Margir nefna ! til Mr. Cameron, þingtnann Suðr-1 Winnipeg. Hann er efalaust einn í af færustu og beztu mönnurn, sem Greenway-stjórninni fylgja. • — Jónas Ilergmann gufubátsfor- maðr hefir tapað múli því, sem hann höfðaði til að fú borguð laun sín, er hann útti til góða hjú „Auroru“-fél- aginu, er gjaldþrota varð í hitteð fyrra. Vildi hann eiga aðgang að skipskrokknum. En múli hans hefir verið frúvísað i excheqver-rótúnuxn S Ottawa, og hann verðr sjúlfr að bera sinn múlkostnað. 1892. Itjoiiiiim af Havana iippNkerniini. „La Cadena" og „La Flora“ vindlar eru án efa betri að efni og töluvert ó- dýrari heldr en nokkrir aðrir vindlar. Fordómsfullir tóbaksreykjendr vilja ekki kannast við það, en þeir, sem vita hvernig þeir eru tilbúnir, kannast við það. S. Davis & Sons, Montreal [15J „Clear llavana Cigars” „La Cadena” og uLa Flora” Biddu ætíð um þessar tegundir. [11] Látið klippa ykkr á 15cts. og raka ykkr á lOcts. hjú Schevin}»’ 671 Main Str. Póstskipsferðir til íslands 1893. [Dagrinn i svigum sýnir áætlaðan komudag til Reykjavikr.—* ú undan dagsetningunni þýðir, að þú ferð fer skipið kring um landið.] Frú Iwi’aiiton: 21. (28.) jan., 5 (13.) Marz, 25. Apr. (13. Mai),* 11. (28. MaS), 7. (13.) Júní, * 6. (24.) Júlí, 18. (25.) Júlí, 26. Ágúst (2. Sept.), * 10. (26.) Sept., 7. (13. Okt., 12. (21.) Nóv. Póstskipsferðir frá Islandi 1893. [Svigatalan sýnir komudag til Granton.—* strandferð]. Frú IivSk: 5. (11.) Febr., 19. (26.) Marz, 14. (20. Maf), * 4. (20.) Júnf, 25. Júnl (1. Júli), * 29. .Júlí, (13. Ágúst), 3. (10.) Ágúst, 14. (20.) Sept., * 1. (16.) Okt., 20. (’26.)Okt., 28. Nóv. (11. Dec.). RADDIR ALMENNINGS. VÍNSÖL UBANNSLÖGIN í N.D. Herra ritstjóri ! í 355 tölubl. „Hkr. & Öld.“ (24. Dec.) birtist ritgerð frá yðr um vínsöhibann. Seinni partr rit- gerðarinnar lýtr sérstaklega að vín- sölubanninu bér í ríkinu (N. D.) og bvernig það bafi verið lögleitt, og af því að ég þykist vita, að einliver bafi ranglega upplýst yðr því viðvíkjandi, vil ég biðja yðr að taka í blaðið eft- irfylgjandi athugasemdir. Þér segið, að bindindismenn bafi far- ið í brall við samveldisflokkinn og lofað honum að kjósa þeirra menn til embætta, ef þeir aftr á móti und- irgengjust að lögleiða vínsölubann. Þetta virðist nokkuð djúpt stungið í árinni; því þótt einstakir menn af báðum flokkum liefðu gert þann samn- ing sín á milli, til þess að reyna að svíkjo- handa sér atkvæði hjá almenn- ingi, þá er ekki rétt að eigna það flokknum í heild sinni. Samveldis- menn tóku að vísu vínsölubann í sitt „platform", bæði vegna þess aði æði margir bindindismenn tilhéyrðu þeim flokki, og leituðust við að fá því fram- gengt, og svo sjálfsagt meðfram til að geta haft það sem agn fyrir kjósendr þá, sem hlyntir væru vínsölubanni; en það er ekki þar með hægt að stað- hæfa, að þeir bindindismenn, sem ekki voru samveldisskoðana í öðrum mál- um, hafi gefið þeim flokki atkv. sín fyrir þetta eina atriði, né lieldr er hægt að segja, að samveldismenn hafi greitt atkv. með vínsölubanni hver- vetna um ríkið þvert á móti sann- færing sinni. Ég, fyrir einn, veit af mörgum sérveldismönnum, sem hlynt- ir voru vínsölubanni, og sem greiddu óhindraðir atkvæði sitt með því, um leið og þeir fylgdu sínum flokki vel að málum. Eins veit ég til að æði margir samveldismenn greiddu atkv. gegn vínsölubanni. Þeir vissu vel að vínsölubann var ekkert áliugamál af flokksins hálfu, heldr að það átti að brúkast til að slá ryki i augu fáfróð- um kjósendum; og það veit ég að nokkrir samveldismenn reyndu að gera, en ég vissi ekki til að nokkrum sér- veldismanni kæmi til hugar að gefa samveldism. atkv. sitt fyrir þá ástæðn að hann sjálfr vildi að vínsölubann kæmist á, og átti ég þó tal við nokkuð marga af þeim flokki hér í nýlend- unm. Þar að auki var „independent11- flokkrinn að mestu leyti eindregið með vínsölubanninu. Meðal Islendinga hér syðra eru svo tiltölulega fáir samveldismenn, að það væri hægöarleikr að sjá afkjörbókum í þeirra ,,Townships“ frá þeim tíma, hvort ekki hafi veriö greidd talsvert fleiri atkv. með vínsölubanni, heldr en með samv.flokknum. Bindindismenn tilheyrðu öllum þess- um þremr pólitísku flokkum, og þeir unnu í einingu að því að fá sem flesta til að greiða atkv. með vínsölu- banninu án tillits til skoðana þeirra í öðrum málum. Það er óhætt að fullyrða að þetta vínsölubanns-agn samveldisflokksins liafði tiltölulega lítil áhrif á koshing- arnar hér um slóðir, og eftir því að dæma virðist lítil ástæða til að ætla TÖLVBL. 359 að það hafl getað riðið stóran bagga- mun í ríkiskosningunum, því varla munu íslendingar þeim mun upplýst- ari en allir aðrir þjóðflokkar í ríkinu, að ekki sé liægt að tæla þá í póli- tískum efnum. Það, að samveldisflokkrinn bar sigr úr býtum við ríkiskosningarnar það haust,. sannar ekki að bindindismenn hafi fylgt þeim að málum, þar sem samveldismenn hafa ait af verið í meiri lil. þar til við síðustu kosningar, að sérveldismenn og bændaflokkrinn sam- einuðu sig á móti þeim. Aðalorsökin til þess að vinsölubanns- lögunum hefir verið svo illa framfylgt, er óneitanlega sú, að flestir af þeim embættismönnum, sem helzt höfðu með það mál að sýsla, voru óvinveittir lögunum, og gerðu það sem þeir gátu í laumi, til að vernda vínpukrarana. Mörguin þeirra hefir nú verið hrund- ið úr sessi, en sumir, því miðr, halda honum enn. Aðra orsökina má telja þá, að fjöld- inn af þeim sem í raun og veru eru með vínsölubanninu, láta sig litlu skifta þótt lögum þessum sé ekki fylgt, bæði vegna þess, að þeir kynoka sér við að gera vínsalana uppvísa, og meðfram fyrir það, að ríkið hefir tap- að hverju vínpukrsmilinu á fætr öðru, þótt sannanir hafl virzt vera nægar frá þe-s lilið, því aldrei skortir mil- færslumenn, sem viljugir eru að verja rangt mál, þegar nógir peningar eru í aðra hönd. Ofan á það sem andstæðingar vín- sölubannsins hjálpa beinlínis eðr óbein- línis til að fótum t.roða lögin, reyna þeir með öfgum og lygfim að' genf hlið bindindismálsins langtum svart- ari í augnm almennings, heldr en lmn er, til að geta fengið almenningS'. álitið á sína hlið. Yfirlýsing Biskup Stanley í James- town, N. D., á forboðslögunum gegn vínsölunni hér i ríkinu, hefir allareiðu verið með rökum mótmælt af ýmsum mönnum, sem að líkindum eru málinu öllu kuhnugri heldr en biskup Stanley. Eg sendi yðr hér með nokkuð af þeim mótmælum , sem birtast í New York hlaðinu „The Voice“ af 22. Desember s. 1, í þeirri von að þér birtið það lielzta af því í blaði vðar við tækifæri, svo ís- lendingar hér syðra fíi að sjá báðar hlið- ar málsins. Þorl. Þnrfinnson. BÆIÍR TIL SÖLU HJÁ HEIMSKRINGLU. 0 Talan sem sett er í sviga fjrir aftan bókanöfnin sýnir burðagjald fjrir pú ina sömu bók innan Canada og Bandaríkjanna; það verðr að sendast auk bókarverðsins. Þær bækr, sem engin tala er við, sendast fritt. Engin bók send fjr en borg- un ermeðtekin. *Húspostilla dr. P. Pétrssonar (8) $1.75 *Kveldhugvekjur eftir sama (2) $0.75 *Föstuhugvekjur eftir sama (2) $0.50 *Vorhugvekjur eftir sama (2) $0.50 *Leiðarvísir til að spyrja börn (2) $0.40 Dr. Jónassen Lækningabók (5) $1.00 *Hjálp í viðlögum (2) $0.35 *Sj álfsfræðarinn (Jarðfræði). $0.40 Smásögur dr. P Pétrsson....... $0.30 Hellismanna saga.............. $0.15 Nikulásar saga................ $0.10 *Saga Páls Skálaholtsbiskups .... $0.25 Um Þrenningarlærdóm i nn eftir B. Pétrsson............... $0.15 *Agrip af landafrœði.......... $0.30 Uni harðindi eftir S. Eyjólfsson $0.10 Huld................... (2) $0.25 Sveitalífið á íslandi....(2) $0.10 Lítið rit um Svívirðing eyðilegg- ingar-innar................... |o.25 *Nótnabók Guðjóhnsotis (þrírödd.) $0.75 Ræða eftir M. J. Skaftason.. $0.15 Saga af Fastusi og Erminu... $0.10 Bækr þær sem stjarna *) r við eru í bandi.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.