Heimskringla - 15.07.1893, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA.
k@mr út á Laugardögum.
The Heiinskringla Ptg. & Publ.Co.
útgefendr. [Publishers.]
Verð blaðsins í Canada og Banda-
ríkjunum :
• 12 mánutfi $2,50; fyrirfram borg. $2,00
6 ----- $1,50; ------ — $1,00
3 ----- $0,80; ------ — $0,50
Á Englandl kostar bl. 8s. 6d.; Á
Norðrlöndum 7 kr. 50 au.; á íslandi 6
kr. — borgist fyrirfram.
Senttil íslands, en borgað hér, kost-
S$l,50 fyrirfram (ella $2,00).
t^T'Kaupendr, sem vóru skuldlausir 1
Jan. p.á. purfaeigiað borganema$2 fyr-
Ir pennan árg., ef þeir borga fyrir 1. .'úlí
p. á.(eða síðar á árinu, ef peir œskja pess
skriflega).
Kaupandi, sem skiftir um bústað
verSr aS geta um gamla pósthús sitt
dsamt nýju utanáskriftinni.
Ritstjórinu geymir ekki greinar, sem
eigi verða uppteknar, og endrsendir
pær eigi nema frímerki fyrir endr-
sending fylgi. Ritstjórinn svarar eng-
um bréfum ritstjórn viðkomíindi, nema
í blaðinu. Nafnlausum bréfupn er
enginn gaumr gefinn. En ritstj. svar-
ar höfundi undir merki eða bókstöf-
um, ef höf. tiltekr slíkt merki.
Uppsögnógild að lögum, nema kaup-
andi só alveg skuldlaus við blaSið.
Auglýsingaverð. Prentuð skrá yfir
pað send lysthafendum.
Ritstjóri (Editor):
JÓN ÓLAFSSON
venjul. á skrifst. bl. kl. 9—12 og 1—6
Ráðsmaðr (Busin. Manager):
EIRÍKR GÍSLASON
kl. 9—12 og kl. 1—6 á skrifst.
Utanáskrift á bréf til ritstjórans :
Editor Heimskringla. Box 535.
Winnipeg.
Utanáskrift til afgreiðslustofunnar er:
The Heimskringla Prtg. & Publ. Co.
Box 305 Winnipeg, Man.
Peningar sendist í P.O. Money Or-
der, Registered Letter eða Express
Money Order. Banka-ávísanir á aðra
banka, en í Winnipeg, eru að eins
teknar með afföllum.
653 McWilliam Str.
PENNADRÆTTIR.
Töluverð straumbreyting er að
verða í skoðunum sumra samveldis-
manna í Bandar. um þessar mundir.
Lengi vel var það viðkvæðið, að all-
ar þœr verzlunarhörmungar, sem dun-
ið hafa þar yfir í vor og sumar, stöf-
uðu aí vantrausti manna á stjórn
Clevelands og Demokrata, ótta við
breytingar, er þeir mundu ge a á toll-
lÖgUhufti.ó. S. frv,— Þegar þess er minzt
að þjóðin á síðastl. 2 árum hefir svo
stór-skHmerkiiega skorið úr með at-
kvæðum, að hún Y»'i mótUverf orðin
hátollastefnunni, þá er það dálítið
skrítið, að ætla að telja nokkrum trú
litn, að gjaldprotin í Bandar. nú stali
af vantrnustí á þ“irri pólitík og þeim
manni, sem þjóðin er nýbúin að lýsa
tPausti á. Hitt er vitanlegt, og frá
öndverðu játað af vönduðustu mönnum
í samveldisflokknum, að Shermanns-
lögin, um in vitleysislegu silfrkaup,
valdi mestu um vaudkvæðin. Ein-
kennilegt er að sjá nú Dr. Alb. Sliaa
ritstj. Vestvheimsútgáfunnar af Hemrtr
„f liteictrs, sem jafnan liefir verið heitr
og eindregiun samveldisfioaksmaðr,
komast svo að orði í s ðasta hefti
mánaðarrits síns :
„Það er auðsætt, að það er að
eins fyrir alment trau-t þjóðarinnar á
ýmsum persönulegum liæfileikum
Cievelands forseta, að viðskiftavand-
ræðin, sein þjáð hnfa þjóðina. hafa
ekki orðið að óstjórnlegu skelfingar-
hruni“.
Fallegr og drnngilegr vitnisburðr
frá manni af ai.dstæðum flokki.
Það er gleðilegt fvrir alla frjáls-
liugsandi ínenn, að það varð ofan á,
að hafa Chicago-sýninguna opna á
sunnudögum, því það er vottr um, að
almenningsalitið er í heimsálfu þrss-
aú að losna undan martröð púrítana-
þröngsýnisinx og hræsninnar. Það er
ekki hæstaréttir-úrskurðrinn, sem
vottar þetta — lumn sker að eins úr
laga-spurningu,—lieldr ályktun stjórn-
arnefndar sýningari nar og almeni -
ing-fylgi það, er liún hefir hlotið.
Vottr í sömu átt eru tilraunir pær
sem verið er að gera í Toronto, til-
að fá leyft að sporvagnar íenni á sunnu-
dögum. Það er ve ið að reyna að fá
skotið því undir aliner.t íitkvæöi bæj-
arbúa. Hvort sem tilraun sú tekst í
ár eða ekki, þá er óefað, að þeim til- j
raunum verðr fram haldið árlega úr
þessu, þar til er mál það vinst.
Væri ekki ásfæða til aðfaraað hugsa
til hreyfingar í si'mu áttina hér í
Winnipeg, sem í Toronto? Hér er fult
svo mikil, eða enda meiri, ástæða til>
að óska að sporvagnar megi fara ferða
sinna á sunnudögum. Það má auðvitað
i bviast við, að það taki nokkurra ára
baráttu að fá því á komið. En þvi
lengr sem.menn draga nð hrevfa því
máli hér, því lengra verðr í land til
sigrsins.
Fyrir 10 árum varalmennr þjóðfagn-
aðr í Bandaríkjunum yfir því nð North-
ern Pacific járnbrautin var þá fullger
milli Minneapolis — St. Paul og Kyrra-
hafs. Braut sú var lögð með avo mikl-
um styrk í landveitingum, að lönd
hennar öll til samans mundu vera á
stærð við sæmilegt stóiríki.
Síðar var Canadian Pacific b.autin
fullger vithafanna milli um Canada
þvert. Veitti stjórnin þeirri braut eigi
að eins gífrlega mikil lönd, heldr ábyrg-
ist og vaxtagreiðslu og höfuðstól af
skuldbréfum félagsins.
Það var miklu minna um dýrðir í
í fyrra mánuði, er Great Nortliern járn-
brautin var fullger frá Minneapolis —
St. Paul vestr að hafi, og er livin þó
meira og merkilegra þrekvirki.en báðar
inar fyrr nefndu að því leyti, að þessi
braut, sem liggr vestr miðvega milli
liinna beggja, er lögð án nokkurra land-
veitinga eðr fóstyrks af hálfu Banda-
ríkjanna. James Hill, forseti felagsing,
er einkar-merkilegr maðr, og æfi hans
lærdómsrík. Hann liefir nð eins fimm
urn fimtugt, og má því eunmikils vænta
af lionum. Great Nortliern brautin hefir
og línu til Duluth, og hraðskreið eim-
skip þaðan vatnaleið tii Buff'alo. Nú er
mælt, að Hill muni ætla að vinda bug
aðþví,aðkoma upp storum og örskreið-
um eimskipum, sem tekið geti við af
ve-treuda brautarinnar og haldið uppi
samgöngum við Japan og Sínland.
Vort heiðraða samtíðablað Lögb.
getr þess, að ritstjóri IIkr. Jón
Olafsson liafi af Dominion-stjórninni
verið settr til að leiðbeina ísi. inn-
flytjendum í sumar — og jafnframt
sé blað lians farið að taka alt flðruvísi
í innfiutningsmálið en það gerði fyrir
nokkruin mánuðum síðan.
Við þetta er að eins að athuga:
Á föstudaginn í fyrri viku koin ég
neðan úr ba; (úr Heimskringlu-erind-
um) og inn á skrjfatofu mína kl. yfir
3, og lá þá fvrir mór seðill um, að
umboðsmaðr innan ríkisstjórnarinnar
bæði mig að vísa sér á niann, er Jég
áliti vel fallinn til að leiðbcina ísl.
innflytjendum og finna sig upp á
þetta fyrir kl. 4. Ég brá við og fór
samstundis ofan eftir og vísaði hon-
um á góðan og áreiðanlegan mann.
En hann sngði þá, að það hefði íslend-
ingr sótt um þetta starf', en sagðist
vilja fá mig til nð gegna því. Ég
færðist heldr undan því, en lét loks
tilleiðast. Þetta var kl, nærri 4, og
ég hafði enga hugmynd um, að
stjómin ætlaði að sefja neinn mann
til þessa, og hafði ekkertgert, livorki
þá né fyrri, til að sækja um þetta eða
nokkurt starf í stjórnarinnar þjónustu.
Starfið leitaði mín, en ég ekki þess.
Síðasta bl. Hkr. var fullprentað þegar
til orðs kom um þetta á fostudaginn,
svo að hún hefir ekki getað sýnt
neina breyting í skoðunum á inn-
fiutninga málum síðan.
Hkr. heflr ekki rætt innflutninga-
mál nýlega, og því ekki getað sýnt
neina skoðanbrevting, enda eru skoð-
anir vorar á því máli að einu og öllu
samar sem þær hafa verið.
Lögberg hefir farið að líta i Free
I’ress eftir að vér í síðasta bl. bentum
á, hve hraparlega það hefði glæjizt
á að taka upp ósannindi eftir Tribuxe.
En þegar blaðið sá, að það hafði
ranghermt, þá hefir það ekki haft
þrek til að kannast við það, en tekið
þá lúaiegu aðferð, að tilfæra upphafe
og enda setningarnar úr greininni í
Free Press, en sleppa úr miðkaflan-
um, sem inniheldr aðal-merginn
málsins og sannar orð vor að öllu.
Sama heiðraða blað heldr enn fast
á því, að einungis skaðabótamál
útaf meiðyrðum semeiðyrðamál,
og að öll mál, sem rettvísin rekr, só
sakamál, eða jafnvel glæpa-
m á 1!!
Vt'r yitum það eins vel og ið heiðr.
blað, að meiðyrðamál eru á ensku
nefnd criminal libel suits.
En vér vitum og það, sem vort heiðr.
samtíðablað veit ekki, að s a k a m á I
og g 1 æ p a m á 1 á íslenzku fela í sér
lögfræðislegar hugmyndir, sein e k k i
felast í því, sem Englar kalla c r i m i-
nal libel. Criminal libel
s u i t s svara til þess, sem í dönsku
og íslenzku réttarfari er nefnt: einka-
lögreglumál.
Það er oft hörmung að vita, hve
allslausir sumir vestrfarar að heiman
koma stundum hingað. Sumir koma
hingað svo, að þeir eiga ekki fyrir
einum munnbita upp i sig, er þeir
koma hingað, ekki fybir einuin pela
af mjólk handa ungabörnum sínum,
°g okki skyrtu til skifta, þótt þeir
komi sjiikir hingað á innflytjenda-
húsið. Stjömin hýsir innfiytjendr,
veitir þeim heitt og kalt vatn til böð-
unar, eldhús og eldivið til matreiðslu,
fría læknishjálp og ókeypis lyf, en
ekki fæði né fatnað. . Ýmsir landar
hér í bæ rétta heiðarlega hjálparhönd
þessum nýkomnu löndum, þótt þeir
eigi engan að; en eðlilega kemr þetta
misjafnt niðr: fáir menn leggja mikið
í sölurnar, en almenningr ekkert.
Og eins getr þetta komið misjafnt að
notuni; gefendr hafa ekki áyalt liand-
bærast sumt það, sem mest er þörf á,
t. d. í fatnaði.
Landar eru svo fúsir á félaga-
stofnún og •samkvæmahöld. Hér
er verkefni. Væri til ofrlítill fé-
lagsskapr, seip ætti til dálítið í pen-
ingum, mætti gera mikið gott ný-
komendum ineð því.
Sumir komast hingað, en ekki
lengra. Oft má með einum eða
tveim eða fleiri dollurum hjálpa fjöl-
skyldu til að komast leiðar sinnar.
Stundum mætti lána þcim, og feng-
ist það oftast aftr. Ogr þeir, sem
slíks liðsinnis njóta, mundu síðar
minnast þess, og lcggja sinn skerf
í slíkan sjóð, ef til væri.
íslendingafelagið, sem hafði því-
líkan tilgang, er komið í hundana
fyrir hirðuleysi og handvðnnn —
hefir í rauninni verið steindautt í
mörg ái',
Af félögum, sem hér eni til, væru
kvennfV-lögin líklegust til að geta
gert eitthvað; þeim virðist vera
bezt stjórnað.
Allar aðrar þjóðir en íslendingar
her í landi hafa félög, sem veita
hj.ílp þurfandi nýkomnum löndum
sínum.
Islefidi'ngar cru eins hjálpfúsir
og aðrir, ef eigi fremr, en þá vant-
ar að eins að koma felagslegu skipu-
lagi á bjálpsemi sína.
/
Islenzkir óþokkar.
Þvi miðr finnast óþokkar hjá vorri
þjóð, eins og hjá öðrum þjóðflokkum.
Einkum eru tvö, þrjú úrþvætti hérna
í bænum alræind. Það þarf ekki að
nefna þá, allir þekk,ja þá ; allir vita,
í hvaða klíku þeir kyrkjustólpar eru.
Það þykir oftast nóg kveða að því,
að Islendingar utan fslands sitji al-
drei á sái’s liöfði; en yfir hefir þótt
taka, þegar þeir fara að seilast til að
rægja landa sína fyrir útlendingum,
sem ekkert þekkja til mála íslend-
inga. Allir muna enn, hvemig það
mæltist fyrir, er það komst upp að
W. II. Paulson var að ra-gja á Iaun
Mr. Baldwinson í vetr við yfirboðara
hans, er hann var sjálfr fjarverandi
og gat ekki borið hönd fyrir höfuð
sér.
Sá lygarógr lireif ekki, og því er
„góðfús (!) landi“ nú að fitja upp á
nýja leik.
Blaðið Free Press flutti á mið-
vikudagsmorgun grein um íslenzku
vestrfarimar, og hf lt því fram, að
fjáreyðsla fvlkisstjómarinnar til út-
flutninga-agenta til íslands, væii é-
þörf, þar sem Dominion-stjómin hefði
þar reyndan, ágætan agent, Mr. Bald-
winson. Þetta er nú vitanlega satt,
eins og aðalatriðin öll í grein Free
Press. Þetta tilefni hafa þcir svo
notað: Bileams asna, Bileams ösnu
bróðir og Rasshandar-skrýmslið, til að
setja saman óþverra lyga-grein í
Tribcne sama kveldið. Þar segir
meðal annars, að alt sein M r. Bald-
winson hafi gert fyrir úttlutninga, sé
það, að eitt ár hatt hann komið út
með 170 vestrfara, annaðármeð 140;
en þriðja árið, þegar hann hafi ekki
farið heim, hafi komið út 173, enauð-
vitað hefðu þeir ekki orðið neina 100,
ef hann liefði farið heim. Honum er
borið á brýn, að hann hafi aldrei gert
annað, er hann hafi farið heim til ís-
lands, en að spásséra í Reykjavík og
skemta sér.
Höfundarnir vita vel, að Baldwin
hefir flutt hingað út 15—1700 vestr-
fara á einu ári; hann hefir jafnan
ferðazt um á íslandi, er hann fór
þangað, farið fótgangandi og ríðandi
umhverfis alt ísland um hávetr.
Þeir vita, að hvert mannsbarn h<-r
vestra veit, hve djöfulmannleg lygi
og rógr það er, sem þeir fara með,
og því skammast þeir sín að segja til
nafns, en setja bara undir lygarógs-
grein sína: „Ixdigxant Ioelander“.
En það gerir ekkert til: allir þekkja
höfundana. Þeir eru brennimerktir
rógberans æruleysis og þjóðsmánar
brennimarki í augum hvers einasta
ærlegs fslendings hér vestan hafs,
hvaða flokki sem hann annars til-
lieyrir.
I blaðinu Tribune var óþverra-
ritstjómargrein á miðvikudaginn um
Jón ritstj'. Ólafsson og Ilon. T. M.
Daly, innanríkis-ráðherra. Sagt að
allir íslendingar væru hamslausir af
gremju yfir, að Jón var skipaðr til að
leiðbeina vestrlörum. Jón liafi af
öllu megni skammað út Manitóba og
spilt fyrír innflutningi; sagt, að hagr
landa hér vestra væri alment aumari
gii inna vcsölustu fátsGkling’a d Xslcind.i.
Ráðgjafinn hafi svo mátað Jóni til að
þeg.ja með þcssum bitlingi. Ættem-
ið á greininni er auðþekt. Lögbergsk-
an leynir sér hvergi.
Yestr yfir íjöll.
Eftir Eggert Johansson.
Það eru allir sléttu búar for-
vitnir að heyra ferðalýsingar þeirra,
er ferðazt hafa vestr yfir in nafn-
toguðu Klettafjöll Vestrheims______ en
á íslenzku væru þau, að því er mór
viiðist,.réttnefndari Hnjúka-fjöll eða
Tiudafjöll. Heimskringla hefir ald-
rei fengið færi á að íiytja iesend-
um sínum nokkra verulega lýsing
af því, sem fyrir augað ber, á ferð
vestr að Kyrrahafi, og rœðst óg því
í að senda henni nokkrar línur
þess efnis.
Frá Winnipeg og vestr til Calg-
ary er ekkert sérlegt að sjá. Lands-
lag og útsýni er í heild sinni líkt
því, er sjá má hvervetna í Mani-
toba, einkum þó í suðvestrlduta
fylkisins — ýmist eggslétt og nakin
sléttan, eða dimmbláar, skógivaxnar
hæðaraðir. Stóran mun á hæð lauds-
ins sér maðr ekki fyrri eu kemr til
Duumore, 653 mílur frá Winnipeg,
þar sem Alberta-járnbrautin hefir
upplök Hn, og liggr að kolauám-
unum hjá Lethbridge, 109 mílur
suðvestr, og áfram þaðan suðr í
Montana. Þar (hjá Dunmore) iiggr
brautin inn í hueða-klasaun, er girð-
ir suðikvísl Saskatchewan-lljótsins á
báðar hliðar, og eru þær all stór-
skornar alla leið til Mediciuo Hat,
7 mílum vestar. Medicine Hat or
einkar-snotrt þorp og miklu fallegra
en ið leiðinlega nafn bendir til.
Liggr það á eyruuuili meðfram Sas-
katchewan ánui, 660 mílur frá Wpg.
Þaðan er alt af þéttings-haili upp á
móti alt vestr að fjöllum, en þó ekki
hæðir eða hólar umhveríis til muna
meiri en austr meðb rautinni. Skóg
er mjög lítill á milli Medicine Hat og-
Calgary, mestr í Bow-Kiver-dalnum,
er öðru hvoru sóst til suðrs, eftir að
komiðer 700 mílur frá Winnipeg. Ið
eina einkennilega, er ber fyrir augað
á þessari leið, eru gasbrunnarnir
(Natural Gas) á einum 2 eða 3 vagn-
stöðvum. Járn-pípur hafa verið rekn-
ar niðr í far jarðborsins og brennr
þar síðan cilífr eldr. Við Langevin-
stöðina er þotta gas notað til að dæla
vatn svo sem þarf fyrir járnbrautina.
Þogar loft er heiðríkt, sézt hæsti
tindrinn á austrjaðri fjallanna frá
Langevin, þá í 150 mílna fjarígæð;
en daginn sem ég fór þar um, grúfði
svartr ský-flóki yfir þe;,,, og sáust
þau því ekki fyni en komið var
nærri 50 mílur vestr fyrir Langevirr.
Það voru eftir 97 mílur til fjallanna
þegar Devils Head-tindrinn alt í einu
rak snjóhvíta trjónuna fram úr kol-
svörtum ský-bakkanum og gægðist
austr um græna og gullna sléttuna.
Tindr eftir tind gægðist nú uj p yfir
iðgrænt sléttuhafið fram undan, þang-
að til hrönnin var orðin óslitin það
sem augað eygði tii suðvestrs, og leit-
út eins og skörðóttr múrveggr, þoi"
som hver smuga er full af ís og snjót
Þetta var nýstárleg sjón fyrir alla
faiþegjana, enda var einskis manns.
höfuð a lestinni innan vagnglugganmv
á 25 mílna ferðinni frá því fyrstr
tindriuu sást til þoss er að Calgary
var komið.
Frá Calgary liggr brautin eftir
Bow River-dalnum alt til Laggan
116 mílur. Á.fyrstu 30—40 míl-
unum frá Calgary er útsýnið og
landslagið meðfram ánni mikið svip-
að og meðfram Missisippj-fljótinu á
milli St. Paul, Minn., og La Crosse,
Wisconsin, — dalrinn breiðr víðast
hvar og rísa hlíðarnar út frá honum
í hjöllum, grasi og skógi vöxnum.
Þegar nær dregr fjallsrótunum,
þrengist dalrinn að mun, hlíðarn-
ar verða hærri og brsttari og sundr-
skornar moð giljum og gjám. Öðru
hyoru liggr brautin eftir neðsta
hjallanum ineðfram ánni og er það-
an aðdáanlegt útsýni, grá-hvítar
fjallahrannir fram undan, skógivaxin
hasðabelti til beggja handa og lí^-
sléttu geimiinn sveipaðr deyjandi
sólarljósi austrundan, alt að tak-
mörkum sjóndeildarhringsins. í fjar-
lægðinni er þá áin í dalnum fyrir
neðan eins og grannr silfrborði á
grænum dúk.
55 mílur fyrir vestan Calgary
fer lestin fyrst inn í dyrnar að
Klettafjölluuum, þ. e. örþröngt
gljúfr, er Bow-áin fellr eftir, og
gína þar þverhnýptir hamrar mörg
hundruð feta háir yfir höi'ði manns
á bæði borð. Þetta gljúfr er nefnt
,/J he Gap“ og er samnefnd vagn-
stöð rétt fyrir vestan það. Þegar
þangað er komið, sjást fjöllin íyrst
í nálægð — eru þá bæði framund-
an og til beggja handa ægilogir
jökulsteyptir drangar með skriðu-
hlaupnar hlíðar, allar dældir og
öll gil full af snjó, en bjargbyrn-
urnar og hryggirnir á milli gilj-
anna, til að sjá eins og þrístrend-
ar þjalir, standa kolsvört út úr
gaddinum. Canmore er vagnstöð
12 mílur fyrir vestan fjalla-dyrnar
(The Gap) og er þar bætt við lest-
ina útsýnivagni (Ohservatinn Car),
sem allir farþegar eiga fríau aðgang
að. í honum eru ekki sæti, nema
bekkr að endilöngu eftir miðju, en
báðar hliðar opnar — aðeins grindr
fyrir menu að halla sér upp að. Einn
þessi vagn gengr gegn um fjöllin með.
hverri lest alt suinarið og er hann
oftsst þéttskipaðr áhorfendum meðan
nokkur dagsrönd er á lofti.
Fimm mílur fyrir vestau Can-
more, en 912 fyrir vestan Winnipeg
fer lestiu iunyfir in ákveðnu landa-
mæri National Parksins Canadiska,
sem er 26. mílna langr og 10 mílna
breiðr. Bow River-dalriun þrengist
nú óðum og hvervetna umhverfis rísa
í hjöllum. hrím-gráir fjallahnjúkar,
hver öðrum hærri, og hrikalegri.
Skamnit fyrir vestan Anthracite stöð-
ina beygist brautin norðvestr, yfirgofr
þá Bow- River-dalinn um stund og
'iggr upp C.i8cade-ár-dalinu. Fram
undan rís þá upp úr stórskóginum og
fjallklasanum. sérstaklega. ægilegr-