Heimskringla - 12.08.1893, Blaðsíða 2

Heimskringla - 12.08.1893, Blaðsíða 2
2 HEIMSKRINGLA 12. ÁGTJST 1893. IMiil b1 kemT út á Laugardöy;uiii. Tho HftiwskrÍHgla Ttg. & Pnbl.Co. útgefendr. [Publishers.] Verð blaösins í Canada og Banda- rlkjunum : lSmánivXi Í2,5 i; fyrirfra:n borK- 82,00 6 ---- 81.n0;--------------- 3 ------ $0,80; ------- - Á Englandi kostar bl. 8s. 6dl j A Norörlön Juin 7 kr. 50 au.; á Islandi 6 kr. — boraist fyrirtram. Senttil íslands, en borgaö hðr, kost Sf 1,50 fyrirfram (elia »2,0<’).__ tSJ-Kaupendr, sem vóru skuldlausir 1 Jan. p. á. purfa eigi að borga nema $2 fyr- !r pennan árg., ef peir borga fyrir 1. .'ul. p. á. (eða síðar á árinu, ef peir æskja pess rkriflega). Ritstjórinn geymir ekki greinar, sem elgi verða uppteknar, og endrsendir bær eigi nema frímerki fyrir endr- sending fylgi. Ritstjórinn svarar eng- um bri'fum ritstjórn viðkomandi, nema í blaðinu. Nafnlausunr bréfum er enginn gaumr geflnn. En ritstj. svar- ar höfundi undir rnerki eða bókstof um, ef höf. tiltekr slíkt merki._______ Uppsögnógild að lögam.nema kaup- andi sé alveg skuldlaus við blaíið. Auglfjnngawrð. Prentuð skrá yfir paö send lysthafendum. _____ Ritstjóri (Editor): JÓN ÓLAFSSON venjul. á skrifst. i)l. kl. 9 12 og 1 6 Ráðsmaðr (Busin. Manager): EIRÍKR GlSLASON kl. 9—12 og kl. 1—6 á skrifst. Utanáskrift á bréf til ritstjórans : Editor Jleimskringla. Box 535. Winnipeg. TJtanáskrift til afgreiðslustofunnar er: The Heimskringla Prtg. & Publ. Co. •" _ o«c Winnipeg, Man. Box 305 Peningar sendist í P.O. Money Or- der, Registered Letter eða Express Money Örder. Banka-ávísanir á aðra banka, en í Winnipeg, eru teknar med aflTöllum. að eins 653 McWilliam Str. FRÁ ÍSLENDINGA-DEGINUM. Banclaríkin.' (Ræða eftir séra Hafstein Petrsson). Iláttvirti forsetí. Heiðraða samkoma. Konur og menn. Nauðugr steig ég upp á ræðupall þenna. Nauðugr tek ég til máls. Feginn hefði ég’ viljað komast hjá því að tala á þessum stað í dag, hefði þess verið nokkur kostr. Aðalsökin til þess er fólgin í ræðuefni því, sem mér er lagt í liendr. Nálega ið sama umtalsefni var inér úthlutað á sein- ustu þjóðhátíð vorri. IJm það efni tal- aði ég þá eftir beztu föngum. Og nú treysti ég mér alls eigi til að gjöra á þeirri ræðu minni neinar verulegar umbætr. M ín einustu úrræði virðast því vera að endrtaka það, sem ég sagði á íslendingadeginum í fyrra. En slík endrtekning er hörmuleg leiðindi bæði fyrir mig og yðr. Og í verri vandi-æði en þessi getr eng- inn ræðumaðr komizt. Kg verð því að lcita einhvers undanfæris. I stað þess að ræða beinlínis umtalsefni það, sem ég hef orðið að takast á hendr, þá ætla ég að segja ykkr ofrlitla sögu. Auðmjúklega >»ið ég ina dómskörpu, göfugu samkomu afsök- unar á þessu. Og ég er fullviss um, að hún gjörir það og tekr góðan vilja minn fyrir verk unnið. Eins og kunnugt er, þá var krykju- þing vort í fyrra haldið suðr í Banda- ríkjunum. Ég fór þangað með öðr- um kyrkjuþingsmönnum liéðan frá Canada. En daginn áðr en eg lagði af stað í þá ferð, Lkk ég óvænta iieimsókn. Ég var einn inn í húsi mínu litlu eftir hádegi. Eg var önn- um kafinn í því að búa mig undir suðrförina. Högg er drepið á dyr. Kom inn, rnælti ég. Dyrnar opnast og kona kemr inn. Hún er komung i>ir einkarfríð sýnum. Hún er ítr- vaxin og öll framganga hennar in tígulegasta. Andlitssvipr hennar lýsir djúpsettri sjreki, óbifanlegu þreki og konunglegri tign. .lafngöf- uga sjón hef ég aldrei séð. Hún heilsar mér með aafni og kveðst vera komin að biðja mig bónar. Hvert er nafn þitt, kona, og hvert er erindi þitt? mælti ég. Hún svarar: Þekk- ir þú eigi húsmóðr þína? í-g er MisS Canada. Þú hefr verið gestr ininn hátt á þriðja ár. Nú verðr þú að launa vistina og reka af hendi er- indi mitt. Ef þú gjörir það, þá skaltu verða heimamaðr minn. Auð- mjúkr mælti ég: Yolduga kona. Eg heyri og ldýði. Ilver er skipun þín? Heyr sögu mína: mælti hún. Þér sé ekki ókunnugt um, að ég er kon- ungsdóttir bæði að ættgengi og lög- um. Faðir minn er stórvoldugr sæ- konungr. Hann hefir lagt undir sig mörg lönd og ríki. Nafn hans er Jón Boli. Ég á einn bróðr, Jónatan að nafni. Jón Boli var nokkuð harðr við hann í uppvextinum, og Jónatan uudi því illa. Samkomulagið versn- aði smátt og smátt milli feðganna, þangað til Jónatan tók beztu jörðina frá karlinum, reisti þar bú og þóttist eiga bæði búið og jörðina. Karlinn reyndi að beite hörðu, en gat ekkert aðgjört. Jónatan græddi fé á tá og fingri og er orðinn stórauðugr og mjög voldugr. Jörðin hans er eink- ar góð bójörð. Ilún liggr hérna rétt fyrir sunnan jörðina sem ég bý á. Jónatan hefr lengi langað til þess að ná í mig. Hann hefr við og við ver- ið að biðja mín, þótt ldjótt hafi farið. Ilann segir, að það sé ekki gagnstætt lögum, að við giftumst; við séum í raun réttri eigi annað en fóstrbörn, uppeldisbörn Jóns Bola, og hygg ég það satt vera. Að mörgu leyti er þessi ráðahagr álitlegr fyrir mig. Jarðirnar okkar eru nokkuð líkar að stærð, en jörð hans er margfalt betri bójörð. Auk þess er hann stórauð- ugr og hefr fjölda vinnufólks, en ég er fátæk og í mestu vinnufólks eklu. Ef við giftumst og slægjum saman reitunum, þá yrði hann víðlendastr landbóndi og <ég auðugust allra kvenna. En mér geðjast samt eigi alls kostar ráðahagrinn. Jónatan er ekki eginlega fríðr maðr. Og svo ér hann I)óndi, en ég er konungsdóttir. Það er betra að vera fátæk konungs- dóttir en auðug bóndakona. Jónatan er og ráðríkr að upplagi, en ég mundi illa þola mikið bóndaríki. Að líkindum væri og Jóni Bola þessi ráðahagr mjög á móti skapi, en lionum nauðugt vil ég engum giftast. Erindi mitt til þín er þetta: Þú átt að færa Jónatan þetta svar mitt með mjúkum og lipr- orðum, svo hann reiðist mér ekkj fvrir hryggbrotið. Færðu honum vinarkveðju mína. Eg vil, að það sé vinátta og samvinna milli búa vorra. Eg ei fús & aö lijAl h™iun til að rífa niðr landamæragarðinn milli jarða vorra, svo að allar götur séu greiðar milli bæjanna. Og ég vil, að heimilismenn vorir geti ó- hindrað átt viðskifti saman. í’ærðu JónatarTþessi vinarorðjmín, ogffylgi þér liamingja föður míns. Og vertu svosæll. Að svo mæltu gekk hún út úr hús- inu. Daginn eftir lagði ég á stað suðr til Bandaríkjanna á kvrkjuþing- ið. Hvcniig sem ég sjnirðist fyrir, þá varð ég eigi var við Mr. Jónatan. Þess vegna"tók ég þ;ið til hragðs <ið bera orðsendinguna til hans frá Miss Canada fram á almennum fundi, svo að orð mín kynnu þannig að berast honum til eyrna. Nokkrir heima- menn hans urðu fyrír svörum. Þeir sögðu, að orðsending mín væri byggð á misskilningi. Jónatan hefði aldrei verið að hiðla til Miss Canada. Hún hefði ávalt sótt ákaft eftir honum, en hann hefði hvorki viljað heyra hana né sjá. í þessu gat ég alls eigi skil- ið og lauk svo samkomu þeirri. Þegar kirkjuþingiuu var lokið, bjóst ég aftr til norðrferðar. Mér þótti erindi mitt fyrir Miss Canada hafa illa tekizt. Og ilt þótti mér að koma heim og hafa eigi fundið Jónat- an sjálían. Óttaðist ég reiði húsmóður minnar, sem von var. Daginn áðr, en ég lagði af stað norðr, reikaði ég einmana út í skóg, hálf-ráðalaus í vandræðnm þessum. Ég liafði ekki gengið lengi þegar ég mæti manni. Ilann var maðr allhár vexti og heldr grannvaxinn. Hann var á bláum, hvítstjörnóttum frakka og í rauð- röndóttum buxum. Þær voru nokkuð slitnar og svo stuttar, að skálmarnar tóku eigi lengra niðr en á mlðjan mjóalegg. Hann var grannleitr og toginleitr með langt og þunnt höku- skegg. Bæði hár og skegg sýndist gráleitt af hærum. Á höfðinu hafði hann hvítan barðastóran kollháan liatt. M> r virtist maðrinn í fyrstu hvorki fríðr sýnum né skrautmenni í klæðaburði. Hann sýndist nokkuð við aldr, en var þó inn emasti. Hann lieiJsar mér með nafni og kvaðst vera kominn til að svara orðsending þeirri, er ég hefði fært honum. Ertu Mr. Jónatan? mælti ég. Sá er maðrinn, svaraði hann. Skímarnafn mitt er Jónatan, þótt margir gefi mér annað nafn og kallimigUncleSam. Komdu heim með mér. Eg skal sýna þér húsið mitt, fandið og alt búið. Fegins hugar tók ég á rnóti boði þessu og gekk á leið með honum. Brátt kom- um við að ákaflega stóru húsi. Þetta er húsið mitt, mælti Jónatan. Komdu inn og hvíldu þig. Jónatan leiddi mig síðan inn í húsið. Við fórum gegnum marga margbreytilega sali. Allir virtust þeir vera fullir af mönnum, sem voru önnum kafnir við vinnu sína. Loks- ins komum við inn í stóran og eink- arskrautlegan sal gestastofú Jónatans. Ilún var skreytt á allan hátt og veggir hennar voru alþaktir skraut- myndmn. Einkum festi ég þar auga á rnjög skrautlegri og stórri mynd af Kristófer Kolumbus. Stofa þessi er venjulega troðfull af gestuin. sendimönnum frá öllum þjóðum heimsins, því allar þjóðir vilja fegn ar vera gestvinir Jónatans, En nú var stofan tóm- Ég hélt að hér mundum við staðar nema, en Jónatan leiddi mig að einum vegg stofunnar Hann drap hendi á vegginn og opn uðust þar þá leynidyr. Við komum svo inn í herbergi eitt lítið. Það var eigi skrautlegt, en mjög bjart og hreinlegt. Að eins tveir stólar voru í herberginu. Jónatan settist á annan stólfnn og lét ntig setjast á hinn Ilann mælti svo. Þessu herliergi lield ég leyndu fyrir heimilismönnum mínum. Iíér lofa ég einni vesalings konu að búa, sem nokkrir þeirra hafa ýmigust á. Kona sú heitir Saga. Ég lofa henni að hýrast hér, því hún er margfróð. Hún fræðir mig um ætt mína, æsku mína og uppvaxtarár, og hún bendir mér á, hver framtíð mín muni verða. Hún er eigi heima nú sem stendr. Hún brá sér heim til inna fornu stöðva sinna, Islands. Af því að þú ert ættaðr þaðan, þá leiddi ég þig hingað inn í herbergi hennar. Hér skulum við tala saman. Fyrst skal ég segja þér ætt mína, svo þú getir sagt Miss. Canada, að ég er eins vel ættborinn og hún. Þama er mynd af fyrstu forfeðrum mínum. Svo tók hann niðr af vegn nm fagra og glögga mynd, sem sag an hafði dregið upp. Á henni voru nokkríi' ttioun og lcrtniir og íajtt barn. Búningrinn sýndi inér Ijóslega, að þetta var noræn fornmanna inynd. Jónatan skýrði fyrir mér myndinaóg mælti. Þessi inaðr þarna er Leifr inn lieppni. Hann er fyrsti landnemi Bandaríkjanna. Hann er fyrsti borg- ari þeirra. Ilann keypti sér borgara- rétt í landi mínu, með því fvrstr manna að sigla yfir ið ólgandi At- lantshaf og finna heimsálfu þessa. Á mvndinni hjá honum eru félagar hans og nokkrir aðrir íslendingar, sem skömmu seinna komu til lands þessa. Og þarna er Snorri Dorfinns- son. Hann er fyrsti innfæddi borg- ari Bandaríkjanna. Leifr inn heppni og Snorri Þorfinnsson eru mínir fvrstu forfeðr. Auk þess á ég, er tímar líða fmm, ffeiri forfeðr, t, a. m. Svein Tjúguskegg og Knút ríl<a, Göngu- Hrólf og Vilhjílm bastarð. Þetta eru forfeðr mínir. Eg er norrænn að foðrætt en engilsaxneskr í móðrætt- Ertu þá ekki af suðrænu bergi brot- inn? spurði ég. Sýndumér mynd af Kristófcr Kolumbusi. Jónataii svar- aði. Ég hef enga mynd af honum í herbergi þessu. Hann er ekki for- fitðir minn. Hann var aldrei horgari Bandaríkjanna. Hann steig aldrei fæti sínum á meginland mitt. Hann sá aldrei þess blómlegu strandir. Hans suðræna blóð rennr ekki íæðum mín- um. Hann er forfaðir þeirrt, sem búa héma fyrir sunnan landamæri mín. Og landnám hans er allí suðr- hluti hcimsilfu þessarar. Aiðvitað virði ég og elska minning Kolúmbus- ar, og honurn áégstórmikiðað ]>akka. Vegna sjófeiða hans fannst lanl mitt aftr að nýju. Erægð sú, ei liann varpaði vfir suðrænu þjóðimai með landa fundi sínuin, vakti til fram- kvæmda minn ötula föðr, Jón H)la.— Ilann er auðvitað eins og ég narænn að föðrætt og engilsaxneskr að móðr- ætt,—Jón Boli fann land þetta. Svo ijain liann hér land og reisti hér l»yggð sama árið, og ég fæddist. Og liann fV-kk mér þetta land í tannfé. En hann vildi, að ég stæði um aldr og a:fi undir unisjón sinni. Ég átti að hafa þessa jörð til leigu og gjalda landskuld af lienni. Fyrir jarðbætr og iðjusemi mína tóá jörðin mestu umbótum. Búið blómgaðist og vinn- ulýðr streymdi til niín úr öllum átt,- um. Jón Boli sá oBjónum yfir upp- gangi mínum og viídi færa upp land- skuldina. Eg neitaði að borga meira, en lög og þjóðarréttr stóð til. Hann reyndi þá að taka landsskuldina lög- taki og sækja míiflð á vopna þingi. Ég vildi eigi rænast láta og bjóst til varnar. Þannig hófst frelsisstríðið. Kg sigraði. En hversvegna ? Það var af því, að hreysti og þolgæði forfeðra minna hefr gengið í erfðir til mín. Vilhjálmr bastarðr, forfkðir minn, braut undir sig England með kylfuhöggum sínum. Með höggum sömu kylfunnar brauzt ég undan Eng- landi. In norræna hreysti lagði forðum undir sig England. In nor- ræna-engilsaxneska hreysti myndaði í þessu landi voldugasta lýðvelcli heimsins, Bandaríkin. Hór er mynd af öllu þessu. Og hann sýndi mér á einum vegg herbergisins mjög stóra mynd. Hýn sýndi frelsisstríðið og myndun Bandaríkjanna. Þar voru og myndir af George Washington, Benjamín Franklín og fleiri mönnum. Á henni stóð ártalið 4. júlí 1776. Jónatan léði mór sjónargler sögunnar til að skoða mynd þessa. .Gegnum það sá ég glögglega, hvernig frelsis- myndir Norðrálfunnar eru eigi annað en eftirmyndir af þessari frummynd. Ég sá, hvemig frelrstríð Bandaríkj anna fæddi af sénstjórnarbyltinguna á Frakklandi, og þaðan rann sú alda, sem breytti útlitinu í gjörvallri Norð- rálfu heims. Eg skoðaði þessa mynd lengi og vandlega. Jónatan tók þá aðra mynd niðr af vegnum, rétti mér hana og mælti á þessa leið. Hér er önnur lík mynd. Því tvö frelsisstríð hef ég orðið að heyja. FjTst barðist ég fyrir mínu eigin frelsi. En allmörgum ár um seinna varð ég að berjast fyrir frelsi nokkurra heimamanna minna. Meðan ég var í æsku, hafði komizt á þrælahald í landi mínu. Þegar ég varð myndugr, þá reyndi ég smátt og smátt að skafa þenna svarta blett af ættarskildi mínum. En það gekk ekki eins greitt og ég ætlaði í fyrstu. Nokkur hluti heimamanna minna reyndi með öllu móti að verja þræla- haldið. Þeir vildu heldr láta frelsis- bandið slitna, sem tengir saman öll smábú mín í eitt aðalbú, en ánauðar- hlekkimir yru leystir af mínum svarta vfnnulýð. Þoir hófu voðalegt borjf- ara stríð, er stóð svo árum skipti. Mín forna hamingja varð sigrsæl. Stríðið lyktaði vel. Þrælahaldið leið undir lok og friði og einingu á heim- ili mínu var borgið. Þessi mynd sýn- ir þér allt þetta. Þarna eru myndir af Abraham Lincoln, Grant og fieir- um ágætismönnuin frá þeim tíma. Þegar ég hafði skoðað þessa mynd, þá mælti Jónatan við mig. Nú hefir þú heyrt og séð aðalatriði lífssiigu minnar. Og nú ætla ég að sýna þér húsið mitt, landið og alt búið, svo þú sjáir, að ekki er ofsögum sagt af auð- legð minni. Hann leiddi mig svo út úr herbergi ressu og sýndi mér allt hús sitt. ÖIlu var því skipt í aðgreinda, stóra sali. f einum þeirra situ skáld, ræðu- menn og listamenn. Það var mjög velskipaðr salr og mátti þar líta marg- an göfugan mann, sem hafði frumleg- an ameriskan skáldsvip og frumleg amerisk íþróttareinkenni. Mér leizt einkar vel á sal þenna og íbáa hans. I næsta sal sátu vísindamenn Jónat- ans. Þar voru margir allmerkir menn. En allmargir íbúar þessa sals höfðu fremr dauflegt yfirbragð og eigi frumlegan vísindasvip. Þeir voru önnum kafnir í því að binda Norðrálfu bækr í amerískt band. Þessir bókasmiðir virtust vinna meira með höndunum en heilanum. Mér gazt ekki eins vel að þessum sal eins og liinum salnum. Þaðan fórum við inn í iðnaðarsal Jónatans. Þegar ég kom þangað, varð ég frá mér numin af undrun og aðdáun. Þ;ir bar allt frumlegan ameriskan iðnaðarsvip. Þar úði og grúði af stórvirkjum menningar og manndáðar. Agndofa horf'ði ég á allt þetta um siund, og sneri svo orðum mínum til Jónatans á þossa leið. Margt hef ég heyrt sagt af iðnaði þfnum og atorku, en slíka sjón hefði ég samt aldrei gctað ímyndað mér. Þú ert aðalleiðtoginn íríki vinnunnar, iðnaðarins og verk- legs liugvits. StórvirKÍ þín í þi stefnu verða aldrei oflofuð. Síðan leiddi fiann mig inn í næsta s;d. Það var kennslustofa hans. Þar voru fjíil- margir kennarar, er fræddu lýðinn. húsráðendr heimsins. Uppfræðing manna þinna og mentun þeirra er í bezta lagi. Hvernig hefir þú getað komið þessu í svona gott horf. Jón- atan svaraði þannig. Allr megin- hluti heimilismanna minna standa í því félagi, er heitir kristin kyrkja. Og þetta félag, kyrkjan, lætr sérmjög umhugað um mentunarmál mín. In ýmsu kristnu kvrkjufélög koma upp skólum hvort í kapp við annað. Þann- ig komast á fót fj ilmargir, ágætir skólar og menning og menntun breið- ist út meðal heimilismanna minna*. Aðal-mentunarlind manna minna er kristileg og kirkjuleg, þótt til sáu „ókristilegir“ og „ókirkjulegir“ skól- ar. Úr kennslustofunni gengum við inn í stjórnmálastofu Jónatans. Henni var skipt í tvær stofur. In fremri var kosningarstofan og in innri var þingsalrinn. Kosningarstofan líktist sðluþingi. Þar var háreysti mikil. Menn töluðu mili sínu bæði með tungu og höndum. Út í homum stof- unnar *oru sðluborð. Tjöld voru dregin fyrir framan þau, svo það bæri sem minnst á sölunni. Eigi er mér vel kunnugt um, hvaða vara þar gekk að kaupum og sölum. Velgetr verið, að þar hafi aðeins verið keypt- ir og seldir atkvæðismiðar. Við flýtt- um oss að komast úr háreysti þing- stofunnar inn í þingsalinn. Allir þingmenn stóðu upp úr sætum sínum, er Jónatan kom inn. Og eptir beiðni hans las formaðr þingsins upp stjóm- arskrá Bandaríkjanna. Það var un- un að heyra þessar víðfrægu heimil- isreglur Jónatans lesnar upp í þingsal hans. Eg sá svo glögglega í huga mfnum, hver uppruni þcirra cr. Þær eru norrænar að ætt, eins og Jónatan sjálfr. Inn sami frelsisandi, sem forðum gaf Islandi sín frægu lýðveld- islfig, hann gaf og Bandaríkjunum sína stjórnarskrá. Þegar búið var að Iesa upp stjórnarskrána, þí sagði Jónatan við mig: Nú hef ég sýnt þér flesta aðalsali húss míns. Kondu út með mér og sjáðu útibúr mitt, skemmu rnína. Ég gekk út með honum. Frammi á hlaðinu var ákaflega stórt útibúr. Fjölmargar dyr voru á þvíjfjllu meg- inn. Ut og inn um þær fóru flutn- ingrsskip eptir, fna _oir .skluiil* u.rðum_ Jámbrautir lágu beggja megin fram með ánum og skurðunum. Og vagn- lestir fóru eftir þeim út og inn. Við gengum inn í þetta miklaútibúr Jón- atans. Þvf var skipt í margar deild- ir og mörg hólf. Þar var saman kominn svo mikill og margbreyttr auðr, að mestu undrum sætti. Það virðist eins og land og haf hafi kornið sér saman um að leggja fram alla fjársjóði sína til þess að auðga Jón- atan. Og hann lætr ekki auð sinn liggja ávaxtarlausan. Útibúr hans er einnig verzlunarbúð. Þar erstöð- ugr innflutningr og útfiutningr, stöð- ugt aðfall og^útfall. Þegar ein flutn- ingslestin kemr inn full af dýrum vamaði, þá leggr önnur á stað með jafndýrmætar vörur. Og jafnskjótt *). „Kyrkjunni hefl ég falið á hendr mentamál mín. Við hennar hrjóst eru allir mínir merkustu og beztu menn fóstraðir upp“. A þá leið talaði séra Hafst., en hefir felt þau orð úr og dreg- ið úr öllum þessum kafla í þessu ágripi, sem hann lieflr geíið blöðunum. R'tstj. og eitt flutningsskip kemr að og festir tengsli við skipabryggju Jónatans, þá losar annað tengsli sín og leggr út. Qg bæði skijiin eru jafnhlaðin alls konar dýrmætum auð.’ Ég horf- ði á allt þetta og si, að eigi verðr ofsögum sagt af auðlegð Jónatans og verslun hans. Við dvöldum hér. dá- litla stund og svo sagði hann við mig: Kondu út. Eg skal sýna, þér allt landið mitt í einni svijian. Hann fór svo út með mig upp á ddítinn hól r- tt hjá bænum. Ilann brá skuggsj i fyrir augu mérogblasti þá alt land hans fyrir sjónum mínum. Mót austri og vestri eru in blikandi, stóru úthöf. Himingnæfandi fjöll l*8'S'.)a yhr landinu frá suðri til norðrs. Stórar skipgengar ár falla um land hans. Þar eru mörg stór fiskauðug vötn, og í einum hluta landsins er undifagr stórvatna-klasi. Örskreið skip fara um ámar og vötnin ; vagn- Iestimar þjóta um landið fleigingsferð eftir brautum sínum. Stórar, fagrar, fjölbygðar borgir dreifa sér fram með báðum sj ivarströndunum, meðfram vötnunum og á árbökkunum. Austr- hluti landsins er alyrktr. Þar nemr akr við akr og aldingarðr við aldin- garð. Það er heimajörð Jónatans. En vestrhlutinn er fjöllóttr og ininna yrktr. Þar eru hjarðir miklar, og er þar selstaða Jónatans. Þegar Jónatan hafði sýnt mér alt land sltt, þá leiddi hann mig aftr inn í litla herbergið, sein við áðr höfðum setið f. Við tókumokkr sæti. Hann mælti svo: „Hvernig lízt þérájörð- ina mína og allan búskap minn ?“ „Ágætlega í alla staði“, mælti ég. „ Jörðin þín sýnist mér vera fyrirtak að landkostum ; hún er líklcga bczta bújörð heimsins. Bú þitt stendr með mesta blóma og efnahagr þinn er á- gætr. Þú ert óefað bezti bóndinn sem rní er uppi. Þú ert sjálfkjörinn hreppstjóri í hreppi þjóðríkjanna-fyr. ir sakir atorku og auðlogðar, búvits og bústjórnar. En hvernig stendr annars á allri búsæld þinni ?“ Jóna- tan mælti: „Eg skal segja pér það, ef þú lætr það berast til eyma Miss Canada. Jafnrótti og iðjusemi voru fyrstu stólpamir undir búi mínu. Og sparsemi heflr ávalt verið regla mín. Egncueigi anð'iðjuiausa tlgnarmenn, aðalsmcnn, eins og Jón Boli. Ég legg ekki fe mitt í herbúnað og ó- þarfa herkostnað eins og Norðrálfu- bændrnir. Ég hefl keypt frelsið fyr- ir tvö stríð, en fleiri stríð skal ég al- drei lieyja. Ég hefi nú ráðið sjálfr búi mínu í liðug 100 ár, því ég varð myndugr 4. Júlí 1776. Ég skamm- ast mín ekkert fyrir það, hvernig bú- skaprinn heflr gengið síðan. Þá var ég fátækr og átti ekki málungi matar; land initt var lítið og illa ra'ktað og vinnukraftr minn var sárlítill, Jörð mín var þá liðugar 800,000 mílur að stærð. Nú er hún meir en 3,500,000 mílur. Þ.í voru tii heimilis lijá mér tæpar 4 milíónir manna. Nú er heimilisfólk mitt milli 60 og 70 milí- ónir. Þá var vinnulýðr minn fáfróðr og fúkunnandi, en nú er hann vel- mentaðr og vel að sér. Búskapr niinn í þessi 100 ár hefr gengið svo vel, að það er einsdæmi í Iieimssög- unni. Bú mitt er orðið sannarlegt fyrirmyndarbú. Og framtíð hinna [Framh. á 1. bls.J Athugid myndina. Eg hlustaði á kennsluna um stund og mælti svo við Jónatan. Ekki þarf hór lengi að dvelja. Það er alkunn- ugt og viðrkennt af öllum, að þú upp- fræðir heimilismenn þína betr en allir rt'KL PADRE . & TR»0e MMllt M»NUfACnjREO BY S.PAYIS&sqn Montrhl,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.