Heimskringla - 19.08.1893, Blaðsíða 2

Heimskringla - 19.08.1893, Blaðsíða 2
2 HEIMSKRINGLA 19. ÁGÚST 1893. Heiiskringla tj á Laugardögum. The Heimskringla Pt,g. & Publ. Co. útgefendr. [Publishera.] Verð blaðsins í Canada og Banda- ríkjunum : lámánuíi $2,.r 0 yrirfram borg. $2,00 6 ---- $1,50 ----- - f'-OO 3 ---- $0,80; ---- — $°>50 Á Englandi kostar bl. 8s. 6d.; A Norðrlðndum 7 kr. 50 au.; á Islandi 6 kr. — borgist fyrirfram. Senttillslands, en borgað hér, kost- S$l,50 fyrirfram (ella $2,00). t^rKaupendr, sem vóru skuldlausir 1 Jan. p. á. purfa eigi að borga nema $2 fyr- ir pennan árg., ef þelr borga fyrir l..’úlí p. á. (eða síðar á árinu, ef þeir æskjaþess gkriflega). _____________ Ritstjórinu geymir ekki greinar, sem eigi verða uppteknar, og endrsendir þær eigi nema fríinerki fynr endr sending fylgi. Ritstjórinn svarar eng um bréfum ritstjórn viðkomandi, nema I blaðinu. Nafnlausum bréfum er enginn gaumr gefinr. F.n ritstj. svsr ar höfundi undir merki eða bokstof- um ef höf. tiltekr slíkt merki. Uppsögnógild að liigjm, nema kaup- andi sé alveg skuidlaus við blatfið. Auglýsingaverð. Prentuð skrá yfir það send lysthafendum. _____________ Ritstjóri (Editor): JÓN ÓLAFSSON venjul. á skrifst.bl. kl. 9-12 og 1 0 Ráðsmaðr (Busin. Manager): EIRÍKR GÍSLASON tl. 9—12 og kl. 1—6 á sknfst. Utanáskrift á bréí til ritstjórans : Editor Ileimskringln. Box 535. Winnipeg. Utanáskrift til afgreiðslustofunnar er: The Ueimskringla Prtg. & Publ. Co. Box 305 Winnipeg, Man. Peningar sendist í P.O. Money Or- der, Registered Letter eða Express Money Order. Banka-ávísanir a aðra banka, en í Winnipeg, eru að eins teknar með afföllum. 653 McWilliam Str. „Söguleg lygi“. Séra Hafsteinn Pétrsson gat ekki á sér setið að nota íslendingadaginn til þess að skaka kyrkju-strokkinn í ræðu þeirri, sem hann hélt fyrir Banda ríkjunum. Hann hafði valið það form á ræðu sinni, að lýsa heimsókn sinni til Jónatans bónda (Bandaríkj anna), og þá uuAal annars leggja Jónatan í munn ýmisleg ummæli til að lýsa ástandinu í Bandaríkjunum. Hann lét t. d. Jónatan segja, að hann hefði „falið kyrkjunni á hendr mentamál sín“, og að „allir sínir (o: Bandaríkjanna) merkustu og beztu menu hefðu fóstraðir verið á kyrkj- unnar brjósti“. líann fór um þetta miklu fyllri og sterkari orðum, heldr en hann befir ritað upp í afskrift þeirri af ræðu sinni, er liann gaf blöð- unum. Hann var síðastr ræðumanna, þeirra er ákveðnar ræðr áttu að flytja og að lokinni ræðu hans lýsti [ samkomunnar yfir því, að nú væri hverjum frjálst að beiðast ors, sem vildi. Jón ritstjóri Ólafsson, sem var einn af forstöðumönnum samkomunnar, beiddi sér þá hljóðs og mælti eitthvað á þessa leið: „Það er ekki til að halda neina tölu að ég bið mér hljóðs, heldr að eins til þess sem einn í forstöðunefnd samkomu þessararaðmótmælaalvar- lega nokkru því, sem fram hefir kom- ið hér í dag, nokkni þvf, sem að er óefað misbrúkun á Islendinga-degin- um. Það hefir hingað til verið sam- komulag allra flokka og allra manna, að láta allan ágreining og allan flokkadrátt vera dauðan og grafinn þennan dag; það hefir verið hingað til regla, sem allir hafa fúsir gætt, að halda þenna eina dag heilagan með því að láta hatr og óvild og öll þau deilu-efni, sem þessu valda, li gja óhrærð þennan eina dag; enda sýnd- ist nóg að hafa 3(i4 daga úrsins til að kljá þær sakir. Mér þvkir það leitt að séra Haf- steinn Pátrsson skyldl Jbrjóta út af þessari reglu í ræðu sinni, og fara að misbrúka þetta tækifæri til að fara að prédika skólamálshugmyndir sín- ar hér, og það á þann hátt, sem hann gerði. Ilann fór að segja okkr frá, að Bandaríkin fælu kyrkjunni á hcndr öll mentamál sín, og að allir þeirnn inestu og lieztu menn hefðu mylkzt á hennar brjóstum. Afþessu eiga svo úheyrendrnir að draga lær- dóm um nauðsyn kyrkjulegrar skól- astofnunar. En þetta er illa valið tœkifæri til að fara að ræða það mál, og þar á ofan er svo langt frá, að séra Hafst. hafi sagt hér satt frá því, sem vitan- lega á sér stað, að þessi orð hans og lýsingeru ein sú stærsta sögulega lygi, sem hægt er að láta s- r um munn fara. Svo fjarri fer því, að Bandaríkin feli kyrkjunni sín menta- mál, að þau hafa frá upphafi útilokað kyrkjuna og alla guðfræði frá öllum skólum ríkjanna, alt frá bamaskól- unum til ríkisháskólanna. Og allir vita, að ina annáluðu almennu upp- fræðing þjóðarinnar eiga Bandar. að þakka þessum skólum, sem kyrkj- unni og öllum hennar nmráðum er alveg meinað afskiftum af og hún alveg útilokuð frá. Og hvað merkustu og beztu menn ríkjanna snertir, þar á meðal ina frægu feðr frelsisskrárinnar og stjórn arskrárinnar, þá hefir meiri hluti þeirra verið alt annað en kyrkju menn. Það er rangt gert að reyna að kasta slíku ósánninda-ryki í augu manna, ekki sízt þennan 'dag. Slíkt er að misbjóða tilheyrendunum, að ætla þeim þá fáfræði að þeir muni renna þessu og þvílíku niðr, og það er jafnt líka að misbjóða sögunni og sannleikanum. Það er ekkert ljúft að verða að minnast á þetta; en ég áleit það skyldu mína, ef það kynni að verða til þess, að þvílíkt kæmi ekki fyrir aftr annan Islendingadag. Þvi hefi ég sagt þessi orð, til að merkja þessa misbrúkun dagsins með rauðu stryki. Eg tek það fram, að ég er ekki að leggja neinn dóm á gildi kyrkjulegr ar mentunar. Það væri að misbrúka líka daginn. Getr vel verið — um það er ekki nú að ræða, — að ment un Bandaríkjanna væri hundrað sinn um meira verð, ef hún væri kyrkju leg, og að Bandaríkjanna mestu menn hefðu verið margfalt meiri menn, ef þeir hefðu verið kyrkjumenn. En mentun þeirra er ekki kyrkjuleg mentun, og flestir þeirra mestu menn hafa ekkí verið kyrkjumenn — og þegar um sögulega lýsingerað ræða, verðum vér að taka hlutina eins og þeir eru, en ekki eins og vér vildum að þeir hefðu verið. Yér eigum að segja satt“. Séra Hafst. bað um orðið næst bólginn og þrútinn af reiði; forseti veitti það, en bað ræðumenn, sem til máls kynnu taka, að tala rólega. Séra Hafst. byrjaði svo titrandi og skjálfraddaðr að velta sér með ill yrðum yfir Jón ritstj. Olafsson; kvað hann aldrei geta séð kyrkjuna í friði; hann (J. Ó.) heíði misbrúkað daginn með því að fara að ráðast á kyrkjuna, sem hann halaði svo á kaft. [J. Ó.: Eg hefi ekkert misjafnt um kyrkjuna sagt í dag.] Séra H k.að það alkunnugt, að J. Ól. vildi eyrða allri mentun og uppfræðing meðal Vestr-Islendinga og þvfofsætti hann lúterska akademíið. [J. Ó.: Haldið vðr við efnið, séra Hafsteinn! Það væri svo alkunnugt, að J. Ó. hataði alla mentun alþýðu [J. Ó.: þetta er bull. Efn‘ð var mentamál Bandaríkjanna!]. Vór vitum allir, hvað vér eigum kyrkjunni að þakka á íslandi, hvem þátt hún hefir átt f mentun vorri, og að margir inir merkustu íslenzkir fræðimenn hafa verið andlegrar stéttar. [J. Ó. Bandaríkin era efnið!]. Já okkar lærðasti og djúpmentaðasti og vitrasti Islendingr vestan hafs, séra Eriðrik Bergmann, hefir fengið sína mentun á kyrkjn-skólum [Hlátr! Köll frá áhorfendunum: Hættu þessu bölvuðu bulli!] Séra Hafst. hætti svo, án þess að snerta einu einasta orði við umtals efninu. .J. Ól. fékk þvínæst orðið á ný og mælti: Það væri misbrúkun á þessum degi, ef ég færi að svara séra Ilafst. einu orði nú. Þ:ið var aldrei tilgangr minn að fara að munnhöggvast hér við ómunnvandan prest. En ég dreg athygli allra að því, að í stað þess, annaðhvort að kannast við yfir- sjón sína eða réttlæta sig, þá veltir séra Hafst. sér með illyrðum yfir mig, en forðaðist að snerta umtals- efnið, svarar í austr með bulli um áhrif kyrkjunnar á íslandi, þegar hann er ávarpaðr í vestr, um menta- mál Bandaríkjanna. En þetta er einkennilegt fyrir lútersku prestana hér; þeir fara ævinlega svona að þegar þeir eru reknir á rassinn“. Meiri hluti áheyrendanna galt sam- þykki við þessu með lóíaklaþpi. Og við það sleit þessari viðreign. „Ne gWr „l í Eins og vér gátum um í næstsíð- asta blaði, hafði blaðið „Tribune“ hér í bænnm birt. samtal fregnrita síns við hr. Sigfús Eymundsson og lagði fregnritinn hr. S. E. í munn þau ummæli, að tilgangr lians með að fara að skoða landið í Pipestone- héraðinu hafi verið sá, að gefa skýrslu um,hvort ýmis ummæli Heimskringlu hafi verið sönn, og hafi hann (S. E.) komizt að þeirri niðrstöðu, að Hkr. og ritstjóri hennar hafi farið með lygar og baktal um land þetta. Hr. Sigf. Eymundsson sendi undir eins ritstjóra Tbibune’s svo látandi bréf: „Herra.— Ég hefi lesið í miðviku- dagsblaði yðar viðtal, er fregnriti vð ar á að hafa haft við mig. Eg vil skýra fr i því, að alt það nf innilmldi þessn nðtals. senrsneitir htaöið ..//'irns kringln“ og ritstjóra þess hr. .1 ón Ólafs son, er Hu'iufótslaus tilbúrnngr (,a fabri cate out of whole cloth'). Ég hefi ald- rei sagt, að tilgangr minn með að heimsíckja Melita-nýlenduna („the Pipestone settlement'1) hafi verið að gefa skýrslu um, livort nein ummæli Heimskringlu væri sönn eða ósönn Ég hefi aldrei sagt, að ég hafi fundið nein ummæli þess blaðs lygi. Ég vona þér sýnið mér og hr. J Ólafssyni það réttlæti að birta þetta bréf við fyrstu hentugleika. Yðar með virðing. p. t. Winnipeg, Aug. 3. 1898. S. Eymukdsson11. Ritstj. Tribune’s birti bréfið, nema hvað hann feldi úr því setninguna, sem hér að framan er prentuð með breyttu letri, og jafnfrnmt gat rit stjórinn þess, að fregnritinn hefði notað túlk til að tala við hr. S. Ey mundsson, og að túlkrinn hefði nú játað, að öll orðin um Hkr. og J. Ó. sem hann hafði eignað hr. S. Ey mundssyni, hafi verið frá sínu (túlks ins) brjósti. Það varð þannig uppvíst, að túlkr inn hafði logið upp á hr. S. Eymunds son ummælum, sem hann (túlkinn) langaði til að svívirða Heimskringlu og J. Ól. með, auðvitað líka í þeim tilgangi að reyna að rægja þá saman hr. S. E. og J. Ól., sem eru og hafa jafnan verið frá fyrstu kynning tryggir vinir. Hve heiðarleg slík aðferð er, Iýsir sér sjálft. Það þarf engin nöfn að gefa henni. En rétt er að geta þess, að túlkrinn var Lögbergs-útgefandinn, kyrkju stólpinn, dánumaðrinn W. H. Paul son. Frá lesborðinu. Justin McCabthy, inn nafnkendi sagnfræðingr og forsprakki írska sjálfstjórnarflokksins á þingi, hefir Ágústheftinu af „N. Amer. Review ritað þátt, sem hann nefnir: T\e useless House of Lords, þ. e. „Gagns lausa lávarða-málstofan“. Heldr hann því fram, að lávarðadeildin hafi nú lifað það, að hennar upphaflega ætlunarverk só nú horfið ; hún geti nú ekkert gagn unnið framar ; það eina, sem hún geti, só það, eins og reynslan hafi sýnt, að hamla fram- gangi nytsamra umbóta. Til þess hafi hún alt of ótakmarkað megn. I sama hefti sama tímarits er merkileg ritgerð um kóleruna eftir Mr. Ilart, ritstjóra enska lækna-blaðs- ins „The Brittish Medical Journal Hann heldr því fram, að það sé nærri þvf eingðngu í vatni að sjúk- dómsefnið breiðist út. Sóttgæzlu á lítr hann fremr sem sáld til að sálda úr brýnustu háskatilfelli, heldr en nokkra örugga verju. In eina skyn- samlega sóttvöm sem dugi, sé, að búa svo um, að menn fái hreint og heilnæmt vatn til allra heimilisþarfa. Dr. Poultney Bigelow hefir einnig ritað um kóleruna í Agúst-heftinu af ,The Cosmopolitan". Fyrirsögnin á ritgerð hans er: „Ilvernig á að gera borg örug^a gegn kóleru ?“ Dr. Koch hafði látið í Ijósi það álit, að Berlinarborg væri nú örugg gegn kóleru, og Dr. Bigelow er því sam- dóma. I Berlín hafa menn áunnið ætta mcð því, að hagnýta vatnið, sem haft er til að hreinsa sorprennur neðanjarðar, til þess að frjófga með iví inn sendna jarðveg umhverfis bæinn. Aðferðinni er lýst nákvæm- lega. Löndin, sem yrkt era með þessu móti, gefa af sér dálítinn árlcg- an ágóða afgangs öllum kostnaði. I Júlí-hefti tímaritsins „Revue des deux Mondes“ ritar Leo Dex um til- búning demanta. Skýrir þar frá tilraunum ins nafnfræga efnafræð- ings M. Molsson’s til að búa til de- manta. Hefir honum tekizt að búa til demanta, að öllu eins og demanta þá, sem finnast í náttúrunni ótilbúnír af manna höndum, með sömu hörku og sama Ijóma. Enn hefir honum að eins tekizt að búa til smáa steina, en það er ekki auðséð, hvað vera skyldi því til fyrirstöðu að hann geti innan skamms búið þá til stærri. Svar til J. St. og fleiri Lögberginga. Frá M. J. Sk. Framhald. Vottorðin, sem þegar eru komin, eru á þriðja hundrað frá fullveðja mönnum, og þó er enn fjöldi manna sem býöst til að bera múr vottorð, ef þörf gerist. Þessi vottorð sýna það, hvað hæft hef- ir verið í þessum sakargiftum, er þeir herrar vilja festa á mig, enda hefir það sýnt sig í því, að einlægt var verið að smáfella úr þegar vottorðin fóru að koma. En setjum nú svoað eitthvað hefði hæft verið í þessu, hvað þá ? Ég ætla ekki að staglast á þeim sakargiftum, sem þeir sjálfir segjast vera búnir að gefa upp, heldr minnast á dauðasyndina, drykkjuskapinn sjálf— an. Það vita allir, að ég er ekki bindindismaðr og hefi ekki verið. nema þann tíma, sem stúkan ,,Aldan“ stöð hér á Gimli, og þá hélt ég það vel, meira að segja bókstaflega, þótt ég sé ekki mikill bókstafsmaðr í öðru. Ég hefi ekki verið bindindismadr og tekið mér glas af öli og glas af víni, rétt þegar mér hefir sýnzt, hefi álitið það vera mitt persónulega frelsi, meðan ég gerði engum mein, ég hefi aldrei sýnt neinum illyndi, ég hefi aldrei gint neinn til drykkju, ég hefi einmitt pré- dikað á móti ofnautn víns, en ég hefi alt að einu tekið mitt glas, þó að hóp- ar rétttrúaðra manna væru á gægjum í kring um mig; og þó að tveir eða þrír úr hópnum eltu mig inn, þá hefi ég hlegið að því með sjálfum mér, og oft slett i þá ýmist 25 centum eða glasi, þeir þurftu að hafa eitthvað fyrir ganginn greyin. Ég veit ekki betr, en að þeir hafi tekið því þakk- samlega og hafa alt að einu getað bor- ið fréttirnar á eftir; þessu og öðru eins verðr maðr að taka eins og mý- varginum í Nýja íslandi. Ef það væri dagleg framkoma mín, að vera fullr, þá væri annað mál, ég gæti þá ekki htið upp á nokkurn mann. Bn þótt ég hafi nú gert það, að ég hafi nú einhvern tíma orðið fullr, hvað þá? Nú ætla ég að sýna mönnum aðra hlið málsins og bera’! samanj athæfi þess mans, sem drekkr vín, sem stund- um verðr fullr meira að segja, og at- hæfi inna háheilögu rétttrúnaðarmanna. Þeir drekka ekki vín, aldeilis ekki, eða ekki veit ég til þess. En sumir andstæðingar mínir hafa við og við orðið svo tryltir afjjreiði, að þeir hafa ekki vitað hvað þeir hafa gert, þeir hafa orðið vitstola um stund ; hvort- tveggja, að verða fullr af víni og hams- laus af reiði leiðir manninn í sama ástand, vitfirringu, nema hvað annað bendir á heiftarfult hjartalag. En ég tek nii ekki svo hart á þessu, þetta kafla ég breizkleika, þó að reiðin geti stundum gengið svo langt, að menn drepi menn í bræðijfsinni, £og Jmenn því skyldu reyna, 'aðj i hafa Jhemil á þessum ástríðum sinum*Ssem öðrum ; það er daglega hugarfarið, ‘ "daglega framkoman, sem ég ætlaði að benda á. Ég hygg að enginn muni mótmæla því, að aðal mark og mið kirkju og kristnl sé það, að gjöra menn siðferð- islega góða, efla „morality-1. Ef því meiri éðr minni hlutinn stefndi í þá átt, að drepa alla’’), ,morality“, drepa sannan og góðan og Jgóðan hugsunar- hátt og þarafleiðandi spilla góðri breytni og vönduðu líferni manna, þá væri sá maðr eða þeir menn ’sannarlega vítaverðir : þá menn mætti vissulega kalla „eitrnöðrur í mannlegu félagi“, eins og ég hefi nefndr verið. En hvað ? Lítið þið í kringum ykkr, drengir! Daglega sjáum vérjjalþýðu alda upp við hræsni og ósannindi, við Jósannar og niðrlægjandi hugmyndirj um 'ina æðstu veru. Það J.er beinlínis"’verið að kenna mönnum að hræsna og'Jljúga í sínum helgustu málefnum. Klerk- arnir, þessir siðferðisgóðu, þeir eruað kenna alþýðunni, og) fræðaj hana um föðrinn,- sem elski börnin [sín^svo, að að hann kvelji megnið af þcim í eilífum kvölum. Þeir [kenna mönnum það sem hoilagan sannleika, sem þeir vita, að er argasta lygi, svo aem margt í guðlegum innblæstri, t. d. að Guð hafi deytt frumburðina í Egipta- ' landi, að hann hafi skipað Gyðingum að drepa og myrða, ljúga og stela, um Nóa-flóðið, ætterni manna, synda- fallið, aldr heimsins og fl. og fl.. þannig fara þeir með guð sjálfan, þannig fara þeir með alþýðu ; þeir hræða hana, ginna hana, flækja hana, blinda hana með yfirskyni ímyndaðs heilagleika, en til þess að geta teymt menn blinda, til þess að geta haldið fiskinum spriklandi í netinu, þá þurfa þeir að velta inum vestu glæpum og örgustu skammapörum upp á skap- arann sjálfan. Við það niðrlægist guðs- hugmyndin svo hjá alþýðu, að ekkert verðr manninum oflágt, enginn glæpr of svívir*ðilegr. Hví skyldi ég hika við að ljúga að bróðr mínum, fyrst ég, að dæmi leiðtoga minna, er að reyna að ljúga að guði? liví skyldi ég ekki hræsna fyrir mönnum, fyrst ég hefi dæmi leiðtoga minna, að þeir ekki einungis hræsna fyrir mönnum, heldr einnig fyrir hinni æðstu veru ? Hví slcyldi ég eigi ljúgá dags daglcga, þegar um manninn er að ræða, þegar sjálfir leiðtogarnir tala varla svo nokkurntíma við oss um hin helgustu málefni, að þeir ljúgi ekki að oss, ljúgi að sjálfum sér, ljúgi upp á skaparann, Ég sé það, að lygin hlýtr að vera dygð, lygin hlýtr að vera guði kær, og ekki einungis lygi, heldr og grimmd og heift, þjöfnaðr, rán og morð og herskapr allr, því þetta eiga alt að vera skaparans verk, ef inn- blástr ritningarinnar er sannr. Og þetta alt saman bera þeir hinir há- heilögu herrar fram fyrir alþýðu, með þeirri auðmýkt og andakt, að varla getr nokkur maðr vatni haldið, sem á það hlustar. Ef þeir vissu nú ekki betr, ef þetta væri þeirra heilög trú og sannfæring, þá væri það þolanlegt, en nú er það lítt hugsandi, því á skólunum læra menn einmitt annað. Það er kent þar, að guð sé göðr, þar er kennt margt í jarðfræði, stjörn- ufræði, mannfræði, sem hrindir ritn- ingunni sem bókstaflegum innblæstri, svo að ég get tæplega hugsað mér þá svo skyni skroppna, að þeir viti ekki betr, en þeir kenna. Ef þeir nú aðeins flyttu þessa kenningu full- orðnum, sem skyn bera á og gætu svo hlegið hver framan í annan að þv£, hvað þeim tækist vel, þá skyldi ég fátt um tala, en nú er það þeirra aðal púkk og plagg, að flytja kenn- ingu þessa börnum og einfeldningum. Getr nokkur maðr með óspiltri sál og óspiltum hugsunarhætti sagt, að það sé rétt og siðferðislega gott? Já ! ef þið getið sannfært mig um það, þá skal ég taka ofan. Svo spiltr sem ég nú er, þá veit ég ekki hvaða fólskuverk ég vildi heldr fremja, en þetta, sem þeir dagsdaglega hafa um hönd ; margfalt heldr vildi ég manns- bani verða og er mér þó illa við að deyða flugu eða orm, hvað þá heldr annað. Ég vildi ekki vera í þeirra sporum fyrir nokkur auðæfi jarðar. Ég veit ekki, hvort ég héldi vitinu lengi, ef ég ætti að neyðast til ann- arar eins hræsni, til annara eins ó- sanninda. Hugsunarhætti. líferni, guðs- hugmynd, réttlætis-hugmynd, sannleik- ans-hugmynd, ekki aðeins hundraða heldr jafnvel þúsunda íslenzkra manna er með þessu spilt, sslir þeirra saurg- aðar, þeim er bægt, þeim er stíað frá vorum elskulega föðr, það er sparkað í guðshugmyndina, en lygin sett á hástólinn, og lygin, þessi lygi hún deyðir hinar göfugustu hugmyndir í mannlegri sálu, spillir sambúð manna, hún leiðir menn til glæpa, lasta og svívirðinga, hún eitrar mannlírið og mnnnfélagið, svo að ekkert sést í kringum mann annað, en myrkrið og dauðinn og djöfullinn, sem sera Jón Bjarnason einlægt játar, að hann sjái í kring um sig. Vér, sem höld- um því hugsunarrétt fram, að guð sé góðr, vér sjáum ekki þetta myrkr, það eru að eins þeir sem búa sðr til svo svarta hugmynd af skaparanum, að biksvertan, sem þeir mála liann upp með, hún fyflir allan heiminn með myrkri og djöflum, eins og sjá ma í fyrirlestri séra Jóns ,,um það versta í heimi“. Þetta, sem að framan hefir verið lýst, eru nú mennirnir, sem sum alþýðan trúir á, þetta eru fræðin, sem þeir kenna hinni uppvaxandi kynslóð; það er ekki að furða, þó að hræsnin og tvö- feldnin og undirferE og rógr verði oss skeinnsöm í viðreign við þá. Ég segi fyrir mig, ég vildi heldr vita börn mín í gröf sinni, en að þau væru alin upp í þessum fiæðuin, og svo mun margr iieiri. Það er fjarri því, að ég með þessu sé að afsaka drykkjuskap. Hvað mig sjálfan snertir, þá mun ég verða í bindindi upp frá þessu og mæla með bindindi í Dagsbrún við og við; mér er sama hvort ég verð í nokkurri stúku eða ekki. Ef hún verðr endrreist hér á Gimli, þá mun ég í henni verða, en þótt hún verði engin, mun ég verða í bindindi samt, ég vil ekklláta mótstöðu- menn mína geta notað það, til að spifla góðu múlefni, að segja, að ég sé drykkju- maðr. Þeir hafa aldrei getað hrakið oss með neinum sönnunum og munu tæp- lega gjöra það, því að þær eru eigi til, sem gildi fyrir heilvita skynberandi mönnum. Það eina, sem þeir geta, er að slá ryki í augu mönnum, fá í lið með sér landhlaupara og kjaftakerlingar og misindismenn og hleypa þessu rusli svo á stað eins og riddaraflokkr væri. Mér kemr jafnan til hugar flokkr Guðinund- ar biskups góða, er ég hugsa til hinnar fögru sveitar, er hefir djöfulinn og hel- víti að skjaldarmarki. Þar voru föstur miklar, brenagjörðir langar og grallara- söngr ákaflegr, en einhvernveginn kom bændum þetta illa, því að víðast vildu þeir reka Gvend hinn góða af höndum sér. Það þykir kannske hart af mér, að segja það, að það hafi verið rusl og land- hlauparar, sem á móti mér hafi farið upp á síðkastið, en ég get ósköp vel sannað það, ef á þarf að halda, og getr verið að einhverjum verði þá skeinuhætt, en að svo stöddu vil ég ekki hafa mig til þess, þó mörgum mætti virðast, sem éj>r hefði fulla ústæðu til bess; sem reynt hefir verið, að svifta mig hvorutveggja ærunni og atvinnunni. En hlutrinn er, að mig varðar ekki um persónur heldr um málefni. En svo að ég sleppi útúrdúrnum, þá skulum við taka einn flokkinn enn, sem alt að einu hefði mátt hamra á eins og Magn. J. Skaptas. Ég ætla að geta þess þegar í stað, að sá flokkr er huglit- ill, dáðlítill oftar sisoltinn og eymdarlegr, það eru þeir menn, sem hafa sannfær- ingu í hjarta sínu, en aldrei þora að láta hana í ijósi. Það er aumt og auvirði- legt, að vera sannfærðr um málefni eitt. að liorfa á aðra berjast fyrir því undir rauðan dauðann, að sjá hvernig þeir strita og vinna, að langa til að hjálpa þeim, af því þeir eru sannfrerðir um rétt- mæli malefnis þeirra, að finna það, með sjálfum sér, að hið bezta í þeim sjálfum fylgir hinum stríðandi mönnum, en svo, þrátt fyrir boð sk^ldunnar. sarnvizkunn- ar, mannsins göfugustu tilfinninga, þá skuli þeir þó vinna á móti, það er ekki nóg, að þeir séu ekki með, og er það þó fullilt, heldr vinna þeir á móti, (niðrl. 1. bls). S. Davis & Sons. Búa til meira af vindlum en nokkrir aðrir í Canada og liafa óunnið sér þann íifundsverða vitnisburði, að búa tilj þá beztu vindla sem^til eru í Canada. t

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.