Heimskringla - 23.09.1893, Page 2

Heimskringla - 23.09.1893, Page 2
2 HEIMSKRÍNGLA 23. SEPTEMBER 1893. Hciiuskringla kemr út á Laugardögum. The Heimskrin gla Ptg. & Vubl.Co. útgefendr. [Publishers.] Verð blaðsins í Canada og Banda- ríkjunum : iSmánufli $2,50 fyrirfram borg. |-,C0 8 ---- $0,80; ---- - *°’50 Á Englandi kostar bl. 8s. 6d., A Norðrlöndum 7 kr. 50 au.; a íslandi 6 vr _ borgist fyrirfram. Senttil ÍMands, en borgað hör, kost- Ö$l,50 fyrirfram (ella _______ ^-Kaupendr, sem vóru skuldlausir 1 Jan. p. á. purfaeigi að borganema $2 fyr- ir þennan árg., ef pelr borga fyrir 1. .’uli p. á. (eða síðar á árinu, ef peir æskiapess skriflega). Ritstiórinu geymir ekki greinar, sem eigi verða uppteknar, og endrsendtr lÍv eigi nerna frímerki fynr endr- sending 1 ylgi. Ritstjórinn svarar eng- um brtffum ritstjórn viðkomandi nema í blaðinu. Nafnlausum brófum er enginn gaumr geflnn. En ritst^svar- ar höfundi undir merki eða bokstof um, ef höf. tiltekr sliat merki. Uppsögn'ógiTd að lög.tm.nemakaup- andi sé alvee skuldlaus við blatiið. is-flokksmenn, að allir kaupmenn sé svo hræddir um breytingar á toll-lö^. unum, að þeir þori ekki að fly^a inn stórbirgðir af ncinni viiru. -þ0tta er nokkuð kvnlcg viðiiara frá samveld- ismönnum, sem játa, að sinn tilgangr með hátollastefnunni sé, að draga úr öllum vöru-innflutningi til landsins. Þeir ættu þá að gleðjast, því að ekk- ert er svo æskilegt, að þeirra skoðun, sem það, aJS engar vöurur flytjist frá •útlöndum til Bandaríkjanna. — Svo segja þeir enn fremr, að verksmiðju- eigendr sé svo hræddir við breyting- ar á tollunum, að þeir þori svo sem ekkert að framleiða, því að þeir viti ekki nema aðflutnings tollrinn verði þá og þegar stórum lækkaðr á þeim vörutegundum, sem þeir framleiða, og þá verði þeim að eins tjón að liggja með óseldar vörur, sem þeir þá geti ekki selt nema sér í skaða, er verðið lækki við afnám tollsins. Það er nú auðvelt að svara því, að undarleg hugsun mætti það vera hjá þjóð, ekki hugsunarlausari og vitlausari en Bandaríkjainenn eru, að sperrast í líf og blóð við í fyrra Auglpsingacerð. Trentuð skrá yflr pað seud lysthafendum. _______________ Ritstjóri (Editor): JÓN ÓLAFSSON venjul. á skrifst. bl. kl.9-12ogl- Ráðsinaðr (Busin. Manager): EIRÍER GÍSLASON kl. 9—12 og kl. 1—6 á skrifst. Utanáskriff. á bréf til ritstjórans . Editor Ileimakringla. Box 535. Wiunipeg. að koma til valda sérveldisfiokknum, og sérstaklega Cleveland forseta, og það þar sem toll-lækkun var aðal málið á steftiuskrá þess flokks, — að kjósa Cleveland og koma lians fylg- ismönnum til valda í þeim skýrt aug- lýsta tilgangi að f.i tollana lækkaða, —- og verða svo á eftir da uðhrædd við sigr sjálfrar sín ! En svo er og annað auðsætt, og Utaná skrlft til afgreiðslustofunnarer The Heimskringla P-itg. <6 Pvhl.Co. Box 305 Winnipeg, Man. Peningar sendist í P O. Money Or- der, Registered Letter eða Express Money Order. Banka-ávísanir a aðra banka, en í Winnipeg, eru að eins teknar nieð affölluni. 653 McWilliam Str. Silfr-málið. í fréttagreinum vorum í dag höf- um vér lauslega minzt á orsökina til viðskiftavandræðanna í Bandaríkj- unum. Þcss háttar stórmálum er vert að reyna að skilja í. Það vantar ekki, að aðrar skýring- ar hafi fram komið, en sú, sem vér höfum gefið. En vér höfum gefið þá, sem vér álítum rétta. Samveldisblöð og lýðflokksblöð mörg liafa haldið því fram, einkum framan af, að <511 þessi viðskiftavand- ræði væri af alt annari rót runnin. Sérstakléga halda lýðflókksmenn (popúlistar) því fram, að vandkvæð- in stafi að miklu leyti af því, að of lítið sí' til af gangeyri í landinu, og vilja því auka hann með því, að móta ótakmarkaðan fjölda af silfrpening- um. Aftr hafa samveldismenn haldið því fram, að vandræðin væri tvennskon- ar: peninga-vandræði, og iðnaðtir og verzlunar vandræði, iðnaðarvand- í-æðin og verzlunar vandræðin væru fólgin í því, ;ið verksmiðjueigendr hættu að vinna eða mínkuðu mjög vinnu í verksmiðjum sínum, og kaup- tnenn hættu að flytja eins mikinn vaming inn í landið eins ogáðr. En þetta sé alt annað en peningavand- niíðin og gullþurðin, og sé af alt öðr- um rótum sprottið. Peningavandræðin játa þeir að stafi af Sherman-lögunum. Sherman sjálfr, höfundr laganna, einn helzti maðr í þeirra flokki, játar það. Hann játar að lög sín liafi verið vandræða- smíði og meinill að afleiðingum ; en segir nú, að eina ástæðan fyrir sig til, að bera fram"frumvarpið til þeirra, iiafi verið, að vama þvf að tærveldis- 'i liiénn Íögíeíddu fuiikomin frímótun- arlög á silfri. Auðvitað er þetta við- bára; því að sérveldismenn höfðu at- kvæðamagn í efri málstofu þá, til að varna slíku, og forsetinn Harrison var samveldismaðr, og gat synjað lögunum staðfestingar. það ájafnt við alla kaupmenn og verksmiðju-eigendr af öllum fiokkum, og það er það, að ef viðskiftadeyfðin og iðnaðardeyfðin hefði verið afieið- ing af hræðslu manna við það, að Cleveland og sérveldisflokkrinn sigr- uðu við kosningarnar í fyrra haust, þá hefði þetta átt að fara að gera vart við sig| undir eins og kosningarnar vóru afstaðnar í fyrra haust, því að þá þegar var það öllum lýðum Ijóst, að sérveldismenn höfðu alla þrjá liði löggjafarvaldsins í hendi sér: forset- ann, efri málstofu og neðri málstofu bandaþingsins. Þá þegar var öllum Ijóst, að aðalágreiningsefni flokkanna, sem kosningamar höfðu oltið á, var toilalækkunin. En ekkert bólaði þá á viðskifta og iðnaðar vandræðunum. í annan stað má þess geta, að ýmsar af verksmiðjum þeim, sem hættu störfum eða mínkuðu starfscmi sína, vóru verksmiðjur, sem unnu að varn- ingi, sem enginn tollr var á, og gat því væntanlega toll-lækkunin engin áhrif á þær haft. í þriðja lagi má taka fram, að hefði ótti við breyting á tolilögunum verið orsök deyfðar- innar, þá hefði hún átt að aukast, þá er neðri málstofan hafði lokið við silfr- málið og tók til starfa að endrskoða toll-lögin. Sú þingdeild sitr við það starf nú, og það leika nú engin tví- mæli á því, að sérveldisflokknum er fylsta aivara að efna heit sín um toll- endrskoðun. En einmitt þá ferdeyfð- inni að létta af, verksmiðjur fara tug- um saman að auka starfsemi sína, og aðrar, sem hætt höfðu, að starfa á ný. Þetta Sýnir Ijósara en nokkuð ann- að, að það vóru Sherman-lögin ein, og ekki tollmálastefna sérveldis- manna, sem valdið hafa deyfðinni; því að henni tók að létta einmitt þá, þegar vissa var fvrir, að silfrkaupa- ákvæði Sherman-Iaganna yrði feld úr gildi, en jafnframt var sýn vissa fyr- ir, að si'rveldisflokktium var alvara ineð að endrskoða tolla-lögin. Vér viljum til frekari skýringar á silfr-málinu gefa hér (lauslega eftir Literary Digest) ágrip af grein einni, sem stilverksmiðju-eigandi Andrew Carnegie hefir ritað uin silfrm 'lið í September heftinu af North American Review. Carncgie er samveldismaðr og hátolla-maðr, og því í andstæðingaflokki Clevelands. Hann stýlar grein sína HÁLFYRÐI TIL ALLRA, SEM VINNA FYRIR KAUP. En samveldismenn halda nú þessu fram, að þótt peningavandræðin statt af silfrkaupa-ákvæðum Sherman-Iag- anna, og því sé nauðsyn að nema þau úr gihli, þá eigi hin vandkvæð- in: iðnaðar og vcrzlunar vandræðin eigi ekkert skylt við peningavand- ræðin; þau stafi af annari orsök. Og þessi orsök, segja þeir, er sú, að sérveldismenn biðu sigr í kosning'- unum í fyrra haust, og að Cleveland varð forseti, þessi rammi forvígismaðr toll-Iækkunar. ■ Þeir segja, þessir römniu samveld- Eg sný mér (segir höf.) til vinn- andi hávaða þjóðarinnar, bænda, handiðnamanna, verzlunarmanna — allra þeirra, sem vinna fyrir daglaun eða ákveðið kaup, og vil reyna að skýra fyrir þeim : 1. hvað er að orðið; — 2. fyrjr liverja sök er þetta orðið, og — 3. hversu verðr úr því bætt, sem orðið er. Þá er fyrst að svara því, livað hér sé að orðið. Yfir Þjóðina, sem áðr vegnaði vel, héfir komið voðalegt að- gerðaleysi, deyfð og vandræði í iðn- og atvinnu. Mótlæti er komið í meðlætis stað ; dauðakyrð í fyrirtæki öll í stað fjörs og lífs; þar sem áðr var tiltrú er nú vantraust komið ; og hér hefir farið svo sem ævinnlega fer þegar viðskifti og iðnaðr líða hnekki hjá þjó: aðaltjónið og aðalhörmung- arnar falla á bak verkamönnunum, þeim millíónum manna, sem lifa verða á handafla sínum, en ekki á bak inum fáu auðmönnum*. Millíónir fátæk- linga einna saman verða að bíða skort, skort á lífsþægindum, una við lakara fæði, lakari klæðnað, og marg- ir bíða skort á hreinum lífsnauðsynj- um. Þá spyrjumvér, hví þetta hafi kom- ið yfir þjóðina. Síðan 1878 hefir stjómin verið að reyna, en árangrs- laust, að veita silfri gildi, sem það hefir ekki til. Stjórn Bandaríkjanna .hefir hér stefnt, öfuga braut við allar aðrar helztu landstjórnir heimsins. Vor stjórn er sú eina í öllum heimi (að Mexico frá töldu), sem hefir hald- ið sífelt áf'ram að kaupa millíóna dollara virði af silfri mánuð eftir mánuð, og hefir á móti þessu silfri gefið út seðla, sem hún (stjórnin) hef'- ir hingað til leyst inn í gulli. Sér- hver fjármálafróðr maðr sá og vissi fyrir, að ef stjórnin héldi þessu áfram [og sainkvæmt Sherman-lögunum var hún neydd til að halda silfrkaupun- um fraöi], þá hlyti áðr langt um liði að því að reka, að stjórnin goaii eigi lengr leyst alla seðla sína inn með gulli, með því að gullið flýr sífelt undan úr landi, en síf'elt er aukin seðlamergðin á hverjum mánuði. Þegar ný stjórn kom svo til valda í Marz, þá fóru fjármálamenn að verða enn hugsjúkari um það, hverjastefnu hún mundi taka í máli þessu, og gullið fór að streyma úr fjárhirzl' unni óðara en áðr**. Gull þvarr æ meir og meir í fjárhirzlu rikisins, og loks rak að því, að skerða varð þær hundrað millíónir dollara í gulli, sem til þess<i hafði verið haldið sér sem varasjóði, og nú tók óttinn fyrir gullþurð að vaxa voðalega. Allir vissu að vísu að Cleveland forseti hefir jafnan verið eindreginn og einlieittr á því, að halda gangeyri þjrtðarinnar i fullgildi, líða enga svikamynt eða Haraldssláttu („honest money for the people“ var orðtak lians); og allir hafa unnað honum verðskuldaðs sannmælis-hróss fyrir staðfestu sma og stefnufestu í þessu máli; en það var jafnframt vitanlegt að flokkr sérveldismanna, sem liann tilhevrir, hefir hingað til verið mjög tvíbentr í skoðun á peningamálúm og meiri hluti flokksins enda verið silfr- menn, eða fylgt því að halda fram ó- takmarkaðri sláttu silfrpeninga. Að vísu hafði stefnuskrá flokksins í fyrra heitið að sjá um, að halda í fullgildi gjaldeyri landsins. En þær greinir stefnuskrárinnar þóttu þó sumum of mjög á huldu orðaðar og eigi svo ó- tvíræðar, sem æskilegt hefði verið. Nú var þá spurningin þessi: er Cleveland forseti svo mikils megnandi meðal flokksmanna sinna, að hann geti fengið fylgi þeirra til að fram- fyjgja sinni skoðun ? eða mun flokkr- inn á þingi bera hann ofrliða ? Um þetta efuðust menn, og því jókst ótt- inn og vantraustið, og fyrir þessa sölc eina, og enga aðra, lömuðust öll við- skifti og iðnaðarfyrirtæki í landinu. Svo kom það fyrir, og öllum á óvart, að Bretland ið mikla hætti að slá silfrpeninga á Indlandi. Þannig hafði þá allr inn mentaði heimr, að kalla, yfirgettð silfrið, en hinsvegar sáu menn Bandaríkin sitja við sinn keip, kaupa mánaðarlega silfr oggefa út í staðinn seðla innleysanlega í gulli; það var fyrirsjáanlegt, að ið mikla þjóðveldi mundi að eins skamma stund fá haldið við jafnvægi gulls og silfrs; þvi bjuggust allir við þeim tíma, er Bandaríkjastjórn ræki í þrot með gull til að leysa inn seðla sína, og þá mundi hún neyðast til að leysa þá inn með silf'ri, og þá hlyti silfrdollarar að falla í verði, með því að efni þeirra væri svo miklu minna vert heldr en nafnið segir til. • Því drógu allir gull til sín, sem gátu, og enginn þorði, hvorki útlendr né inn- lendr, að leggja hér í nein fyrirtæki. *) Höf. er sjálfr millíóna-eigandi. Ritst. **) Hér þegir liöf höf. um það, að Harri.sons-stjórnin hafði tannt mjög svo íjárhirzluna (moð dómlausuméftirlauna- greiðslum o. fi.), og þó meir, en í fljótu bragði virtist; því að þótt talsvert væri enn í sjóði að nafni, þá hafði stjórnin skotið á frest ýmsum sjálfaögðum og lögboðnum greiðslum, til þess að láta meíra sýnast í sjóði. Ritstj. Ilkr. Endr og sinnum heyrið þér pré- dikað fyrir yðr, að öll vandræði þessi stafi af ,,peninga“-skorti. Alt, scm vér þurfum, sé að fá meira af „peningum". Ef menn í þessu sam- bandi með orðinu ,,peningar“ eiga við sama sem „lögeyrir", „löglegr gjaldeyrir“ (og það er það sem menn eiga við), þá hefði þessi vanræði aldrei getað komið fyrir, því að árum saman hefir stjórnin haldið áfram mánuð eftir mánuð án afláts að auka við gjaldeyrinn. Þegar maðr segir yðr, að það, að auka gjaldeyrinn, sé sama sem að auka velmegun þjóðarinnar, þá er það sama sem hann segði yðr, að því stærri og fleiri hveiti-sekki sem þér hafið, því meiri verði hveiti-uppsker- an; eða að því meir sem þér étið um- fram saðning yðar, því sterkari verðið þér; eða að pottinálið geti rúmað meira en pott. Þó að stjórnin byggi til í dag $500,- 000,000 í viðbót af peningum, þá hlyti það fé að liggja ólireyft og arð- laust annaðhvort í fjárhirzlu ríkisins eða í bönkunum, af því að ekki væri þörf á því til þess eina starfs, sem peningar verða notaðir til, en það er til að vera viðskiftamiðilb Þjóðin getr ekki sér til gagns hagnýtt meiri peninga, heldr en hún hefir þörf fyi" ir, alveg eins og líkami yðar getr ekki haft gagn af meiri fæðu en hann getr melt. Vér snúum þá aftr að einu orsök- inni til viðskiftalömunarinnar, og hún er sú, að mcnn fá eigi séð, liversu það sé auðið að borga $850,000,000 af seðlum með $100,000,000 af gulli, einkum þegar seðlamergðin er að fara sívaxandi, en gullinergðin sí- þverrandi. Því fór fólkið að efast, eigi að eins um megn, heldr og um hreinskilinn vilja Bandaríkjanna til að svara gnlli út fyrir alla seðla sína, eins og stjórnin liefir þó heitið að gera. Svarið upp á spuminguna, hví þessi vandræði hafi fyrir komið, er því þetta: traustið á gjaldeyri yðar er horfið — traustið, sem öll viðskif'ti og atvinnu-fyrirtæki hvíla á. Og þegar vér sjáuin orsökina, verðr oss jafnfmmt 1 )óst, hver eina bótin hljóti að vera: það þarf' að vekja af'tr ið horfna traust, traustið á megni og vilja stjórnarinnar til að halda lögeyri sínum í fullgildi. Alt, sem gera þarf, er að hætta þegar við silfrkaupin. En til þcss að vekja traustið aftr, þá verðr þjóðin að láta skýrt og ótvíræðlega til sín taka. Löggjafarvaldið verðr að sýna það» að það sé eigi meiri ástæða til að gruna það um viljaskort til að halda lögeyri sínum í heiðri og gildi, heldr en stjómirnar í Þjóðverjalandi eða Englandi. Ef þetta verðr gert, þá mun vel- megun og traust vakna aftr á ný í Bandaríkjúnum, og það á svo stutt- um tíma, að það mun furða jafnvel þá, sem öllum högum þeirra eru kunnugastir. BLAÐA-VENJA er það, og ekki nema sjálfsögð kurt- eisisskylda, þá er blað eitt tekr upp ritgerð eftir öðru blaði eða tímariti samlendu, að nefna þá blaðið, sem tekið er eftir. Vér fylgjum jafnan þeirri reglu, og ísl. blöð hafa verið vön að fylgja henni við oss.— „Fjall- konan 9. þ. m. tekr þó nú orðrótta grein eftir „Heimskringlu“, en setr að eins við : „Eftir amerísku blaði“. Því getr vor heiðraða vinkona Fjallk. ekki eins vel sagt hreint og beint: „Eftir Heimskringlu“ ? Það var skylda hennar að gera það. KRISTNIBOÐ SÉRA OI)DS GÍSLA- SONAR. Vér gátum þess einhvern tíma í vor eftir „Fjallk.“ að séra Oddr hefði fengið bréf með nokkrum utlendum eirskildingum, alls um 10 au. virði, frá einhverjum ónafngreindum 18 að norðan. „Fjallk." gat þess, að þessir 18 mundu hafa verið námSmenn á Möðruvallaskóla. Bréfið hafði verið ritað rauðu letri. í stað þess að leiða þetta alveg J hjá. sér — ef hann skoðaði það sem [ ertni, var sjálfsagt að líta lika á það sem ungæðishátt —, eða þá taka 10 aura virðinu með þökkum, fór séra Oddr af stað með digrmannlegum hótunuin í blöðunum og ætlaði að reyna að liræða fé út ur piltnnum; hann auglýsir, að hann muni snúa sér til skólastjórnarinnar (td að klaga I sveinana og fá þá rekna af skólan- um ?), ef þeir ekki innan ákveðins tíma sendi sér 100 kr. til kristniboðs síns. Vér skulum nú sleppa bréfi pilt- anna alveg; hvort sem skólastjórnin hefir kunnað því vel eða illa, og hvað sem annars mátti um það segja, þá var ekkert það í bréfinu, sem neinn réttr væri til að yfirboðarar hegndu piltunum fyrir ; en frjálst var auðvit- að að áminna þá, ef ástæða hefði til þótt. En bréf séra Odds var mjög ó- samboðið honum, stöðu hans og mál- efni því, sem haun er að nurla fyrir. Bréf hans til piltanna var hreint og beint hótunarbref — hótunarbréf rit- að og birt í þeim tilgangi, að hrœða fe ú.t úr nokkrum mönnum. En séra Oddi hefir ekki orðið kápan úr því klæðinu, að þeir 18 allir saman jtöu dauðskelkaðir og færu að rýja sig í dauðans ofboði til kristni- boðsins. í „Fjallk.“ 15. f. m. stendr svo látandi svar frá einum af höfundum bréfsins, og er það að virða við hann, að hann leynir ekki nafni sínu : , ,KristnÍiíoðsahugi Ojæja; það er alt í dauðanum og Djöflinum — ef ég má þá stóru persónu nefna — hér á landi. Deyfðin og sá hundgamli Satans hugsunarháttr, að alt geti lafað á gömlu horriminni, skælir kjaftinn og gleypir hverja háleita hug- mynd, sem prestarnir og inir skrift- lærðu af sér geta. Þetta sanna undir- tektir manna undir kristniboðsframlög- in. Nógu hátt hafa þeir þó þarna í kjólunum hottað, enn sá ,,sauðsvarti“ hefir bara lagt kollhúfur og bitið sitt gras í ró og spekt, því matrinn er fyrir öllu þeim, sem eru blóð og kjöt í húð og bár. Enn þannig er eigi háttað oss 18 Möðruvellingum, sem í vetr gengum í lið með framfaraþjóðunum til þess, að reka Fjandann brott úrmannlegufélagi, eða þó ekki væri nema ýra á hann ögn af þráu lýsi, til þess að gera hann við- bjóðslegri. Vór vissum, að vér áttum fóstrjörðunni stóra skuld að gjalda, og þjóðinni vorum vér enn þá skuldbundn- ari,Því hún hefir ætíð borið fyrir oss lotningu sem miklum mönnum; vér vór- um því siðferðisloga skyldir beggja sæmd uppi að halda. Og svo herptum vér saman alla aflvöðva likama vorra, svo þeir urðu eins og vaislæri, ogí herðarnar færðumst. vér, og stukkum' tölu, og þrifum um sveifarhaldið á vél þeirri, sem framfaraþjóðirnar eru að mylja í höfuðbein ins slæga Djöfuls. Enn ég, lítilsháttar sveinstauli, hafandi að vísu góðan vilja, enn vantandi mátt- inn, oska nú innil. — með húfuna í löpp- inni að inum góða Oddi og elskul. Johanni mætti takast að hotta saman 18 enn, til þess að taka um haldið. Þau eru hörð í mölun, höfuðbeinin þessi, og þó einkum kvarnirnar. En rauði litrinn, sem var á bréfinu, sem vér sendum í 10 aurana, sem vér ætluðumst til að fyrir yrði keyptr lýsis- ðropi til þess að bera á vélina, hann Þýddi, að vér 18 Möðruvellingar værum reiðubúnir að þola píslaryætti fyrir málefnið. Og sannarlega vantar fé enn þá. Það þarf að ,,spröita“ brennivíni um alla Afríku og Asíu, vígja með því lág- lendi og hæðir — því kölski fælist vín engu síðr enn — sjdlfan sig. Vér erutn eigi enn búnir að fá sum- arkaup vort; sendum því eigi 100 kr. í þetta sinn. Með hjartanl. heilsun til bræðranna Cucmundr Priðióusson, (1 af 18)“. .PRESTRINN OG SÓKNARBÖKNIN1 er fyrirsögn á fyrirlestri eftir séra Olaf Ólafsson prest að ArnarbæU og alþingismann. í enda fyrirlestrsins segir höf. : ,,Þaö er sannast að segja, að véi íslenzku prestarnir höfum marga hnútuna fengið og hana órnjúka. Öðru megin hafa staðið Ameríkuprestarnir með ofsann og fjarstæðurnar, sem stór- kostlega hefðu spilt málum kristin- dómsms hér á landi, ef það hefði ekki Sumt hvað verið látið þjóta eins og vtndr um eyrun. Því að þó að þeir hafi að líkindum ekki háar liugmynd- ir um oss, þá finnuhi vér samt, hvort sá, sem talar við oss, talar sem ment- uðum manrfl sæmir eða sem æðisgeng- inn drengr“. - „sliks álits“, segir F.jallk., er tekr þetta upp, „hafa þeir sóra Jón Bjarnason og séra Friðrik Bergmann aflað sér hjá prestum á ís- landi með ritgerðum sínum í Samein- ingunni, Aldamótum o. fl.^%. VÍLHJÁLMR LYGALAUPR læst halda, að ég viti ekki, að kosn- mgar eru heimullegar hér. Af því að eg hefi verið umboðsmaðr þingmanns- efnis við sjálfa kosningarathöfnina hér („scrutmeer") og horft á hana fara fram, þá er mór líklega fuít svo kunnugt um það sem Vifia. Má og veia óg hafi kynt mér kosningarlög- in hér fult svo vel sem hann. Alt um það ætla ég að það sé ekkert hlægilegt þótt ég segi, að fjórir ís- lendingar í Brandon hafi greitt Mr. Macdonald atkvæði; ekki hlægilegra heldr en af Lögheroi (13. þ. m.) að segja, að „hver einn og einasti“ ís- lendingr þar hafi greitt Mr. Adams atkvæði. Ég hefi fyrir mér orð mann- anna sjálfra; en hvað heflr Lögil fyrir sér ? Lg hefi aldrei sagt, að ástæðan til, að Mr. Macnonald hafi fengið mig vestr, hafi verið sú, að við vórum „góðkunnugir prívat“; en liitt var það, að af því við vórum góðkunn- ugir, þa vildi ég enga borgun þiggja fyrir ferð mína — ekki ferðákostnað einu sinni. Hvenær lærir Vifli að lesa bjálfinn ? Lygin um að ég hafi „boðizt til að koma vestr og snúa íslendingum“ heldr eins áfram að vera lygi fyrir J>að, jiótt ^fli endrlaki hana.__Lygi verðr aldrei að sannleik fyrir það, hve oft sem hún er tuggin og jórtr- uð upp aftr. Hr. Gunnl. Gunnlaugsson, sem sá „telegram" það frá mér, sem er uintals- efnið, geti borið um, að eg segi hér satt, en Viflilýgr. Gunnl. kannaðist og við það við mig í votta viðrvist í Brandon og mun án efa standa við það. En auk þess er telegrammið til og mór inn- anhandar líka að fá afskrift af því hjá telegraf-félaginu, ef Villi óskar endilega að ég að vanda sem fyrri reki alt ofaji í hann með skjölum og sk JWkjuin. Þa getr og Gunnl. borið urn, eins og telegrammið ber með sér, að ég var ekki aö vinna til fjár, því að það var tekið fram í því, að ég tæki enga borgun. Öll önnur urnmæli 1 grein Villa í síöasta Lögb. eru ámót.a fyrirlitleg eins og þaö, sem hér hefir hrakið verið. Eg eyði ekki orðum upp á það. Vil sem minst káma mig á ó- þrifadýrinu. ./. 6. Þe gar þú ser það á kassanum þá veistu að þeir eru góðir. jriBk *PADM. TRHDt M»Rt{ M»«UF*Cni*£D W S.DAYIS&SONS wuiítbmí MONTRí h L, I Pmm■«?@

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.