Heimskringla - 04.11.1893, Blaðsíða 2

Heimskringla - 04.11.1893, Blaðsíða 2
o HEIMSKRINGLA 4. NÓVEMBER 1893. Heiiskringla kemr út 4 LaugardOgum. The HeiraskrÍDgla Ptg. & Publ.Co útgefendr. [Publishers.] Verd blaðslns í Canada og Banda- rikjunum : lfcmánutti $2,50 fyrirfram borg. $2,00 S ------ $1,60 ---- — f1.00 $0,80; $0,50 pœr eigi nema --------------- sending fylgl. Ritstjórinn svarar eng- um brtífum ritstjórn viðkomandi, nema I blaðinu. Nafnlausum bréfum er enginn gaumr geflnn. En ritstj. svar- — höfundi undir merki eða bókstöf- ef höf. tiltekr slíkt merki. um, Uppsögnógild að lögum, uema kaup- andi só alveg skuldlaus við blatiið. Augljringaverð. Prentuð skrá yfir pað send lysthafendum. _______________ Ritstjóri (Editor): JÓN ÓLAFSSON enjul. á skrifst. bl. kl. 9—12 og 1 6 Ráðsmadr (Busin. Manager): EIRÍKR GÍSLASON kl. 9—12 og kl. 1—6 á skrifst. Utanáskrift á bréf til ritstjörans : Editor Heimskringla. Box 535. Winnipeg. Utanáskrift til afgreiðslustofunnar er The Heimskringla Prtg. é Publ. Co. Box 305 Winnipeg, Man. Peningaj’ sendist í P.O. Money Or- der, Registered Letter eða Express Money Order. Banka-ávísanir á aðra banka, en í Winnipeg, eru að eins teknar með afföllum. til að þakka með þeim, en þökkin mín kemr frá hjartanu. Ég vildi nú að eins, að mér gæti tekizt að gera lesendr blaðsins í næstu blöðum hlut- takandi í ofrlitlu broti af þeirri nautn, sem ég hefi sjálfr haft. í öðru blaði hér frá vil ég reyna að byrja á fáorð- um greinum um sýninguna, ferðina og ChioagD-veruna. Sigr. 653 McWilliam Btr. Vængja-bað. Hafið þér nokkurn tíma séð alifugl, sem hleypt er út úr búri sínu? Ef svo er, þá hafið þér tekið eftir, hve feginsamlega hann baðar vtengjunum cil að liðka sig og hressa. Og þegar iann hefir flogið út um stund og er \ominn aftr í búrið sitt, þa heldr sann enn um hríð áfram að baða vængjunum ; hann er eins og að minna sjálfan sig á það, og finna til ljufrar uautnar í meðvitundinni um það, að hann sé þó fieygr enn og vængirnir heilir, þótt hann lifi í búri. Kæru kaupendr Heimskrixglu ! Kg ritstjóri hennar er slikr fugl i búri. Stengr erfiðis og áhyggja, sem lykja tim búrið mitt eru þungar og þéttar ; og ég er orðinn búrinu minu svo vanr, ad ég uni yfir höfuð i þvi. Ég get ekki heldr sagt að ég hafl sloppið úr því árum saman, nema þá með á- hyggjanna og skyldustarfsins tjóðrband um löppina. En í fyrri vikunni luku nokkrir góðir menn upp búrinu mínu og sleptu mér út, lofuðu mér að flögra iturtu alveg lausum, þenja vængina og soga að mér fullu brjósti blessuðu iofti frjálsræðisins í nokkra daga. Það vngdi mig upp og hressti og styrkti sálina, svo að ég hefi ekki notið lífs- gleðinnar í mörg ár til líka við þessa :'áu daga. Skyldan kallaði mig aftr í ihirið; ég er kominn heim aftr; en ég get ekki sagt að ég sé almenni- lega seztr að verki enn ; ég er að baða vængjunum og njóta minninganna. Ég get því ekki boðið yðr í dag neinar ritstjórnargreinar um almenn þjóðmál. Kn í næsta blaði verð ég, að mér iieilum og lifandi, kominn í samt lag ineð starfsemina. Eg veit að þér unnið mér allir vel þessara hvíldar, og ég skal reyna að láta yðr aftr i staðinn njóta góðs af hrestu fjöri og hvíldum kröftum. Ég hefi þessar síðustu tvær vikur verið reglulegr ,,lukkunnar pamfíll;“ það hefir hver fagnadrinn rekið ann- an. Leyfið mér því, lesendr góðir, þótt það sé einstaklegt mál, að nota þennan dálk til að létta sálunni með þvi að flytja þakklæti mitt og fögnuð. Ég kom heim með léttum hug og í glímu-fkjálfta til að ganga á hólm fyrir kviðdómi við fjörugan og efldan mótstöðumann, séra Friðrik Berg- mann. Við sigrinum bjóst ég reyndar vísum, en ekki svo léttum eins og hann varð. Dómarinn, Taylor dóm- stjóri, skoraði á stór-kviðinn (Orand Jury) að „gefa grandgæfilega gaum“ að málinu gegn mér, „þvi að,“ mælti hann, „eftir að ég hefi lesið það sem fram komið er í frumprófinu, veitir mér nokkuð torvelt að skilja, hvemig máli þessu skuli nokkurn tíma hafa verið visað fyrir réttinn.“ Það var auðskihn bending um, að hann áliti málsýfing þessa gersamlega ástæðu- lausa. Stórkviðrinn var og áþvimáli, vísaði málinu frá, með þvi að engin ástæða væri til málsóknar gegn mér („Wo bill“). Jæja, ég er glaðr yfir þessu. Það ómak, sem séra Friðrik hefir bakað mér saklausum með þessari ástæðu lausu málsýfing sinni, og óþægindi þau sem af þvi hafa leitt fyrir mig (t. d. hve stutt ég gat dvalið á sýn- ingunni), það fyrirgef ég honum alt ásamt eldri og stærri mótgerðum, sem ég vil gjarnan gleyma. Og ég sam- fagna honum yfir þessum málalokum; því að ég er sannfærðr um, að hann er enn fegnari en ég yfir að sleppa við, að mál þetta kæmi fyrir kvið- dóminn (vetit jury), — Hvað kostnað- inn snertir, sem séra Friðrik hefir bak- að mér með þessu, þá er hann fyrir velvild malflutningsmanns mins ekki ýkja-stór, enda efa ég ekki að séra Fr. B. sé svo sanngjarn, að hann ó- tilkvaddr borgi mér hann. íslands-fréttir. Enn þökk. Sama kveldið sem ég vann málið, var mér færð heim á skrifstofu mina kærkomin og fögr gjöf : in mikla ís- lenzk-enska orðbók Clesby’s, sem Dr. Guðbr. Vigfússon gaf út á kostnað háskólans i Oxford. Það vóru nokkr- ar íslenzkar konur og meyjar í Winni- peg, sem höfðu pantað þetta dýra og merkilega verk frá Englandi til að gefa mér það. Ég get ekki fullþakkað þeim að verðu gjöfina — þá bók, er mig hefir mest langað til að eiga þeirra bóka, sem ég átti ekki áðr.— Mér er hún þó enn kærkomnari fyrir þann hug, sem ég veit hún er sprottin af. Þessi bók er 888 bls. í fjögrablaða- broti. En ég vildi glaðr vinna til, að >að væri skrifaðar um mig 888 blað- síður í arkarbroti af skömmum og rógi, þegar árangrinn er sá, að glæða með- al bezta og hugfrjálsasta fólksins þann samhug, sem lýst hefir sér í inni ó- verðskulduðu velvild, sem ég hefi mætt bæði fj-rr og síðar af hendi þess, og nú síðast af hendi landa i Chicago og og íslenzkra kvenna í Winnipeg. Ég er ekki maðr til annars, en þakka þeim í orði. En—„guð borgar fyrir hrafninn.’, Eftir Ísafold. 16. Sept. Druknan. Tveir menn druknuðu 5. þ. m. á bát frá Sjónarhól á Vatns- leysuströnd: Sveinn Kristjánsson bóndi frá Hausthúsum, og Magnús, vinnu- maðr hjá Lárusi homöopata. Þeir voru á heimleið frá Vogavik með kol. Landsbankinn. Með þeim 3 póst- skipsferðum, er orðið hafa hér frá Reykjavík til útlanda síðan er ávís- anasamband komst á milli landsbank- ans og erlendra banka, fyrir fram- kvæmd ins nýja bankastjóra hr. Tr. Gunnarssonar. hefir verið sent í banka- ávísunum héðan : 30. Júní........... 12,000 kr. 2. Ágúst.......... 21,000 — 13. Septbr......... 27,000 — samtals 60,000 kr. og bankanum goldnar fyrir það alls í ómakslaun að eins 200 kr. Með póstávísunum hefði það líklega kostað tvöfalt eða meira en það. Til jafn- vægis gegn þessum útborgunum er- lendis lætr bankinn aftr ávísa þaðan á sig, ef menn þurfa að koma pen- ingum hingað til lands. Landmands- bankinn kaupir og íslenzka seðla, en þá kaupa aftr af honum íslenzkir kaupmenn í Khöfn. og aðrir, er þeirra þarfnazt her; þar á með&l hefir einn íslenzkr kaupmaðr þegar keypt þar í sumar seðla fyrir 10,000 kr. Má á þessu sjá, hvert hagræði er að sambandinu við erlenda banka, og hefði það átt að vera á komið fyrir löngu. Þökk. Um fótaferðartíma á mánudaginn í fyrri viku var ég vakinn til að taka við málþráðarskeyti. Ég \ arð forviða við að lesa boð, sem Mr. Stephan Stephensen í Chicago sendi mér frá sér og öðrum löndum þar syðra um að koma suðr til Chicago á sýning- una þar á þeirra kostnað. Mór varð ekki svo greitt um svarið, því að ég varð fjTst að finna málfærslumann minn og vita, hve lengi ég mætti brott vera, þar sem ég var ákærðr af prestvígðum kristilegum samlanda mín- um sem “glæpamaðr” og átti að svara hér til sakar í þessari viku, ef til vill snemma. Samt gat ég svarað og þáð boðið og daginn eftir fékk ég farar- eyrinn og lagði af stað. — Af ferð- inni, sýningunni og af löndum í Chi- cago ætla ég að segja nokkuð síðar. þegar ég er búinn að “taka mig sam- an” og átia mig betr. — I dag flyt ég þeim, sem veittu mér þessar hvíld- ,ir og unaðs stundir, hjartanlegasta þakklæti mitt. Orðin eru svo fátæk, ctfCPN CHT FLW. Old Chum Plug. Ekkert annað reyktóbak virðist geðjast almenningi jafn vel og hiðágæta Old Chum. Nafnið er nú á hvers manns vörum og allir virðast samhuga með að ná sér í það. MONTREAL. 20. Sept. 1 eðrdlta. Nokkuð langvinnir ó- þurkar, stormar og hrakviðri hér um suðrland í minsta lagi enduðu á tals- verðrí kafaldsliríð af norðri síðara hluta dags í gær og í nótt, með tals- verðu frosti, og var alhvit jörð í morgun niðr i sjó, eins og um vetr, en fannir til fjalla eigi all-litlar. í dag er bjartviðri og sólskin, er leysir þegar snjóinn og verðr að vonandi er upphaf góðviðriskafla; kæmi það í góðar þarfir, þvi að víða varð hey- skapr endasleppr sakir innar snöggu og gagngjörðu tíðarfarsbreytingar nokkru fyrir höfuðdag; er því víða mjög mikið úti af heyjum, sem bjarg- azt getr enn að miklu leyti, ef vel skipast. Annars var, eins og menn vita, heyskaparveðráttan áðr í sumar svo framúrskarandi, að víða var hey- afli orðinn meira en í meðallagi eða jafnvel í bezta lagi fyrir veðrbrigðin; en sumstaðar aftr lítill, þar sem seint var byrjaðr engjasláttr. Druknan. Laugardag 16. þ. mán. druknuðu enn tveir menn á báti á Suðrnesjum, frá Sandgerði á Miðnesi. Voru á uppsiglingu úr fiskiróðri, er hann hvesti Það voru unglingspiltar talsvert fjTÍr innan tvítugt. Hét ann- ar Sveinn Eyjólfsfon frá Stuðulkoti; hinn var frá Tjarnarkoti í sama hverfí á Miðnesi. Eftir Fjallkonunni. 20. Sept. Skagajirdi, 12. Sept. Tiðarfar var ið bezta, þar til siðustu dagana af Agúst. Þá brá til óþurka, og hafa þeir að öðru hvoru haldizt síðan — Heyskapr er í góðu meðallagi og nýt- mg allgóð; flestir nú hættir að heyja, ennn nokkrir eiga hey úti enni — Fiskiafli hefir verið með lakasta móti hér á firðinum í sumar. — Verzlunin er ekki sem hagfeldust, og fæst hér enginn eyrir í peningum við verzlan- irnar. Verð á ull í sumar nr. 1 á 60 au„ nr. 2 55 au. og nr. 3 50 au, Lítið láta kaupmenn yfir að verð á slátrfé muni hækka úr því sem það var í fyrra. Ddnir fyrir skömmu bændr tveir í Skagafirði: Páll Andrésson á Bú- stöðum og Jón Þorbergsson í Vík, báðir efnilegir bændr. 27. Sept. Heiskapb mun hafa orðið með betra móti í sumar víðast um land. Að yísu mun nokkuð af síðslægju Jiafa hrakizt, en alt mun hafa náðst á end- anum. Dain 23. Sept. kona Jul. Schau steinhöggvara hér í bænum, Kristín Magnúsdóttir, 38 ára, Útlit fyrir fjársölu á Englandi er nú betra en í fyrra. steinsins; þvi ef hann fengi ekki að vita það í kveld, sofnaði hann ekki næstu nótt. ‘Nú, nú, það er bezt að láta það eftir þér,’ segir Akmeth, ‘þó þetta sé ekki kurteislegar aðfarir við stjörnuspeking ; steinninn er undir kodda þínum, en ekki segi ég þér, hvernig hann er þangað kominn, guð- irnir banna mér það.’ ‘Kom þú þá strax með mér og sannaðu sögu þína, og tak við gjaldinu eða þá hegningu ef þú lýgr.’ Akmeth sá ekki annað fært en að hlýða, en var þó áhj’ggju- fullr út af þvi, að ef frúin hefði gabb- að sig, þá væri líf sitt í veði. Fé- hirðirinn hélt nú viðstöðulaust til húsa sinna og gekk rakleiðis inn í svefn- herbergi sitt og þreif upp koddann, en þegar hann sá að steinninn var undir honum, féll hann í forundrun og hrópaði upp : ‘Ó þú mikli spámaðr! Greiðið honum undir eins 400 gullpen- inga; en þakklæti mitt og virðing á hann að mér meðan ég lifi.’ Akmeth hélt nú heim aftr glaðr og ánægðr yfirþessum heppilegumálalokum. Hann raðaði nú öllum gullpeningunum á borðið sitt, og horfði með gleðibrosi á daglaunin; hlakkaði hann nú til að sjá sína elskulegu konu undrast þetta mikla happ, og beið nú hugglaðr komu hennar. Nú kemr Sittava heim, og fagnar Akmeth henni og sýnir henni auðæfi sín svo mælandi: ‘Ertu nú ekki ánægð, hjartað mitt? Alla þessa peninga gef ég þér, en ég ætla að taka til minnar f.yrri iðju, því nú get- um við lifað sælu lifi það sem eftir er æfinnar.’ Sittava mælti: ‘Þú ert líklega með öllum mjalla? Heldurðu svo sem að þetta endist alla æfi? Getrðu ímj’ndað þér, að ég komist í nokkurn samjöfnuð við konu borgar- stjórans og hafa ekki meiri peninga en þetta? Ég játa að visu að fj-rsta tilraunin hefir tekizt vel, en einmitt ætti það að hvetja þig að halda áfram. Ég skil ekki í, hvaða litilmenni þú ert, að þig skuli langa til að taka aftr til þinnar gömlu skóbótarstöðu. Þú skul- ir ekki kunna að skammast þín, þar sem þú átt þó aðra eins konu og mig ! Nei, nei, karl minn, gerðu svo vel og haltu áfram eða ég j'fírgef þig ; heyr- irðu það!’ Akmeth sá nú engin önn- ur ráð en hlýða raust konu sinnar, þó hann gengi að því vísu, að þetta fyrirtæki myndi fyr eða síðar leiða sig í glötun. Daginn eftir gekk hann út á torgið og kallaði þeim sömu orð- um og fyrri daginn. En nú hafði það alt önnur áhrif en fyrri daginn. Það var orðið hljóðbært, hvernig Ak- meth hjálpaði féhirðinum, svo að í stað fjTÍrlitningar, sem hann varð fyr- ir daginn áðr, fékk hann nú lof og lotning. Þarna stóð hann um tíma og þyrptist ótölulegr mannfjöldi utan um hann, til að virða hann fjrir sér, þvi hann var mjög vel vaxinn og bauð af sér góðan þokka. Alt í einu troð ser fram skrautbuin kona mjög tiguleg, hun hafði slegið um sig sjali skósíðu, en það liafði rifnað upp í það stór rifa, svo konan gætti ekki að, og voru það mikil lýti; óðara en hún kom fram að Akmeth, kallar hún upp [ og segir : ‘Þú inn alvitri og fullkomn- asti allra spámanna, segðu mér, hvað orðið hefir af dýrmætu hálsmeni sem óg misti í morgun, meðan ég var að lauga mig. Ég er mjög illa stödd, ef ég fæ það ekki aftr, Maðrinn minn gaf mér það í tilgjöf, og verði hann var við að ég hafi tapað því, þá hugs- ar hann að ég hafi gefið það einhverj- um fylgimanni, sem ég hafi fram hjá sér, og ofrselr mig þá vaigðarlaust böðlinum.“ Akmeth varð mjög hverft við þetta og leit til jarðar í vandræð- um sínum, gáir hann þá að rifunni á sjalinu, og segir í hálfum hljóðum við konuna : ‘Lafði mín, gætið þér að rif- við hana, honum þótti svo vænt um hana, hann taldi það líka víst, að ef hann gerði það, mundi hún koma öllu upp um sig, og hvað var hann þá annað en svívirðilegr svikari og fals- ari, sem hafði tælt þjóðina til að trúa því, að hann væri stjörnufræðingr og spámaðr ? Rejmdi hann nú með öllu móti að kæla geðofsann í konu sinni, með því að lofa henni því, að brjóta aldrei á móti vilja hennar. Loksins lét hún sér segjast og háttaði hjá honum. Um þessar mundir kom það fyr- ir, að stolið var úr gullhúsi konung- sins 40 skrínum fullum af guUi og gimsteinum. Konungrinn varð hams- laus af bræði, út af svo gífrlegum og bíræfnum þjófnaði, og skipaði að leita nær og fjær að þorpara þeim, sem stolið hefði svona hroðalega, en það kom fyrir ekkert, var nú varla nokkur maðr í Ispahan óhræddr um lif og eignir, og oHi þetta miklum úhyggjum í borginni, menn gátu vel ímyndað ser, að bræði einvaldsharð- stjora gæti bitnað á saklausum þegar þjofrinn fanst ekki. Konungr kaUar nú á gæðinga sína til fundar, og bað þá að leggja sér vitrleg ráð í Þessu vandamáli. Þá stóð féhirðir konungs upp og mælti: herra! hér i borg yðar er einn spámaðr, sem er svo vitr að honum kemr ekkert ó- vart, en dulr er hann, og ekki við alla fjöl feldr, ég hefi sjálfr reynt vis- dóm hans, og get því borið honum þennan sannleiks vitnisburð. Kon- ungr skipaði féhirðinum að sækja þennan mann tafarlaust og leiða hann .frarn fyrir sig. „Ég heyri og hlýði,“ segir féhirðirinn, og með það tekr hann með sér 20 menn af lífverðinum og fer heim til Akmeths; kemr hann þar þegar hann er að klæða sig, og ber fram erindi sitt. Akmeth verðr mjög bylt við þessa orðsending, en þorir þó ekki annað en hlýða, býr hann sig vel og gengr með þeim, leiðir féhirðirinn hann fjTÍr hásæti konungs, og flej'gir sér flötum fyrir fætr hans. ‘Stattu upp, stjörnuvitr- ingr’ segir konungr í snæfum róm, og segðu mér, ef þú ert þess umkom- inn, ‘hver hefir stolið frá mér 40 skrínum fuUum af gulli og eðalstein- um’. Við þetta ávarp varð Akmeth svo skelkaðr, að hann ætlaði ekki að koma upp orði, en reynir að herða sig og segir með hræddum huga: ‘Það — það hefir ekki einn maðr gjört; honum var ómögulegt að bera svo mikið fé burtu í einu. Það hafa 40 þjófar gjört’. ‘Skj'nsamleg er til- gáta þín’, mælti konungr, ‘og ef þú getr haft upp á þessu þjófafélagi og fó, mínu, skal ég gefa þér einkadóttr mína, og gera þig að ríkiserfingja eftir minn dag; komir þú ekki þessu áleiðis; þá sver ég við veldissprota minn, að ég skal láta drepa þig og féhirðirinn með þér, sem kom mér til leita þín, enn gera eigur j’kkar upptækar’. ‘Þá bið ég um 40 daga frest’, segir Akmeth, ‘því það kostar ósegjanlega mikla fyrirhöfn að reikna út alla þá króka, sem verkefni þetta hefir í för með sér’. 'Það er veitt’, segir konungr. Nú gengr Akmeth heim, og er mjög hugsjúkr um hagi sína, því hann telr vist, að þetta verði banabiti sinn. Tekr hann nú 40 sveskjusteina sem hann fær konu sinni, og mælti : ‘Taktu við þessum 40 stemum, og fáðu mér einn stein á hverju kveldi: enn varastu að tala við mig. Þetta geri ég tíl þess að gleyma ekki dagatölunni, sem ég á eftir óiifaða; ég gej’mi steinana, sem þu fær mér, í tóbaksdósunum mín- um. Eg að vísu á nóga peninga tfl að geta strokið, en kanske það mis lukkist, og þá verð ég hiklaust drep inn, ef ég er tekinn á flótta, og fer þá ekki betr, en að bíða hér dauð- Kona Akmeths var nú ánægð. (Framh. frá 1. bLs.) hann undir kodda mannsins þíns, að þvi bunu kemr hun með peningana, sem þú lofaðir, en þú bíðr hér á með- an.’ ‘Þetta skal gert, sem þú skipar, náðugi herra.’ Nú kemr þernan aftr og leggr gullsjóðinn á borðið. Þá mælti Akmeth : 'Nú ertu frí og frjáls; en leitist þú við að svikja mann þinn aftr, skal ég finna þig; ég hefi vak- andi auga á þér.’ ‘Ég heyri og hlýði, herra minn, og skal geyma minning- una um göfuglyndi þitt í þakklátu hjarta á meðan ég lifi, og með það gekk hún burt. Innan lítillar stund- ar kemr féhirðirinn, því hann hafði ekki þolinmæði að bíða til morguns, og hefir nú með sér fjóra lögreglu- þjóna. Akmeth tók þeim kurteislega, en þó þurlega, og spurði, hvað þeir vildu sér. Herrann sagði, að ef hann væri svo mikill spámaðr, sem hann léti, þá mundi hann geta sagt sér til unni!” Meira gat hann ekki sagt, því hún hljóðaði upp yfir sig : ‘Ó þú að- dáanlegi vitringr!’ með það hljóp hún stað, en kom að lítiUi stund liðinni ir.eð ið kostulega men um hálsinn og 200 guUpeninga, sem hún rétti Akmeth, og mælti : ‘Enginn, sem ekki er gæddr guðlegri andagift eins og þú, gat vitað þetta. Þegar ég fór í bað- húsið í morgun, tók ég af mér menið og faldi það í rifu í skorsteininum, og þar gleymdi ég því; en vísdómi þínum var ekki ofvaxið að benda mór ástaðinn". Leið nú þessi dagr svo að ekki bar fleira til tíðinda. Um kveld- ið, þegar Sittava kom heim, og hann var búinn að segja henni fréttirnar, var hún sáróánægð yfir daglaununum; hún hélt hann mætti herða sig betr, ef hann ætti að jafnast við borgar- stjórann. En Akmeth leiddi henni fyr- ir sjónir, hvernig hann hefði tvivegis lagt sig í lífshættu fyrir hana, og mundi vera bezt að hætta við í tíma. En hún varð fokvond og aftók með öllu að búa saman við hann lengr. Þegar veslings Akmeth heyrði það, hugsaði hann með sér, að það væri óumflýjanlegt. að hann yrði fyrir ógæf- unni, og mundi þvi vera liezt fyrir sig að taka öllu með þolinmæði; kon- an léti ekki fyr af en hann, væri bú- inn að vinna sér inn dauðahegning. Til hins gat hann ekki hugsað, að skilja og lofaði að bregða ekki út af því, sem hann legði fjrir sig. Gimsteinaþjófarnir voru allir inn- anborgar, og vissu vel, hvað gjörðist, þvi þeir höfðu alstaðar njósnara. Þeim var vel kunnugt um skilmála þá, sem fóru fram miUi konungs og Ak- meths, svo þeim fór að lítast hálf- illa á blikuna. Afréð nú foringi þeirra að láta einn af þjófunum fara um kveldið upp á þakið á húsi Ak- meths, og hlera. Kom hann sér þar laglega fyrir ; en þegar hann var bú- inn að liggja stundarkorn, hejrir hann að Akineth segir: „Þar er nú einn af þeim 40, 39 eru fyrir utan hann,“ (þvi kona hans rétti að hon- um fj'rsta steininn). Þjófrinn fór með þetta heim og segir félögum sínum, að hræddr sé hann um, að stjörnu- fræðingrinn sé eitthvað að brugga; „því þegar ég var nýlagztr upp á þak- inu, heyrði ég að Akmeth sagði: „Hér er nú einn, 39 eru fyrir utan hann,“ mér lízt illa á þessa byrjun”. „Þú hefir verið hræddr,“ segir for- inginn, „það skulu tveir fara aðra nótt, og vitum þá hvað heyrist". Þetta gjörðu þeir, en þegar þeir voru nýbúnir að búa um sig, heyrðu þeir að sagt var inni: ,,Nú eru hér tveir af þeim“. Þeir fóru heim og sögðu foringja sínum þessi orð. „Ykkr hefir misheyrzt, bleyðurnar ykkar“, mælti foringinn ; ,,ég læt 3 fara næstu nótt". Þetta gjörðu þeir, en aUt fór á sömu leið“. Sittava rétti bónda sínum þriðja steininn, og þá sagði hann: „Nú eru hér þrír í kveld". Þjófarnir fóru heim með þetta, en foringinn hélt það markleysu, og sagð- ætla að senda 20 næst, en vér skulum láta líða nokkrar nætr þang- að til". Nú voru liðin 20 kveld frá því bj’rjað var. t>á sendir foringinn 20 þjófa. Þeir komust upp á húsið og biðu þar til þeir heyrðu að Akmeth sagði: „Tvisvar sinnum 20 eru 40; nú er helmingrinn kominn í kveld. O, að þeir væru komnir aUir 40 ; mér leiðist að biða svo lengi ; en það verðr að vera svo, fyrst ég sagði konungin- um það, að ég þj'rfti að fá 40 daga frest ; ég hefði strax getað sagt hon' um sannleikann. Já, þeir bölvuðu fantar verða þó um síðir hengdir, þegar-alt kemst upp um þá“. Sittava segir : „Þú skalt þegja“. Ameth seg- ir : „Já, ég hefi verið of margorður, af því helmingurinn erkominn í kveld, og ég skal ekkert minnast á þetta yr en siðustu nóttina". Þegar þessir 20 komu heim, sögðu þeir frá öUu, og kváðust vissir um, að spámaðrinn væri búinn að uppgötva þá alla, það væri óefað, og nú væri eina ráðið að strjuka með aUa peningana. For- inginn segir það ómögulegt, enda væru þessi orð spámannsins svo tvíræð, eins og véfrétt. „Svo ég tel bezt að bíða síðustu nætur ; mun ég þá fara sjálfr, því ég er alt af hræddr um að samvizkan se að slá í ykkur, hún er ekki svo þægilegr gestr hjá þeim hug- lausu ; ég hefi enga samvizku, og því er ég rólegr hvað sem á gengr, pilt- ar mínir !“ Fertugustu nóttina kallar foringinn á alla lagsmenn sina, og fara þeir nú upp á hús Akmeths og biðu mjög órólegir eftir úrsUtum þessa þjofamáls, þvi nú var komið að leiks lokum; heyra þeir nú að Akmeth segir nokkuð hátt:,, Nú eru þeirkomnir aUir ; mikið hefir mér leiðzt eftir þessu kvöldi, og enn leiðist mér að þessi nótt er ekki liðin. Mér er sem ég sjái konunginn á morgun, þegar hann les upp dauðadóminn". Að svo mæltu þagnaði hann. Þjófaforinginn þurfti nú ekki að heyra meira, hann þóttist viss um, að þessi orð væri töluð til þeirra, því sök bítr sekan. Þeir flýttu sér ofan af húsinu, i nokkurs konar æði klöppuðu þeir upp á dyrnar. Ak- meth skreiddist á fætr til að ljúka upp, því að hann ímyndaði sér að þetta væri lögregluliðið að sa-kja sig. En hvað honum brá f brún þegar þjófafélags foringinn fleygði sér flatr niðr fjrir fætr hans og íirópaði : „Þú alvitri og fuUkomnasti stjörnuspámaðr meðal dauðlegra manna, miskunnaðu Þig yfir okkr fáráða glæpamenn, ann- ars er úti um okkr". Akmeth vissi ekki, hvað hann átti að segja, því hann hafði hjartað fuUt af umhugsun dauðans, og þeirrar svívirðingar, sem festist við minningu hans meðal kom- andi kynslóða, fyrir sitt táldræga líf- erni, en hann var enn fljótr að átto s'g °g mælti með þóttalegum svip: „Ykkr hefði verið betra að sjá skömm ykkar fjrri, því fyrir löngu vissi ég um athæfi ykkar, og því bað ég um svo langan frest; ég gat sagt konung- ínum strax til ykkar, en þið ösluðuð um j’kkar Ufs viUustraum svo lengi sem stætt var ; nú er orðið nærri ó- mögulegt að hjálpa ykkr, nema fyrir mig, sem aUt get. Standið þið úpp, greyskammirnar, og gjörið hreina játn- ingu á gjörðum ykkar, og þá mun ég hjálpa ykkr“. Þegar þjófarnir he.yrðu lætta, hrestust þeir mikið ; tók þii for- inginn til orða svoleiðis: „Viðgeym- um aUan fésjóðinn ósnertan enn, göf- ugi herra, og getum fært hann til yð- ar strax i nótt, en má ég dirfast að biðja : miskunnið þér okkr, því ef vér njótum ekki manngæzku .yðar, verð- um vér, konur okkar og börn, ofr- seld ævarandi svívirðing og kvala- fuUum dauða.“ „Verið hughraustir og vonið á mig, ég mun rej’na að hjálpa ykkr, en vitið fyrir víst, að ef þið bregðið í nokkru út af Því sem ég legg fyrir, skuluð þið með fjölskyldu ykkar sæta ómæl- anlegum kvölum og dauða. „Ó, misk- unnsami spámaðr, það skal alt gjört, sem þu skipar," segir foringinn. „I ari þá helmingr j’kkar strax og takið féð, og grafið það niðr undir sedrusviðar eikinni, sem stendr á lystigarði konungsins. Þið skuluð grafa svo djúpt, að 6 fet séu ofan að fenu, og jafna vel j’fir, svo ekkert ný- virki sjaist. En hinn helmingr liðs ykkar skal biða hér á meðan, og for- ingji félagsins í þeirra hóp, en á morgun á hádegi mun ég láta út- hrópa, að féð sé fundið, en ef þjóf' ai'mr eru þa ekki nefndir á nafn, er- uð þið fríir, þó skuluð þið, til vonar og vara, útvega ykkr fj’lsni yfir i litla skógnum, því þaðan getið þið flúið, ef ekki er alt sem friðlegast; gjörið nú þetta alt sem bezt þið getið, því annars eruð þið glötunarinnar börn; munið eftir því, að mitt al- skæra spámanns auga fylgir ykkr og sér alt hvað þið gjörið, þó dimt sé á ykkr.“ „EðaUyndi stjörnuspekingr, við heyrum og hlýðum !“ hrópuðu þeir alUr. Strax í aftrelding morguninn eftir kom féhirðir konungs með stór- ann hóp lögreglumanna að sækja Ak- meth, og hafði hann varla tíma til að klæða sig, svo ráku þeir eftir honum. Var hann nú leiddr fyrir liásæti kon- ungs, en þegar hann var búinn að leKgja af virðingarmerki fyrir lians hátign, spurði kounugr, hvort hann vissi hvað orðið hefði af gullkistúm sínum. Akmeth var nú ekki eins smeikr og i fyn-a sinnið, og svaraði djarflega: „Yðar liatign gefi gaum að orðum mínum, og krefjist einskis af mér, sem ég vil ekki, eða má ekki obinbera, því inir almáttHgu guðir þjóðar vorrar hafa skipað mér að

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.