Heimskringla - 02.12.1893, Blaðsíða 2

Heimskringla - 02.12.1893, Blaðsíða 2
2 HEIMSKRINGLA 2. DESEMBER 189S. Heimskringla kemr út á Laugardögum The Heiraskringla Píg. & Fulil. Co. útgofendr. [Publishers.] Verð blaðsins í C'anada og Banda- ríkjunum : la mánuKi $2,50 fyrirframborg. $2,00 6 ---- $1,50 ---- — $1,00 3 ---- $0,80; ----- — 80,50 Ritstjórinn geymir ekki greinar, sem eigi verða uppteknar, og endrsendir pær eigi nema frímerki fyrir endr- sending íylgi. Ritstjórinn svarar eng- umbrófum ritstjórn viðkomatuli, nema í blaðini:. Nafnlausum bréfum er enginn gaumr geflnn. En ritstj. svar- ar liöfundi undir merki eða bókstöf- um, ef höf. tiltekr slíkt merki. Uppsögnógild að lögum,nemakaup- andi só alveg skuldiaus við blaKið. Auglýnngaverð. Prentuð skrá yfir pað seud lysthafendum. Ritstjóri (Editor): JÓN ÓEAESSON venjul. d skrifst. bi. kl. 9-12 og 1-6 Ráðsmaðr (Busin. Manager): EIRÍKR GÍSLASON kl. 9—12 og kl. 1—6 á skrifst. Utanáskrift á bréf til ritstjórans : Editor Ileimskringla. Box 535. Winnipeg- Utanáskrift til afgreiðslustofunnar er The Heimskringla Prtg. & Publ. Co. Box 305 Winnipeg, Man. Peningar sendist í P.O. Money Or- der, Registered Letter eða E.xpress Money Order. Banka-ávísanir á aðra banka, en í AVinnipeg, eru að eins teknar með aflollum. 653 Pacific Ave. (McWilliam Str.) WHAT DOES IT MEAN ? At the last general Dominion election the candidates on the government side vvent before the constituencics on tlie clear platform of maintaining the old protecive policy whithout any pro- spect of any tax-reduction. This meant evidently asking the constituencies whether, or not, they wanted to uphold that policy. How did Winnipeg answer that question then ? By electing the government candi- date by an overwhelming majority, it gave its full and unqualified support to tiie government and the N. P. At the reccnt by-election Mr. Camp- bðll went before the constituency as a supporter of the present government, wiiich now has committed itself to a revision of the present high tariff. He declared emphatically, that unless the government made good its word by some substantial reductions in the tariff, he would vote against it. What- ever even the foes of the' present go- vernment have said against it, no one has as yet asserted, that it has ever 'broken its pledges to the jieople. So there can bc no reasonable doubt, but that we may expect some suhstantial revision of the tariff from the present governement. Thc quostion now suhmitted to the electors therfor seemed to be: ‘•Do you, or do you not, want a re- duction of the present tariff ?” Winnipeg has answéred by rejecting Mr. Campbell. Wliat does tliat mean ? Does it mean, that Winnipeggers 4o not want any tariff-revision ? So it seems. We are sorry to say iit, for we want some substantial re- duction of the tariff. And we hope that the government will, in spite of •t'.ús discouragement, stand by its given word. About half of the Icelandic voters irf this city (nearly all of whom wish for a reasonable revision of the tariff) votod tliis timc for Mr. Campbell, in the belief, tliat by so doing they would bost furthcr tlie desired revis- ion. They realizod, tliat from Mr. Martin’s election thej’ could reason- ably hopo nothing for a reform. He wili only he one in a hopeless mi- ■nority, and one who has the special gift of making himself so ohnoxious, that he will make it extremely difficult for any government to listen to his words. The most effective “gun” is not ♦ he one, that only emits mist and smoke. Ódýr íslandsferð. Með hvort hcldr Allan, Beaver eða Dominion línunni má uú fá farbréf til íslands og hingað (2. káetu yfir hafið) aftr fyrir $100 að eins hjá Robt. Kerr, C.P.R. General Pess. Agent. Toll-endrskodunin í Banda- ríkjunum. Toll-lagafrumvarpið nýja í Band- arikjunum kemr eins og velkomin jólagjöf til alþýðu þar, þótt ekki só búizt við að lögin nái gildi fyrri en með Marz-byrjun í vor. Yfir höfuð ljúka allir upp einum munni um það, að frumv. fari svo langt sem fœrt sé eftir atvikum í toll-lækkunum, og að Cleveland forseti og fylgismenn hans ofni drengilega heityrði sín í þessu máli. í>að er margt í þessu frv., sem hefir mjög mikla þýðing fyrir oss Canada-menn, og það á tvennan hátt. Fyrst og fremst hefir það boinlín- is þýðing fyrir oss að því leyti, sem það opnar oss ir.arkað fyrir ýmsan varning vorn, er áðr var úti luktr frá Bandaríkjunum með verndar-tollum. En svo hefir frv. aðra þýðing eigi minni. Sú þýðing liggr í þoim áhrif- um, sem toll-lækkunin syðra hlýtr að hafa á tollendrskoðun stjórnar og þings hér lijá oss. Sérstakir fregnritar blaðsins “Év- ening Post” í New York eru venjulega fróðari flestallra annara hlaða fregn- ritum um mál þau, sem þeir rita um. Einkum er við brugðið fregnritum þess blaðs í erlendum höfuðborgum. 23. f. m. stóð í því blaði hréf frá fregnrita þess í Ottawa, dags. 16. þ. m., þar sem talað er um fyrirætlanir stjórnar vorrar í toUmálaendrskoðun- inni, hver áhrif toUendrskoðunin i Bandar. hafi á hana o. s. frv. Þar er þess getið, að undir eins og þingið í Ottawa komi saman i janúar, ætli Canadastjórn að fylgja dæmi Clevelands og sérveldisflokksins í Bandar. í því, að koma fram með frumvarp til toll-lækkunar. “Stjórnin mun auðvitað,” segir fregnritinn, “ekki fara eins langt eins og t. d. bændafélögin (“Patrons of Industry”) vildu að hún færi; en hún hefir lofað vendegum umbótum, og toll- niðrfærslan, sem von er á í Washing- ton, bæði hjálpar henni og neyðir hana til, að heita niðrskurðarkutanum all- ótrauðlega á toUana.......Það er að vísu ekki farið að semja frumvarpið hér enn þá, en það er hægt að gera sér nokkra hugmynd um, hvernig frurnvarpid verðr lagað, af skoðunum þoim og tali. sem maðr heyrir liér meðal ráðgjafanna og þeirra er næst þeim standa.” Á þessu geta menn séð, að það eru fieiri en vér, sem trúa stjórninni í Canada til þess, eftir að hún hefir skýrt og ótvirætt lofað toU-umbótum, að hún muni efna lofofð sín. “Evening Post,” sem vér höfum tekið ofanritaðan kafla eftir, er sam- jafnaðarlaust einna meikasta og vand- aðasta blað, sem kemr út í Banda- ríkjunum, eins og vér höfum oft um getið í blaði voru. Það er Banda- ríkjahlað og því alveg óháð flokkum hér í Canada, og hefir liklega ekki mikið lakari vitneskju um, livað í Ottawa gerist, heldr en t. d. Lögberg, og varla stórum minna vit á, um hvað það talar. Því hefir verið haldið svo þrálát- lega fram af “Lögb.,” að það væri ekkert að marka loforð stjórnarinnar hér; henni væri ekki alvara með að vilja gera umbætr á toU-málunum o. s. frv. Þó hefir enginn bent á nokkurt eitt dæmi þess, að stjórnin hafi brugðið nokkurt heit, er hún hefir ótviræðloga gefið þjóðinni. En hvaða ástæða er þá til að mistryggja hana að óreyndu. Hitt er satt, að flokkr sá, sem við völdin er hér, er höfundr og við- haldari hátollastefnunnar til þessa dags hér í landi. En þegar flokkrinn nú vill láta að óskum þjóðarinnar með að gera umbót á tollunum, þá virðist oss það ekki hyggilegt né rétt að vilja ekki þiggja það og vinna að því með flokknum, þar til það sýnir sig, hvort hér er alvara í boði eða ekki. Því fremr sem ekki er í annað hús að venda. Það geta engir aðrir gert breyting á landsins lögum, en þeir sem meiri hlutann liafa á þingi og stjórnvaldið alt í hendi sér. Hér eru engar almennar kosning- ar fyrir dyrum, en því á að fresta umbótunum þangað til, ef hægt er að fá þær fyrri? Eða eigum vér ekk1 að þiggja það, að fá það sem við vUjum, hvor flokkrinn sem fyrr getr bóðið það og hýðr það? Og ef stjórnin gerir góðar og ver- ulegar bætr á toUmálunum nú, þá er eftir að vita, hvað mótstöðuflokkr hennar hefir að bjóða, þegar til al- mennra kosninga kemr næst. Það eru án efa merkilegir tímar með þýðingarmiklum breytingum að ganga í garð einmitt nú, hæði hér í landi og fyrir sunnan oss. Hefðu samveldismenn í Bandaríkj- unum fyrir síðustu kosning ritað toU- endrbætr á fána sinn og boðið að framkvæma það, sem sérveldismenn eru nú að framkvæma þar, þá hefðu sérveldismenn ekki komizt að völdum —og ekki átt það ekiUð. Ef stjórnflokkrinn hér skilr betr teikn tímans og bindst fyrir fram- kvæmdir á skynsamlegum óskum þjóð- arinnar, svo sem nú eru aUar horfur á, þá fer hann skynsamlega og vel að sínu ráði og ávinnr sér þá án efa miklu meira fylgi en hann hefir áðr haft. Sýningin í Cliicago. Smágreinir eftir Jón Ólafsson. II. SÚÐHFEKÐIN. [Heimanför í snatri. — Suðr um Norðr-Dakota og Minnesota.— Svefn og hristingr.— Vakna upp hjá Sánkti-Páli; dvöl hjá St. Páli; matast hjá St. Páli.— Óséðir kunningjar. — Sofandi gegn um Wisconsin. — Þekki ekki Chicago aftr eftir 19 ár ; en þekki Mr. Stephan Ste- phensen eftir 20 ár.] Næsta morgun vaknaði óg við það, að sonr minn ýtti við mér og færði mér málþráðarskeyti, sem piltr hafði komið með rétt í því. Það var frá fornkunningja minum frá yngri árum Mr. Stephani Stephensen í Chicago, fyrirspurn um, hvort ég gæti ekki komið á sýninguna, og kvaðst hann hafa farareyri handa mér, sem landar í Chicago hefðu skotið saman, og skyldi ávísa mér úthovgaðan hér með mál- þráðarskeyti undir eins og svar mitt kæmi. Eg var venju fremr fljótr að klæða mig, slepti morgunmatnum, og ofan í bæ að vörmu spori, til að finna málflutningsmann minn og fá að vita hjá honum, hve lengi mér væri óhætt að vera burtu, því að 31. Oct. átti haustþing að byrja, og skyldi þar fyr- ir koma stórglæpamálið mikla gegn mér fyrir að hafa lagt prests nafn við hégóma. Þegar ég hafði fengið vissu fyrir að málið kæmi ekki fyrir fyrri en á þriðjudag 31. Oct., og að ég yrði að koma heim eigi síðar en 30. s. m.r sendi ég- málþráðarskeyti suðr og þakk- aði og þáði boðið. Næsta morgnn bjóst ég við að fara, cn það drógst að málþrá'arskeytið með peninga-ávísuninni kæmi. Ég misti af Northern Pacific lestinni, sem fór kl. lli árd. Svo fór ég upp á skrifstofu mína og var hættr að hugsa til farar; en þá kom drengr með málþráðar- skeytið þráða. Það vóru þá ekki eft- ir nema 27 mínútur þangað til C.P.R. lestin átti að leggja af stað. Rafmagns- sporvagninn fór hjá í þessu ; ég hljóp upp í hann, hafði ekki tíma til að fara heim og kveðja og taka föt með mér, heldr hljóp eins og ég stóð með ferðatöskuna mína tóma og yfirhöfn- ina. Ég náði á málþráðarskrifstofuna, fékk þar ávísun á banka, hljóp yfir á bankann, náði þar út peningunum, náði svo aftr í sporvagn og ofan á járnbrautarstöð, keypti mér farhréf og komst upp í vagninn 2—3 mínútum áðr en lestin fór á stað. Ég hafði tvo samferðamenn fyrsta kafla leiðarinnar, Mr. E. Gíslason ráðs- mann Heimskringlu, sem var að fara suðr í N. D. i skuldheimtuferð fyrir blaðið, og séra Magnús Skaptason, sem var að fara suðr í N. D. tii að halda fyrirlestr. En sú samferð stóð stutt; þeir skildu við mig í Hamilton, og var ég einn úr því. Það var ekki fritt við að mér leiddist; það er tilbreytingarlaust land- ið, sem maðr fer um; sömu eilífu slétturnar, sem maðr fyrir löngu er orðinn hundleiðr á. Mér þykir í raun- inni skemtilegt að aka á járnhraut, hristingrinn á vel við mig; mér finst það næst þvi að vera á sjó. En ég vil þá helzt vera mcð einhverjum kunningjum á ferðinni, nema ég fari um fagurt og breytilegt landslag. Þá vil ég eins vel vera einn. Það er leiðinlegt fjallaleysið hérna um miðbik þessa lands. Ég man eftir í sumar, þegar ég fór austr til Fort WiUiam, hvað ég varð feginn þegar óg, eitthvað tæp- um 406 nulum austr af Winnipeg, sá bláma fjTÍr fjöUum í landsuðri. Veðr- ið var fagrt, og mér varð í hugan- um að orði þessi staka: í suðaustrinu sé ég fjöll, sem við loftið blána ; náttúran fær óðar’ öU annan svip á brána. En nú var engum fjöllum að heilsa. Ég fór að skj-gnast um hjá bóksalanum á lestinni, hvað hann hofði girnilegt til sálarfæðu. Ég datt þar ofan á bók, sem ég hafði miltið heyrt og lesið um, en aldrei séð; það var “Albertine” eftir norska sagnskáldið og málarann Christan Krogh. Hún var upptæk ger í Noregi, er hún kom út, og kom því aldrei heim til Islands. Hún átti að vera svo “ósiðleg,” að ég var í nokkrum vafa um, hvort það borgaði sig að vera að lesa hana, En svo mintist ég þess, að jafnvel merkar og gáfaðar konur á norðr- löndum höfðu farið mjög miklum lofs- orðum um bókina í beztu tímaritum, svo að ég hugsaði, að það hlyti þó eitthvað að vera við hana annað en ósóminn tómr. Mér varð líka að þvf. Bókin var verð þess að lesa hana. En hún gerði mér þungt í skapi, því að hún málar svo átakanlega rang- lætið í skipulagi mannfélagsins, sýnir, livernig góð, skynsöm, guðhrædd og skíriíf stúlka verðr ómótstæðilega að bráð þeim viUidýrum mannfélagsins, sem hafa auð og völd sín megin; og hversu sjálft lögskipulag mannfélags- ins er svo öfugt í sinu fyrirkomu- lagi, að einmitt það fjTÍrkomulag, sem ætlað er til að takmarka siðleysið, vcrðr til að efia það. Það er ekkert sögulegt að segja af ferðalagi suðr um Dakota, þegar maðr þýtr á fram á járnbraut og stendr hvergi við, nema fáar mínútur til að fá sér að borða. Það var farið að rökkva er við komum til Grand Forks, háskólabæj- arins í N. Dakota. Viðstaðan var þar engin, svo að ég átti ekki kost á að sjá þann eina kunningja, sem ég á þar, Mr. Barða G. Skúlason, sem stundar nám þar á háskólanum. Um kveldið bjó ég um mig sem bezt ég gat; það var rúmt í vagn- inum, og ég gat lagt undir mig tvo hekki (4 sæti) og sofnaði svo rótt sem mór er tamt að sofa á járnbrautar- vögnum, því að liristingrinn vaggar mér í værð. Þannig fór ég sofandi gegn um Minnesota og vaknaði um morguninn af værum blundi í örmurn Sánkti Páls. Það er að segja; ég hálfvaknaði reyndar þegar vagnstjóri kallaði upp “Minneapolis;” en það var háifdimt, og viðstaðan þar engin, svo að óg iá kyrr á hekknum, þangað til við fór- um yfir brúna yfir Mississippi; þá reis ég upp og leit út og sá Sankti Pál blasa við mér. Sankti PáU sá, sem þarna brosti við mér, var þó ekki postulinn aftr- genginn, beldr liorgin með því nafni á austrbakka Mississipi-fljótsins, beint austr af Minneapolis, sem stendr á vestrbakkanum. Það eru eitthvað 10 mílur ensfcar miUi hæjanna, og liggja þar járnbvautir á miUi, bæði algengar járnbrautir og sporbrautir fyrir raf- magnsvagna. Sankti Páll heitir St. Paul á ensku. Klukkan var rétt 7 um morgun- inn er ég sté úr vagni. Lestin, sem ég átti að fara með þaðan tU Chi- cago, átti ekki að leggja af stað fyrri en kl. 1,25 min. síðdegis, svo að ég hafði nærri hálfan sjöunda tíma til að kynaast Sánkti Páli. Ég leitaði upp matsöluhús, þó mér þar og greiddi og át eins og hestr fyrir 25 cent. Fékk geymda ferða- töskuna mína með yfirhöfninni og fór svo út á ævintýri. Ég þekti enga sál í bænum, en í Minneapolis átti ég einn minn bezta vin; en sá var gaUi á, að ég mundi ekki, hvar hann hjó; en ég vissi hvar hann vann, og sendi þangað skeyti, en fókk ekkert svar. Þetta var Mr. Stefán Pétrsson prent- ari; hann vinnr hjá Minneapolis Tribune. Ég fékk að vita siðar, að hann var suðr í Chicago á sýning- unni, og kom heim einmitt þennan dag, síðar um kveldið. Eg fór og heimsótti skrifstofu norska blaðsins “Nordvesten,” sem er eitt af skiftiblöðum vorum; ritstjór- inn, Listoe ofursti, var ekki inni, en sonr hans var á skrifsfofunni og tók einkar-vel á móti mér; liann sýmli mér prentsmiðju blaðsins. Hún er hátt uppi í hæðurn á stórhýsi, en nokkru minni er sjálf prentstofan heUr en prentstofa Heimskringlu; enga pressu á það blað, og hefir þó full 9000 áskrifenda. En þeir taka mót af öUum letrfletinum þegar blaðið er sett, og stej’pa þar í letrmálmi og prenta svo af plötunum. Er það kallað stereotyying. Það ver letrið öUu sliti, með þvi að aldrei er prentað af letr- inu sjálfu. Það var einmitt verið að taka mótin af blaðinu, er ég kom, og fékk ég færi á að sjá aðferðina, sem ég hafði annars nokkurn veginn ljósa hugmynd um áðr, þótt eg hefði eigi séð hana. Ég fór þaðan eftir nogkuð langa dvöl og út um bæ aleinn aftr að litast um. Ódýrt má vera að fá að vera nótt í þessum hæ, því að ekki alls óvíða sá ég auglýst á hótelum, að rúm fengist fjTÍr 10 ets., 20 og 25. cts. Máltíðir kosta víðast 25 cts., en þó sumstaðar að eins 15 cts. Ég át mið- degisverð mikinn og!“gúða)i fyrir 15 cts., og var staðrinn alveg eins snotr og matr alveg eins góðr, eins og hjá Sloan hérna í Winnipeg. Svo skrifaði ég Unu lieim tilmín, Og kl. 1 og 25 min.£hélt ég af stað; þá var að koma úr honum ofrlítið rigningarsáld. Svo rann lestin'Jaustr^á leið austr um Wisconsin ; í því ríki átti ég nú að þekkja mig að fornu fari; en það var farið að dimma er við komum nokkuð áleiðis inn í það ríki, og sá ég ekkert af því að kalla. Ég fór með Wisconsin Central hrautinni, og því austr norðan við Madison og beygðum svo suðr og til Illinois. Ég átti Uka von á að þekkja mig í Chicago, því að ég var þar langtímum saman sumarið 1874, og siðast í Desember það 'ár. Kl. 7 að morgni er komutími lestarinnar inn í bæinn, og var ég vaknaðr um kl. 6 um morguninn. Ég hafði sent Mr. Stephensen málþráðarskeyti daginn áðr frá Sankti-Páli, og látið hann vita, á nverjar járnbrautarstöðvar ég kæmi. Þegar lestin fór að koma inn í borgina um morguninn, var ekki al- veg uppstytt enn; það hafði rignt alla nóttina; en þó var nú í þann veginn að stj’tta upp. Það þótti mér kynlegt, að ekki þelcti ég neitt aftr af bænum. Og pegar ég kom á járnbrautarstöðina. fór ég út úr vagninum og hugsaði með mér: úr því ég þekki ekkert aftr af Chicago eftir 19 ár, þá er hætt við, þótt Mr. Stephensen sé hér til staðar, að hvorugr okkar þekki nú annan aftr, þvi að það eru þó full 20 ár síðan við sáumst síðast í Mil- waukee 1873. Rétt í þessa varð mér Utið upp: Hvað?—Er það ekki?—Jú, auðvitað— hugsaði ég með mér. “Jón Ólafsson?” “Stephan Stephensen ?” Þar stóðum við og höfðum þekt hvor annan í fyrsta sjón—og svo lögðum við af stað uinlir eins upp í hæinn. Hann sagði mér, aið hann mundi varla hafa þekt mig, <d hann hefði ekki séð mynd af mér í fyrra. Ég þekti hann veli aftr. Hann var óbreyttr, nema þroskaðr og fuU- orðinn. Andlitið er undarlega líkt í báðar ættir hans—Stephensens-ættina og Meðalfells-ættina. Augun í lionum þekti ég bezt af öllu; þau vóru mór minnisstæðust; þau halda sama svipn- um enn eins og þegar liann var uitg- lingr—stór, hýrleg og hlýleg. Vaxt- arlagið hefir hann alt úr föðurætt. Þegar við gengum upp eftir strætinu og hann varð í við á xmdan mér, svo að ég sá baksvip hans, tók ég eftir þvi, að hann var siáandi Ukr Magnúsi Stephensen landshöfðingja frænda sínum á herðarnar og í göngu- lagi. (Framhald.) ÍSL. ATKVÆDIN. Nóv-30. ’93. Mr. J. W. Finney. Góði vin. — Lögb., sem kom út i gær, lœtr í ljósi að einhverjum “mönnum” þyki kjmleg sú staðhæf- ing Hkr., að “fyrir víst 109 landar vorir” hafi greitt atkv. með Mr. CampbeU í síðustu viku. Þér mun sem formanni innar ísl. kosninganefndar Campbell’s vera manna kunnugast um, hvort ummæli Hkr. hafi verið ofhermd eða ekki, og væri mér þvi þökk á að þú létir í ljós álit þitt um það. Vinsamlágast Ritstj. “Hkr”. P. S. Býst við svari i næsta hl. Viö harölifi AYERS PILLS Viö meltingarleysi AYER’S PIL LS Við gallsýki AYER’S PILLS Við höfuöverk AYER’S PIL LS Viö lifrarveiki AYER’S PILLS Viö gulu &YERS PILLS Við lystarleysi &YERS PILLS Viö gigt AYER’S PILLS Viö köldu AYER’S PILLS Viö hitasótt- AYER’S PILLS ilbúlð af Dr. J. C. Ayer & Co., Lowell Mass. 8elt lijá öllum lyf jölum. SÉBHVER INNTAKA VEBKAR. C«T PL«. Old Chum Piug. ’ I Ekkert annað rej’któliak virðist geðjast almenningi jafn vel og hið ágæta Old Chum. Nafnið er nú á hvers manns vörum og allir virðast samhuga með að ná sér í það. Allir racnn í öllum kringumstseðum reykja1 laa alkunnu vindla lúl Padre og La Cadena. S. Davis & Sons. Björn Pálsson 628 Ross Str., smíðar allskonar silfr-..^g giifismíði svo sem skeiðar, gaflla, heltispör, brjóst- nálar, kapsel, úrfestar, linappa, hanti- hringa, líkkistu-skildi o. fl.; tekr að sér aUskonar aðgjörðir á guUi ,og silfri, grefr stafi sg rósir, svo sem á lik- kistuskildi, brjóstnálar, hringa o. ft. Afgreiðir fljótt pantanir, vandar sitt smíði vel og selr ódýrt. . ----- KOMIÐ OG REYNIÐ ---------- TRÚLOFUNAR-MINNI. Til Miss Somiu Baldvinson, Akra P.O. Enn læt ég söngva gígju gjaUa, góðkuima meyja fríð til þín, og hamingju óskirfagrar falla fram lætur hjarans elfan mín. Sem þakkar vott fyrir velgjörð hreina. er veikum sýndir hauga-þund, ég hýð þér líka hending eina og beztum vin með glaða lund. Þú sem að valið iiorskan hefur um hérvistar með þér ganga leið, einn hið eg þann, sem aldrei sefur, frá ykkur hrinda sárri neyð. Þó eitthvnð mótdrægt «6 greipum gaaigi ei gugnið þar um nokkra stund, mót örlaga snúið öldum fangi; það ýtra sýnir hetju lund. Þvi hetju frítt hlóð í æðum iðar,. með atgjörfi Prýdd og menta sjóð norsk er K“tt beiiit á báðar hliðhir, bezt sem að metur vínlenzk þjiað-. Þið skuluð ástar höndin hinda sem Bragi og Iðunn forðum glöð; þftu lífs unun hjartans mæra mj’nda. og munarheims frægð í beztu röð. Þið ©ruð menta gróin gróða og góðum hæfileika íans; ú heggja vanga in rósa-rjóða sina rétta málar æskan krans. Pig veit ég klæðnað svo vel sauma, að sjást ei betur gera frúr, og Sjafni þinn uin storð ug strauma við starfsvélina gorir trúr. Svo treysti þið drorttni aUan aldur eins í mótvind og góðum byr því vitið sífelt sólarvaldur sér hvað hezt liagar nú sem fyr. Ef j-kkur veitir -broshýr börnin þeim beinið leið að sæmd og dáð, og biðjið liann þeirra vera vörnin mót vonzku heims og hrekkja þráð. Svo lifi þið mcöur lifi fríðu um langan og hjartan æfi dag; og sólhýrri ástar buudin blíðu æ blessun guð veiti ykkar hag. Vel svo mun glæðast grefan mæra; þið gleðjið löngum hrelda sál; þar af stofnast- in æðsta »'ra, ei sem að blekkir nokkurt tál. SVEINN SÍMONSHON.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.