Heimskringla - 02.12.1893, Blaðsíða 1

Heimskringla - 02.12.1893, Blaðsíða 1
 VII. AR. WINNIPEG, MAN., 2. DESEMBER 1S93. FRETTIR. TOLLEMDkSKOÐUNIN í B^NDA- RÍKJUNUM. 27. f. m. varð heyrum kunnugt innihald toll-lagaírumvarps þess, sl-“m fjármálanafnd neðri þmgdeildar banda- þingsins hefir verið að undirbúa. Lft- ir því sem til hagar á bandaþinginu, þá þýðir nefndarfrumvarpið það, að þannig löguð lög í öllum aðalatriðum verða samþykt af þinginu. Auðvitað er nefndin klofin, samveldismenn í minni hluta í henni. En hitt er heldr enginn efi, að meiri hluti boggja þing- deilda fylgir nefndinni liiklaust að máli. Það yrði of langt mál að gefa liér ýtarlegt ágrip af frumvarpinu. En það iná geta þess, að eftir því sem inn var flutt af vörum til Band- aríkjanna 1892, þá hefði tollarnir af þeim varningi orðið framt að S'iO.OOO,- 000 minni, heldr en jieir urðu undir McKinley-lögunum. Það þýðir ?1.00 í vasa hvers mannsbarns í landinu. Eitt aðalatriði í þessu nýja frv. er það, að tollr er alveg af tokinn af ýmsum óunnum varningi, sem áðr hefir verið tollaðr allhátt; þannig verðr t. d. ull tollfrí; einnig garðávextir og aðrir ávextir, salt, egg og ýmis- leg fleiri matvara; og hefir það ekki smáræðis þýðing fyrir oss Canada- menn. Brauð-efni (mél, liveiti) er tollfrítt frá öllum þjóðum, nema þeim sem tolla samkynja vörur inn flutt- ar til þoirra frá Bandaríkjunum. Ullar-tollinn skal, samkv. frum- varpinu, af nema frá 1. Marz n. á. Óunnið timbr, tollfrítt, en smíðað tré 25pC. Lifandi peningr verðr tollaðr um 20 pr. ct. (í stað 30 pr. ct.). Á byggi var tollrinn 30 j>r. ct., og var svo hár, að það hitidraði ailan innflutning héðan fra Canada, enda þótt Canada-bygg sé talið langt um betra til ölgerðar. Nú er tollrinn færðr niðr í 20 pr. ct., en það verðr sem næst 10—12 cts. á bush., og með llmtn- ingsgjaldi svo lágu til Minneapolis og St. Paul héðan, sem það er nú, má ganga að því vísu, að rnenn neyðist ekki hér eftir tiTað selja bruggurum hér bygg sitt fjTÍi- 20 cts. busli. Óuuninn hör og hampr eru á frí- listanum, og hefir það þýðing fyrir Mennenítana hér í Manitóba og án efa bráðum fyrir miklu fleiri bændr hér. MEIRA AF FRÍ-LISTANUM. Eftir að framanritað var tekið saman, berst oss ýtarlegri skýrsla um tollfrumvarpið í The St. Paul “Globe.” Vér gizkum á, að lesend- um vorum hérmegin línunnar sé sér- leg forvitni á að heyra meira um vörur, sem verða toll-fríar (standa á frilistaaum). Skulum vér því nefna nokkrar fleiri vörutegundir af því tagi. Frá fyrsta degi næstkom. Marz- -mán. verða, meðal margra annara, þessar vörur ,tollfría.r : Svínslæri reykt og annað reykt svínaket, óreykt flesk og svínaket; nautaket, sauðaket, og alt ket niðrsoðið eða saltað eða á ann- an hátt varðveitt, það er eigi er sér- staklega öðruvísi ákveðið um í frumv. Bundinþráðr (binder twine), ef ekki fara yfir 600 fet í pundið. Dúnn. Nýr fiskr. Óunnin skinn. Svínafeiti. Alls konar akryrkju-verkfœri (plógar, harfar, sláttuvélar o. s. frv.). Sájia. Tólg. Ails konar óunninn bygginga- steinn, nema marmari. Allr íveru- fatnaðr og þvi likar persónulegar eign- ir ferðamanna, ef sannað þykir, eftir reglum, sem stjórnin þar um setr, að þær se ekki varningr til sölu œtlaðr. Ull. Timbr, höggvið og sagað, og talsvert margt af smíðuðum við. HVAÐ ALÞÝÐAN GRÆÐIR. Sérveldismenn sjálfir segja, að toll- telcjurnar, miðað við árið, 18;)2, munu lækka um $50,000,000. Samveldismenn segja þær læltki um sjálfsagt $60,- 000,000. En hvort heldr sem er, þá er Þe^si tala minstr hlutinn af þvi sem alþýða gra;ðir, því að auk þcss sem hun giæðir þetta á invfluttum varn- ingi, er óefað, að hitt mun nema margfalt meiru, sem varningr, tilbúinn í landinu sjálfu og þvj ótollaðr, lækk- ar 1 verði, til að geta haldið samkepni við innfluttan varning. I>ær Upphæðir eru óútreiknanlegar fyrir fram. OLAFR STEPHENSEN, læknib er fluttr í Nr. 164 Kate Str. (græna ^’Tasið), og er þar lieima að liitta kl. 10—12 árd. og kl. 1—6 síðd. — Eftir þanu tíma á Ross Str. Nr. 700. Um hegning fyrir vantrú. Það hefir verið sagt, að misskunn- samr guð sé mannsins mesta meist- araverk. Við eðlilega þroskun manns- ins frá lægra stigi hofir ímyndun hans smávaxið, eftir því sem ið leyndar- dómsfulla varð lionum skiljanlegra, og ímyndun hans verðr ævinnlega að vcra í sambandi við reynslu lians, cftirtekt og skoðun. En hvort sem þekking hans er mikil oða lítil, þá hefir það komið til af breytilegu og misjöfnu ásigkomulagi, er fram kcmr í röð náttúrlegra viðburða, er hlýða náttúrlegum lögum. Meðan maðrinn var í sínu vilta ástandi, áðr en hann fékk skilið eðli náttúrukraftanna, var það eðlilegt, að hann ímyndaði sér eldinn, vind og sjó sem verur, er brytust um af ein- hverjum ástæðum, sem hann fékk okki skilið í. Og þessar verur kallaði hann guði, og hann ímyndaði ser að þeir hefðu manns eðli og eiginlegleika, og gætu bæði glaðzt og reiðzt yfir mannsins hegðun, Og með því að hann vissi, að með gjöfum má sefa mannsins reiði, þá áleit hann að víst mundu fórnir af inu bezta, er liann hafði til, geta sefað guðanna reiði. Og ef svo vildi til að náttúru-öflin gerðu mönnum ekki skaða, þá var svo som sjálfsagt talið, að það væri ætíð þakkað fórnfæringunum. Eins var að sínu leyti þegar plágur og hallæri geisuðu yfir land og lýð, og jarðskjálftar eyddu heimilnm manna og logandi steinleðja frá gjósandi fjöll- um þakti akrlendin og fyrirfór öllum fénaði þeirra, þá álitu þeir að guð- irnir liefðu rciðzt, og að ckkcrt ncma mannablóð gæti sefað þeirra hörðu heift, því þeir höfðu séð þrumuna slá til bana börn þeirra, er ekki fórnfærðu guðunum. En svo vóru lika þakklætis-fórnfæringar, er vóru við hafðar þegar þeir fengu sigr yfir óvinum sínum, eða þegar þeim sjálf- um vegnaði vel. Þannig er það komið til, að bæði dýrum og mönnain hefir verið fórn- fært, og þannig or það komið til, að Hindúa-móðirin kastar barni sinu i ána Ganges. Eiimig má sjá í gamla- testamentinu að altari Jehóva eru þakin af blóði dýra; fórnfæringar vóru honum þakknæmilegar. I Dóm- aranna bók 11. kap. 30—31 vs. er þannig sagt frá, að Jefta hafi unnið drottni heit, að cf hann gæfi Ammóníta alveg í hans hendr, þá skyldi það, sem fyrst kæmi uiót honum (Jefta) út af dyrum hans húss, verða framborið drottni til brennifórnar. Og það bar til, að eftir að hann hafði unnið þá í sínar liendr, gekk hans (Jefta) einka- dóttir í móti honum ; og er sagt svo frá, að hann liafi gert við hana eins og hann hafði heitið. Biblíu-hugmvndin um endrlausn- ina er alveg sú sama; liún byrjar með falli mannsins, sem er aðal- grundvöllr orþodoxiunnar. Hugmjmdin er, að Jehóva hafi fyr- irboðið vorum fyrstu foreldrum að éta af skilnings trénu góðs og íls, en þau hafi brotið boðorðið og orðið sek við guð; en þá reiddist Jehóva (guð) svo mjög, að hann rak þau úr aldingarðinum. En svo hafi guðs sonr boðið sig fram sem sátta eða friðunarfórn, svo .að “hver sem ú hann tryði, ekki skyldi glatazt, heldr hafa eilíft lif.” Því að skilyrði fyrir himnariki hér eftir er að trúa á son- inn; en þeim, sem ekki trúa á son- inn, verðr vísað bart í eilífar, enda- lausar kvalir. Spurningin er uú, hversu réttlátt sýnist það, að veita eilífa sælu som verðlaun fyrir trú, og eilifar kvalir sem iðgjöld fyrir vantrúf Með öðrum orðum er spurningin sú, hvort nokkur maðr geti réttilega oröið krafinn á- bj'rgðar íjtít það, að kverri niðrstöðu hann kemst. Með enn öðrum orðum: er auðið að vera ráðvaudr eða óráð- vandr í því að mynda #koðun sínn? Ef gú kenning, að maðr uppskeri að eins eilífa glötun fyrir vantrú, er opinberun frá alvitrum og réttlátum guði, þá verðr spurt: hví gat ekki sú vern, sem þekkir öll sálarlögmál mannsins, hagað sinni opinberun í samræmi við þau, svo að alíir fengju trúað ? Þvi eftir kyrkju-kenningunni er vantrú versti glapr, en trú mesta dygð. En athugum nú annars, hvað vantrú í rauninni er, og hvað trú er. Er trúin ekki sannfœring, sem er afleið- ing af líkinda-rökum, sem fullnægja greind vorri? Ef svo er, hvernig getum vér þá trúað án þessara lík- inda-röksemda eða gagnstætt þeim ? En rök hafa rót sína i náttúrlegum atburðum, sem koma fyrir i rás til- verunnar og enginn fær breytt. Þeg- ar maðr lætr í ljósi sína skoðun, lætr hann það i ljósi, er hann álítr satt vera; því að ekki er auðið að segja, að sá maðr láti í ljósi sína skoðun, sem lætr í ljósi eitthvað það, sem hann voit að ekki er bygt á nokkrum atburði. En til er uppgerðar- skoðun, hræsnis-skoðun, en það er ekki mannsins rétta skoðun. Skoðun manns cr mynduð af rökum; hún er ásig- komulag hugans. En ef rök eru ónóg til að sannfæra, er aflciðingin efa- semd eða vantrú. Eigi ið gaghstæða sér stað, þá er afleiðingin fullvissa eða trú, En ef vcr nú segjum að maðrinn geti trúað eins og hann vill, að það sé í iians valdi hvort heldr að trúa oða ofa, iivers virði verða þá öll rök ? Hví skyldu menn þá vera að vega þau á metaskálum skynseminnar ? Ef vilj- inn getr breytt þeim eða gildi þeirra, þá er ekki að reiða síg ú sannanir. Þá getr auðvitað hver sem vill haft “rétta” skoðun; því sérliver vitleysa getr staðið sem gild, ef viljinn svo heimtar, ef slept er öllum röksemdum ; en röksemdum, sem raska má og breyta með viljanum, má eins vel al- veg sleppa, því að þær þýða vitan- lega ekki neitt. Nei, það er ekki auðið að vera ráðvandr né óráðvandr í að mynda sína skoðun; reynslan stendr alveg sjálfstæð og óháð vilja mannsins, sem horfir á og drcgr ályktanir sínar af henni. Það getr ekki útt sér stað, að nokkur geti réttilega boriö ábyrgð fjT- ir það, hverjar trúskoðanir hans verða fjTÍr ásigkomulag. hupans. Engum getr réttilega orðið hegnt eða umbunað fj'rir þau áhrif, sem hann fær ekki við ráðið. Þetta sýnir, að fyrirdæm- ingarkenningin er óréttvis, og að guð kristrana manna er órétllátr og mis- kummrlaus, þar sem hann hótar eilífri hegning fjrir vantrú, og skapar ótelj- andi miljónir manna, vitamdi að þeir munu eiliflega glatast. Þessi trú á slik&n guð hefir sín upptölt í þekking- arlfysi, lijátrú og hræðslu ; hún getr eigi verið “opinberun.” Fj-rirdæmingarkenningin er sú djöfullegasta grimd er hugsast getr. Ef sú kenning er sönn, þá eru milli- ónir af ástúðlegum, hreinum og göf- ugum sálum í ævarandi kvalastað, án nokkurrar cndrlausnar vonar. Því- lik kenning gerir liimnaríki óhugsan- legt; hún er vafin þeim eitrnöðrum, sem eitra hverja lífsins lind. Hún fýflir þetta líf með ógn og hræðslu, og ið komanda líf með kvöl. Sú kenning saurgar barnsins sál og mj-rð- ir móðurinnar von ; hún nærir grimd- arinnar tigrisdýr og kyndir bál of- sókna og pyndinga ; hún gerir það að dygð, sem eigi er dj'gð, og það að glæp, sem ’eigi er glæpr. Sú kenning blekkir alla fegrð þossa lífs og gerir þennan heim að ejmida stað, þar sem óteíjandi djöflar sveima um og tæla og ginna mannsins sál. Hún er það myrkrský, sem byrgir kverja vonar- stjörnu. Chicago, 111.. Nov. 13., 1993. M. C. B. SMÆLKI. A. “Eg hej-ri sagt, að Smith hafi farið vestr á Kyrrahafssbrönd til að vita, hvort sór batnaði ekki brjóst- veikin. Hefirðu frétt nokkuð af hon- um ?” B„ ",Tá, hann er orðinu góðr i lunguæum og nú er hann trúlofaðr þar og ætlar að halda brúðkaup sitt í nresta mánuði.” A. “Það má þá segja um hann, að hanii. fór vestr til að varðvcita lung- un, en glataði hjartanu.” “Eiim kemr öðrum meiri.” — Þrír nemendr við málaraskólann (Ecole des Beaux Ants) í Marseille vóru aaman inni á kafiihúsi. “Ég málaði hér um daginn furu- spítu eins og marmara,” sagði einn, “og gerði það svo náttúrloga, að hún sökk eins og steinn þegar óg fleygði henni í vatn.” “Betr gerði ég,” sagði þá annar; “ég málaði um daginn ísbreiðu við norðrheimskautið, og það svo náttúr- lega, að þegar ég hengdi hitamælinn minn upp á málverkið, þá féll hann undir eins niðr á 20 stiga frost.” “Beztr er ég þó,” sagði sá þriðji. “Ég málaöi í vor mynd af liertogan- um, og hún er svo náttúrlega lík, að það verðr að raka hana tvisvar í viku.” Frá íslandi. Ísafirði 1. Okt. 1893. -----Ekki er Skúla málið klárt enn, það er nú verið að grúska í þvi fyrir sunnan; þeir eru þar báðir Skúli og Lárus. Svo á Björn Stefánsson sýslumaðr að koma hingað um vetr- næturnar, að taka fj’rir 598 manns, er afþökkuðu Lárus fyrir sýslumann hór; svo það verðr liklega róstusamt í umdæminu í vetr. Fyrir löngu ætlaði læknirinn að reisa gamla prent- verkið á fætur aftr, en ekkert blað er enn komið; menn ímj'nda sór að eitthvað só í óstandi.----- Reynsla kennara. Bardagi gegn la gbippe og afleið- INGUM HENNAR. Skólastjóri'undirbúningsskólans í Clem- entsport N. S., segir frá hvern- ig hann losaðist við afleiðingar og eftirstöðvar þessa leiða sjúk- dóms. Gefur öðrum gott ráð. Tekið úr “Annapolis Sjiectator,” N. S. Við mörg tækifæri hefir blaðið Spectator hejTt um, hvað mikið gott Dr. ’Williams Pink Pills hafa til vegar komið um alt Annapolis héraðið, en lengi vel gaf það því engan gaum, þar það hélt það væri bara skrum að jafn lítill hlutr gæti gert svo mikið gott. Tilfolli eftir tilfelli var komið með, þar til við loksins álitum það brýna nauðsj’ii að rannsaka málið til þess að finna út, hvort nokkuð vrori satt í öllu því sem sagt var um Pink Pills. Þegar vér því hej-rðum getið um dæmafaa lækningu í Clementsport, var fréttariti þegar sendr til þessa j-ndislega þorps til að sjá og tala við mann þann sem lauk svo miklu lofsorði á meðal þetta. Mr. W. A. Marshall er ungr maðr vel þekktr um alt héraðið. Hann hefir kennara skóla í Maitland og efri Clem- ent og í síðastliðnum ágúst mánuði tók hanij við stjórn undirbúningsskólans i Clementsport. Mr. Mrrshall er maðr hreinskilinn og það sem hann segir um hvaða málefni sem er, er óhætt að rciða sigá. Mr. Marshall var spurð. af frétta- ritaranum, livort nokkuð væri satt í þeim sögum sem sagt var. að hann segði að Dr. Williams Pink Pills væri ágætis meðal. “Já,” sagði M>\ Marshall. “ég verð að hrósa öllu því sem gert hefir mér svo mikið gott og Pink Pills.” “Ég þjáðist,” sagði Mr. Marshall án aíláts frá þvi ég liafði la grippe fjTÍr nokkrum árum, af hræðilegum höfuðverk og bak- verk, og oft vóru kvalirnar svo miklar, að ég ekki vissi hvað ég átti að taka til hragðs. Mé>r batnaði ekkert eftir því tíminn leið, þó ég reyndi mörg mcðöl sem ábyrgst var að mundi bæta mér. Hér um bil fyrir níu mánuðum ásetti ég mér að reyna Dr. Williams Pink Pills, sva ég kej'pti einar öskjur i Annapolis Royal lvfjabúð. Þegar ég var búinn með fyrstu öskjurnar var mér ekki mik- ið fanð aó batna svo ég keypti mér aðr- ar. Þegar ég var búinn mcð þær var ég mikið batri og ég var staðráðinn í að brúka þrer þangað til mér væri batnað. Ég hef nú brúkað sjö eða átta öskjur og mér er gersamlega batnað og ég er eins hraustr eins og ég var áðr en ég veiktist og ég mæli sterklega með Pink Pills f jrrir alla sem líða af þess konar sjúk- dómi. Það er vist aö þessi vitnisburðr Mr. Marshalls er mikils virði í héraði eins og Annapolis. Hans mannorð inundi vera í hættu og allir sem lesa þetta geta verið vissir um að bann mundi ekki ábyrgjast neitt meðal nema hann samvizkusam- lega gæti gert það. Það sem gekk að Mr. Marshall gengr að mörgum öðrum. Það eru margir tugir sem líða af sama sjúkdómi og ekki vita hvað gera 'skal. Ef þeir fjdgdu ráði stjóra Clementsport skólans mundu þéir rej-na Pink Pills og það er engin efi um að þeim mundi batna. Dr. Williams Pink Pills eru blóð- eflandi og taugastyrkjandi, lækna ýmsa sjúkdóma svo sem gigt, nýrnaveiki, máttleysisdofa, locomotor ataxia, St. Vítus-dans, höfuðverk, taugaveiklum cg þarafleiðandi magnleysi, afleiðing- ar af la Grippe og nllskonar blóðsjúk- dóma, svo sem kirtlaveiki og útslátt o. s. frv. Pink Pills gera fölva menn og bleika rjóða og hraustlega og eru sérlega góðar við kvennsjukdómum, og á karlmönnum lækna þær gersam- lega öll tilfelli, er stafa af áhj-ggjum, ofrej-nslu eða hvers konar óhófi. Minnizt þess að Dr. Williams Pink Pills eru aldrei seldar lausar, nó heldr eftir tylfta eða liundraða tali, og hver sá kaupmaðr sem býðr yðr staðgöngulyf í þeirri mynd, er að svíkja j-ðr. • Dr. Williams Pink Pills fást hjá öllum lj-fsölum eöa með pósti beinj frá Dr. Williama Medicino Co., Brock- ville, Ont., eða Schenectadj-, N. Y., fjTir 50 cts. askjan, eða sex öskjur fyrir 82,50. Verðið er svo, að það er tiltölulega ódýrt að lækna sig með þeim í samanburði við önnur Ij-f eða aðrar lækninga aðíeröir. NR. 61. Kjorkaup I Karlmanna, Drengja og Barna Yfirhafnir, Alfatnadir, Skinnvara, Karlmanna hálsbúnadr, Stígvél, Skór o. s. frv. Fjörutíu og þrjú þúsund dollara virdi af bezta haust og' vetrar varningi verdr selt í WALSH’S MIIvLU FATASÖLUBÚD, 515 og 517 Main Str. Salan byrjar 2. Desember og' stendr y(ir í 30 daga. Yér höfum engan tíma til að gefa sundrliðaðan lista í þessari augl. j-fir verð það, sem þessar vörur verða látnar fara fjrir. En þess verðr nákvæmlega getið í verðlista vorum, sem út kemr innan fárra daga. En eitt er áreiðanlegt, vér seljum vörurnar allar við lægra verði en þér hafið noklcurn tíma hej-rt getið um. Hagnaðr. Til þess að allir geti haft gagn af þessari kjörkaupa-sölu, er verðið á vörunum sett svo lágt að engum sé ofvaxið að eignast þær. Voðalegt! Voðalegt! að sjá vörur fara fyrir annað eins kjörkaupaverð. Það er gjöf en ekk; sala. Þessu líkt farast oft öðrum klæCasölumönnum orð, er þeir minnast á Walsh’s miklu kjörkaupasölu. Og það er satt, vér gefum vörurnar í burtu, en eina huggun vor er, hve mikið selzt, og sjá búð vora troðfulla af kaupendum frá morgni til kvelds. Fyrir eitthvað. Fjtíi- eitthvað meinar, að vér látum vörurnar oftast fara fj-rir það sem boðið er. Þér ráðið sjálfir verðinu. A. T. Stewart. Þessi frægi New York kaupmaðr aflaði sér orðs og vinsælda með þvi, er hart var í ári, að selja vörur sínar fj-rir að eins lítinn hluta vanaverðs, til að hjílpa fátæklingum. Það er æfinlega regla vor að selja ódýrra eii aðrir. Og véi hikum oss ekki við að aclj^ vömrner oss að ábatalausu ; harðæri og jieningalej’si eins og nú er. Æfinlega. Skiftu æfinlega við þá sem liafa miklar birgðir. Vér keyptum f liaust afarmiklar fatnaðar birgðir. Verzlun vor er í sífeldri framför og þv; eigum vér svo hægt með að kaupa í einu stærri og betri birgðir en nokkrir af keppinautum vorum. Skiftavinir vorir geta því æfinlega reitt sig á, að hjá- oss fá þeir að minsta kosti fullvirði peninga sinna. Tækifæri. Þetta er, að voru áliti, ið bezta tækifæri sem almenningr hefir nokkrun fengið til að eignast haldgóð, falleg, vel sniðin föt, fj-rir lítið meira en hálfvirði. Hvað þeir segja. Það eru kaupmenn hér í bænum, sem kvarta undan því, að vér seljum of ódýrt. Hvað ætli þeir segja er þeir sjá inar lágu tölur á verðlista vorurn. En oss er sama, hvað þeir segja, svo lengi sem vér liöfum álit almennings með oss. Þökk. Vér þökkum innilega öllum skiftavinum vorum fyrir, hve drengilega þeir hafa stutt verzlun voru á þessu ári. Og til þess að halda uppi þeim orðróm, að vér seljum ódýrra en nokkur önnur fatnaðar verzlun í borgmni, lejfum vér oss nú að bjóða almenningi þau mestu kostaboð sem nokkurn tíma hafa þeklizt í Winnipeg. Vörurnar eru seldar við svo lágu verði að verkamenn, sem innvinna sér að eins 75 cts. á dag, geta sparað sér talsverð.i peninga með því að skifta við oss. Lesið verðlista vorn, og þé - munuð verða öldungis forviða á, hvað vörur vorar eru ódýrar. Því vilja allir kaupa hjá Walsh? Af því það leikur alment orð á þvi, að vörur séu þar ódýrri en nokkurs staðar annars staðar. Flýtið ykkur! Vörurnar scljast fljótt, svo bezt er að koma sem fj-rst. Ekkert lán. Alt er selt fjTÍr peninga út í hönd. Gjörið svo vel og biðjið ekki um lán. Ráðlegging. Komið svo snemma að morgni dags sem þið getið; þá er beztr tími til ap velja úr vörunum. Þér komizt þá hjá þrengslunum, sem æfinlega eru síðari hluta dags og á kveldin. FTandiðnamenn^ Verkamenn og Bændur! Lítið á j'ðar eígin hag í þessu harðæri og færið j-ðr í nyt tækifærið og kaupið þar sem þér fáið vörurnar ódýrastar. N. B. Kaupmenn utan af landinu og bæjar-prangarar eru sérstuk- lega boðnir og velkomnir á þessa kjörkaupasölu. Walsh’s mikla fatasolubud, fihoksale and Retail, 515 & 517 Main Stc., gegut City Hall.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.