Heimskringla - 03.03.1894, Blaðsíða 1

Heimskringla - 03.03.1894, Blaðsíða 1
VIII. AR. NR. 9 WINNIPEGr, MAN., 3. MARZ 1894. Islands-fréttir 17. Jan. FRETTIR. CANADA. . DALY’S VEIIK. 818 menn frá Bandaríkjunum toku Jandnámsrótt (homestead) í Manitoba og Norövestrfylkjunum 1893, en áriö sírðr (1892) að eíns 513. Þegar þess er gætt, að mikið af þessum mönnum eru fjðlskyldufeðr, þá er auðsætt að agent Ilaly’s sunnan línu hefir afkastað tals- verðu verki. McGkeevv oo Connolly, stjónarfjár-þjófarnir, hafa nú verið náðaðir og látnir lausir af Aberdeen landstjóra; cr það fyrir sakir heilsu- leysis þeirra. Vbrzlun Canada. Skýrslur umliðins árs nú út komn- ar. Verzlunar upphæðin 1893 alls .$247,691,078 (1892; $241,869,443). 1893 vóru út fluttar vörur fyr. $118,619,- 750 (1892: $118,963,875). Inn fl. vörur 1893: «129,074,268 (1892: $127,406,608). Innfl. tollr 1893: $21,101,711 (1892: $20,550,581). Útflutningr varnings til Bretlands hafði á árinu minkað um $900,000 frá því árið áðr (nam 1893: $64,080,493). 'Pil Bandar. útflutt 1893: $43,923,000 (1892: $38,988,027). innfl. vörur írá Bretl. 1893: S43,148,413 (1892: $41,348,425); frá Bandar. 1893: $58,221,- 000 (1892: $53,137,000). Þetta sýnir, live mjög viðskifti Canada við Banda- ríkin íara vaxandi. ó'iðskifti við Vestindíur fóru rénandi. RANDARlKIN. VáTEYÖGINO HÆKKAB. Vátrygginga-menn í Chieago hafa komið sér saman um að hækka gjald fyrir vátrygging gegn eldi um 25%, þegar um söluvarning er að ræða. Þetta er gert fyrir þá sök, að nú eru svo tíðir húsbrunar á verzlunar- liúsunl, að grunsamt þykir, að suin- um kaupmönnum hafi þótt hægra að selja eldinum vörur sínar og láta vá- tryggingarfélögin borga þær, en að liggja moð þær upp á von og óvon á þessum bágindatímum. FáTÆKRA-FOUSOUGUN í ClIICAGO iiefir kostað béejar-stjórnina mikið. Yfir $3,000,000 hefir þegar verið eytt til að fæða og hýsa atvinnulaust fólk þar; en nú er upp gengið alt fé, sem bæjarstjórnin hefir til urnráða í þessu skyni. Er nú talaö um að bærinn taki lán, tii að halda þessu fram. Kostnaðrinn við þetta er um $2500 um sólarhringinn, og verst, að jafn- un eru fæddir og hýstir meðfram nokkrir hraustir menn og verkfærir, sem nenna ekki að vinna, þótt vinnu sé að fá. SlLFBID í hverjum silfrdollar Bandaríkjanna er nú einmitt 50 cts. virði, hvorki meira né minna, eftir því sem silfr- verðið stendr nú-- 500,000,000 af þess- um dolluruin eru á gangi manna á meðal. Ebastus Wiman var laus látinn gegn $25000 veði þar til er mál hans kemr upp til dóms (líkl. í vor). Prendergast. sem myrti Harrison borgarstjóra í Chi- cago í haust, fær ekki nýja rannsókn ; 23. þ. in. (á langa frjádag) skal hann dingla í snörunni. H.KSTARtíTTAnnÓMARI. Eftir að ríkjafulltrúadeild banda- þingsins hafði neitað að staðfesta til- nefning Clovelands fyrst á Hornblower og síðan á Peckham, tilnefndi hann White þingmann í rikistulltrúadeild þingsins. J’á tilnefning staðfesti þing- ið. ÖNNUR LÖND. í Brasiliu hefir uppreistarmönnum verið að veita te betr nú að síðustu. Kosningar fóru þar fram á forseta þjóðveldisins, undir umsjá og tilbeining Peixoto-stjórnar- innar. Var Prudento Moreas kosinn forseti (eftirmaðr Peixotos), en Manoel Pereira varaforseti. I’au ríki og lands- hlutir, sem eru á valdi uppreistar- manna, tóku engan þátt í kjörinu. Á Englandi er það helzt til tíðinda, að almæli er nú að Gladstone sogi af sér ið allra bráð- asta. Er helzt talað um að Itoseberry iávarðr, núverandi utanríkismála ráð- gjafi, verði eftirmaðr hans sem stjórn- “arformaðr. íslands-póstrinn hefir auðsjáan- lega tvískifzt í þetta sinn í Skotlandi, þar sem nokkur hluti hans (“ísáfold” og fáein bréf) kom hingað 20. Febr., en 28. Fehr. komu hin blöðin íslensku (Fjallk., Þjóðólfr, Norðrljós, Kyrkjubl. úr Rvik, Stefnir af Akreyri og Grettir af ísaf.); þó kom enginn “Þjóðvilji” til vor og enginn “ísl. Good Templar,” og munu þó bæði þau bl. lialda áfram að koma út, og eru bæði í tölu skiftiblaða vorra. En “Þjóðviljinn” hefir ekki til vor komið siðan í vor* *. “Sefnir” 16. Des. f. á segir: HalUhroða rak hér inn á fjörð um síðustu mánaðamót, en litiil ís ætla menn sé úti fyrir enn. Tíðarfar að undanförnu hart, nær sífeldar hríðar og óstillingar og oft mikið frost. 30. Desbr. segir bl. Sama óstillingin helzt alt af stöð- ugt. Tæpri viku fyr. jól gerði ofr- lítinn blota, tók fyrir alla jörð; síðan rak niðr stórfenni og gerði verstu færð. Síðan oftast til skiftis þíður og rigningar eða frost og fjúk. “Grf.ttir”—af honum komu þrjú blöð : Nr. 2, 3 og 4—er ekkert annað en persónulegt þref mótstöðumanna Skúla Thoroddsens, auglýsingarog einn dálkr af innl. fréttum. Ekki eitt orð um al- menn mál eru i hlaðinu, sem virðist vera eingöngu persónulegt mólgagn einstakra Tangabúa.—Flest af fréttun- um í þessum eina dálki, hefir llkr. þeg- ar áðr fært. Að eins munum vór ekki til, að vér höfum áðr getið þess. að gam- all maðr Pétr Guðmundsson á áttræðis- aldri(frá Höfða í Dýrafirði) varð bráð- kvaddr milli bæja 30. Nóv. f. á. Eftir Þjóðólfi. Revkjavík, 12. Jan. 1894. Björn ótafsson augnalæknir er nú setzti að hér í hænum samkvæmt fjár- veitingu síðasta alþingis. Hefir hann marga gert heilskygna, er áðr voru al- blindir, þar á meðal konu Finns bónda 4 Kjörseyri, er minzt hefir verið á í blöð- unum, og séra Jónas Guðmundsson á Skarði, og nú síðast 4 menn í sumar, þar á meðal sjötupa kerlingu úr Mela- sveit, er þar var á hrepp, en hætti óðar að þiggja sveitarstyrk, er liún fókk sjónina. 19. Jan. Blaðið “Stefnir” á Akreyri kvað eiga að skifta um ritstjóra á þessu nýbyrjaða ári. Hafa aðalstofnendr blaðsins, Klemens sý.slumaðr Jónsson og Stefán Stefánsson kennari á Möðru- völlum gengið úr skaftinu og afsalað sór forstöðu þess, en sóra Matth. Jochumsson hefir aftr á móti tekið hana að sér og mun ciga að vorða ritstjóri. Isfirzku málin. Það gengr alt í sama stappinu sem fyr þar vestra og harðnar heldr á hnútunum eftir því sein fram í sækir. 23. Des. f. á. var kveðinn upp héraðsdómr í máli því, er Lárus Bjarnason settr sýslumaðr höfðaði gegn þremr hændum í Eyr- arhreppi út af “ísfirzku kærunum” og var málinu vísað fvá réttinum sakir formgalla af Lárusar hálfu, en hinum stefndu (Guðm. Sveinssyni og Páli Halidórssyni í Hnífsdal og Guðm. Oddsyni á Hafrafefli) do-mdar 50 kr. af almannafé fyrir óþarfa ómök i málinu. 2. Febr. Slysför. 15. f. m. drukknaði Olafr Pálsson umboðsmaðr á Höfðabrekku í ós nokkrum eða “útfalli” nálægt sjó á Mýrdalssandi. Hafði hann verið að nða á rekafjöru að því er mælt er. Hann var fæddr í Hörgárdal 1830 og voru foreldrar hans Páll prófastr Páls- son og fyrri hona hans Matthildr Teits- dóttir. Landsj/drréttardómr í “Faxamálinu” svo nofnda, er Sigfús Eymundsson höfðaði gegn Sigurði kaupmanni Jóns- syni, var kveðinn !upp 29. f. m. Var undirrét tardómrinn staðfestr þannig, að Sigurðr kaupmaðr á að greiða Sig- fúsi Eymundssyni 2536 kr. 47 a. með 5% vöxtum frá sáttakærudegi til borgunar- dags. Eftir Fjallkonunni. ReykJAVÍK, 21. Des. 1893. "Geysir” og “Strokkr” eru nú að sögn seldir írskuin manni, Mr. Craig i Belfast, fyrir sama verð (3000 kr.) og boðið var á þingi i sumar. Fylg- ir þar með 500 ferhyrningsfaðmar af grassverði, auk sandanna kringum hverana, og ennfremr hústæði. 28. Des, 1893. 16. des. lézt hér í hænum Jóhann Guðmundsson frá Hól, kvæntr maðr, sonr Guðmundar bæjarfulltrúa Þórðar- sonar. *) Eftii að þetta var rftað, kom “Þjóðv.” og “ísl. G. T.” Barn, sem ekki á að skíra. Bóndi í Þingeyjarsýslu, sem eignaðist son í sumar, hefir tilkynt sóknarpresti sín- um, að hann ætlaði ekki að láta skíra piltinn, en nefndi hann Arnór. Hefir prestr að sögn kvartað um þetta við byskup, en h'kloga verðr orfitt að þröngva bóndanum til að láta son sinn “geifla” á skírnarvatninu. Nýjar pródikanir, 30 að tölu, eftir séra Pál sál. Sigurðsson, er síðast var prestr í Gaulverjabæ, ætlar inn ötuli bókaútgefandi, Sigurðr Kristjánsson í Reykjavík að gefa út bráðum. Séra Páll var orðlagðr kennimaðr, og er þetta að sögn úrval úr ræðum hans. Má þvígangaað því vísu, að margir muni taka bókinni feginshendi, og að hún verði alþýðu einhver in kærasta húslestrabók. Oimneteinn Byjóltxson, Islendingr í Ameríku, er að gefa liér út skáldsögu eftir sjálfan sig, sem fer fram í Ame- ríku. Pöntanarfélag Skagfirðinga eékk full 14000 kr. í peningum með síðasta pósti. Meðalverð sauða í félaginu mun hafa verið nálægt 12 kr. 70 a. Þetta pönt- unarfélag mun nú vera skuldlaust. Tiðarfar. Frain að jólum hefir víða um land verið óstöðng tíð, og allvíða orðið haglaust, en úr því hafa verið hlúkur og bezta veðr hvervetna sem til hefir spurzt. Hér sunnanlands er snjó- laust, stilt veðr og logn síðustu daga með litlu frosti. Aflabrögð hafa verið mjög lítil nú um nokkurn tíma, enda sffeldar ógæft- ;r. Nti að vtndanförnu hafa nokkrir menn héöan leitað eftir fiski i Garðsjó og orðið vel varir, en afli er þó mjög tregr, þetta um 70—100 í hlut í 3—4 róðrum af þyrsklingi, stútungi og ýsu, en lítið af þorski. Slcaftafellssýslu (Mýrdal) í desemb.: “Haustið var hér fremr gott, þur- veðrasamt og fremr spakt, svo gaf á sjó um vetrnætrnar, og var eitthvaö róið vikutima, og fiskaðist milli 70 og 80 við Jökulsáaf fullorðnum þorski. En síðan á jólaföstu hafa altaf verið sífeldir umhleypingar og harðindi, svo öllu sauðfó hefir verið gefið. Ekki hefir orð- ið vart að nokkrum mun við bráða- pestina í haust, / 24. Jau. Dáinn fyrir skömmu Tómás Egg- ertsson á Ingjaldshóli i Snæfellsnes- nessýslu, einn af merkari bændum þar vestra. 31. Jan. Tiðt'.rfar hefir nú um tíma verið kalt og stormasa.mt, stundum alt að 15 gr. frost á C. Schierberk landltvknir ætlar alfari héðan af landi í sumar kemr í Júlí- mánuði. Tlior Jenseu verzlunarstjóri í Borg- arnesi hefir keypt verzlunarhús þau, er Snæhjörn kaupmaðr Þorvaldsson á Akranesi átti, og ætlar að byrja þar verzlun í vor. DAinn 25. Nóv. f. á., eftir tveggja daga legu í lungnabólgu Einar Einarsson bóndi á Garðsaukahjáleigu í Hvolhreppi, tæplega fimtugr að aldri, maðr vel látinn og einn með efnaðri bændum í þeirri sveit. Nýdáinn er Sigurðr Jónsson, sonr Jóns bónda Breiðfjörð á Brunnastöð- um, efnilegr piltr, rúmlega tvítugr. Eftir Ísafold. Reyrjavík, 27. Jan 1894. Suðrmúlasýslu 17. Nóv. Veðrdtta hefir verið mjög óstöðug f haust. Stundum logn og blíðviðri, og stund- um einhver in mestu rokviðri, sem gamlir menn muna. Hafa margir hér niðri í fjörðunum beðið talsvorðan skaða í rokviðrum þessum, einkum þó í rokinu nóttina milli 23. og 24. Okt. Meðal annars fuku þá nótt og brotnuðu í spón 8 bátar í Reyðarfirði. Iiús fuku þar og skemdust meira eða minna. Á Sómastöðum t. d. fauk þakið af tveimr heyhlöðum og hey. sem sagt er að muni nema 25—30 hestum. Síldveiðin var þá byrjuð í Reyðarfirði, og stóðu þar margar nætr fullar af síld, en í veðrinu sleit þær upp, svo síldin mistist (á að gizka 7—8000 tunnur), en nætrnar skemdust meira eða minna. Ein nót- in hvarf með öllu því er henni fylgdi, og er það eigi lítið tjón. Þá nót átti konsúll C. D. Tulinius á Eski- firði. Annars hefir síldveiðin gengið vel í haust. “Vaagen” er búin að fara með einn síldarfarm, og “Jæderen” er hér nú 2. sinn eftir síld, og von á fleiri skipum. Þegar “Austri” augiýsir stöðugar ferðir milli höfuðstaðarins (!) Seyðis- fjarðar og útlanda í vetr, forðast hann að geta þess, að það er ein- göngu sfldveiðunum í Reyðarfirði og Eskifirði að þakka nú, eins og að undanförnu, að vetrarferðir þessar eiga sér stað. Skipin koma ekki upp til annars on að sækja síld til Rcyð- arfjarðar. “Höfuðstaðrinn” nýtr svo góðs af þessum ferðum um leið. Skonnertan "Matfridf eign Duus- verzlunarinnar í Keflavík, kom ti' Eskifjaröar í Okt. með tunnur og salt til Tulinius. Hanu rak á land aðfaranótt 24 Okt.; náðist hún þá út aftr, og var sett á land á öðrum stað, svo hægt væri að rannsaka, hvort hún væri sjófær. En svo kom einn veðrsviprinn og keyrði hana svo hátt, að enn hefir eigi tekizt að ná henni lit. Á barnaskólann á Eskifirði ganga nú yfir 20 börn. I sveitinni kenna 2 umgangskennarar oins og í fyrra. ' 3. Fehr. Konungleg auglýsing. Stjórnarskrár- ávarpi neðri doildar í sumar er svarað svo í konunglegri auglýsingu 15. Des. f. á.: “Vér metum mjög mikils hollustu þá við Oss, er ávarp þetta ber svo hlýjan vott um, og er það einnig Oss gleðiefni, að líta yfir árangrinn af samvinnu alþingis og stjórnar Vorrar um liðin ár. En gagnvart slíku stjórn- arskrárfrumvarpi og þvi, er nú hofir samþvkt verið, sjáum Vér Oss eigi fært að breyta þeirri stcfnu, er Vér höfum ávalt fylgt í þessu máli og Vór gerðum síðast grein fyrir í auglýsingu Vorri til íslendinga, dagsettri 2. Nóv. 1885, þá er um lagafrumvarp var að ræða, er fer mun skemra en )x:tta frumvaT]), í þá átt, að skilja ísland frá ríkisheildinni. Af þeim sömu ástæðum sem þar eru teknar fram, verðr þess heldr ekki vænzt, aö þetta frumvarp öðlist staðfestingu Vora, enda þótt það kunni og að verða samþykt af inu ný- komna alþingi, er Vér höfum stefnt til fundar næsta sumar með opnu bréfi Voru, dagsettu í dag. Þetta höfum Vér viljað gera Vor- um kæru og trúu þegnum á íslandi kunnugt nú þegar, til þess að enginn láti leiðast af vonum í þessu málh sem egi munu geta rætzt, og til þess að gera með því það, sem í Voru valdi stendr til þess, að ulþingi verði svo skipað eftir kosningar þær, er í liönd fara, að það, í stað þess .vð eyða til einskis kröftum landsins í tilraunir til liess, að koma fram stjórnarski])unai- breyting, sem eigi verðr samrýmdein- ing ríl isins, kosti lieldr kapps um, nð halda fram upptekunm störfum að heill og framförum íslands með því stjórn- arskipunarlagi, sem er, og reynzt hefir svo viðunandi, að því má hlíta til fulls í þær þarfir, og að þessu heitum Vér enn að styðja af alhuga. Aukaþing. Með konungsbréfi 15. Des. f. á. er alþingi boðað til aukafund- arl.Ágúst 1894 oger svo ákveðið að það megi eigi eiga setu lengr en mánuð. FRÁ LÖNDUM. Seamo P, O. 13. FEBR. 1394. Hr. ritstjóri. Fréttir eru engar, hér gengr alt sinn vaualega rólega gang; kvef heíir gengið hér undanfarandi tima og lagzt mjög þungt á fólk. Ein kona hefir dá- ið, Kristjana kona Guðmundar Pótrs- sonar ; þau áttu 3 börn á lífi, öll ung. \ ér höfum verið að basla við að fá póst- liús hingað í bygðina og er nú komið svo langt með það mál, að búið er að veita það. Nafn þess er Otto og er T. hN. Snædal útnefndr póst.meistari. RÖDD FRÁ SEATTLE, WASH. Lesendr blaðanna fá eigi of-þreytu í augun af að lesa fréttir héðan. Aldrei verðr hér vart við neitt lífsmark siðan vér lásum ina ágætu ferðasögu Eggerts Jóhannssonar í Hkr., sem bar eins af ferðasögu Frímanns í Lögb. eins og sólin ber af inum dimmu hnöttum. Það verðr eigi heldr sagt, að héðan só gott að frétta, nema hvað harðindi eru hér margfalt minni, en í Manitoba o. v. Hér hefir hvorki snjór né frost komið, svo teljandi sé, á þessum vetri, en miklar rigningar hafa verið hór síðan snemma í Sept. .f. á., þar til nú seinni partJanúar hefir lítið rignt. Naum- ast verðr sagt aðloftslagsé að þvf skapi hollt sem það er hörkulítið, því alloft ganga talsverð veikindi í bænum. At- vinna og afkoma almennings verðr eigi annað sagt en að só í eymdarásigkomu- lagi; vinna lítil og henni ifia úthlutað. Verkgefendr vikna eigi hót við neyð alþýðunnar ; eru bæði lægnir og ástund- unarsamir með að liafa sjálfir mestan haginn. Hvergi þar, sem ég hefi áðr verið, hefi ég þekt lífið jafn-varúðar- vert og hér. Snörur heimsins liggja hvervetna liuldar, eða í skrúð færðar, á vegi manna. Þjófnaðr og ýmsar grip- deildir heyrast nær því á hverjum degi ; manndráp eru eigi mjög tíð, en eiga sér þó fullkomlega stað. Ég hefi ekki getað á mér setið með að raða saman eftirfylgjandi einföldum og óskáldlegum hendingum: Hvar sem ég um lieiininn fer, hrestur jafnt og angri sleginn, hættan steðjar móti mér, mér sem bannar liappaveginn. Ég þvi mæddur, lasinn, lúinn, löngum hittist óviðbúinn. Flærðin heims er hættuleg, hún mér bruggar eitur-safa. Oft er þýtt á versta veg verkin mín og hvað ég skrafa ; þó ég ekki misjafnt meini, máské fæ óg högg af steini. Auðs er valdið virða kross, varla fæst á slíku hótin ; hörku beitt við auma oss, áþján líður megin-sjótin. Auðkýfingar atti beita, einstæðingi hjálp um neita. Vinnulýðsins kjörin köld kalla hefnd á yfirboða ; harðúð þeirra hundraðföld hinna rétt vill fótum troða ; sinn þeir krókinn sjálfir maka, sinn í vasann gullið taka. Annar flokkur er liér þó áöurnefndum lieldur verri, leggur hann um land og sjó leiðangur á nóttu hverri, rænir bæði ríka og snauða, reyndar færir sumum dauöa. Má þó finna merka drótt meðal stóru spillvirkjanna, heiðrar gott, en hatar ljótt, heftir mæðu aumingjanna ; _ slíkar gjörðir gott ávinna, gagnstætt því sem verkin hvinna. En ef ég ætti í ljóöum að lýsa breytni u.anna í bæ þessum, þá yrði það allvænt ljóðakver. Ekki verðr heldr sagt, að mikið fjör sé í inu andlega lífi hjá oss löndum; því vór erum offátækir til að sækja hér- lendar kyrkjur, því útföl eru centin, þegar í þær er komið. Ekki heldr dettr löndum í hug að fá mig vígðann til prests handa sór. Hvi skyldi þó ekki ó g, eins og aðrir lítt mentaðir drongir, geta “á annara strokkuðu áum uppalið volaða guðs kálfa hjörð” ? Ekki fréttist heldr cnn til varaforsetans vestr að hafi, til að leiða ina viltu á réttan veg, enda erum vér í vafa um, hver viltastr er, síðan vér lásum um fundargjörninginn á Hallson 15. Nóv. þ. á., en eitt er þó víst, að lijá sóra Friðriki er farið að slettast upp á lút- erskuna. Þá náði hann eigi til Pétrs byskups og eigi til safnaðarins i Selkirk, en því óþyrmilegar þrífr hann þá í lurginn á kyrkjufélaginu, sem hann þykist þó hafa stutt af öllum mætti, jafnframt aðalforseta þess, sem hanil gerði nú fornspurðann að sínum prest- legu tilþrifum. Reyndar veit ‘ég sjálfr ekki, hve mikils farið er á mis viðvíkjandi lút- erskunni. Ég hefi lesið það í Alþýðu- bókinni og viðar, að Rússar sé lang- flestir hundheiðnir. En ég hefi líka gert mér það að reglu, að spyrja alla Rússa, serti ég hefináð tali við í Vestrheimi, um átrúnað (religion) þeirra, en þeir hafa allir undantekningarlaust svarað: “við erum lúterskir” 1) Ef ég nú léti mig þetta nokkru slcifta, þá þættist ég neyddr til að hugsa, að það só nálcga ið sama að vera lúterskrar trúar, eins og að vera hundheiðinn. En Samein- ingin, 4. árg. 2. nr., kennir ólíkt þessu —sem náttúrlogt er. Flestu' landar hér lesa bæði Hkr. og Lögb., og flestir líklega horga þau refjalaust, því það sjá allir—sem sjá vilja, að blaðamenn þurfa að fá sitt, ekki síðr en aðrir. 2) Vér teljum það kost aðnú um tíma hafa þau haft minni hnippingar hvort til annars en átt hefir sér stað áðr. Seinkar aftasta stykkinn af Dagsbrún, þvi ekki er Des. nr. til vor komið, en nú er þó 5. Febr. 1894. M. E. 1) Það munu margir vera lúterskir af þeim Rússum, er hingað flytja. Ann- ars eru flestir Rússar grísk-kaþólskir. * Ritstj. 2) Vér höfum 19 kaupendr í Seattle, af þeim hafa 3 borgað þetta yfirstandi ár ; 9 hafa borgað fram til síðustu árs- loka ; 1 hefir borgað fram að 1. Mai 93 ; fjórir til ársloka ’9'2 ; 1 til 1. Júlí ’92; einn að eins til ársloka 1891. Ritstj!' ©thE) (gdDCnl Þeir reykja ekkert annað, svo lengi sem þeir geta fengið Old Chum, þó aldrei nema þcir séu neyddir til að snýkja það eða lána, því það er ekkcrt tóbak sem framleiðir jafn kaldan og smckk- góðan reyk. — I>. Kitoliic & Co., Manufacturers, Montreal. WALSH’S MIKLA FATA-HÚ8. Stærsta fata og búnings sraá-sölu stofnun í Manitoba og Norðvestr-fylkjunura. Fullvirdipeninga ydareda peningana aftr. Er þetta komið alveg á ? Já, vitaskuld er það komið á og gengr bæði fljótt og vel. Hvað kc & ? Januar-útsalan okkar. Aldrey hefir fyrr heyrzt, og heyrist væntan aldrei framar, að svona lágt verð hafi orðið að setja á vörur til að mæta e spurn eflir lágu verði fyrir almennileg föt. Vér höfum sett alla hluti nið von og viti, til að losna við þá. $1,50 húfa fyrir 75cts.; $2 glófar eða v< ingar fyrir $1 ; $1,50 skyrta fyrir 90cts.; 50cts. iiálsbyndi fyrir 20cts.; allir alfatnaðirnir fyrir $7,50; allir $15 fatnaðirnir fyrir $10 og svo framvegis j um alla búðina. Salan gengr streymandi í drengja og barna fata deild ekki síðr en í karlmannsfata-deildinni. Hvern einasta hlut í vorri stóru má kaupa nú ódýrra heldr en fyrir viku, og ódýrra en það fæst nok sinni framar. Faeinar loðkápur ur aströlskum hjarnarfeldum eru eftir; nú fyrir $12,50. Walsh’s Mikia fataso/ubud, Wholesalc and Reiail, 515 & 517 fflain Sír., gogut City Hall.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.