Heimskringla - 17.03.1894, Blaðsíða 1

Heimskringla - 17.03.1894, Blaðsíða 1
vni. ár. WINNIPEG, MAN., 17. MARZ 1894. NR. 11. Ég leit þig gráta. (Eftir Byro.n). Ég leifc þig gráta’; ið gullna tár Nam glitra’ í auga blá; Það var sem daggar dropi smár Að dytti’ af fjólu þá. Ég leit þig hlæja’ og birtu brá Inn bjarti saffírs-steinn Því þinum lífsins ljóma má Ei líkast hlutur neinn. Sem liti fagra skýið skært Af skini sólar fær, Er varla getur burtu bært In bleika gríinu-mær, Svo skína bros þin skær og hrein Um skýjað liugarfar Og birtu slá um græna grein, Sem grátin áður var. D. P. FRÉTTIR. DAGBÓK. Laugard., 10. Marz: — Brezkir skipstjórar á höfninni í Rio Janeiro kvarta um, að þeir njóti eigi nægrar verndar af enskum lierskip- um gegn ágangi uppreistarmanna þar. — Tollarar Bandarikja bafa gert upptækt talsvortaf ópíum, sem verið var ■að lauma ótolluðu inn yfir landamærin. Kínverji, sem hafði ópíumið í vörzlum, Var tekinn fastr. —Menn búast við að is leysi af St. Uawence fljótinu hálfum mánuði fyrri * ár, en vant er ; sömuleiðis af vötn- unum. — Oladstone er mikið i aftrbata. Drotningin reit honum bréf með eig- ínni hendi og konu hans annaið. Altalað að Cleveland ætSi að neita Bland-lögunum staðfestingar, ef frum- varpið sleppr gegn um efri málstofu. —Það á að reisa nýtt hús í sumar fyrir V> toiei-ialinUskólahn hér í Wpg. Súsið á að verða úr C'algary-sand- steini. —Það er verið að stækka sprtalann í St. Boniface að miklum mun. Bismarck gamli er víð beztu heilsu nú. —H. B. Ives, bankastjóri og milli- óna-eigandi í Connecticut, áttræör að akiri, varð bandvitlaus í gær. Til lítils kemr honum auðrinn. á þeirri skriístofu) fengi embættið, sem hann aiia daga átti skilið, en það varð ekki. —Tuttugu og átta skip hafa verið yfirgefin af skipshöfnum sínum i At- lantshafi síðustu S mánuði. —Mprcier, fjTverandi stjórnarfor- seti i Quebec, hólt mikla ræðu í Mont- real á laugardaginn og sagöi, að ef ka- þólskir menn fengju ekki að njóta lög- heimilaðs réttar sins í skólamálum í Canada, þá mætti búast við uppreisn af hendi Frakka hér í landi, og kvaðst hann fús að slást i þann leik. —Suðaustr-járnbrautarfélagið nefn- ist félag, sem vill leggja járnbraut austr um suðaustrhlut Manitoba til einhvers staðar við Lake of the Woods, og er tilgangrinn að það mætti lengja hana ásíðan til Lake Superior, og yrði hún þá keppibraut C. P. R. félagsins. Forgöngumenn félagsins (sem reyndar er í myndun enn) fóru fram á styrk frá fylkisstjórninni. Greenway ætlaði að hugleiða málið eftir þing. Hefir nú gert það, og neitaC um styrkinn.—Auð- vitað: hann fer ekki að styrkja sam- kepni við C. P. R. 'félagið, sem sér honum fyrir atkvæðum við kosningar. Þridjudag, 18. Marz. —Enska parlimentið sett á ný i gær. Roseberry lávarðr lýsti yfir þvi, að stefna frjálslynda flokksins yrði ó- breytt in sama sem verið hefði undir stjórn Gladstone’s. —Sagasta hefir myndað nýtt ráða- neyti á Spáni. —Uppreistin í Brazilíu virðist vera á enda. Da Gama aðmíráll, annar for- ingi uppreistarmanna, leitaði sér hæhs á herskipi |Portugalsmanna. Þaðan sendi hann Peixoto forseta orð, bauð að gefa upp öll vígi og herskip, sem eru i höndum uppreistarmanna, með þvi skilyrði, að Da Gama og foringjunum i hans liði sé leyft að fara úr iandi undir skjóh og vernd Portugalsmanna, en hermönnum^öllum sé griðgeíin og friðr. Hvar De Mello er sem stendr, vita menn ekki. Marz. —I Australíu er svo hart um meðal atvinnulausra manna, að margir taka sjálfa sig af lífi; aðrir ræna, stela eða vinna aðra glæpi til bjargar sér. Fimtudag, 15 Marz, —Sambandsþingið í Ottawa var sett í dag kl. 3 siðd. Klukkustund síð- ar flutti The Daily Nor'-Weeter þing- setningarræðu landstjóra orðrétta. Hann mintist þess, að vonir fyrirrenn- ara síns hefðu ræzt um það, að verzlun Canada hefði meiri orðið á umliðnu ári en nokkru sinni fyrri. Það væri á- nægjuefni að land vort hefði að miklu leyti sloppið hjá þeim viðskiftahfs-hörm- ungum, sem nábúar vorir að sunnan hefðu átt við að stríða. Tekjur ársins hefðu hrokkið vel fyrir útgjöldum. Mintist með ánægju á gerðina í ágrein- ingsmáli Canada og Bandaríkjanna út af Bærings-hafs málinu. Kvað mega treysta því, að þcir hérlendir menn, sem tjón hefðu bcðið við ólögmætar að- farir Bandaríkjastjórnarinnar út af þvi tilefni, fengju fullar skaðabætr. Kvað bráðlega verða lagt fjrir þingið frum- varp til endrskoðunar á toll-lögunum; í því yrði farið fram á þann létti í toll- álögum, sem staðizt gæti með álögu- frumreglu stjórnarinnar og þörfum landssjóðs. Af öðrum frumvörpum, er fram yrðu lögð, mintist hann á frum- varp til endrskoðaðra gjaldþrota-laga, frv. til styrkveitinga til betri gufuskipa- samgöngu á Atlantshafi og Kyrrahafi, frumvörp um hlutafélags-lög, um fiski- veiðár o. s. frv. í dag fara kosningar fram til þings í Nova Scotia. —Peixoto hefir neitað skilyrðum Da Gama’s og heimtar skilyrðislausa uppgjöf. Da Gama flýði frá mönnum sínum yfir á portugískt horskip. Fer tvennum sögum um, hvort hann sé þar enn eða sé flúinn úr landi. Mello að- miráll hefir sézt á strætunum í Mon- tevideo, höfuðborginni í Uruguay. Þeir yfirforingjarnir liafa þannig báðir flúið frá mönnum sínum við lítinn orðstír. Peixoto kveðst mnnu náða alla óbreytta hermenn í liði uppreistarmanna, en láta herdóm dæma alla foringja. Verða Þeir auðvitað allir skotnir eftir því. — í Havaii er mjög ókyrt; búizt við uppreisn af hálfu drottningar-sinna, og hefir bráðabirgðarstjórnin við orð að set ja herlög um land alt. Samveldismonn hafa orðið ofan á í sveitastjórnakosningum í Minnesota. Múnudaginn 12. Marz : —Dómsúrskurðr féll í fyrrakveld í alsetnum rétti (“full court”) i máliil’u um kosning Adams þingmanns frá Brandon. Verjandi vildi fá frávísað kærunni af því, að kjósendr þeir, sem kierðu, hefði vantað á kjörskrá þá, sem hagnýtt var við kosninguna. En sækj- endr héldu því fram, að nöfn sin hefðu skaðið á kjörskrá þeirri, er dómarinn hafði staðfest á undan kosning, og ættu Þeir ekki að gjalda þess, að nöfnum sin- 'un hefði siðar verið slept af skránni, enda hefðu þeir unnið eið að kosningar- rétti sínuin á kjördaginn og greitt at- hvftdi. Réttrinn skar svo úr (tveir móti einurn), að kærunni skyldi ekkí frá vísa. —Kossuth, in ungverska frelsis- hetja, er nú mjög þrotinn að heilsu og *er dag-hnignandi. " James Penrose er útnefndr Li- cence Inspector (umsjónarmaðr vínveit- mgaleyfa) í stað Mr. Clarks. Margir hofðu búizt við að Mr. Andrés Freeman (Islendingr, sem iengj }legr Verið ritari VElj'f HÆSTU VERÐLAUN a HEIMSSÝNINGUNN ■ CREAMH BUONfi mmm IÐ BEZT TILBÚNA. Oblönduð vinberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða Önnur óholl efni. 40 ára reynzlu. MmviKUDAG, 14. Ekki við öðru að búast eftir atferli bandaþingsins. —Lávarðr og lafði Aberdeen ætla að ferðast hér vestr um land í sumar. Föstudags-morgun, 16. Marz. —Bland-lögin vóru samþykt óbreytt í efrideild bandaþingsins í Washington í gær með 44 gegn 31 atkv. —Hveiti-uppskeran í Argentina í vor hefir verið in næst-stærsta sem nokkru sinni hefir átt sér stað. —Kossuth er dauðvona. —Þingið i New Brunswick var sett í gær. —Kviðdómsmenn í máli Chamber- lains (sem greiddi hér í Wpg. atkv. und- ir fölskum nöfnum í haust) gátu eigi orðið á eitt sáttir. Nýr kviðr verðr þegar skipaðr. frA löndum. TINDASTÓLL, ALTA. 2. MARZ. Herra ritstórij. — Þótt héðan sé hvorki mikið né markvert að frétta, þá held ég samt að ég verði að draga saman í eina heild ið helzta, sem við hefir borið, er að ein- hverju leyti snertir íslendinga. I Ileilevfar fólks og fénaðar í bezta lagi: lengir legið rúmfastir né dáið þennan vetr, en 2 börn fæðzt. I’íðarfar hefir verið i8 inndælasta ; fyrirfarandi daga þíður, svo sleðafæri er á förum og má heita öríst, enda flestir gripir hættir að þiggja hey þegar blíðviðrið er. í dag er vestan stórhríð og kuldi. Félag hefir myndazt f Innisfail í vetr, sem er að fá löggilding þessa dag- ana, með $10 000 höfuðstól í hlutabréf- um, hvert á $10. Stefna og áform þess er, að búa til smér og osta fyrir bændr og koma því á markaðina. Félagþetta er samvinnufélag (cooperative) bænda. Aðalstöð þess er InnisfaiL En nú eru deildirnar orðnar 4, þar á meðal eru ís- lendingar í þessari bygð ein deild. En til þess að fá inngöngu i félagið, þurft- um við að leggja fram 80 hluti og þægi- legt hús fyrir aeparator (til að aðskilja rjóman frá mjólkinni dag hvern) er síð- an verðr sendr á aðalverkstæðið í Innis- fa.il. En fremr þurftum við að bæta við um 100 kúm, sem félagið ætlar að útvega, með þeim borgunarskilmálum, að kýrin borgi fyrir sig sjálf (með 75% af hverju dollars virði, sem kýrin gefr af sér í mjólk) og svo trygging fyrir að þær verði borgaðar. Á félags-listann eru komnir 32 eða 33, en 11 hlutir vóru þá i loforðam hjá þeim sem ekki komu á fund, er aðal- skrifari félagsins hélt 20. Febrúar síð- astl. 10 eða 12 íslendingar hafa enn ekki gengið í félagið með hluti. Eng- inn utanfélagsmaðr, sem selr mjólk ina eða rjómann, fær nein hlunn- indi hjá félaginu, og J cts. minna fyrir hvert smjörpund og J cent minna fyrir hvert ostpund en félagsmenn; ekki fá þeir heldr neinar kýr að láni eða neitt með innkaupsverði, eins og félagsmenn. Félagið skuldbindr sig til að selja ost og smjör og taka 2 cts. fyrir tilbúning og i sölulaun. Svo ætlar það að verzla með vörur fyrir bændr, svo sem gripi, svin og sauðfé og koma því í peninga á heimsmark- aðinum, eða þar sem sala er fyrir það. Eg hefi ekki enn fengið að vita með víssu, hvað margar kýr félagið þarf að kaupa, en það skiftir hundruðum. Gera þeir helzt ráð fyrir að kaupa þær í Suðr-Manitoba, eða hvar helzt sem þær verða á boðstólum, nema hjarðkýr ætla þeir ekki að taka. Hald- ið þið ekki, landar góðir, sem búið í nýlendum Manitoba, og hafið nokkur vagnhlöss af góðum mjólkrkúm, eink- um í Nýja-Islandi, þar sem gripafjöldi er sagðr mikill, að það væri gott fyr- ir ykkr að reyna að komast að samn- ingum við þessa menn ? Þeir borga með peningum út í hönd. Þeir fara nú í þessum mánuði að gera fyrir- spurnir. Og þið getið gert framboð með því að skrifa Mr. Powell, busi- ness Manager of the Innisfail Dairy and Stock Co., Ltd., Innisfail, eða aug- lýsa það í ensku blöðunum í Winni- peg. Enn fremr má geta þess, að fé- lagi þessu stjórna 9 “directors;” og fyrir íslenzku deildina hlaut kosningu Jón Jónsson Skagfirðingr. Hefir hann húsbygginguna á sinn kostnað og leggr sem hluti í félagið. Enginn einn má eiga fleiri en 20 hluti í félaginu. Afborganir á hlutunum eru 10% þegar maðr sljiifar sig i félagið, við löggilding þess 25% og eftir 3 mánuði frá löggilding 25% af hverjum dollar Svo eiga direetors að ákveða afborg- anir ^á því sem eftir stendr eftir því sem Vörf krefr. — Nú nenni ég eklti að skrifa meira að sinni, enda held ég nóg komið af svo góðu, þó margt mætti fleira til tína, sem fréttnæmt mundi þykja. Yðar með virðing. JÓHANN BjÖRNSON. Bftirserift. Nöfn deildanna oru: Tindastóll, Penkold, Bowden og Horse Shoe Lake, og svo aðalhöfuðból- ið Innisfail: svo er Olds*, 20 mílur suðr af Innisfail, á báðum áttum um að vera sér eða ganga í félagið. Siðan þetta var skrifað fæ ég þá fregn, að i dag, 3. Marz, hafi stórkaup- maðrinn Bursh i Red Deer sent nokkur vagnhlöss af borðvið í sölubúð, sem hann ætlar að láta reisa við hliðina á smérgerðárhúsinu á Tindastól. Ef satt er, þá er hann sá f.yrsti, sem setr hér upp búð. Hann hefir nú búð í Red Deer og aðra í Blindman. J. B. Minneota, Minn., 10. Marz 1894. (Frá fróttaritara Hkr.). Fundahöld: 5. þ. m. var 9. árs- fundr "Verzlunarfélags Islendinga” haldinn i Minneota. Á þeim fundi gorðist ekkert sögulegt, nema að fé- lagsmönnum var kunngert, að arðr verzlunarinnar væri minni nú en nokkru sinni áðr ; fundrinn ákvað að hluthafar skyldu sjálfráðir (hver einn) hvað við vexti væri gert, hvort heldr þeir vildu gera þá að hlutabréfum eða taka þá út í vörum, en i peningum væri ekki hægt að borga þá. í nefnd voru kosnir : Formaðr Joseph Joseph- son, féhirðir Sigrbjörn Kristjánsson, meðnefnd Joseph Arngrimsson, Arn- grímr Jónsson, Vigfús Andrésson, Jó- hann V. Josephson, Pétr Vigfússon. Samdægrs hélt nefndin fund og réð fyrir verzlunarstjóra G. S. Sigurðsson og aðstoðarmann Sigurð Vigfússon. Fyrverandi verzlunarstjóri F. R. John- son er í þann veginn að byrja verzl- un fyrir sjálfan sig. K; .-kjumAl: Iteir sem börn eiga hér nú, á fermingaraldri, kusu heldr að séra B. B. Jónsson fermdi þau, hedr en að N. S. Þ. gerði það og var þar með hérvorutími hans lengdr frá 10. Febrúar og fram yfir páska; til að launa honum fyrir þann tíma, voru samskot tekin, og lögðu til bæði ut- an og innansafnaðarmenn. Svo lítr út, sem séra B.B. Johnson vaxi alt af í áliti hér, bæði hjá Islendingum og annara þjóða mönnum. Það sem af er af þessum mánuði hafa verið bliðviðri; sumir hér farnir að hería akra. Hnausa P. 0., Man., 5. Marz 1894. (Frá fregnrita Hkr.). Febrúarmánuðr hefir verið mjög mildr yfir höfuð (nema 19. og 20.) og þaö svo, að elztu menn nýl. muna ekki eftir mildari Febrúarmánuði hór. Þann 25.—28. Febr. og 1.—3. þessa mán. hefir snjór sigið til þriðjunga af sól- bráð. Skemtisamkomu hélt kvennfél. á Gimli 10. f. m. Þar var tombola. þar var söguupplestr og þar var flutt kvæði, og endað með danzi. Kökust uröar' og danssamkoma var haldin í Mikley 17. f. m. Skuggasveinn var leikinn við Fljót- ið (að Lundi) 28. f. m. Skemtun var þar minni en til stóð, því sá brást; sem hafði lofað að stjórna söng og skemta með hljóðfæri. 12. f. m. hélt lestrarfélag Breið- víkinga, “Norðrljósið,” ársfund sinn, átti það þá í sjóði rúma $20.00. 24. f. m. brann íveruliús Guðvarð- ar bónda Hannessonar, Árnes P. O. Gimli sveit átti $1375,98 að frádregn- um skuldum, 1. Janúar 1894. O. G. Akraness. Icelandic River, 3. Marz 1894. Heiðraði ritstjóri Hkr. Fáein orð verð ég að skrifa þér að norðan, því ýmislegt ber við, eins og við má búast, þótt fólk fari hægt. Tíðarfarið er gott um þessar mund- ir ; undanfarandi daga hefir verið hita- blíða, sunnanvindr og sólbráð á daginn. Almenn heilbrigði er að kalla má. Fremr hægt miðar áfram pöntun- arfélagi þ\a, er St. B. Johnson stofnaði fyrir nokkru. Bændr eru hvorttveggja bundnir hjá Kr. F. á klafa þrælsótta og báginda, og sljóvir að sjá nytsemi sliks fyrirtækis sem pöntunarfélags. Tortrygnin gamla á og þar hlut að *) Olds hefir $2 000 í hlutabréfum og 600 kýr. máli, sem er eitt af einkennum ísl. þjóðernis, því þeir eru hræddir um að einhver kunni að hafa gott af því hka, aðrir en þeir sjálfir, og þora ekki að trúa nokkrum manni fyrir vörum sín- um. Vilja svo heldr af tvennu illu vinna til að bera sinn klafa svínbeygð- ir og lotnir undir oki og kúgun kaup- manna. Verði nokkuð úr þessu félagi annað en nafnið tómt, er það að þakka St. B. J., sem fyrstr rumskaði við bændum. í félagið eru komnir um 20 bændr, en kraft vantar til að geta þegar tekið til starfa; þó batnaði út- litið stórum nú á siðasta fundi, sem haldinn var í gær. Hér hefir dottið ólundar-dintr í söfnuðinn við Good-Templara félagið, og hafa rétttrúaðir sagt sig úr bind- indisfélaginu, af þvi, að Good-Templ- arar koma saman einu sinni í viku og hafa dálitlar skemtanir að fundar-. lokum, eins og alment er siðr. Rétt- trúaðir kalla það ljótan sið, og vilja ekki vera i hóp bersýndugra, og segja sig því úr félaginu. Það sagði einu sinni páfi einn á kyrkjuþingi nokkru eitthvað líkt þvi, að ekki skyldi afla fé í guðskistuna með fíflslegu hjali eðr gárungahætti, eðr nokkru sem væri ósæmilegt, svo sem danzi o. s. frv. Þessu rétttrúnaðar-guðspjallfhafa guðs- börnin hérna gleymt, með því að það var ritað í "Sam.”, en ekki í hjörtu þeirra. Þeir hafa því nýlega leikið Skuggasvein og fengu húsfylli. Leik- endum tókst eins og við var að bú- ast af lúnu og öldruðu bændafólki úti á landi, sem aldrei eða sjaldan hefir séð leikið, vantar allan útbúnað og jafnvel tíma til að æfa sig. Sannast að segja var leikið eftir vonum eða alt að því. Ég heyrði menn segja, að það léki hver sem næst sjálfan sig, en hafi svo verið, þá hefi ég ekki á- stæðu til að vera hrifinn af fólkinu, því ekkert bar á taugunum í mér eft- ir leikinn, og jafnvel þótt vel væri sungið. Sumum tiltektasömum náung- um þótti fremr ófimlegt af söfnuðin- um að fara að leika “Skuggasvein,” ið mesta guðlast, sem til er á prenti á íslenzku, til að styrkja með því mál- efni guðs. En ég forsvara það í anda safnaðarins og segi, að tilgangrinn helgar meðalið. Herra G. Eyjólfsson þoldi ekki lengr ofstæki safnaðarins og sagði sig úr söfnuði og nokkrir með honum, eftir að hafa tekið málstað Good-Templ- ara og hrakið vansæmisáburð safnað- arkarla. Bréf hr. G. E. í "Þjóðólfi” hefir vakið mikla eftirtekt hér neðra, og er hann af flestum álitinn heldr moiri maðr fyrir. G. E. er maðr, sem fólk má til að taka til greina. Hefir J. Ó. sýnt það með viðrkenningu þeirri, sem hann gefr honum, og er það ekki minst virði fyrir G. E. Ekkert er þó átakanlegri sönnun fyrir sannleiksgildi bréfsins, en það, hvernig Lögberg tekr í það mál. “Slúðr” og “bull” er vana viðkvæði rit- stjóra þess.þá er hann getr eklti hrakið. en á að hrekja samkvæmt stefnu blaðs- ins. Einnig hefir bréf hr. Þorláks Þor- finssonar frá Hallson "P. O. vakið at- hygli hér, og gleðr það marga, hversu frjálslynt að kyrkjufélagið er að verða ; að sönnu trúðu menn því illa fyrst og héldu missögn, en eftir að séra Friðrik ritaði, trúðu allir; það þykir ætíð mik- ils virði, að fá vottorð slíkra snáða sem hann, er og það sérstaklega af því það mál kom honum svo við, og enginn gat vitað betr um það en liann. Það kom sér mjög vel að fá þær línur frá honum, af því ýmsir voru svo vantrúaðir á frjálslyndi kyrkjufélagsins; auðvitað trúðu því allir sannkristnir strax, en hinir efablöndnu siðr. Með þessum lín- um mínum fylgir lukkuósk til kyrkju- félagsins með núverandi stefnu þess frá oss Nýíslendingum og sérstaklega inni- legt hjartans þakklæti til séra Friðriks fyrir þessa stóru vegabót á lífsins vegi. Það þurfti að breikka dyrnar, svo allir kæmust inn, og oss sýnist ekki betr al- þýðu-græningjunum en að það sé búið nú. Hvað útgjöldum viðkemr i kyrkj- unnar þarfir, þá sýnist mér það kristi- legt, að einblína ekki á kostnaðinn, heldr “gjalda eftir þörfum”. Himna- ríki er í nánd, og enginn veit hve lengi hann fær erfiðað, og því er ekki vert að "einblína á kostnaðinn”. Kristni maðr ! Gef þú kyrkjunni (þ. e. prestunum) í dag alt sem ;þú átt, og ber ekki umhyggju fyrir morgun- deginum. Eleyg þér í arma forsjónnrinnar, hún mun annaðlivort gefa þér brauð, eða þá kristilegan píslarvættis lior- dauða, sem hafi hæsta gildi fyrir rétt- lætinu. S. B. Benedictsson. Orða-belgrinn. [Öllum, sem sómasamlega rita, er- velkomið að “leggja orð í belg;” en nafn- greina verðr hver höf. sig við ritstj., þótt ekki vilji nafngreina sig í blaðinu. Engin áfellis-ummæli um einstaka menn verða tekin nema með fullu nafni undir. Ritstj. afsalar sér allri ábyrgð á skoðun- um þeim, sem koma fram í þessum bálki]. - Jón Ólafsson ritstjóri og Þingvalla-paradísin. í ‘Heimskringlu’ 17. þ. m. er ritgjörð'- með yfirskrift: “Þingvalla-paradísin”.. Meðferð lánsfélaganna á Islendingum.- Hvernig farið er að flá menn lifandi. Nefnd rítgjörð er þannig úr garði gerð, að það væri í hæsta máta órétt að láta hana óátalda, Fyrst er þess getið, að Hkr. hafi' verið skömmuð fyrir að vara menn við “Þingvalla-pestinni”, sem tveir landar í Winnipeg hafi gert sér að atvinnu- vegi að útbreiða o. s. frv. Ég hefi nokkrum sinnum tekið eftir pistlum í Hkr., þar sem Þingvalla- og Lögbergs- nýlendur hafa verið málaðar sem alls óhæfilegr verustaðr fyrir menn. Auðvitað hefir enginn af þessum pistl um verið á rökum bygðr: það hefir ætíð gægzt út á milli linanna, að hér væri um menn en ekki málefni að ræða; þó hefir það aldrei fyrr en nú verið sagt berum orðum. Auðvitað hefi ég á— stæðu til að álíta þá umsögn ritstj. ó- merka. Það hefir alls enginn íslenzkr agent eða launaðr starfsmaðr verið í Winnipeg síðasthðin 8 ár, en þar hafa tveir íslendingar fremur öllum öðrum leiðbeint endrgjaldslaust þeim íslending- um, sem hingað hafa flutt, og oft haft mikil ómök því viðvíkjandi; enda er ég sannfærðr um, að flestir, ef ekki allir, Islendingar, sem hingað hafa flutt, munu minnast þeirra með þakklæti fyrir röggsamar eg einlægar leiðbein- ingar. Ritstj. getrþess, aðJensJóns— son hafi móttekið $400 lán frá Canada Settlers Loan & Trust Cc, •* Limiæd. Það er greinilega sýnt, í hverju lánið > hafi verið veitt, og ég sé ekkert við þac\,- að athuga. ■ Þar næst er þess getið, að J. J. hafi' grafið sjö brunna á landi sínu, að meðal- tah 50 feta djúpa. Hér er auðsjáanlega verið að gera J. J. nPP orð, því óhugsandi er að hann hafi talað neitt þessu hkt, þar sem hann gróf þrjd brunna, sem alhr til samans voru—segi og skrifa—sexlíu fet fet á dýpt. I’á kemr reikningr J. J. við fél. og jafnframt er gefið í skyn, að sumt af gripunum muni hafa fallið úr hor hjá umboðsmanni fél., Mr. J. G. Thorgeirs- syni. Viðvikjandi gripaverðinu er þess að gæta, að frá þeim tíma, sem J. J. skilaði gripum félagsins og þangað til hægt var að selja þá, hefir vetrarfóðr hagaga.nga og sölukostnaðr hlotið að verða nálægt $50. Líka er mér kunn- ugt, að annar sá uxi, sem um er að ræða, hafði skömmu áðr en hann var seldr tekið sjúkdóm,er gerði hann einsk- is virði. En fremr er þess að gæta, að 1891 voru nautgripir hér í mjög háu verði, en 1893 i afar-lágu verði, svo mér sýnist verð það, sem J. J. er reiknað fyrir gripina, vera nijög sennilegt. In- ar “óseljandi” 13 (sauðkindr—ekki 14 kindr; það var talan sem J. J. meðtók, en ekki su er hann skilaði—eru nú seld- ar fyrir $65. Félagið telr sér sjáanlega ekki landið, annars hefði þess verið get- ið í reikningnum. Alt sem félagið hefir móttekið frá J. J. ,verðr þannig $125,00. Útlegg fél. til J. J. aftr á móti f Maí 1891 $400. Nú vil ég spyrja : hvor er fleginnr Jens eða félagið ? Það sem ritstj. gefr í skyn, að grip- ir lánfélagsins, sem voru í umsjá J. G. Thorgeirssonar.hafi horfalhð, er vægast talað visvilandi ósannindi. Af 100 grip- um, sem Mr. J. G. Th. geymdi fyrir félagið, misfórust að eins 7 (2 fentu í kafaldsbyl i Okt. 1892, og 5 drápust um vetrinn 1892 og ’93 úr kvillum, sem ekki áttu skylt við hordauða, t. d. 3 kýr um burð). Þessi umræddi vetr er þó sá harðasti, sem komið hefir hér um síð- astl. 11 ár, og J. G. Th. alls óviðbúinn að taka á móti jafn-mörgum gripum fyrir fél. og raun varð á, og t. d. um kostnað þann er liann varð að hafa, þá keypti hann tvö vagnhlöss (Car loads) * frá Vestbonrne, Man., til þess að koma gripum fél. f gegnum harðindin. Rit- stjórinn auðvitað byggir ]iessa umsögn sína á annara orðum og verðr því ekki beinlínis sakfeldr fyrir hana, en eftir- tektavert er, live samvaldir menn það eru, sem ritstj. byggir á umsögn sína um þessa bygð. *) Af hverju ? Ritstj. (Niðrl. á 4. bls.).

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.