Heimskringla - 17.03.1894, Page 2

Heimskringla - 17.03.1894, Page 2
HEIMSKRINGLA 17. MARZ 1894. 2 Ueimskriugla kernr út á Laugardögutn. Tae Ueiraskringla I,t«;.& Publ.Co. útgefendr. [Publishers.] Verð blaðsins í Cauada og líanda- ríkjuuum : 12 mánu-Si $2,50 fyrirfratnborg. $3,00 0 ---- $1,50 --- — $i,00 11 --- $0,*0; ------ — $0,50 •líitstjúrinn geyrnir ekki greinar, sem eitrl verða upp'teknar, og endrsendir þær eigi netna frímerki fyrir endr- sending íylgi. Ititstjóriun svarar eng- nm brófuin ritstjórn viðkomandi, nema í blaðinu. Naliilausutn brófum er enginn gaumr geflnn. En ritstj. svar- ar hófuudi nudir merki eða bókstöf- 'im, ef höf. tiltekr slikt merki. Uppsögnógild að lögjm, nema kaup- andi sé alveg skuldlaus við blaSið. Axiijlýxinqaverð. Prentuð skrá yfir þið send lysthafendnin. Ritstjóri (Editor): JÓN ÓLAFSSON venjul. á skrifst. bl. kl. 9—12 og 1—6 Ráðsmaðr (Busin. Manager): J. W. FINNEY ____kbj)—Í2 og kl. 1—6 á skrifst. Utanáskrift á brcl til ritstjórans : Edilor Ileiimkrin’jla. Box 535. _____ ÁVinnipeg. Utanáskrift til afgreiðslustofunnar er The Ueirmkringla Prtg. <6 Publ. Co. Box 305 Winnipeg, Mun. Peningar sendist í P.O. Money Or- der, Registered Letter eða Express VToney Órder. Banka-ávísanir á aðra banka, en í Winnipeg, eru að eins teknar með afTöllum. G53 Pacific Ave. (McWilliam Str.) EDITORIALS. “ á.ð fara að rita um æíi Glad- stones við þetta tækifæri,”—-segir “The Week,” um leið og blaðið minn- ist á fráför hans sem stjórnarforseta, — “það væri alveg óþarft. Hver sem nokkuð þekkir til sögu og stjórnar- fars Bretlands undanfarna hálfa öld, þekkir um leið mikið af æfiferli Glad- stone’s og einkunnum hans. Alla tíð, alt fram að því hann lagði niðr völd- in, var engum manni svo heitt unn- að og svo mjög dáðst að sem honum í öllu Breta-veldi, og enginn maðr heldr eins hataðr og skammaðr eins og hann. Á elsku og aðdáun fylgis- manna hans bar meira út í frá; en engum, sem ckki liafði haft færi á að kynnast súmum klíkum og flokkum í Englandi, hefði getað til hugar komið hve sárbitra heift og hatr sumir báru til hans.” Nýlega er út komin bók ein, skáldsaga, sem hefir vakið allmikla athygli. Iiún heitir “Yellow Aster,” og höfundrinn kallar sig Iota. Efnið er að sýna áhrifin af uppeldisaðferð foreldra, sem kæði eru vitneskjuleys- ingjar (eða ókyngisfólk, “agnostics”); börnin vóru uppfrædd vel að öllu, nema þeim var ekki innrætt nein kyngi-trú eða trú á “yfirnáttúrlega” hluti. Úr mannlífinu þekkja allir eitt nafnfrægt dæmi af barni, sem þannig var upp alið; það var inn mikli spek- ingr John Stuart Mill, og allir þekkja árangrinn í því einstaka tilfelli. í sögunni “Yellow Astor” er það stúlka, en ekki piltr, sem þannig cr upp alin af foreldrum sinum. Aðal-per- sóna sögunnar er mærin Gwen Warr- ing. Hún er dóttir manns, sem hefir útskrifazt af Cambridge-háskóla með bezta vitnisburði, og konu lians; en hún er kona, sem er orðin nafnkend fyrir vísindaiðkanir. Gwen verðr skarpsk\-gn gáfukona, skilningr henn- ar óvenju þroskaðr ; en tilfinningalif hennnr verðr alt óþroskaðra; hana skortir viðkværanina, scm annars er konum eiginleg. Og tilfinningalif henn- ar vaknar ekki fyrri en hún verðr móðir. Sagan kvað vera einkarhugðnæm og fróðleg. Vór höfum ekki séð hana enn. NÝ ALDÝÐtT-ÚTGÁFA. Af HEIMSKRINGLU Sn'OKRA Stcrkdsoiíak. [Noregs konunga sögnr I. Saga Ólafs Tryggvasonar og fyrirrennara hans, er skráð hefir Snorri Sturlu- son. Eggert Ó. Briem liefir búið til prentunar. Iteykjavík. ísa- foldarprentsmiðja 1892. (Heims- kringla I.). — Noregs konunga sög- sögur II. Saga. Ólafs Haraldsson- ar hins helga, o. s. frv. Rvík 1893 (Heimskringla II.) ]. Séra J ón Bjarnason hefir cinhvers- ■staðar—oss minnir helzt i einhverjum fyrirlestri sínum—kvartað um, hve mjög þekkingunni á fornsögum vorum sé að fara aftr. Vér höfðum löngu áðr—þegar á skólaárum vorum—vakið atliygli á inu sama. In síðari ár þóttumst vér vera farnir að sjá, hver væri verulegasta or- sökin til þessa. Eftir því sem vér kyntumst betr hugsunarhætti og lestr- arfýsn landa vorra, þótti oss auðsætt, að það væri ekki af skorti á lestrar- fýsn, að sögurnar fornu voru að verða ókunnugri. Orsökin virtist oss vera sú, að það var lítill sem enginn kostr á að fá fornsögur á Islandi. Útgáfur af Fornmannasögum (Nor- egskonunga sögum), Fornaldarsögum Norðrlanda, og merkustu Islendinga- sögum vóru ófáanlegar orðnar á Is- landi, sízt við nokkru kristilegu verði. Þær einu útgáfur. som komu út af sögunum, voru gefnar út erlendis, og á íslandi engin bókverzlun fyrir útlendar bækr, nerna þær væri pantaðar í Reykjavík. Þær fáu sögur, sem gefnar vóru út á Islandi i síðari tíð, seldust furðu-fljótt og vel. Vér nefnum þar til Vatnsdælu, Finnbogasögu, Laxdælu, Eyrbyggju, Eglu ; og var þó öll bókvcrzlun á Is- landi í aumasta ólagi þar til bóksala- félagið var stofnað. Þetta sannfærði oss um, að menn vóru enn fúsir á að lesa og kaupa sög- urnar, ef þær vóru fáanlegar í hand- hægum og ódýrum útgáfum. Vér höfðum þegar í “Skuld” bent bókmentafólaginti á, að hér væri verk- svið fyrir það, að gefa út ódýrar al- þýðlegar texta-útgáfur. Félagið byrj- aði og á því. En á þvi varð ekkert framhald, og sýndi það sig þar, sem oftar, að félög, sem stjórnað er af nefndum, hafa aldrei hálft svo gott lag á að vinna sér til hagnaðar, eins og einstakir menn. Sigmundr Guðmunds- son byrjaðí að gefa út Fornaklarsögur Norðrlanda. Og Sigurðr Kristjánsson tók við því af honum, og varð það fyr- irtæki að fóþúfu. Síðan byrjaði hann á vandaðri, snotrri og ódýrri útgáfu af íslendinga-sögum, og hafa þær kom- ið út ekki allfáar tvö síðastliðin ár. Nú hefir Björn Jónsson (Isafoldar- prentsm.) byrjað að gefa út Heims- kringlu Snorra Sturlusonar, einnig í alþýðlegri, snotrri texta-útgáfu. Merki- legt er þó, að hann nefnir sögusafn þetta “Noregs-konunga-sögur”, í stað þess aðhalda nafninu “Heimskringla”, sem er orðið þjóðkunnugt fræðimönn- um um allan heim. I. Bindið (Ynglinga saga, Half- danar saga svarta, Haralds Hárfagra, Hákonar góða, Haralds gráfeldar og Hákonar jarls og Ólafs Tryggvasonar— eða, eins og útgefandinn nefnir bindið : Saga Ólafs Tryggvasonar og fyrirrenn- ara hans) kom út 1892. Bindi þetta er með æfisögu Snorra Sturlusonar og visnaskýringum XXVII+429 bls. i litlu 8 blaða broti, og kostar 2 kr. (53j cts.), en er selt hér fyrir 80 cts. II. bindið kom út 1893 ogerí því Ólafs saga Haraldssonar ins helga. Það bindi er IV+507 bls, og kostar 2 kr. 50 au. (þ. e. 66§ cts.), en er seld hér á 81,00. Bæði þessi biudi eru búin undir prentun af séra Eggerti sál. Briem, er var mæta-vel fallinn til þess starfa. Enda er lítill vandi að endrprenta góða texta-útgáfu af Heimskringlu, þar sem jafnágæt toxta-útgáfa er til sem in norska útg. Ungers. Frágangr útgáfu þessarar er allr góðr og vandaðr. Þessi tvö bindi taka yfir tvo þriðjunga Heimskringlu, og er við þvi að búast að þriðja og siðasta bindið komi út í sumar. Það er mesta þarfaverk af bókút- gefendum vorum heima að gefa út góð- ar texta-útgáfur af fornsögunum, og er engiun efi á, að það verðr jafnt þeim sjálfum sem þjóðinni til ánægju og hagnaðar. Þvi að þessar útgáfur munu renna út; á því er enginn efi. "Heimskringla” Snorra er það snildarverk, að hún er eitt af þeim fáu ritum heimsins, sem um allar aldir munu jafnan af ðllum þjóðum talin klassisk meistaraverk. Sú þjóð, sem er svo lieppin að lesa, skilja og tala onn i dag sem móðurmál sitt þá tungu, sem hún er ritað á, ætti að sjá svo sóma sinn, að eiga hana og lesa á hverju heimili. Vér erum viss um, að þessi I fyrir- tæki bóksala vorra heima, að gefa út ódýrar og handhægar útgáfur af forn- sögunum, leiða til þess, að íslenzkr sögulestr fer að blómgast á ný, og þar með íslenzk sögu-þekking og næmari tilfinning fyrir hreinu og fögru islenzku máli. 15—20 árum hér frá, eða jafnvel fyrri, ætti að sjá þess glöggvar menjar á inni uppvaxandi kynslóð heima. ' Enginn hlutr er hollari styrking þjóðerni voru en þetta. Vér höfðum liugsað oss slíkar al- þýðu-útgáfur sem þessar með nokkuð öðru sniði; smærra letr og minna brot; að minsta kosti smærra letr. Nú eru grútarlampar alstaðar af lagðir, á Is- landi sem annarstaðar; og blöð og al- þýðlogar bækr eiga því helzt að vera með skýru smáletri, t. d. eins og á blaði voru er, eða eins og ér á Ljóðmælum Jóns Ólafssonar (2. útg.). Það er þýð- ingarlaust að vera að auka verð alþýð- legra bóka með hrossaletri. Norska út- gáfan af Heimskringlu Snorra (islenzka textanum) kostar að eins 4 kr., en hér kosta í islenzkrí alþýðu-útgáfu fyrstu tveir þriðjungarnir 4 kr. 50 au.; alt verkið því að líkindum 7 kr., 'eða nærri helmingi meira en Kristíaníu-útgáfan, sem þó mun ekki hafa átt eins mörgum kaupendum að fagna (seld mest í Nor- egi að eins) eins og þessi. En á henni (norsku útg.) er letrið líka smærra. Fiskiverkun. Herra Þórðr Magnússon, Baldur P. O., Man., hefir út af grein hr. Odds G. Akraness um þetta efni beðið oss að geta þess, að hann bjóðist til að salta fisk og sjá um verkun á honum fyrir menn í Ný-íslandi. Auðvitað jtöí að borga honum far og kaup og þyrfti að semja um það við hann. Vér getum sagt það með sanni, að hr. Þ. Magnússon (úr ísafjarðar- sýslu, þaðan sem Islands bezt verkaði fiskr kemr á heimsmarkaðinn) mun kunna manna bezt að þessu verki, og á hann það í alla stað skilið, að ið bezta sé með honum mælt. Tollálögur fylkisstjórnar- innar. Vér höfum aldrei dregið dulur á, að oss væri illa við ina ósanngjörnu og háu verndartolla hér i Canada. Vér höfum gert vort bezta til að opna augu lesenda vorra fyrir ranglæti þeirra. Von vor er, að nú sé að fara í hönd sá tími, að byrjað verði á veru- legum breytingum til batnaðar í þessu efni, og biðum vér með óþreyju eftir að sjá frumvarp Dominion-stjórnarinnar, sem hún mun leggja fyrir þingið, sem saman kemr í þessari viku. Hitt er undarlegt, hve lítið er talað um tollálögur fylkisstjórnarinnar á í- búa þessa fylkis. Blaðið Commcrcial, sem annars hefir verið beldr vinveitt fylkisstjórn- inni, tók á mánudaginn upp grein eftir Pilot Mound Sentinel um tollálögur fylkisstjórnarinnar, og gefum vér hér lauslegt ágrip af þeirri grein : Það er almenn ósk margra nú, að- alment verði færðir niðr tollar af inn fluttum vörum. Sérstaklega er Mani- toba-fylkisstjórnin og hennar fylgis- menn óvinveittir tollunum, sem Do- minion-stjórnin hefir lagt á. En hinu gleyma þeir, að fylkisstjórnin í Mani- toba sjálf heimtar af íbúum þessa fylk- is tolla, sem eftir eðli sínu eru enn þá ósanngjarnlegri, heldr en innflutninga- tollar Dominion-stjómarinnar. Öll lög-skjöl þarf að setja dýr mót- unar-merki (law etamps) á, og renna tekjurnar af þeim I fylkissjóð. Þegar t. d. fátæklingr getr ekki staðið í skilum, svo að gengið er að honum að lögum, þá nægir ekki að heimta af honuin höfuðstól, vexti, lögmanns- gjald, sem oftast er ósvifnislega hátt, heldr verðr fylkið að bætast á og heimta af honum háan toll—fyrir hvað ? — fyr- ir það að hann er fátækr og getr ekki staðið í skilum. Þetta er að leggja toll á fátækt- ina. Arlega tekr fylkið inn um 830 000 í leyfis-gjöld fyrir veitinga-leyfi. Nú eru auðvitað fjölmörg gistihús í fylkinu, sem ekki gætu staðizt nema með þvi að leggja toll þennan aftr á alla skifta- vini sína, eins þá sem að cins kaupa mat og gisting. í öllu falli verða það ávalt skiftavinir hótelanna, sem borga þetta gjald. Ráðgjöfunum er vel borgað fyrir sitt starf, og þingmenn fá fulla borgun fjTÍr þingsetu sína. Fyrir hvað er þessi borgun? Er hún ekki borguð þeim fjrir að vinna skylduverk sín? Öll þau frumvörp, er á eínn eða annan hátt snerta einstaka menn eða félög (t. d. löggilding sporvagnsfélags eða þviuml.) eru kölluð hér einka-frumvörp (Private bilhs). Fj rir hvert slíkt frumvarp verðr að borga i fjdkissjóð um 8100. Hver maðr, sem vill njóta þeirrar ánægju að kvongast í þessu f jdki, verðr að greiða hátt leyfisgjald til fyfkísstjórn- arinnar. Að bóka (register) eignarskjöl fjTÍr fasteign er einfalt og létt verk fyrir þann, sem gerir það, kostar hann ekki j'fir 25 cts.; en hver einasti maðr, sem lætr bólca eignarskjöl sin (og það verða allir að gera, sem fasteign eiga), verðr að borga fjdkinu í toll frá 2 til 10 doll- ars. Hundruð, ef ekki þúsundir, manna þurfa árlega að eiga í málum í f jdk- inu. Dómgjöldin við undirróttina eru óþolandi há, og þau renna i fjdkis- sjóð. Bændr og aðrir, sem fjrir fá- tæktar sakir geta ekki borgað skatta sína í ákveðna tíð, verða að borga tí- und af þessum sköttum (einn tíunda auk skattsins) til fj-lkisins. Þetta er líklega einhver inn ranglátasti og skammarlegasti tollr. Alla sína tolla kreistir fjdkisstjórn- in út úr fátæklingum, öreigum, þeim sem verða fj’rir slysum og þvi um líkt, og svo þeim, sem verða fyrir þvi happi eða slysi að kvongast. Mr. Greenway, inn gamli aftrhalds- seggr, sem síðaid árin er orðinn “frjáls- lyndr” að nafnbót. en ekki í raun, tal- ar aldrei um ]>e»sa tolla. Bréf til J. Einarssonar í Lögbergs-nýlendu. frá Jóxi Ólafssyni, ritstj. Hkr. Herra J. Einarsson. — Þér hafið sett nafn j-ðar undir ritgerð skrifaða af öðrum manni en j ðr, og með hans þekkjanlegri hendi senda mér. Þér takið að yðr ábyrgðina á henni, og ég býst ekki við að þér séuð það flón, að þér hafið ekki lesið það, sem þér skrifuðuð undir. Ilitgerðin liefir þá yfirskrift : “Jón Ólafsson og Þing- valla-paradísin,” og er birt í þessu blaði Hkr. Það hefðu nú, ef til vill, fæstir ritstjórar sýnt j’ðr þá eftirlátssemi að taka upp langa ritgerð með ærulaus- um lygum og skömmum um sjálfa sig, þótt ég hafi gert þetta fyrir yðr. Viljið þér nú aftr á móti sýna mér þá sanngirni að færa rök að nokkru af orðum yðar, sem ég siðar skal benda yðr á, eða taka þau aftr sem ósönn, illgirnisleg og tilefnislaus ? Ég hefi- sagt, að tveir íslendingar hér í bæ hafi gert sér að atvinnu að hvetja menn vestr i Þingvalla-nýlendu til að setjast þar að upp á láns-fé. Ég hefi sjálfr svo margoft hlýtt með eig- in ejrum á fortölur þessara manna, er þeir vóru að gylla Þingvalla-ný- lenduna, að það er býsna-ósvífið af yðr að dirfast að neita þvi. Enda ótal vottar að því. Þessir menn umgengust láns-út- vegun fyrir þá, sem gintust til að fara vestr í Þingvafla-nýlendu. Lánþegjar fengu ekkert í peningum, heldr í vör- um, og þessir tveir landar seldu fjölda þessara lánþegja vörur (drottinn veit með hvaða verði), og tóku svo sjálfir við peningum hjá lánfélaginu og fengu þannig vörurnar borgaðar í peningum Sjálfir tókuþeir vörurnar til láns og borguðu sumt af þeim aldrei. Var þetta ekki dáindis arðsamr atvinnu- vegr? Það hefði verið varlegast fyrir yðr að láta ekki brúka j’ðr fyrir fífl til að neita því, sem þér ekki vitið lifandi ögn um. Það munuð þér hafa gert hér; ef ekki: þá farið þér með vísvitandi. ó- sannindi af illgirni einni. Þér inegið kjósa um hvorn kostinn sem þér viljið. Það er enginn þriðji útvegr til fyrir yðr. Þér berið mér á brýn, að ég sé “sýnilega að gera Jens Jónssyui upp orð”, þar sem þess er getið að hann hafi grafið sjö brunna á landi sínu, að meðaltali 50 feta djúpa. Yðr þj’gir “ó- hugsandi” að hann hafi talað þetta : en yðr þykir sjálfsagt, að ég hafi logið því upp. Hafið þér reynt mig að þvi, að Ijúgaupp sögum eins og þessari? Ef ekki, megið þér skammast j’ðar, ef þér kunnið það, fyrir illgefur yðar til mín, j’ðr alsaklauss manns, sem þér aldrei hafið getað þekt að neinu illu. Þér berið mér á brýn, að ég fari með “vísvitandi ósannindi”, er ég “gefi i skj’n” að einn af gripunum frá Jens hafi horfaflið áðr en liann var seldr. Ég hefi að eins sagt: "ef það skyldi vera r&tt hennl, að félagsins umboðs- maðr liafi liirt svo vel gripina, að sumt af þeim hafi verið sálað úr hor áðr en..” o. s. frv. Að hverju lýsið þér mig hér “vis- vitandi ósannindamann ” ? Að þvi, að gripirnir hafi horfallið? Það getr ekki verið, því að ég hefi ekki sagt það. Það hlýtr þá að vera að því, að þetta hafi “verið heript.” Herra Jens Jóns- son sagði mér það sjálfr. Síðan hefir ótilkvaddr komið inn á skrifstofu mína maðr, sem sagðist hafa sjálfr stutt út úr fjósi hr. Jóh. Thorgeirssonar kúna frá Jens og hafi hún þá verið svo reisa af hor, að hún liafi ekki getað gengið stuðningslaust, Hvað hefi ég nú sagt “vísvitandi ó- satt” hér ? Það er skj’lda yðar að sýna og sanna það, eða heita sjálfr......þér vitið. hvað. Þér berið mér á brýn, að ég hafi “gert órétt” í því sem ég hefi sagt um Þingvalla-nýlenduna. Má vera svo sé. Það er þá mér óafvitandi. Og hvorki þér né neinn annar hefir sýnt fram á það enn. Það er j’fir höfuð sárlitið, sem ég hefi ritað um Þingvalla-nýlendu, en það lítið það er, þá hefi ég ritað það eitt, sem ég hafði ástæðu til að álíta sannast og réttast, án nokkurs tillits til annars en þess, að segja lesendum mínum sannleikann. Eg hefði svikið sannleikann og brugðizt trausti lesenda blaðs þessa. sem ég veit að þeir, bæði hér og á Islandi, bera til min, — ég vona að makleg- leikum —, ef ég hefði þagað meira en ég hefi gert um Þingvalla-nýlenduna. Yfirlýsing frá hr. Jens Jónssyni og hr. Bjarna H. Jónssj’ni er prent- uð hér í blaðinu á öðrum stað, og sýnir hún, hvort ég hafi logið nokkru í blóra við þá, eða hvort ég hafi gint þá til að segja nokkuð um Þingv.-nýl. Þeir komu hvor um sig inn tG mín í þeim einum tilgangi, að gefa blaðinu skýrslur þær, sem birzt hafa í þvi. Ég veit ekki til að ég hafi nokkru sinni við hvorugan þeirra talað á æfi minni fyrri. Ég hafði engin drög lagt fyrir að fá þessar skýrslur ; hafði enga liugmj’nd um livoruga fyrri en menn- irnir komu inn og gáfrv mér þær. Og sama er að segja um allar þær skýrslur, sem nokkru sinni hafabirzt í Hkr. á minni ritstjórnar-tíð snertandi Þingvalla-nýlenduna að þær hafa komið sjálfkrafa til mín. Ég hefi ekki verið mér úti um þær. En svo hefi ég talað við marga það- an að vestan, að ég hefi fyllilega gert mér húgmynd um, hver sælu- staðr þar er. Um hitt ætla ég ekkert að rita hér, hvor muni sannara segja t. d. um brunnagröftinn, Jens Jónsson eða þér. Það liggr öllum í augum uppi, að Jens hlýtr að geta vitað betr, live marga og djúpa brunna hann sjálfr gróf á landi sínu, heldr en þér, sem hvergi vóruð nærri. Spurningin er þá að eins, hvor ykkar só líklegri til að segja satt. Jens hefir ekki kj’nt sig mér að neinu, sem gefi ástæðu til að efa rétthermi hans. Þér hafið í grein j-ðar komið fram sem illgjarn lj’gari. Af því geta lesendr sóð, hvorum lik- legra sé að trúa. Til þakklætis fyrir ið allsendis á- stæðulausa og óþarfa heilræði yðar til mín í enda greinar j’ðar, vil ég gefa yðr annað heilræði, og það er það, að þegar þér ritið næst um alment mál- efni, eins og einhverja nýlendu t. d., þá farið ekki að sletta illgetum og lygum framan í neinn saklausan mann tilefnislaust, eins og þér hafið gert mér í þessari grein ; og ritið heldr hugs- anir yðar sjálfr, heldr en að fara í smiðju til búðarsnáps í Churchbridge. Ef þér ritið sjálfr, þá vil ég heldr ætla yðr að þér munið síðr setja ann- að í greinar yðar en það, sem þér er- uð maðr til að standa við á eftir. Y’ðar JÓN Ólafsson. Bréfaskrína. —“Fát'RÓÐit”, Helena, Mont. — Það er víst ekki vert að birta fyrir- spurnina. Það er nóg samt, sem ergir þá rétt-trúuðu. Yfir höfuð er það ætl- un vor að lítið vinnist við shkt. Betra að frreða fólkið og vekja það til sjálfs- hugsunar. Hallgr. Pétrsson vissi ekki meira en vér cða þér um það, hvort Jesús liefir “lesið” eða “sungið” lof- sönginn. Og á hverju stendr það, hvort hann gerði ? —“J. L.”. —Kvæðið “Endrminn- ingar ins aldrhnigna” getum vér ekki tekið. Tilfinningarnar, sem lýst er í því, eru tilfinningar góðs og vandaðs manns. En stuðla og höfuðstafa setn- ing, áherzlu og orðavali er svo mjög á- bótavant, að kvæðið á ekki skylt við skáldskap. Það or mikiu betra að setja hugsanir sinar fram í óbundnu máli, ef manni er ekki hagmælska gefin. — “Landi”. Glorían í mislöngu línunum, sem þér sendið oss og nefnið “Gistihúsið á Gimli” verðr ekki tekin. Það þarf meira til þess að ríma íslenzku en að skrifa í mislöngum línum. Það er dáhtið til, sem kallað er stuðlar og höf- uðstafir, sem betra er að þekkja, ef maðr ætlar að búa til “kvæði” á ís- lenzku; ekki að tala um að önnur eins smáræði eins og að vita hvers kj-ns al- gengustu orð í málinu, eins og “matr” er. Það orð er karlkyns og getr alls okki verið hvorugkyns-orð í viðlögum. Því tjáir ekki að segja: “Þar er matrinn mönnum veitt” (í staðinn fyrir : “veittr”), þó að maðr þurfi að rima á móti “heitt.” — V. — Þökk fjTÍr bréfið, góði vin. Það er bara eitt í því, sem ég get elcki þakkað. Það er, þar sem þú segir, að Ukr. “sigli undir verndartolla-flagg- inu”. Hvernig fer jafngreindr maðr og þú að hafa slíkt bull eftir “Lögbergi ” ? Hvenær hefir llkr. dregið það flagg upp ? Hvar hefir hún gerzt formæl- andi verndartofla undir minni ritstjórn? Ef þú getr bent mér á það, þá skal ég þegja. En ef þú getr það ekki, þá munt þú kannast við það drengilega. —Herra ritstj. Heimskringlu. Viljið þér gjöra svo vel að ljá mér rúm í blaði yðar fyrir eftirfylgjandi spurningar og gefa mér svar upp á þær við fyrsta tækifæri. Er það orðið lögleitt eða í ráði, að veiði sé bönnuð í suðrparti Winnipeg- vatns, í auðu vatni, til heimilisbrúkun- ar eða sölu, eða jhvorutveggja, þetta næsta sumar ? Eða ef veiða má, hvaða tegund af netum má þá brúka ? Hnausa P. O.. 5. Marz 1894. Jón Gdnnarsson. Svar : Það er oss vitanlega ekki lögleitt, og mun varla heldr vera í ráði, að banna veiði til heimilisþarfa í suðr- hlut Winnipegvatns. Þær nýju breyt- ingar, som gerðar hafa verið á veiði- lögunum og veiðireglugjörðinni, ganga allar í söimi át.t að rýmka um rétt j’kkar Ný-Islendinga, en ekki að þrengjahann. — Hinum atriðum spurn- inganna getum vér ekki svarað með vissu nú, en munum geta svarað þeim áreiðanlega í næsta blaði að fengnum upplýsingum, sem vór höfum ekki hér við hendina. —Hecla, P. O., 1. Marz. Hr. ritstjóri. — Hvað þýðir orðið “að firtast” og “firtinn?” N. N. Orðið mun eiga skylt við “fir”, stofninn í “fjarri”; ætti eftir því upp- haHega að “firta” að þýða að “fjar- lægja , hrinda frá sér. Sumir álita orðið af öðrum sérstökuin stofni, sam- stofna enska orðinu to fret (naga; storka, stríða). “Firtinn” er sá, sem lítið þarf til að styggjast. — Sögnin að "firta” eða “firtast” kemr oss vitan- lega ekki fjrir í fornu máli. Lýsingar- orðið “firtinn” kemr fj’rst fyrir í lok 14. aldar (um 1870). Það er þvi eigi hægt að byggja neitt á fornritum um réttan rithátt þess. Það er ekki óhugs- andi, að róttara væri að rita “fj rtinn” og "fyrtast” og leiða þessi orð í sett við nafnorðið “furtr”, sem er altíðkanlegt. En hvað sem upprunanum líðr, þá er merking orðanna þessi, sem að fram- an er sagt. Árnes P. O., 28. Des. 1893. B. L. Baldwinson segir í fj rirlestri þeim, sem hann hélt heima í fjTra og birti seinna í Landnomanum, að 1 doll- ar í Canada sé betri en 4 krónur ú ís- landi. Menn vita þó, að þeir menn heima, sem hafa 2 kr. á dag, geta lifað góðu Iífi> °Í5 jafnvel þó þeir liafi ekki nema 1- hr. og 50 au. á dag. ílvernig stendr þá á því, að þeir sem fá 50 cts. á dag við að moka snjó- jnn í A\ innipeg, geta ekki lifað góðu lífi a 50 centum, þó þeir hafi fyrir fjöl- skj’ldu að sjá, eins og margt er ódýrt nu ■ Mun Baldwin ekki hafa sagt nógu mikið hér, eins og, ef til vill víðar, í fyrjrlestri sínum ? Væri ekki þarfara fyrir islenzku agentana hér vestra, að re.yna nú eitt- hvað að sjá þeim löndum sínum borgið, sem hingað eru komnir og ganga um göturnar í Winnipog allslausir, lieldr en að koma sér innundir hjá stjórnun- um, til að vera sendir heim til þess að draga fleiri landa sína í eymdina hingað vestr? Munu agentarnir ckki sjá meiri skort á meðal lauda sinna í Winmpeg í vetr, heldr en þeir sáu síðastl. vetr hjá löndum sfnum lieima ? Eða munu þeir hafa komið á nokkurt það heimili

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.