Heimskringla - 17.03.1894, Qupperneq 4
4
HEIMSKRINGLA 17. MARZ 1894.
Winnipeg.
— Mrs. Peterson talar í Únitara
húsinu annað kveld.
—Mr. M. Brynjólfsson og Mr. D.
Laxdal, lögmenn frá Cavalier, vóru hér
á ferð á laugard.; fóru aftr nœsta dag
heim.
—í Nýja íslandi er hart á meðal
manna ; margir hafa lítið að borða þar
nú, nema fisk, og vœntanlega mjólk.
Verzlanir hættar öllum lánum að kalla.
Fallið á fiskverðinu og þar af leiðandi
tjón kaupmanna á án efa mestan þátt í
þessu, og svo þyngslin af allslausu
fólki, sem að heiman kom í sumar og
þangað fór æði-margt.
—Þiður og blíðviðri dag eftir dag
hérnú ; litill froststinningr á nóttum.
— "Ég hefi brúkað Ayer’s Hair
Vigor í mörg ár, og jafnan likað vel.
Það er ágætasta hársmyrsl, varnar
hærum, eflir hárvöxt og heldr hárs-
verðinum hvítum og hreinum.” — Mary
A. Jackson, Salem, Mass.
—“Marz er nærgöngull” er gamalt
orðtak. Hann er nærgöngull og finnr
sérhvern veikleik líkamans, sem kemr
af óhreinu blóði. Þeim, sem brúka Ay-
er’s Sarsaparilla, reynist Marz ekki nær
göngull ne óþægilegri en aðrir mánuðir,
Það lyf er undarlega styrkjandi.
Myndasafn “Heimskringlu.”
Vér erum að fá fréttir um, að
myndasafn Hkr. sé þessa dagana að
koma í hendr kaupendum vorum. Sé
einhverjir, sem ekki verða búnir að
fá það svo sem viku hér frá, væri
oss þökk á að þeir gerðu oss vart
við, svo að vér getum séð til að þeir
fái það. Því að vér ætlum að sjá
til að hver maðr, sem á heimting á
þvi eftir auglýsing varri, fái það.
Að gefnu tilefni viljum vér vekja
athygli manna í Nýja íslandi á því,
að þeir einir eiga að fá myndirnar,
sem tenda oas borgunina fyrir blaðið
osa aO koitnaðarlausu, en ekki t. d. þeir
kaupendr, sem vér höfum orðið að
senda gagngert mann heim til þeirra
og borga honum 15 cts. af hverjum
dollar, til að ná hjá þeim borgun-
inni.
“Segi hann til í tíma,
ella þegi síðan.”
Svo segja prestarnir, og svo segj-
um vér. Aftan við nafn hvers ein-
asta kaupanda þessa blaðs hér í landi
og í útlöndum (nema Islandi) stendr
pú á tauðum miða á blaðinu sjálfu
(#ða umslaginu, þar sem eitt blað að
eins er i umslagi) mánuðr og ártal,
sem Þýðir, að kaupandi hafi borgað
blaðið fram að byrjun þess mánaðar.
— Vér skorum enn á ný á kaupendr^
sem hafa nokkuð að athuga við þann
reikning, að segja oss til þess innan
7. Apríl þ. á. — Annars verða þeir
álitnir að viðrkenna reikninginn, og
vér tökum ekki til greina mótbárur,
sem ekki verða komnar fram þá. Það
er hverjum manni vorkunnarlaust að
segja til í tíma, og vér höfum þá
gefið öllum 3 mánaða frest. Eftir
það tjá engin mótmæli.
í rakarabúð
M. A. Nicastros
fáið þið ykkur betr rakaða fyrir lOc.
en annarstaðar í bænum, Hárskurðr
15c. Tóbak og vindlar til sölu.
337 Main Str.
næstu dyr við O’Connors Hotel.
Takið eftir þessu.
J. Anderson & Co á hominu á
Smith Str. og Portage Ave., selur
reykt kindaket fyrir Páskana fyrir
5 til lOc. pundið, 24 pd. af nauta-
keti fyrir dollarinn, kálfs og svína-
ket með lægsta verði.
Munið eftir staðnum
J. Anderson Sf Co.
Comer Smith Str. & Portage Ave.
Telephone 269.
Hvernig líka myndirnar ?
Ég hefi í dag meðtekið alt mynda-
safn Heimskringlu, 232 ágætar myndir
í 4 bindum.
Fyrsta bindið hefir 55 myndir, 2.
55, 8. 55, og 4. 67 myndir. Þær eru
miklu tilkomumeiri en ég hafði búizt
við og bera langt af þeim myndum,
sem maðr fær í bókum um Chicago-
sýninguna, sem kosta frá 82,75 til $3,50
hver bók. Það sem sérstaklega gerir
safn þetta verðmætt er i fyrsta lagi
það, sem þegar er tekið fram, að mynd-
irnar eru stærri og skýrari en kostr er
á að fá þær í bókum. sem kosta marga
dollara, og !í öðru lagi það, að aftan
við myndirnar eru í hverju safni stutt-
orðar, en Ijósar, skýringar, yfir þær.
Ég skoða safnið ina eigulegustu
eign, og er hæst ánægðr með það.
Wpg., 14. Marz 1894.
B. L, Baldwinson.
Mountain, 13. Marz 1894.
Heiðruðu útgefendr Heimskringlu.
Ég hefi fengið mikið og fagrt safn
af myndum blaðsins. Þær eru mér in
skemtilegasta gjöf og ég álít þær in
fáséðustu og fegrstu hlunnindi, sem ég
hefi séð fylgja nokkru blaði, er komið
hefir til þessarar bygðar.
Ykkar vinr,
B. Brynjólfsson
Ég hefi meðtekið myndasafn
Heimskringlu og þj'kir mér mynd-
irnar góðar. Þökk fyrir.
Gardar, N. D., Marz 14.
Yðar
JÓN JÓNSSON.
AYER’S
A SARSAPARILLA
yðar bezta lyf við
heimakomu, kvefi,
gigt og
kirtlaveiki ;
liðagigt, augnarensli,
bólgy, þrota,
óheilinda-sárum,
skyrbjúg,
vondum vessum, kláða,
vindþembu, meltingarleysi,
nöbbum, ígerð
og blóðkýlum,
reformi, útslætti
óhreinu blóði,
deyfð, vatnssýki,
lifrarveiki.
Alt læknast með
AYER’S
SARSAPARILLA.
Tilbúið af Dr. J. C. Ayer & Co.,
Lowell, Mass.
Sold í hverri lyfjabúð. Verð
$1. ; sex flöskur $5.
LÆKNAR AÐRA; LÆKNAR ÞIG.
Leiðréttingar.
í kvæðinu í 7. nr. Hkr. þetta ár
vóru tvær prentvillur, sem beðið er
að leiðrétta:
í fyrra er., 8. linu að ofan, stendr
“íslands” fyrir “ísalands.”
í síðara er., 2. línu að neðan,
stendr “ef marga blindar” fyrir: “of
marga blindar.”
í þakkarávarpi í sama bl. eru
þessi nöfn skökk : J. H. Post, J. G.
Benson, J. Samuelson, J. Jackson; það
á hvervetna að vera I fyrir J. i for-
nöfnunum; einnig er H. Johnson
skakt, fyrir K. Johnson. Þrem nöfn-
um er og alveg slept úr í prentuninni
af vangá : E. Brynjolfsson, J. Lindal
og S. Johnson með $1 hver.
Yfirlýsing.
Að gefnu tilefni vottum við, að
skýrslurnar um viðskifti Can. Loan &
Trust Co. við okkr, sem birtar eru i
Hkr., eru enginn tilbúningr af ritstj.
Hkr., heldr gefnar blaðinu af
okkr sjálfkrafa, án þess að ritstj. Hkr.
hefði nokkru sinni mælzt til þess við
okkr. Fyrirsagnirnar að eins hefir
ritstj. sett á greinarnar, en engu hagg-
að, sem að atvikum lýtr, í þvi, sem
við skýrðum honum frá hvor í sínu
lagi, enda las hann okkr skýrslurnar
upp eins og hann ritaði þær.
Winnipeg, 10. March 1894.
Jent Jónston. Björn H. Jónsson.
Undirskrifuð hjón færa hér með
þakklæti sitt þeim, sem hafa hjálpað
okkr i veikindum og bágindum okkar :
Mrs. Rev. Bjarnason, Mr. og Mrs. Bj.
Skaptason, Miss G. A. Skaptason, Miss
A. M. Skaptason, Miss Sezelja Mack-
son, Mr. og Mrs. Kr. Guðmundsson,
Mrs. Marrilia Halldórsdóttir, Mrs. J.
Johnson, Miss Áslaug Jenfdóttir, (Mr.
og Mrs. Bell (ensk hjón), og ein ftúlka
íslenzk, sem ég man ekki að nefna (sem
færði undirskrifaðr 81.00). Guð launi
þeim iöllum.
Wpg., Marz 14. 1894.
Pétr Bjarnason, Kristín M.
Sigurðarrdóttir.
(Mc William Str.).
ORÐABELGRINN.
(Framh. frá 1. bls.)
Að siðustu óskar ritstj., að þeir,
sem fyrir framantöldu verði (og vænt-
anlega óréttu) beri sig upp um það við
blöðin.
Um það er ég fyllilega samdóma
inum heiðraða ritstj.
Það er ekki rétt að þola órétt, litið
betra en að gera órétt. En hver gerir
hér órétt ? Svarið virðist liggja beint
fyrir: ritstjóri Heimskringlu. Viðskifti
Jens Jónssonar og Canada Settlers
Loan & Trust Co. Limited hafa gengið
eðlilegan gang, og svo fjarri því að
fél. hafi beitt hörðu hvorki við J. J. eða
aðra, sem héðan hafa flutt undir sömn
kringumstæðum, þá hefir fél. ekki gert.
neina tilraun með að hefta för þeirra
eða tryggja rétt sinn gagnvart þeim,
er burt [fluttu, með að setja á þá
“Judgment”, sem þó er alsiða í þessu
landi í líkum tilfellum.
Sem dæmi þess, hve mikils félagið
metr íslendinga, má geta þess, að vor-
YA g~. ^ verðr haldinn á þriðju-
mJC\. 1.1 ð dagskveldið (20. þ. m.)
á North West Hall (Horn. Ross og
Isabell Str.). Aðgangr 25 cts. fyrir
parið. Allir velkomnir.
ið 1893 lánaði það okkr hér, sem um
báðum, útsæði til sumarsins, en neit-
að enskum nágrönnum okkar um það.
Síðastl. haust var fjTsti borgunardagr
til félagsins fyTÍr íslendinga, sem lánið
tóku hjá því, og hefir fél. reynzt mjög
vægt í kröfum, ekki einu sinni krafizt
endrnýaðs borgunarloforðs um skuld
þá, sem fallin var í gjalddaga.—Það er
þvi i hæsta máta illgimislegt að bregða
C. S. L. & T. Co. um, að það flái monn
lifandi, enda heyrast þeir aldrei kvarta
undan fél., sem viðskifti eiga við það,
þó ritstj. Hkr. finni hvöt hjá sér til að
vasast í þeim málum. Ef ritstj. vill
vernda rétt Islendinga hér gegn hugs-
anlegum yfirgangi lánfélaga, þá ætti
hann að sýna í Hkr. samninga þá, sem
eru milli sambandsstjórnarinnar og fél.
viðvíkjandi lánþegjum þess, og sýna,
hvernig menn eiga að verjast hugsan-
legum árásum þess.
Ef ritstj. vill rita um Þingvalla og
Lögbergs nýl., þá ætti hannað rita um
þær hlutdrægnislaust án tillits til ein-
stakra manna, sem kunna að vera vin-
veittir nýl., en f ósátt við ritstjórann.
Árásir á nýl.. eins og átt hafa sér stað
í Hkr. að undanförnu, eru auðvitað
ekki árangrslausar; þær hljóta
1. að vekja óvild og kasta skugga á
þá menn, sem þær rita.
2. draga úr framkvæmdum einstöku
manna, sem eru svo auðtrúa og f-
stöðulitlir, að trúa að meiru eða
minna leyti þeim skelfingum, sem yfir
eiga að vofa.
3. særa tilfinningar fjarverandi ætt-
ingja og vina þeirra manna, som hér
búa.
Og að síðustu, ef 'ritstj. Hkr. getr
ekki án þess lifað að senna við forn-
kunningja sína í Winnipeg, þá ætti
hann ekki að blanda þvi saman við mál-
efni Þingvalla og Lögbergs nýlendna.
Ég hefi haft jfetta svo stutt, sem
mér var unt, máske of stutt. en þar má
þá ætíð bæta við.
Lögberg P. O., 61. Febrúar 1894.
J. Einarsson.
New Brunswick-undrið.
Ali>ektr maðr kemst í miklar sjúk-
DÓMS-RAUNIR.
Svo slæmr af gigt að hann gat enga
björg sér veitt. — Hvernig hann
komst til heilsu. — Systir hans
læknaðist á sama hátt.
Eftir Richibucto N. B. Review.
Þegar útgefendr blaðsins Review
heyrðu getið um in tvö merkilegu sjúk-
dómstilfelli i Kingston sem sagt var að
hefðu verið læknuð með Dr. Williams’
Pink Pills, sendu þeir undir eins fregn-
rita sinn af stað til að grenslast eftir
hvort það væri áreiðanlegt að lækningin
vœri Pink Pills að þakka. Fregnritinn
fór fyrst til Mr. Samuel Barnes, sem
fyrrum bjó i Dorchester N. B. og
sem flutti sig fyrir skömmu siðan til
Kingston Kent Co., og spurði hann
hvort fregnin um lasleika hans og
lækningu fjrrir brúkun Dr. Williams’
Pink Pills væri sönn. Hann lét í
ljósi að hann væri viljugr að láta
blöðin opinbera vitnisburð sinn um ið
óviðjafnanlega lyf Dr. Williams’ Pink
Pills ásamt öðrum þesskonar vitnis-
burðum því viðvikjandi, þar eð það
kj’nni að verða öðrum til góðs. Vér
setjum hér sögu hans má heita orð-
rétta. — “Ég varð fyrst yfirkominn
af óþolandi vöðvagigt í Marz 1891.
Ég var þá i Dorchester. í þrjá
mánuði lá ég stöðugt í rúminu og
gat hvorki hrært legg né lið; óbjarg-
ráða. Öll liðamót voru bólgin, og
hendrnar krefta^. Læknarnir sem
stunduðu mig bundu um hendr mínar
og fætr, og reyndu árangrslaust á alla
vegu að lina þjáninguna. Tveir aðrir
læknar voru fengnir að auki en þeir
gátu heldr ekijert að gert.
Vinr minn, sem heimsótti mig,
sagði mér að hann hefði hejrt getið
um að margvislegir sjúkdómar hefði
verið læknaðir með Pink Pills, svo ég
afré(5 að hætta við læknana og reyma
pillurnar. Þegar ég var hér um bil
hálfbúinn með þriðju öskjurnar var
mér farið að hægja. Þegar ég var
búinn að brúka f jórar eða fimm öskjur
gat ég farið á fætr og gengið um
húsið við hækju. Ég hélt áfram með
pillurnar þangað til ég var búinn
úr tólf öskjum, þá hætti ég um tíma ;
ég var þá orðin sve að ég gat farið
út og fetað í kringum húsið með þvi
að brúka hækjurnar.
Síðan hefi ég flutt mig til Kings-
ton. Ég hefi stöðugt brúkað pillurn-
ar og alt af farið fram betr og bear;
ég vona að ég verði heill heilsu áðr
en langt liðr.”
Mr. Barnes er vel mentaðr maðr,
og ætt; því framburðr hans að vera
mikils virði. Sá sem þetta ritar man
eftir þvi, að þegar Mr. Barnes kom
fjrrst til Kingston þurfti hann að
ganga við hækjur, og gat hre-íft sig
aðeins með miklum örðugleika. Nú
gengr hann að eins við staf án þess
að sjáanlegt sé að honum falli það
örðugt; en hendr hans og fingr bera
samt óræk merki um þær þrautir og
þjáningar sem hann hefir liðið.
Systir hans Mrs. John Taylor
þjáðist einnig af vöðvagigt. Hún
fann fyrst til þessa sjúkdónts fyrir
átta árum, og var þá svo þungt
haldin að hún gat með hörkubrögð-
um verið á fótum. Ráðleggingar
læknanna dugðu ekkert, og öll hin
svokölluðu giktar-lyf rejmdust gagns-
laus. Samkvæmt ráðleggingu Mr.
Barnes og með samþykki læknisins
sem stundaði hana fór hún í fjrra-
haust að brúka Pink Pills. Þegar
hún var hálfnuð með aðrar öskjurn-
ar var hún orðin töluvert betri. Hún
er nú að enda við fjórðu öskjurnar
og litr út fyrir að hún sé eins frísk
eins og hún hefir nokkurntima verið.
Hún segist gjarnan vilja að almenn-
ingur viti að hún hafi óbilugt traust
á Pink Pills. Hin læknandi áhrif
sem þessar pillur hefðu á Mr. Barnes
vóru orsök i því að hún fór að brúka
þær, og hún segist nú viss um að
þar só eitt ið ágætasta lyf.
Efnafræðislegar rannsóknir sýna,
að Dr. Williams’ Pink Pills innihalda
alla þá eiginlegleika, sem þarf til að
endrnýja og bæta blóðið og endrreisa
veiklað taugakerfi þær eru eina óyggj--
andi meðalið við eftirfarandi sjúk-
dómum: limafallssýki, riðu, mjaðma-
gigt, taugagigt, gigt, höfuðverk og
influenza, hjartslætti, taugaveiklun og
öllum sjúkdómum, er orsakast af ó-
hoilnæmu blóði svo sem kirtlaveiki,
langvarandi heimakomu o. s. frv. Þær
eru einnig óbrigðular við öllum sjúk-
dómum, sem eru einkennilegri fyrir
kvennfólk, svo sem óreglulegar tíðir
o. s. frv. Sömuleiðis eru þær ágætar
við öllum sjúkdómum, sem orsakast
af of mikilli áreynslu andlegri og
líkamlegri og óhófi af hvaða tagi sem
er.
Dr. Williams’ Pink Pills eru búnar
til af Dr. Williams’ Medicine Co.
Brookville Ont., og Schenectady, N. Y.,.
og eru seldar i öskjum, (aldrei í tylfta
eða hundraða-tali) fyrir 50 cts. askjan
eða 6 öskjur fyrir 82.50, og má fá
þær hjá öllum Ij’fsölum, eða með
pósti, frá Dr. Williams’ Medicine
Company frá hvorum staðnum sem
menn vilja heldr.
Ið væga verð á þessum pillum
gerir lækninga tilrgunir mjög ódýrar
í samanburði við brúkun annara
meðala og læknisdóma.
bezta tegund
i sem hingað
til heflr kostað 40 cts. gallonan, fæst
nú, frítt flutt & heimilið til hvers bæj-
armanns, fyrir að eins ÖOog 35
cts. gallónan.
C. GERHIE,
174 Princáfes Str. (2. dyr frá Jemima Str.
Ol e Simonson
mælir með sínu nýja
Skandinavian Hotel,
710 Main Str.
Fæði $1.00 á dag.
0LAFR STEPHENSEN,
LÆKNIR
er fluttr í Nr. 16*1 Kate Str. (græna
terrasið), og er þar heima að hitta kl.
10—12 árd. og kl. 1—6 síðd. — Eftir
þann tíma á Ross Str. Nr. 700.
Einkennismiða líkine:
inna víðfrægu Mungo Cigars.
STEINOLÍA
518 Jafet í föður-leit.
þótt ég sé ef til vill ekki eins ámælisverðr eins
og heimrinn vill gera mig, þá finn óg mig heldr
ekki alveg sýknan, þar sem ég gerði ekkert til
að leiðrétta það skakka álit, sem ég varð var við
að menn höfðu á högum mínum. Ég er sem
stendr mjög illa settr, og ég ætti helzt að draga
mig út úr mannblendninni, og koma svo aftr á
sínum tíma, ef auðið verðr, og hafa þá réttmæt-
ari kröfur til upptöku í félagslífið. Ég á enn
vini, hamingjunni sé lof, og það menn, sem
mega sér mikils. Mér er boðið ritaraembætti í
Indlandi, foringjastaða í hernum, eða þáað læra
lög. Viljið þér nvi gera svo vel að segja mér,
hvers þér ráðið mér helzt til.
“Þér sýnið mér sóma með því að spyrja mig
ráða. Ritara-embætti í Indlandi þýðir ljórtán
ára útlegð, og að því búnu heimkomu með næga
peninga til að lifa á, en enga heilsu til að Djóta
lífsins. í hernum gæti yðr farnazt vel, og eng-
inn þyrði að neita að gaDga á hólm við yðr, ef
þér eruð foringi í hernum. En par sem svo ein-
kennilega stendr a högum yðar, þá er ég hræddr
um, ef þér lentuð í hersveit meðal oflátunga, að
þér yrðuð að ganga á hólm við helming foringj-
anna, og að hinn helmingr þeirra mondu ekki
mæla orð við yðr. Þér yrðuð þa að fá lausn með
hálfum launum, og þau gætu orðið yðr góð
hjálp. En hvað lögin snertir, þá vildi ég heldr
vita bróðr minn í líkkistu sinni, heldr en að
hann yrði lögfræðingr. Þarna hafið þer nú heyrt
mitt álit”
Jafet í föður-leit. 523
LV. KAPÍTULI.
[Eg slít félagsskap við minn nýja
kunningja; en kunningsskapr minn við
hann, svo skammvinnr sem hann var,
varð nægr til þess samt að koma mér á
kaldan klaka. — Ég fer að vísu með al-
eigu mina, en held þó drengskapnum
óskerðum ].
Fregnin um einvígið komst í blöðin, og var
þar ýmsum orðum um farið, og þó engum mér
í vil.
Ég fékk bréf frá Mr. Masterston. Hann
hafði fengið fregnina í blöðunum og heyrt um
þetta rætt af skraf-finnum, sem ekki létu sér ant
um að fegra minn málstað.
Mr. Masterton fann harðlega að við mig í
bréfi sínu, og sýndi mér fram á, hve fávís-
lega ég hefði breytt. Kvað hann Windermear
lávarð vera á sama máli, og hefði hann beðið
sig að láta mér í ljósi misþóknun sína á að-
ferð minni. Bréf sitt endaðihanná þessa leið:
“Ég álít hólmgöngu þessa ina alvarleg-
ustu yflrsjón yðar í lífinu hingað til. Þér
522 Jafet í föður-leit.
“Guðsfriði ,þá höfuðsmaðr. Ég er þakklátr
fyrir góðvild þá sem þér hafið sýnt mér.”
Við kvöddumst með handabmdi og hann
fór. “Og þakklátastr af öllu fyrir það,” hugsaði
ég með sjálfum mér meðan hann var að ganga
ofan stigann, “að þér hafið þannig slitið kunn-
ingsskap okkar.”
Jafet f föður-leit. 519
“Já, og er ekki mjög uppörvandi,” sagði ég
hlæjandi; “en mikið er satt í þessu, sem þér
segið. Til Indlands fer ég ekki, því að það kæmi
í bága við Það aðal-takmark, sem ég liefi sett
mér.”
“Og með leyfí að spyrja, ef það er ekki
leyndarmál: hvað erþað?”
“Það er, að komast fyrir, hver sé faðir
minn.”
Atkinson liöfuðsmaðr starði fast á mig um
stund. “Mér hefir oftar en einu sinni komið
til hngar”, sagði liann, “hvort þér munduð
ekkí vera svolítið geggjaðr; en nú heyri ég að
þér eruð óðr, band-6ðr\ Þ r megið ekki reiðast
mér; en égget ekki látið vera að segja j’ðr það
blátt áfrnm, og ef þér viljið skorn ndg á liólm
fj'rir það, þá er ég til taks með ánægju.”
“Nei, nei, Atkinson ; ég er ekki svo viss um
að þér liafið svo alveg rangt fyrir yðr í þessu, svo
nð ég fyrirgef yðr ummælin; en svo að við
komum að efninu aftr, þá nmndi foringja-staða
í hernum tryggja mér heiðarlega stöðu nuuina á
ineðal; en ég vil heldr eiga álit manna á mér að
þakka verðleikum sjálfs nn'n heldr en ytri stöðu,
enda hika ég við að hleypa mér í þann vanda,
sem 1 þér hafið bent mér á að getr o> ðið þessari
stöðu samferða. Um lögfræðings-stöðuna er ég
yðr ekki samdóma; en ekki mun ég þö kjósa
mér hana. Æfiferill minn fram að þessu gerir