Heimskringla - 24.03.1894, Síða 1

Heimskringla - 24.03.1894, Síða 1
 ig? eimsKrinöria. VIII. ÁR. WINNIPEG, MAN., 24. MARZ 1894. NR. 12. FRÉTTIR. DAGrBÓK. Föstud.-kveld, 16. Mauz : — Herbert Gladstone, sonr gamla mannsins, tók embætti í einni stjórn- ardeild ins nýja Roseborry-ráðaneytis, og varð þvi að leggja niðr þingmenskn sína og leita kosningar á ný. Hann var kosinn í einu hljóði, með því að ekkert annað þingmannsefni bauð sig farm á móti honum í kjördæminu. — Eimskip Cunard-linunnar “Lu- cania” lauk í dag ferð sinni yfir Atlantshaf (austr um) og var alls 5 daga, 13 stundir og 11 minútur. Eimskipið “Campania” fór reyndar ferðina á 1 klst. og 5 mínútum styttri tíma í Nóvbr. í haust, en með því að “Campania” fór norðar um hafið; og styttri leið miklu, þá er þessi ferð “Lucaniu” in fljótasta, sem enn hefir farin verið. Leið “Lucaniu” var '2981 milur, en “Campaniu” var áttatíu og tveim milum styttri. # — Málið milli Austins-félagsins (Wpg. Street Bailway Co.) og Camp- bells-félagsins (Wpg. Electric Rail- way Co.) var . dæmt í dag af dóm- nefnd leyndarráðsins enska, en það er inn æzti dómstóll, sem til varð leitað- Málið fór þar á sömu leið sem fyrir inum lægri réttum : Austins-félagið tapaði í öllum atriðum. Laugaiídloinn 17. Marz. — Prinzinn af AVales (konungsefni vort) vann £ 8000 (um 840 000) í f jár- hættuspili á spila-helvítinu alræmda í Monte Carlo. Hann kvað hafa gefið fá- tæklingunum í Monacco vinnings- féð. — Háskólaráð Toronto-háskólans hefir beðið fylkisstjórnina í Ontario um fjárstyrk, en því var synjað. — Nýi kviðdómrinn í Chamber- lain’s-málinu (sbr. síðasta bl.) varð á- sáttr um að dæma hann sekan, en mælti mjög sterklega með náðun, Kkl. af Því, að talsverðar líkur komu fram fyrir, að maðrinn, sem að öðru leyti er sagðr velmetinn borgari og var á leið vestr að hafi, hafi verið svo viti sínu fjær (drukkinn), að hann liafi ekki vit- að, hvað hann gerði. — Markaðs-skýrslur sýna, að hveiti verðið er síðr en ekki að lifna við, þó að annars hafi heldr elnað viðskiftalifið sakir ins efnilega vorveðrs. — Þessa liðnu viku urðu 55 verzl- unarhús í Canada gjaldþrota ; sömu | viku í fyrra 30. MáNUDAO, 19. Marz : — ís er leystr af Lake Huron og skipaferð byrjuð eftir vatninu. — Hjónaskilnaðar-úrskurðrinn, sem ónýtti hjónaband fyrverandi Serbíu- konungs Milans og Natalíu drotning- ar hans, liefir verið ónýttr, svo að þau eru nú rétt hjón á ný. — Þingið í Ottawa heldr frídaga frá 21. til 27. þ. m. Ekki er búizt við að tollfrumvarpið verði framlagt fyrri en 27. — lioseberry lávarðr, inn enski stjornarforseti, hélt merkilega fundar- ræðu í fyrradag í Edinburgh. Hann sagði þar skýrt og skorinort, að stjórn sín héldi að öllu leyti fast við fyrir- ætlanir Gladstone’s um sjálfstjórn ír- lands. Það mál yrði enn fremst á dagskrá frjálslynda flokksins. Lög- unum um sveitarstjórn á Englandi hefði stjórnin nýlega að eins getað kom- ið fram á þingi með atkvæðum Ira, og það væri þó sýnu minna ísjárvert að koma fram sjálfstjórnarlögum fyrir írland með hjálp atkvæða þeirra sjálfra á þinginu. Itæða haus mæltist vel fyrir meðal allra flokksmanna hans og eins meðal Ira. Þriwudaginn, 20. Marz. — ís er leystr af neðri hluta St. Lawrence-fljótsins; sigling byrjuð. — Jón ritstjóri Ólafsson var 44 ára í dag. — Montreal-blað eitt telr fjölda rómversk-kaþólskra manna í Canada vera um 2,058,000. — Winnipeg-Martin hélt fvrstu ræðu sina í Ottawa-þinginu i dag. Þótti hún alment langt fyrir neðan það sem menn höfðu búizt við. Það er siðr, er nýr þingmaðr “kastar nfey- dómnum”, sem kallað er (heldr fyrstu ræðu sína), að samflokksmenn hans in- ir helztu ganga að sæti hans að aflok- inni ræðu og óska honum til lukku, ef ræðan er ekki því vesalli, Enginn ein- asti þingmaðr úr andstæðingaflokknum á þingi gekk til Martins til að óska honum til hamingju eftir ræðuna. —Winnipeg-Martin lagði fram á þinginu í dag frumv. um að lögleiða skriflega (heimulega) atkvæðagreiðslu við kosningar í Norðvestr-fylkjunum. —Mr. Adams, þingmaðrinn frá Brandon, sem í haust fékk fáein atkv. umfram Mr. McDonald, þorði ekki, þegar til kom, að halda út í að verja kosning sína fyrir dómi. Hann varð að játa fyrir réttinum, að umboðsmaðr sinn við kosninguna, hefði haft mútur í frammi. —Málgögn Greenway-stjórn- arinnar væla nú dauðhrædd yfir . því, að mótstöðumenn Mr. Adams muni ekki ætla að láta sér þetta nægja, heldr halda samt fram málinu (þótt Adams hafi við játning sína mist þingmensk- una), og- reyna að sanna, að Mr. Adams sé persónulega sekr f mútu-gjöfum, svo að hann missi kjörgengi framvegis. Ekki höfum vér enn séð neitt frá mót- stöðuflokki stjórnarinnar í þessa átt. —-Báðaneytið í Belgíu leggr niðr völdin af því að það varð undir á þingi með kosningalagafrumvarp. Miðkudag, 21. Marz. — Útgjalda-bálkr fjárlaganna va,r lagðr fyrir þingið (í Ottawa) í gær- kveld. Útgjöldin fyrir fjárhagsárið 1894—95 eru áætluð §4,485,521 minni heldr en fjárhagsárið 1893—94. Eng- in fjárveiting er þar til fyrirtækja í Mamtoba, nema til aðgerða og farvegs- hreinsunar. — Mr. McCarthy hefir borið upp frumvarp um breytingar á stjórnar- skrá Norðvestrfylkjanna. Er þar far- ið fram á ýmsar rýmkvanir í kenslu- málum, afnám frakkneskrar tungu fyrir dómstólum o. s. frv. — Ludwig KossutJi, frelsishetjan ungvorska, andaðist í gærkveldi í Túrm (í Ítalíu). Hann var fæddr 27. Apríl 1802, og skorti því liðugan mánuð á að hafa fulla tvo um nírætt. Hann var foringi ungversku uppreisnarinnar 1849. 14 Apríl það ár bar hann upp tillögu um, að setja Habsborgar-ætt- in (keisara Austrríkis og konung Ungaralands) af konungdómi í Ungarn, en lýsa landið frájlst og óháð. Síð- an varð hann landstjóri f Pest, en varð að hörfa suðr eftir landi fj-rir ofrefli Rússa-hers, og fékk þá al- ræðisvöld þau, er hann hafði, í hendr Görgei. Siðan var Kosuth hneptr í varðhald í Kutahia (1850—51), en fór síðan til Englands. Hann lifði síðast það sem eftir var æfinnar í Turin, þvi að hann var út- lagi lengst af. Keisari lét fyrir nokkr- um árum segja honum, að honum skyldi verða gefnar upp allar sakir og hann eiga friðland í ríki sinu, ef hann vildi rita undir umsóknarbróf um það. En það vildi Kossuth ekki. Litlu síð- ar voru honum óbeðið gefnar upp all- ar sakir, en hann hélt áfram að dvelja í Turin. Kossuth var svo elskaðr og virtr af löndum sínum alla æfi, að fá dæmi eru til slíks, enda var hann inn mesti ágætismaðr. Eftir hann liggja nokk- ur rit frá útlegðarárunum. — Tollfrumvarpið kemr til um- ræðu í rikjafulltrúadeildinni á þinginu í Washington í næstu viku. — I Holman-málinu féll úrskurðr kviðarins í gær. Það mál var risið út af því, að Holman var sakaðr um, að hafa opnað atkvæðakassann of snemma, og að hafa lagt ólögmæta atkvæðaseðla í kassann. Holman var kjörstjóri í haust í einni kjördeild hér í bænum. Kvið- dómrinn sýknaði hann af fyrri kær- unni, en kvað hann sannan að sök að inni síðari. Dómarinn hefir enn ekki kveðið upp hegninguna; en hún getr orðið alt að §200 sektir, sem afplánast með fangelsi, ef þær eru ekki greiddar. Fimtud., 22. Marz. —4,067 menn námu stjórnarland í Canada 189ö, en 62,828 ekrur af landi seldi stjórnin. Innflutningr fóllcs minni en 1892. —Nú er fullyrt að Victoria drottn- ing og Prinzinn af Wales hafi gefið sam- þykki til að Maude prinzessa af AVales giftist Roseberry lávarði. —Uppreistin í Brazilíu er síðr en ekki áenda. Mello aðmíráll hefir hvorki flúið né gefizt upp, og nokkur af suðr- ríkjunum halda fram uppreisninni enn með aleflí. Fi'ií löndum í Höfn. (eftir Sunnanfara). Jímbœttigpróf í lögum tók Magnús Torfason 13. Febrúar með I. einkunn, Magnús Jónsson (frá Laugahóli) 15. Febr. cg Halldór Björnsson 17. Febr., báðir moð 2. eink. Eiabaltisprúf í lœknisfraði tóku Guð- mundr Hannesson og Guðmundr( Björnsson 24. Janúar, báðir með I. einkunn. Embœltupróf í guðfraói tók Geir Sæmundsson frá Hraungerði 81. Janúar með 2. einkunn, Niels Finsen læknir hér í borginni, sonr Hannesar Finsens amtmanns á Færeyjum og síðar stiptamtmanns í Rípum, sá er gekk í Reykjavíkrskóla, hefir gert merkilegar rannsóknir um á- hrif birtunnar á húð manns, og þar á meðal komizt að þeirri niðrstöðu, að geislar sólarljóssins sé mjög hættulegir í bólusótt, nema þeir rauðu, og er nú þetta orðið sannreynt. Eiga menn því að breiða eitthvað rautt fyrir glugga og helzt að láta bóluveika menn ekki hafa annað en rautt í kringum sig. Verðr þá veikin væg, og litt $kæð og hold og hörund umhverfist þá ekki, eins og svo óft má sjá á fólki, sem fengið hefir ból- una. Niels er ungr maðr, ekki nema 34 ára. Jón Sveinsson, fyrrverandi skóla- kennari, andaðist hér í borginni 1. Febrúar. Hann var fæddr 1. Maí 1830 og sonr séra Sveins Níelssonar og fyrri konu hans Guðnýjar Jónsdóttur frá Grenjaðarstað. Hann útskrifaðist úr Reykjavíkrskóla 1853 með 1. einkunn; var um tíma latínuskólakennari hér í Danmörku og einn vetr var hann skip- aðr kennari við latinuskólann í Reykja- vik. Jón var ókvæntr afla æfi og barnlaus. Hann var maðr spaklyndr °g þýðr í viðkynningu og einn inn mesti gáfumaðr og þó nokkuð á ein- kennilegan hátt. Hann var og lærðr maðr, einkum í málfræði, og svo vel að sér í frakknesku, að talinn var fár eða enginn honum framar um Norðrlöndi í því máli. En því miðr sér gáfum hans og fróðleik lítinn stað eftir hann látinn, því að engin ritstörf liggja eftir hann. Þilskipaútvegr. Asgeir kaupmaðr Ásgeirsson, sem hefir mestan þilskipa- útveg, er nokkur einn maðr hefir haft við ísland fráaldaöðli, hefir látið oss í té ágæta skýrslu um hann síðastliðið ár, og væri fróðlegt, ef aðrir þilskipa- eigendr gæfu út samskonar skýrslur. Vér getum því miðr ekki tokið skýrsl- una hér upp í hoild sinni, heldr einungis aðalatriðín. Skipin voru 16 og alls 174 menn á þoim löllum. Fiskitíminn fyrir hvert skip var upp og niðr frá 48—157 dagar. Allr aflinn af stórum fiski og smáum, ýsum og löngum, varð 500 600 tals. Af þessum fiski fóru upp og ofan 126—176 í skippundið. í aflan aflann gengu 2618 tunnur af salti. Eftir fisk- verði á Islandi var allr aflinn á 85,498 kr. 55 aura. FRÁ LÖNDUM. Seattle, Wasil, Marz 16. Hr. ritstjóri. — Sama veðrátta hér. sem lengi hefir verið. Menn eru orðnir steinhissa á þeim miklu rigningum, sem aldrei virðast ætla að hætta. Lít- ið er enn hér um vinnu ; afli enginn. Hart er mjög í ári livervetna manna á meðal. Myndasafn Ilkr. meðtók ég rétt í þessu, og var farið að lengja eftirþví; enþaðer líka ágætt þegar það kemr. Ég er þakklátr fyrirþað, og svo munu allir vera, sem fá það. Þinn M. Einarsson. Alma P. O., N. D„ 12. Marz jl894. Okkr fjallabúum llðr heldr vel hvað heilsu snertir, enda er það gömul trú að það sé heldr loftgott uppi á fjöll- unum; tíðin hefir verið einstaklega góð í allan vetr, og nú er alautt orðið. Seinni part næsta mánaðar eru 12 ár síðan byrjað var að byggja hér í kring um Alma P. 0., og. hafa 37 landar náð hér landi, og eru flestir af þeim búsettir hér og munu yfir höfuð á- nægðir, og munu vera hér 179 landar, 108 fermdir og 71 ófermdir eða undir 14 ára, þar af 6 óskírðir , og munu flestir af þessari tölu hafa Alma P. 0. Hér eru tímar heldr daufir eins og annarsstaðar, og veldr því inn lági prís, er menn fengu fyrir hveitið síðast- liðið haust; uppskeran varð heldr góð, en aldrei borgað eins lítið fyrir það, sem menn höfðu að selja. Síðastliðið sumar mynduðust hér tvö félög, kvenn- félag og bindindisfélag. í kvennfélag- ið hafa gengið yfir 20 konur og hafa þær haldið þrjár skemtisamkomur og upp úr þeim liöfðu þær inn í hreinan ágóða yfir $60, sem þær ætla að verja til þarflegra fyrirtækja og geía fátæk- um. Bindindisfélagið hefir og einnig haft skemtisamkomur, en haft inn miklu minna fé. Inn íslenzki lúterski söfnuðr á Pembinafjöllum ætlar að hyggja kyrkju í sumar, og á hún að standa hjá grafreit safnaðarins; hún á að vera 22 fet á breidd og 30 fet á lengd og 12 feta háir veggir og samsvarandi ris, 3 gluggar á hvorri hlið. Meiri partrinn af efninu er keyptr og kominn þangað, sem kyrkjan á að standa. Svo hefir og verið talað um að .byggja hér samkomuhús í sumar, en hvort nokkuð verðr af því, veit ég ekki. S. G. ORÐABELGrRINN. Mentun svertingja í Bandaríkj- UNUM. I suðrríkjunum eru nú 25 530 skól- ar fyrir svertingja og í þeim skólum hafa 2 250 000 lært að lesa og skrifa. Skólabörnin eru 138 O00 og svartir kenn- arar 20 000. Þar eru líka 150 hærri skólar fyrir þá, og öllum þeim skólum er stjórnað af svertingjum undir skóla- lögum Bandaríkja. PENING A V ANDRÆÐIN. “Óvandaðirogheimskir menn segja, að peningavandræðin og atvinnuskortr- inn hér í Bandaríkjunum só afleiðing af því, að vór höfðum ekki nóg vit til að kjósa þann heiðrsmann til æðsta em- bættis í landinu á ný, sem einu sinni erfði hattinn hans afa síns. Þessir menn ættu að skýra fyrir oss, hvers vegna norðrálfan hefir verið undirlögð jafnvel meiri vandræðum en vér, á liðnu ári. Vissulega hefir þó_ekki kosn- ing Clevelands valdið því, að ríkistekj- ur Bretlands hafa fallið um hálfa elleftu millíón á fáum mánuðum — og ekki heldr leitt af kosningu iians hungrplága vinnulýðsins á Þjóðverjalandi, Frakk- landi og Ítalíu.” (House and Home). Torskilið.? “Jarðskálftinn á Norðr-Indlandi gerði mikil helgispjöll' í því landi. Jörð- in gleypti mörg guðs-hús ins góða Bud- 4ha—“frelsara heimsins”—með 74 prest- um og öllum áhöldum. Lýðrinn horfir agndofa á leifarnar, undrandi yfir því, að guð ekki skuli duga til þess, að varð- veita presta sína og helgidóma frá því að jörðin gleypi þá”. (S. Bl.) ÚR PROFESSOR ALLEN’S SHORT HISTORY OF THE ROMAN PEOPLE. “Á (öllum tímum þegar almenn neyð eða ófarir hafa dunið yfir, hefir þekkingarleysið og hindrvitnin kent því um, ef einhver fyrirlitinn og óvinsæll þjóðflokkr hefir verið í landinu—og á dögum Aureliusar keisara í Rómaborg var eðlilegt að þvilíkt þjóðarálit kæmi niðr á kristnunS mönnum—. Þjóðin hélt að guðirnir hefðu sent yfir hana ófriðinn, vatnsflóðin, hungrið og drep- sóttirnar, sem á þeirri öld lagðist þungt á Rómverja, til hegningar fyrir um- burðarlyndi þeirra við kristna menn— þennau fyrirlitna guðleysingja flokk, sem yfirgæfi musteri guðanna og neit- uðu að dýrka þá guði, sem höfðu vernd að og leitt þjóðina á öllum hennar mik- ilfenglegu vegum til frægðar og auðs. í eðli sínu voru trúbrögð Rómverja mannúðleg og frjálsleg. Þeir leyfðu helgidýrkun í öllum myndum og voru fúsir til að taka annarar trúar menn inn í þjóðfélagið, en kristnir menn neituðu að vera þannig meðteknir. Það var því alment upphróp gert á móti þessum ó- vinsæla þjóðflokki, og inn mildi og rétt- láti keisari átti ekki annars kost, en að beita lögunum gegn þeim mönnum, sem neituðu að dýrka þjóðarguðina. Þau trúbrögð,sem komu í bága við þegnleg- ar skyldur, gátu ekki verið liðin. Hatr- ið gegnkristnum mönnum, þessum au- virðilega flokki, sem ekkert skeytti um föðurlandsást, styrktist af inum sífeldu deilum og ófriði milli sjálfra þeirra og inu óaðgengilega formi, sem þeirra trú- brögð höfðu í augum ókunnugra manna, sem Aurelíus keisari gat ekki álitið friðar eða mannástar trúbrögð, ekki upplyftandi framfarameðal, né að þau hefði í sér skynsamlega hugmynd um annað líf—ina komandi veröld—. In kristna kyrkja var full af mótmælum, rifrildi, ofsa og hlutdrægni, og trú- brögð hennar því fyrir lians augum eins og regla heimsku, yfirráða og fjárdrátt- ar. Það var því afsakanlegt að hann beitti lögunum gegn henni og léti c f • sækja hana”. Ódýrt! Ódýrt! • Ódýrt! Já, dæmalaust ódýrt er það, að ég um næstkomandi viku sel bundið hey (Baled hay) fyrir $5.00 tonnið, en & 30 cts. eitt bindi; mjöi og allar aðrar fóðrtegundir sel ég einnig með lægra verði en þið eigið kost á ann- arstaðar. TAKIÐ EFTIR! Hver sem kaupir lijá oss eitt tonn af heyi, og sýnir oss um leið 'auglýsing þessa, fær að auki 25 cts. afslátt frá því, sem hér er auglýst. Munið eftir staðnum 131 Higgins Str. 19. March 1894. W. Blackadar. 030 Jafet i föður-leit. hafði hann ekkert hugboð um, að við mund- um svo bráðlejj.a skilja, sem fyrir lá; því að ég var einráðinn í því að freista nú gæfu minnar aleinn. Þó ad rnér þætti sárt að skilja nú við Svo trygðreyndan vin eins og Tímóteus, þa var ég fastráðinn í því, ad hafna jafnve ans aðstoð og félagsskap. Kg var staðráðinn í að Rieyma öuUi sem á dag- ana hafði drifið, og byrja iffferilinn alveg að nýju. Meðan 1 ímóteus skrapp út og pantaði mér sæti í póstvagninum til Richmond, sett- ist ég niðr og ritaði honum svolátandi bréf : “Kœri Tímöleus minn, - þú m&tt ekki halda að ég meti ekki vináttu þína ejns og hún er verð eða að ég muni nokkurn tíma gleyma, hvað þú hefir verið mér, þó að ég segi þér nú, að við eigum líklega ekki fyrir okkr að sjást nokkurn tíma framar. Ef hamingjan skyldi verða með mér, þá. vona. ég við sjáximst aftr — en það er lítið utlit fyrir það. Ég hefi tapað svo að segja öllu: peningat- mínir allir farnir, húsið selt; hef tapað öllu í spilum. Þegar ég skil nú við þig, tek ég að eins með mér fötin mín í töskunni minni og tuttugu pund í peningum. Þér skil ég eftir alla inn- anstokks-munina; þá vorðr þú að selja, og alt annað, sem eftir er. Það skal vera þitt alt saman; og ég vona það nægi þér til að Setja þig á laggirnar í einhverri atvinnugrein. Jafet í fiður-leit. 537 Guð blessi þig, og því máttu treysta, að ég er ávalt þinn þakklátr og skuldbundinn vin Jafet Newland.” Þessu bréfi stakk ég svo á mig, til að geyma það ; ég ætlaði að láta það á pósthúsið þegar ég færi frá Richmond, Næsta bréf mitt var til Mr. Masterton’s. Það var svo : “Herra, — Bróf yðar hefi ég meðtekið, og ég er hræddr um að með því hafið þér, en þótt ó- vitandi, orðið orsök í núverandi ástandi mínu. Að ég hafi ekki verðskuldað ummæli þau sem þér ávörpuðuð mig með, um það getið þér geng- ið ur skugga með því að tala við Mr. Harcourt. Þetta alt rak mig til örvæntingar og nú hefi ég tapað aleigu minni, því að við aðrar yfirsjónir mínar bætti ég og þeirri að leggjast í fjárhættu- spil. Ég legg nú af stað að freista hamingj- unnar og leita föður míns. Færið þér Win- dermear lávarði innilegustu þakkir mínar fyrir hans góðu boð og velvild alla; og full- vissið hann um það, að ég mun ávalt virða liann og vera honum þakklátr. Sjálfum yðr kann ég hjartanlegustu þakkir fyrir yðar vin- samleg ráð og góðvild, og fyrir það hve ant þér hafi jafnan látið yðr um velferð mína; og ég skal ávalt biðja clrottinn að blessa yðr og farsæla. Ef þér getið á nokkurn hátt verið til aðstoðar vini minum Tímóteus, vesl- ing, sem ég efast ekki um að finni yðr að 540 Jafet í fðður-Ieit. ágóðanum af að selja gömlu konunni áburð- inn, og fengum þrjá og hálfan penning hvor í hlut.” “Jæja; fari það svo, ef verkast vill; það mundi hryggja mig þín vegna, en eklci fyrir sjálfs míns hönd, því að þá yrði ég þér meira verðr heldr en ég er nú sem þjónn þinn, sem htið sem ekkert hefir að gera.” Ég hugsaði með sjálfum mér: “Ég hefi verið flón; ég held ég hafi verið það — verið stórflón. En teningunum er nú kastað. Ég ætla nú að sá í sorg, og hamingjan gefi, að ég megi upp skera í gleði. Ég finn nú með sjálfum mér,” hugsaði ég (og ég fann það með sjálfum mér) — “ég finn með sjálfum mér þá gleðilegu von og vissu, að við munum hitt- ast aftr, og að við munum einhvern tíma á síðan henda gaman að harmi þeim, sem skiln- aðrinn nú bakar okkr.” — “Já, Timm,” sagði ég upphátt; “öllu er óhætt.” ‘ 'Öllu óhætt! Mér hefir ahlrei komið til hugar að það væri svo sem neitt að sórstaklega, nema það, að þér fellr svo þungt að fólk skuli ekki hafa þig í sömu hávegum nú, eins og þegar það hélt að þú værir veflauðugr.” “Það er satt. Og mundu, Timm, ef Mr. Masterton skyldi minnast á mig við þig, sem gæti komið fyrir eftir að ég er farinn til Rich- mond, — mundu þá að segja honum, að ég hafi borgað gamla fantinum honum Emanúel hvern skilding af því, sem hann lánaði mér, og þú I Jafet í föður-leit. 533 “Ter eru mjöch undarlegr, herri, Misjter Newland,” sagði hann; “fyrst sparkið tér mich niðr stigann, och so—en, tað gerir ekkert til.” “Guðsfriði, Mr. Emanúel,” sagði ég ; “lofið mér nu að borða matinn minn í næði.”

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.