Heimskringla


Heimskringla - 31.03.1894, Qupperneq 2

Heimskringla - 31.03.1894, Qupperneq 2
 HEIMSKRINGLA 31. MARZ 1894. komr út á Laugardögum. Tae Heimskriiigla Pt*. & PaM. Co. útgefeudr. [Publishers.] Verð blaðsins í Canada og Bauda- ríkjunum : 12 máau*i 32,50 fyrirframborg. ?2,00 6 ----- $1,50 ---- _ $100 3 ----- $0,80; ---- $0,50 Ititstjórinn geymir ekki greinar, sem eigi verða uppteknar, og endrsendir þœr eigi nema frímerki fyrir endr- sending fylgi. Ritstjórinn svarar eng- um bréfum ritstjórn viðkomandi, nema í blaðinu. Nafnlausum brófum er enginn gaumr gefinn. En ritstj. svar- ar höfuudi undir merki eða bókstöf- um, ef höf. tiltekr slíkt merki. Uppsögnógild að lögum, nema kaup- andi sé alveg skuldlaus við bla'Sið. Ritsjóri (Editor): EGGERT JÓHANNSSON. Ráðsmaðr (Busin. Manager): J. W. FINNEY kl. 9—12 og kl. 1—6 á skrifst. Til lesendanna. Samkvæmt ósk stjórnarnefndar Hkr. prentfél. hefi ég tekið að mér ritstjórn blaðsins um óákveðin tíma, jafnvel þótt ég hefði svo miklu fremr kosið að sjá okkar fjölhæfa blaða- mann, herra Jón Ólafsson, skipa það sæti framvegis eins og að undan- förnu. Að leysa þetta starf af hendi eins vel eins og ég get eru þau einu lof- orð sem ég hefi fram að bera við þetta tækifæri. En gjarnan vildi ég mega vona að lesendr blaðsins og við- skiftamenn sýndu mér sama umburð- arlyndið og sömu góðvildina nú, eins og þeir sýndu mér fyrrum í sams- konar stöðu. Egoert Jóhannsson. Winnipeg, 26. Marz 1894. Veiði-leyfln. Peningar sendist í P.O. Money Or- Letter eda Express wloney Order. Banka-ávífianir á aðra banka, en í Winnipeg, eru að eins teknar með afí’öllum. 653 Pacific Ave. (McWilliam Str.) KVEÐJA*. Með þessu tölublaði Heimskringlu er ritstjórn mín og öll afskifti af Heimskringlu á enda. Eg hefði gjaman viljað halda því starfi lengr áfram, af því að mér var •orðið það kært. Ég er búinn að líða súrt og sætt við það í liðug tvö ár, og hefir mér á þeim tíma tekizt að gefa blaðinu nokkurn veginn skýrt ákveðna stefnu og safna utan um það flokk af vinum og stuðningsmönnum, sem hafa veitt því drengilegt fylgi. Og ég hefi orðið þess áskynja, að ég hefi áunnið mér fjölda velvildgrmanna, sem ég hefi marga hverja aldrei séð né heyrt. — Sér í Iagi hefi ég unnið ritstjórnarstarf mitt með glöðu geði síðan í Septomber í haust, er leið, eft- ir að blaðið fór að komast í samt lag eftir brunann, og einna kærast var mér starfið við mánaðarritið ; þar var ég laus við liversdagsmálanna þref og þjark og hatr, og þar hafði ég auga- stað á að vinna upp með tímanum rit, sem væri þjóðflokki vorum hér vestra fróðlegra og þarfara en jafn- vel blöðin. En þetta hefir ekki átt, að lánast. Ég veit ekki með vissu enn, hver eftirmaðr minn verðr. Vildi að eins óska að það yrði einhver, sem leysti starf sitt að öllu samtöldu viðunan- legar af hendi, en ég hefi getað gert og sérstaklega vildi ég óska að hann geti lifað af og til á loftinu; þá er ég viss um, að bæði eigendr blaðsins og kaupendr verða forstöðunefnd hlaðsins þakklátir fyrir umskiftin. Ég á ólokið við Chicago-greinir mín- ■ar, og einnig við “Breytiþróunarlög- málið” í “Öldinni”. Ég get ekki að því gert að botninn dettr úr þeim ekki hálf- .búnum. Hvort ég get komið út niðrlaginu, veit ég ekki nú. Það er undir því kom- ið, hvort mér tekst það, sem ég nú er neyddr til að reyna, að koma upp sjálf- stæðu íslenzku mánaðarriti. Á því hefi ég huga, bæði af því að mér er það starf kært og ég álít það þarft verk og veit, að það borgar sig, ef því verðr komið í verk, og svo af því að ég at- vinnulaus og allslaus verð að reyna að taka eitthvað fyrir. En mig skortir, auk þess, som ég kann að hafa von i nú, að minsta kosti alt að 8400 til þess að geta það, svo vel sé; og það er ekki líklegt í þessu árferði að mér gangi greitt að hafa þá saman. En á mcðan kveð ég yðr alla með þökk og vinsemd. Sömuleiðis þakka ég mínum daglegu samverkamönnum, öllum þeim. sem áðr sátu með mór í forstöðunefnd félags vors og nokkrum af inum núverandi nefndarmönnum góða samvinnu og velvild og umburðar- lyndi. Og “Heimskringlu” óska ég, að hún verði í höndum eftirmanns míns ekki lakara blað, en hún hefir verið í mínum höndum ; þá veit ég að hún á fyrir höndum gott gengi. 20. Marz 1894. JÓN Ólafsson. *) Komst ekki fyrir í síðasta bl. Það er misskilningur og ekkert annað, að veiði sé bönnuð yfir sum- tímann í Winnipeg-vatni. Mun mis- skilningur sá hygður á þeim ummæl- um í lagagreininni er út kom 28. des. síðastl., að þeir, sem búanda-leyfi (Ðom- eatie Licence) kaupi, megi hafa úti meet 500 faðma (1000 yards) af netum, og ekki nema yfir vetrartímann. Vér höfum ekki þessa áminstu laga- grein við hendina, en þorum eigi að síðr að ábyrgjast, að þetta ofanritaða er rétt innihald hennar, þó það sé ekki bókstafleg þýðing. Og það eru einmitt þessi ummæli, sem misskiln- ingnum valda. En þessi ákvörðun nemur engin fyrverandi lög úr gildi, lieldur er hún viðauki við fyrverandi lög — lög, sem enn eru í gildi. í þeim lögum (frá jan. 1892) er ákveðið, að þeir, sem Lomealic Licence kaupi, megi hafa úti mest 150 faðma (300 yds.) og enginn árstími undanskilinn, annar en til- tekinn friðunartími. Þessi lög eru í gildi enn, og að auki viðaukagrein sú, er gefin var út í vetur, og sem sam- in var 4 þeim tilgangi einungis, að auka veiðirétt búenda við Winnipeg- vatn, en þrengja veiðirétt fiski^élag- anna. Að svo er, sózt greinilega á því, að neta-faðmfjöldi fiskifélaganna er með sömu lögum lækkaður um helming, en neta-faðmafjöldi búenda aukinn um meira en tvo þriðju hluti á vetrum. Eins og veiðilögin nú standa, er innihald þeirra, að því er búendaleyfi snertir, á þá leið, að á sumruin má hver einn hafa úti í mesta lagi 150 faðma (300 yards), og á vetrum í mesta lngi 500 faðma (1000 yards). En þetta gildir að eins fyrir þá, sem búsettir eru fram með Winnipeg-vatni, eins og leyfi-nafnið — Domestie Licence — ber með sér. Ástæður manna í Nýja-ísl. Vér höfum orðið þess varir, að all- mörgum í Nýja-ísl. fellr illa og þyk- ir ekki réttlátt greinarkorn það, sem birtist í Hkr. 17. þ. m., þar sem sagt er, að hart sé i ári í nýlendunni og að margir hafi litið að borða nema fisk o. s. frv. Grein þessi var alls ekki rituð af illkvitni, heldur var hún hygð á frómlyndislegum sögum, er bárust oss á skrifstofu blaðsins. Oss var og kunnugt um, að búnaðar-aðferð Ný- íslendinga er enn sem komið er (þótt þar séu auðvitað nokkrar heiðarlegar undantekningar) ekki hin líklegasta til að veita aflsnægtir, og styrkti það oss í trúnni um, að sagnir þessar kynnu að vera réttar. En svo hafa oss síð- an borist skilmerkilegar fregnir um, að grein þessi sé að minsta kosti orð- um aukin. Því er ekki neitað, að þar sé hart í ári, en því er neitað, að þar só harðara nú en í öðrum nýlendum ísl. og þar af leiðandi óþarfi að benda á harðæri í Ný-ísl. fremr en annar- staðar. Verðhrunið á fískinum vann einstaklingum og allri sveitinni í heild sinni ekki lítið tjón; en svo stórvægi- legt er það ekki, að það hafi svift, nema þá sárfáa fátæklinga, möguleik- um til að afla sér venjulegs fæðis, og fæðistegundir í N. ísl. eru fjölbreytt- ari og öldungis eins kraftgóðar og i hinum nýlendunum. Að kaupmenn séu að kalla hættir að lána þykir ekki heldr réttlát sögn. Lánveitingar munu auðvitað takmark- aðri nú en að undanförnu, af því út- litið með peningaföng er sem stendr ekki hið álitlegasta. En hvað snertir verzlun þeirra Sigurðsons bræðra — lang-stærstu verzlunina i N.-ísl.—þá mun nær sanni að segja, að þeir, sem staðið hafa í skilum, eigi lítið ef nokk- uð örðugra með að fá lán nú en að undanförnu. Líklegt er, að það sama megi segja um hinar verzlanirnar, en þó látum vér það ósagt, sökum ó- kunnugleika. Þeim af Ný-íslendingum, sem finst til um þetta ofangreinda greinarkorn, vildum vér benda á, að Hkr. hefir hlutdrægnislaust bent á harðærið og harðærisvotta í liinum ýmsu bygðum íslendinga, og mun halda áfram að gera það hvenær sem ástæða þykir til vera. Það er ekkert unnið en óvíst hve miklu tapað með því, að þegja yfir ókostum eins bygðarlags, eða þreng- ingum einstaklinga í því eða því hygð- arlagi. Hvað N.-ísl. snertir, þá er það mikið búendum þess að kenna, hve almenn sú skoðun er, að þar sé lít- ið að hafa nema fisk úr vatninu. Og það eru litlar líkur til að sú skoð- un breytist að mun, fyrri en jarðræktin er hafin á hærra stig og búnaðarað- ferðinni breytt í hérlendara horf. Nýtt fyrirtæki. Úr þvi að ég á ekki kost a að vinna lengr að ritstjórnarstarfí við Heims- kringlu og Öldina, en langar til að fást enn við ritstjórnarstarf, þá hefir mér komið til hugar að reyna nú að koma tfl framkvæmdar þeirri hugsun, sem ég vakti máls á í ræðu minni á Is- lendingadaginn 1892, að koma á fót mentandi og fraíðandi alþýðlcgu manað- arriti fyrir íslendinga, sem flytji mán- aðarlega létt og alþýðlegt ágrip af nokkru því markverðasta sem hugsað er og ritað í merkustu tímaritum ins mentaða heims, ásamt stöku snildar- verkum rithöfunda og yfirflti yfir sumt ið merkasta í uppfindingum. Slíkt rit mætti ekki vera mjög smátt, og til þess að koma því út á ódýrastan og vandaðastan hátt, þarf útgefandinn að hafa prentáhöld. Ég geri ráð fyrir að ritið verði að mínsta kosti 32 hls. í stóru tvídálkuðu broti (64 dálkar) á mánuði og heft í laglega kápu, og mundi 12 hefti á ári geta selzt á 82. En til að koma þessu á fót þarf um $400 stofnfé, og þá er nú eftir að vita, hvort löndum hér svo mikill hugr á að fá slíku riti komið á fót, að það sé stuðningsvert, og hvort þeir bera það traust til mín, að ég geti leyst það verk vel af hendi, ef efni fást til að lcoma því á fót. — Ef svo væri, þá væri ekki miklu til hætt fyrir svo sem 200 menn að leggja fram sína tvo doll- arana hver í hluti til stofnf jár. Nokkrir vinir mínir hafa tjáð sig fúsa til að gangast fyrir þessu máli, og fel ég þeim á vald að gera það á þann hátt, sem þeim virðist bezt við eiga, Fjöldi greindustu og mentunarfúsustu landa hér vestra hafa bréflega látið i ljósi við mig, hve æskilegt þeir álitu að slíku riti yrði komið á. Frá þeim, sem líkt hugsa, hýst ég við stuðningi, en ekki frá þeim, sem ekki álíta fyrirtækið stuðnings vert. Winnipeg, 20. Marz 1894. JÓN ÓLAFSSON, 524 Nena Str. (eða : P. O. Box 535). Áskorun til Vestr-Islendinga. Við undirskrifaðir, ásamt nokkrum fleiri mönnum, sem hafa heitið aðstoð sinni, höfum tekið að okkr að gangast fyrir að safna fé því, sem þarf til ofan- nefnds fyrirtækis. Okkr þætti hagfeldast, að fé þetta fáist fram lagt að sumu leyti sem hlutir og að sumu leyti sem lán til útgefand- ans, svo að hann geti átt nokkuð í fyr- irtækinu. Það er að okkar áliti ekkert æskilegt fyrir Jón Ólafsson að vinna að slíku fyrirtæki meðan það á örðugast uppdráttar í byrjun, ogeiga svo áhættu að einliverjir aðrir kaupi síðan upp nægan lilutafjölda af hluthöfum, til að ryðja honum úr vegi, þegar fyrirtækið fer að borga sig. Við förum því fram á, að þeir sem þetta mál vilja styðja, taki sumir hluti, hvern á 82 (og getr hver sem vill tekið fleiri en einn hlut), en að nokkrir vildu leggja fram tillög sem Idn til útgefandans, og mega þter upphæðir vera svo smáar og stórar, sem hver vifl, en útgefandi fái sem hluthafi einn atkvæðisrétt fyrir hverja $2 af lánsupphæðinni. Lánið skyldi vera óuppsegjanlegt í 4 ár, en þó svo, að útgefandi megi endrborga það fyrri, ef fyrirtækið leyfír, t. d. með & eða \ á ári. Þar eð áformað er að tímaritið geti byrjað í Júnímán. næstkomandi, en reynsla er fjTÍr, að það tekr nokkuð langan tíma að fá letr, sem pantað er, vestr hingað, þá óskum við að allir, sem málinu vilja sinna, bregði sem allrafyrst við og sendi inn tillög sín nú þegar, svo að alt yrði inn komið, ef auðiðværi, í Apríl-lok eða fyrstu viku Maí-mánaðar; og biðjum við hvern mann að tiltaka, hvort tillag hans á að vera fyrir hlul, eða sem lán. Meðundirskrifaðr E. Gíslason veitir móttöku öflu, sem inn kemr, og kvittar fyrir vikulega í Heimskringlu, nema einhver óski sérstakrar kvittunar, þá kemr ekki nafn hans í blaðinu, heldr að eins upphæð þess, sem sérstaklega hefir verið kvittað fyrir. I næstu hlöðum auglýsum við nöfn þeirra manna í nýlendunum, sem fyrir þessu máli gangast þar. Við höfum þegar talað við allmarga í bænum uin þetta mál og mætt beztu undirtektum. Vór búumst við sama úr nýlendunum. Við vonum, aðþótt hart sé í ári, komi tiflög inn mörg og Jljólt, og sýni þess merki, að penni Jóns Ólafs- sonar eigi marga vini meðal íslenzkra karla og kvenna í Ameríku. Winnipeg, 28. Marz 1894. KRISTINN STEFáNSSON. E. Gíslason. Ó. Stephensen, 601 Ross Ave. læknir. Orða-belgrinn. [Öllum, sem sómasamlega rita, er velltomið að “leggja orð í belg;” en nafn- greina verðr hver höf. sig viö ritstj., þótt ekki vilji nafngreina sig í blaðinu. Engin áfellis-ummæli um einstaka menn verða tekin nema með fullu nafni undir. Ritstj. afsalar sér aflri ábyrgð á skoðun- umþeim, sem koma fram í þessumbálki]. Til hinna frjálslega liugs- andi manna. Kæru vinir. Ég verð að afsaka dráttinn, sem orðið hefir á útkomu "Dagsbrúnar”, við hina heiðruðu kaupendur blaðsins. Hann hefir stafað af féskorti, en ekld af viljaskorti eða trassaskap; en nú er- um við teknir til starfa að nýju og það fyrir alvöru. Desomber, Janúar og Febrúar númerið er þegarút liomið og 2 næstu númerin, jafnvel 3, húin undir prentun. Ég treysti þvi, að kaupendur blaðsins, sem flestum hefir líkað stefna þess vel, styðji að útbreiðslu þess, ekki einungis með því að kaupa það og lesa ogljá öðrum, heldr með því að útbreiða það, útvega oss nýja. kaupendur. Ég vil geta þess, að nú er ég farinn aðþýða fyrirlestur eftir nafnkunnan mann, Sa- vage, sem nú er talinn einn hinn mesti ræðuskörungur í frjálslynda stefnu. Fyrirlestra þessa kallar hann : “Trúiná tíuð" og mun flestum þykja mikið til þeirra koma. Þýðing þeási kemur nú í Dagsbrún hvað af hverju. Þá vil ég og benda á grein um Sunnudagaskólana, sem hver og einn rétttrúaður eða van- trúaður ætti að lesa með athygli ; þeir mundu hafa gott af því; greinin er í þvínr., sein nú er að koma úr press- unni. Enn vil ég og henda á fyrirlestur eftir undirskrifaðann, um Syndnjlóðið Þá vil ég og geta þess, að bráðlega verð ur tekið til umræðu í Dagsbrún kverið, sem landar láta börn sin læra sem leið- arvísir til guðsríkis. Lesendur og kaupendur Dagsbrún- ar eru alt of fáir enn þá. Það er rangt skoðað að ætla, að ^hleypa trúmálum fram af sér, Flokkur vor er orðinn mannfleiri enn svo, að hann lognist út af. Þvi er mönnum bezt að kynna sér málefni þessi sem fyrst, svo menn beri skynbragð á, um hvað verið er að ræða, Ég óska þess eins af löndum, að þeir skoði málavöxtu, annars geta þeir ekki dæmt, en málavöxtu geta þeir því að eins skoðað, að þeir lesi Dagsbrún. Nýir kaupendur munu flestir renna grun í hvar Dagsbrún er að fá. í Win- nipeg hjá hr. Einari Ólafssyni, 684 Maryland Str., eða á skrifstofu Heims- kringlu. Magnús J, Skaptason. Mynsters-trúin og Sameiningar-trúin. Það varð eins mikil gleði í “Sam- einingar”-ríkinu í Október 1892, eins og getr orðið á himnum, ef að 99 syndarar í einum hóp hættu ráð sitt, þegar séra Lárus Halldórsson rétti “glötunar”-kenningunni hér vestra sína prestlegu hjálparhönd og afsakaði Dr. Mynster frá þvi broti gegn elds- og brennisteins-mönnunum, að hann "bregði upp” i kunningjum sínum nokkru "vonarljósi” urn lausn þeirra frá eiflfum píslum, sem deyja óvið- búnir. En, ofli því gáleysi, eða hvað, að prestarnir leiddu hjá sér “að taka með í reikninginn” það sem Dr. Mynster segir nálægt niðrlagi á fyrri hugleiðing hans um “annað lif.” Þegar hann er í bænininni að tala um ina útvöldu? oi ð hans eru svona : “Þeir eru allir hjá þér, og vér verðum teknir í félag þeirra, annaðhvort undir eins eða smátt og smátt, eftir því sem vér verðum hæfir til þess; því það er nógr tími hinumegin grafar- innar til þess, að allir þeir geti kom- ið saman, sem hoyra til ins mikla safnaðar, er þú safnar í lifendum og dauðum.” Samanburðr. á þessum orðum Dr. Mynsters við kenningu “Sameining- arinnar” um sama efni í Janúarbl. 1893, getr vakið athygli manna um það, hvort “Mynster stendr alveg á grundvelli innar lútersku kyrkju eíns og hann er tekinn fram í Ágsborgar- játningu.” “Sameiningin” segir. “að til er kvalastaðr fyrir þá sem ekki deyja í drottni — að þessi staðr opn- azt þeim tafarlaust eftir dauðann — að kvölunum þar er að likja við eldsloga — að djúpið sem aðskilr þenna stað frá paradís, verðr ekki yfirstíg- ið — að einnig alt aðrír menn en af- hrök mannkynsins, stórglæpamenn- irnir, opna augu sín í þeim kvala- stað.” Hún hallar til safnaðanna, að það “sýnist býsna ervitt að finna or- sökina til glötunar ríka mannsins” — og til ins almenna og einstaka : “Þú getr verið allra heiðarlegasti maðr — óágjarn, reglumaðr, flknsamr og mesti meinleysingi, og þó verið eihs og hann” — "fyrir hann var guðsriki ekki til, og svo gat hann þá ekki heldr verið til fyrir guðsríki” — ‘ ‘hann hafði með- tekið sin gæði meðan hann lifði” — “honum myndi liafa fundist hann vera í helvíti, þótt guð hefði getað sett hann inn í himnaríki.” Hver maðr hefir séð á íslenzkri tungu, á- kveðnari kenninguna til að "gera út af við” sáluhjálparvon rnanna, en þessa “Sameiningari’-kenningu ? Háttstandandi prestr í kyrkjufélaginu segir sig hafa “hálfóttasleginn og hik- andi lagt út í það að verja kenning guðsorðs um eilífa útskúfun.” En hann gerir bráðum þá játning : “þá getum vér nú, fyrir guðs náð, sagt, að allar þessar tilfinningar eru nú horfnar.’ (Sjá Desember bl. Sam. 92). Var sama “guðsnáðari’-tilfinningarleysið enn þá eign hans á Hallsonfundinum ? Eða gat hún þá ekki notast sökum pen- ingalegra hygginda, sem miðuðu til að ná sem flestum inn undir gi-eiðslu- skilduna fyrir þeirra "sáluhjálp,” hvort sem þeir voru “rétttrúaðir,” og þess vegna líklegir til að gcta fengið pen- inga sína borgaða i himneskum aur- um, eða “vantrúarmenn,” sem annað- hvort yrðu að “umvendast,” hvort sem þeir gátu það eða ekki, eða að öðrum kosti, að taka peninga sína og vexti af þeim í inní gömlu glóðarmynt ? Séra Matthíasi var einu sinni sagt, að "afneitun glötunarkenningarinnar leiddi óhjákvæmilega til afneitunar á gjörvöllu kristindóms-evangeliinu.” Menn, sem hafar gefið sér tíma til að kynnast Jehóva Gyðinganna, eins og hann kemr fram til orðs og æpis í gamlatestamentinu, geta börið sam- an við tilfinningar sínar um hann fórn hans á eigin syni hans saklaus- um, en eflausteru þó margir menn til enn þá, sem álíta blóðfórn Jesú það heilagasta sem þeir vita af í eigu sinni. En livaða skoðun sem menn annars hafa um endrlausnarlærdóminn » og “annað líf,” þá sýnist vera orðin á- stæða til að spyrja presta kyrkjufé- lagsins, hvað langt sé nú enn þá ófar- ið—á þeirra hlið — til “afneitunar á- gjörvöllu kristindóms-evangelíinu,” ef Sameiningar-kenningin er látin hafa nokkra þýðing. Munurinn á þeim og séra Matth. sýnist þessi : hann er látinn fella evangelíið með því að kippa helvíti undan því, en Sam. veitir ei- flfum eldi svo ríkuglega yfir það, að flest, ef ekki öll, einkenni vel siðaðs manns og góðs borgara verða í kafi. Lítið mun hafa farið fyrir því á Mynst- ers dögum, að ríkjastjórnir væru þá farnar að verja ærnu fé, til þess sér- staklega, að siða óstjórnleg ungmenni mannfélagsins, og frelsa þau með því frá sakamannastíum og flflátum, en þó gat honum hugsast að guð mundi ekki vera svo langt á eftir siðgóðum mönnum, að þrátt fyrir það, að hann "vill að allir menn verði sáluhólpnir,” þá leiði hann þó hjá sér allar tilraun- ir til endrhóta og sáluhjálpar hörnum sínum í komandi lífi, en varpi frá sér öllum óviðbúnum, úr grátlegum líkn- arlausum hörmungum dauðans, í eilífan eldsloga. Geta menn ímyndað sér, að Sam.-höfundarnir viti minstu ögn meira um annað líf, eða um sæluástand þar og kvalir, heldr en Dr. Mynster, Marteinson, séra Matthias og séra Magnús, eða jafnvel hver annar ein- stakur maður? Allir þessir nefndu ágætismenn hafa lesið það sem haft er eftir Jesú í Nýja-testamentinu um glötunina—og sem vesturheimsku- prestunum er svo starsýnt á — en þeir trúa því ekki, að hann se liöfundur þvílíkra kenninga, heldur en þeir trúa því, að hann hafi nokkurn tíma sagt: "Ég er ekki koniin til að senda frið, heldur sverð”. "Því ég er kominn til að ýfa manninn á móti ,föð- ur sínum, og dótturina í gegn móður sinni, og sonarkonuna gegn móður manns síns”, Matt. 10. 34—-3Ö. Auðvit- að þarf líka valda presta til að trúa því, að Jesús hafi sagt: Hinum út í frá verður alt að kenna í dæmisögum, svo að þeir sjáandi sjái, en skynji þó ekki, og heyrandi heyri, en skylji þó ckki, svo að þeir snúi sér ekki og fái fyrir- gefning synda sinna Mark. 4. 11—12,— Eða að hann hafi sagt: “Ef sá er nokkur, sem til mín kemur og hatar ekki föður sinn og móður, konu, börn, bræður og systur og jafnvel sitt eigið líf, hann getur ekki verið minn læri- sveinn” Lúk. 14., 26. Og svo er um glötunarkenninguna og margt annað. Það er aftr og aftr viðrkent í kyrkjufé- laginu, að “helvitis-kenningin” er grundvöllur undir gjörvöllu kristin- dóms evangeflinu”. Á þessum grund- velli drap kristin kyrkja þúsundir sak- lausra manna á fyrri tímum og hætti því ekki fyrri en borgaralegt ríkjavald sagði við hana í alvöru: “Þú skalt ekki mann deyða” ! Á þessum grund- velli standa enn í dag öll kyrkjuþing, trúarjátningar, eiðar kyrkjunnar, fjár- heimtur og skólar. Á þessum grund- velli er bygð sú kenning Sam.: “friðar- kyrkja er dauðans kyrkja”, og öll þau storyrði, hatur og ofsi • við þá menn, sem ekki liafa allar trúarskoðanir steyptar í “Ágsborgar”-mótinu. Sjá rithátt kyrkjublaðanna hér vestra um, séra M. J. Skaptason, þrátt fyrir að á- stæður hans eru ósvaranlegar. Áhrærandi “innblásturs”-helgi bifl- íunnar yfir höfuð, þá er eitt vist, að ef “guðs andi” hefði skráð nokkra bók, þá má hún til að vera alt i gegn um heilög v vizka, rkttlati. dst, fegurð. sannleiki og samldjóðun, scm þolir allar rannsóknir vitsins og vísindtmna til eilifðar. Þetía er undantekningarlaust skoð- un allra ‘ ‘vantrúarmanna” og á þessum vegamótum skiljaþeir samferð við prest ana og aðra “rétt-trúnaðar”-menn, sem segja, að “guðs audi stýri öllu máli rit- höfunda biblíunnar og ráði öllum þeirra orðatiltækjum”, og á þessum vegamót- um skilja siðferðistilfinningar þeirra að miklu leyti. Útlistun á svörtustu stöðum bibli- unnar er frestað þangað til neyðarvörn heimtar það. Mountain, N. Dakota, 24. Marz 1894. B. Brynjólfsson. Dúlitlar athug’asemdii’ við hanagal Þingvellingsins. Herra ritstjóri Heimskringlu. Eft- fylgjandi athugasemdum við ritgerð hr. Th. Paulsons í 19. nr. Lögbergs bið ég yðr að ljá rúm i yðar heiðraða blaði. Það eru sérstaklega tvö atriði í grein Th. Paulsons, sem ég íinn mig skyldan að loiðrétta, með því að mér finst kunningi minn Th. Paulson ekki herma alveg rótt. Fyrra atriðið er við- víkjandi agentsstörfum hans fyrir Ca- nada Settl. Trust & Loan Co. Limtd. Vill hr. Th. Paulson gera svo vel og sýna mér, hvar og hvenær ég hafi sagt það eða skrifað, að hann hafi verið agent þess félags. Alt sem ég sagði í grein minni, var, að hann hefði verið agent; en hann hefir lesið á milli lin- anna, að ég meinti fyrir ið áðrnefnda fólag. Ég stend við það, að hann var þá innflytjonda-agent, og ég veit ekki nema hann 'sS f)Tið enn fýrTrilVf. & N. W. járnbrautarfélagið, og hafði hann vissa upphæð peninga fyrir hverja þá fjöl- skyldu, er hann færði inn í íslenzku bygðina með fram brautinni. Hann veit sjálfr, hvað laun (commission) hans var mikil; ég þarf ekki að segja honum það, enda þótt ég viti vel, hversu þau vóru há og þvi ekki láandi, þótt hr. Th. P. væri fús á að gera sér smá-ómök við að reyna að tryggja sem flestum bústað í Gózen-landinu. En eftir er nú ef til vill að vita nema eitthvert það samband hafi verið á milli þessara tveggja félaga, nefnil. járnhrautarfó- lagsins og lánfélagsins, að hann gæti kallazt nokkurs konar agent fyrir þau bæði. Því meiri heiðr, því stærra verksvið, ekki að tala um hvernig það var leyst af hendi. En af einhverju hefir það verið, að honum líkaði stór- illa, ef einhver annar en liann var feng- inn til að túlka viðvikjandi lántökunni. Þá er næst að athuga, er Th. Paul- son segist aldrei hafa lofað hvorki mér né öðrum láninu vaxtalausu fyrsta ár- ið, því þar til hafi hann ekkert umboð haft. Þar skal ég ekkert um segja, hvaða umboð hann liefir haft, og varðar ekkert um heldr. En hann sagði mér sem túlkr ininn, að félagið lofaði lán- inu rentulusu fyrsta árið. En að Th. Paulson hafi vísvitandi verið þar að draga mig á tálar, hefir mér aldrei dott- ið í hug að segja ; Þvert á móti, því ég hefi ekki síðan þeltt hann að þesskonar (áðr þekti ég hann lítið sem ekkert), heldr virði ég honum til vorkunnar að hafa ekki skilið betr, þegar hann var að tala við ráðsmenn og agenta félagsins. Hann er að reyna hér að réttlæta sjálfan sig og hrúkar þau rneðul til þess, sem auðvitað hafa veríð honum handhægust, og það er að mála mig svo grunnhygginn, að ég hafi ekki skilið sig rétt. Enu hvernig stóð þá á því að — þegar ég ásamt fleirum fór til Salt Coks til að eiðfesta, hverju við hefðum tekið á móti af gripum og verkfær- um hjá félaginu, þá skildi ég undir eins hr. Jón Magnússon, nábúa Th. P. er þá var með okkr sem túlkur, er hann sagði að Mr, Smith umboðs- maðr félagsins segði að við, yrðum að borga rentur af láninu frá þeim degi, er við tækjum við því. Eg var sami maðr þá sem ég var þegar Tli. P. var að túlka fyrir mig. Enn það munaði bara þessu, að það var nú með okkr maðr, sem skildi það sem talað var við hann og hr. Jón Magn- ússon mun kannast við, að ég þá lét í ljósi, að ég hefði liætt við alla lántöku ef það hefði ekki verið of 4>að er því ekki til neins fyrir hr, _h. P, að vera að telja lesend- um Lögb. trú um, að það hafi verið grunnliygni minni að kenna, að ég

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.