Heimskringla - 07.04.1894, Page 2

Heimskringla - 07.04.1894, Page 2
2 HEIMSKRINGLA 7. APRÍL 1894. Heimskriugla kumr út á Laugardögum. The Heiraskringla Ptg. & Publ. Co. útgefendr. [Publishers.] Verð blaðsins í Canada og Banda- ríkjunum : 12 mánu'Si $2,50 fyrirframborg. $2,00 6 --- $1,50 ----- — $1,00 3 --- $0,80; ---- — $0,50 Ritstjórinn geyrnir ekki greinar, sem eigi verða uppteknar, og endrsendir þær eigi nema frímerki fyrir endr- sending fylgi. Ritstjórinn svarar eng- um brófum ritstjórn viðkomandi, nema í blaðinu. Nafnlausuin brófum er enginn gaumr gefinn. En ritstj. svar- ar höfundi undir merki eða bókstöf- um, ef höf. tiltekr slíkt merki. Uppsögnógild að lögam, nema kaup- andi sé alveg skuldlaus við blattið. Ritsjóri (Editor): EGGERT JÓHANNSSON. Ráðsmaðr (Busin. Manager): J. W. FINNEY kl. 9—12 og kl. 1—6 á skrifst. Peningar sendist í P.O. Money Or- der, Registered Letter eða Express Money Order. Banka-ávísanir á aðra banka, en í Winnipeg, eru að eins teknar með aflföllum. 653 Pacifíc Ave. (McWilliam Str.) Ný-bygða-fýknin. í>að var að flestra áliti gallalítið svæði þessi nýja bygð íslendinga fyr- ir vestan Manitoba-vatn. í öllu, er um það svæði hefir verið ritaö í blöðun- um, hefir verið dregið yfir ókostina, svo að ókunnugir meni» máttu vel ætla að þeir væru engir, eða þá svo litlir, að þeirra væri ekki getandi. En nú er það fram komið, að svæði þetta er ekki gallalaust, ekkert líkt því. Af grein herra I. Ó., er prentuð var í síðasta blaði Hkr., verður ekki annað ráðið, en að þar séu töluverð- ir ókostir, (jldungis eins miklir eins og í flestum eldri bygðunum, sem meira en nóg landrými hafa um mörg ókom- in ár, og sem enn eru of fámennar til þess að íbúarnir geti orðið nokk- urra verulegra þæginda aðnjótandi. Ef til vill koma einhverjir fram til að sýna, að I. ó. sé ranglátur dóm- ari. Ef hann væri að lasta þetta svæði, og andæfa innflutningi þangað, væri máske ástæða til að rengja framburð hans. En hann er ekki að lasta það. Hann segir blátt áfram frá ókostum landsins á vatnsströndinni, og bendir svo á, að betra land muni vera lengra vestur, fjær vatninu, enda þótt sú skoðun gægist fram jafnframt, að svæði það sé ónumið enn af því að skógur sé þar svo mikill og örðugt að byggja vegi. Samt sem áður mæl- ir hann fremur með en móti þessu svæði, og af því að hann gerir það, er ástæða til að ætla, að frásögn hans í heild sinni sé alveg rétt. Spursmálið er, hvort þessi ný-bygða eftirsókn er ekki orðin of mikil ? Auk þessarar nýustu, eru nú í Manitoba-fylki og laust utan við landa- mæri þess, 5 islenzkar nýlendur og í öllum meira og minna ónumið land. Það sýnist því engin brýn nauðsyn til bera, að vera að berjast við að stofna þessa síðustu, í mýrunum með fram Manitoba-vatni, eða úti í skógi 8—12 milur frá vatninu. Það er að minsta kosti ástæða til þess fyrir þá, sem kynnu að hugsa um að nema land úti i veglausum skógi fyrir vestan Manitoba-vatn, að athuga vel fyrst, livort ekki væri skyn- samlegra að nema land í Nýja-íslandi. Landrými er þar nóg, ónumin lönd þar sumstaðar alveg á vatnsbakkan- um og í hrönnum í 1—3 mílur frá vatni, Þeir, sem þangað flytja þurfa því engar “8—12 mílur til að sækja sér björg,” eins og þeir mega búast við, sem nema land í skógunum fyr- ir vestan Manitoba-vatn, samkvæmt áætlun I. Ó. Vegir eru vondir í N,- ísl., því neitar enginn, en þeir eru þó til, og víðast hvar slarkfærir, og á hverju ári eru þeir eitthvað bættir. Fylkisstjórnin er skuldbunkin að halda áfram vegavinnunni á aðalveginum, og það eru miklu meiri likur til, að hún geri eitthvað við N.-Isl. veginn i sumar, heldur en til þess að miklu fé verði varið til að gera braut, eða brautir um skógin fyrir vestan Mani- toba-vatn, þar sem bygð er svo lítil enn og vegagerð ekki byrjuð. Að stjórnin hafi lofað einhverju í þá átt í sumar, má vel vera, en það gerir engan mun. Hún hefir svo oft gengið á bak orða sinna, að það eru lítil likindi til að hún endi þessi, þegar hún hefir veitt jafn-litla upphæð til vegagerða og hún hefir gert í ár. Hvaðvegiog fjarlægð frá vatni snertir, þá er N.- ísl. spursmálslaust betra landnáms- svæði nú, en þetta, er I. Ó. lýsir, og hvað fiskmergð snertir, þá segir það sig sjálft, að hún er og verður meiri í jafnstóru vatni og Winnipeg-vatn er, heldur en í Manitoba-vatni. Sem fram- tíðar veiðistöð er því Winnipegvatns- ströndin miklu betri. Hvað landgæði snertir, þá er efa- samt hver vatnsströndin er betri. Landgæðunum við Manitoba-vatn hefir mikið verið hrósað, en það sannar ekki að þau séu þar meiri en í meðallagi. Að landgæði séu lítil í N.-ísl., hafa nokkrir sagt, en ummæli sumra þeirra eru algerlega ómerk, eins og t. d. um- mæli Sigfúsar Eymundssonar í þá átt. Það sem allur fjöldi manna hefir sett út á N.-ísl. er skógurinn og bleytan. Sannleikurinn er, að jarðvegurinn í N.- ísl. er yfir höfuð að tala alveg sá sami og hvervetna á Rauðárdals-slétt- unni, og jarðvegurinn á þeirri sléttu er alment viðurkendur endingarbetri, en á hálendinu vestra. Bleytan í jarð- veginum, sem svo margir kvarta um, sprettur nærri alstaðar af skóginum, en ekki af láglendi, þvi nýlendusvæð- ið alt er öldumyndað, og mundi þykja fullþurt væri skó^urinn burtu. Skógur er líklega, og sjálfsagt, meiri í N.-ísl. heldur en fyrir vestan Mani- toba-vatn. En þó er ekki því að leyna, að hugmynd margra um hann er ekki rétt. Eldurinn, sem æddi um ný- lenduna um árið, eyðilagði stóra fláka af skóginum, svo að útlitið er nú alt annað en um árið, þegar útstraumur manna var mestur þaðan. Hérlendir menn, sem á annað borð hefðu hug á jarðyrkju, mundu ekki verða lengi að fá upp all-laglega akra á sumum stöðum í nýlendunni. Því þar eru ó- neitanlega til blettir, sem útheimta litið meira en hrísljá og sterkan plóg, til þess að breyta hríslandinu í arð- berandi akur og engi. Ef það er nú nokkurn vegin svipað með landkosti á báðum stöðum, og þó skógurinn kunni að vera mun meiri í N.-ísl., en í hinni fyrirhuguðu ný- lendu fyTÍr vestan Manitoba-vatn, þá verður þvi ekki neitað, að N.-ísl. er æskilegri bústaður. Þar er all-þétt bygð fyrir, sveitarstjórn á komin, skól- ar margir og í góðu lagi, verzlanir upp komnar og markaður fyrir hvað sem framleitt er talsvert nær búend- um og þar af leiðandi að minsta kosti eins góður og hann er fyrir vestan Manitoba-vatn. Alt þetta vantar æfin- lega að hálfu eða öllu leyti á frum- býlings-árum manna i fámennri bygð, nema hún sé því nær járnbraut. Alt þetta þurfa þeir gaumgæfilega að athuga, sem hafa í huga að flytja út á skógland, 8—12 mílur fyrir vest- an Manitoba-vatn. Jafnframt þurfa þeir og að athuga afstöðuna — fyrir framtiðina, því Ameríka er framtíðar- innar land. Verður það þá fyrst fyrir, að Winnipeg er og verður aðalmark- aður fylkisins og þess vegna æski- legast að vera sem næst þeim mark- aði. I þvi efni, ef engu öðru, er N.- ísl. betur sett en nokkur önnur ný- bygð ísl. — hún er næst Winnipeg. Ef landgæðamunur er lítill eða enginn, þá hafa Islendingar ilt eitt af þessu aý-lendu fargani. Þeir dreifasj svo, að pólitísk áhrif þeirra geta ekki orðið teljandi. Þeir eru pólitísku stjórn- flokkunum gleymdir, og ekkert veru- legt tillit tekið til þeirra — nema rétt á undan kosningum, en það tillit er verra en ekki neitt. Toll-niðurfærslan. Það er að búazt við því, að þeir sem fyrst og fremst hugsa um að steypa úr völdum stjórnarflokki þeim er situr við stýrið í Ottawa, þyki lítið til tollbreyt- inganna koma. I sinn hóp þykir fyrir- liðum andvígismanna, ef til vill, of langt gengið, þykir vindur tekinn úr seglum þeirra, en sýna áhangendum sínum að eins fram á, að niðurfærslan sé allsendis ónóg. En mundu nú fyrirliðar liberal-flokksins hafa orðið stórhöggari sjálfir? Laurier sjálfur hefir oftar en einu sinni sýnt fram á, að tollurinn hljóti að fara smálækkandi, að óendanleg verzlanahrun leiddu af þvi, ef honum væri svift af snögglega. Sama hafa undirforingjar hans tekið fram, hvað eftir annað, á fundum með- al kjósendanna út um sveitir. Það setn þeir á slíkum fundum segja er að lík- indum nær því að vera skoðun þeirra, heldur en það sem þeir segja í ræðum sínum á þíngi, þegar aðalatriðið er, að kveikja óánægju með aðgerðir núver- andi stjórnar. Tollaður varningur aðfluttur til Canada á síðastl. árivar fylldega í með- allagi, að því er samlagða verðhæð snert ir, og þó var tollurinn á þeim varningi ekki nema $21 millíón. Þegar svo af þeirri upphæð er feld $li millíón, þá hlýtur öllum sannsýnum mönnum að koma saman um, að niðrfærslan sé sanngjörn og ekki við henni meiri að búazt í einu. Þess er líjfa gætandi, að niðurfærslan er áframhaldandi. Hun heldur áfram með hraða, það svo, að með þessari nýjustu er niðurfærsla tolls- ins á síðastl. 3 árum orðin samtals nær $5 millíónir. Verði þannig haldið á- fram, verður ekki langt til þess að verndartollrinn ósjálfrátt umhverfist í tekjutoll. Því verðr ekki neitað, að þetta er stefnan nú, að því er séð verðr. Og á meðan liberal-flokks-stefnan er hk og hún er nú, og á meðan forvigismenn þess flokks viðrkenna óhugsandi að svipta tollinum burt i einum svip, þá hlýtur allur þorri fylgismanna þess flokks að vera ánægðr með þessa áfram- haldandi niðrfærelu tollanna. Þeir sem sagt eru og hljóta að vera undan- skildir, sem eigin hagsmuna vegna róa að þvi öllum árum. fyrst og seinast, að ákveðnir menn og eingir aðrir skipi stjórnar-bekkina. Þeir geta vitaskuld ekki orðið ánægðir með neitt sem and- stæðingar þeirra gera. Hvað Manitoba-menn snertir. þá hafa þeir ástæðu til að vera stjórninni þakklátir, þvi það leynir sér ekki, að hún hefir tekið greinilegt tillít til sléttu- búanna. Hveitibændurnir, sumir þeirra að minsta kosti, mundu auðvitað hafa kosið að tollurinn á akuryrkju-vélum hefði verið lækkaður enn meir, hefði helzt kosið að hann hefði verið afnumin alveg, eins og fyrirhugað er i Banda- ríkjunum nú. En þess er þó gætandi, að tollurinn á þeim er nú að eins 21% hærri en hjá liberal-flokknum undir stjórn McKenzies um árið. Hann lagði 17J% á akuryrkjuvélar og var þó eng- inn verndartollamaður. Og hvað af- nám tollsins á þessum vélum í Banda- ríkjunum snertir, þá er þess gætandi, að Bandaríkjamenn hafa ekki tífalt mannfleiri og auðugri nábúaþjóð en þeir sjálfir eru til að verjast. Þeir hafa ekki ástæðu til að óttast samkeppni Canadamanna í þessari grein verzlun- arinnar, en það þurfa Canadamenn að óttast af hálfu Bandaríkjamanna. Sama er að segja um hveitibands-toll'nn, að hveitibændurnir mundu hafa kosið að hann hefði verið afnuminn, að minsta kosti lækkaður enn meir. Hins vegar var naumast væntanlegt að stjórnin feldi hann á þessu þingi, þar sem hún feldi hann svo mikið í fyrra. Miklu meiri ástæða er fyrir menn að kvarta yfir, að steinolíu-toUurinn var ekki afnuminn. Um það hafði al- mennt verið beðið og menn gerðu sér vonir um að þær bónir mundu hrífa. Og það hefði verið gert fyrir aUa að af- nema þann toll, en ekki fyrir bændur eina eða annan sérstakan flokk fylkis- búa. SteinoUuna brúka allir og stein- ohan verður hér alt af í háu verði vegna fjarlægðar frá oUubrunnunum, á meðan enginn byrjar að draga hana úr innvið- um Norðvestrlandsins, þar sem hún er sögð að vera í ríkum mæli. Ættu menn von á hagnýting þessara vestlægu oUu- náma innan skamms og þar af leiðandi að olían yrði ekki dýrari en í Ontario, þá mundu fáir kvarta undan toUinum. En nú er engin viss von á slíku. Að stjómin hafi einhverra ástæðna vegna ekki séð sér fært að afnema steinolíu- toUinn í þetta skifti, en þó haft vilja til þess, sézt bezt af þvi, að hún kvaðst hafa samið svo viðoUu-félögin í Ontario, að þau ætli að koma upp olíuforðabúr- um hér vestra næstk. sumar og selja þá oliu enn ódýrar en nú. En öll sú óánægja, sem kann að spretta upp hér vestra af því stjórnin hefir ekki gert nógu mikið, vegur ekki upp á móti þvi er hún tók aUan toU af borðvið. Það er allra hagur, eins þeirra sem ekki komast hærra en að borga leigu eftir hús, eins og þeirra, sem byggja þau og eiga. Borðviðr aUur hef ir verið tilfinnanlega dýr hér á slétt- lendinu, og til þess hefir toUurinn ó- neitanlega hjálpað á tvo vegu. Timi'r- salarnir hafa tollsins vegna getað liald- ið borðviðnum í því verði er þeim sýnd ist, og af þvi lítiU viður fluttist sunnan úr Minnesota vegna tollsins, gat Cana- da Kyrrahafsfél., er einveldi hefir á flutningi borðviðar, bæði að austan og vestan, haldið flutningsgjaldinu í hvaða verði sem því þóknaðist. Með afnámi toUsins er öUu þessu syift burt. Timb- ursalar í Minneapolis hafa þegar gert ráðstafanir um að reka timburverzlun hérmegin landamæranna. Járnbraut- irnar báðar, er liggja þangað frá Win- nipeg, hika naumast við að setja flutn- ingsgjaldið lágt. Þar af leiðir aftur að Can. Kyrrah,íél. neyðist til að færa nið ur svo miklu nemi flutningsgjald sitt á borðvið, bæði austan frá Skógavatni og vestan frá British Columbia. Tollafnámið á borðvið er meira virði fyrir slé^tubúana í heild sinni, heldur en niðurfærsla toUsins á öUum öðrum vörutegundunum tU samans. Hversu miklir peningar það eru i vasa manna, er ekki gott að segja, en óhætt er að segja að það skiftir hundruðum þúsunda doUara á hverju ári. Greenway-málgögnunum hér í bæn um þykir Utið til toll-niðurfærslunnar koma. Yið því var Uka að búast. For- ustu-blað liberala, Globe í Toronto, er þeim mun sanngjarnara, að það viðnr- kennir að toUurinn hafi að aU-miklu leyti verið sniðinn eftir þörfum Norð- vesturfylkjanna. Þau segja minna um það, hvað Greenway hefði getað gert til að lækka flutningskostnað með járn- brautum, sem ekki er síður tilfínnan- legur en tollurinn. Flutningurinn t. d. á hverjum 1000 fetum af borðvið frá Rat Portage til Winnipeg, 132 mUur, kostar $3,50. Flutningurinn á 1000 fet- um af borðvið frá Ottawa til Montreal, 120 mílur, er $1—hjá sama félagi. Af því slzt, að menn hér borga þrefalt hærra flutningsgjald en meðborgarar þeirra eystra fyrir sömu vegalengd, og er það góðum mun verra en tollurinn. Það er vandaUtið fyrir fylkisstjórnina að afstýra þessu ráni, ef hún bara vill, en alt tU þessa hefir hana vantað vilja. Bland-lögin. Einu sinni enn hefir Cleveland for- seti sýnt stefnufestu sina. Með því að synja Blandlöguuum staðfestingar liefir hann ef til vill sett flokk sinn í hættu þegar kosningar næst fara fram. En af þvi hann skoðaði princip Bland- laganna rangt, hikaði hann ekki við að fella þau, án tiUits til flokkskift- inga þar af leiðandi. Vesturrikin öU, er mest framleiða af silfrinu, rísa að líkindum öndverð gegn þessu tiltæki hans, og verður það eins víst demó- krötum til faUs i næstu kosningum. Almenna skoðunin í þeim ríkjum er sem sé, að staðfesting Blandlaganna hefði hjálpað til að Ufga silfurnámu- atvinnuna, en það mun vera misskiln- ingur einn. Alt, sem þessi Bland-lög fóru fram á, var, að gefa út $55 mUj. af seðil- peningum innleysanlegum með shfri, því silfri, er enn liggur ómyntað í fjárhirzlunni. Á meðan Sherman-lög- in voru í gildi, frá því 14. Ágúst 1890 til 1. Nóv. 1893, hafði stjórnin keypt silfur fyrir $154 milj., eða nærri því, af seðilpeningum innleysanlegum í guUi eða silfri. Silfurverðið á þessu tima- bili fór altaf lækkandi, var að meðal- tali 81 cents hvert doUarsvirði árið 1890, árið 1891 um 76 cts., árið 1892 UtiUega yfir 67, og 1893 sem næst 60 cents hvert doUarsvirði. Af þessu leið- ir þá, að þetta $154 milj. virði af silfri í fjárhirzlunni er svo mikið að vöxt- unum, að úr því má mynta að minsta kosti $209 milj. Af þessum 209 milj. eru nú þegar út komnar $154 milj. (í seðilpeningunum, er silfrið var keypt fyrir) og er því eftir að gefa út $55 milj., og þær viU Bland fá. Að hann bað ekki um mótun silfursins sjálfs kom til af því, að það mundi taka fleiri ár að móta $209 milj. af silfur- doUurum, og þeir þar að auki aUs ekki eftirsóknarverð eign, en stjórnin er í peningaþröng, vegna tekjuhalla. Þvi bað hann um framhaldandi útgáfu seðilpeninga, er innleysast skyldu með þessu silfri, er Uggur arðlaus eign í fjárhirzlunni. Þegar þess er gætt, að núverandi verð siltursins er fyrirlíggur. er ekki nema $110 milj. í mesta lagi, þó stjórnin hafi borgað það með $154 milj., þá sýnist innlausnartryggingin léleg fjrir $209 milj. virði af seðil- peningum, gefnum út með þennan sUfurhaug einungis fyrir bakhjaU. Þegar þannig er ástatt, er ekki gott að sjá, á hverju silfurríkja-menn byggja þá ætlun, að staðfesting þess- ara laga mundi hjálpa þeirra föUnu silfurnámum. Astæðuna sýnist alveg vanta, úr því Bland fór ekki fram á að seðilpeninga-útgáfan færi fram úr nafnverði (í mótuðum peningum) silf- urs þess, sem íyrirliggjandi er. Fargjalds-lánin Green way stj órnarinnar. Eins og áðr hefir verið á vikið hér í blaðinu hefir fyrv. ritstjóri þessa blaðs ritað talsvert um þetta mál í enska dagblaðinu “Nor’-Wester.” Varnarmenn Greenways fóru und- an i flæmingi og með flækjum, buðu þó að sýna frumsamninga við vestrfar- ana og önnur skjöl málinu viðvíkjandi á skrifstofu Mr. McKellars, skrifstofu- stjóra Greenways. Jón fór þaugað við vitni, og þá vóru engir frumsamningar þar til, eins og þó hafði verið boðið að sýna. En hann fékk að sjá skrá yfir aUa þá, sem fengið hefðu lán hjá Bea- ver-línunni og Manitobastjórnin geng- ið í ábyrgð fyrir. Þá skýrði Jón frá því opinberlega, að sér væri kunnugt um, að margir af þeim, sem BeaverUnan taldi til skuld- ar fyrir, hefðu ekki þegið eins cents lán né styrk. “Lögberg”, og W. H. Paulson í ensku blaði, héldu því fram, að Jón færi með buU og ósannindi og skoruðu á hann að nefna nafn nokkurs manns, sem talið væri til skuldar fyrir á skrá stjórnarinnar, en hefði ekki fengið lán. Nú ritar Jón í “Nor’-Wester” í fyrra dag, og segir ekki þurfi langt að leita ; það megi taka 10 fyrstu nöfnin í röð á skuldaskránni; það er hr. Jón Thorsteinson frá ísafirði ásamt föður sínum, konu, 4 börnum, einum vinnu- manni og tveim vinnukonum. Á skránni er talin 90 króna (um $24) skuld á hendr Manitobafylkisstjórn fyrir þessar 10 persónur. En alt þetta fólk borgaði sjálft far sitt að fullu og tók ekkert lán, enda segist !ekki hafa þurft þess með. Mr. Th. og hans ía- miUa fór rakleiðis vestr í Assiniboia- fylki og settist þar að. Jón kvaðst hafa fengið skriflega yfirlýsing írá Mr. Thorsteinsson um þetta mál. Hór er þá sýn*, að Manitoba-fylki er talið í slculd um peninga fyrir flutn- ing á fólki, sem borgaði alveg far sitt sjálft, og aldrei settist að í þessu fylki. Hr. J. Ó. segir það sé enginn hörgull á fleiri slíkum dæmum, og spyr, sem von legt er, hvort hér virðist ekki eitthvað rotið. Þykir nú sumum fremr sókn en vörn í málinu. og eru forvitnir að sjá, hvað stjórnin lætr nú sína þjóna flytja fram sér til réttlætingar. “Odda-lotin” svo kölluðu (Sectionirnar með stöku töluröðinni — 1, 3, 5 o. s. frv.) í Nýja íslandi eru nú aftr fengin sem heim- ifisréttarland. Fregnin sem tilkynnir þetta getur ekki um tU hvað langs tíma mönnum gefst kostur á að ná í þessi lönd, en af því litlar Ukur eru til að það boð standi um aldur og æfi er nauðsynlegt að þeir bregði nú við sem á annað borð vilja hag- nýta sér þetta tækifæri. Það eru líka minni ástæða fyrir stjórnina að hafa frestinn langann, ef fáir eða engir gefa sig fram til að taka landið þeg- ar loksins herra Baldwinson hefir unnið sitt mál og fengið þetta sér- staka leyfi, hlunnindi sem engum öðrum í Manitoba er veitt. Það er nýlendumönnum sjálfum fyrir beztu að sýna nú að óskir þeirra í þessu efni hafi verið meira en eintómur hugarburður. Afríku-bréf. Af þvi hugir margra hér vestra hneigjast að Afríku, sem alsælunnar landi, þá er fróðlegt að sjá bréf frá ein- um Manitoba-manni, er fór til Afríku ásamt 17 öðrum Manitoba-mönnum fyr- ir skömmu. Hann ritar á þessa leið tU blaðsins Advance í Virden, Manitoba. “Við tókum höfn í Suður-Afriku 8. Janúar, eftir 33 daga sjóferð, og er það sannast að viðfögnuðum landgöngunni, enda þótt vel hefði farið um okkur á skipinu og veðrið verið ágætt alia leið- Framan af höfninni sezt Höfðatun (Cape Town), einkar fallegur bær, um 5 mílur á lengd fram með og umhverfis víkurbotninn, og að meðaltali um mílu á breidd upp frá sjónum. Sunnanvert við bæinn rís Table Mountain, og er frá því útsýni fagrt og svipmikið. . Þegar inn í bæinn er komið finst manni minna um fegurð hans. Húsin eru ilest gam- aldagsleg, flest ein “tasia” að eins og bygð úr múr og sementi. Strætin eru ótrúlega mjó, og eru full af hálfnöktum svertingja börnum ; selja sum þeirra á- vexti, önnur fréttablöð, og enn önnur eru í áflogum og velta sér í leirnum. Þið í Manitoba getið hugsað ykkur, hvernig okkur varð við, þegar okkur voru boðnir 3 shillings (75 cents) á dag fyrir daglaunavinnu í bænum. Dag- laun steinhöggvara og múrara eru 8 til 10 shillings ($2—2.50), og daglaun járn- smiða, vélasmiða og vélastjóra 4—6 shillings. Af þessum launum verða menn svo að taka fæðispeninga, en fæði kostar hér 22 shillings um vikuna. Tveir af hópnum (ég og Mr. Black) fórum út í sveit tU bænda til að fá vinnu við þreskingu. Bezta boðið sem við fengum fyrir þá vinnu voru 2 shil- lings á dag auk fæðis. Áttum við þá að hafa umsjón vélarinnar og að auki áttum við að mjólka 10 kýr bæði kvöld og morgna. Við komumst svo að þeirri niðrstöðu. að þreskivinna í Afríku ætti eklci við okkur. Þá reyndum við næst að fá almenna bændavinnu og bauð hinn gamli góði bóndi okkur 16 shill- ings í laun um mánuðinn—af því við værum hvítir menn ; svertingjum borg- aði hann 14—15 sh. ($3,50—3,75) um mán. Jafnvel þetta þótti okkur lélegt boð og héldum til Höfðatúns aftur og reyndum þá að komast í járnbrautar- vinnu. Komumst við þá að því, að almenna járnbrautarvinnu unnu þar elcki aðrir en Kaffírar og voru laun þeirra 1 shilling (25 cts.) um daginn auk fæðis, en fæði þeirra dag eftir dag var ekki annað en nokkurskonar bruðn- ingur gerður á þann veg, að mais og maisstengurnar með er höggvinn og marður og síðan soðin. Sömu vinnu- laun eru goldin fyrir uppskipun og þess konar vinnu á bryggjunum. Ekki þótti okkur þessi vinna álitlegri en sú hjá bændunum og lauk svo, að við tókum vinnu upp i bænum, þó kaupið sé ekki tU að stæra sig af... Að því er loftslag snertir voru um- skiftin æði-mikU, að fara úr Manitoba í vetrarbyrjun og koma hingað á heit- asta tíma ársins, en bráðum er von á svalviðri, því vetur gengur í garð f næsta mánuði, 1 marz. Okkur feUur þó loftslagið ekki neitt illa, og vist er það, að hér má rækta allar aldinteg- undir, ef maður hefir nóg vatn, en vatnsleysi er hér mestu vandræðin. Hér héfir ekki rignt nú í 3 mánuði og oft liða svo 5 mán. að ekki kemur dropi úr lofti. Jarðrækt er því ómögu- leg nema með vatnsveitingum. Langt upp í landinu mun jarðvegurinn hæf- ari til akuryrkju, en hér í grend við Góðravonarhöfðann, en nokkuð verður að líkindum langt tU þess hingað hefst innflutningur. J. G. Wriot. Höfðatúni, Suðr-Afríku, 19. Febr. 1894. Ritari bréfsins getur þess, að af þessum 18 Manitoba-mönnum séu þeg- ar hann ritar ekki nema 3 eftir f Afríku. Hinir allir komnir til Nýja Sjálands til að reyna lukkuna þar. Orða-belgrinn. [ÖUum, sem sómasamlega rita, er velkomið að “leggja orðí belg;” en nafn- greina verðr hver höf. sig við ritstj., þótt ekki vUji nafngreina sig í blaðinu. Engin áfeUis-ummæli um einstaka menn verða tekin nema með fuUu nafni undir. Ritstj. afsalar sér aUri ábjTgð á skoðun- um þeim, sem koma fram í þessum bálki]. B. A. og $90. í Hkr. nr. 12 kemur B. Arason fram á ritvöllinn með grein nokkra. Þar reynir hann að sýna ástæður fyr- ir breytni sinni á fundi þeim, er fram fór að GimU 2. Jan. síðastl. til að kjósa sveitarskrifara, og sem lýst er í fá- orðri grein í Hkr. nr. 10. Eina ástæðan, sem hann lætur í ljósi, er sú, að 28 menn úr bygðum norðan hafi með bænarskrám farið þess á leit, að G. Th. fengi að vera kyr við skrifarasýslanina. Eg skal nú stuttlega leyfa mér að íhuga þessa ástæðu. Bænaskrár þess- ar voru tvær, báðar úr deild 3. Þar er 121 maður kosningabær og af þeim eru að eins 28 sem mælast til þess að G. Th. fái að vera kyr við sýslan þessa. Só gengið út frá því sem vísu, að einliverjir af þessum 28 hafi reynt að fá hina 93 í Uð með sér til undir- skrifta undir bænarskrárnar, og það mun óhætt að ætla, þá sést, að mik" ill meirihluti hefir ekki viljað Guðna, en að þessir 93 hafa ekki bréflega leitt ^thygU nefndarinnar að sinni skoðun, kemur af þvi, að þeir hafa haldið, að sinn nefndarmaður, Gestur Oddleifsson, gæti verið á fundinum, og þekt hann að því, að hann ekki vildi eyða fó sveitarinnar til óþarfa útgjalda, hvorki handa sér né vinum sínum ; en nú gat Gestur ekki verið til staðar, og Þvi fór sem fór; þess vegna gat G.Th. með tilstyrk vina sinna, Bened. og Sigurðar, náð i skrifarastöðuna með $85 eða $90 hærri launum en jafn- hæfir menn fengust fyrír. Að menn- irnir séu jafnhæfir og G. Th., það vita fyrst og fremst flestir hér, og svo hefir B. A. sjálfur boinlínis og óbeinUnis viðurkent það, eins og ég benti- á í grein minni. Þessir þrír menn, G.Th., B. A. og Sig., hafa því bakað nýl. óþörf útgjöld að upphæð $85 tU $90. Að ég vék máli mínu tfl B. A. sér- staklega kom af því, að þetta var lians fyrsti dagr í nefndinni, dagurinn, sem hann með eiði lofaði að koma fram fyrir sveitarinnar hðnd sem óhlutdræg- ur, hans fjrsta starf í þarfir sveitar- innar og hans fyrsta þakklætisvottorð í þarfir kjósenda sinna ; fari fleiri eft- ir þessu, mega þeir vel við una ! ! Það er ekki enn þá loka fyrir skot- ið nfeð það, að sanna megi, að Guðni hafi látið í ljósi á undan fundinum

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.