Heimskringla - 05.05.1894, Blaðsíða 2

Heimskringla - 05.05.1894, Blaðsíða 2
2 HEIMSKRINGLA 5. MAÍ 1894. komr út á Laugardögum. The Heimskriuglsi Ttg. & Publ.Co. útgefendr. [Publishers.] Verð blaðsins í Canada og Banda- rikjunum : 12 mánuíl $2,50 fyrirframborg. $2,00 6 ---- $1,50 ---- — $1,00 3 ---- $0,80; ------- — $0,50 Ritstjórinn geymir ekki greinar, sem eigi verða uppteknar, og endrsendir I>ær eigi nema frímerki fyrir endr- sending fylgi. Ritstjórinn svarar eng- um brófum ritstjórn viðkomandi, nema i blaðiuu. Nalnlausum bréfum er enginn gaumr geiiun. En ritstj. svar- ar höfundi undir merki eða bókstöf- um, ef höf. tiltekr slíkt merki. Uppsögnógild að lögjm, nemakaup- andi sé alveg skuldlaus viö blafSið. Ritsjóri (Editor): EGGERT JÓHANNSSON. Ráðsmaðr (Busin. Manager): J. W. FINNEY kl. 9—12 og kl. 1—6 á skrifst. Peningar sendist í P.O. Money Or- der, Iiegistered Letter eða Express Money Order. Banka-ávísanir á aðra banka, en í Winnipeg, eru að eins teknar með afföllum. 653 Paciíic Ave. (McWilliam Str.) Skoðið landið. Er ekki hægt að sameina Nýja ís- land og Alftavatnsnýlenduna svo köll- uðu? A austurströnd Grunnavatns (Shoal Lake) fyrir norðan nyrðri mjóddina er þegar komin upp all-þétt bygð Islend- inga, sem flestir eru þangað fluttir úr hinni upprunalegu Alftavatnsnýlendu, er liggur norðar og vestar. Eftir því sem oss er framast kunnugt eru ný- byggjarnir á þessum stað mikið ánægð- ir með hlutskifti sitt, og má því búast víd að bygðin aukist, en gangi ekki sam an. Aukist hún, hlýtur hún að aukast austur á bóginn, því að vestanverðu er vatnið, að sunnan bygð hérlendra manna. en að norðanverðu flóar og vot- lendi. í þessari nýbygð er þegar upp komið póstafgreiðsluhús—Otto P. O., og frá því pósthúsi, beint í austur, eru ekki nema 32—33 mílur að Gimli. En innan við 30 mílur—25—27 mílur—er vegalengdin á milli vestustu búendanna i Víðinesbygðinni (þeirra upp með Víð- iránni) og syðstu landnemanna íslenzku á austurströnd Grunnavatns. Þetta er engin ýkja vegalengd, en alt um það er meginhluti þessarar landsspildu ókann- að land og 12 mílna breið spilda (tvær townships-raðir í 1. og 2. röðaustur af aðalhádegisbaug). á þeirri leið hefir enn ekki vorið mæld í mílna-ferhyrninga. Það hafa ýmsir farið á milli Álfta- vatnsnýlendu ogNýja íslands, en miklu norðar. Hafa farið vestur með Islend- ingailjóti og suðvestur þaðan, er það þrýtur, Á þeirri leið er landið yfir höfuð lágt og blautt, sem ekki er nema eðlilegt, því þeir flóar eru uppsprettur íslendingafljótsins. En þó nú blautt só vestur af upptökum fljótsins, þá er það ekki sönnun fyrir að landið só lágt og blautt 15—25 mílum sunnar, vestur af Gimli og Víöirnesbygð. Um 6 mílur vestur af Gimli liggur allmikill ás frá norðri til suðurs og að sögn þeirra ör- fáu manna er vestur þangað hafa komið tekur sktglaus slétta við strax fyrir vestan hann, þ. e. a. s., hreinir sléttu- flákar á milli skógarbdta. Fyrir aust- an ásinn er samskonar skóglendi og al- mennt er í Nýja íslandi, en þó (ru þar flákar af landi alt austur undir Gimli, sem svo skóglóttir eru, að fremur mætti kafla það hrísland en skógland. Að sögn sumra þeirra, að minsta kosti, sem komið hafa vestur fyiir hálsinn, er sléttan, er þar hefst, há og þur. Sönn- unin fyrir að iandið só þurt er meðal annars sú, að þar kvað vera djúpskorn- ir lækjafarvegir og kýlar. Só þetta nokkurnvegin rétt lýsing—og að ó- reyndu er engin ástæða til að efa það—, þá sýnist hér vera engu síður byggilegt land en annars staðar, þar sem íslend- ingar hafa stofnað nýlendur. Vatns- skort þarf naumast að óttast á því svæði og húsa- og eldiviður er þar næg- ur, ef ekki á hverjum mflufjórðungi, þá samt í grendinni, en það er æfinlega mikilsverc atriði. Að undanskildum ströndum Winnipegvatns er og á þessu nágrenni íáanlegur borðviður fyrir lægra verð en nokkursstaðar vestur í fylkinu. Það er sögunarmylna 10—12 milnr suðvestur frá Gimli, eign manna í Stonewall, og við liana mun mega kaupa borðvið fyrir $9—10 þúsund fet- in. Það atriði er einnig nokkurs virði. Þó alt sé kyrt og aðgerðalaust sem stendur.þá eru allar líkur til að ekkiverði langt til þess bygð verður járnbraut í aessu nágrenni frá Selkirk vestur að og vestur fyrir Manitobavatn, og líkur til þess, að innan 18 mánaða verði sú braut fullgerð vestur að Manitobavatni. Það eru einnig líkur til að utfrá þeirri braut verði bygð grein niður að Gimli eða annari höfn sunnarlega við vatnið. En hvað sem þeim líkum nu hður, þá er engin efi á að aðalbraut þessi norð- vestur frá Selkirk er í nánd. Þegar sú braut er komin. ætti sá maður, sem byggi í beinni linu og mitt á milli Gimli og Otto, um 15—16 mílur til járnbraut- ar i suðvesturátt, en 14—15 milur til Gimli í austur. Þetta getur ekki talizt ifla sett bygð, sem í byrjun hefir ekki lengra til markaðar að sækja en hér segir, og um tvo að velja á sömu vega- lengd. Þeir, sem búsettir væru sunnar og vestar, hefðu auðvitað enn styttri leið að fara til járnbrautar, en aftur lengri til vatnsins. Þeir aftur, sem austar væru, hefðu lengri leið að sækja til járnbraútar, á meðan hun kemur ekki að Gimli, en um leið styttri til vatnsins, og á Gimli mun alt af verða betri verzlunarstaður, heldur en í smá- þorpum með fram jarnbraut. Væri ekki gerlegt fyrir Álftvetn- inga og Ný-íslendinga að leggja nú saman og senda menn til að skoða landspilfiu Jressa sem aðskilur bygðir þeirra ? Það hefir talsverðan kostnað í för með sér, vitaskuld, en það er skoðun vor, að sá kostnaður borgaði sig með tímanum fyrir báða málsaðila. En það er ónóg að fara um landið á einum stað eftir beinu striki. Ef skoð- unin á að koma að notum, þarf að kanna tvær townships-raðir (18 og 19), eða um 8 townships alls. Til þess að vera viss um hvert landið er þurt væri heppilegast að fara r landskoðunina í Maí eða Júní, á meðan vatn er ekki hlaupið fram. Sé landið þurt á þeim tíma árs, þarf ekki að efa þurkinn þegar fram á sumarið kemur. Það er ekki minsti efi á því, að undir eins og járnbrautin verður bygð, fyllist alt svæðið umverfis hana af allra þjóða mönnum. Innflytjenda- straumurinn fylgir járnbrautunum fast eftir, þó afstaða hvað markað snertir sé alt önnur en á þessu svæði, sem alt er innan 80 mílna frá Winnipeg og innan 50 milna frá Selkirk. Að svæði þetta er enn illa eða ekkert kannað, og mest alt óbygt, er ekki landinu að kenna, heldur vegleysunum og fjarlægð frá járnbraut. Að nýlendusvæðinu fyrir vestan Manitobavatn alveg ólöstuðu, er eng- inn efi á því, að spilda þessi, á milli suðurbluta N. ísl. og Álftavatnsný- lendunnar, er betur sett landeign. Seu landkostir líkir í báðum stöðum, er þetta síðartalda svæði þess vert að menn, sem landnám hafa r huga, gefi því gaum jafnhliða öðrum stöðum. En um landkosti getur enginn dæmt fyr en búið er að skoða landið. Og að skoða það, stendur að voru áliti næst bæði Ný-íslendingum og Álftvetning- um. Það er þeirra sameiginlegur hag- ur, að fá þetta svæði alt bygt, og að öðru jöfnu munu þeir flestir kjósa fyrir nábúa íslendinga fremur en ann- ara þjóða menn. Skemtilegt væri það einnig og eigi siður gagnlegt fyrir báðar nýlendurnar, ef þær gætu tengst verzlunar og viðskiftaböndum, og af þessari landskoðun ætti það að geta orðið ein afleiðingin. Vilja nýlendumenn taka þetta mál til athugunar ? Ástralíu-nýbreytni. Ástraliu-menn hafa gert tvær markverðar uppfundingar, og sem Ameríkumenn í heild sinni meta sem vert er með því að hagnýta þær. Þess- ar uppfindingar eru : seðilkosningar, með því fyrirkomulagi, sem nú tíðk- ast óbreytt, eða lítið sem ekkert breytt, bæði i Canada og Bandaríkjunum. Hin uppfinding þeirra er “Torrens” sölu- samningurinn, svo kaflaði, sem um- hverfir í einfaldasta forra hugsanlegt hinum gömlu, löngu og flóknu fast- eigua-sölusamningum. Sú uppfinding er enn ekki alment viðurkend hér i landi, en vel Þykir hún reynast i þessu fylki og hvervetna þar sem hún er leyfð. Eftir horfunum nú, eru Ástralíu- menn eins víst komnir á stað með þriðju uppfindinguna, uppfinding, sem ekki mun hafa smávægilegri þýðingu en hinar, ef hún á annað borð reyn- ist þolanlega vel. Þessi síðasta upp- finding þeirra er, að lána peninga gegn fasteignaveði — veði í bújörðum bænda. Til þessa hafa Ástraliu-bændur mátt borga frá 20 til 50% vöxtu af öflum peningum, er þeir hafa fengið að láni. Ákveðnir vextir hafa auðvitað ekki verið svo háir, en aukakostnaðurinn í sambandi við að fá lánið hefir hleypt upphæð afgjaldanna fram, þangað til hún í heild sinni varð eins og hér segir, og enda máske meira. Til þess nú að létta ögn byrði bændanna í harð- ærinu, lánar stjórnin þeim peninga gegn 5% afgjaldi á ári, og lætur lán- ið af hendi alveg aukakostnaðarlaust, Hún lætur sína eigin umboðsmenn meta landið til verðs, að frádregnum öflum byggingum, sem þvi til heyra, og þyki landið lélegt lánar hún ekki á það, en sé það álitið góð eign, lán- ar hún 50 cts. á hvert doflarsvirði í mesta lagi. í fyrstu verður hún að fara hægt í sakirnar, af þvi hún i bráðina lánar að eins þá upphæð, sem fyrirliggjandi er í sparisjóðum hennar. Iteynist þessi nýbreytni vel, eru fuflar líkur til, að hún haldi áfram og taki þá sjálf lán til að geta lánað þegn- um sínum aftur. Það er ómögulegt að gizka á, hvað mikil áhrif þessi nýbreytni kann að hafa, það verður að nokkru leyti und- ir því komið, hvernig hún gefst. Gef- ist hún vel, verður þess ekki langt að bíða, að aðrar þjóðir heimti sanr.a, eða áþekt fyrirkomulag, en reynist hún illa, er hætt við, að bændalýðurinn vilji ætla það einhvern vegin óheppi- legri meðhöndlun að kenna, fremur en þvi, að fyrirkomulagið í sjálfu sér sé rangt. Það er meira en lítill hópur manna í þessu landi, sem heldur því fram, að stjórnin eigi að vinna þetta verk, að lána bændum peninga en eft- irláta það ekki einstaklingum eða sér- stökum félögum. í Bandaríkjunum er einmitt þetta atriði eitt af ákvörðuð- um störfum populistanna (fólksliðanna) svokölluðu, og mun þeim þykja meir en litið til koma, að sjá nú Ástralíu- stjórn ótilkvádda brjóta ísinn og tak- ast lánveiting á hendur. En populista- hugmyndin í þessu efni er miklu jfir- gripsmeiri en hún er, að því er seð verður i byrjuninni, lijá Ástraliustjórn. Þeir ætlast til að Bandaríkjastjórn láni út svo mikið fé, að árstekjur hennar, fram yfir leiguna, sem hún geldur eftir peningana, verði meir en nógar til að mæta öflum útgjöldum hennar á árinu. Þeir gera ráð fyrir, að stjórnin fái alla þá peninga sem hún þarf fyrir 2 til 3%, en að hún svo láni þá út gegn fasteignaveði fyr- ir 4 til 5%. Þegar þeir svo athuga upphæð aflra fasteignaveðskulda í Bandaríkjum, virðist þeim að 2% vaxta- auki mundi draga í sjóð stjórnarinn- ar talsvert meira fé á ári hverju, en hún nú útheimtir til að mæta gjöld- unum. Jafnframt því sem populist- arnir þess vegna ætla sér að koma þessari nýbreytni af stað, ætla þeir sér einnig að afnema allar aðrar tekju- greinar alríkisstjórnarinnar. Það cr ó- neitanlega stórt verk og stærra, ef til vifl, en þeim flokki endist aldur til að afkasta, En hvað sem líður voninni um að jafn stórkostleg bylting sé möguleg, þá er það efalaust, að allmikill hluti bænda í Ameríku, bæði í Bandaríkj- unum og Canada, athuga þessa Ástra- liu nýbreytni og afleiðingar hennar með nákvæmni. Þeir einnig verða að greiða ákaflega háa vöxtu, beinlínis og óbeinlínis af hverjum dollar sem þeir fá að láni, enda þótt vextir hér ekki jafnist á við ósköpin x Ástraliu. Reyn- ist uú þessi uppáfinding ekki þvi ver, má búast við að ekki verði langt að bíða þess að bændur lxár alment heimta eitthvað áþekt fyrirkomulag, ef ekki það, að stjórnin sjálf takist lánveiting í fang, þá samt að hún hafi eitthvert eftirlit með lánfélögum og bönkum, svo að þær stofnanir flái menn ekki eins og þær gera nú við hvert tæki- færi. Það eftirlit virðist líka mögu- legt að veita. Það sýnist ekkert þvi til fyrirstööu, að sveitastjórnirnai hefðu á hendi útvegun peningaláns fyrir bændur, gegn almennum vöxtum, en aukaborgunarlaust, að undantekn- um bókunarkostnaði. En sá kostnað- ur er minstur hluti aukagjaldsins, er flest lánfélög neyða einstaklinginn til að greiða. Það eru umboðslaunin (commission) sem verst fara með ein“ staklinginn, því þau heimildarlausu laun eru ckki bundin við neitt tak- mark. Lánveitandi fer í því efni svo langt sem hann treystir sér, og hag- ar sér því eingöngu eftir því, við hvern hann á og hve bráð þörfin á peningunum er. Alla slíka áníðslu ætti stjórnin að geta numið burt, án uokkurs verulegs tilkostnaðar, og án að gerast of afsxiftasöm. Hvað stendur til ? C. P. R.-félagið hefir ekki átt upp á pallborðið hjá blöðunum hér vestra um undanfarin tíma. Að undantekn- um blöðunum Fref. Press, sem er eign félagsins og Tribune, sem er soltið og langar í bita, hafa flest blöð í fylkinu, hvaða helzt flokki sem þau tilheyra, ver ið samtaka í að atyrða félagið fyrir ó- svífið gjald, er það setur fyrir vöru- flutning. Það er ekki nema eðlilegt, þó gremja yfir þessu gjósi upp, ekki sízt þegar peningaþröng er svo mikil, að 5 centa skildingurinn verður eins þýð- ingarmikill peningur í augum margra eins og dollarinn var á 1'foitu” árunum. Eigi að síður má of mikið af öflu gera, og víst er sanngjarnara og að flkindum gagnsmeira að ganga með oddi og egg að stjórnunum, bæði fylkis og sam- bandsstjórn, og heimta að þær finni ráð til að færa niður flutníngSgjaldið. Sem sagt, hefir “Tribune” lengi ver- ið að flaðra upp á félagið og gengið svo langt í því, ekki afls fyrir löngu, að mæla með að hætt væri að jaga það, því slíkt hefði enca þýðingu, en gæti spillt fyrir. Af því það hefir komið þannig fram er undarlegt að sjáþað upp úr þurru koma með þá ósk og von, að fylkisstjórnin ekki veiti því styrk til að byggja Dauphin-brautina fyrirhug- uðu frá Selkirk, en sem það þykist vita að félagið f iri fram á að verði gert. Blaðið hefir áður verið hvetjandi þess að járnbraut sé bygð vestur í Dauphin- héraðið, og þörfin á þoirri braut er eins mikil nú eins og nokkrun tima áður, Blaðið viðurkennir sjálft, að engin lik- indi séu til að Northern Pacific byggi þangað fyrst um sinn, fjárhag þess ;fé- lags og stjórnarbylting að kenna. Það er ekki sýnilegt að neitt nýtt félag sé tilbúið að leggja braut þangað, svo annaðtveggja er að halda mönnum þai ósjálfbjarga um óákveðinn árafjölda enn, eða þiggja boð C. P. R, félagsins, þegar það kemur. Það er engum blöð- um um það að fletta, að þo flutnings- gjald félagsins sé hátt, mun þó hvert einasta mannsbarn fram með fyrirhug- aðri braut, heldur kjósa að C. P. R. byggi brautina, en vera þnr lengur brautarlausir. Hvernig stendur á þessari kút- vending blaðsins, það er leyndardóm- Ur. Má vera það ætli að hræða Van Horne, sem að likindum hefir lesið þessa grein í blaðinu rétt áður en hann kom til Winnipeg að austan. En Van Horne hefir ekki æðrast þó hann hafi séð stærri skepnu en Tri- bune. Þegar alt kemur til alls mundi líka meiri ástæða fyrir Greenway að liræðast Van Horno, heldur en járnbr. kónginn að hræðast Greenway og munnhörpu hans. t>að var C. P. R- sem hjálpaði honum drjúgast áleiðis til stjórnarformensku stólsins í annað sinn, við síðustu kosningar, og það verður C. P. R. að þakka ef hann á að skipa sama sæti f þriðja sinn. Þess vegna er elckert vit fyrir Green- way að koma inn þykkju hjá Van Horne, og Því minna vit fyrir “Tri- bune” að stuðla til þess, því ekki verður það langlíft að Greenway föllnum. Það er því ekki ólíklegt, að það búi eitthvað undir þessu uppþoti, eitthvað sem í svipinn er ekki sýni- legt á yfirborðinu. Máslco að nu sé fundinn mannfleiri staður í fylkinu, sem gæti þegið járnbraut? Það eru tiltölulega f á atkvæði enn moðfram fyrirhuguðu brautinni til Dauphin og þess vegna minni skaði að bera þau fyrir borð, ef svo ástendur. Hvað svo sem það kann að vera sem býr undir þessum snúningi, þá er vonandi að áhrifin verði ónóg til að spilla fyrir bygging þessarar brautar. Greenwaystjórnin er búin að ausa of miklu fé í suður og vesturhluta fylk- ísins til að geta með nokkurri sann- girni neitað að veita jafn tiltölulega litla upphæð og héi* er um að tala, til þess liluta fylkisins, sem alt af hefir verið settur hjá. Skuldubyrðin sem Greenway hefir búið fylkinu hvílir öldungis eins þungt á herðum búend- anna í þessnm hiuta fylkisins eins og þeirra. sem járnbrautanna hafa orðið aðnjótandi. Þeir eiga þess vegna heimting á raeðmælum en ekki mót- spyrnu stjórnar-blaðanna þegar loks- ins von er til að þeir eigi kost á þeim samgöngufæruin, er tengsla ný- byggð þeirra við útheiminn, sam- göngufærum sem ekki eru fáanleg nema með sömu skilmálum og þau hafa fengist í öðrum hlutum fylkis- ins. Bandaríki Evrópu. Samkeppni Amerikumanna er hinn rammasti meinvættur brezkra bænda. Sá ófagnaðnr hrellir einnig hug allra brezkra verzlunarmanna, þegar þá dreymir um komandi daga, þegar tollmúrar Ameríkumanna eru rofnir. Jafnframt er þó þessi samkepnisfæla sá fríðarins engill, erásínumtíma sundr- ar að eiflfu ófriðarskýjunum, er sífelt vofa yfir allri Norðurálfunni. Þannig lítur Charles Roberts M.A., á þetta mál, í ritgerð í Economic lieview á Englandi, um hermensku Evrópu og hverjir úrkostir hennar eru. Sjóflota- æðið nýafstaðna á Englandi fullvissar hann um, að.England er ósjálfbjarga að hrekjast inn i strauminn, sem knýr alla Norðurálfu til samkeppni að því er herbúning snertir. Til þess að sýna live stórkostleg þessi samkeppni er sýnir hann fram á, að á tímabilinu 1869—1892 óx standandi herinn (sem ætíð er vígbúinn) um þriðj- ung; var 2 195 000 1869, en 1892 var hann orðinn 3 240 000. Árið 1869 voru æfðir hermenn og herskyldir i 20 ríkj- um Evrópu samtals 6 958 000, en 1892 voru þeir orðnir 12 564 4oO. Þegar nu- gildandi heraukalög í þessum ríkjum hafa haft tilætluð áhrif, verður tala æfðra og herskyldra Ixermanna í Evr- ópu alls 22 621 800. Viðhaldskostnaður þessa herskara í 19 Evrópu ríkjum arið 1869 var samtals $560 milliónir, en 1892 var hann orðinn $990 millíónir. Geri maður ráð fyrir að hvor þessara her- manna (3 240 000), sem nú eru aðgerða- lausir, gæti framleitt að meðaltali $200 á ári, væri þeir við einhverja al- menna vinnu, þá er sú upphæð, sem þannig er Evrópu töpuð á ári hverju, $648 millíónir. Á þenna hátt kostar þá norðurálfan eittþúsund sex hundruð þrjátíu og átta millíónum dollars upp á hermenn sínaáári. Á hverjum tuttugu mánuðum eyðir hún þannig álíka miklu fé í herinn, eins og talið er að þýzk- franska-stríðið hafi kostað beinlínis og óbeinlinis á 10 mánuðunum, er það stóð yfir. Þessu snarar Evrópa árlega ut á friðar tíma, þegar engin ástæða sýn- ist vera fyrir þessari ógna-fjáreyðslu. Það er því sízt að undra þó þó þjóð- skuldir Evrópu séu nú orðnar samtals fullar tuttugu og fimm þúsund milj- ónir dollars. Hvað á þá að segja um fram- tíðar keppnina milli sameinuðu ríkj- anna í Ameríku og sundurlausu ríkj- anna í Evrópu ? Það þarf ekki stóran hnjót til að ráða úrslitunum í kapp- lilaupinu að útmörkuðum heimsins. Er það ósanngjörn skoðun, að imynda sér liinn vestræna risa (Ameríku) spora- drýgri, eftir að hann hefir fengið full- an þroska, heldur en Evrópa væntan- lega getur orðið, þar sem hún er neydd til að dragnast með sínar mörgu millí- ónir hermanna og sina margþusund- földu millíóna skuld? Þegar metaskál- arnar titra á jafnvægispunktinum, þá þarf ekki stórt til að draga aðra niður. Nú þegar væri samkeppni Banda- ríkjanna í Ameríku meiri en lítið til- finnanleg, væri hún ekki takmörkuð með verndartollum og ef ríkin ekki sóuðu öðru eins fé og þau gera í klækja- leg eftirlaun. Ef Bandaríkjamönnum tekst að losa sig úr þessum óheilla liöft um, geta þeir auðveldlega slegið sverð- ið úr höndum vestur-Evrópu. Verður þá fyrir oklcur um tvent einungis að velja, umhverfa Evrópu í lýðstjórn og bandaveldi, eða verða að engu. b>vl samkepnin, að óbreyttu fyrirkomulagi í Evrópu, yrði þá jafn-ómögulcg. eins og ómögulegt væri fyrir fornaldai ridd ara i ölluxn hertýgjum, að þreyta kapp- hlaup við þaulæfðan, léttklæddann Vcðiilaupara nútíðarinnai. Vestri hinn mikli. Lífsábyrgðarfélaginu Tiie Great West flegir áfram. Eftir tæpan tveggja ára starfstíma er búið að stofna deild- ir af því vestur í British Columbia, í Ontario og í Quebec, og nú er for- stöðumaður þess, herra J. H. Brock, austur í New Brunswick í þeim erind- um, að stofnsetja þar grein af félag- inu. Á þessum stutta starfstíma hefir félaginu gengið svo fyrirtaks vel, að Manitoba-menn hafa ástæðu til að státa af þessari einu lífsábyrgðarstofnun sinni. Fyrsta Janúar síðastl. sýndu bækur þess, að það hafði þá tekið að sér lífsábyrgð, er samtals nam $2,268,000 og að varasjóður þess var þá orðinn $54,720; auk þess á félagið nú í sjóði hjá sambandsstjórninni $ 56,000 er stjórnin heldur sem trygging fyrir þá, er ábyrgð kaupa. Uppborgaður höfuð- stóll þessa félags jafnast á við upp- borgaðan höfuðstól nokkurs annars lífsábyrgðarfélags, og varasjóður þess er nú orðinn meiri en nokkurs ann- ars lifsábyrgðarfélags á sama aldurs- skeiði. Eins og kunnugt er, er afgjald peninsa liér vestra hærra en í austur- hluta landsins, og er það hagur þeirra, sem ábyrgð kaupa, öldungis eins og það er hagur félagsins sjálfs. Þess hærra afgjald sem fæst fyrir saman- lögð árgjöld gjaldenda, þess betri á- byrgðarskilmála getur félagið boðið. Alt þetta mælir með félaginu. Það mælir og ekki síður með því, að ár- gjöld ábyrgðarkaupenda í því fara ekki í fjársöfnin í stórborgunum eystra, held- ur eru þeir peningar geymdir hér, settir í veltu meðal gjaldendanna sjálfra inn- an fárra stunda eftir að þeir koma í vörzlur félagsins. Allar slíkar stofnan- ir hjálpa til að fyrra fylkisbúa hér peningaþröng. En allar stofnanir aft- ur á móti, sem draga fé úr höndum manna hér, og flytja það austur i land, hjálpa til að viðhalda peningaþröng- inni. Félagið sjálft mælir á þennan hátt svo vel með sér, að meðmæli frá óviðkomandi mönnum eða stofnunum eru þýðingarlaus. Eigi að síður leyf- um vér oss að mæla með því, að menn alvarlega athugi hvert happadrýgra er, að senda burtu úr fylkinu alla pen- inga er til tínast, eða stuðla til þess að_ þeir haldist í veltunni hér, svo framarlega sem einstaklingurinn á völ á jöfnum kostum hjá báðum. Að öllu öðru jöfnu er það og nokkurs virði, að hafa aðalból lífsábyrgðarfélags mitt á meðal sín, og vita af þeim mönn- um í stjórn þess, sem maður sjálfur rekkir, og soin alþektir eru fyrir dugn- að samfara ráðvendni. Herra K. S. TborUarson hcfir yer- ið skipaður umboðsmaður fyrir þetta félag, og mun hann fús að gefa hverj- um sem æskir þess allar upplýsingar félagið áhrærandi. C. P. R. flutningsg-jaldið í efrideild þingsins. Senator Charles A. Boulton, frá Marquette, Manitoba, flutti nýlega merka ræðu um hið háa flutningsgjald C. P. R- fél. i Vestur-Canada. Byrjaði liann með því að leggja fram tillögu þess efnis, að þingið biðji landsstjóra að gangast fyrir, að lögð verði fyrir þingið núgildandi gjaldskrá félagsins, er sýni gjaldið bæði i Vestur-Canada og i Vestur-Bandaríkjunum, á Því svæði, er Sault (tíðnefnd “Soo”) braut- in liggur um. Ræðan gekk út á að sýna, að á meðan Vestur-Canada væri ekki fólks- fleira en það er, væri ósanngjarnt að setja flutningsgjaldið svo hátt, að fé- lagið hefði upp 5% vöxtu af uppborg- uðum höfuðstól, því fremur, sem hver $100 axía í þeim höfuðstól, liefði ver- ið seld hluthöfum fyrir fjórðung eða rúmlega fjórðung nafnverðs. Væri flutningsgjaldið í Vestur-Canada ekki hærra en það er í Austur-Canada, væri alt öðru máli að 'gegna. Það væri þá minni ástæða til að kvarta; en nú væri gjaldmunurinn stórmikill. Rök. studdi hann svo þau ummæli sín með þvi, að bera saman gjaldið fyrir ýms- ar vörutegundir eystra og vestra, fyr- ir áiíka langa leið. Hann sýndi og með samanburði þessum, að félagið setur Manitoba-mönnum 40% hærra gjald fyrir hveitiflutning frá Mani- toba til Montreal, heldur en það set- ur Bandaríkjamönnum fyrir flutning þess frá St. Paul til New York. Hann sýndi og fram á, að kvartað væri um, að fél. flytti vörur fyrir sama verð eða lægra frá New York eða Montreal til Vancouver, heldurenþað flytti sömu vörurnar frá Winnipeg til Vancouver —helmingi styttri leið. Til sönnunar því, hvað þetta háa fluttningsgjald gerði að verkum, gat hann þess, að síðastl. haust hefði hann átt tal við ungan og efnilegan bónda í norðvestur Manitoba, sem hefði ver- ið að yfirgefa bújörð sína til þess að ná í ómerkilega stöðu í verkstæði C. P. R. félagsins í Wpg. Þessi maður fékk

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.