Heimskringla - 05.05.1894, Blaðsíða 1
VIII. AR.
NR. 18.
Heimskringla.
WINNIPEG, MAN., 5. MAÍ 1894.
THE BBEAT WEST
LÍFSÁBYRGÐARFÉLAG.
Aðalból - - Winnipeg - - Manitoba.
J. H. BROCK forstöðumaður.
___________________i
TJppborgaður höfuðstóll.... 8 140.014.22
Varasjóður........... 8 54.720.00
Lífsábyrgð í gildi við lok
fyr»ta ársins...... $2.268.000
Lífsábyrgð veitt með hvaða helzt
nýmóðins fyrirkomulagi sem vill.
Kaupið ábyrgð í The Great West
og tryggið yður á þann veg þann
hagnað, er háir vextir af peningum fé-
lagsins veita.
Þetta fjelag dregur ekki ýje burl úr
fylkinu.
K. S. Thordarson - - agent.
457 Main Str., Winnipeg.
FRÉTTIR.
DAGBÓK.
LAUGARDAG 28. APR.
Ekki gekk saman með Great North-
ern forstöðumönnunum og fyrverandi
■þjónum þess. í dag á hádegi skyldu
allir vinnumenn félagsins hvervetna
ganga frá verki sínu.
Eldur kom upp í borðviðarhlöðum
í Rat Portage, Ont., í nótt sem leið,
og brann þar upp 10 milj. fet af sög-
uðum borðvið og timbri áður en eld-
urinn varð slöktur. Eignatjónið nem-
ur 8125,000. Vátrygging alls 880,000,—
Til allrar hamingju var vindstaða hag-
stœð, svo myllurnar sakaði ekki, né
nokkra húseign, er sumar hverjar voru
þó hættulega nærri.
Ontario-fylkísþingið samþykkir að
veita járnnámafélögum 825,000 styrk
á ári hverju í 5 ár, svo þau geti auk-
ið málmtekjuna.
Wilfred Laurier, leiðtogi “liberals”
í sambandsþinginu, hefir hafnað boði
flokksmanna sinna í Saskatchewan-
héraðinu vestra, er vildu fá hann til
að sækja um þingmensku fyrir það
kjördæmi. — En vestur hingað ætlar
hann að koma einhvern tíma í sumar.
Jarðhristingur mikill í Grikklandi
enn ; var átakanlega mikill í Athenu-
fiorg og urðu menn felmtfullir mjög.
I Þessum kipp eyðilagðist þorpið Ata-
lanti (íbúar 3000) til hálfs, Og þó mörg
hús standi þorir fólkið ekki að vera
í þeim, því jörð er öll sprungin í
grendinni. Eitt þorp er nú gersam-
lega kollvarpað eftir alla kippina, svo
að þar stendur ekki eitt hús eftir.
Sögur líkar þessari berast úr öllum
áttum. Fólkið er bjargþrota og vænt-
ir eftir lijálp frá útlöndum, því lieima-
stjórnin hefir ekki ráð á að hjálpa
eins og þarf. 'V eður er þar kalt og
rigningasamt," og bætir það á neyð
Þeirra. er ekkert skýli lmfa.
rrumvarp til lága um heimastjórn
á Skotlandi var lagt fyrir þing Breta
í Kær, og fékk furðu góðar viðtökur.
Balfour auk heldur hafði ekkert stór-
vægilegt út á það að setja.
Belgíu-stjórn bannar allar sam-
göngur við Portúgal, vegna kóleru.
Stjórnin í Montana heimtar að dóm
stolarnir knýi Great Northern félagið til
að halda uppi lestagangi eftir brautinni
innan Þess ríkis uppihaldslaust árið um
kring.
X Bandankjunum eru nú i smíðum
42 gufuskip gerð af stáli, er til samans
bera 137 000 tons. Dar af eru 13 her-
skip, en 29 verzlunarskip. Af þessum
hóp eru 15 í smíöum í T’hiladel (ilúa.
MÁNUDAG, 30. APRÍL-
Aðfaranótt sunnudagsins brann til
rústa í New Orleaus eitt merkasta hót-
elið í Bandarikjunum—St. Charies-hó-
telið. Það var í því húsi, að þeir Jeffer
son Davis, Judia P. Benjamín, auk ann
ax-a fleiri sunnanmanna, komu saman
og lögðu grundvöll til að stofna nýtt
lýðveldi—Suðurríkin. Eldurinn kom
upp í matreiðslvxsalnum rótt eftir að
fólkið var gengið til svefns, Auk
heimafólks voru yfir 100 gestir á hótel-
inu, er allir komust af, en 5 af heimil-
isfólkinu fóruzt í eldinum. Eignatjón-
ið nemur 8J millíón eða meir.
Á laugardaginn fékk Bandarikja-
stjórn til innlausnar 106 000 hálfcents
eirpeninga, er gefnir voru út árið 1857.
Gamall bóndi í Connecticut hafði safn-
að þessum peningum og grafið þá i jörð,
og nú nýlega fundu erfingar hans sjóð-
inn.
Rigningar losuðu svo svörðinn í
brekku við St. Albans-ána í Quebec að4
ferhyrningsmilur af yfirborðinu hlupu
fram í ána og bwr með sér hús og 4 eða
5 menn, sem drukknuðu.
Roseberry lávarður, stjórnarformað-
ur Breta, gefur í skyn að stefna sín
verði alt önnur en Gladstones að mörgu
leyti. Meðal annars gefur hann í skyn,
að utanrikisdeildin muni verða eftir-
litssamari en að undanförnu; enn frem-
ur. að hann hefði hugsað sér nýtt fyrir-
komulag á írlands málum. En sá part
ur ræðunnar er óvinsæll mjög, meðal
íra að sjálfsögðu og líka meðal Eng-
lendinga sjálfra, þeirra er fylgt hafa
Gladstone.
Braziliustjórn er nvi búin að ná und
ir sig aftur flestum bæjunum í suður-
iiluta landsins, sem uppreistarmenn-
irnir voru búnir að hertaka.
Nýlega skipaði stjórn Breta
Courtenay lávarð til að rannsaka
meðferð manna á fátækra húsi einu.
Rannsókn þeirri er nú lokið og sann-
ar hún hve voðalega að þar hefir
verið farið með auðnuleysingja þá, er
þangað hafa verið sendir. Sumt af
því er hann sá þar og frétti er sagt
svo ljótt, að viðbjóðslegt þætti meðal
barbara, hvað þá meðal siðaðra þjóða.
Beiningamaður réðist "á forstöðu-
mann Rothchilds-bankans 1 Vinarborg
úti á götunni, og veitti honum all-
mikla áverka með hníf.
Seint og fast gengur að tosa Wil-
sons tolliagafrumvarpinu gegn um efri-
deild bandaþingsins. Republikar lofa
því, að láta frumv. ekki koma til atkv.
fyr en þeir eru búnir að athuga ná-
kvæmlega hverja eina linu i því.
Vilhjálmur Þýzkalandskeisari mæl-
ir með, að minnispeningar fyrir her-
mennina sé slegnir úr fallbyssunum,
er Þjóðverjar náðu frá Frökkum í
stríðinu þeirra síðasta.
Fellibylur molaði skólahús í grend
við Kansas City, Missouri. Biðu þar
bana 19 börn og mörg meiddust.
Göngumenn Coxey’s náðu til út-
jaðranna I Washington seint f dag, en
mannmargur var herinn ekki, eftir all-
ar tilraunirnar að auka hann, að eins
350 manns í flokknum, allir rifnir og
tættir og lúalegir á svipinn.
ÞRIÐJUDAG 1. MAÍ.
Canada-stjórn er óánægð með eitt
atriöi í selaveiðireglunum nýju, en það
atriði er, að selveiðaskip megi taka
föst, þegar þörf þýkir, þó þau séu
ekki á forboðnum veiðistöðvum og þó
þau hafi engin selaskinn inrianborðs.
Umboðsmenn Bandaríkjastjórnar og
ráðherra Breta i Washington höfðu
samþykt þessa grein, eins og hinar.
Það er róstusamt í Nýfundnalandi.
Þar voru í gær hafin mútugjafa mál-
in gegn meðlimum fyrverandi ráða-
neytis. Samdægurs voru og hafin
meiðyrðamál gegn aðal-blöðum beggja
pólitisku flokkanna.
Selaveiða vertíð Nýfundnalands-
manna endaði í gær og þótti léleg.
Selatekjan öll um 200.000.
í gær var samþykt í Ontario-þingi,
að veita 8262 500 til járnbrautafélaga, er
fyrir þann styrk eru skuldbundin að
hyggja í ár 86J mílur af járnbrautum.
Eitt félagið, sem fær styrkinn, er On-
tario & Xtainy River félagið, sem ætlar
að byggja 50 mílur af járnbraut út frá
þeirri, er a að samtengja Port Arthur
og Duluth, vestur um öræfin til Skóga-
vatns. Er fyrirhugað að hún þar sam-
einist Manitoba Suðaustur-brautinni,
sem nu er í valdi Greenway’s hvert
bygð verður eða ekki.
Fred. C. Denison, þingmaðui’ fyrir
l'oronto West, gerði uppástungu um
það á sambandsþingi, að stjórnin haldi
áfram að bæta skipaleiðina um Law-
rence-fljótið og stórvötnin þangað til
minnst 20 feta dýpi er fcngið í öllum
skipaskurðum og ám á þeirj-i lo;ð. Út,
af þessari uppástungu spunnust langar
umræður og kom þá í ljós, að til þess
að fá þetta dýpi þyrfti stiórnin að
verja til þess 812—14 milHónúm, en að
hagur stjórnarinnar væri nú sem stend-
ur þanníg, að til einskis væri að tala
-um slík fjárframlög. Martin frá Wín-
nipeg var hlyntur fyi-irtækinu, en Daly
iunanríkisstjóri, frá Brandon, áloit eina
lífsspursmál norðvesturlandsins væri
að fá Hudson Bay brautina bygða.
Bændaflokkurinn Patrons of In-
dustry hafa kjörið mann að nafni
Forsythe til að sækja um kosningu i
Beautiful Plains kjördæminu í Mani-
toba þegar þar verður kosið upp
aftur.
Drenghnokki í Calgary slórði á
leiðinni til skólans og varð of seinn.
Sendi þá kennarinn hann heim til að
úttaka hegningu, en í stað þess að
hlýða fór strákur um borð á Kyrra-
hafshraðlestina er þá var stödd í
bænum og komst með henni vestur
til Vancouver, því lestamennirnir
aumkuðust yfir hann og ráku hann
ekki úr vögnunum. Hann segist hafa
óttast híðing og þessvegna flúið.
Eftir 24 kl. stunda dvöl í Wash-
ington voru þeir J. S. Coxey og Carl
Brown, foringjar Coxey hersins, teknir
fastir og hnepptir í fangelsi. — Það er
von á 7—8000 þessum hermönnum til
Washington, en ekki eru þeir orðnir
full 400 enn, og dauflegar horfur á að
sumir flokkarnir komi bráðlega. Lesta-
þjófarnir í Montana að minnsta kosti
eru langt frá ferðalegir enn, því i gær
voru þeir fluttir til Helena og eru þar
umkringðir af hermönnum Bandaríkja.
MIÐVIKUDAG, 2. MAÍ.
Bæjarstjórnin í Chicago hefir veitt
8100 000 til þess að varna útbreiðslu
bóluveikinnar meira en orðið er, ef
kostur er á.
Englandsstjórn hefir ákveðið að
læknarnir, er settir hafa verið til að
rannsaka lungun úr nautgripum frá
Canada, skuli taka til starfa 16. þ. m.
Á nú að haga rangsókninni svo, að ekki
verði ástæða til að kvarta undan vil-
höllum úrskurði eins og í fyrra.
Járnbrautarfélögin stóru í Canada,
C. P. R. og Grand Trunk, eru nú í óða-
önn að fækka verkamönnum á verk-
stofum sínum ; reka burt menn svo
hundruðum skiftir og lækka laun þeirra
sem eftir eru. Verzlunardeyfðinni er
kennt um.
Samningar komust á í gærkveldi
milli Great Nortliern formanna og þjón-
anna. Verzlunarstjórnirnar í St. Paul
og Minneapolis tóku sig til og skárust í
leikinn, og varð árangurinn sá, að sam-
an gekk kl. 11 í gærkveldi. Endalokin
urðu þau, að forstöðumennirnír færðu
upp launin aftur, þar til niðurfærslan
nemur ekki meir en \ þess er í fyrstu
var ákveðið. Það gerðu verkmennirn-
ir flestir sér að góðu ; er sagt að 99 af
hverjum 100 séu ánægðir með þessa úr-
lausn.
Á sambandsþingi í gær gaf fjár-
málastjórinn til kynna, að tollurinn á
steinolíu yrði færður niður í 6 cents á
gallónu (4 pottum). Tollurinn er nú 7
og fimtungur cents á gallónu. Betra
þykir það en ekki, en ónóg þykir samt
niðurfærslan enn. En að likum verður
ekki meira en þetta aðgert á þessu
þingi.
Eignatjón af völdum flóðsins í St.
Albans-ánni í Quebec-fylki nemur að
minsta kosti 1 milj. dollara.
Málmtekja öll í Canada á siðastl.
ári nam 819J milj., en það or :) milj.
minna en árið 1892; eru lcol þar
með talin, 881 milj. virði.
Jarðhristingar á Grikklandi aftur
í gær. Er nú ætlað að um 500 manns
liafi týnt lífi í jörðskjálftunum, en að
um 20,000 sóu húsviltir.
Höfnin í Port Arthur er íslaus
orðin.
Þingmaður á Frakklandi segir
prestana og auðmennina valda út-
breiðslu anarkista skoðana í landinu.
samfara afskiftaleysi stjórnarinnar.
Hveitisáning er um það afstaðín
í vesturhluta Manitoba-fylkis.
Forseti og forstöðumaður Great
Northern-fél. fóru í rifrildi i St. Paul
í gærlcveldi, er lauk með því, að for-
setinn fékk löðrung, en forstöðumað-
urinn sagði af sór.
Sambandsstjórnin er nýbúin að full-
gera brú mikla yfir skipaskurð i Mon-
treal, er kostað hefir 8-130,000, en sem
ekki átti að kosta meira en 8195,000.
Þannig skýrir nefnd frá máiinu, er
sambandsstjórnin sltipaði til að rann-
saka það.
Rafmagnsgerðahús eit.t í Montreal
skemdist af eldi í gærkveldi. Eigna-
tjón 8100.000.
FIMTUDAG, 3. MAÍ.
Winnipeg & Great Northerx er
nú nafnið á Hudson Bay brautarfélag-
inu. Nafnbreytingin var æskilog vegna
þess, að sífeldur misslcilningur reis út
af því að nafnið var liið sama og á
verzlunarfélaginu stóra—Hudson Bay
Co.
Demokratar höfðu 3-firhöndina í
bæjarstjórnarkosningunum í St. Paul,
er fóru fram 1. þ. m. Kapp var mikið
á báðar siður.
7—800 námamenn í járnnámum í
Minnesota hafa gert verkstöðvun;
heimta hærra kaup. í járnnáma-þorpi
í héraðinu eru og aðkomnir námamenn
svo hundruðum skiftir austan úr Ohio,
er vilja knýja alla til að hætta vinnu og
láta ófriðlega. Knutr Nelson, ríkis-
stjóri hefir verið beðinn um herverndun
og hefir hann leyft hana, ef á þarf að
halda.
Verkmanna-upphlaup átti sér stað
í gær í Cleveland. Ohio. Um 4000
manns æddu um borgina og lokuðu
verkstæðum öllum.
í ræðu, er Roseberry lávarður flutti
í Manchester á Englandi, kvaðst hann
álíta að skynsemi manna ætti að sýna
þeim, hve nanðsynlegt væri að gefa Ir-
um heimastjórn. Með því og slikum
umbótum annarsstaðar væri auðið að
halda hinu brezka veldi saman, en án
þeirra ekki.
Sambandsstjórnin ákveður að við-
hafa varúðarreglur til að varna bólu-
veikinni, er gengur í Bandaríkjunum,
yfir landamærin. Hún hefir skýrslur
er sýna, að bóluveikin gengur í 16
rikjum Bankaríkjanna, þó mest í
Chicago, New York og Brooklyn.
Alþjóðafundur var settur í Mansion
House í Lundúnaborg í gær til að tala
um útgáfu gulls og silfurpeninga.
Mættu þar um 400 ýmsra þjóða menn,
sem allir vilja auka silfurpeninga út-
gáfuna.
Uppihaldið á kolatekju í Banda-
rikjunum er farið að hafa þáu eðli-
legu áhrif, að verkstæðum víðsvegar
um landið hefir mátt loka í bráð,
vegna kolaþurðar.
FÖSTUDAG 4. MAÍ,
Jarðskjálfti gerir vart við sig í
Wales á Englandi.
Ófriðarhorfur miklar meðal náma-
manna í Minnesota. — Samskonar frétt-
ir frá Cleveland, Ohio.
Populistar í Kansas segja að af
handtöku Coxey’s leiði stjórnarbylting
í Bandaríkjunum.
Bæjarstjórnin í Winnipeg ráðgerir
að verja 8159 000 til strætabóta. Auka-
fundur um það næsta mánudagskveld.
C. P. R. er um það að stofna vagn-
hjólaverkstæði í Fort William, Ont.
FRÁ LöNDUM.
Hr bréfi úr Nýja íslandi, dags. 24.
April:—“Fáar eru fréttir, nema bærileg
líðan, heilbrigði manna og höld fjár góð
Nú hugsa ég að sumarið sé gengið i
gárð ; í clag er 40 stiga hiti i skugga.
En fyrsti sumardagurinn—19. þ. m.—
var með verstu dögum nafna sinna,
kafdimm bleytustórhríð með norðaust-
an ofsastormi.
Hr. Guttormur Jónsson, er hingað
kom síðastl. sumar frá Seyðisfirði, hefir
nú ke.ypt jörðina Búastaði f Arnesbygð
og er fluttur þangað.
íbúðarhús Guðvarðar Hannessonar
bjrgt í stað þess er brann í vetur, er nú
um það fullgert. Árnesingar flestir
hafa gefið vinna sína að meira eða
minna leyti við að koma því upp og
hafa sýnt það þar sem oftar, að þeir
eru góðir drengir.
Jakob Mormóna sendill er nú að
labba hér um nýlenduna á ný. Hér er
og á ferð Jóhann dyravörður frá Lár-
usar-kyrkju í TVinnipeg. Báðir þessir
postular eru nú úti í Mikley. Viðvar-
andi flæking þeirra hér kenni ég bænd-
um. Þeir gefa þeim mest allan greiða
og þar af leiðir að hinum þykir gott að
halda sér uppi á þennan hátt. Væri
þeim seldur greiði, mundu þeir hipja
sig burtu, og þeirra gesta mundu fáir
sakna”.
GEYSIR, MAN., 25. APRÍL 1894.
Herra ritstj.—Það er heldur en
ekki blautt um hérna hjá okkur Geysir-
búum um þessar mundir, ogf aöi-ar eins
bleytur munu varla hafa komið hér síð-
an vorið 1882. Fljótið beljar hér fram í
algleymingi og flæðir langt upp á bakka
sína. Margar fjölskj-ldur hafa orðið að
flýja heimili sín sökum þess að vatnið
hefir gengið upp á gólf í húsunum.
Sömuleiðis hafa margir verið í dag að
koma gripum sinum(að heita má á sundi)
til þeirra húsa, sem enn eru frí við flóð-
ið. Þar, sem fréttaritari j-ðar skrifar
þessar Knur, er vatnið í ökla á gólfinu—
hefir hækkað í dag um 3 þuml. á 7 kl,-
stundum. Auðvitað búast menn við
að þessi óslcöp standi ekki lengi j-fir.
Að kveldi hins 21. þ. m. hélt herra
Stefán Sigurðsson, oddviti Gimlisveitar,
“prívat” skemtisamkomu að heimili
sínu í Breiðuvík. Þar voru j-fir tuttugu
manns saman komnir (margir, sem
boðnir voru, gátu ekki komið, vegna
þess að svo vont var yfirferðar). Heim-
boð þetfa er vafalaust það mesta og
rausnarlegasta, sem nokkurn tíma hefir
verið hahlið í nýlendu þessari. Veit-
ingar voru svo margbreyttar og ágæt-
ar, að slíkar muna óvíða eiga sér stað
meðal Vestur-ísleudings. Skemtanir
voru hinar beztu : ræðuhöld, söngur og
hljóðfærasláttur. En hið merkilegasta
við þessa samkomu var það, að Mr.
Sigurðsson hélt hana (samkomuna) að
eins í þeim tilgangi að gleðja vini sina,
og gefa þeim tækifæri til að ræða um
það, sem miðaöi til framfara og efldi
félagsskap i þessari bygð. Allir, sem í
samsætinu voru, fóru glaðir og ánægð-
heim til sín um morguninn þann 22.
Mr. Sigurðsson sýndi við þetta tæki-
færi, eins og oftar, að hann er höfðing-
lyndur maður og búinn prýðilegum
hæfileikum og góðum tilfinningum.
Hr. Gestur Oddleifsson er þessa
dagana að koma sögunarvið sínum eftir
Islendingafljóti til mylnu sinnar, og
mun hann allareiðu láta bj-rja að saga.
Hann hefir veitt fjölda mörgum mönn-
um atvinnu í vetur.
Lestrarfélag hefir nýlega verið stofn-
að hér i bygðinni, og er vonandi að það
eigi bjarta framtíö fj-rir höndum.
Hr. Guðmundur Nordal, sonur Sig-
urðar Nordals póstmeistara að Geysir,
er fluttur hingað með konu sína, Önnu
Björnsdóttir (Skaptason). Það er sann-
arlega ánægjulegt að fá í b.ygðina svo
vel mentaða og gáfaða konu.
Hr. Sveinn Jónsson (sonur Jóns
Sveinssonar, bróður Benedikts Sveins-
sonar assesors) er seztur hér að hjá föð-
ur sínum ; hefir verið um nokkur und-
anfarin ár suður í N. Dak., nærri
Grand Forks.
Fregnriti Hkr.
Derby plötu-reyktóbak er
hið geðfeldasta og þægi-
legasta tóbak fáanlegt.'
Orða-belgrinn.
[Öllum, sem sómasamlega rita, er
velkomið að “leggja orð í belg;” en nafn-
greina verðr hver höf. sig við ritstj.,
þótt ekki vilji nafngreina sig í blaðinu.
Engin áfellis-ummæli um einstaka menn
verða tekin nema með fullu nafni undir.
Ritstj. afsalar sér alh i ábyrgð á skoðun-
um þeim, sem koma fram í þessum bálki].
X Og $85 til $90.
í Hkr. nr. 14 fer X eim á ný að
hreyfa sig til oð svara grein minni
sem stendur í Hkr. nr. 12. Það mun
ekki þurfa að segja að X litli komi
þar með dálítið sem kallað er sleggju-
dómur, þar sem hann fullyrðir, að 93
af 121 hafi verið á móti Guðna Thor-
steinssyni ? Hann og allir sjá, að 28
menn í nýlendunni hafa þó viljað
nafa Guðna fyrir sveitarskrifnrn, en
altur á móti, eftir þessum dómi, hafa
allir verið á móti Gísla og Jóhanni
og ekki viljað hafa þá, og var þó
fullkunnugt, að þeir ætluðu að sækja.
Að ég hnfi beinlínis og óbeinlín-
is viðurkent, að þeir Gísli og Jóhann
væru jafnhæfir G. Th. til skrifara og
féhiröisstarfa, er alveg ósatt, og ástæð-
an, sem X tilfærir í fyrri grein sinni,
er hringlandi vitlaus, og enginn rétt-
sýnn maður getur beldur dregið það
út úr grein minni, miklu fremur það
gagnstæða.
Um útnefning yfirskoðunarmann-
anna er það í fám orðum að segja,
að ég stakk upx> á því, að Gísli væri
tekinn til reikningsyfirskoðara; það
var samþykt; þá útnefndi oddviti
annan, og svo búið, Þá kom nú
þetta atriði, sem virðist bafa orðið að
svo fjarska stórum bita í liálsinum á
X, að ég sagði bara í spaugi,
að liefði ég mátt ráða, þá befði ég
viljað að Jóliann væri kosinn til sama
starfa og Gísli. Að mér datt þetta í
bug, kom til af því, að mér fanst
þeir bera sig svo sultarlega eftir skrif-
araembættinu. Það getur hver maður
séð, að meiri vandi er að færa rétt og
skipulega sveitarreikning heldur en að
vfirskoða bann; finnist yfirskoðara
eittbvað skakt, þá er skrifari strax
við lieodina að koma kouurn i skiln-
ing um það rétta. Svo er og fleira
atkugandi í þessu máli, en það bíð-
ur síns tima.
X beldur að hægt só að sanna, að
G. Tb. liefði verið fús á að takast á
bendur skrifarastörfm fyrir $180. Hann
má rembast svo mikið sem hann vill
við að sanna það, en ég keld að það
verði torvelt, því það eru tilhæfulaus
ósannindi, eftir því sem ég veit bezt,
og skritið væri að sjá hann sanna,
að ég hafi heyrt það fyr en í Hkr.
greininni hans, eins og ég hefi áður
sagt.
Ég só ekki ástæðu til að svara
fleira sem stendur i grein X, það er
svo mikill úLir8núningur að liann geng-
ur út í heimsku, kemur enda pessu
máli ekkert við.
Benedikt Arason.
Tala
flutt 21. Apríl í vinasamkvæminu í
Bræðrahöfn af G. Gíslasyni.
“Varðar mestu allra efna, að und-
irstaðan rétt sé fundin”. "Bóndi er
bústólpi, bú er landstólpi”. Þetta er
dagleg reynsla í mannlífinu, að hvoru-
tveggja þessara spakmæla eru sannindi,
því ef undirstaðan er traust og gund-
-völluð á bjargi reycslunuar, þá má
byggja þar ofan á, hvað helzt sem lífs-
staðan og hinn góði borgaralegi félags-
skapur útheimtir og þarfnast. Ég hefi
vanist sveitarhfinu frá byrjun minnar
vegferðar gegn um lífið, eg ég hefi séð
það koma fram nálega í öhum myndum.
Sumir hafa tamið sér forsjálni og
sparsemi, iðni og fyrirhj’ggju; aðrir
hafa unnið mikið og aldrei gefið sér né
öðrum hvíld. og með því móti komist
yfir nokkuð. En þeir lærðu aldrei að
gæta fengins fjár og þess vegna eyddist
alt jafnóðum og þeir öfluðu þess. Þriðju
lögðu árar í bát og unnu aldrei, hvorki
sér né öðrum gagn, og því varð þeirra
hlutskifti í lífinu, að þeir fengu hreinar
tennur og sult—eins og Salomon segir,
því að margir—ég vil ekki segja allir—
eru sinnar lukku smiðir. Þetta hefir
reynslan sannað þráfaldlega, en hverg;
hefi ég fengið eins áþreiíanleg rök fjn-ir
því, hvað iðni og atorka, hyggindi og
sparsemi geta komið til leiðar. eins og
hér i Nýja íslandi. Hingað hafa flutt
flest-ahir, sem að heiman komu bláfá-
tækir með meiri og minni ómegð, og
sezt hér að á óbj'gðum og þéttsettum
skóglöndum; peir höfðu aldrei séð
felda eik, aldrei séð plægða akurrein og
aldrei sáð nokkru fræi í jörðina.
En nú eftir fáein ár eru hér komin fa.Il-
eg hús, rudd stór stykki af skógum og
mikil akur- og engjalönd, þar sem áður
var svo þéttur skógur, að laus maður
komzt valla gegn um. En hverju er
þetta að þakka? Er ekki þetta að
þakka dugnaði og framsýni landnema
þessa eyðilands ? Kemur ekki þarna
fram ávöxturinn af iðni og atorku bóud
ans? Það er óefanlegt. Nú eru flestir
orðnir sjálfbjarga, sem fyrir fáum árum
áttu ekki eyrisviröi, og meira að segja,
þeir eru nú glaðir og ánægðir og sjá
daglega fram á, að þeir hafa ekki eín-
asta búið í haginn f j’rir sig, heldur og
niðja sína hvern fram af öðrum. Eru
ótal dæmi hér meðal vor. sem sanna
þetta með mér.
En hvergi í Nýja íslandi sjáum vér
meiri og víðtækari frainfarir en hjá
bræðrunum Stefáni og Jóhannesi Sig-
urðssonum í Bræðrahöfn. og lýsir alt
það, sem ber þar fjTÍr augu vor, atorku
þrifnað og reglusemi. Það er sönn á-
nægja að koma á það heimfli, þar sem
þessir kostir blasa við manni. Eins eru
þessir bræður og húsfreyjur þeirra sam-
taka í því að fagna öllum, sem koma á
heimili þeirra, svo að þessi heiðurshjón
hvorttveggju eruekki aðeins fyriimynd
bændastéttarinnar í dugnaði, ráðdeild,
sparsemi, gestrisni og hjálpsemi við
landa sína hér i nýlenduuni, holdur
hafa þessir nafnkunnu bræður stofnsett
hér þá stærstu og beztu verzlun, sem
til þessa hetí verið sett, á fót hér í Nýja
Islandi. I stuttu máli, þeir bræður eru
fj-rirmynd nýlendubúa í framkvæmd og
dugnaði og eiga því að veröugu almenn-
ar þakkir og vjrðingu skilið af innbú-
um þessarar nýlendu. Góðir bræður
og sj'stur, sem hér hej-ra mál mitt; ég
veit að þér eruð mér samtaka í að við-
urkenna það, að þessi gleðisamkoma,
sem haldin hefir verið í kveld, er að
þakka oddvita okkar og verzlunarmanni
herra Stéfúni Sigurðssyni og konu lians.
Hann stofnaði þennan fund og hefir
með glaðværð, gestrisni og veitingum
leitast við að gera oss samkomuna svo
ánægjulega, sem veglyndi, mannúð og
mannkærleiki útheimtir og liefir ekki
haft annan tilgang en þann, að gera
mönnum dagamun, eður sem menn
kalla, glatt í sinni, og er þetta mér vit-
anlega sú fvrsta samkoma í Nýja ís-
landi, sem gjörð er í þessum tilgangi.
Vér finnum skyldu okkar að þakka
þessum hoiðurshjónum fj-rir alla þá
skemtun og veitingar. sem vér höfum
notið við þetta gleðisamkvæmi, fjrrir
þeirra alúð og eðalljndi, og óskum af
hjarta, að guð gefi þeim gott og gleði-
legt sumar, og aö hvert spor, sem þau
og niðjar þeirra stíga á skeiðfleti lífsins
framvegis, verði þeim til heiöurs og
liamingju og náunganum til gagns og
góða.
Derby plötu-reyktóbak
selst ákaflesra vel ou
o n
sala pess fer sívaxandi.