Heimskringla - 05.05.1894, Blaðsíða 3

Heimskringla - 05.05.1894, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 5. MAÍ 1894. 3 góða uppskeru af hveiti, 1400 bushels, flutti það 23 mílur til markaðar í White wood og seldi þar fyrir 42 cents bush. Pyrir alla sína fyrirhöfn fékk hann eft- ir því $588, og þegar hann svo fór að at huga reikninga sína, s& hann að vinna hans sjálfs fór fyrir ekkert. Tilkostn- aður allur, föt, feeði og þ. h., át upp alt hveitiverðíð og meira til. Þess vegna gafst hanu upp við búskapinn og tók sér daglaunavinnu, þvi þá vissi hann þó upp á hár hvað tekjur hans voru mikl- ar og gat fyrirfram sniðið kostnað sinn eftir því. Samskonar dæmi kvað hann mega finna hvervetna í Manitoba, að tilkostnaður allur væri jafnmikill eða meiri en samlegt verð afurðarinnar, og alt stafaði af því að flutningsgjaldið væri svo hátt. Bóndinn fengi minna fyrir hveitið heldur enútheimtist fyrir flutning þess á heimsmarknðinn. Hann kvaðst enga trú hafa á að hveiti stigi upp til muna, því auk þeirra landa, er að undanförnu hefðu fram- leitt hveiti í stórum stíl, væri nú Ar- gentina óðum að auka hveitiræktina og mundi reynast skæður keppinautur bænda í Vestur-Canada. Eini vegurinn væri því, að fá flutningsgjaldið til sjáv- ar fært niður svo mikið, að hlutur bónd ans af hveitiverðinu geti vaxið. Það væri þess vegna skylda stjórnarinnar að leggja hönd að þessu verki, að verja framleiðandann fyrir ágangi þeirra, er frmleggja fé til samgöngufæra. En þetta gæti hún því að eins, að allar nú- gildandi gjaldskrár félagsins væru lagð- ar fyrir þingið, og að þeir, sem undir- okaðir eru, leggi fram kvartanir sínar á formlegan hátt. Til þess að byrja með, þyrfti að fá gjaldskrárnar. — Gjald- skrárnar hafa enn ekki verið framlagð- ar, að því er séð verður. Hvað varð af forn-Norð- raönnum í Ameríku? Það þykir nokkurn vegin vel sann- að orðið, að i fyrndinni hafiNorðmanna- nýlonda verið til í Ný-Englandsríkjum, en hvað varð af þeim, það er leynd- ardómur. Norðmenn liöfðu sjaldan konur með sér í herferðum og sigl- ingum. Það eru allar líkur til þess, til dæmis, að Göngu-Hrólfur hafi haft fátt kvenna með sér til Frakklands, en að hann og hans menn hafi gipst frönskum konum. Er það þá ekki sennilegt, að Norð- menn þeir, er til Ný-Englands komu fyrir nálægt þúsund árum, hafi einn- ig haft fáar konur með sér, og þess vegna tekið sér fyrir konur dætur frumbyggjanna í landinu ? — Börn þeirra, kynblendingarnir, hlutu svo að giftast frumbyggjunum. Hvítu menn- irnir voru svo fáir, en fjöldi Indíána var svo mikill, að líklegt er, að á fimtungi þess tíma sem liðinn er síð- an Norðmenn fyrst komu til landsins, hafi litur og einkenniNorðmanna horfið, umskapast smátt og smátt við kyn- blöndunina, til þess er allir að ytra áliti voru Indíánar. Þetta getur ver- orsökin til þess, að Indíánar á Atlantshafsströndum landsins voru svo miklu meiri menn, en þeir á Kyrra- haf sströndunum. Austurlands-Indíán- arnir allir voru háir menn og vel vaxnir, Pn þgir 4 vesturlandinu allir fremur dvergvaxnir. Hvað lyndisein- kunn snertir, voru austlendingar þess- ir langt fyrir ofan vestlendingana. Þeir voru í sannleika fallegiv menu °K miklir, á meðan “eldvatn” hvítu mannanna ekki náði að eyðileggja þá. Það er ekki nema eðlilegt að ætla, að Norðmenn og niðjar þeirra, kyn- blendingarnir. í Ameríku, mundu halda sama sið og þcir höfðu í Evrópu — lierja suður um land og vinna undir sig hin suðrænu riki. Það er því ekkert ólíklegt, að Indíána flokkarnir í Virginia og Caroli na-ríkjunum hafi verið afkomendur Norðmanna. Poca- hontas dóttir Pawhatan konungs í Virginia giftist enskum manni og frá henni or komið margt stórmenna. Blóð hennar rennur í æðum margra tiginna manna i þessu gamla höfðingja heimkynni, Virginiu. Getur vel verið að í æðum liennar hafi runnið blóð Eiríks rauða, Leifs hepna, eða einhvers annars Norðmanns. Gbo. Wilson. Lexington, Mo., 25. Apr. 1894. Ekkert Derby plötu-reik- tóbak er ekta, nema á því standi húfumyndað merki. Bréf frá Eiríki Magnússyni til embættismanns í líeykjavík um fínanzmál íslands. Cambridoe, 14. Apríl, 1894. Eg “Jiygg” ekki einungis, enn ég sanna það lika, að seðlar landssjóðs, þá er þeir koma inn frá póstmeist- aranum, eru kvittanir handhafa fyrir móttöku tilsvarandi peninga úr sjóðn- um, og geta ekki verið landssjóði annað, enn verðlausir brkpniðar.. Það er axioma, sem um allan heim gildir, að innleyst skuldabréf er útgefenda þess verðlaus bréfmiði. Allir seðlar, hverju nafni sem þeir nefnast, eru skuldabréf útgefanda og og þegar hann leysir þá inn fyrir peninga, eru þeir honum verðlaus blöð. Gefi hann þá út aftur, þá setur hann sig í eins háa skuld við handhafa þeirra, eins og peningunum svarar, sefli á seðlun- um stendur að þeir hljóði upp á. Gegn þessu svarar þú með mynd- ugleika : “Enn ég veit, að þessi gjaldeyrir er landssjóðnum alveg sama sem gull.” Þetta sannar þú ekki, Náttúrlega, þú getur það ekki, því það er bara tóm meinloka. Enn þú styðr það með beztu röksemdinni sem þú átt til. og er hún sú, að “landsjóður geldur seðlana í öll sin gjöld og lánar þá út rétt eins og þeir væri peningar.” Og heldur þú nú að ég sé svo grunnur að sjá ekki á þínum eigin orðum, að þér er ekki alvara hér? Heldur þú að þú fáir mig nokkurn tíma til að trúa því, að þú vitir ekki, að þegar landssjéðr geldur þannig seðla sína, þá geldur hann þá svo sem ámsanir á peninga sína ? — þú, sem sjálfur hvað eftir a^inað hefir farið með þessa seðla á pósthúsið, selt þá þar ríkissjóði, fengið hjá honum til- svarandi peninga í Höfn og vitað, náttúrlcga, að hann gerði sig skað- lausan með þvi, að taka til sín jafna upphæð gulls úr peningadeild lands- sjóðs í Höfn? Að þú ekki vitir, að þessir seðlar voru ávísanir á peninga landsjóðs, enn þykist vita, að þeir voru sjálfstæður gjaldeyrir, er hér um bil eins sennilegt eins og það, að þú haldir að læknis “recept” sé meðölin sem það hljóðar upp á! Heldur þú að ég trúi þér nokkurn tíma til þess, að þú vitir ekki, að öll gjöld landssjóðs eru greidd fyrir að- föng úr landsins útlendu verzlun, sem þeir menn, er hann elr, lifa við, og þær stofnanir, sem hann annast, fá viðrhald af ? Heldurðu ég trúi þér til þess, að vita ekki, að kaupmennirnir verða' að borga þessi aðföng í þeim gjaldeyri, sem gengur í hinum útlenda markaði, þar er aðföngin voru keypt ? Heldur þú ég trúi því, að þú vitir ekki, að í peim markaði gengur enginn íslenzkur seðill í nokkrum eiginlegum verzlunarsskilningi öðru vísi en sem átísun á peninga landssjóðs? Heldur þú ég trúi því, að þú vitir ekki, að þeim seðlum, sem þið greiðið kaup- manni fyrir aðföng þessi, kemr hann í ríkismynt gegnum fyrirkomulag póstávísananna, svo að landssjóður greiðir þannig öll sín gjöld í pening- um; og notar seðlana bara fyrir ávísanir á þá, af því, aö þeir liggja allir í Höfn ? Þegar þú nú bætir við, að þessi liður í röksemdakeðju minni geri hana ónýta, þá svara ég: þau orð hefðir þú betur ótöluð látið, því þau eru staðlaus. Ég á þakkir einar af ykkur, löndum mínum, skilið fyrir það, sem ég hefi gert í fínanzmálinu; og er löngu komið mál til að alvörugefnir menn sýni mér þann snefil virðingar, að láta mig njóta sannmæla, þar sem þeim er vorkunnarlaust að sjá, að ég liefi rétt að mæla. Þann strákskap, að óvirða mig og smána fyrir sann- leikann, skyldi stjórnarritara ísafoldar einum leyft að æfa og leiguliðum hans. Fjárhagsskýrsla landsnöfðingja í Isafold, 13. Jan. þ. á., bregður ein- kennilegu ljósi yfir grundvallarreglu þína. Af henni að dæma, eins og tiún er sett fram, stendur hagur landssjóðs næsta blóxnlega og liefir staðið í síð- ustu þrjú ár. Tekju-afgangur var 189<>..........102,254 kr. 1891 ..........131,035 — 1892 ..........101.762 — Samtals 335,051 kr. Ilvað er nú tekju-nfgangur? Það náttúrlega, sem sjóðurinn á til góða, tekjumegin, þrgar öll lians lögskipuðu gjöld eru greidd. En í hvaða gjald- eyri var nú þessi tekjuafgangur? I peningalausu landi gat hann náttúr- lega ekki verið í öðru en seðlum. En nú geta seðlar aldrei komið inn í landssjóð nema svo sem kvittanir handliafa fyrir móttöku þeirra poninga úr sjóðnum, sem seðlarnir liljóðuðu upp á. Eru því þeir seðlar er gera þennan tekju-afgang landshöfðiugja, ekkert annað en skírteini landshöfð- ingja fyrir því, að hann hafi greitt út tilsvarandi peningaupphæð í annara þarlir en sínar, því þetta er greitt umfram hans löglegu gjöld, hans eigin þarfir. Nú, en þetta þýðir aftur, að land- sjóður hafi verið látinn tapa í pening- um .eins miklu eins og tekju-afgangi landshöfðingja svarar. Nú svarar þú, eða þeir, sem þú ert í liði með í þessu múli .• “Hér er ekkoi t tap. Því uð landssjóður gefur þennan gangeyri í öll sín gjöld. Svo það að greiða gjöld sín með ávísunum sínum á peninga sína, er þá hið sáma sem að bætas<5r sjálfur þann skaða, sem maður hefir á öðrum beðið, og þeir eiga að bæta honum ef hann skal óvœntur vera ! Þetta er höfðingja finanzspekin á ís- landi ! Er hún þó ekki molbúalega góðleg í framan ? Þetta tap, þó fnll álitlegt sé, er þó ekki nándarnærri alt tap landssjóðs fyrir þessi þrjú ár; því ótalin er skuld- in við ríkissjóð, sem ekki má nefna á nafn. En hún er miklu meiri en þessi upphæð. Það sem nú gerist, er þetta: í stað þess að frá 1886—89 var viðlagasjóður látinn taka að sér að bæta upp tekjuhalla landssjóðs, tekur ríkissjóður að sér nú, (vegna þess að þegja verður yfir leyndarmáli inu í fjárstjórn landsjóðs sem lengst að unt er) að bæta landssjóði upp tekjuhallann, og landsliöfðinginn birt- ir liann síðan svo tekju-afgang !! Og ekki nóg með það, sama árið sem landsreikningur, rétt skilinn, vottar, að landssjóður hefir beðið tekjuhalla, að minsta kosti 101,762 kr., er uppi látið að hann hatí aukið viðlagasjóð um 44,000 kr. ! Það er með öðrum orðum: ríkissjóður lánaði landssjóði þetta handa viðlagasjóði, svo að fínanz- status landssjóðs tæki sig sem mynd- arlegast út í augum hins talhlýðna eiganda, og öllum fjárhags-eftirgrefti yrði afstýrt um tvö ár, sem alténd er þó betri frestur en enginn. Frá 1886—1892 hofir landssjóður verið látinn tapa svo að víst sé : 1. tekjulialli 1886—89(ísaf.) 318,300 kr. 2. skuld til tíkissjóðs ’86—’89 332,000 — 3. tekjuhalli 1S90—92 (ísaf.) 335,051 — Samtaís 985,351 kr. Þetta er nú það vissa, sem stjórnin sjálf hefir uppi látið. Það er alveg óliætt að gera skuld til rikissjóðs, setta á ilinleystum seðillánum bankans þessi þrjú ár......................350,000 kr. og lán ríkissjóðs til viðlaga- sjóðs fyrir sama tíma um 100,000 — svo að alt tap landssjóðs a sjö ára seðlanotkun sinni sé alls 1,435,351 kr. Ég segi: Þetta er hið allra minsta sem tapað er. Nú segir þú, að þessi rúning lands- ins standi ekki í liinu minsta sam- bandi við útflutningana, en kennir þá agentum og Paradísarvon íslendinga vestra þar. Já þetta er stjórnarrödd- in úr Isafold. Sama röddin sem laug- liallæri upp á forsjónina 1889, þegar upp kom, að landssjóður hafði tapað á seðlunum yfir 500,000 kr. á ári. Hví skyldi hún ekki gera sér nú, í líkri neyð, þarfagrip úr þýðingarlaus- um agentuin og llutningsfýsn íslend- inga ? Hví skyldi hún ekki þverneita því, að það að maður flosnar upp, standi í minsta sambandi við efnahag hans ? Þú segir, í tón sem lýsir einskonar ánœgju: Alþýða veit ekkert um fín- anzmálið”. Þessu treystir ónefnt lið á Íslandi, og bera orðin það með sér, hve mikils virði fyrir alþýðuna menn álíta hinar árlegu skýrslur landshöfðingja ir fínanziel status landsins. En ég hélt aðþúværir sá statsmaður og svo hu- man, að þú álitir það stjórnarinnar brýna skyldu, að skýra þvi fólki, sem bera skal allarbyrðar landsids, s a 11 og ré 11 frá fjárhag þess. Það erónærgætni að vera að hnýta i alþýðuna fyrir að vita ekkert um það, sem henni er ekki lofað að vita neitt um. En hún finnnr samt hvar s k ó r in n kreppir. Þú telr “engan sjá” á því, að “ís- land aleyðist á mjög skömmum tíma. Það er búið að venja ykkr við að horfa framan í þessa háðunglegu eventualitas, þangað til ykkur þykir hún svo sem sjálfsögð og þið eruð al- sáttir orðnir við kutann, sem á að skera ykkr niðr! Þvílíkar hetjur ! Þú ertnú ekki einn um þessa vonar-hitu, skal ég segja þér, það eru íleiri, sem þessa vona og biðja. Það sem á ríflur, er nefni- lega þetta: að mannauðn verði svo fljót, að þingfall heunar vegna verði, áður en mcnn almennt skilja fínanzmálið og hina vonlausu rxíin landsins þar af leið- andi. Þess vegna er alt gert, er gert verður til að flýta alevðunni, og eru ,1,ryggva-lögin, sem lieimila útlendum banka að verzla með þjöðskuld ísl. síð- asti liðrinn í þeirri framkvæmdakeðju. Nú, verði þing-fall eins fljótt og þið vonið, þá er dottin úrleik sú eina autli- oritns sem á landiuu liefir constitutionel rétt til að krefja stjórn til sagna um málið og lialda fram tíbyrgð á hendur henni fyrir það. Þuð er þessi eventua- litas sem þú hefir engun efa um, að frain komi á rqjög skömmum tíma. Þetta er v o n ykkar Reykjavíkur böfð- ingjanna. Svx er manndómleg. Að vísa mér til Tryggva eftir sann- leikanum í fínauzmálinu er alveg eins og að vísa inér til lielvítis eftir sálu- hjálp minni. Þú hyggr að mér sé ekki kunu þekking Tryggva á þvi máli ? Þú veizt ekki að liann tók sig til að um- venda mér í fyrra vor, og mun flestum setn leyfa sér þá ósvífni nú á Islandi, að nota skynsemi sína til réttrar yfirveg- unar, gefa áað líta, þegar ég birti bréfa- viðskifti okkar. P. S. Bak við bréf þit-t les ég þenna óbirta máldaga :—Oss höfðingjum og konunglegrar majestiftis embættismönn- nm hefir komið saman um að þver- neita í einu hljóði sannleikanum sem Eiríkr Maguússon flytur í fínanzmáli íslands, og það því fastar, sem sá sann- leilti er berari, auðskildari og órnót- mælanlegri. Gefr sú neitun endileg lír- slit málsins, að líkindum svo lengi, að á meðan flosni þjóð íslands upp af fá- tækt og vesaldómi. Og þykir oss ein- sætt að heldr beri að aleyða hinni ís- le nzku þjóð, svo ekkert vitni standi uppi, en að sök finanzmálsins bitnl á hinum seku, á SONA mönnum. Er ykkr, stjórnarmönnum, nokkuð Takið eftir þessum verðlista Úr Canadisku vaðmáli §14 “ “ alull $16—§18 “ góðri eftirstæling af skozku vaðmáli $19—$20 “ skozku vaðmáli $22—24 treyja og vesti úr góðu svörtu serge með buxum úr hverju sem vill--------- $23 um það kunnugt, hvaða heimild fjár- málaráðherra Dana hefir til að vera að lána íslandi stórfé xír sjóði hins danska ríkis, án þess að sá, seih hann er að lánaj né sá sem féð á, viti af. Sé h inn að þessu í pukri við b á ð a 0: ísl. og Dani, þá mundi kominn tími til að al- þing og ríkisdagur Dana fengi vitneskju um hvað ágengur. yfir alfatnaði gerða eftir máli: Alfatnaðir, treyja og vesti úr bezta serge, með buxum eftir vild $30. Yandaðii’ Worsted alfatnað- ir $23, $25, $27, $28. Vér höfum mikið upplag af góðu buxnaefni, sem vér getum gert buxm’ úr fyrh’ 4, 5, 6, 7, 8 og 9 dollara. Þetta eru ágætis vörur og borgar sig að skoða þær. Yér höfum nýlega fengið mann í vora þjónustu, sepa sníður föt aðdáanlega vel. Tilbuin fot. Vér erum nýbúnir að fá mikið af yfh’höfnum af alls konar tegundum, úr bezta efni, keyptum hjá inum frægustu fatasníðurum fyrir óheyrilega lágt verð. Vér höfum stórar byrgðh' afkarlmanna nærfatnaði úr alull og baðmull, einn- ig hvítar línskyrtur, armlín, kraga og hálsbindi af öllum tegundum. Ennfremur mikið af höttum af nýustu gerð. Komið sjálfir yðar vegna og skoðið vörurnar.. 6. A QAREAU, 324 Main Str. Merki: Gylt skœri. Fáið ykkur E. B. Eddy 's annaðhvort “indurated” cða tré- smérkollur. — Hinar ódýrustu 0g beztu á markaðinum. SMJÖR SMJÖR SMJÖR SMJÖR SMJÖR KOLLTIR Eddy’s. KOLLUR Eddy’s. KOLLUR Eddy’s. IvOLLUR Eddy’s. -IvOLLUR Eddy’s. Skriflð eftir prísum fáið sýnishorn lijá TEES & PERSSE Winnipeg, Man. KAUPIÐ ÆFINLEGA ÞAR SEM ÞIÐ FÁIÐ BEZTAR OG .... ÓDÝRASTAR VÖRUR.................. Hveiti. Bran. Fóðr-hveiti. Oil Cake. Flax Seed. Shorts. Hafrar. Hey. Linseed Meal. . . . Allskonar malað fóðr. . . . njá IRON WAREHOUSE. 131 Higgin Str. NAUÐSYNLEG HUGYEKJA. C.A.QAREAU ER NÝBÖINN AÐ FÁ MIKLAR BYRGÐIR AF ^YFIRHOFNUM.^ Vor^og sumar YFIRHAFNIR gerðar eftir máli fyrir S18.00 til $30.00 og yfl 1*. Innlent Raudavin. . Canadiskt Portvín. California Portvín. . Ég er nýbúin að fá mikið af ofan- nefndum vfntegundum, og einnig áfeng vin og vindla sem ég sel með mjög lágu verði. Mér þætti vænt um að fá .tæki- færi til að segja yðr verðið á þeim. Bréflegar pantanir fljótt og greiðlega afgreiddar. II. C. Clxabot TeUphone 241. 513 MAIN STR Gegnt City Hall. FERGUSON & CO. 403 Main Str. Bækr á ensku og íslenzku; íslenzkar sálmabækr. Ritáhöld ódýrustu í borginni Fatasnið af öllum stærðum. Ole Simonson mælir með sínu nýja Scandinavian Hotel, 710 Main Str. Fæði $1.00 á dag. X 10 XJ 8. (ROMANSON & MUMBERG.) Grleymið þeim ekki, þeir era ætíð reiðubúnir að taka á móti yður. SUNNANFARI. Sunnanfara £ vestrheimi eru: W. H. Paulson, 618 ElginAve.,Winnipeg;Sigfús Bergmann, Garðar, N. D.; G. S. Sigurðs- son Minneota, Minn., og G. M. Thomp- son, Gimli Man. Hr. W. H. Paulson er aðalútsölumaðr blaðsins i Canada og l.efir einn útsölu á því í Winnipeg. Verð 1 dollar. Northebn pagifig RAILROAD. TIME CARD.—Taking effect on Mon- day March 5. 1894. MAIN LINE. North B’und ái* 00 . « -í1 » '3 = 9 OS o P-l — - s -JQ /Á 1.20p| 1.05p 12.42p 12.22:i 11.54a 11 31 a 11.07a 10.31 a 10.03a 9.23a 8 OOn 7.00a ll.Oíp 1.30p .00p ,49p .85p 21 p 03p 54 p ,42p 25p UP 51p 30p ■lf.p • 15a .25a .45p 30p OOp 30p STATIONS. .. Winnipeg.. *Portage Junc * St.Norbert.. *. G'artier.... .8t. Agathe.. *Union Point. *Silver Plains .. .Morris.... .. .St. Jean... . .Letellier ... .. Emerson .. . .Pembina. .. Grand Forks.. .Wpg. Junc.. Duluth Miuneapolis ... St. Paul... ... Chicago .. South Bound rK S ~ Q 5® PhS o o ^ .sfS ® 1a Es ll.OOal 5.30a U.12a 11.26a ll.SSa 11 54a 12.02p 12.13p 12.30p 12.45p 1.07p 1.30p 1.40p 5.25p 9.25p 7 25a 6.20a 7.00a 9.35p 5.47.a 6.07a 6.25a 6.51 a 7.02a 7.19a 7.45a 8.25a 9.18a 10.15a 11.15a 8.25p 1.25p MORUIS-BRANDON BRANCH. East Bound h •g>® o u * 9 CQ CL 3 8 TATIONS. W. Bound. 13 a- s rr. 3§ 1.20p 4.00p|.. Winuipeg . .|ll.U0a ” ’ 2.30p 2.55p 3.21 p 3.32p 3.50p 4.05 4.28p 4.41p 5.00p 5.15p 5.80p 5.42p 5.58p 6.15p 7.00p 7.18p 7.85p 7.44p 7.55j> 8.08p 8.27p 8.45p -i ■ cfl U GCES ‘9 Æ £5 3 __H 7.50p 6.53p 5.49p 5.23p 4.3»p 3 58p 3.14p 2.51p 2.15p 1.47p 1.19p 12.57p 12.27p 11.57a 11.12a 10.37a 10.18a 9.49a 9.39a 9.05a 8.28a 7.50a 12.25p 12.02p 11.87a U.26a ll.OSa 10.54a 10.33a 10.21a 10.03a 9.49a 9.35a 9 24a 9.10a 8.55a 8.33a 8.16a 8.00a 7.53a 7.45a 7 31p 7.13p 6.55a .Morris .... * Lowe Farro *... Myrtle... .. Roland.... * Ilosebank.. . Miami.... Deerwood.. .Altamont .. Somerset... *Swan Lake.. * Ind. Springs ♦Mariapolis .. * Greenway .. ... Baldur.... . .Belmont.... *.. Hilton.... * . Ashdown.. Wawanesa.. * Elliotts Ronnthwaite *Martinville.. Brandon... 5.3dp 8.00a 8.44» 9.81» 9.50» 10.28» 10.54» 11.44» 12.10p 12.51p 1.22p 1.54p 2.18p 2.52p 3.25p 4 15p 4.53p 5.23p 5.47p 6 04p C.S7p 7.18p 8.00p West-bound passenger trains stop at Baldur for meals. PORTAGE LA PRAIRE BRANCH. East Bound W. Bound Mixed Mixed No. 144 STATIONS. No. 143 Daily Daily 5.30 p.m. .. Winuipeg.. 9.00 a.tn. 5.15 p.m *I’ort Junction 9.15 a.m. 4.43 a.in. * St. Charies.. 9.44 a.m. 4.30 a.m. •*' Headingly.. 9.54 a.m. 4.07 a.m. * White Plains 10.17 a.m. 3.15 a.m. *.. Eustace... 11.05 a.m. 2.43 a.m. *.. Oakville.. 11.86 a.m. 1.45 a.m. Port, la Prairie 12 30 p.m. Stations niarked —*— have no agent. Freight must be prepaid. Numbers 107 and 108 hnve through Pullman Vestibuled DrawingRooni Sleep ing Cars between Winnipeg, St. Paul and Minneapolis. Also Palace Dining Cars. Close connection at Chicago with eastern lines. Connection at. Winnipeg Junrtion with trains to and from the Pacific coats For rales and full Information con- cerning conuection with oiher iines, etc., apply to any agent of the company, or CIIAS. S. FEE, H. SWINFORD G.P.&.T.A., St.Paul. Gen. Agt., Wpg. H. J BELCH, Ticket Acent, 486 Maiu Str., AYiunipeg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.