Heimskringla - 05.05.1894, Page 4

Heimskringla - 05.05.1894, Page 4
4 HETMSKRWGLA 5. MAÍ 1894. Ayer’s Hair Yigor gerir hárið mjúkt og gljáandi. „Ég hefl hrúkað Ayer’s Hair Vigor nærri 5 ár, og hár mitt er rakt, gljáandi og í ágætu standi. Eg er fertugr og hefi riðið um slétturnar í 25 ár“.—Wm. Hen- ry Ott, alias „Mustang Newcastle Wyo. Ayer’s Hair Yigor varnar hár-rotnun. „Fyrir mörgum árum tók ég eftir vinarráði að reyna Ayer’s Eair Vigor, til að varna hárrotnun og hærum. Lyf- ið hreif þegar, og síðan hefi ég brúkað það endr og sinnum og heldr það hár- inu þykku og óhærðu.—H. E. Baam i. McKinney, Tex, Ayer’s JJair Vigor fiamleiðirá ný har. sem rotnar f sótti um. „Fyrir ’ liðugu ari lá ég í þungr- sótt. Þegar mér hatnaði, fór ég að missa hárið og hærast. Eg reyndi margt til ónýtis þar til ég fór að hrúka Ayer’s HairVigor, og nú vexhár mitt óðum og hefir fengið upphafiegan til sinn.—Mrs. A. Collius, Dighton, Mass. Ayer’s JJair Vigor varnar hærum. „Eg var óðum að hærast, ogrotna af mér hárið; ein flaska afAyer’s Hair Vigor hefir læknað það, og nú hefi ég, Bupphaflegan hárvöxt og hárlit,—. Onkrupa, Cleveland, 0. Tilbúið af Dr. J. C. Ayer, Lowell, Mass. Selt í öllum lyfjahúðum og ilmsmyrsla- húðum. Winoipeg. Mrs. J. E. Peterson talar í Únitara- húsinu annaðkveld kl. 7. Fylkisstjóri Shultz var fyrir fáum dögum sæmdur nafnbótinni “doktor í lögum” (L. L. D.) á háskólanum i King- ston, Ontario. Rauðá er enn þá svo vatnsmikil að gufubátar ganga hiklaust eftir henni milli bæjarinsog Selkirk. “Lady Ellen” var fyrsti báturinn sem kom. Yfir 3 millíónir hvítfisk-unga voru nýlega sendir frá fiskiklakshúsinu í Sel- kirk vestur í Qu’-Appelle-dal—eiga að fara í stöðuvötn, sem þar eru. Þeir sem ekki komu á sunnudag- mánaðamótin síðustu. Er það hnekk- ir mikill fyrir bæinn ekki siður en það er voðatjón fyrir mennina sjálfa. Verzlunardeyfðinni er um kent, en svo ætla sumir að fél. sé öllu frem- ur að hefna sín á Winnipeg-mönnum fyrir sífelt jag út af flutningsgjaldinu. Ef svo er, þyrfti að herða dáhtið bet- ur á strengjunum. en á annan hátt. C. P. R. fél. forsetinn, Van Horne, með heilan flokk vildarmanna, kom til bæjarins á miðvikudaginn, með sér- stakri vagnlest, sem á að flytja hann am allar brautir félagsins, alt vestur að Kyrrahafi. Sameiginleg nefnd frá verzlunarstjórninni og kornkaupmönn- um átti tal við hann um niðurfærslu gjaldsins fyrir hveitiflutning, en til einskis gagns. Engar umbætur segir hann verði gerðar á járnbrautum í sumar, og engar nýar brautir lagðar í Vestur-Canada. Það er komið á sem getið var um i síðasta bl., að strætisbrautafél. eru nú sameinuð. Hvernig samein- ingar skilmálar eru, er enn ekki upp- víst, en sagt að rafmagns-fél. hafi metið eignir Austins-fél. á $200,000, en það er 850,000 minna en Austin mat eign sína í fyrra. Afleiðingin af sameiningunni er sú að 1. maí var fargjaldið sett upp í 5 cents, eða 4 cents ef dollarsvirði af farbréfum er keypt í senn. Þar sem fargjaldið hefir áður verið 2 cents finnst mönn- um mikið til um uppfærsluna. Dag- launamenn fá farbréfin fyrir 3 cents, eða 8 á 25 cts., en þau gilda aðeins á vissu tímabili kvöld og morgna og skólabörn fá farbréfin á 2 cents. — Búizt er við að í dag (5. maí) sjáist hesta-sporvagnarnir á Aðalstrætinu i síðasta skifti. Jarðarför Halldórs G. Oddsons fór fram á miðvikudaginn, eins og ákveðið var, en allar ákvarðanir Foresters og Good Templar-félaganna um prósessíu urðu að engu, vegna þess hvernig veðr- ið breyttist. Það var húðarrigning og krapi allan daginn, svo ófært mátti heita að fara út úr húsum. Þrátt fyrir það var kyrkjan að heita mátti troðfull og voru þar auk íslendinga margir hér- lendir menn úr Forresters-félaginu, er ætluðu að taka þátt í göngunni, hefði veður leyft. Báðir prestarnir, séra Jón Bjarnason og séra Hafsteinn Pétursson, fluttu ræður, og að lyktum var sungið sérprentað kvæði eftir E (inar) H (jör- leif íson), er útbýtt var við kyrkjudyrn- ar. Kvæðið er sem fylgir:— Myndasafn Heimskringlu geta útg. blaðsins ómögulega útvegað lengur. Þessvegna er þýðingarlaust fyrir kaupendur blaðsins að biðja um það framar, því útg. myndanna eru ósveigjanlegir. Jafnframt biðja útg. Hkr. alla þá að gefa sig fram, sem enn hafa ekki fengið myndasafnið, en sem hafa pantað það og eiga heimting á að fá það. Um leið eru þeir samt beðnir að gæta þess að nokkur tími gengur í að fá myndirnar því nafnaskráin er send austur i Bandaríki og útg. myndanna senda þær svo frá sér til viðtakanda. Útsending myndanna hefir óneitanlega gengið klaufalega, að nokkru leyti máske vegna þess, að menn hafa ekki sent nógu greini- lega utanáskrift. Hvað mikið jag sem það útheimtir ætla útg. Hkr. ekki að hætta fyrri en allir sem til- kall eiga til myndanna hafa fengið þær. Til þess útheimtist auðvitað að þeir sem ekki hafa fengið þær gefi sig fram og sendi greinilega utaná- skrift. Viðskiftamenn Hkr. eru beðnir að senda ekki peninga eða peningavirði til neins annars á skrifstofunni en ráðsmanns blaðsins. Utanáskriftin er : •Business Manager Heimskringla Box 305, Winnipeg, Canada. “Burt er æskan blíða” Þig sífelt man eg, sæla æskutíð, er saklaus friður bjó í muna hreinum ; þá unaðsstund mér færðu blómin frið og fuglaskarinn söng í viðargreinum. Eg’man það hversu blómin blíð og smá, þau brostu hýrmót sólámorgun-stundu og hvað þau voru saklaus, það ég sá, við saklaust brosið þau sér glaðvær undu. Eg var þá blóm, þó blóm ei væri eins, þá bar ég hvorki sorg né raun i hjarta, en lifði sæll, ég minntist einskis meins og mér fanst þá sem aldrei mundi kvarta. Eg man það blíðum bernskudögum á, sem barnið gott ég hlýddi á fuglaróm- inn, og sólargeislar sælli heimi frá mér sögðu að lifa glöðum eins og blóm- OT FHIQ. Old Chum Plug. Ekkert annað reyktóbak virðist geðjast almenningi jafn vel og hið ágæta Old Chum. Nafnið er nú á hvers manns vörum og allir virðast samhuga með að ná sér í það. MONTRCAL. í rakarabúð M. A. Nicastros fáið þið ykkur betr rakaða fyrir lOc. en annarstaðar í bænum. Hárskurð- ur 15c. Tóbak og vindlar til sölu. 337 Main Str. Næstu dyr við O’Connors Hotel. ÍSLENZKR LÆKNIR DR. M. HALLDORSSON, Park River — N. Dak. Dánar-freg-n. inn var til að hlusta á ræðu Mrs. Peterson á Unity Hall, mistu mikils í; ykkar sjálfra vegna — fjölmennið betur á morgun. $31 284 98 í óinnheimtanlegum fast- eignaskatti var strikað út af bókum bæjarins á síðasta bæjarráðsfundi. Þessi upphæð hefir verið flutt áfram í bókunum síðan 1882-’83. Skatttekjur bæjarstjórnarinnar á síðasta fjárhagsári (sem endaði 30. Apr.) voru samtals 8399,1(52,20, en gjöld hennar öll á sama tímabili voru $725.000 Skatturinn er ekki líkt því eina tekju- greinin. Vér kváðum æ með þér vorn kátínu-brag, er kveinítöfum burt frá oss svipti. Nú syngur vor æska þér sorgarlag í síðasta’ og fyrsta skipti. Því ótalin mannsbörn með ósjúka lund um íslenzkar Vesturheims bygðir nú þakka þér einhverja ánægju-stund. Og enginn var tU, sem þú hrygðir. Hið ljúfasta gaman þú leiddir til vor, er lék sér í þínu geði. I sál þér var endalaust sólskin og vor og söngur og barnaleg gleði. Og nú, þegar vorblíðan legst yfir láð og lokkandi hlývindar segja, að lífið sé fögnuður, friður og náð, þú fluttur varst burt til að deyja. ín. En frostið kom og faldi jarðar-skraut og fölnuð blómin hnigu—bleik á litinn— og fuglaskarinn floginn var á braut; þeir flugu, en ég heyrði að eins þytinn. Eg h't nú yfir liðna æskn tíð, þars lifað hafði eg sæU á;meðal blóma. ég sé og finn að alt er agg og stríð, sem alt minnir á baráttuna tóma. Þó horfin séu æskuárin mín, þá endurminning þeirra hjá mér geym- ist, og aldrei þar til æfistundin dvin sú unaðsminninghuga mínum gleymist. V. JÓNSSON. C. P. R. félagið hefir boðið bæjar- stjórninni að flytja sand og möl á strætin frá Birds Hill fyrir $4 vagn- hlassið, svo framarlega sem bærinn tek- ur að minnsta kosti 90 vagnhlöss á dag og ekki minna en 3000 yfir sumarið. Bæjarstjórnin hefir ákveðið að gefa út ný skuldabréf upp á 8100 000. Fjórði hluti þeirra er innleysanlegureftir 7 ár, en $ eftir 15 ár. Afgjaldið er 5%, en aftur fær bærinn $102 40 fyrir hvert hundrað dollarsvirði í skuldabréfunum. Hr. Jóhannes Sigurðson, bóndi í Argyle, er dvalið hefir í bænum rúm- an mánuð, í því skyni að leita sér heiisubótar, fór heimleiðis á miðviku- dag. Hann meiddist í búð sem hann vann í hér í bænum fyrir nokkrum árum og er aldrei jafngóður eftir. Séra B. B. Johnson kom vestan úr Þingvalla-nýlendu á mánudags- kvöld. Burtfararhugur nokkur segir hann muni eiga sér stað, en að menn só óvissir hvert bezt só að flytja. Séra B. B. J. ætlar að bregða sér til N. ísl. svo fljótt sem tiltækilegt er. Þeir, sem peninga eiga á Commer- cial bankanum, eru áminntir um að senda umboösniönnum sínum innleggs- viðurkenniugar, viðurkendar ávisanir á peninga í bankanum, og sparisjóðsbæk- ur. IJað er búizt við að bráðlega verði eitthvað borgað af þessum skuldum, og, ef ofangreind skýrteini eru ekki öll við hendina, geta þeir, er vanrækja að senda þau, glatað peningum sínum al- gerlega. Eitthvað um 150 manns voru svipt- ir vinnu um óákveöinn tíma í verk- stofuru C. P. R. fél. hér í bænum, um Og naumast vér skiljum þá neyðarfregn að nú séum skildir að vistum, [enn, en sitjum hér hljóðir og hnipm'r menn og hugsum um alt sem vér mistum. Oss þykir sem ánægju þetta sé kvöld, nú þunglyndið megí sín betur. Oss finst eins og þoka sé, þykk bæði’ og og þetta sé eintómur vetur. [köld, Nei, vorblíðan himneska hjúpar nú láð— oss heyrist sem vindarnir segja, að dauðinn só fögnuður, friður og náð og fegurst sé ungur að deyja. Bræður Halldórs tveir, Gunnlaugur frá Dakota, og Þorsteinn, frá Argyle- nýlendu, Manitoba, komu til bæjarins og voru við jarðarför bróður síns. Peningar gefnir. 10 cent af hverjum dollar sem keypt er fyrir hjá Elis Tiiorwaldson. Mountain, N. D. Spámaðurinn próf. Hicks Þakkarávai’p. Hér með votta ég mitt innilegasta hjartans þakklæti öllum þeim, er af göfuglyndi gáfu mér peninga eða á ann- an hátt styrktu og hjálpuðu til að lina sjúkdómsþjáningar mannsins míns sál. Sigurjóns Kristjánssonar, sem andaðist 20, Marz síðastl., og sérstaklega hjón- unum Sigurði A. Anderson og Ólínu M. Anderson, sem mest og bezt og á marg- an hátt auðsyndu mér hjálp sína og um önnun, og svo einnig öllum þeim, er með nærveru sinni við jarðarförina tóku sanna hluttekning í sorg minni, og óska að þeir á sínum reynslustund- um megi einnig finna, eins og ég, að “þegar neyðin er stærst, þá sé hjálpin næst”. Hallson, N. Dak., 26. Apríl 1894. Sigríður Rannveig Kristjúnson. VEITT HÆSTU VERÐLAUN A HEIMSSÝNINGUNNI segir í sínum síðustu veðurspádómum að vorið komi fyrir alvöru 15, þessa mánaðar. Stendur vel heima við það að Mr. Elis Thorwaldsson, Mountain, N. D., er nýbúinn að fá búð sína hálffulla af alslags vor og sumar skó- fatnaði. Hefir aldrei verið anraðeins tækifæri og nú að kaupa ódýran skó- fatuað. Alt var keypt fyrir peninga og verður selt fyrir það sama. Til dæmis selur hann $2.00 skó fyrir 81.50, alt annað að sama skapi ódýrt. Komið og reynið sjálfir. Ég undirskrifaður hefi meðtekið myndasafn Heimskrftiglu (1. hefti, 55 myndir). Mér líka þær einkar vel, eins og öllum sem hafa séð þær, og er þakklátur fyrir þær. H. Björnsson. Árnes, Man., 17. Apríl 1894. CMEAM BÁKSNG POHDfR ID BEZT TILBÚNA. Oblönduð vinberja Cream of Tartar. Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára reynzlu. Hallson, 26. Apríl 1894. Þann 20. Marz næstliðinn andaðist í Park River Sigrjón Kristjánsson frá Mountain úr innýfla-meinsemdum. Hann hafði þjáðzt af þeim sjúkdómi síð an { haust og leitað sér árangurslaust lækninga hjá Dr. Archer í Crystal, en vaj fáum dögum fyrir andlát sitt flutt- ur dauðveikur til Dr. M. Halldórssonar í Park River, til að verða operareður, en það var þá orðið um seinan og eng- in batavon möguleg, svo engin operat- ion var gjörð. Líkið var flutt til Hall- son og jarðsungið af séra J. A. Sigurðs- syni 28. sama mánaðar, að viðstöddu nokkuð á annað hundrað manns. Sigurjón sál. var fæddur 1855 og uppalinn í Skagafirði. Um fermingar- aldur fór hann til Bjarnar Jónssonar og Sigríðar Þorláksdóttur að Sleitustöðum, og fiuttist með þeim vestur um haf til Nýja Islands 1876, og dvaldi þar hjá þeim í 5 ár. 1880 gekk hann að eiga dóttir þeirra, ungfrú Sigríði Rannveigu, og flutti næsta ár til Hallson, N. Dak., ásamt tengdaforeldrum sínum, sem enu búa þar. Sama ár nam hann land um 4 milur norðaustur af Mountain P. O. og bjó þar til dauðadags. Þeim hjón- um varð 7 barna auðið, og eru 4 þeirra dáin, en 3 lifa hjá móður sinni, sem nú hefir brugðið búi og flutt til foreldra sinna á Hallson. Allir sem þekktu Sigurjón sál. voru vinir hans, enda var hahn góðviljaður, gestrisinn oghjálpsamurvið nauðstadda og rækti skyldur sínar hvervetna. Hann var dável greindur, gætin og stilt ur í- lund og barst lítið á; umhyggju- samur og ástríkur eiginmaður og faðir, og sparaði ekkert til að gera konu og börnum heimilislífið gott og gleðilegt.— Hann var mesti atorku og dugnaðar- maður og útsjónarsamur bóndi, enda mátti heita að honum búnaðist vel, þar til næstliðið sumar, að óvænt óhöpp komu fyrir hann ; uppskera hans eyði- lagðist öll gjörsamlega af haglskúr. 3 vinnuhróss hans drápust og þar ofan á bættist hinn langvarandi sjúkdómur hans, svo þröngt varð í búi. Skutu þá vinir hans og nágrannar sam- an nokkrum dollars til að borga kosn- aðinn af hinni síðustu tilraun hans með læknishjálp og sem sýnir betur en nokk uð annað það traust og velvilja, sem hann almennt liafði áunnið sér hjá þeim er kynntust honum. Ættingjar Sigurjóns sál. eru út á Islandi, 8 syst- kin, flest í Skagafirði; að eins ein syst- ir bans er hér, Mrs«Helga Holm, sem hann auðsyiuli mikið bróðurlega um- önnun. Ekkjan, börnin, systir og vinir sakna sárt hins látna, því þau öll hafa mikils mist, og bygðin séð á bak nýtum meðlim og góðum borgara. VORIÐ 1894. Blue Store Merki: jyL Bta stjarna. 434 Mam Str. Winnipeg. xi y M/iiuut biociii 1 VIKU.11111 bt/iii 1610, niö stærsta tilbúnum fatnaði fyrir karlmenn, unglinga 0g drengi, sem nokkurn tfma hefir sést í Winnipeg. Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu billeg þau eru. Þið getið ekki trúað því nema því að eins að þið sjáið það sjúlfir. Komið 0g skoðið okkar : Karlmanna alfatnað, Karlmanna buxur Unglinga alfatnað, Drengja alfatnað og Drengja stuttbuxur. Látið ekki hjá Hða að heimsækja okkur og sannfærast. Munið eftir staðnum The Blue Store MERKT: BLÁ STJARNA. 434 MAIN STREET. A. Chevrier. Dominion ofCanada. Áliylis] ardir oLeyPis fyrir milionir maia. 300,000,000 ekra í hveti og beitilandi í Manitoba og Vestr-territóríunum i Canada ókeypis fyrir landnema. Djúpr og frábærlegafrjósamr jarðvegr, nægð af vatni og skógi, og meginhlutinn nalægt járnbrautum. Afrakstr hveitis af ekrunni 20 bushel, ef vel er umbúið. I inu frjósama helti í Rauðárdalnum, Saskatchewan-dalnum, Peace River-dalnum og umhverfis- liggjandi sléttlendi eru feikna-miklir flákar af ágætasta akrlendi, engi og beiti- landi—inn víðáttumesti fláki í heimi af lítt bygðu landi. Málmnámaland. Gull. silfi, járn, kopar, salt, steinolía o. s. frv. Ómœldir flákar af kolanáma- landi; eldiviðr því tryggrum allan aldr. Járnhraut frá hafi, til hafs. Canada-Kyrraiiafs-járnbrautin í sainbandi við Grand Trunk og Inter-Colonial- brautirnár mynda óslitna járnbraut fra öllum hafnstöðum við Atlanzhaf í Ca- nada til Kyrrahafs. Sú braut liggr um miðlilut frjósama beltisins eftir því endi- löngu og um hina hrikalegu, tignarlegu fjallaklasa, norðr og ver n og um in nafnfrægu Klettaljöll Vestrlieims. Heilnæmt ofts. Loftslagið í Manitoba og Norðvestrlandinu er viðikent ið heilnœmasta í Ame- ríku. Hreinviðri og þurviðri vetrogsumar; vetrinn kaldr, en bjartr og stað- viðrasamr; aldrei þokaogsúld og aldrei fellibyljir, eins og sunnar í landinu. Sambandsstjórnin í Canada gefr hverjum karlmanni yfir 18 ára gömlum og hveTjum kvennmanni, sem heflr fyrir familíu að sjá, 160 ehrur af Inndi alveg ókeypis. Ilinir einu skilmálar eru, að landnemi búi á landinu og yrk það. A þann liatt gefst hverjnm manni kostr á að verða eigandi sinnar ábýlis jarðar og sjálfetæðr í efnalegu tilliti. íslenzkar uýlendur í Manitoba og canadiska Norðvestrlandinu eru nú þegar stofnaðar í 6 stöðum. Þeirra stœrst er NÝJA ÍSLAND, liggjandi 45—80 mílur norðr frá Winnipeg’á vestrströnd Winnipeg-vatns. Vestr, frá Nýja Islandi, í 30—25 raílna fjarlægð er aLFTAVATNS-NÝLENDAN. I báðum þessum nýlendum er .mikið af o- numdu landi, og báðar þessar nýlendr liggja nær höfuðstað fylkisins, en nokkr hinna. ARGYLE-NYLENDAN er 110 mílur suðvestr frá Winnipeg: ÞING- VALLA-NÝLENDAN, 260mílur norðvestr frá Winnipeg; QU’APPELLE-NÝ- LENDAN um 20 núlur suðr frá Þingvalla-nýlendu, og ÁLBERTA-NÝLENDy AN um 70 mílur norðr frá Calgary, en um 900 mílur vostr frá Winnipeg. í síðast töldum 3 nýlendunum er mikið af óbygðu, ágætu akr- og beitilandi. Érekari upplýsingar í þessu efni getr hver sem vill fengið med því, að skrifa um það: THOMAS D9IV1INI0N C9V T IMMICRATION ACENT, Eða 13. L. Ba.Icl'vvinson, isl. umhoðsm. Winnipeg, - - - - Canada.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.