Heimskringla - 12.05.1894, Blaðsíða 1
VIII. ÁR.
NR. 19
WINNIPEG, MAN., 12. MAÍ 1894.
THE GREAT IEST
LÍFSÁBYB.GÐARFÉLAG.
Aðalból - - Winnipeg - - Manitoba.
J. H. BROCK FORSTÖÐUMAÐUR.
Uppborgaður höfuðstóll.... 8 140.014.22
Varasjóður................. 8 54.720.00
Lífsábyrgð í gildi við lok
tyrata ársins.......... 82.268.000
Lífsábyrgð veitt með hvaða helzt
nýmóðins fyrirkomulagi sem vill.
Kaupið ábyrgð í The Great West
og tryggið yður á þann veg þann
hagnað, er háir vextir af peningum fé-
lagsins veita.
Þetta fjelag dregur ekki jje burt úr
fylkinu.
K. S. Thordarson - - agent.
457 Main Str., Winnipeg.
CIIAS. BAGSHAWE,
Real estate loan
& INSURACE AGENT.
875 Main Str. Telephone 803.
Building Loans a speeiality.
F örumaðurinn.
Sólin var að enda hið dýra dagsins
skeið,
hún dreifði aftangeislum á förumanns-
ins leið,
eins og hana langaði’ að létta hans
þraut,
sem lötraði þreyttur um steinótta braut.
Hann var orðinn lotinn með hélugráa
kinn,
hárið næstum snjóhvftt og þungur svip-
urinn.
Augun voru döpur og ellileg brún,
á andlit hans var grafin hin dýpsta
sorgar rún.
TJm gönguprik lítið hann greipti krepta
mund,
sem göngumóður styðst á, er hvíldar
þiggur stund.
Með skjálfandi kné hann skjögrar til og
frá.
skelfing var að horfa þá píslarmynd á !
Hefði’ ég átt að dæma’ af hans hryggi-
legu nekt,—
hann hlaut þá að vera í ógurlegri sekt—
En þess er ekki’ að geta, því himininn
hár
hörðum jafnt sem mildum hann gefur
sín tár.
Reisulegum stefndi’ hann að einum
bónda bæ,
um brautina gekk liann, sem snuðrandi
hræ;
og þurfamanna-pokann á bakinu bar,
sem bættu litt þá tötra, sem i hann
klæddur var.
Ef nýtilegt eygði, hann o’n að því laut,
en æskan brekótt kímdi, þegar hann
hnaut.
Henni þótti gaman að gjá þessa sjón,
en sorglegt var að bera slíkt hamingju-
tjón !
Þótt væri hann svo hlaðinn af veraldar
eymd,
vonin hans með öllu þó sýndist ei
gleymd.
Með barmafull augun hann brosir í ró,
sem boðskap hann ætti um huggun og
fró.
Fyrir hvern mola, sem fékk hann þótt
smár;—
færði hann að launum eitt þakklætis
tár ;
það líka var hið eina, sem átti hann til,
eg álit því hann gerði hin fegurstu skil.
Að manna væri’ hann úrkast, það vissi
hann vel.
en vegna hvers hann skildi ei, né það ég
heldur tel.
Honum fannst ei léttbært, að fá sér
þannig brauð,
en fátækin er harðstjórn og böðull er
nauð.
Hve mörg hann hafði lifað svo æfinnar
ár,
engan hafði grunað, ne hvað þung hans
voru tár.
Angurshvein né stunur liann engan
heyra lét,
einsamall í lífinu hló hann og grét.
Litlu síðar frétti’ ég hann uppgæfi önd,
augun væri brostin og stirðnuð hans
hönd.
En hvert var hann nú farinn ? Ó, herr a
minn liár !
Er haldin nokkur bók yfir aumingjans
tár ?
X.
Derby plötu-reyktóbak
selst ákaílega vel og
sala þess íer sívaxandi.
FRETTIR.
DAGBÓK.
LAUGARDAG, 5. MAÍ.
Antwerp-sýningin—alþjóða-sýning,
var opnuð fyrir almenningi i dag, eins
og til stóð, og sýningaskálarnir vígðir
í viðurvist 50 000 manns. Sýningin
heldur áfram til 12. Nóvember í haust.
—Þó sýning þessi sé alþjóðasýning er
hún smáræði eitt í samanburði við sýn-
inga-tröllið i Chicago í fyrra. Sýning-
in er á velli með íram ánni Scheldt, sem
er 200 ekrur að flatarmáli, og er svo
um búið, að nokkur hluti af stórskipa-
bryggjunum er innan sýningagarðsins,
svo ókostbært er að flytja munina að
sýningunni og frá henni. Á sýninga-
vellinum hafa verið gerðar líkingar af
90 merkum fornhýsum í Antwerp, sem
nú eru ekki lengur til. Stærð þeirra
verður hin sama og útlit alt og búning-
ur öldungis eins. Merkasta smíðin á
þessari sýningu verður “loftkastalinn”,
salur mikill 25X100 fet að innanmáli,
er sveimar i loftinu, en festur með járn-
reipum við 6 sameinaða loftbáta, sem
aftur eru tengslaðir við jörðina með 16
járnfestum, sem eiga að halda öllu föstu
á sama stað, en lausu i loftinu. Að
næturlagi verður loftkastalinn lýstur
með rafmagnsljósum, og þar sem vegg-
ir hans eru mestmegnis gerðir af stál-
vír og silkislæðum, verður hann til að
sjá eins og glóandi eldhnöttur. 150
manns geta verið i honum í senn og 2
lyftivelar flytja menn að honum og frá.
Bandafélögin i Minnesota tala um
að sameina sig í þeim tilgangi, að vinna
bug á hveitikaupmönnunum, en verzla
sjálfir við stórkaupmennina í hafnstöð-
unum eystra. Gætu þeir komið því á,
búast þeir við að fá 10 cents meira fyrir
bush., en nú.
Kólera gengur í rússisku héruðun-
um á Póllandi.
Allir helztu naglasmiðjueigendur í
Bandaríkjunum höfðu fund í Cleveland,
Ohio, í gær, og ásettu að hækka verð á
öllum tegundum af saum.
89 að meðaltali kostaði hvert atkv.
er kastað var fyrir frávikinn stjórnar-
meðlim í Nýfundnalandi við síðustu
kosningar. Svo segja vitni í mútumáls
rannsókninni, er þar stendur yfir.—Af
því Greenway hefir ekki verið kærður
fyrir sama glæp, er ómögulegt að segja.
hvort hann hefir borgað meira eða
minna, þegar hann sótti síðast.
ítölsku anarkistarnir tveir, sem
nýlega voru teknir fastir i Lundúnum,
hafa verið dæmdir til fangelsisvistar,
annar til 20 ára, en hinn til 10 ára.
Millión dollars virði af varningi og
húsum eyðilagðist af eldi í Dyflinni í
dag.
“Einn kemur þá annar fer”. Brazi
líu-uppreistin er búin að vera, en um
leið er uppreist komin á stað i San
Salvador í Mið-Ameríku.
Rússar senda skipsfarm af húsavið
og matbjörg til hins nauðstadda fólks í
Grikklandi.
MÁNUDAG 7. MAÍ.
í Júni i fyrra sendi Quebec-stjórn-
in flokk af landkönnunarmönnum af
stað, til að fara norður um miðbik
Labradors og niður að sjó að norð-
an. Foringi ferðarinnar var Mr. A.
P. Low, og frá honum er nú komið
bréf, er sýnir að hann komst norður
úr og kom niður að Ungava-flóa, en
sökum vistaskorts gat hann ekki dval-
ið Þar neitt, heldur mátti taka sér far
suður til mannabygða á austurströnd-
inni. kar hann við Hamilton-fjörðinn
er hann ritaði bréfið, og þaðan ætlar
hann að leggja í göngu þvert vestur
um öræfin til Hudsons-flóa, undir eins
og sumarið er komið, en það er sögð
enn hættumeiri för en sú norður um
öræfin. — í brefinu segir hann að 200
Indíánar hafi fallið ur harðrétti síðastl.
vetur. Náttúrusmíð segir hann sé bæði
fögur og stórkostleg á leið þeirri, er
hann fór norður.
Almennar fylkisþingskosningar fara
fram 20. Júní næstk. í Ontario.
Yerkamenn á Englandi, Skotlandi
og írlandi héldu fundi mikla í gær
og heimtuðu 8 klukkustunda vinnu-
tima 4 dag. Þeir á írlandi heimtuðu
að auki kosningarrétt fyrir hvorn mann
sem lögaldri hefir náð, að þingmönn-
um sé launað fyrir þingsetustörfin, að
lávarðadeild þingsins sé afnumin, og
að járnbrautir allar sé gerðar að þjóð-
eign. Tillögur í sömu átt voru og
samþyktar á ýmsum stöðum á Eng-
landi.
Stjórn Þýzkalands er nú í óðaönn
að losa um böndin er hún til þessa
hefir álitið nauðsynleg á ibúum her-
teknu héraðanna allra. Ætlar fram-
vegis að skoða þá sem innfædda borg-
ara og veita þeim sama rétt. Er þetta
að undirlagi Bismarks, sem nú er orð-
inn sáttur við keisarann.
Gladstone er orðinn mjög hrumur,
segja fregnir til blaðs í New York,
og hefir hrörnun hans stórum ágerst
síðan hann hætti að taka þátt i opin-
berum málum. Fyrir fám dögum var
hann í samkvæmi og flutti ræðu, en
svo voru líkamskraftarnir þrotnir, að
hann stóð ekki upp meðan hann tal-
aði og þurfti jafnvel í sætinu að treysta
á staf sinn sér til stuðnings.
Sams konar krabbamein og varð
Friðrik Þýzkalandskeisara að bana,
þjáir að sögn Humbert ítaliukonung
og þykja engar Kkur til að hann verði
læknaður.
Ófriðarhorfur eru sagðar á Ind-
landi.
Col. Robt. G. Ingersoll segir það
hafi verið óhappastryk er Bandaríkja-
stjórn gerði þegar hún tók Coxey fast-
an. Það hefði ekkert illt hafst af þó
honum hefði verið leyft að tala á þing-
hússvellinum, en illt muni standa af
handtöku hans.
ÞRIÐJUDAG 8. MAÍ.
Sir John Thompson lagði i gær
fyrir þingið frumvarp til laga, er gera
fyrsta mánudag í September löglielg-
an hvíldardag og nefnist verkamanna-
dagur (Labor day).
Aukakosning unnu Roseberry-sinn-
ar á Englandi i gær, en atkvæða-
munurinn féll úr 1146 við síðustu al-
mennar kosningar, niður í 192 í gær.
Bæjarráðsformaðurinn í New York
gefur út áskorun um samskot handa
nauðstöddu fólki á Grikklandi.
Frumvarp til laga var í gær lagt
fyrir Washington-þingið, er fer fram
á, að forseta sé heiinilað að afnema,
eða takmarka eftir þörfum, vöruflutn-
ing frá Canada um nokkurn hluta
Bandaríkja, svo framarlega sem sann-
að verði að Bandaríkjamenn njóti ekki
sömu réttinda og Canadamenn á sigl-
ingum eftir Canadiskum skipaskurðum.
Hon. Robert Reid, landvarnarstjóri
í Victoria-héraðinu i Ástralíu, er á ferð
í austurfylkjum Canada og mælir fast
með nánari verzlunarviðskiftum Canada
og Ástralíu.
Steinolíu-einveldið mikla í þessu
landi, “Standard Oil Company,” hefir
að sögn komist að samvinnuskilmálum
við öll oliufélögin á Rússlandi. Al-
heims oliu-einveldi er því í vændum.
Innflutningur í Rainy River-hér-
aðið er nú byrjaður í stórum stil. Gufu-
skip fór af stað þangað í morgun frá
Rat Portage og fengu færri en vildu
far með því. Mörg hundruð manns
eru nú á leiðinni þangað frá Dulutli
og víðar frá, um Port Arthur og Rat
Portage.
Kolanámur eru fundnar á vestur-
strönd Skógavatns í grend við enda-
stöð fyrirhugaðrar Manitoba-Suðaust-
urbrautar. Eftir því sem enn er ljóst,
er kolalagið beggja megin landamær-
anna, en þó meira Canada megin.
Bænarskrá með 5000 undirskriftum
var í dag lögð fyrir sambandsþingið í
Ottawa, þnr sem stjórnin er beðin að
knýja C. P. R. fél. til að lækka flutn-
ingsgjaldið í Vestur-Canada.
Vppreist er sögð hafin i Argent-
ínu, en jafnframt koma fregnir er neita
því.
MIÐVÍKUDAG 9. MAÍ.
í Albany, N. Y., var i gær sett-
ur fundur mikill sem á að heimta
ýmsar grundvallarlaga-breytingar i
New York ríki. Meðal annars ætlar
fundurinn að heimta, að engir hafi
kosningarrétt, sem ekki hafa verið 5
ár í Bandaríkjunum. Eins og nú er
hafa allir kosningarrétt í þvi ríki, sem
unnið hafa þegnskyldu-eið Bandarikja
fyrir 10 dögum.
Það horfir til vandræða enn með-
al Great Northern forstöðumannanna
og þjónanna, og ekki óliklegt að verk-
fall verði aftur. Er ástæðan nú, að
félagið neitar að gefa sumum fyrver-
andi þjónum sinum vinnu, af því þeir
hafi gert tilraunir til að skemma eða
eyðileggja eignir félagsins. Mennirnir
bera á móti þessu, en segja, að samn-
ingurinn hafi verið að taka alla menn-
ina í sátt.
Fjármálanefnd efrideildar Wash-
ington þingsins liefir breytt 400 til
500 atriðum í Wrilson-tolllaga frum-
varpinu og hjálpar það ekki til að
sameina hinn sundurskifta fiokk
demókrata. Þeir i neðri deildinni eru
mjög óánægðir með þessar bre.vting-
ar, þvi þeir væntu eftir frumvarpinu
lítið sem ekkert breyttu frá efrideild.
Þessar þvælur þykja og liklegar til
skemma málstað demókrata út um
landið.
Þrjár eða fjórar nýjar gufuskipa-
línur ganga í sumar milli Evrópu og
Canada. Sú er síðast er tilgreind er
irsk, frá Belfast. Fyrsta skip hennar
Teelin Head, fer frá Montreal um 15.
Júní næstkom.
Sambandsstjórnin er farin að láta
smíða fjölda af kjörseðlakössum, er
eiga að vera fullgerðir eftir 8 mánaði.
Eru kosningár í nánd ?
Flóð mikil haldast enn í grend við
Quebec og er fólk og býli manna sum-
staðar í hættu. Eitt þorp, St. Anne,
er nærri eyðilagt, fjöldi af húsunum
borinn burt með vatnsföllunum.
Friður er á kominn i járnnáma-
héraðinu í Minnesota og námamenn
teknir til vinnu aftur.
Hveitiverðið hefir aldrei orðið eins
lágt eins og það varð í gær á Chicago-
markaðinum. Hæsta boð í hveiti, sem
afhent skal í Júli næstk., var 58 cts.
bush.
Jarðskjálfti í Grikklandi aftur i
gær.
Stjórn Frakka heimtar að Engla-
stjórn framselji Panama-fjárglæfra-
manninn Cornelius Herz, þrátt fyrir
að liæstiréttur Frakklands gerði sér
að góðu að hann borgaði Panama-
félaginu li milj. franka.
Um 1000 nautgripir og um 500 sauð-
fjár fór af stað frá Montreal til Evr-
ópu í síðastl. viku.
FIMTUDAG, 10. MAÍ.
ítalskur maður, Antonio Lucanio
að nafni, var hengdur úRegina í morg-
un. Félagi hans, Antonio D’Egidio,
var einnig dæmdur til aftöku, en var
gefið lif, en æfilangt fangelsi. Þessir
menn myrtu mann einn nálægt Gren-
fell í fyrra.
Coxey var látinn laus í Washing-
ton í gær gcgri 8500 veði. Hann var
fundinn sekur um að hafa “gengið á
grasinu á þinghúsvellinum !
Innan við 894 millíónir var gullið í
fjárhirzlu Eandaríkjanna um helgina
var. Aukist innstraumur þess ekki
bráðlega, er búizt við að út verði gefin
ný skulabréf, til að hafa lögákveðna
upphæð saman.
Franska gufuskipafélagið stóra,
sem fjölda skipa hefir í förum hver-
vetna á Atlantsliafi og Miðjarðarhafi,
vill nú ná í póstflutning milli Montreal
og Havre á Frakklandi.
Laxniðursuðufélögin í British Co-
lubiu eru að sameina sig í því skyni, að
hækka verðið á niðursoðnum laxi.
Verzlana-hrun eru tíð í Buenos Ay-
res í Argentinu. Samlagðar skuldir
jieirra, er gjaldþrota hafa orðið á síð-
astliðnum 10 dögum, eru um 20 millí-
ónir dollars.
FÖSTUDAG, 11. MAÍ.
Óvanaleg flóð ganga i Ástralíu,
segja fréttir með Astralíu-skipinu
Warrimo, er liom til Vancouver í gær.
Stór héruð í Queensland eru undir
vatni og á kafla var vatnið 13 feta
djúft 4 járnbrautarsporinu. Fellibylur
hafði sópað burt yfir 100 húsum og
orðið um 20 manns að bana.
Nýtekið manntal í Brandon Man.
sýnir að þar eru nú 5,076 ibúar
Sú fregn er gosin upp aftur eftm
langa hvíld, að búið sé að veita A. W.
Ross, sambandsþingmanni, Governors-
embættið i Manitoba.
í gær var gengið til atkvæða um
það á þingi Breta, hvort lesa skyldi
fjárlagafrumvarp stjórnarinnar í annað
skipti, og var það samþykkt með 508
atkvæðam gegn 294. Það var almennt
búizt við að stjórnin mundi feld verðn
á þessari atkvæðagreiðslu, og var því
þinghúsið troðfult af áheyrendum.
84 4000 000 var ávinningur “spila-
helvítis” eigandanna á Monte Carlo á
síðastl. ári. Harðærið kemur ekki nið-
ur á slíkum stofnunum.
Birds Hill-búar vilja undir engum
kriugumstæðum fá sorpið frá Winnipeg
út þangað.
íslendingurinn sem meiddist, er
reykháfurinn hrundi, heitir Sigurrín
Jónsson og á heima á Pacifíc Ave.
vestarlega.
Eftii' “Sunnanfara.”
Kaupmannahöfn Apríl 1894.
Bjarni Jónsaon stud. mag. hefir
verið miðbikið af vetrinum suður á
Þjóðverjalandi ; kom hingað aftur í
síðasta mánuði.
Aageir kaupm. Aageiraaon hefir af
gufuskipafélagi þvi, er heitir ‘Danmörk’,
keypt eimskip mikið (um 500 lesta),
er “Helgi” nefndist, og hefir nú skýrt
það um og kallað “A. Asgeirsson.”
Meðal annars á það að ganga til ís-
lands til verzlunar hans. Það er eitt-
hvert manntak í þessu, og margur er
nú orðinn sá maðurinn, sem hefir at-
vinnu við þá verzlun og þann skipa-
útveg, er hann rekur.
Víkingafelag eða Orkneyinga, Hjalt-
lendinga og Norðmannafélag var stofn-
að um síðustu áramót í Limdúnum
(Viking Club) til þess að efla samband
meðal allra þeirra, er leggja hug á
norræn vísindi; félagið varð eigin-
lega fyrst til 1892, en náði þá að eins
yfir Orkneyjar og Hjaltland. Heldur
það fund i mánuði hverjum og kallar
lögþing, og öll eru nöfn embættismanna
félagsins tekin úr íslenzku, svo sem
vikingajarl, jarl, jarlmaður (einn af
þeim er Eiríkur Magnússon), lögmað-
ur, sagnameistari, skattmeistari, skatt- .
teki, umboðsmaður, þingboðsmaður,
lögréttumaður, og þar fram eftir göt-
unum. 12. Janúar i ár flutti F. York
Powell (vinur Guðbrandar Vigfússonar)
þar erindi um fornnorrænar bókmentir.
Verólaunum fyrir eina eða tvær
bestu skáldsögur um islenzk efni upp
á svo sem 8 dálka í blaðinu heitir
Sunnanfari, alt að 20 kr. fyrir hvora.
í nefnd til þess að dæma um sög-
urnar eru þeir stúdentarnir Sigfús
Blöndal, Þorlákur Jónsson og Þorsteinn
Gíslason og til vara Sigurður Péturs-
son frá Sjáarborg. Sögurnar eiga að
vera komnar nefndinni í hendur fyrir
1. Nóv. þ. á. Bezt er að höfundurinn
hafi nafn sitt í lokuðu umslagi, er hafi
sömu einkennisorð og sagan sjálf ;
vitanlega verður nafnsins ekki getið,
nema því að eins að höf. vinni verð-
launin.
Ialenxkar akdldaögur þýddar d út-
lend mdl. Kœrleiksheimilið eftir Gest
Pálsson í þýzkri þýðing eftir Dr. C.
Kuchier er að koma úr í 2. útg. Sömu-
leiðis eru að koma út i þýzkum þýðing-
um i tímaritum eftir sama mann.
Vordraumur og Tilhugalífið eftir Gest og
Leidd i Kyrkju og Sera Sölvi eftir Þor-
gils gjallanda [Jón Stephanson Mývetn-
ing].
Ddiner 5. Apríl á Diakonissustofn-
uninni hér i borginni eftir langan sjúk-
dóm frú Laura kona Jóns skólastjóra
Þórarinssonar i Hafnarfirði og dóttir
Péturs amtmanns Havsteins, gáfuð og
góð kona. Lík hennar fer nú með póst
skipinu til íslands.
Bdðning hafa þeir nú fengið hjá yf-
irboðurum sínum “helvítis” prestarnir,
sem nú er farið að kalla þá, er héldu
ræðuna góðu yfir sjódauðu mönnunum
á Jótlandi í haust og getið var um fyrr
hér í blaðinu. Þeir fá ræðuna liklega
betur borgaða liinumegin, skulum við
ætla.
Hdakólaajóðurinn. Moritz læknir
Halldórsson í Vesturheimi hefir góð orð
um að hugsa til liáskólasjóðsins með
100 dollurum (370 kr.) frá sér sem fyrsta
tillagi svona við hentugleika. Það er
laglega af sér vikið.
Sendiherra Bandaríkja í Danmörku
fer til íslands í sumar að kaupa
sauðfénað og nautgripi til kynbóta á
nokkrum stað í Vesturheimi.
Atta hunda frd íalandi héfir, að þvi
er blöð segja, hermálastjórnin danska
falicT Kristensen kapteini í Árósum að
kaupa til þess að venja þá til her-
þjónustu.
FRÁ LÖNDUM.
HNAUSA, MAN., 2. MAÍ 1894.
(Frá fregnrita Hku.).
Síðan ég skrifaði síðast hefir fátt
borið til tiðinda. Veðráttan hin æski-
legasta síðan illviðrið á sumardaginn
fyrsta. Snjór allur af jörð og gripir
farnir að ganga úti. Frostlaust um
nætur og hiti um daga.
íslendingafljót hefir enn þá einu
sinni fiætt yfir bakka sína í Geysir-
bygð, svo að fólk frá fjórum húsum
hefir orðiö að fiú til nágranna sinna;
hefir það farið hvað hæst lijá Einari
Eyjólfssyni, Sigurði Hatliðasyni, Tóm.
asi Björnssyni og Páli Jónssyni, og
auk þess illvært í 3—4 húsum þar
með fljótinu, þótt ekki yfirgæfi menn
þau. Það er galli á þessari bygð, hvað
þar er flæðihætt af fljótinu. í þetta
sinn vilja sumir kenna Gests-“loggum”
flóðið, en aðrir guði; hverjir réttara
hafi fyrir sér, læt ég ósagt, en víst
er um það, að fyr hefir flóðið farið
yfir bakka sina, en “loggum” Gests
var til að dreifa. En hvað um það,
menn mega vera Gesti þakklátir fyrir
framtakssemina og taka undir með
skáldinu og segja : “Þar hef ég marga
fylli fengið, fyrir uxa, hund og mig.”
Sér M. J. Skaftason fór, þrátt
fyrir flóðið, vestur í Geysir-bygð þann
28. f. m., messaði hann þar og fermdi
5 börn og skýrði 7. 29. s. m. messaði
hann í Breiðuvík og hafði hreinskiln-
ina að umtalsefni og gaf sama dag
saman í hjónaband Mr. Ásmund Björns-
son (Geirmundssonar) og Miss Helgu
Sigurðardóttir (Björnssonar).
Jakob, postuli mormóna, er hér 4
slæðingi; hann hagar þannig trúboði
sínu, að fáir hlýði á boðskapinn í senn;
mun hann búast við betri veiði með
þessari aðferð en annari. Var hann
hinn öruggasti með árangurinn og
kvaðst mundi mynda hér mormóna-
8Öfnuð áður en hann færi héðan.
Væri slíkt upphefð mikil fyrir N.-ísl.
og bæri ljósan vott um trúar, — og
jafnvel likamlegt — fjör og fastheldni.
Ekki ber á að Jakob sé farinn að
skýra hér enn þá, enda er Winnipeg-
vatn á ís, en hann mun hugsa þeim
gott, sem trúna taka, þegar vatnið
leysir, og dífa þeim í, enda mundu
fæstir vilja vinna það fyrir þann hei-
laga anda, sem Mormónar kvað sýna
í sinni idífingar-skýrn, að láta stinga
sér ofan í pollana, sem myndast hafa
fram undan lækjarósum hér og þar,
því það gæti orðið til að drepa menn.
Jóhann Jóhannsson, postuli hinna
presbyteriönsku í Winnipeg, hefir dval-
ið hér í víkinni síðan 21. f. m. og “gerir
það gott”, vinnur fyrir sér við húsa-
byggingar.—Ekki er hann farin að pré-
dika hér opinberlega enn, en búast má
við því þá og þegar.
Séra 0. V. Gíslason kvað vera bú-
inn að fá köllunarbref reglulegt frá
Bræðrasöfnuði til að gerast prestur
þeirra lútersku þar. Af þessu geta
menn séð að útlit er fyrir, að við Ný-
íslendingar höf um u m ýmis trúarbrögð
að velja með tímanum, fari þessi fjölg-
un í vöxt.
Verzlun hér í Víkinni fremur dauf i
egg 10 cents tylftin, smjör 124 cents
pundið enn þá ; vorfisk taka nú verzl-
anir hér ekki; Strong Baker-hveiti81,95,
molasykur 12—18 pd. fyrir dollar, stein-
olia 40 cents gallónan—ekki góð,—Mr.
Baldvin Jónsson er byrjaður hér 4 dá-
lítilli verzlun og selur heldur ódýrara
en þeir Sigurðsson Bros.; einkum er
steinolía bæði betri og ódýrari hjá hon-
um.
Afkoma manna um þenna part
Nýja íslands er allgóð ; nóg að bita og
brenna, og heilsufar gott.
Lönd í Mikley óðum að byggjast á
austur- og suðurströnd eyjarinnar.
Fá lönd eru ótekin hér í landi fram
með vatninu, og þau fáu, eru farin þeg-
ar minnst vonum varir.—J. M. Bjarna-
son búinn að “taka rétt” á landi í Geys-
ir-byggð og farin að byggja á því.
Myndir Chicago-sýningarinnar—
gjöf Hkr.—hefi ég meðtekið; það eru
góðar myndir; kærar þakkir fyrir.
í dag er hér bleytu-slcttings-bylur
af norð-austri, og jörð alhvít, kl. 6 e.m.
O. G. Akraness.
FOLKIFIN8T
það ekki vitrlegt að vera að reyna ó-
dýrt samsull, sem kallað er blóðhreins-
andi enheífr í rauninni enganlækninga
kraft. Að viðliafa nokkuð annað en iö
gamla fyrirmyndar-lyf Ayer’s JSiir-
Napnrilla — ið ágæta blóðhreinsun-
arlyf— er brein og bein eyðsla á tíma,
fé og heilsn. Ef þig þjáir kirtlaveiki,
kvef, gigt meltipkarleysi, útsláttr,
vessareusli, þroti eða einhver annar
blóðsjúkeómr, þá vertu viss um að þad
mun
borga sig að brúka
Ayer’s SarsapRrilla, og Ayer’s ein-
ungis. AYEK’S Sarsaparilla má jaínaa
reiða sig á. Hún er ekki breptileg.
Hvín er jafnan in sama að gæðum,
skamti og áhrifum. ísamsetning, lilnt-
follum og vvtliti, og að öllu. sem miðar
til að endrhressa líkamanu, senv veiktr
er orðínn af sjúkdvtmi og kvöl ber hún
aföðrvun Ipfjnm. llún leitar uppi öll
ölireinindi blóðsins og rekr þau út ina
eðlilegu leið.
AYBR'S
SARSAPARILLA
Tibúið af Dr. J. C. Ayer, Lnwell, Mass
Slteíöllum lyíjabúðum og ilmsmyrslal-
búðum.
L.EKNAR AÐFvA, LÆIÍNAR ÞIG.