Heimskringla - 16.06.1894, Qupperneq 1
VIII. ÁR.
NR. 24
Heimskringla.
WINNIPEG, MAN., 16. JÚNl 1894.
LÍFSÁBYRGÐARFÉLAG.
Aðalból - - Winnipeg - - Manitoba.
J. H. BROCK FOHSTÖÐUM ADUlt.
Uppborgaður höfuðstóll.... S 140.014.22
Varasjóður................ S 54.720.00
Lífsábyrgð í gildi við lok
tyrsta ársins........... S2.268.000
Lífsábyrgð veitt með hvaða helzt
nýmóðins fyrirkomulagi sem vill.
Kaupið ábyrgð í Tiie Great West
og tryggið yður. á þann veg þann
hagnað, er háir vextir af peningum fé-
lagsins veita.
Þetta fjelag dregur ekki Jje Inirt úr
fylkinu.
K. S. Thordarson - - agent.
457 Main Str., AVinnipeg.
Skógurinn.
Mér þúkæri skógur skín,
skemtun færir munar-heimi;
þó að fjærist þér að sýn,
þína skæru mynd ég geymi.
Ilblóm grundu anga við
Edens bundin dýrri sælu ;
ymur lundur léttum klið—
ljúf er stund í morgun-kælu.
Finn ég yndi ekkert meir,
en í lind, und grænum meiði,
skoða mynd »f rósa reir
reifðum vindi’, á sumarheiði.
Langt á fund eg færi þinn
—friðarstund gefst liuga minum—
mætti ég blunda síðsta sinn
svásum undir greinum þínum.
Hulda.
FRETTIR.
DAGBÓK.
LAUGARDAG 9. JÚNÍ.
Ómunalega grófur haglstormur gekk
yfir Vínarborg í gær, mölvaði yfir 100-
000 glugga, eyðilagði jarðargróða, og
sópaði laufi af trjánum, svo þau eru
nakin eftir eins og um hávetur. Eft-
ir skúrinn var hagl-lagið 6 til 8 þuml.
þykkt.
Ófriðlegar horfur á Sikiley. Þar
eru 30,(XX) námamenn atvinnulausir og
allslausir og búnir að vera það svo
mánuðum skiftir. Eru þeir nú farnir
að hóta að hóta að ganga um og
eyðileggja alla uppskeru á eyjunni svo
að fleiri en þeir sjálfir svelti til dauðs
og annað sjá þeir ekki fyrir.
Bandaríkjastjórn er að hugsa um
að lögsækja fyrverandi formenn Central
Pacific brautarfél., til þess að ná inn
einhverju af peningunum. er stjórnin'
á hjá því. Central Pacific er þáttur
af Union Pacific brautinni, og hjá
þesstim félögum báðum á stjórnin um
«50 milj.
Á sumum strætunum i Portland,
Oregon, er vatnið 10 feta djúpt. í
bænum sjálfum skiftir eignatjónið mil-
jónum dollara og eina járnbrautina,
er þangað liggur.Union Pacific, þarf
að sögn að leggja eins og að nýju á
200 mílna kafla.
Borgin Milwaukee er gjaldþrota,
svo að engum þjóni bæjarráðsins hefir
verið borgað nú um fleiri vikur, og
talað um að loka skólunum, af því
ekki er hægt að launa kennurunum.
Vandræðin stafa af þvi, að allur sjóð-
ur bæjarins var í vörzlum eins banka,
er fór á hausinn, að -sögn fyrir stuld
formannsins.
Frost gerði skaða í miðhlut Illi-
nois-ríkis aðfaranótt föstudagsins. —
Hefði það átt sér stað í Manitoba, þá
hefði fréttin verið útbreidd hvervetna
með stóru letri, en ekkert er tekið til
þessa í stórum, löngu bygðu mhéruðum
landsins.
Ný gufuskipalina er komin á lagg-
irnar á stórvötnunum, eign Great
Northern brautarfél. Fyrsta skip henn-
ár, “Nortli West,” kom til Duluth frá
Buffalo í gær og fögnuðu Duluth-menn
Því mæta vel.
Fiumvarp Senator Boultons áhrær-
andi bygging Hudsons Bay járnbraut-
arinnar, fékk rothögg í efri deild
Domionþingsins í gær — var lagt á
hilluna um næstu 6 mánuði.
4265 nautgripir voru sendir til
Englands frá Montral í útrennandi
viku.
MÁNUDAG, 11. JÚNÍ.
Járnbrautarslys tvö áttu sér stað á
C. P. R. á laugardaginn seint, bæði á
milli Winnipeg og Port Arthur. Fyrra
slysið[orsakaði-t þannigí að brotnaði
niður brú yfir á, 28 milur fyrir vestan
Efravatn, undan hraðlestinni að aust-
an. Yfirbygging brúarinnar var gerð
úr tré og hafði kviknað í því frá skóga-
eldi í grendinni. Niður í ána hljóp
gufuvagninn, bögglavagninn, póst-
og “Express” vagninn og tveir fólks-
vagnar, en á sporinu stóðu eftir 3—
fólksvagn, snæðingsvagn og svefnvagn.
Yið slysið biðu bana 2 menn svo víst sé,
og ef til vill 3, en 7 meiddust meira og
minna. Vagnarnir, sem niður hrundu,
brunnu ’alveg niður að vatnsborði og
fórst alt eða nær alt, sem í þeim var.
Pósturinn allur brann.—Við síðara
slysið, um 200 milum nær Winnipeg,
varð ekkert manntjón.
Minnesota-þingmennirnir á Was-
hington þingi hafa á ný vakið máls á
þörfinni á samgöngufærum milli Ame-
ríku og Evrópu um Hudsonflóa. Hafa
þeir nú samið tillögu og lagt fyrir nefnd
þá, fem fjallar með mál um járnbrautir
og vatnavega-bætur, er fer fram á, að
Bandaríkjastjórn fái Canadastjórn til
að taka þátt í kostnaði við að athuga
hvort tiltækilegt sé, og ef svo, hvað
það kosti, að útbúa óslitna skipaleið frá
Mexico-flóa að sunnan til Hudson-flóa
að norðan.
Austurrikiskeisari hefir viðurkennt
hið nýja ráðaneyti Ungverja, er Dr.
Wekerle hefir stofnað, þrátt fyrir að
keisaranum er sérlega illa við einn
manninn í ráðaneytinu. Allar þessar
þrætur eru því niðurbældar.
Brazilíu-fregnir segja að uppreist-
armennirnir haldi áfram enn að stríða
gegn stjórninni ognýlega.hafi verið liáð
ar margar orustur. Sagt er og að Da
Gama, uppreistarstjórinn, sé nú í Evr-
ópu að leita eftir 'sainskotum til að
lialda áfram nppreistinni.
Læknafélagið í Ontario úrskurðaði
nýlega að drykkjuskapur værisjúkdóm-
ur, en ekki gltepur, og að fylkisstjórn-
inni bæri að koma upp stofnunum, þar
sem drykkjumenn verði læknaðir, í
stað þess að hegna þeim með fangelsis
vist.
ÞRIÐJUDAG 12. JÚNÍ.
I gær var hafið réttarhaldið í mál-
inu gegn Erastus Wiman, í New York.
Heill herskari af vinum Wimans, frá
Bandarikjum og Canada, voru við-
staddir.
F ormaður Hurontario-skipaskurð-
arins f3rrirhugaða, er á að samtengja
Torónto og Georgean Bay á Huron-
vatni, segir að vegstæðismælingin byrji
að mánuði liðnum og að þá verði fél.
búið að fá saman eina milj. dollara
(skurðuriun á að liosta $50 milj.)
Skurðurinn verður 66 mílna langur,
vatnsdýpi í honum 22 fet, og skipa-
leiðina frá vesturenda Efravatns til
Montreal á hann að stytta urn 600
mílur.
Sambandsstjórnin ákveður að gera
nýja tilraun til að fá Manitoba og
Northwestern brautina framlengda til
Prince Albert á skemmri tíma en tíu
árum. Fast-ákveðinn 10 ára frestur
verður því ekki veittur fyr en búið
er að athuga hvað félagið getur.
Astralíu sendimennirnir á nýlendna-
fundinn í Ottawa, komu til Victoria,
Brit. Col. í gær, með Ástralíu-skipinu
"Arawa.”
Lake of the Woods hveitimylnu-
fél. liefir gefið vagnhlass (410 sekki)
af hveiti til nauðstaddra í British
Columbia.
Sænskur velmegandi bóndi, Andrew
Anderson að nafni, fyrirfór sér á bú-
jörð, er liann hafði leigt í grend við
þorpið Melita í Manitoba, í gær.
Bróðir hans, er bjó með honum, veit
ekki hvaða ástæður voru til þessa úr-
ræðis.
Soldáninn yfir Morokkó, Mulej-
Hassan, er látinn, 73 ára gamall.
100 ára afmæli staðarins Brandon,
Man., á að halda hátíðlegt í sumar.
Bærinn sjálfur er ekki nema 13 ára
gamall, en það eru liðin 100 ár í sum-
ar frá því Hudson Bajr fél. stofnaði
verzlun, með venjulegu virki umhverf-
is, í grend við bæjarstæðið. Þessa
verzlunarstöð nefndi félagið Brandon
House.
í gær afréð efrideild Bandaþings
ins í Washington að leggja að meðal-
tali 40% toll á öll bómullarléreft,
tvinna o. þ. h. Var áður 55%, undir
McKinley-lögttnum.
Allir vinstrimenn á Belgíu-þingi
gengu af þingi í dag og segjast ekki
koma aftur. Ástæðan er að gömul
lög ákveða að þingið skuli ekki sitja
eftir 12. Júni.
MIÐVIKUDAG 13. JÚNÍ.
Vatnsmagnið í Frazer og öðrum
fljótum vestan Klettafjalla er nú óðum
að minnka.
Einn dyravörðurinn í Kaupmanna-
samkundunni í Chicago var bóluveik-
ur að verki sínu í gær og sagt hann
hafi staðið vörð fleiri daga síðan
veikinn greip hann. Hann var fiuttur
á sjúkrahús undireins og kunnugt varð
hvað að lionum gekk. Óttaslegnir
mjög urðu allir viðstaddir og ekki
að ástæðulausu.
Námamenn i Bandaríkjum halda
áfram að eyðileggja járnbrautir og
flutningafæri. Á einni braut. í Ala-
bama hafa þeir nú brennt 7 brýr yfir
vatnsföll.
Læknarnir á Englandi, sem stjórn-
in skipaði til að rannsaka canadiska
nautgripi, álíta að í einum þeirra hafi
þeir fundið vott um sjúkdóminn er
þeir óttast — lungnaveiki.
Einhver bráðdrepandi veiki æðir
um Kína og banar um 100 manns á
dag,
Bandaríkjastjórn hefir heyrt að
póllenzkur maður, en þegn hennar og
heimilisfastur í Buffalo, hafi verið tek-
inn fastur í Póllandi o g dæmdur til
langs tíma þrælkunar í saltnámunum í
Síberíu.
Tveir flokkar af smjör- og osta-
gerðar-kennurum eru nú að ferðast um
Manitoba upp á kostnað sambands-
stjórnarinnar. Aðsókn bænda er mikil
hvervetna og þykja allar líkur til að
gagn mikið verði að tilsögn þessari.
FIMTUDAG, 14. JÚNÍ.
Eitt New Yoi'k blaðið, sem liingað
til liefir þó verið Tammany-fiokknum
lieldur hlynt, kemur nú fram og sýnir,
samkvæmt því er upp hefir komið við
rannsókn þar að lútandi, að lögreglan
i New York dregur á ári liverju yfir
$10 millíónir í sinn sjóð á ólögmætan
hátt.
Allmikill snjór féll í þessari viku í
fjallendinu á austur-Frakklandi.
Vandræðalegar horfur eru sagðar á
Kórea-skaganum. Uppreistarmenn hafa
haldið uppi ófriði um undanfarinn tíma
og eru nú að sögn búnir að Jná haldi á
höfuðborginni Seoul.
1200 brunnu nýlega í borg einni í
Japan og fórust 13 menn i eldinum.
Vatnsflóðið á leið C. P. R. spors-
ins er nú hlaupið fram svo að í gær
byrjaði óslitinn lestagangur gegn um
fjöllin.
Hagl gerði skaða á ýmsum stöðum
í Minnesota í gær.
Duncan Mcltyre, auömaður milc-
ill og einn af stærstu hluthöfum í C. P.
R. félaginu, lézt í gær að heimili sinu í
Montreal, eftir langa legu.
Haglól gerði skaða á allmiklu svæði
í Assiniboia-liéraðinu vestra í gær.
Mcð einu C. P. R. skipinu, er geng-
ur til Japan og Kína, og sem kom til
Vancouver að austan í gær, bárust
nánari fréttir um sóttveiki þá er roðir
um Kína. Eftir því sem henni er lýst,
er hún líkust "Svarta dauðanum”, er
geysaði í Lundúnum á 16. öld. Hita-
veikin grípur mann upp úr þurru, höf-
uðþyngsli mikil [og magnlejrsi fj’lgir
henni og líkamshitinn stigur í 105 og
j*fir. Eitlar allir bólgna, einkum á
liálsi og undir höndunum, og verða
stórir eins og fuglsegg. Innan 24
kl. stunda drepur sótt þessi flesta, en
lifi menn 6 sólarhringa, er von um
bata. Sótt þessi kom fyrst upp f Can-
ton, í Aprílmán., og útbreiddist þaðan.
Það livessti í Dominion þingsaln-
um um tíma í gær, eftir að oinn af fjdg-
ismönnum stjórnarinnar kærði einn
þingmanninn í flokki Lauriers fyrir
tilraunir að fá samþj kkt lög á Banda-
þinginu í Wasliington, er hindrað gæti
Canadastjórn frá að nejrta afls síns.
Blaðið Empire í Toronto gróf þetta
kærumál upp og prentaði brenarskrá frá
Jolin Charlton, Dominion þingmanni,
til efri deildarinnar í Washington, þar
sem hann sýnir hvernig Bandaríkja-
stjórn geti liagað löggjöf sinni svo að
Canada liði óliag af, en geti ekki aðgert.
Eitt af því, sem hann bað um, var
breyting á 'toll-lögunum, að þvi er
snerti borðvið, og að honum væri hag-
að svo, að Canadastjórn gæti ekki lagt
útflutningstoll á borðvið til Banda-
ríkja.
Crispi, ráðherrastjóri á Italíu, hefir
lokið við að mynda nýtt ráðaneyti og
eru margir lians gömlu meðráðamenn i
því. Hið nýja ráðanejrti tók sæti á
þinginu í dag.
FÖSTUDAG 15. JÚNÍ.
Victoria-búar eru hræddir við
svarta dauðann í Kína og hafa beðið
Dominion stjórnina að viðhafa stranga
lœknis-skoðun á skipum að austan, er
þau koma að vestur-odda Vancouver-
eyjar. Stjórnin hefir þegar skipað að
hefja. slíka rannsókn tafarlaust.
Lík tveggja manna eru nú fundin
í ánni, er C. P. R. lestin hrundi í um
daginn. Þannig eru það 3 mann-
eskjur, er beðið hafa bana við slys
þetta.
Nálægt fjórðungi bæjarins Panaraa
á Panama-eiðinu í Mið-Ameríku brann
til ösku í gær. Eignatjón að minnsta
kosti $1J millión.
Háj’firdómarinn á Englandi, John
Duke Coleridge, lávarður, lézt í gær-
kveldi í Lundúnum, 73 ára gamall.
í Ástralíu er talað um að sameina
hin ýmsu héruð undir eina sambands-
stjórn, með sama fj-rirkomulagi og er i
Canada.
I Ohio er nú bjTjað að flytja kol til
markaða, en hermanna vörður fylgir
hverri vagnalest.
Söngva-salurinn mikli í Toronto, er
miljónaeigandinn H. A. Massey, byggði
og gaf borginni, var vígður í gærkveldi
með mikilli viðhöfn. Salurinn kostaði
S150,000 og eru sæti í honum fjrrir 4000
áhejTendur.
Regn allmikið féll í gær bæði í
Norður og Suður Dakota og í norðvestr
héruðum Minnesota.
YMISLEGT.
Htegfara eru járnbrautarlestirnar á
Spáni, ef dæmt er af því, hve blöðin
þar dáðust að þvi nú nýlega, að vagn-
lest skyldi komast sem svarar rúmum
25 milum enskum á 1 kl. stund.
Túnskdldiö nafnfrœga, Beethoven,
varð snemma heymardaufur og upp á
síðkastið svo he.vrnarlaus, að hann
gat ekki greint trumbusláttinn í flokki
leikaranna. Hann heyrði aldrei sína
frægustu tóna leikna eða sungna.
ófríðasta krennfólkið i heimi er í
flokki Garo-þjóðflokksins á Indlandi, á
hálendinu milli Bramapootra ogGoorma
dalanna. En undir eins eru konur þar
kvenna duglegastar. Þær stjórna öllu,
þær annast búin, biðja sér manna,
ráða ríkinu og öllum lögum og í einu
orði gera alt sem karlmenn annarsstað-
ar gera. Ef samskonar myndbrej-ting
fjlgir jafnrétti karla og kvenna, þá
væri sorglegt að veita fallegu amerík-
önsku kvennþjóðinni pólitísk réttindi.
Ai.lih ehu miljóna-eioendur.
Svitaholurnar á líkama manns á
meðalstærð eru samtals um 7 miljónir.
Svitliolurnar eru 2800 á hverjum ein-
um ferhjTningsþumlingi liörundsins,
en ferhyrningsþumlungarnir eru alls
2500 á meðal ínanni. —Pall Mall Budget.
Sama hér. “I observe that the edi-
tor is out”, said the visitor.
“Yes, sir, out of everything ; ain’t
lieen a dollar around here since Christ-
mas !”
GæDi reyktóbaksins “Ðer-
by Plu<r" eru alment viður-
kend. 5, 10 og 20 cts. plötar
Orða-belgurinn.
OpiD bréf
til Rsy. B. Fav Mili.s
frá R. C. Adams, President of the
Canadian Secular Union.
Herra. I ræðu j ðar síðasta mið-
vikudag, og sem birtist í blaðinu Wit-
NESS í Montreal, er þér hélduð jrfir ung-
um mönnum, spjrjið þér : “Er liinn
efagjarni ungi maður liólpinn?” Þér
svarið: “Hann getur ekkí verið á-
nægðtir ; ej'ðilegging og sj-nd sækja
liann heirn”. Þér segið sögu af presti,
er á að hafa framsett spurningar á yan-
trúarmanna fundi á þessa leið : Hvað
hafið þér gert til að bæta líf manna í
þessariborg? Hvað hafið þér gert til
að hjálpa börnunum ? Hvað hafið þér
gert til að hjálpa þeim sjúku og óláns-
sömu ? Þér segið að þeir hafi engu
getað svarað, og svo bætið þér við:
Jeg hefi aldrei hej-rt getið um neina
hjálp, von eða gleði bjóðast þeim van-
trúuðu; sj-nd og örbyrgð er á vegi
þeirra. Síðan segið þér frá kvölum
þeim er Voltaire og Tomas Paine hafi
tekið út í dauðanum. Alt þetta frorið
þér fram í þeim tilgangi, að menn skuli
síður voga að neita kenning yðar, og
koma mönnum til að trúa því, að van-
trúarmenn séu ólánssamir og gagns-
lausir heiminum.
Ég hefi eitt sinn hejrt j’ður prédika
og einnig lesið kafla úr prédikunum yð-
ar, e.r birzt hafa á prenti, og það gladdi
mig að sjá þá framför í betrunarkenn-
ingunni er þar birtist, hinn veglega
framburð yðar og einkum það, að þér
lögðuð meiri áherzlu á gott siðferði, en
trú á friðþæging, meiri áherzlu á elsku
til guðs, en á blóð Jesú Krists, og
minnist aldrei á helvítis eld. Þér líkt-
ust ekki hinum öðrum evangelistum, er
renna um borgirnar sem hamstola, til
að bjarga sálum íbúanna, og ég vonaði,
að j-ður mundi takast að bæta líf
margra og vér mundum þess vegna
mæta meiri djarfleik og sannleiksást, en
svikum og ranglæti meðal hinna mörgu
kristnu. •
En fyrirlestur hins ofanritaða nej-ð-
ií mig—sem leiðandi manns hins frjáls-
hugsandi flokks í Canada—-til að lýsa
þessa sögu jrðar um efagirni og trú-
lejrsi algerlega ósanna. Ef þér vitið að
þér farið með ósannindi, eruð þér ger-
samlega óhæfur fyrir þá stöðu, er þér
hafið tekið að j'ður, en ef þér vitið það
ekki, eruð þér óhæfur lcennari lýðsins,
því þá þekkið þér ekki heiminn í kring
um yöur, og fyrir þekkingarleysi á
bókmenntum verðið þér óhrofur til að
fræða og bæta lýðinn.
Ég álít að þér brúkið orðið Infidel,
e ins og Webster þýðir það—þann sem
ekki trúir á Krist sem guðs son, höf-
und kristninnar—. Og ég verð að
segja, að sögn yöar um gæfulejrsi og
gagnslejrsi þessara manna er öfug við
söguna, bæði hins liðna og yfirstand-
andi tíma'. Að sönnu hefir gæfu þeirra
og framkvæmdum verið spillt af ofsókn
um hinna kristnu, og með með löglegu
banni gegn arfieiðslugjöfum til að
hjálpa máli þeirra áfram,* og þaðer ein-
ungis festu þeirra og þoli að þakka, að
hin mikla framför er orðin í flokki
þeirra. Kreddur trúlej'singja er nátt-
úrutrú; kreddur hinna kristnu er
kraftaverkatrú, og þér munuð fljótt
geta séð, að öll pólitík og mannfélags-
leg framför á rót sina að rekja til vits
mannlegrar brúkunar, uáttúrlegra
hluta. en liefir ekki framkvæmd fjTÍr
bænir til guðs hinna kristnu. Það er
afar-þýðingarmikið atriði, ' að frum-
herjar allra breytinga til umbóta liafa
lang-oftast verið vantrúarmenn.
Ameríka á að þaklia sjálfstæði sitt
vantrúarmönnum, Franklin, Jefferson,
Tomas Paine og Washington, og hinn
efagjarni Lincoln frelsaði þræla hins
ameríkanska þjóðveldis. Garibaldi og
og Mazzini eru lietjur hinnar samein-
uðu Ítalíu. Hinu franska þjóðveldi er
ágœtlega stjórnað af frihyggendum.
Vantrúarmennirnir Robert Owen og
Jacob Holjroke eru feður jafnréttis-
umbóta þessara tíma. Flestir hinna
miklu auðfræðinga, svo sem Adam
Smith, Mill, La Salle og Hara, hafa
verið skjmsemistrúarmenn. Frumherj-
ar frelsisbaráttu þrælanna i Ameríku
voru vantrúarmenn, og þú munt varla
dirfast í þínu eigin landi að atyrða
Garrison og Sumner. — í bókmenntum
skal ég nefna Göthe, Martineau, Carlj'le
Georg Eliot og Emerson. Skáld eins
Og Burns, Byron, Shelly, Longfellow
og William Whitmann. Einnig þeir
sem hafa látið heimmn hlæja, svosem
hinn trúlausi Mark Twain, er telst
ineðal heimsins velgjörðamanna, en
mundi þó fyrirlita yðar sjálfræði og
telja orðtæki yðar óþolandi. Slíka frum-
herja visindandanna, sem Sjiencer, Dar"
win, Huxley, Tyndall og heil herfylk-
ing af uppfindingamönnum ásamt hin-
um allra-frægasta Edison, er allir hafa
unnið lieiminum ómetanlegt gagn, án
þess að trúa á Jesús Krist.
Menn þeir, er hafa bj;ggt járnbraut-
ir vorar og stofnað stórkostleg verk-
stæði fyrir allskonar iðnað, hafa flestir
vcrið vantrúarmenn. Meðalmannanna
i þessu landi er ekki hafa trúað ritning-
unni og þó lagt út stórfé í almennings-
þarfir, skal nefna : Peter Bej’ham, sem
gaf 3 millíónir dollara til sjúkrahúss i
Boston ; Stephan Girard, er gaf 6 mrllí-
ónir dollars til að stofna skynsemistrú-
arskóla í Philadelphia (er kristnir hafa
umsnúið); James Lick, er gaf 6 milh'ón-
ir dollars til vísindalegrar starfsemi og
stofnaði liið mikla stjörnuhús í Califor-
nia ; Peter Coojier, er gaf $3 milliónir
til uppfræðingar í New York ; Smith-
*) A Englandi er það bannað með
lögum að gefa til vantiúarstofnana.
Pýð.
son er Smithsonian-stofnunin í Washing
ton er j'iðkennd.Og ég vil segja j’ður.þótt
hinir ungu menn í Toronto ekki viti um
þetta, er ég hér hefi talið upp, þá vita
þeir þó að í yðar eigin borg, Montreal,
hafa vantrúarmenn lagt til $1 millión
til McGill háskólans í Montreal, og
þegar leitað var að mönnum, er bezt
mœtti trej’sta til að bj’ggja það húsa-
þorp, voru teknir tveir alþekktir van-
trúarmenn. Ef til vill hafið þér sjálfir
þekkt, að þá er þér fjwst komuð í þessa
borg, var gerð almenn tilraun að rj’ðja
úr borgarráðinu einum mikilsvirtum
manni, er var methodisti, en þeir fengu
engan er þeir treystu til að verða hlut-
skarpari en formann friþenkjara-
flokksins.
Gagnvart hinum margendurtekna
tilbúningi um endalj’kt Voltairs og
Tomas Paines, sem þér þykist gera
lrogra undir höfði með því að kalla hann
Tom, vildi ég ráðleggja yður að lesa
æfisögu Voltairs eftir jafnfræga rit-
höfunda sem John Morelej’ og James
Partou.og um TomasPaine eftir G.Con-
way, og í staðin fyrir að treysta upp á
jafnhlutdræga og lygna böfunda eins og
þá kristnu, er rituðu um þessa menn.
Það er þér segið um Voltair, hefir
reynzt ósatt, því vér höfum það eftir
sjónarvotti, að hann lézt kl. 11 þ með
mestu rósemi. Tveim dögum áður.þegar
aðstoðarprestnr frá St. Sulpice spurði
hann. hvort hann trj’ði ekki á guðdóm
Krists, fálmaði hann með hendi sinní
til prestsins, snéri sér skyndiiega til
annarar hliðar og mælti: “Látið mig
dej’ja í friði”.
Conway segir : “Tomas Paine
hræddist alls ekki dauðann”, og talar
um þau ónota svör, er hann hafi gefið
Dr. Romaine, að hann hafi dáið eftir
rólega nótt. Hinn fyrri æfisöguritari
og óvinur Tomasar Paines, Cheatburn,
varð sekur fjrir níðfit fjrir dómi í
New York, og Conway sýnir fram á,
hve gjarn hann hafi verið á ósannindi.
Ef þér viljið ekki opinberlega taka
aftur ósannindi yðar af hræðslu fyrir
að þá muni færri trúa “dogmu” yðar,
þá spjr ég, hvort þér viljið ekki# opin-
berlega hafa samræður við mig um það,
hvort undirstöðuatriði kristindómsins
munu betur hjálpa til velferðar mann-
félagsins, heldur en undirstöðuatriði
náttúrutrúarinnar ? Ef þér ekki takið
þessu boði og neitið að færa sannanir
fjwir framburði yðar, hljóta fríhyggj-
endur i Toronto að álíta j’ður hej’ra til
þeim flokki presta, er haga sér svo, að
prédikunarstólar þeirra hafa fengið
nafnið “ragmennsku-vígi (Cowards
Castle), þar sem aftur á móti fáir frí-
hykgjendur halda ræður, án þess að
bjóða mótstöðumönnum aðhlusta á og
hafa málfrelsi. Að síðustu, ef ég fro
ekki þannig tækifæri til að mœla móti
framburði jrðar mun ég prenta þetta í
því eina blaði hér í Toronto, er hefir
svo menntaðann ritstjóra að þola van-
trú og krorir sig ekkí um hvað er tízka
eða hvað er bezt fjrir trúna.
Trúið mér. herra minn, ég er ekki
að ásaka jrður fjrrir vísvitandi ósann-
indi, en held við mína seinni tilgátu, að
dómur yðar hafi komið til af því, að
þér hafið ekki haft nægan tima til lest-
urs vegna embættis yðar, Ég fellst
hjartanlega á sumt i yðar siðferðislegu
kenningu og álít það muni hafa góð á-
hrif, og þó er ég viss um að það hefði
meiri áhrif ef þér bj’gðuð meira á sönn-
um vísindum í staðin fjwir að byggja á
því, sem er eftir minni hjrggju úreltar
“dogmur”, efasamar og ósannaðar sög-
ur.
Prestur þessi skrifaði Mr. R. C.
Adams kurteist bréf og baðst undan
því að fara í kappræður um þetta efni.
(Eftir Free Thinkirs Macazine).
Jóhannes Siourdsson þýddi.
Þetta er gott sýnishorn af þvi,
hvernig vantrúarmenn í Ameriku at-
huga um hverja ræðu og ritgerð hinna
orthodoxu, og líka sýnir það. hve gjarn
ir þeir orthodoxu eru á að fullvröa um
það er þeir ekki þekkja. Þýð.
VEITT
HÆSTU VERÐLAUN A HEIMSSÝNING UNN
IÐ BEZT TILBÚNA.
Oblönduð vínberja Cream of Tartar
Powder. Ekkert álún, ammonia eða
önnur óholl efni.
40 ára reynzlu.